Hvað er Halloween?

Eigum við að hræðast svona?  ;)Halloween, eða "All Hallows eve" á sínar rætur að rekja til fornrar hátíðar Kelta, sem er þekkt sem "Shamhain". Shamhain hátíðin var einnig haldinn sem uppskeruhátíð meðal forn Gaulverja (Frakka) og í sumum tilfellum táknaði hún áramót.

Gaulverjar trúðu því, að á allra heilagamessu, hafi hliðin opnast sem héldu þeim dauðu í gröfum sínum. Óttuðust þeir um uppskeru sína og ættmenni sín vegna meints ágangs hinna dauðu.

Hátíðin var alltaf haldinn með glæsilegri brennu, og var fórnað sláturdýrum fleygt í hana til þess að sefa reiði guða þeirra. Búningar sem og grímur voru notaðar í þessu tilefni, og áttu þær að plata þá illu anda sem voru í loftinu og halda þeim frá fólkinu.

Á þessu kvöldi sögðu menn að ef að norn, sveiflaði dauðum svörtum ketti fyrir ofan á hausinn á sér, og færi með galdraþuluna frægu "Abrakadabra", eins og á að fara með hana, þ.e.a.s. 13 sinnum fyrir fullu tungli (fullt tungl var æskilegast, en ekki nauðsynlegt), þá gat hún einmitt vakið upp þá sem lágu í gröfum sínum. Þess vegna var mikill ótti sem greip lýðinn og menn leituðu logandi ljósi að nornum og drápu þær, ef grunur eða jafnvel orðrómur gengi um þær. Þetta gerist á myrkum miðöldum og útskýrir hvers vegna norna og galdra brennur voru.

Eftir einn, ei aki neinn ...Það sem ég á við með þessari grein, er að ég hef oft heyrt gagnrýni, sér í lagi frá guðleysingjum, að kristnir hafi staðið fyrir galdrabrennum og báru þar með ábyrgð á dauðum þúsunda. Það stenst ekki alveg, því hjátrúin var þegar til staðar, og byggðu menn á gömlum grunni.

Hins vegar er það rétt, að óprúttnir og gráðugir menn notuðu trúna sem skálkaskjól fyrir gjörðum sínum, það er ég ekki að afsaka. En vegna þessarar gömlu hjátrúar, og ótta þeirra við hana, þá frömdu menn voðverk í nafni Kristninnar sem var reyndar ekki trúnni sjálfri að kenna, heldur nokkrum hjátrúarfullum kjánum sem voru skíthræddir við sína eigin kjánalegu hjátrú. Þess vegna er ótti við nornir ekki kemur frá Kristninni, heldur er þetta eldri hjátrú sem var var allt of lengi að deyja út meðal breyskra manna. 

Guð blessi ykkur öll, og ekki missa ykkur í gamalli hjátrú í kvöld í áhorfi á gömlum hrollvekjum eins og fréttin fjallar um, og ég vona að mér sé fyrirgefið að hafa ekki fjallað efnislega um fréttina sjálfa! Wink


mbl.is 10 bestu hrollvekjurnar fyrir Hrekkjavöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Uss, uss, best að klikka á "óviðeigandi"-hlekkinn... alveg brjálaður!

:)

Ingvar Valgeirsson, 1.11.2008 kl. 17:18

2 identicon

"Eigi skalt þú láta galdrakonu lífi halda" stendur í biblíunni og var nú helsta röksemdin fyrir galdrabrennunum.

Annars hljómar þessi upprunasaga samhain afar ósennilega og ég man ekki eftir að hafa heyrt neitt í þessa veru áður. Hvar lastu þetta?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 19:13

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ingvar - ;)

Óli - flettu þessu upp á wiki, og sumt af þessu er "folklore" sem ég heyrði í uppeldi mínu í Kanada.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.11.2008 kl. 20:44

4 identicon

Það sem ég átti sérstaklega við var atriðið með nornina, svarta köttinn, 13 og abrakadabra. Það hljómar satt best að segja fáránlega að setja allt þetta saman í einn pakka. Ég finn líka ekkert um þetta í Wikipediu. Ég finn ekki heldur neitt um uppruna hátíðar hjá Gaulverjum.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:39

5 identicon

Og p.s. kristnu nornaveiðararnir töldu þessa klausu í fullu gildi og ég man ekki betur en að Jesús hafi sagt að hann væri ekki kominn til að afnema lögmálið.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:40

6 identicon

Sæll Guðsteinn.

Hef ekki hugmynd!

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 03:41

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég hef nú heyrt þetta með "abracadabra" og svartan kött á Halloween, þó ég hefi ekki heyrt þetta með að sveifla honum yfir hausnum á sér. Reyndar minnir mig að upphaflega hafi "abracadabra" átt að vera e.k. lækningarþula, sem einhverjir áttu seinna að hafa notað til að reyna að vekja upp fólk (e.k. nábrók þeirra útlendinga).

Svo var það líka lag með Steve Miller Band.

Ingvar Valgeirsson, 2.11.2008 kl. 08:46

8 Smámynd: Ransu

Var ekki textinn við lag Steve Millers bandsins einu "abra" ofaukið?

Mæli með kvikmyndinni Vredens dag (1943) eftir Carl Dreyer. Hún fjallar um nornaveiðar.  Alveg mögnuð mynd. 

Dreyer gerði líka mynd sem heitir Vampyr (1932) sem er ansi hrekkjavökuleg.

Ransu, 2.11.2008 kl. 09:42

9 identicon

Mér skilst að Mormónar hér á Íslandi haldi upp á þennann dag . Sem gerir þá sennilega bara meira ókristnari en þeir eru fyrir ?

conwoy (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 14:19

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Margir kristnir menn halda upp á þennan dag í BNA, fara í skrípaföt og skemmta sér. Held að menn súnki nú ekkert rakleiðis til helvítis fyrir það eitt.

Mér finnst samt ljótt að henda eggjum í hús. Sóun á góðu fæði.

Ransu - ég held að Steve Möller hafi bara stamað svona rosalega... Abra - Abracadabra...

Ingvar Valgeirsson, 2.11.2008 kl. 15:01

11 identicon

Gæti verið að þú sért að rugla saman gellískri menningu og gallískri? Önnur írsk/skosk og hin "frönsk".

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 22:37

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þeir "kristnu" menn sem stóðu að brennnum voru á villigötum.  Ekki hefði Kristur tekið þátt í að brenna lifandi fólk.

Sigurður Þórðarson, 3.11.2008 kl. 01:15

13 identicon

Well Sigurður... Jesú sjálfur sagði GT í fullu gildi... og því er hann stórvarasamur karakter... (Assuming he existed), menn þurfa að vera mjög illa innrættir til þess að samþykkja GT

Annars er ég með fræðslumynd um Halloween/Hrekjavöku... enn ein hátíðin sem kristnir reyndu að ræna... :)
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/697576/

DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:08

14 identicon

Ha ha , eru Kristnir bara í því að ræna hátíðum ? Kannski ræna þeir Gay pride næst bara ?

conwoy (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:27

15 identicon

Þeir eru nú þegar með gay pride....halarófa af kuflum sem þora ekki að viðurkenna að þeir séu gay :)

Já kristnir rændu jólunum og alles... til að kæfa niður aðrar hátíðir... ekkert má skyggja á þykjustu pabba í skýjunum :)

DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:33

16 identicon

Uhh Eggert... GT er ekki fallið úr gildi... það er bók bókanna.. .og kristnir vitna í hana sí og æ... bókin er faktískt hryllingsbók um fjöldamorð á börnum, ótrúlega "guðs"vonsku, hefndaræði.. og bara öllum sem guddi fílaði ekki.

Muna að lesa... og sjá að Sússi samþykkti þetta allt án þess að ropa... stendur í ævintýrinu sem sumir halda að sé alvöru :)

DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:37

17 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvar sagði hann að GT væri í fullu gildi? Þvert á móti kvað hann í lagi að snæða svínakjöt með tilheyrandi útskýringum, gaf nýtt boðorð öðrum æðra o.s.frv.

Og jú, margir sem kenna sig við kristni hafa framið voðaverk í skjóli einhverra Biblíuversa - margir trúleysingjar hafa líka gert margt miður smekklegt í nafni eins og annars. Það segir óttalega lítið um trúleysið sem slíkt þó einhver sjúklingur í nafni þeirra skoðana sinna drepi einhvern.

Ingvar Valgeirsson, 3.11.2008 kl. 18:48

18 identicon

Þú segir það Ingvar.... trúarbrögð sem hafa drepið flesta og kostað meiri hörmungar en allt annað... er í lagi

Nenni ekki að finna það sem Sússi sagði... en hann sagði að ekki mætti breyta einum staf, allt heila klappið í gildi og væri orð gudda

DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 18:53

19 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Mar kemur ekki að tómum kofa hjá þér Guðsteinn minn þegar kemur að allskonar fróðleik um useless iformacion.

En það er vissulega gaman af þessu öllu.Bestu kveðjur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 3.11.2008 kl. 19:39

20 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég held þú ruglir saman trúarbrögðum annarsvegar og svo fólki/hópum sem líða ekki öðrum að hafa aðrar skoðanir hinsvegar. Þá má líka segja að stjórnmálaflokkar/skoðanir hafi drepið æði margar milljónir. Eða þjóðerni ef því er að skipta.

Ef við lítum á sl. öld held ég að fleiri trúaðir hafi verið drepnir vegna trúar sinnar en hitt - sjá Sovjétið, Kína (og víðar í Asíu) Gyðinga í Þýskalandi nasismans og svo má lengi telja.

En óttalega finnst mér skrýtið hvað hinir trúlausu nenna að hanga á síðum ofsatrúarfólks - eruði ekki í vinnu? Næstum því jafn skrýtið og það að menn virðast voðalega hræddir við að skrifa "Guð" eða "Jésú"... nema þá sem "Gvuð" eða "Ésú" eða álíka.

Ingvar Valgeirsson, 3.11.2008 kl. 22:03

21 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég verð bara að fá að koma að nokkrum orðum. Ég rakst af tilviljun inn á Omega, þar sem verið var að endursýna viðtalið við ykkur Skúla - og ég verð bara að segja að þú ert ekki næstum því jafn sljótur og ég bjóst við. Ert meira að segja bara nokkuð sætur (enda hef ég alltaf verið dálítið svag fyrir nördum). Skúli er hinsvegar alveg jafn klikk og mig minnti. Leynilöggur og vopnaðan her?  Til að berjast á móti 370 manns?

Svo spyr ég - þegar þið óskapist yfir þessum 4-5000 fermetrum undir 370 manns - hvert er hlutfallið milli fermetra undir kirkjur (og teljum þá jafnvel með kirkjujarðir) og fjölda kirkjugesta?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.11.2008 kl. 08:47

22 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er að nota smá hjáleið í gegnum þig Guðsteinn og kemur þessari færslu lítið við, vonandi er mér það fyrirgefið ég ætlaði aldrei þessu vant að skrifa inn athugasemnd hjá JVJ en fékk þessi skilaboð:

Eftirfarandi villur komu upp:
  • Þér er ekki heimilt að skrá athugasemdir

Sæll Jón Valur Jensson, þó við séum ekki sammála um ýmis málefni og ég farið yfir strikið stundum í að gagnrýna þig, þá er það öllum hollt að fá gagnrýni, ég er jú "Nobody" það er að segja nafnlaus, en ég hef alltaf tekið það fram að ef fólk vill vita eitthvað um mig, þá er því frjálst að senda mér póst og spyrja. En hvað þessi mál varðar þá treysti ég ENGUM í bankakerfinu, hvorki seðlabankanum eða fjármálaeftirlitinu, eða ríkissaksóknara eða yfir höfuð ENGUM í íslensku stjórnkerfi til að rannsaka þessi mál og ég KREFST þess að hingað verði kölluð til Interpol (International Criminal Police Organization) og Europol (contraction of European Police Office) sem verði látin rannsaka þetta ofaní kjölinn !

Sævar Einarsson, 5.11.2008 kl. 09:32

23 identicon

Það eru aldeilis gullhamrarnir sem hún Tinna slær þér:

"þú ert ekki næstum því jafn sljótur og ég bjóst við"

:D

 Ég vildi nú bara bæta því við þessa Abrakadabra þulu þína að einu sinni sá ég CSI þátt þar sem aðalkallinn (þessi sem veit allt) sagði að Abrakadabra þýddi "faðir, sonur og heilagur andri".

Ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti það.  Ég hef hvergi fengið staðfestingu á þessu, þó ég viti svosem að Ab þýðir faðir m.a. á hebresku, sbr. Abraham (Faðir margra þjóða).

Veit einhver hvort þetta sé rétt þýðing á galdraþulunni?

hmm (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 11:52

24 Smámynd: persóna

Af hverju skrifar Sævarinn athugasemd hjá Guðsteini sem á að koma  fram hjá Jóni Vali Jenssyni? Er Guðsteinn milligöngumaður að Jóni?

p.s. Ég fíla Halloween, bjó í mörg ár í Bandaríkjunum og þar er allt á hvolfi á Halloween, grasker, draugar og fjör. Gaman að svona tilbreytingu.

persóna, 5.11.2008 kl. 12:34

25 identicon

Ingvar þér finnst skrítið að trúfrjálsir menn láti í sér heyra, að við segum frá ósómanum í trúarbrögðum og trúarritum.... veistu ég væri bara bófi ef ég léti ekki í mér heyra.
Um aldaraðir voru trúfrjálsir menn myrtir af kirkju og kuflum, auðvitað notum við frelsið sem skapaðist við að taka kirkjur og kufla úr stjórnmálum til þess að segja fólki hvað þetta gengur raunverulega út á....

JVJ er typical trúníðingur sem vil stöðva af allt sem gagnrýnir trú hans... hann hreinlega þolir ekki að heyra sannleikann rétt eins og kirkjan hans.....
Maður getur bara vonað að JVJ vakni upp af þessu bulli...

DoctorE (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:08

26 Smámynd: Mofi

Halloween er sannarlega ókristileg hátíð og sem betur fer erum við laus við þetta hérna á klakanum. Man að vísu eftir að hafa reynt að fara á Halloween uppi á velli þegar ég var lítill    mjög lítill...

En, Helloween er aftur á móti brilliant!  Kannski ekki kristilegasta tónlist sem hægt er að komast yfir en er það sem ég ólst upp við þegar ég var unglingur, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=Dy-fJaJ1c_g

Mofi, 5.11.2008 kl. 13:19

27 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Doktor - ég sagði aldrei að mér þætti skrýtið að menn létu í sér heyra. Mér finnst skrýtið að það virðist varla vera til sú síða hvar minnst er á trúmál án þess að þú sért mættur til svæðis og leggir orð í belg.

Jú, jú , kirkjan og hennar menn hafa gert ljóta hluti, þvert á kærleiksboðskap Jesú (eða Julla, eins og þú myndir eflaust kalla hann), en það segir svosem ekkert um trúna sem slíka - ekki frekar en að trúlausa menn ætti að dæma eftir gjörðum Maó, Stalíns eða Hitlers (ætli þú myndir ekki kalla hann Dolla).

Annars nenni ég ekki að rífast eitthað við nafnlausa bloggara. Ef þú vilt eiga síðasta orðið (sem ég einhvernvegin efast ekki um að þér þætti gaman) þá gersovel.

Mofi - þó svo ég sé stundum ósammála þér verð ég að taka undir þetta - Helloween var ljómandi band. Reyndar komst ég að því þegar ég keypti Keeper of the Seven Keys 1 og 2 á cd nýverið að þeir voru svolítið betri í minningunni en í raunveruleikanum. En gaman að þeim samt, þrátt fyrir að þeir væru í sjálfu sér lítið annað en Iron Maiden-kópía. En þó þeir séu ekki "kristilegasta tónlist sem hægt er að komast yfir" - James Bond er ekkert kristilegur en við horfum á hann samt og höfum gaman af.

Á sama hátt eru textar, umgjörð og annað hjá sumum þessara hljómsveita bara leikmynd, eða eins og einhver Iron Maiden-liðinn sagði "bara eins og teiknimyndasaga eða bíómynd". Vissirðu t.d. að trymbill Iron Maiden er frelsaður kristinn maður og búinn að vera það frá unga aldri?

Ingvar Valgeirsson, 5.11.2008 kl. 14:59

28 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já þetta var fróðleg lesning og ég stend með Kristi, því að hans Orð er lifandi og kröftugt. Hvað nornir varðar, þá sagði Jesús, "sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum",. Ætli hann hafi ekki átt við alla menn, þ.á.m.a. nornir. Ég hafði nú komið nálægt ýmsum vafasömum andlegum æfingum, áður en ég mætti Kristi, en hann mætti mér engu síður. "Þeim sem er fyrirgefið mikið, elskrar mikið, sagði Jesús.

G.Helga Ingadóttir, 6.11.2008 kl. 09:10

29 Smámynd: Mofi

Ingvar
Mofi - þó svo ég sé stundum ósammála þér verð ég að taka undir þetta - Helloween var ljómandi band. Reyndar komst ég að því þegar ég keypti Keeper of the Seven Keys 1 og 2 á cd nýverið að þeir voru svolítið betri í minningunni en í raunveruleikanum

Já, ég kannast við það :)   

Ingvar
En gaman að þeim samt, þrátt fyrir að þeir væru í sjálfu sér lítið annað en Iron Maiden-kópía

Mér finnst þeir nú virkilega öðru vísi en Iron Maiden...

Ingvar
En þó þeir séu ekki "kristilegasta tónlist sem hægt er að komast yfir" - James Bond er ekkert kristilegur en við horfum á hann samt og höfum gaman af.

Þeir voru ekki alslæmir í þessum efnum eins og t.d. sést í þessum texta hérna frá þeim:

Helloween - Keeper of the seven keys - Save us
We believe that the phenomena of nature
are the expression of infinitive intelligence
we express our belief that all forms of life
are manifestations of spirit
and thus, all men are children of God

Ég hreinlega gæti ekki hafa sagt þetta betur en þeir gera þarna.

Takk fyrir fróðleiksmolan um trymbil Iron Maiden, vissi það ekki 

Mofi, 6.11.2008 kl. 11:01

30 identicon

Ingvar að nenna ekkki að tala við menn með alias... það er rosalegur sveitasímafílingur með sovésku og kínversku yfirbragði + gamaldags með afbrigðum.
Þú ert sem sagt að dissa eitt helsta frelsisskref mannkyns..... ef þú vilt vera samkvæmur sjálfum þér þá skaltu dissa allt í biblíunni líka.. .því enginn veit hver skrifaði hvað.. eða í hvern var vitnað :)

DoctorE (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 11:07

31 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk allir fyrir skemmtilegar umræður, ég hef ekki verið í neinu bloggstuði undanfarna daga og hef varla kveikt á tölvu. 

Sævar - þér er fyrirgefið núna, en menn virðast halda að ég sé einhver sendiboði fyrir Jón Val, þú ert ekki sá fyrsti sem kemur með svona "skilaboð" til hans hjá mér. En höfum minna af þessu takk.  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.11.2008 kl. 00:27

32 Smámynd: halkatla

Ég var einmitt búin að undirbúa sérlega ógnvekjandi hrekkjavökupistil en svo nennti ég ekki að klára hann, se la vi, þið sjáið hann bara á næsta ári

halkatla, 7.11.2008 kl. 02:32

33 Smámynd: halkatla

heyrðu jámm, talandi um einsog hún Tinna, meintan sætleika þinn í þessu viðtali, á þá ekkert að leyfa mér að sjá það eða? - varstu ekki að segja að það væri hægt að senda það.... 

halkatla, 7.11.2008 kl. 02:36

34 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll litli bróðir, ertu saddur? híhí!!!!

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.11.2008 kl. 14:25

35 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen - sendu mér heimilisfang þitt í t-pósti, þá sendi ég þér DVD disk með þessu viðtali, því þetta er þó nokkur gígabætt og er hægt að koma þessu til þín öðruvísi.

Rósa - jú það er ég, þökk sé þér!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.11.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband