Skýr skilaboð um vantraust þjóðarinnar á stjórnvöld

Loksins jákvæðar fréttir, það stendur í fréttinni:

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 31,6% landsmanna samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. 68,4% segjast ekki styðja stjórnina. (Leturbreyting mín)

Það segir allt sem segja þarf um hvort eigi að "endurnýja" umboðið eða ekki. Það var hreint ótrúlegt að  heyra ISG í gær þegar hún dirfist að láta útúr sér: "fólkið fyrst og flokkarnir svo" ef svo er komið, af hverju slítur hún ekki stjórnarsamstarfinu og kemur mönnunum frá völdum sem ullu þessum hörmungum? Nei, hún velur að vera strengjabrúða og leiksoppur Sjálfstæðisflokksins. Sem er hugleysi og gunguháttur.


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Hvernig færðu það út að þetta sé vilji þjóðarinnar?

Guðmundur Björn, 23.11.2008 kl. 15:50

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

ömmm ... gefur ekki könnunin skýra vísbendingu um það Guðmundur?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.11.2008 kl. 16:22

3 identicon

Guðsteinn.

Það hefur enginn viti borinn maður, haft skoðanakannanir sem úrslit í kosningum.

Skoðanakönnun er rugl.

Kosningar eru alvaran.

Ég vildi geta horfið aftur til þess tíma að skoðanakannanir bærust póstleiðina og væru taldar af mannanna höndum. Núna eru úrslitin komin áður en maður veit um að það sé skoðanakönnun í gangi.

Væri ekki rétt að gefa 3-4 einkarétt  (til fárra ára samt) á þessum könnunum, og láta þá tilkynna þjóðinni hverjar spurninga er spurt.

Og svo um úrslitin. Og þetta yrði alltaf að vera sama prósentan af kosningagengnu fólki.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:27

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er enginn að tala um að kjósa NÚNA. Það er hinsvegar hægt að ákveða það núna. Geir Haarde hefur logið að þjóðinni, að allt væri í lagi, alveg fram á síðasta daginn fyrir hrunið.

Hann sagði að fundur sinn með seðlabankastjórninni og bankastjórunum væri ekki af neinu sérstöku tilefni, hann fundaði oft með þeim, til að fylgjast með!

Reyndar trúðu flestir honum, því ríkisstjórnarliðið var aldrei á landinu um þetta leyti.

Þeir hafa leyft fjárglæframönnum að vaða uppi, ræna sparifjáreigendur um allan heim og senda síðan skattgreiðendum reikninginn. Ef þetta eru ekki herfileg afglöp verður að breyta skilgreiningunni á því hugtaki í íslenskum orðabókum.

Theódór Norðkvist, 23.11.2008 kl. 23:03

5 Smámynd: Linda

Hættum að kjósa flokka, og kjósum einstaklinga í stöður.  Flokkadæmið er bara ekki að ganga upp lengur.

bk.

Linda. 

Linda, 23.11.2008 kl. 23:25

6 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Róm 13:1-2 Hver maður hlýði þeim yfirvöldum sem eru yfir hann sett. Því engin væru yfirvöld ef Guð gæfi þau ekki. Þau sem eru til hefur Guð skipað. Sá sem veitir yfirvöldum mótstöðu veitir skipan Guðs mótstöðu og hlýtur að fá sinn dóm.

Hættið nú þessu fráfalli. Þið hafið engan rétt á að vantreysta ríkisstjórninni. Guð setti hana yfir ykkur. Þetta er Guðs skipan, ekki veita henni mótstöðu.

Sindri Guðjónsson, 30.11.2008 kl. 05:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband