Lítil bæn getur breytt mörgu ... hefjum upp bænaherferð fyrir Íslandi!

Svona mætti taka upp hér á Íslandi eins og þessi þýski prestur gefur fordæmi fyrir, afmarkaður staður þar sem t.d. væri boðið uppá fyrirbæn eða fólki veitt friður til þess að leita Guðs og náðar hans fyrir fólk í fjárhagserfileikum. Því ekkert sem ég veit um getur hjálpað manni í gegnum erfileika og bæn til Drottin, það er ekki mikið sem þarf til þess að gera manns eigið líf og annarra þolanlegri á krepputímum.

Í fréttinni stendur:

Jeffrey Myers, sem eitt sinn vann í banka í Kansas City í Bandaríkjunum, hefur tekið frá eitt horn í kirkjunni þar sem fjármálamenn geta sest niður, beðist fyrir og kveikt á kerti.

Lifandi vatn Guðs getur tendrað bál !Eins og sést berlega í þessari frétt þá þarf ekki meira en eitt lítið horn. Og ég sem sjálfur er að lenda í þessum hörmungum alveg eins og allir aðrir landsmenn, megum ekki gefa upp vonina.

Ég bið ykkur í einlægni um að gleyma ekki þeim sem minna mega sín, þeim sem eiga virkilega eiga um sárt að binda og þarfnast hjálpar miklu meira heldur en aðrir, því næstu mánaðarmót verða mörgum þung og er ekki víst að allir eigi fyrir skuldum sínum eftir öll þessi áföll.

Ég ítreka ég orð mín við öll trúsystkini um gjörvalt Ísland, að biðja fyrir lausn á þessari kreppu, því "sameinaðir stöndum vér, og sundraðir föllum vér" eins og Jón Forseti sagði forðum. Biðjum fyrir þessari þjóð!

Því ritað er og gleymum ekki:

Mat 18:20
"Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra." 

Ef Jesús er sjálfur mitt á meðal okkar eins og í ofangreindu versi, þá skaltu vita að bæn þín er ekki einskinsverð og hún virkar ennþá í dag! Það þarf ekki meira til og hvet ég ykkur til þess að leita náðar Guðs á þessum erfiðu tímum.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


mbl.is Biður fyrir bankamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Haukur, ég trúi á mátt bænarinnar.

Sigurður Þórðarson, 14.10.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gott er að heyra það Siggi! Guð blessi þig fyrir það! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.10.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Svandís, og amena ég það! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.10.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll litli bróðir.

Tek undir þetta með þér. Bænin er það sem þarf nú á þessum umrótatímum.

Jesús sagði: "Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim." Matt. 18:19.

Jesús sagði: " Biðjið og yður mun gefast. leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða." Matt. 7:7.

Jesús sagði: " Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn." Jóh. 16. 24.

Jesús sagði: "Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrgðar og ég mun veita yður hvíld." matt. 11: 28.

Jesús sagði: "Yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki." Matt. 6. 32.-33.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:56

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Rósa! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.10.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Linda

Linda, 14.10.2008 kl. 23:43

7 Smámynd: Halla Rut

Hættu að láta Sigga ljúga að þér. Hann er heiðingi eins og þú veist.

Annast held ég að þið ættuð nú að biðja fyrir sálu Gordons Brown því við erum á leiðinni.

Halla Rut , 15.10.2008 kl. 01:03

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Halla Rut   

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.10.2008 kl. 01:05

9 identicon

Það er löngu sannað að ekkert failar eins rosalega mikið og bænir.
Ég gæti td sagt að nú væri ísland á köldum klaka vegna þess að guddi fílar ekki ríkiskirkju.. að hann sé æstur vegna þess að kristnir vilja ekki biðja einir með sjálfum sér + peningaplokk í hans nafni.... :)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 07:36

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe .. takk allir fyrir innlitin, Dokksi - þú um það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.10.2008 kl. 09:54

11 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Mjög þarft og gott innlegg hjá þér.

Ég vil aðeins bæta hér litlu við,    "BÆNIN VIRKAR".

Ég þekki það að eiga ekki fyrir hlutunum, mánuð eftir mánuð og alltaf versnar ástandið hjá mér líkum(öryrki ).Og ekki hlakkar í mér að vita af því öllu fólki sem nú bætist við.

En ég hef óbilandi trú á Drottin og ég skil ekkert í því hvernig hann vinnur í mér en hann ER AÐ ÞVÍ.

Kærleikskveðjur til þín og þinna og allra sem síðuna þína líta.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 10:14

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Halla, ég hef velt því fyrir mér kvort ég geti verið kristinn heiðingi?

Ég er ekki viss nema hann Lykla Pétur þurfi að hugsa sig um ef komið verður með sálina hans Gordons í pokaskjatta að Gullna hliðinu. 

Sigurður Þórðarson, 15.10.2008 kl. 10:39

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þórarinn - sammála hverju orði! Guð blessi þig "bandit", því mundu að ég er "smokie"! tíhí ... þú skilur?

Halla - nú sérðu hvernig Siggi svarar , en við biðjum fyrir þeim brúna líka.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.10.2008 kl. 11:03

14 identicon

Hvernig er hægt að hafa óbilandi trú á einhverju sem er löngu sannað að virkar ekki :)

DoctorE (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:27

15 Smámynd: Mama G

"biðja fyrir lausn á þessari kreppu"?? Æj, ég veit það ekki. Eigum við nú að fara að íþyngja Honum með einhverjum fjármálabænum? Hef fyrir mitt leyti aldrei haft það í mér að fjalla um veraldlega hluti í mínum hugleiðingum til Guðs.Það hafa oft komið kreppur í heiminum. Sérhver þeirra var "sú versta hingað til" af þeirri einu ástæðu að menn vissu ekki hvernig ætti að tækla áður óþekkt áföll.
„Þegar öllu er á botninn hvolft þá fer allt einhvern veginn þótt margur efist um það á tímabili“.
Nú eru einkareknir bankar um allan heim að líða undir lok, þá er það bara þannig. Peningar munu alltaf koma og fara. Mannskepnan hefur hingað til fundið nýjar leiðir til að lifa.
Fimmþúsund kallar líta allir eins út, við getum alltaf fundið leiðir til að afla okkur nýrra í staðinn fyrir þá sem við töpum. En það er bara eitt eintak af sérhverjum einstakling. Einbeitum okkur bara að því sem virkilega skiptir máli, því sem okkur virkilega stendur ekki á sama um: hvert öðru. Við biðjum að sjálfsögðu fyrir þeim sem virkilega þurfa hjálp, eiga ekki mat eða hafa ekki húsaskjól, jafnvel, það sem skilvirkara er, bjóðum fram beina aðstoð sjálf.Hafiði heyrt um Pólverja? Þeir leigja saman, samnýta bíla, versla við hvern annan til að tryggja sér og sínum viðskipti. Ég dáist oft að þeim hvað þeir eru samheldnir. Íslendingar gætu alveg tekið sér þá til fyrirmyndar. Við getum pakkað svo mikið meira saman í neyslu og útgjöldum en við gerum okkur grein fyrir og látið okkur detta í hug svo óendanlega mikið af nýjum hugmyndum akkúrat núna. Ef einhver í öllum heiminum veður ónýtta möguleika upp að hnjám þá erum það við sem búum hér á Vesturlöndum svokölluðum.

Fólk úti í heimi býr í moldarkofum, ekki einu sinni með lak á gólfinu, berskjalað fyrir sjúkdómum sem auðveldlega má koma í veg fyrir með bólusetningum, kúldrast 10-15 saman í míglekum íbúðarkytrum, með takmarkaðan aðgang að hreinu vatni og hvað? Eitthvað fólk á Vesturlöndum velkist um í áhyggjum yfir því að peningarnir þeirra séu að hverfa!? Mér hreinlega býður við svona hugsunarhætti. Nú tökum við upp gamla Íslendinginn í okkur og förum að VINNA – að lausn.

Mama G, 15.10.2008 kl. 16:25

16 Smámynd: Mofi

Mama G,  Amen! 

Mofi, 16.10.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 588457

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband