Sunnudagur, 12. október 2008
Hvað segir Biblían um hagfræði á þessum mögru árum?
Sagt hefur verið að Salómon konungur hafi verið ríkasti maður fornaldar og sá vitrasti (fyrsta konungabók 4:31). Þess vegna er ekki vitlaust að sjá hvað hann segir um hagfræði og þætti tengda því, sérstaklega á þessum erfiðu krepputímum sem Ísland og heimurinn er að ganga í gegnum.
Ritað er:
Sá sem elskar peninga seðst aldrei af peningum og sá sem elskar auðinn hefur ekki gagn af honum.
Að eltast endalaust við peninga getur verið varasamt, sumir eyða ævinni í að eignast meira og meira og halda það allan tímann að það veiti þeim ánægju, en svo þegar öllu er á botninn hvolft þá er sú ánægja innantóm og skammvinn.
Sönn ánægja kemur að mínu mati frá Guði og kærleika hans. Það er alltaf hægt að fylla í fjársjóðskistur, því matarlyst þeirra er mikil og óseðjandi, en þegar Guð fyllir hjarta þitt, þá er það til frambúðar, nema þú veljir sjálf/ur að hysja honum út.
Sönn ánægja kemur ekki frá því að eignast flottasta húsið eða flottasta bílinn, heldur er fjölskyldan og vinir sem er sannur fjársjóður, sá allra mesti er reyndar persónulegt samband Guð og felst mesti gróðinn í því, en þú færð aldrei að kynnast því ef þú reynir það aldrei.
Skiptu hlutanum sundur meðal sjö eða jafnvel átta því að þú veist ekki hvaða ógæfa bíður landsins.
Dreifðu eignum þínum í marga hluta, og ekki fjárfesta öllu þínu í eina eign og treysta henni einni. Því þar liggur áhættan og ef einn hlutur bregst, þá standa hinir kannski betur að vígi og þú tapar ekki öllu.
Sá sem sífellt gáir að vindinum sáir ekki og sá sem sífellt horfir á skýin uppsker ekki.
Mannfólk er alltaf að bíða eftir rétta augnablikinu, og oft er það svo að sá sem bíður of lengi glatar tækifærum. Það er í eðli okkar sem menn að vilja útiloka alla áhættuþætti, en málið er að sama hvað við reynum getum við aldrei útilokað alla áhættu, en það er ógerlegt. Þannig grípum gæsina þegar hún gefst, en alltaf að vel ígrunduðu máli og ekki í fljótfærni, biðin má nefnilega ekki vera of löng.
Sé öxin orðin sljó og eggin ekki brýnd, þá verður maðurinn að neyta því meiri orku. Það er ávinningur að undirbúa allt með hagsýni.
Í okkar samfélagi þarf að brýna hugann svo hann geti tekið skynsamlegar ákvarðanir byggð á hagsýni fremur en fljótfærni. Í því felst hvíld! Ofþreyta er orðinn erkióvinur nútímamannsins og sinnum við ekki þessum mikilvæga þætti nógu vel. Þetta segir soldið sjálft að við verðum að sinna okkur sjálfum stundum og reyna eftir fremsta megni að ná góðri hvíld. Vinnum því að meiri ráðdeild fremur en útkeyra okkur sjálf.
Höldum einnig ró okkar á þessum erfiðu tímum, og reynum að vinna okkur út úr þessari kreppu með jákvæðu hugarfari, þannig næst árangur og góð uppskera.
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:29 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 588459
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Sæll litli bróðir.
Var að leita af orði sem var í Orðskv. Leitaði og leitaði í Biblíunni á netinu en fann ekki. Ýmislegt annað fann ég og setti inn en svo loksins þegar ég fór svo að leita í Orðalyklinum fann ég orðið og er það neðst. Vona að þessi orð nýtist þér og þeim sem skoða síðuna þína. Shalom/Rósa
"Betri er lítil eign réttláts manns en auðlegð margra illgjarnra"Sálm. 37: 16.
"Tigna Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar, þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberjalögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum." Orðskv. 3:9.-10.
"Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera." Matt. 6: 20.-21.
"sá er eigi lánar fé sitt með okri og eigi þiggur mútur gegn saklausum - sá er þetta gjörir, mun eigi haggast um aldur." Sálm. 15:5.
"Guðlaus maður tekur lán og borgar eigi, en hinn réttláti er mildur og örlátur." Sálm. 37: 21.
"Ríkur maður drottnar yfir fátækum, og lánþeginn verður þræll lánsalans." Orðskv. 22: 7.
"Ver þú ekki meðal þeirra, er ganga til handsala, meðal þeirra, er ganga í ábyrgð fyrir skuldum, því þegar þú ekkert hefir að borga með, viltu þá láta taka sængina undan þér?" Orðskv. 22: 26.-27.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.10.2008 kl. 03:20
Þetta er bara nokkuð athyglisverð ráðgjöf ! Vonandi verða þessi ráð höfð í fyrirrúmi í nýrri og betri stjórnartíð landsins ?
conwoy (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 09:17
Rósa - vel mælt, og er afar góð viðbót við grein mína.
Conwoy - já, við biðjum fyrir því!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.10.2008 kl. 13:54
Ekki dugði nú til að dreifa auðnum hjá öllum - t.d. þeim sem fjárfestu í öllum bönkunum og settu svo restina í Exista. :)
Ég sé það hinsvegar núna að það hefði verið skárra á sínum tíma að kaupa það sem mig langaði í frekar en að kaupa bankabréf - Fender Stratocaster fer víst aldrei úr tísku.
Orðskviðirnir 10:10 er eitt af mínum uppáhaldsversum í gervallri Biblíunni. Þetta er bara eitthvað svo akkúrat kórrétt á allan hátt, hvort sem menn eru trúaðir eður ei.
Ingvar Valgeirsson, 12.10.2008 kl. 19:11
Ég linka á þetta
halkatla, 12.10.2008 kl. 20:27
Ingvar - já, en einhversstaðar gerðu þeir heiftarleg mistök.
Anna - hvar munt þú linka? Þ.e.a.s. inná hvaða síðu?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.10.2008 kl. 20:37
Sæll Guðsteinn minn.
Ég vil þakka þér þetta innlegg til almennings, og ég þakka lika vibótina frá Rósu eins og hennar er von og vísa!
Góður Guð geymi ykkur bæði tvö og að sjálfsögðu ALLA hina!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:05
Ekkert mál Þórarinn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.10.2008 kl. 21:26
bara í nýjustu færslunni minni
halkatla, 12.10.2008 kl. 22:38
Sæll Haukur!
Rakst á síðunna þína og þessi færsla er þarft innlegg í þjóðfelagsumræðuna. Má ég link inn á þessa færslu á bloggið mitt?
Svo verðum verðum við að fara hittast fljótlega.
Kveðja
Björn Ingi
Björn Ingi (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:10
Afsakaðu fljótfærnis innsláttinn.
Tvö atriði sem má lagfæra ,,setja link" og svo skrifaði ég verðum tvisvar.
kv.
Björn Ingi
Björn Ingi (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:30
Knús vinur, frábær færsla, er búin að setja inn mína íhugun um þetta mál. Samkoma var frábær og þín var saknað.
Ég bið að Guð blessi þig og varðveiti.
Linda, 13.10.2008 kl. 00:25
Bestu kveðjur til þín og þinna Haukur minn
Bubbi J. (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 08:00
Anna Karen - ok ... Það er flott.
Björni Ingi/Bjössi - þér er velkomið að linka, og jú við verðum að fara hittast fljótlega.
Linda - ég var að læra með dóttur minni undir próf, og komst því ekki. En ég vona og veit að samkoman hafi verið góð.
Bubbi - sömuleiðis. :)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.10.2008 kl. 09:30
Sæll Haukur og þakka þér góða færslu. Besta hagfræðin er í Biblíunni, en alveg ljóst að auðmennirnir og stjórnarherrarnir hafa virt hana að vettugi.
Þetta orð held ég mikið upp á í Orðskviðunum 28:8:
8Sá sem eykur auð sinn með fjárleigu og okri, safnar honum handa þeim, sem líknsamur er við fátæka.
Okkur vantar síðan mann eins og Nehemía. Þvílíkur karakter hefur hann verið, eins og sjá má í 5. kafla Nehemíabókar (þetta er langur kafli, en ég hvet fólk til að lesa hann til að sjá muninn á Nehemía og ráðamönnum okkar, himinn og haf þar á milli:)
1En það varð mikið kvein meðal lýðsins og meðal kvenna þeirra yfir bræðrum þeirra, Gyðingunum.
2Sumir sögðu: "Sonu vora og dætur verðum vér að veðsetja. Vér verðum að fá korn, svo að vér megum eta og lífi halda."
3Og aðrir sögðu: "Akra vora, víngarða og hús verðum vér að veðsetja. Vér verðum að fá korn í hallærinu!" 4Og enn aðrir sögðu: "Vér höfum tekið fé að láni upp á akra vora og víngarða í konungsskattinn.
5Og þótt hold vort sé eins og hold bræðra vorra, börn vor eins og börn þeirra, þá verðum vér nú að gjöra sonu vora og dætur að ánauðugum þrælum, og sumar af dætrum vorum eru þegar orðnar ánauðugar, og vér getum ekkert við því gjört, þar eð akrar vorir og víngarðar eru á annarra valdi."
6Þá varð ég mjög reiður, er ég heyrði kvein þeirra og þessi ummæli. 7Og ég hugleiddi þetta með sjálfum mér og taldi á tignarmennina og yfirmennina og sagði við þá: "Þér beitið okri hver við annan!" Og ég stefndi mikið þing í móti þeim 8og sagði við þá: "Vér höfum keypt lausa bræður vora, Gyðingana, sem seldir voru heiðingjunum, svo oft sem oss var unnt, en þér ætlið jafnvel að selja bræður yðar, svo að þeir verði seldir oss." Þá þögðu þeir og gátu engu svarað.
9Og ég sagði: "Það er ekki fallegt, sem þér eruð að gjöra. Ættuð þér ekki heldur að ganga í ótta Guðs vors vegna smánaryrða heiðingjanna, óvina vorra?
10Bæði ég og bræður mínir og sveinar mínir höfum líka lánað þeim silfur og korn. Vér skulum því láta þessa skuldakröfu niður falla. 11Gjörið það fyrir mig að skila þeim aftur þegar í dag ökrum þeirra og víngörðum þeirra og olífugörðum þeirra og húsum þeirra, og látið niður falla skuldakröfuna um silfrið og kornið, um vínberjalöginn og olíuna, er þér hafið lánað þeim."
12Þá sögðu þeir: "Vér viljum skila því aftur og einskis krefjast af þeim. Vér viljum gjöra sem þú segir." Þá kallaði ég á prestana og lét þá vinna eið að því, að þeir skyldu fara eftir þessu.13Ég hristi og skikkjubarm minn og sagði: "Þannig hristi Guð sérhvern þann, er eigi heldur þetta loforð, burt úr húsi hans og frá eign hans, og þannig verði hann gjörhristur og tæmdur." Og allur þingheimur sagði: "Svo skal vera!" Og þeir vegsömuðu Drottin. Og lýðurinn breytti samkvæmt þessu.
14Frá þeim degi, er hann setti mig til að vera landstjóri þeirra, í Júda _ frá tuttugasta ríkisári Artahsasta konungs til þrítugasta og annars ríkisárs hans, tólf ár _ naut ég heldur ekki, né bræður mínir, landstjóra-borðeyrisins. 15En hinir fyrri landstjórar, þeir er á undan mér voru, höfðu kúgað lýðinn og tekið af þeim fjörutíu sikla silfurs á dag fyrir brauði og víni. Auk þess höfðu sveinar þeirra drottnað yfir lýðnum. En ekki breytti ég þannig, því að ég óttaðist Guð.
16Ég vann og að byggingu þessa múrs, og höfðum vér þó ekki keypt neinn akur, og allir sveinar mínir voru þar saman safnaðir að byggingunni. 17En Gyðingar og yfirmennirnir, hundrað og fimmtíu að tölu, svo og þeir er komu til mín frá þjóðunum, er bjuggu umhverfis oss, átu við mitt borð.
18Og það sem matreitt var á hverjum degi _ eitt naut, sex úrvals-kindur og fuglar _, það var matreitt á minn kostnað, og tíunda hvern dag nægtir af alls konar víni. En þrátt fyrir þetta krafðist ég ekki landstjóra-borðeyris, því að lýður þessi var í mikilli ánauð.
19Virstu, Guð minn, að muna mér til góðs allt það, sem ég hefi gjört fyrir þennan lýð.
Theódór Norðkvist, 13.10.2008 kl. 10:54
Frábært Teddi ! Takk innilega fyrir þetta innlegg.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.10.2008 kl. 11:14
Uhh biblían segir lika að menn eigi að forðast peninga og eignir.. að það sé númer eitt að losa sig við allar eigur og peninga.
Og svo náttlega segir biblían að menn eigi ekkert að spá í lífi sínu og eða plana það.... Guddi mun fæða okkur eins og fuglana sem plana ekkert en fá þó samt að éta.
DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 11:43
Brilliant grein Haukur!
Mjög skemmtileg ábending frá Theódóri. Við skulum muna að ráðgjöf Guðs er ávalt góð og menn ættu að taka henni alvarlega jafnvel þegar menn skilja hana ekki eins og í okkar umræðu um mataræði hérna um daginn
Það er ekki merkilegt að fara eftir góðum ráðum þegar maður sér að þau eru góð en töluvert erfiðara að fara eftir ráðum sem maður skilur ekki og segir miklu meira um hollustu við Guð þegar maður gerir það.
Þú þarft endilega að lesa Biblíuna betur, gætir byrjað t.d. að lesa tilvitnanirnar sem Haukur kom hérna með!
Þú ert annars líklegast að vísa í þessi orð Krists:
Mér finnst þessi orð hreint út sagt yndisleg! Ég les úr þeim að við eigum ekki að hafa áhyggjur en það er ekki hið sama og að hugsa ekki um framtíðina og skipuleggja sig ekki heldur að hafa ekki áhyggjur. Að það sem skiptir máli fyrst og fremst er að hafa réttlæti Guðs sem bjargar manni frá dómnum og veit manni aðgang að eilífu lífi.
Mofi, 13.10.2008 kl. 12:55
Takk Dóri/Mofi - þú svaraðir Dokksa eins og ég hefði gert það. Ég ætla samt að borða mitt svínakjöt áfram, sama hvað þú segir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.10.2008 kl. 14:27
Það er lítils virði að fylgja ráðum sem þú ert þegar sammála, annað að fylgja ráðum Guðs þegar maður er ekki sammála. Þú endilega hugsar út í hvaða afsökun þú vilt segja við Guð þegar að því kemur. Afhverju þú tókst ekki mark á Honum í þessu atriði.
Mofi, 13.10.2008 kl. 14:34
Sælir ágætu vinir. Það sem er athyglivert við söguna af Nehemía er að íslenska þjóðin er í sömu fjötrum og Gyðingar á þessum tíma. Skuldafjötrum, með hús sín og akra (akrar samsvara atvinnufyrirtækjum) veðsett upp í rjáfur.
Aðferð Nehemía var að taka á innri spillingu þjóðarinnar: Okri hinna betur settu gagnvart hinum verr settu. Þegar það var búið var fyrst hægt að taka á óvinunum.
Það sem gerðist var í rauninni þjóðarvakning. Afturhvarf til iðrunar og lögmáls Drottins. Afleiðingin var að þjóðin styrktist, byggði upp musteri sitt og vann sigur á óvinum sínum.
Við þurfum að biðja fyrir því að það sama gerist hér á landi.
Theódór Norðkvist, 13.10.2008 kl. 14:38
Teddi - sammála hverju orði!
Mofi - Það sem þið aðventistar feilið á eru mannaverk og mannasetningar. Sumt var sett þarna fyrir góða ástæðu þess tíma sem það var skrifað, aðalástæðan var skortur á hreinlæti. En af hverju viltu kalla yfir okkur gyðingalög Mofi? Jesús var búinn að lýsa alla fæðu hreina, og er því ásökun þín að ég fari ekki eftir einhverju alröng.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.10.2008 kl. 14:49
Theódór, sammála og sérstaklega athyglisvert fordæmið sem við sjáum þarna. Að þeir sem voru yfirmenn tóku á sig skort til að hjálpa öðrum.
Haukur, þessi ráðgjöf sem þú vitnar í eru alveg eins. Jesú lýsti ekki alla fæðu hreina, það hefði verið hræðilegt af Honum að gera það því að svínakjöt var á þeim tíma hættulegt. Hans lærisveinar síðan skyldu Jesú ekki þannig eins og við sjáum í Postulasögunni. Ég sé því miður bara löngun í eitthvað og ekki skilja afhverju Guð kemur með þessa ráðgjöf og velja að hlíða aðeins því sem þér finnst þegar skynsamlegt en ekki því sem þér finnst ekki skynsamlegt. Það er í rauninni bara eins og að hlíða sjálfum sér en ekki Guði.
Mofi, 13.10.2008 kl. 14:54
Rite eins og það sé lausn að leita að himnaríki og súpergaur...
Kennið manni að biðja og hann drepst úr hungri við að bíða eftir að guddi skaffi honum pizzur...
Kennið manni að baka pizzur og hann heldur pizzapartý þann daginn
DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 16:03
Fréttinn átti að koma óvart ;) og það tókst :)
Kveðja
Björn Ingi
Björn Ingi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:48
Strákar, haldiði í alvöru að pizza með skink, pepp og svepp meiki það eða breiki hvort maður komist til himna!?
Nei, ég segi fyrir mitt leyti að það verður löööngu búið að afskrifa mig úr himnaríki áður en það verður farið að tíunda það hvað ég borðaði í minni hunds- og kattartíð ... eða kannski frekar.
Mama G, 14.10.2008 kl. 15:24
Nei, alls ekki :) En spurningin er afhverju einhver myndi hunsa og hlægja að ráðgjöf Guðs. Ég er engan veginn á því að himnaríki er matur og drykkur eins og Jesú sjálfur segir en ef Jesú ráðleggur manni eitthvað þá ætti maður að taka þeirri ráðgjöf fegins hendi því maður trúir að þau ráð eru gefin í kærleika, manni sjálfum til blessunar.
Sem betur fer virkar þetta ekki þannig því að ég er líka sekur um marga beikon borgara og pepperóní pizzur... :)
Mofi, 14.10.2008 kl. 15:54
Mofi þú sakar mig um að fara ekki eftir ritningunni þegar þú sjálfur sekur um slíkt, ritað er:
Hvað er svona erfitt að skilja við þetta?? Og einnig að skilja hvað er mannasetning og hvað ekki? Þið aukið á byrðar manna með þessum mannasetningum ykkar, og er enginn grundvöllur fyrir slíku þar sem um lögmál gyðinga er að ræða.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.10.2008 kl. 21:05
Mama G - flott athugasemd!
Bjössi - já þetta kom sannarlega skemmtilega á óvart!!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.10.2008 kl. 21:06
Þetta þýðir eftirfarandi:
Mofi, 15.10.2008 kl. 11:04
Það er mjög auðvelt að misskilja þetta ef vilji er fyrir hendi. Taktu eftir því að umræðan fjallar um handaþvott en ekki óhreina fæðu og mundu líka að gyðingar töluðu ekki um kjöt sem var bannað sem fæðu. Taktu sérstaklega eftir því að lærisveinn Jesú Pétur skildi orð Jesú ekki að það mætti borða allt:
Þarna neitar Pétur Guði að hlíða því að borða það sem er vanheilagt svo hann hafði ekki skilið Jesú þannig að nú mætti maður borða það sem manni dettur í hug sama hvort það er óhollt eða ekki. Endilega ekki koma með að þessi sýn styðji að öll fæða er núna í lagi til átu, ég trúi ekki að þú myndir einu sinni reyna að rangtúlka Biblíuna þannig.
Mofi, 15.10.2008 kl. 11:16
Mofi - þetta er ekki flókið, þótt að undanfarinn fjalli um handþvott, þá eru orð Jesú skýr og hættu að gera lítið úr því:
Var hann þá að ljúga?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.10.2008 kl. 11:20
Þú ert ekki að taka tillit til þeirra punkta sem ég kom með. Í fyrsta lagi þá er setningin "þannig lýsti hann alla fæðu hreina" ekki setning frá Jesú heldur athugasemd frá Markúsi á það sem Jesú sagði. Í öðru lagi þá greinilega skyldu lærisveinarnir orð Jesú ekki á þann hátt að núna mættu þeir borða svínakjöt eins og dæmið frá Postulasögunni sannar.
Samhengið sem við sjáum þessa setningu fjallar um hvað saurgar fólk og Jesú segir að illar hugsanir saurga en ekki það sem þú lætur ofan í þig. Hvergi í allri þessari umræðu kemur neinn inn á óhreint kjöt eða svínakjöt svo mjög undarlegt að grípa það á lofti. Þegar þú ert með heilt samfélag þar sem þetta var gífurlega stór þáttur, heldur þú að það væri afgreitt svona án þess einu sinni að nefna óhreina fæðu eða svínakjöt?
Þegar maður les þessa ráðgjöf í Gamla Testamentinu þá er hún við hliðina á öðrum reglum sem við vitum að eru okkur til verndar frá sjúkdómum. Ef Jesú hefði verið að afnema þessa heilsuráðgjöf þá hefði Hann verið að senda fólk í opin dauðan því að svínakjöt á þessum tíma gat verið bannvæn fæða. Hljómar ekki mjög rökrétt eða kærleiksríkt í mínum huga.
Hérna sé ég þig velja ráð úr Biblíunni sem þér líkar og vilt fylgja þeim en síðan eru önnur ráð á sama stað en af því að þér líkar þau ekki þá viltu ekki hlíða þeim. Er það einhver hlýðni að hlíða því sem þú fyrirfram vilt gera? Er það ekki alvöru hlýðni að gera það sem maður skilur ekki og er ósammála en gerir það samt af því að maður vill hlíða?
Mofi, 15.10.2008 kl. 12:51
Ég vil nú taka fram að þar sem þú ert að færa rök fyrir þinni afstöðu út frá Biblíunni og út frá orðum þess sem er æðsta vald Biblíunnar þá er þín afstaða alls ekki eins slæm og ég kannski læt í veðri vaka :)
Kannski er áhugaverð spurning hérna, ef Biblían segði þetta skýrt að þínu mati; telur þú að þú myndir hlíða þrátt fyrir að þykja beikon gott ( eitthvað sem ég skil allt of vel )?
Mofi, 15.10.2008 kl. 13:11
Mofi - eitt sem virðist flækjast á milli okkar og veldur misskilningi.
Ég álít svo eins og svo margir aðrir trúaðir að Jesús er túlkunarlykinn sem við notum. Hvað á ég við með því, hans orð og lög uppfylla lög GT, og þegar hann segir að "öll fæða sé hrein", þá tek ég þau orð gild. Margt er gott í gamla testamenntinu, en mikið af því er stór lagabálkur saminn af höndum mennskra manna. Það er einmitt það sem Jesús gagnrýni faríseanna og lærðumennina fyrir, að fylgja mennskum lagadálki útí bókstafinn.
Þess vegna vega orð Jesú meira en nokkuð annað, og eru orð hans sem ég tek mest mark á!
Erum við að skilja hvorn annan Mofi?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.10.2008 kl. 15:46
Við erum þá báðir sammála að orð Krists eru efst þegar kemur að skilja Biblíuna, gott að hafa það á hreinu.
Ég var búinn að benda á að Hann segir ekki "öll fæða sér hrein", það er athugasemd sem er gerð. Öll rökin sem ég hef komið með hérna snúast um að það er ekki hægt að skilja þessi orð Krists þannig að það er í lagi að borða hvað sem maður vill. Ástæðurnar eru eftirfarandi:
Öll Biblían er samin af höndum mennskra manna. Hvaða hlutar Gamla Testamentisins eru þá mannasetningar og hvaða Biblíuvers hefur þú til að styðja það eða er það þannig að það sem þér líkar illa við eru mannasetningar og það sem þér líkar vel við er frá Guði? Ef svo er þá er frekar málið að þú ert í sæti Guðs í þessum málum.
Alls ekki. Jesú gagnrýndi þá fyrir að búa til sín eigin lög í staðinn fyrir að fylgja lögunum sem þeir fengu frá Móse. Andi lögmálsins getur síðan aldrei farið á móti bókstafi lögmálsins.
Mofi, 15.10.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.