Föstudagur, 10. október 2008
Hann gekk svo langt að ráðist er á íslendinga í Bretlandi!
Svei þér Gordon Brown! Þú hefur afrekað miklu á örfáum dögum, og þá meina ég því hatri sem hefur kviknað gegn íslendingum sem búa í Bretlandi með gáleysislegum orðum þínum. Meira að segja er farið að selja haturs stuttermaboli gegn Íslandi á netinu. Þökk sé þér!
Var ekki nóg að slá seinasta naglann í líkkistu okkar hagkerfis? Nægði ekki að beita á okkur hryðjverkalögum og fara með okkur eins verstu Talíbana?
Sumir íslendingar verða nefnilega fyrir barðinu á kynþáttahatri vegna orða þinna herra Brown. Helga Guðrún sem býr í Nottingham hefur einmitt orðið fyrir slíku. Núna situr hún heima hjá sér með tvo lögreglubíla fyrir utan húsið hennar. Af hverju?
Hún segir í grein sinni:
Ég var rétt í þessu að ljúka samtali við lögregluna. Þeir ætla að vakta húsið okkar í nótt. Tvisvar í kvöld voru kölluð ókvæðisorð og hótanir til okkar og einhver kom alla leið upp að framdyrum til að sparka og brjóta tómar mjólkurflöskur sem ég var nýbúin að setja útfyrir.
Lögreglan hér tekur þetta álíka alvarlega og um hryðjuverkahótun væri að ræða. Ég held að engin Íslendingur á Íslandi geri sér grein fyrir ástandinu hérna í dag. Hatrinu á Íslendingum og öllu því sem íslenskt er.
Svo lýsir hún þessu betur í athugasemdarkerfinu á blekpennum.com
Þetta er hreint skelfilegt og verður verra með hverjum fréttatíma. Að heyra að nágrannar mínir verði að borga þetta lúxuslíf örfárra Íslendinga og skólar, íþróttafélög og góðgerðarstofnanir hafi tapað öllu sínu til íslensku þotustrákanna er ólýsanlega sárt og erfitt að heyra.
Nú í þessum skrifuðu orðum eru tveir lögreglubílar parkeraðir fyrir framan húsið mitt svo öryggi okkar er vonandi tryggt í nótt.
Svona lagað á ENGINN að þurfa upplifa, og ætti aldrei að þurfa að leita til lögregluyfirvalda til þess að leita sér verndar af því þú ert af einhverju ákveðnu þjóðerni, í þessu tilfelli íslendingur!
Mér var réttilega bent á að hvetja íslendinga til þess að leggjast EKKI á svona lágkúrulegt plan, komum fram af tilskilinni virðingu við alla Breta og látum þá ekki gjalda þess að vera "vondir" vegna þjóðernis þeirra. "Auga fyrir auga, og tönn fyrir tönn" er ekki lengur við lýði. Sýnum þessari siðmenntuðu þjóð, hvor er siðmenntaðri.
Geir hin harði hafði rétt fyrir sér þegar hann segir í þessari viðtengdu frétt:
"Brown gekk allt of langt"
Bæn mín er hjá öllum íslendingum sem búa í Bretlandi þessa daganna, og vona ég að um einstakt tilfelli sé að ræða. En ég er bara þannig gerður að stundum er eitt tilfelli nóg! Skammastu þín Gordon Brown!!!
Brown gekk allt of langt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:57 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 588365
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Já rétt há þér, við gerðum ekkert!
Mér er svo sem sama þá að Brán fari dán, en fyrir alla muni, gætum þess að liggja ekki á sam plan bretar!
Sigfús Axfjörð Sigfússon, 10.10.2008 kl. 22:44
Mjög góður punktur Sigfús, ég bæti því við í greinina! Takk fyrir þessa ábendingu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.10.2008 kl. 22:46
Takk fyrir góð orð Guðsteinn Haukur, þetta svíður rosalega
halkatla, 10.10.2008 kl. 22:52
Já Anna Karen mín, það gerir það svo sannarlega. Þjóðarleiðtogar og menn í ábyrgðarstöðum verða virkilega að vera orðvarir, þar hefur Brown brugðist all hrapalega!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.10.2008 kl. 22:55
Ég hef lýst þeirri skoðun minni að við eigum að senda bæði varðskipin á Bretland og aðra þyrluna.
Við eigum smá sök á en það réttlætir ekki ummæli Gordons
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 10.10.2008 kl. 23:36
ég hef áhyggjur af íslendingum þarna úti, og velti því fyrir mér, hvað Brown hafi á milli eyrnana. Svo velti ég mér líka fyrir því hvort fólki átti sig ekki almennilega á því að þegar það fjárfestir, þá er það altaf, altaf að taka áhættu. Velur þú að fjárfesta, velur þú að standa undir góðum eða slæmum gróða. Brits wake up.
Linda, 10.10.2008 kl. 23:38
Eiki - hehehe ... þú ert ágætur!
Linda - tek undir hvert orð!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.10.2008 kl. 23:49
Hr. Brown er Samfylkingarmaður í vanda. Hinir betri og góðgjarnari menn í hans eigin flokki, og aðrir, munu verða til þess að lesa honum pistilinn svo hann nái áttum. Hann velur að skjóta mús með fallbyssu. Það þykir sjálfsagt hreystilegra í Bretlandi.
Gústaf Níelsson, 10.10.2008 kl. 23:50
Gústaf - hvar hefur þú alið manninn! Gott að sjá þig á kreik á ný!
Vel orðað!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.10.2008 kl. 23:52
Flott
(IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:00
Sigurlaug Guðrún og fleiri nöfn .... Takk.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2008 kl. 00:02
Ja svei ja svei!! Nú verð ég súr í skapi!
Gordon Brown, það ætti að flengja þig og hana nú!
eða Það finnst mér alla vega...
Brúnkolla (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 01:30
Það þarf meira til held ég ... Skjalda mín.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2008 kl. 01:53
Guðsteinn..
hann mun líklega missa djobbið út af þessu.. Íslendingar í englandi og viðar eru að svara fyrir sig með málefnalegum rökum sem þýðir það að það verður bensín fyrir stjórnarandstöðuna sem mun kveikja endanlega í politískum ferli hans...
Hann fékk LÍKA ÚTRÁSARLIÐIÐ GEGN SÉR ÚT AF ÞESSU
Ég spái því að hann verði að segja af sér...
Eins og ég hef áður sagt og segi enn.
Við töpum kannski fyrir Bretum í fótbolta en við vinnum þá alltaf í stríðum.
Brynjar Jóhannsson, 11.10.2008 kl. 02:03
Sæll Guðsteinn.
Bendi þér hér með á grein mína " Gordon Brown has lost his crown,looking for a job as a clown in crimsby town!".
Látum hann vita af okkur innan velsæmismarka þó! HÓ!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 08:43
"Brown is a clown"
Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 10:30
Sæll Guðsteinn litli bróðir minn.
Ég vona að þú sjáir ljós þó á móti blási í hinu veraldlega. Dásamlegt að vera Guðsbarn og geta leitað til hans bæði í gleði og sorg og í stormi eins og nú. Nú er lag, vona að þú skiljir mig.
Guð veri með þér og þínum í lífsins ólgusjó.
Baráttukveðjur/Guðskerlingin Rósa gamla systir þín.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.10.2008 kl. 11:30
Brynjar - sammála! Fótboltinn er okur ofviða, en ekki þetta!
Þórarinn - ég lít á grein þína.
Siggi - hverju orði sannara!
Rósa - ég skil þig og bíðum við eftir að þetta ödurót lægir, hver veit hvað Guð hefur ákveðið í þeim efnum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2008 kl. 11:41
Gústaf, ekki líkja Brown við samfylkingarmann, hann er gamall kommúnisti, cardcarrying meðlimur í Marxistahreyfingunni.
Forvitnileg lesning:
http://andriki.is/default.asp?art=10102008
Ingvar Valgeirsson, 11.10.2008 kl. 16:48
Ingvar - hvað sem það kallast, kommi, marxisti eða samfylkingu ... gaurinn hefur gert sinn skaða.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2008 kl. 18:36
Hæ Haukur frábært framtak, værir þú til í að lesa mína grein á blogginu mínu.
kv.
http://vonin.blog.is/blog/vonin/entry/670406/
Linda, 11.10.2008 kl. 18:55
Takk fyrir góða grein, Haukur minn - og Linda, ég kommentaði hjá þér spurningu til Mr Brown. Hann hlýtur að svara okkur, maðurinn... Kurteisin er jú hans stórasti kostur, er það ekki?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.10.2008 kl. 19:28
Takk Linda og Helga!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2008 kl. 21:40
Góð grein Guðsteinn Haukur.
Já, virðing mín fyrir Bretum hefur nú aldrei verið mikil: drykkjurútar og "lágkúltúrlið" upp til hópa. "Little Britain" lýsti þeim vel og hló ég mig oft máttlausan þegar þeir þættir voru í sjónvarpinu. Það eina sem þeir gera virkilega vel er sjónvarpsefni.
Skítugt og ógeðslegt land, þar sem menningin kemst helst á flug á fótboltavellinum.
Ég verð bara að leggjast niður á sama plan og þeir - því miður, þeir eiga ekki annað skilið!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.10.2008 kl. 21:51
Guðbjörn - Ég þakka athugasemdina, en ekki get ég tekið undir orð þín, því þeir eru mjög frambærilegir á mörgum sviðum öðrum en fótbolta, og væri mikil einfeldni að dæma þá út frá örfáum þáttum.
Við verðum að hafa í huga að við erum eins og er fyrir augum heimsins, og ef við ætlum að bjarga okkur útúr þessum vanda, þá mega ekki koma upp vandamál eins og Helga Guðrún er að lenda í.
Þú sérð sjálfur nú skaðann af mannorði Breta bara við eitt svona tilvik. Erum við ekki betri manneskjur en það, að þurfa að svara í sömu mynt?
Nei, kærleikurinn er sterkasta vopnið sem við höfum í hendi núna, og mæli ég með að nota það óspart.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2008 kl. 22:35
Ég vil samt þakka þeim fjölmörgu sem litu inn á bloggið mitt, því ég varla trúi heimsóknartölunum í dag!
Fyrir mitt leyti er þetta persónulegt met, og er snortinn yfir þessum frábæru viðbrögðum fyrir mikilvægu máli.Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.10.2008 kl. 00:00
Merkilegt hvernig fáir menn geta rústað heilli þjóð.
Halla Rut , 12.10.2008 kl. 19:28
Einmitt Halla Rut! Úffff ....
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.10.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.