Kærar þakkir íslendingar!

Verum stollt!Ég vildi bara þakka þeim fjölmörgu sem litu við á síðunni hjá mér í gær, og öllum þeim sem gerðu athugasemdir, sem innihéldu bæði góðar hugmyndir og góðan stuðning.

Sá hlýhugur sem mér hefur verið sýndur finnst ég varla eiga skilið, því ég er ekki sá eini sem er að lenda í svona hremmingum þessa daganna.

Ég finn til með þeim fjölmörgu sem eru í sömu stöðu og ég, við það fólk segi ég að eigi er kominn heimsendir, og er þetta aðeins fæðingarhríðir af upphafinu á nýju og betrumbættu samfélagi okkar íslendinga!

skjaldarmerki_m_skuggaÍ dag er ég stoltur að vera íslendingur, ég er stoltur af þeim samhug sem seinasta færsla mín sannar, ég er stoltur að tilheyra kraftmiklu samfélagi sem státar af jafn góðu fólki sem hefur verið í sambandi við mig síðast liðinn sólarhring í gegnum bloggið, tölvupóst og síma.

Samhugur þessi kom mér skemmtilega á óvart, því þótt við séum ósammála um margt, þá voru: guðleysingjar, múslímar, kristnir og öll flórann sem hafði samband á einn eða annan hátt og sýndi samhug í verki! Þetta er það sem gerir Ísland svo frábært og felldi ég þó nokkur tár bara við að lesa athugasemdir á bloggi mínu sem og tölvupóstinn minn! .... takk!

Þið verðið að fyrirgefa þessa þjóðrembu í mér, en undanfarinn sólarhringur hefur sannað og sýnt, að íslendingar eru miklu meira en "góðasta þjóð í heimi", við erum besta þjóð í heimi! 

Ég elska Ísland og látum ekki deigan síga þótt á móti blási! Verum stolt af því að vera: Íslendingar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Heyr

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri guðsteinn, kærleikur til þín og ykkar allra heima á íslandi !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 13:45

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þetta var gott ávarp!

Benedikt Halldórsson, 26.10.2008 kl. 13:57

4 identicon

Guð sér um sína

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:10

5 Smámynd: Mofi

Það er sannarlega gaman að sjá samhug íslendinga, bæði við greininni þinni og almennt núna í samfélaginu.  Vonandi er þetta bara byrjunin á nýjum tímum þar sem náunga kærleikur, hófsemi og umburðarlindi verður í hávegum höfð. 

Vinar kveðja,
Halldór

Mofi, 26.10.2008 kl. 16:47

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við verðum að standa saman borgararnir.  Ekki mun af veita á komandi misserum (og árum).

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2008 kl. 16:51

7 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

Sælir eru þeir menn sem finna styrk hjá þér ... Er þeir fara gegnum táradalinn umbreyta þeir honum í vatnsríka vin. 
Sálm. 84:6-7

Kristín Ketilsdóttir, 26.10.2008 kl. 17:05

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Dugnaðar strákur ertu. Ég er moldrík að eiga þig sem vin og bróðir + TRÚBRÓÐIR.

Mögnuð setning hjá þér: "er þetta aðeins fæðingarhríðir af upphafinu á nýju og betrumbættu samfélagi okkar Íslendinga!"

Megi algóður Guð vaka yfir þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2008 kl. 17:12

9 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Sameinaðir stöndum  vér,og það er einmitt það sem þurfum gera. Amen.                                   

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 18:17

10 identicon

Drottinn hefur áætlun um þitt líf.Treystu honum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 18:18

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk allir fyrir góðar athugasemdir á þetta "ávarp" mitt , og er þetta eins og Jenný Anna segir réttilega hér ofar:

Við verðum að standa saman borgararnir. Ekki mun af veita á komandi misserum (og árum).

Það er hárrétt! Því Þórarinn vék að því einnig:

"Sameinaðir stöndum  vér,og það er einmitt það sem þurfum gera. Amen. "

Og Dóri/Mofi segir einnig:

Vonandi er þetta bara byrjunin á nýjum tímum þar sem náunga kærleikur, hófsemi og umburðarlindi verður í hávegum höfð.  

Akkúrat!  Við erum bara að ganga í gegnum dimman dal, og þurfum aðeins að tendra ljóstýru til þess að komast í gegnum hann, og ef allir eru samtaka og fylgja því ljósi, þá fer þetta vel.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.10.2008 kl. 18:27

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég ætla að endurtaka tillögu mína frá í gær:

Ég sting upp á að við stofnum sérstakan sjóð til að mæta áföllum eins og Haukur hefur nú orðið fyrir.

Hver og einn leggi í sjóðinn eftir efnum og ástæðum, t.d. nokkur prósent af launum sínum. Síðan fengju þeir sem verða fyrir fjárhagslegum áföllum  úthlutað úr sjóðnum.

Hver veit hver verður næstur að missa vinnuna? Sýnum kristilegan kærleika og samstöðu í verki.

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 18:39

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi - mér finnst það bara ekkert vitlaus hugmynd, en láttum þá minn skerf fara til þeirra sem þurfa meira á honum að halda, ég held launum í þrjá mánuði og eru nokkur tilboð búinn að berast sem ég er að skoða.

Við sjáum til hvernig fer með þetta, en ég veit bara um fólk sem er meiri neyð en ég. Samt er þetta afbragðs hugmynd sem ég styð 100%!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.10.2008 kl. 19:19

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Í svona sjóð yrði að treysta á að sjálfsvirðing fólks sé næg til að biðja ekki um aðstoð nema brýn nauðsyn sé til þess. En það gæti verið að ég sendi á ykkur skilaboð eða póst til að kanna raunverulegan áhuga á þessari tillögu.

Nú kann að vera að þú fáir starf innan þriggja mánaða, ég vona það ykkar fjölskyldunnar vegna. Við verðum samt að gera okkur grein fyrir stöðunni, ekki nota aðferð strútsins þó við gætum þess að mála ekki of dökka mynd af ástandinu.

Fjármálageirinn var alltof þaninn út og gat aldrei borið allan þennan fjölda starfa til lengdar. Því miður byggði hann á sandi eða réttara sagt á útgáfu innistæðulausra pappíra sem nú eru að springa í andlitið á okkur með herfilegum afleiðingum.

Það eru því allar líkur á fjöldaatvinnuleysi á næstunni. Hefðbundin framleiðslufyrirtæki eru að lenda í greiðsluerfiðleikum og munu mörg hver rúlla yfir.

Því segi ég að við megum ekki mikinn tíma missa. Það geta margir, trúaðir sem vantrúaðir lent í þessari stöðu á næstunni.

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 19:44

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Einstakur maður á "góðum" stað í lífinu...þú veist hvað ég meina

Heiða Þórðar, 26.10.2008 kl. 21:28

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ísland er GÓÐASTA ÞJÓÐ Í HEIMI.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2008 kl. 22:19

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi - sammála, og er ég til í að leggja mitt að mörkum að þessi sjóður verði að veruleika, eins og ég segi - mér líst einstaklega vel á þessa hugmynd.

Heiða - hafðu kærar þakkir, og skil ég hvað þú meinar. 

Gunnar - Amen! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.10.2008 kl. 22:41

18 Smámynd: Rannveig H

Þér virðast allir koma fram við þig eins og þú kemur fram við alla.Þar sannar máltækið sig. Gangi þér allt í haginn.

Rannveig H, 26.10.2008 kl. 23:48

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Rannveig mín. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.10.2008 kl. 23:50

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er það alveg samkvæmt siðgæðinu, sem Teddi leggur til að gera mannamun í þessum kringumstæðum og veita samtryggingu eingöngu þeim, sem játa Krist? Mér finnst þetta skjóta hálf skökku við, ef þið fyrirgefið.  Er náungakærleikurinn þá selektíft fyrirbrigði? Lýsir þetta ekki svolítilli sjálfmiðun?

Ég vil ekki vera leiðinlegur, en er ekki rétt að skoða slíka samheldni í víðara samhengi og kannski hyggja að þeim, sem eru í nauðum, án tillits til persónulegrar sannfæringar um loftkennd efni?

Með friði og virðingu annars.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 00:34

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta er góð og gild spurning Jón Steinar, og efast ég um að við leyfum því að gerast að einskorða þetta einungis við Kristna, þar sem er neyðin er mest, á að nota þennan sjóð, sama hver á í hlut. Ástæðan fyrir þessu er auðvitað sú hugsun að hugsa um fjölskylduna fyrst, í okkar tilfelli trúsystkyni okkar. Þú getur varla gagnrýnt slíkan hugsunarhátt?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.10.2008 kl. 01:25

22 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gangi þér sem allra best í atvinnuleitinni.

Með kærri kveðju.

Sigurjón

Sigurjón Þórðarson, 27.10.2008 kl. 02:03

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jú. Trúsystkini eru ekki fjölskylda þín í eiginlegum skilningi er það? Eru þið ekki bara skoðanasystkin og það sundurleit sem slík?  Heimfærðu þetta upp á stjórnmálaflokk, nú eða múslimi og gyðinga.

Vissulega á fjölskylda manna að vera fyrst, börn og makar. Hitt er orðið ansi teygjanlegt.  Erum við að tala um Hvítasunnumenn eða Aðventista eða alla undir sama hatti? Bahái, Votta, Mormóna....?

Hvað er það sem greinir manneskjur að?  Á trúin að vera til aðgreiningar eða samhyggðar án skilyrða?

Bara vangaveltur.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 02:34

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér dettur í hug annarskonar óformleg samtök eða samkomulag. Það er að hver og einn strengi þess heit að rækta fjölskyldubönd sín betur, hringja og athuga hvort eitthvað skorti eða íþyngi. Heimsækja hina gömlu með eitthvað lítilræði og láta vita að þau eru ekki gleymd. Leyfa þeim að hitta börnin, sem gleður gamalt fólk.

Skiptast á að hjálpa við verkefni eins og viðgerðir og slíkt, bjóða hvoru öðru oftar í mat. Gefa góð ráð, miðla af reynslu. Láta vita af sér og sýna að manni er ekki sama. Já, það gæti jafnvel gilt um trúbræður og vini í söfnuðum. Þarf ekki að snúast um peninga í öllum tilfellum er það? Hvað segir Kristu um það?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 02:44

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jón Steinar, þú hittir naglann á höfuðið. Þetta þarf ekki að snúast um beinharða peninga, heldur er líka hægt að miðla hjálp og hlýju í daglegu lífi.

Til dæmis ef einhver hefur ekki lengur efni á að eiga bíl, að bjóðast til að keyra hann/hana ef og þegar á þarf að halda eða að slást í för að versla inn og fleira þess háttar. Í þessum dúr.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 02:57

26 identicon

Ástandið er alvarlegt og maður stendur berskjaldaður frammi fyrir því sem á dynur.  Ég vona sannarlega að fljótlega takist þér að fá aðra vinnu.  Ég er svo sammála þér að ekki tapar maður ættjarðarástinni hvað sem gerist, maður stendur með ,,elskunni" sinni.  Þessir tímar reyna að sjálfsögðu mismikið á fólk, en samstaða er sú hugsun sem margt getur sigrað og hrint af stað bæði efnislægri og huglægri aðstoð.  Svo verðum við að vernda börnin í gegnum þetta, þau eru það dýrmætasta sem við eigum, því má ekki gleyma.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 07:47

27 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já, Haukur er hugmyndaríkur og ég er mjög bjartsýn á að hann fái vinnu. Við eigum líka svo góða að.  Ég hef því meiri áhyggjur af öðrum sem hafa lent í þessu. Nú er það svo að fjöldi fólks vann hjá bönkunum og er alsaklaust af allri peningagræðgi, mammónsdýrkun og þörf fyrir að leika með eigur annarra. Það sem ég óttast er að fólk sé of fljótt til að dæma það undir sama hatti og útrásarpésana. Fólk sem í sakleysi sínu sótti um vinnu og var þakklátt fyrir að fá laun sem voru að duga til að lifa af með fjölskyldu, en vissi ekkert um það hvernig bankarnir voru reknir. Vona bara að fyrirtæki taki þeim opnum örmum þegar þau sækja um vinnu, því þetta er allt svo fært fólk.

Bryndís Böðvarsdóttir, 27.10.2008 kl. 10:46

28 identicon

Já - við erum ein fjölskylda þegar upp er staðið - og stöndum saman!!

Ása (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:44

29 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er rétt hjá þér Bryndís. Ég heyrði eitt sinn frænda minn sem vinnur enn hjá bankanum tala um Sigurð Einarsson sem snilling (man að ég hjó sérstaklega eftir þessu orðavali hans, þetta var held ég fyrir tveimur árum). Ég hugsa að hann sé kominn á aðra skoðun núna. Ég hlífi honum samt við spurningum um þetta þegar ég hitti hann næst.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 13:15

30 Smámynd: Mama G

Var bara að sjá þessar fréttir núna. Samhryggist með vinnuna en vona á sama tíma að þetta verði góð byrjun á nýjum kafla hjá þér. Gangi þér allt í haginn!

Mama G, 27.10.2008 kl. 14:03

31 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Elskaðu náungann eins og sjálfan þig, stendur í kærleiksboðorðinu. Náungi þinn er hver sem er, óháð trú, kynferði, kynþætti o.s.frv.

Orðið sem þýtt er sem náungi er "plesion" í grísku. Yfirleitt þýtt sem "neighbour" á ensku eða nágranni. Nágranni okkar eða náungi getur verið hver sem er sem er hjálpar þurfi. Ekki endilega trúbróðir eða systir. Hann getur verið trúlaus, múhameðs- eða búddatrúar. 

"Hvað sem þér gerið mínum minnsta bróður gerið þér mér" ..

Ég álít mannkyn allt systur og bræður; öll fædd í sama blómapotti; jörðinni, og okkur beri jöfn skylda að hjálpa öllum sem eru hjálpar þurfi og í neyð.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.10.2008 kl. 16:24

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóhanna  -vel mælt!

Mama G - takk!

Ása - einmitt það sem ég var að meina.

Bryndís mín - Ég er heimsins heppnasti eiginmaður að hafa þig sem eiginkonu.

Gréta - sammála.

Jón Steinar - trúin á ekki að vera brú á milli manna. 

Sigurjón - kærar þakkir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.10.2008 kl. 17:30

33 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Guðsteinn, ég er mjög undrandi á svari þínu til Jóns Steinars - samkvæmt mínum skilningi á trúin einmitt að vera það ...

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 17:36

34 Smámynd: Adda bloggar

elsku haukur minn og fjölsk!

ég er stolt af því að vera vinnur þinn,ykkar á svona tímum.ég er viss um að i hjarta mér að það bíður þín önnur vinna á góðum stað.ég bið fyrir því að þú munir fá fljótt greitt á þínum málum, þú stendur líka á svo sterkum kletti.

17Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós.

Adda bloggar, 27.10.2008 kl. 18:37

35 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gréta - ekki ef er rétt er haldið á spöðunum, vissulega er mikil brú á milli sumra, en stundum er enginn, og hana þarf að finna og vinna á ef hægt er.

Adda - Amen!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.10.2008 kl. 23:10

36 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Kæri vin. Mér fannst þetta vondar fréttir þegar ég las um atvinnumissi þinn. Að missa vinnuna er áfall. Það er mín einlæga ósk að þú fáir sem allra fyrst starf og þurfir ekki að bíða lengi. Guð veri með þér og gefi þér styrk. Með kærleikskveðju. Sigurlaug.

Sigurlaug B. Gröndal, 28.10.2008 kl. 17:42

37 identicon

Trúarbrögð eru ekki brýr, þau eru sundrung sem sundra meira en allt annað... enda á Sússi sjálfur að hafa sagt þetta.

Ekki vera dapur Guðsteinn!!

tata

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband