Fimmtudagur, 16. október 2008
Kirkjan á að skammast sín!
Þvílík og önnur eins tímasetning að rukka ríkið um þetta núna!! Þeir eiga að setja skottið á milli lappanna og skammast sín! Voru þá orð Biskups hér um daginn bara fagurgali? Var hann ekki að hvetja land og þjóð til þess að "standa saman" og hugsa um það fólk sem minna má sig? Það er naumast samstaðan, nú á að rukka skattgreiðendur ennþá meira!
Þetta hefur greinilega verið allt í nösunum á honum, og á hann að sjá til þess að svona mál sé fyrst á meðan þjóðin gengur í gegnum verstu efnahagserfileika sögu sinnar! Ég skammast mín fyrir kirkjuna núna, og spyr þá stjórnendur innan þeirra veggja; Hvar er kristilegi kærleikurinn??
Þetta sýnir og sannar að það þarf aðskilja þessar tvær stofnanir í fjárlögum hið snarasta! Svei mér þá!
Ritað er:
Orðskviðirnir 13:23
Nýbrotið land fátæklinganna gefur mikla fæðu, en mörgum er burtu kippt fyrir ranglæti sitt.
Hafið ofangreint vers í huga á þessum erfiðu tímum þið þjóðkirkjunnar menn!
Fyrir hönd einlægs trúaðs fólks, bið ég fólk afsökunar fyrir gjörðir "trúsystkina" minna, ég skammast mín fyrir hönd þeirra og skil ekki af hverju þeir velja tímasetningu sem þessa.
Það er nóg komið af taumlausri græðgi í okkar samfélagi, og höfum við goldið dýru verði fyrir það. Við sem trúuð eru eigum að vera fyrirmynd, ekki ómynd !
Kirkjan krefur ríkið um milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 17.10.2008 kl. 16:17 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Sæll Guðsteinn gaman að fá þig á listan.
Já þessi frétt stakk mig líka, vonandi sjá þeir af sér, þetta er ekki til fyrirmyndar á þessum erfiðu tímum hjá kirkjunarmönnum.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:45
Sæll kæri bloggvinur.
Þú mátt ekki issa þig í þessu ! Þarna er Þjóðkirkjan einungis að standa vörð um eigur sínar eins og allir aðrir jarðeigendur á Íslandi hafa orðið að gera í þessu máli og Landsvirkjun að sölsa undir sig fyrir lítið eða ekkert éins og í þessu máli.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.10.2008 kl. 10:46
"missa" átti að standa þarna, ekki "issa"
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.10.2008 kl. 10:47
Trúlega hefur þessi málarekstur allur verið fyrir löngu kominn í gang.En hvort það ætti að halda þessu til streitu er svo annað mál.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:47
Einmitt Birna, það sem ég vil meina er að þeir hefðu mátt frysta svona mál á meðan þessir erfileikar ganga yfir, bara af tillitsemi og í anda kristilegs kærleika. Náðir þú þessu predikari, ég er ekki að missa mig neitt nema hvað ég er hneykslaður fyrir hönd þeirra.
Bryndís - takk fyrir það!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.10.2008 kl. 10:56
Ef menn bíða með svona málshöfðun þá fyrnist krafan. Þá hefði stjórn Þjóðkirkjunnar brugðist hlutverki sínu. Græðgin liggur hjá Landsvirkjun og ríkinu að reyna á óprúttinn hátt að sölsa undir sig eigur annarra.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.10.2008 kl. 11:03
Krafan fyrnist ekki fyrr en eftir 10 ár Predikari, þeir geta vel haldið vatni.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.10.2008 kl. 11:10
Sæll Guðsteinn minn.
Sammála þér. Svona ágreiningsmál mega bíða núna á þessum erfiðu tímum. Nú þarf að stokka upp og hefjast handa með almennilegar hreingerningar.
Burtu með spillingu, hroka, dramb og þvíumlík sem hefur grasserað hér á þessari litlu eyju sem ég hef upplifað sem bananalýðveldi - ef lýðveld skal kallast oft á tíðum.
Munum eftir boðskap Jesú Krists að allir eiga að vera jafnir.
Við höfum ekki verið jöfn gagnvart íslenskum lögum svo ég nefni bara eitthvað af handahófi.
Guð veri með þér.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.10.2008 kl. 11:28
Takk Rósa - ég var hálf smeykur við að hafa móðgað trúsystkini vegna þessa, en gott er að hafa stuðing.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.10.2008 kl. 12:08
Ríkiskirkjan verður náttúrulega að tryggja laun til kufla... 100 millur duga fyrir nokkra kufla... látum okkur sjá; biskup þarf um 12 millur ár ári í laun...
Nú sjá þeir fram á að fá ekki laun í áskrift og því er um að gera að sparka í liggjandi þjóð til þess að fá meira af aurum í það sem skiptir máli fyrir ríkiskirkju íslands.. .KUFLA
DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 12:16
Ég veit ekkert um það Dokksi, en í sauðagærum eru þeir sem gera þetta núna þegar allt landið er sögulegum botni. Svona mál á að frysta þar til efnahagslífið hefur róast.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.10.2008 kl. 12:21
Sæll Guðsteinn.
Ég kvittaði líka hjá Mofi um þetta sama mál.
Við hljótum öll að eiga þessa kirkju fyrst að hún er ríkikirkja, við erum jú öll sem stöndum að ríkinu og sköffum öll í ríkisbúskapinn. Þannig að við megum alveg hafa skoðanir um ríkiskirkjuna.
Hef lítið verið að hugsa um aðskilnaðinn fyrr en heiðna prestastefnan fór að semja og semja lög sem eru andstæð Biblíunni sem r leiðsögubók ríkiskirkjunnar. Biblían var okkur gefinn af Guði föður okkar sem leiðsögubók.
Guð veri með þér og varðveiti þig frá úlfunum, ljónunum og vörgunum.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.10.2008 kl. 13:32
Prédíkarinn er lifandi sönnun fyrir því að kruflar telja það mikilvægasta vera þeir sjálfir og kirkjan þeirra.
Fólkið skiptir engu máli.. ef það skaffar kirkju ekki gommu af peningum.
Nú er lag að loka þessari kirkju og þjóðnýta það sem hún tók áður til sín með vafasömum hætti.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:00
Samkvæmt fjárlögum fær Þjóðkirkjan 5,5 milljarði frá þjóðinni á næsta ári. Upphæðin skiptist þannig að um 2 milljarðir eru innheimt sóknargjöld, afgangurinn er framlag sem er að mestu á grundvelli samnings milli kirkjunnar og ríkisins frá 1907, heilir 2,5 milljarðar króna.
Þarna starfa um 150 manns á mjög góðum launum, eins og Predikarinn veit, en meðalkostnaður per starfsmann er 37 milljónir króna! Hlutfall launa og annars kostnaðar er svipaður og í álveri en samt er þetta þjónustustofnum sem framleiðir ekkert nema helgislepju.
Ríkistryggð innheimta á sóknargjöldum er auðvitað óréttlæti sem var sett á okkur til að tryggja Þjóðkirkjunni tekjur, ekki geta þeir aflað þeirra sjálfir. Og þeir þurfa svo miklu miklu meira, heila 2,5 milljarði á ári!
Þegar gjaldþrota kirkja leitaði á náðir ríkisins árið 1907 afhenti hún kirkjujarðir í skiptum (þ.e. jarðir í eigu kirkjunnar sem eru ekki prestsetursjarðir). Þessar eignir náðu um 16% af jarðareignum á Íslandi skv. grein sem JVJ hefur skrifað og Predikarinn birtir á Mofabloggi.
En samkvæmt vefsíðu Biskupsstofu þá seldi ríkið þessar eignir og lagði ágóðann í tvo sjóði, Prestlaunasjóð og Kirkjujarðasjóð. Báðir sjóðir fóru á hausinn og söluandvirði eignanna þar með gufað upp! Eftir að samningurinn var þannig farinn í vaskinn og eignirnar orðnar að engu neyddist ríkið til að taka prestana á spenann beint, enda mætti auðvitað halda því fram að ríkið hefði átt að ábyrgjast þessa sjóði.
En segjum sem svo að sjóðirnir hefðu ekki farið á hausinn heldur fénu verið ávaxtað á eins öruggan hátt og hægt er til að forðast kreppur á borð við 1929 og 2008 og allar hinar. Ársávöxtun á slíkum sjóðum af þeirri stæðargráðu er 2 - 3% á ári hámark. Til að fá 2,5 milljarði hefðu því þurft að vera um 100 milljarðir í áðurgreindum sjóðum.
Getur verið að 16% af jarðeignum á Íslandi séu 100 milljarða virði? Skoðum málið aðeins. Ræktað land á Íslandi eru 130.000 hektarar, hektarinn er metinn á 300.000 kr. skv. Matsnefnd eignarnámsbóta. Sextán prósent af jarðeignum á Íslandi gæfu þá 6,2 milljarði í aðra hönd! Svo miklu miklu minna en þyrfti til að standa undir 2,5 milljarða greiðslum á hverju ári.
Íslenska Þjóðkirkjan er afæta sem tekur til sín margfalt meira en hún á skilið, sama hvernig það er reiknað út. Þetta vita klerkarnir sjálfsagt, ef til alvöru skipta kæmi milli ríkis og kirkju væri dæmið auðvitað gert upp og þá kæmi í ljós að það er Þjóðkirkjan sem skuldar íslensku þjóðinni marga milljarði. Ríkið gæti þá tekið prestsetrin uppí skuldina og Þjóðkirkjan leigt sali útí bæ eins og önnur trúfélög.
Nú þegar bankarnir eru farnir á hausinn er Þjóðkirkjan orðin fulltrúi græðgisvæðingarinnar á Íslandi! Feit græðgisvædd afætustofnun, fulltrúi tvískinnungs og skinhelgi á Íslandi í dag.
Brynjólfur Þorvarðsson, 16.10.2008 kl. 14:34
Rósa : Hver söfnuður á sína kirkju og/eða kirkjujörð. Þetta er Þjóðkirkja sem ein heild þó svo að eignarhaldið sé á hverri kirkju hjá einstökum söfnuðum innan Þjóðkirkjunnar. Alveg eins og Vegurinn á Guðshús sitt á Smiðjuveginum og Krossinn á sitt Guðshús í Hlíðasmára. Síðan auðvita á Guð þetta allt saman þar fyrir utan.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.10.2008 kl. 14:35
Ég bið íslendinga að taka eftir málflutningi prédíkarans... hann talar alveg eins og hinn venjulegi kufl...
Us and them... Kirkjan á allt heila klappið með gudda... ef okkur líkar það ekki þá verðum við að kvarta þegar við erum dauð...
Ég bið alla íslendinga með sjálfsvirðingu að segja sig úr ósómanum... og ég ítreka að biskup einn er með ~1 milljón á mánuði... hann fer augljóslega ekki eftir orðum Sússa...
DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:46
Predikarinn: Þú veist ekkert hvað þú ert að segja. Dettur þér í hug að "söfnuðurinn" eigi Odda á Rangárvöllum? Það er Þjóðkirkjan, sem stofnun, sem á prestsetursjarðir og allar aðrar fasteignir kirkjunnar.
Eignarhaldið er skýrt samkvæmt lögum nr. 78/1997:
62. gr. Kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir sem þeim fylgja, að frátöldum prestssetrum og því sem þeim fylgir, eru eign íslenska ríkisins, samkvæmt samningum um kirkjueignir milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Andvirði seldra jarða rennur í ríkissjóð.
Prestssetur, þ.e. prestssetursjarðir og prestsbústaðir, sem prestssetrasjóður tók við yfir stjórn á frá dóms- og kirkjuálaráðuneytinu 1. janúar 1994 með síðari skjalfestum afhendingum frá dóms- og málaráðuneytinu, svo og prestsbústaðir, hús og aðrar eignir sem prestssetrasjóður hefur keypt, eru eign þjóðkirkjunnar með öllum réttindum, skyldum og kvöðum samkvæmt samningi um prestssetur milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar.
Brynjólfur Þorvarðsson, 16.10.2008 kl. 14:52
Hér eru miklar umræður um einhverjar jarðir, en er enginn að ná punktinum? Af hverju eru svona dómsmál ekki söltuð í svona halllæri eins og núna?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.10.2008 kl. 15:34
Vegna þess að kirkjan hugsar bara um sig og sína kufla... <--
DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 15:41
Punkturinn er að Þjóðkirkjan, gegnsýrð af "kristilegu siðgæði" eftir 1000 ára samfelldan rekstur hér á landi, hugsar númer eitt um eigin hag, og þá meina ég fjárhag. Hugtak eins og þjóð eða söfnuður eða eitthvað slíkt er einhvers staðar langt fyrir neðan, nema í þeim tilfellum sem hægt er að græða á þeim.
Ef þetta er það sem kristnin gefur samfélaginu þá vil ég nú frekar skoða einhverjar aðrar kenningar.
Brynjólfur Þorvarðsson, 16.10.2008 kl. 15:44
Haukur minn, þetta er ekki nýtilkomið mál, heldur hefur verið lengi í vinnslu Óbyggðanefndar, lögfræðinga og dómstóla og snertir á engan hátt vandræðin sem hlutust af efnishyggu bankageirans í þessum mánuði. Þetta er mikilvægt prófmál fyrir marga landeigendur. Þar að auki er ólíklegt, að Þjóðkirkjan vilji heimta þessa greiðslu "núna" strax! Eða ertu að segja, að Þjóðkirkjan eigi einfaldlega að draga málið allt til baka, og þá hvers vegna?
Jón Valur Jensson, 16.10.2008 kl. 15:46
Brynjólfur, Þjóðkirkjan er samfélag, ekki í einkaeign, og á að njóta eignaverndar eins og önnur félög, enda er ríkinu skylt að lögum að styðja hana, ekki hremma af henni eignir.
Jón Valur Jensson, 16.10.2008 kl. 15:48
Jón Valur, ekki talaði ég um að hremma af henni eignir. Ég var nú bara að meina uppgjörið sem kemur til með að fylgja í kjölfar aðskilnaðar þegar þar að kemur. Þá verður gert upp og skuld Þjóðkirkjunnar við þjóðina kannski greidd með afsali kirkjusetursjarða? Ekki að ég búist við því að svo fari, trúlega verður sæst á að kirkjan haldi núverandi eignum en hafi enga kröfu á Ríkissjóð.
Kirkjan myndi trúlega flokkast sem sjálfseignarstofnun, hún er ekki sameign þjóðarinnar. Hins vegar er hún á fjárlögum sem ríkisstofnun (og því eru prestarnir ríkisstarfsmenn). Ríki, sveitarfélög og aðrar stofnanir í eigu ríkisins eru sameign þjóðarinnar.
Hvað varðar þjóðlendumálið þá er það við, þjóðin, sem viljum fá þessar eignir í hendurnar en Þjóðkirkjan, sjálfseignarstofnunin, sem berst á móti. Ætti hún ekki að gera það? Um það má deila. En að hún skuli gera það núna lýsir ótrúlegu virðingarleysi gagnvart þeirri stöðu sem samfélagið okkar er í. Ekki Þjóðkirkjan, hún græðir á hörmungum á borð við þessar og tekjustofnar hennar eru tryggðir sama hver hagvöxtur er í landinu.
Brynjólfur Þorvarðsson, 16.10.2008 kl. 16:01
Eina sem ég vona í þessu máli er að þessi Þjóðlendulög verði feld út. Önnur eins ólög hafa ekki áður verið samþykkt að mínu mati í lýðveldissögunni.
Fannar frá Rifi, 16.10.2008 kl. 16:14
Jón Valur - ég er ekki að fara fram á að hætta við neitt, rétt skal vera rétt og er ekkert um það að segja. Það sem ég er biðja um er að menn bíði með svona stórar rukkannir þar til efnahagur okkar réttir úr sér. Það er allt og sumt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.10.2008 kl. 16:21
Prestar eru starfsmenn Þjóðkirjunnar, ekki ríkisins nema hvað skráningu skírna, giftinga og greftrunar varðar.
Í þessu máli er um það að ræða, að 100% þjóðarinnar greiði u.þ.b. 81% hennar fyrir þá sameign sem tilheyrði síðarnefnda samfélaginu. Vonandi ekki of flókið fyrir neinn að skilja.
Jón Valur Jensson, 16.10.2008 kl. 16:22
Sæll Guðsteinn minn.
Sammála og þetta skilst alveg ef fólk vill við hafa og fer ekki út fyrir efnið eins og einn ágætis trúbróðir minnti mig á nýlega þegar ég kvittaði hjá honum.
Shalom/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.10.2008 kl. 16:34
Einmitt Rósa, réttlætinu á vera fullnægt, það sem ég deili á er tímasetningin, ekkert annað.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.10.2008 kl. 16:42
Hér tjáir Jón Valur sig af miklum þekkingarskorti[1], nú mætti hann lesa sér betur til. Prestar eru opinberir starfsmenn skv. nýlegum dómi Hæstaréttar. Þeir þiggja laun úr Ríkissjóði og laun þeirra eru ákvörðuð af Kjaradómi. Störf þeirra eru einnig auglýst á Starfatorgi. Sjá hér.
M.ö.o. þá eru prestar ríkisstarfsmenn.
[1] Hér er ég bara að nota þekkta taktík JVJ á hann sjálfan.
Matthías Ásgeirsson, 16.10.2008 kl. 16:54
Það sem JVJ er að segja er: Stofnunin & vélræn viðbrögð eru mikilvægust, fólkið not so much.
Ég neita því ekki að þetta minnir soldið á The Borg í Star Trek
Trúarstofnunin uber alles.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 18:14
Elsku bróðir...þetta er galin pistill...þetta er galin málflutningur hjá þér...svo ekki sé dýpra í árina tekið.
Ég mun elska þig áfram.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 16.10.2008 kl. 18:52
Vilt ekki láta rök fylgja þessu Eiki minn?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.10.2008 kl. 19:16
Hvað myndi JESÚS GERA? Það sama og Guðsteinn, blöskra svonalagað!...ekki spurning!
Takk elsku Guðsteinn minn
Guð blessi þig, ef hún er til
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.10.2008 kl. 19:17
Jón Valur kemur á óvart með vankunnáttu sinni. Matti hefur þegar leiðrétt hann um það að prestar (og reyndar allir starfsmenn Þjóðkirkjunnar) eru ríkisstarfsmenn.
Jón Valur virðist ekki heldur gera sér grein fyrir því í hverju hugtakið sjálfseignarstofnun felst. Skráðir meðlimir í Þjóðkirkjunni eiga ekkert í eignum hennar, ekki frekar en óskráðir. Reyndar á enginn einstaklingur minnstu örðu í eignum hennar, hún á sig sjálf!
Þetta er svona svipað og bullið í Predikaranum um að söfnuðir trúfélaga ættu húsnæði þeirra. Mofi er í Sjöundadags aðventistum. Haldið þið að Mofi eigi einhverja prósentu í húsnæði eða öðrum eigum þess safnaðar? Nei, auðvitað ekki. Ef rétt er að málum staðið er trúfélagið rekið sem sjálfseignarstofnun og einstakir safnaðarmeðlimir eiga ekki baun.
Svona fara kristnir með sannleikann: málstaðurinn, hagsmunirnirnir, eru öllu öðru æðri í samræmi við boðskap Jesú.
Brynjólfur Þorvarðsson, 16.10.2008 kl. 19:38
Þegar ég las þessa frétt, hugsaði ég oh boy nú verður allt vitlaust, og eins og ég átti von á þá var DrE fyrstur til að blogga þessa frétt hahah. ´
Haukur minn, svona mál hafa verið í bígerð í marga mánuði og eflaust eins langt aftur og Kárahnjúkar, landið heldur áfram, og það á við réttarkerfið líka. Það má vissulega deila um hvort það hafi verið smekklegt að birta þessa frétt, en lífið heldur áfram. Og staðreyndin er sú að kirkjan á jarðir og þessari er ógnað. Ef ríkið hefur ekki staðið í skuldbindingum, sama við hvern, þá er ekkert sem heitir elsku mamma. Þjóðkirkjan á fullan rétt á því að vernda sínar eignir fyrir sína starfsmenn og samfélög.
En, við getum ekki öll verið sammála alltaf.
knús.
Linda, 16.10.2008 kl. 20:29
Þetta setur svartan blett á kristni í landinu.
Theódór Norðkvist, 16.10.2008 kl. 20:46
PS. hefndin er mín segir Drottinn. Felum honum þetta.
ps2. Ekki skammast þín fyrir trúbræður þína, heldur biddu fyrir þeim.
ps3. Þú ert drengur góður og ég skil hvað þú átt við bara svo það sé á hreinu. Knús.
Linda, 16.10.2008 kl. 20:50
Linda ... gott. Því ég sé ekkert að því að gagnrýna þá þegar þjóðin er nánast gjaldþrota. Tímasetningin er ömurleg og það má geyma þetta mál þegar hlutirnir eru ekki eins slæmir. Það er enginn að tala um að sleppa því, rétt skal vera rétt. En núna?????????
Give me a break!!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.10.2008 kl. 21:16
Haukur minn, þjóðin er ekki "nánast gjaldþrota", heldur ekki ríkið. Við eigum landið og miðin og ógrynni fasteigna, og ríkið hefur á síðustu árum nánast borgað upp erlendar skuldir sínar.
Íslenzka lýðveldið er sameign okkar eins og Þjóðkirkjan er sameign þeirra, sem í henni eru. Þeir hafa þar allan rétt til þjónustu hennar, en ekki til að selja hluta úr henni, ekki frekar en við höfum rétt til að selja part af ríkinu (slíkt heitir landráð); og hver, sem flyzt héðan, hefur engan rétt til að taka neitt með sér af ríkiseignum – né Þjóðkirkjueignum –– þannig er einfaldlega háttað um sameign af þessu tagi.
PS. Þjóðkirkjan er ekki skráð sjálfseignarstofnun.
Vitaskuld vissi ég, að Þjóðkirkjuprestar fá greitt úr ríkissjóði og að þeir hafa réttindi á við opinbera starfsmenn, en þeir eru starfsmenn kirkju sinnar og safnaðar, ekki ríkisins, og kirkja þeirra er ekki ríkiskirkja, heldur Þjóðkirkja.
Jón Valur Jensson, 16.10.2008 kl. 21:46
Það er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi þetta mál, og frétt MBL villandi. Kirkjan er ekki ekki að innheimta eða krefjast neinna greiðslna frá ríkinu. Hér er um þjóðlendumál að ræða og varðar túlkun á gömlum eignaskjölum kirkjunnar, m.a. máldaga Valþjófsstaðar frá 1387. Þetta mál hefur verið lengi í gangi, en þjóðlendulögin eru frá 1998. Hitt er annað að verði fallist á eignarréttarkröfu kirkjunnar, að öllu leyti eða hluta, falla greiðslur vegna vatnsréttinda jarðarinnar til kirkjunnar, sem þinglýsts eiganda jarðarinnar, í samræmi við eignarhlut. Það er Landsvirkjun sem greiðir þær bætur til eiganda jarðarinnar í samræmi við ákvörðun dómstóla.
Ólafur Björnsson, 16.10.2008 kl. 22:56
Árið 1387 var Ísland undir Noregi og KAÞÓLSKT!!!!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:07
Skýrt og gott var innleggið frá Ólafi Björnssyni – væntanlega hæstaréttarlögmanninum á Selfossi, syni Björns í Úthlíð.
Jón Valur Jensson, 17.10.2008 kl. 02:23
Vona að mitt innlegg "
"Árið 1387 var Ísland undir Noregi og KAÞÓLSKT!!!!" ...sé skýrt og gott frá dóttur Sigríðar frá Síðumúla í Hvítársíðu? ....og dóttur greifa frá Austurríska-ungverskakeisaradæminu, sé jafnt innleggi Ólafs Björnssonar???
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.10.2008 kl. 02:42
ég er svo glöð Guðsteinn minn að nú ertu búin að tileinka þér Jesús og sjá í gegnum þetta kirkjudrasl! ...nú ertu GUÐSTEINN!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.10.2008 kl. 02:57
Ég held að það sé svosem engin ástæða að æsa sig neitt, hvorki almenningur yfir tímasetningu málshöfðunar kirkjunnar á hendur íslenska ríkinu eða þeirrar rökfærslu að hefði kirkjan ekki brugðist við núna, hefði hún glatað miklum eignum. Kirkjan hefur glötrað svo óheyrilega miklum eignum út úr höndunum nú þegar að þetta skiptir í raun engu máli. Það hafa svo misvitrir menn farið með eignamálin í gegnum tíðina að líklega er það einsdæmi. Biskupsstólarnir áttu við siðaskiptin nærri helming af jarðnæði landsins. Aldrei hefur kirkjan staðið svo illa sem einmitt í dag. Það er fyrir náð og miskun þjóðarinnar að hún er rekin eins og gert er í dag. Tekjurnar koma frá fólkinu í landinu sem er skráð sem meðlimir. Ekki af eignum eins og áður. Kirkjan á ekkert fjárhagslegt fastland lengur í löndum eða eignum. Þetta er bagalegt. Á hverju ári skrá sig úr þjóðkirkjunni fjöldinn allur af fólki. Um leið verður kirkjan af tekjum. Þegar kemur að aðskilnaði ríkis og kirkju, mun kirkjan standa eftir örsnauð og máttlaus. Í Svíþjóð stendur kirkjan og fellur með greiðslum frá meðlimum og afgjöldum af eignum. Þetta er MIKILVÆG staðreynd sem stendur frammi fyrir dyrum íslensku ríkiskirkjunnar (EKKI þjóðkirkju, því vissulega er íslenska kirkjan ekki þjóðkirkja). Kirkjan hefur síðan á fyrstu árum 20. aldarinnar gefið, selt eða glatað við eignarnám stórum hluta alls jarðnæðis síns. Þetta hefur verið ábyrgðalaus þróun sem kirkjueignanefndir hvers tíma, biskupar og ráðuneyti hafa borið alla ábyrgð á. Því skil ég neyðaróp kirkjunnar nú þegar óbyggðanefnd hefur tekið af kirkjunni stórar eignir, og hún (kirkjan) LOKSINS skilur að hún er orðin vægast sagt óbúin undir breytingar næstu ára þá er ríkiskirkjan verður lögð niður og sjálfstæður söfnuður stendur eftir - rétt eins og allir aðrir.
Baldur Gautur Baldursson, 17.10.2008 kl. 06:39
Ég þakka skemmtilegar umræður, sem hafa farið vel fram án nokkuru hártoganna eða skítkasts.
Jón Valur:
Trúðu mér, staðan er mun verri en okkur grunar, og nægja þessa auðlindir okkar skammt þótt góðar séu. Því miður.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2008 kl. 09:37
Sæl litli bróðir.
Drottinn mun berjast fyrir yður en þér skuluð vera kyrrir í trú.
Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.10.2008 kl. 10:11
Anna B - kirkjur eru nauðsynlegar, og skjól trúaðra. Ég er ekki að tala gegn þeim á nokkurn hátt, það sem ég gagnrýni er tímasetning á þessu dómsmáli sem má bíða betri tíma. Bara svo það sé á hreinu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2008 kl. 10:12
Amen Rósa!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2008 kl. 10:12
Jón Valur, um það hefur fallið hæstaréttardómur, prestar Þjóðkirkjunnar eru ríkisstarfsmenn. Skólastjórar eru starfsmenn nemenda og foreldra þeirra, í óeiginlegri merkingu á sama hátt og prestar eru starfsmenn söfnuða. Þetta heitir útúrsnúningur.
Þjóðkirkjan heitir Þjóðkirkja en er ríkiskirkja samkvæmt málskilningi. Hún er á fjárlögum ríkisins, er vernduð af stjórnarskrá, hún hefur sérstakan ráðherra í ríkisstjórn og um hana gilda sérstök lög frá Alþingi.
Svo máttu ekki rugla saman þjóðréttarlegri sameign þjóðar og sjálfseignarstofnunum. Íslendingar "eiga" hið opinbera saman, samkvæmt stjórnarskrá þá förum við með valdið, þó við afsölum það tímabundið til Alþingis. Lagalega eru stofnanir sjálfseignarstofnanir í raun, það er aldrei hægt að krefjast "eignarhlutar" en samkvæmt stjórnarskrá þá er þetta samt okkar eign.
Sama á ekki við um hefðbundnar sjálfseignarstofnanir á borð við Þjóðkirkjuna eða Háskólann osfrv. Það skiptir litlu hvort kirkjan sé skráð sem sjálfseignarstofnun eða ekki, hún er eldri en það hugtak og um hana gildir sérstök lög.
Það breytir því ekki, sama hvernig þú snýrð því, að meðlimir í Þjóðkirkjunni eiga ekkert í henni - enda hafa þeir ekkert með það að segja hvernig farið er með eignir hennar. Þeir hafa hvorki formlegan né óformlegan aðgang að stjórnkerfi hennar nema í mjög litlum mæli og engan þegar kemur að eignameðferð.
Sú lýðræðishugsjón sem leiðir af sér stjórnarsrána og þá staðreynd að hægt er að tala um hið opinbera á Íslandi sem sameign þjóðarinnar, er algjört anathema við kristna hugsun og á sér enga hliðstæðu í kristnum söfnuðum.
Skoðaðu þinn eiginn söfnuð, Jón Valur - þú átt ekkert í honum. Stjórnarfarslega er Kaþólska kirkjan guðlegt einræði og þar er hlegið að lýðræðinu - það er bara "bóla".
Brynjólfur Þorvarðsson, 17.10.2008 kl. 11:04
Brynjólfur hefur dregið saman ágætis samantekt á raunveruleikanum.
Það er í raun alveg magnað að sjá hversu óendanlegri afneitun sumir ofsatrúaðir eru í hérna enda virðist vera fátt um vel ígrunduð og rökstudd svör gegn þeirri staðreynd að prestar Þjóðkirkjunnar, og þar með talinn biskup, eru ríkisstarfsmenn. Þið getið reynt að snúa út úr þessu eins og þið viljið, en staðreyndir eru staðreyndir.
Það er skömm að Þjóðkirkjunni að yfirhöfuð þykjast eiga eitthvert tilkall í þessi réttindi og að krefjast 100 milljóna í greiðslu frá ríkinu ofan á þá milljarða sem er ausið í hana árlega til þess að framleiða nákvæmlega ekkert nema loft.
Ekki má heldur gleyma því að þrátt fyrir að Þjóðkirkjan fái milljarða á ári hverju til að halda uppi sinni loftkastalastarfsemi, þá er í ofanálag rukkað fyrir alla aðra þjónustu frá skírnar til fermingu og giftingar til dauða.
Í hvað fara annars 4 - 5 milljarðar á ári? Jú ofurlaun presta, flottræfilshátt og sýndarmennsku.
bjkemur (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:27
Takk fyrir athugasemdirnar Brynjólfur og Bjkemur, ég myndi tjá mig betur um þær, en ég er ekkert inní þessum málum og er ekki að svara fyrir þjóðkirkjuna.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2008 kl. 15:06
Það er nú bara fyndið að sjá menn kalla Þjóðkirkjumenn "ofsatrúar" Það er í fyrsta sinn og þykir víst mörgum í besta falli sérstakt !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.10.2008 kl. 15:12
Mér finnst hart að sjá að þú skulir bjóða upp á þessar umræður í garð kirkjunnar Guðsteinn á þinni síðu og hér verð ég að segja að bestu innleggin komi frá Jóni Val og Ólafi Björnssyni um þessi mál öll. Þú segist ekki getað svarað fyrir Þjóðkirkjunna en samt ertu til í að hjóla í hana hafandi ekki öll málsatriði á hreinu í þessu máli. Myndirðu birta sama pistil ef um væri að ræða bændur í sömu stöðu og segja þeim að skammast sín?? Þjóðkirkjan er mikið bákn með gríðarlega starfsemi og er skjól fyrir marga, sérstaklega á þessum tímum þar sem hún bíður fram aðstoð, bæði andlega og félagslega enda útdeilir húnm matarmiðum og jafnvel peningaaðstoð þegar fólk er komið í vandræði, þetta þekki ég sjálf og hef séð. Það má gagnrýna Þjóðkirkjuna fyrir margt en hér er ómaklega að vegið og þetta gaspur um ofurlaun presta er á villugötum, þó að einhverjir hafi það ágætt og jafnvel betra en aðrir klerkar vegna búsetu á landinu, að þá eru flestir með meðallaun, alla vega þekki ég ekki á mínu heimili ofurlaun og er þó einn launaður klerkur heimilismeðlimur og vinnur hann fyllilega fyrir sínu og vinnur starf með fólki sem ég held að fæstir gagnrýnendur kirkjunnar myndu leggja á sig. Eru þeir sem gagnrýna kirkjuna tilbúnir til að mæta í sorgarhús um miðja nótt eða á dyrastafi hjá foreldrum og tilkynna að barnið þeirra hafi framið sjálfsvíg og vera til staðar í þeim aðstæðum. Það er endalaust verið að gagnrýna og allir tilbúnir til að rífa niður! Það er þreytandi og umræðan öll í upphrópanastíl!
Sorrí Guðsteinn, ég bara get ekki orða bundist hér! Bestu kveðjur inn í helgina !
Sunna Dóra Möller, 17.10.2008 kl. 15:39
Sunna Dóra - þú eins og aðrir hafa oftúlkað orð mín. Það er tímasetningin á þessu dómsmáli sem ég hef gagnrýnt og ekkert annað. Af hverju er fólki það svona innilega óljóst?? Guð blessi þjóðkirkjuna fyrir hennar góðu störf, því hrós á hún skilið fyrir það á mörgum sviðum, en svona mál á að geyma þar til hagur okkar vænkast.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2008 kl. 15:49
Titillinn á færslunni og umræðan sem hann býður upp á er gagnrýniverður, þó að ég sé sammála þér í því að tímasetningin gæti ekki verið verri! Þetta mál er búið að vera lengi í undirbúningi og erfitt að bakka þegar mál er dómtekið, því miður! Kirkjan sem stofnun gegnir hlutverki nú sem aldrei fyrr og ég veit og þekki til að það er nóg að gera núna að styðja fólk í gegnum þennan mikla vanda sem steðjar að þjóðinni og þess vegna má alveg þakka og vera jákvæður í garð kirkjunnar, sérstaklega frá fólki eins og okkur sem elskum kirkjuna og vitum hvert hennar góða hlutverk er!
Þetta var ekki illa meint, ég var einungis að benda á þær raddir sem spretta strax fram þegar boðið er upp á neikvæða umræðu um kirkjuna, en þær rífa einungis niður en koma ekki með lausnir á móti! Og eru eflaust margar þessara niðurrifsradda ósammála mér hér og það verður að hafa það !
Með fyllstu vinsemd í þinn garð, kveðja !
Sunna Dóra Möller, 17.10.2008 kl. 16:00
Jú, ég skil nákvæmlega hvað þú átt við Sunna mín. Ég er ábyrgur fyrir þessari síðu og gaf ég hálfgert veiðileyfi á Þjóðkirkjuna vegna þess. Ég get nú ekki svarað fyrir hana á nokkurn hátt, og hef enga þekkingu á því. Þess vegna þakka ég fyrir góða ábendingu Sunna mín og ætla ég að loka fyrir athugasemdir á máli sem ég treysti mér ekki í til þess að svara fyrir.
Guð blessi þig systir! :)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2008 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.