Bænagangan 2008

Tekið af Kristur.is (Leturbreytingar mínar)

Bænaganga verður farin frá Hallgrímskirkju laugardaginn 6. des. kl.12:00. Gengið verður niður Skólavörðustíg og niður á Austurvöll þar sem stutt dagskrá verður. Tilgangurinn er að biðja fyrir þjóðinni í göngunni.

Fyrir göngunni fara móturhjól og blásið verður í “sjófar”, sem er blásturshljóðfæri frá Ísrael. Margir kristnir aðilar standa að göngunni. Við hvetjum fólk til að vera með og klæða sig vel.

Hér eru nokkrar myndir frá göngunni í fyrra, sem ég fékk að láni frá Hvítasunnusöfnuðinum á Selfossi ég vona að þau fyrirgefi mér að ég birti þær svona í leyfisleysi:

97a59b6f-defc-4fce-a84c-83f4d44faf8f.jpg 011.jpg
baenaganga.jpg 7daf66ee-e68c-4dda-8fc2-d5843c868d02.jpg
1c7c2b17-5e0c-4234-a07c-db6384a92a3e.jpg

Svo er mynd sem formaður Vantrúar tók af mér í fyrra, þ.e.a.s. hann Mattías Ásgeirsson, hann var fyrir löngu síðan búin að veita mér góðfúslegt leyfi til þess að birta hana.

Myndin hans Matta

Þetta verður sannkölluð friðarganga, og verður beðið fyrir landi og þjóð, og hvet alla til þess að mæta sem vilja!  Smile Einnig væri gott að fólk hefði íslenska fánan með sér, sem og vasaljós eða ljós að einhverri sort, því ritað er:

Jóhannesarguðspjall 8:12
Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.

Gerum þessa göngu frábæra, og biðjum fyrir landi og þjóð! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar að kasta einu eggi í Matta ef má . Plís , bara einu svona litlu maríerlu-eggi !

conwoy (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú heldur þér á mottunni Conwoy! Í sönnum kristilegum anda, enda erum við ekki að mótmæla neinu, heldur erum við að biðja fyrir landi og þjóð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.12.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Þið eruð flottir vinirnir á Austurvelli.

Flott hjá þér að auglýsa Bænagönguna. Nú bíð ég spennt að vita hvað RUV gerir en ég sat spennt fyrir framan sjónvarpið í fyrra og  beið eftir að sjá myndir frá Bænagöngunni en því miður voru engar myndir teknar af sjálfri Bænagöngunni en það birtust myndir frá tónleikunum í Laugardalshöll um kvöldið.

Conwoy, láttu   Matta  eðalvin minn í friði. Please.

Guð blessi ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.12.2008 kl. 21:20

4 identicon

Gott framtak

Það þarf að Biðja Fyrir Þessari þjóð

Það er á Hreinu

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:24

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rúv, sem og aðrir fjölmiðlar, brugðust algjörlega í fyrra Rósa! Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir taka á því núna.

Ég kem að vísu seint á gönguna sjálfur, af persónulegum ástæðum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.12.2008 kl. 21:24

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Æsir - nákvæmlega!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.12.2008 kl. 21:25

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi ykkur vel og ég vona að gangan verði mjög friðsöm.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.12.2008 kl. 22:14

8 identicon

Ég kem auðvitað og verð á mótorfák ef veður leifir

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 22:38

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásdís - takk!

Birna - hlakka til að sjá þig á þínum fráa fák. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.12.2008 kl. 23:11

10 Smámynd: Anna Guðný

Gangi ykkur vel. Verð með ykkur í anda.

Anna Guðný , 3.12.2008 kl. 23:17

11 Smámynd: Linda

Ég kem ef allt gengur eftir, sem ég bara vona.  Flott hjá þér að koma þessu á framfæri.

bk.

Linda.

GN

Linda, 4.12.2008 kl. 00:13

12 Smámynd: Mofi

Ég kemst því miður ekki og er það svekkjandi, langaði að mæta í þetta skiptið.  Þetta verður örugglega gaman og vonandi verður góð mæting og nóg tekið af myndum svo maður fái óbeint að upplifa þetta.

Mofi, 4.12.2008 kl. 09:44

13 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

þakka þér, að koma með þessa frétt og hvatningu til að mæta.

Gaman væri að sjá sem flesta presta og Forstöðumenn hinna fjölmörgu samfélaga mæta.

Þökk sé þeim sem standa að þessari Bænagöngu.

Það er máttur í bæninni.

Ég mun vonandi mæta, ef ég fæ tíma.

olijoe

Ólafur Jóhannsson, 4.12.2008 kl. 11:51

14 Smámynd: Ragnar Steinn Ólafsson

Áfram Ísland

Ragnar Steinn Ólafsson, 4.12.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband