Heimsendir er EKKI í nánd!

Þrátt fyrir að grafalvarleg staða sé kominn í markaðskerfi Íslendinga þá erum við ekki enn kominn á grafarbakkann. Það sannaðist hins vegar í dag, er kapítalisminn, er ekkert annað en "ismi" og þær spilaborgir sem menn hafa byggt í nafni einkavæðingar hafa skilað sér. Frjálst markaðskerfi er ágætt ef einhver er til þess að stjórna því, fullt frelsi til allra hluta er vanhugsuð og áhættusöm leið til þess að stjórna heilu ríki. Minning þessa "ismas"er best geymd í óseðjandi gröfinni, og græt ég þurrum tárum yfir þeim missi. 

Ef byggja á upp raunverulegt hagkerfi sem er um leið frjálst, þá verður einhver að vera í brúnni. Þar hafa Sjálfstæðismenn algjörlega brugðist sem og stefna þeirra. Frelsið er nefnilega einskinsvert og vita gagnslaust ef því er ekki veitt athygli og nauðsynlegt aðhald, annars fer allt úr böndunum eins sannaðist á þessum neyðarlögum sem Geir H. Haarde og hans ríkisstjórn báru fram í dag.

Hjálpumst að í þrengingumEn hvað leysa þessi lög? Var verðtryggingin afnumin, nei. Stýrivextir lækkaðir? Nei. Eina bótin sem ég sá var allt það sem snéri að íbúðarlánasjóði, og á það eftir bjarga mörgum frá barmi gjaldþrots. Það verður að gera meira en þetta, og einnig verður að koma inn hæfur seðlabankastjóri sem kann á hagkerfi ekki lögkerfi eins og núverandi seðlabankastjóri er menntaður í.

Breytinga er þörf, ef Íslendingar kjósa Sjálfstæðismenn aftur yfir sig í næstu kosningum, þá má segja að við munum ALDREI læra af mistökum okkar. Það er enginn verri að skipta um skoðun, og hvet ég fólk til þess að skoða stefnuskrá annarra flokka, en þó sérstaklega Frjálslyndaflokksins. 

Var það ekki annars kraftur okkar Íslendinga sem kom okkur úr torfkofunum og hefur sá metnaður ekki gert okkur að tæknivæddustu þjóðum heims? Hvað varð um þann kraft? Sýnum heiminum að hann er ennþá til staðar og lögum þetta ástand í sameiningu!

Biðjum fyrir einingu þessarar þjóðar okkar áður en við förum raunverulega fram á vonarvöl. Því ekki er heimsendir kominn, þótt öll teikn þess séu á lofti. En höfum við ekki þjónað fyrir altari mammóns of lengi, er ekki kominn tími á að gefa því fólki tækifæri sem hefur viðurstyggð á altari mammóns og vill þjóna okkur sem íbúar þessa lands?

Ég held það.

Góðar stundir og Guð blessi ykkur! 

 


mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Þetta hefði mátt gerast mikið fyrr - núna er tækifærið, því betra er að vera fátækur og frjáls en ríkur og kúgaður af Dlistanum Hugsið bara útí hvað þau eru búin að gera! Skemmandi bæði og stelandi frá okkur... jakk

halkatla, 6.10.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Valgeir Mattías - einstaklega vel orðað hjá þér! Takk fyrir það.

Anna Karen - sammála, því ritað er: "af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá", og er uppskerutíminn hafinn fyrir Sjálfgræðisflokkinn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.10.2008 kl. 22:01

3 identicon

Sameinuð kúgumst við, sundlandi ælum vér.

Hringjum í Mugabe

DoctorE (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - Mugabe? Nei, takk! Svo örvæntingarfull erum við ekki!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.10.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Andrés.si

Gott hjá þér Guðsteinn. 

Hér er lika annað sem bæta má.

Ég las orð sérfræðinga á netinu, þar sem þeir fjalla um kreppu alveg til 2018. Á sama tíma sá ég vídeó þar sem bent er á Írakstríð, sem sagt Halldór og Davíð á meðal annars.  Samkvæmt myndinni eigum við borga næstu 10 ár bara fyrir þetta stríð. Hvað þá alt sem er að koma. Sem sagt aftur til 2018. Ekki er það bara Írakstríð. Má nefna líka Afganistan, árás á Serbíu af NATO hálfu, þar sem skotið var á örbylgjuofnar á grasinu, á skólar  og á kínversk sendiráð. Þetta örbylgjuofna vesen skulum við allir borga. Og það vel. 

 9 Star Ki austurlensk fræði sem á rætur í Feng shui telur að nýtt 9 ára tímabíl kemur frá febrúar 2009 og verður til 2018.  Þetta tímabil verður ekki eins.  Heimsendi?  :D :D Já en ég veit um eitt sem kom einmitt til Íslands vegna heimsenda. Eftir  6 mánaða dvöl hérlendis fór hann frekar heim og keypti ódýrara dósir til að byrgja sig upp. :D :D

Andrés.si, 7.10.2008 kl. 01:21

6 identicon

Sæll  "Smokie".( mér finnst þetta svo töff nafn).

Frábær grein hjá þér. Já,það er öll vinnan eftir. Nú var tekið í handbremsuna.

Satt segir þú með þetta frelsi..............það var bara fyrir fáa útvalda til þess eins að gera okkur hinum lífið leitt, Ég gæti skrifað 1000 síður en geri það ekki núna!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 07:29

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Andrés Si - takk fyrir skarpa athugasemd.

Þórarinn - Já "smokie" er réttnefni! En við sjáum til hvað gerist.

Halldóra - þú átt eftir að sjá ljósið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.10.2008 kl. 09:18

8 Smámynd: Mofi

Fín grein og áhugaverðar pælingar.  Sammála að það vantar meira af alvöru aðgerðum, sérstaklega skipta um seðlabankastjóra. Þannig starf á að vera í höndum á hæfum fagaðila en ekki í höndum á pólitíkusi sem hefur allt of mikið af persónulegum tengslum við hagsmuna aðila. 

Spurning hvort að þetta er tækifæri fyrir þjóðina að fá kvótann aftur?

Mofi, 7.10.2008 kl. 11:14

9 Smámynd: Mama G

Hvað á þjóðin að gera við kvótann Mofi? Er sanngjarnt að ég, sem aldrei hef svo mikið sem flakað fisk, hvað þá hætt lífi og limum úti á sjó, fái hagnað af þeim fisk sem veiðist við Íslandsstrendur? Mér finnst það nú bara eiginlega ekki.

Hins vegar finnst mér full sanngjarnt að þeir sem virkilegan áhuga hafa á því að setja sig inn í fiskveiðar, fái tækifæri til þess.

Mama G, 7.10.2008 kl. 11:19

10 Smámynd: Mofi

Mér finnst einfaldlega að þjóðin eigi fiskinn í sjónum en ekki útvaldir. Þetta er nú það sem Haukur og Frjálslindi flokkurinn berst aðalega fyrir svo þetta er nú ekki eitthvað nýtt.

Ef þjóðin ætti kvótann þá einmitt væri hægt að hleypa nýjum aðilum inn í greinina í staðinn fyrir að vera komin með erfðaveldi hérna þar sem menn fá fiskinn í sjónum í arf.

Síðan Haukur, auðvitað er heimsendir í nánd!  :)    

Mofi, 7.10.2008 kl. 11:22

11 Smámynd: Flower

Rússarnir eru komnir í gættina

Flower, 7.10.2008 kl. 11:33

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil benda þér á Guðsteinn að bæði VG og FF sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þessi mikilvægu neyðarúrræðií gærkveldi. Hugnast þér slíkur lúpuháttur og kjarkleysi á stundu þar sem menn þurfa að vera afdráttarlausir og standa saman. Þeir sögðust allir styðja aðgerðirnar, en gerðu það svo ekki. Allir sögðust þeir hafa séð þetta fyrir og varað við því en ekki höfðu þeir eina tillögu um aðrar útleiðir. Þetta snýst ekki um flokka nú. Guð þinn forði þér samt frá því að þessir vitleysingar komist að stjórnartaumum. Það er verri kostur af tveimur illum.

Að leggja til stjórnarslit og uppstokkun nú er er eins og að henda sér falllífalausum út úr flugvél og teysta á guð. Nokkuð, sem þið mynduð aldrei gera, þrátt fyrir yfirlýsta ofurtrú.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2008 kl. 15:16

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mama G - Flower og Mofi, takk fyrir ykkar.

Öðru máli gegnir um Jón Steinar. Úfff ... það eru alltaf sömu sleggjudómarnir frá þeim bænum.

Í fyrsta lagi voru bornar fram tillögur um úrræði, lestu alþingi.is áður en þú dæmir svona hart.

Í öðru lagi er enginn heigulsháttur að samþykkja lög sem hefði aldrei átt að koma til. Þar bera þeir sjálfir ábyrgð.

Í þriðja lagi þá hef hvurgi hvatt til stjórnarslita, ef þú værir betur læs á orð mín þá bað ég fólk um að endurskoða hug sinn ... í næstu kosningum! Bentu mér á hvar ég hvet til stjórnarslita, því sammála er ég að menn þurfa að standa saman í svona rugli.

Í fjórða lagi finnst mér lélegt að blanda trú minni í þetta, og leyfi ég orðum þínum að dæma sig sjálf.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.10.2008 kl. 16:05

14 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Eftir Kastljósið í kvöld....dettur nokkrum manni í hug að skipta út Davíð?

Látum ekki undan 365 áróðri.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 7.10.2008 kl. 20:55

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hvar var hann þá þegar hættumerkin voru núna í vor? Ekki gerði hann neitt þá í vaxtastefnu sinni. En ég viðurkenni samt, að hann stóð sig óvenju vel í þessu viðtali, hann ber samt ábyrgð sem hann verður að taka á sig. Að vilja leggja niður íbúðarlánasjóð eins og hann vildi hefði ekki verið sérstaklega góð hugmynd í dag ... er það Eiki?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.10.2008 kl. 23:33

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ef að stjórnmál væru byggð eingöngu á ræðumennskuhæfileikum þá létum við toppmennina á því sviði glíma, Davíð og Steingrím J. - sá sem ynni þá glímu yrði gerður að einræðisherra. Að vísu hefur Davíð haldið þeim titli í hugum margra í langan tíma.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.10.2008 kl. 10:06

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe .. góður punktur Jóhanna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.10.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband