Miðvikudagur, 24. september 2008
Af hverju er árið 1844 svona mikilvægt?
Ég rak mig á svolítið undarlegt þegar ég fór að kynna mér söfnuði þeirra félaga.
Bahá'í trúin:
Heimildir teknar héðan
Þar stendur:
"Fyrir þá sem eru af kristnum uppruna, uppfyllir Bahá'u'lláh hin mótsagnakenndu fyrirheit um endurkomu Krists í dýrð föðurins og sem þjófur á nóttu. Upphaf trúarinnar 1844 tengist fjölmörgum kristnum spádómum. Þar má t.d. benda á að á árunum upp úr 1840 var Mið-Afríka loks opnuð fyrir kristni og var sá atburður mjög víða túlkaður sem uppfylling á fyrirheitinu um að Kristur myndi snúa aftur, eftir að Guðspjallið hefði verið prédikað öllum þjóðum. Í kenningum Bahá'u'lláh sjá átrúendurnir uppfyllingu loforðs Krists um að sameina allar þjóðir svo að það skuli verða ein hjörð og einn hirðir."
Og um gyðinga segja þeir á sömu síðu:
"Bahá'íar, sem áður voru gyðingar, líta á Bahá'u'lláh sem birtingu hins fyrirheitna Drottins herskaranna sem kemur niður með þúsundum dýrlinga, sem afkomanda Abrahams og græðling af rót ættartrés Jesse, föður Davíðs og að Bahá'u'lláh hafi komið til að greiða veg þjóðanna til að smíða plógjárn úr sverðum sínum. Margir þættir í nauðungarútlegð Bahá'u'lláh til Ísrael, ásamt öðrum sögulegum atburðum í lífi Bahá'u'lláh, eru taldir uppfylla fjölda spádóma í ritum gyðinga."
Hver er þá niðurstaðan? Eftir samtöl við fólk sem aðhyllist Bahá'í trúnni, þá segja þeir að það hafi orðið "andlegur heimsendir" árið 1844 og er það tengt við opinberunnar Bábbans á "fangaðarerindi" sínu.
Sem þýðir (út frá Kristnu sjónarhorni séð) að sá heimsendir sem boðaður er í biblíunni var lygi og rangur. Hvað varð þá um að himinn og jörð myndu farast? Að tunglið myndi verða blóðrautt og stjörnur himins mynda hrapa og að mannsonurinn myndi birtast í allri sinni dýrð og hvert mannsbarn myndi sjá hann!
Allt þetta hefur þá verið uppspuni samkvæmt Baháum, og kalla þeir það "mótsagnakennt".
Persónulega ætla ég að bíða þolinmóður eftir dóm Drottins og sleppa því að tengja hann við eitthvað sérstakt ár, allt mun koma í ljós og mun það gerast á þeim degi sem Guð hefur ætlað, hvenær sem það er.
Bíðum bara róleg og verum viðbúin endurkomu hans, sleppum öllum útreikningum og fullyrðingum um hvenær þetta verður.
Tölur eru teknar of alvarlega af sumum söfnuðum sem dæmi má nefna í þjóðsöng okkar: "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur ei meir." Sumir taka þessari samlíkingu fullalvarlega eins og t.d. góður vinur minn hann Mofi, sem heldur því fast fram að jörðin sé sex þúsund ára gömul og fer eftir þessu útí ystu æsar. Sem ég er ósammála.
Guð skapaði vissulega mannkynið og alla jörðina, en það tók lengra en sex þúsund ár, það er alveg á hreinu! Skoðum þá aðeins Aðventista út frá árinu 1844
Aðventistar:
Heimildir teknar héðan
Fyrir 1844 boðuðu aðventistar heimsendi sem átti að verða 1844. En augljóslega aldrei varð. Þeir fóru mikinn um að Kristnir ættu koma "út úr Babýlon" fyrir þetta skelfilega ár, og áttu þeir við alla Kristna söfnuði sem voru fastar í Babýlon samkvæmt þeim. Eftir að enginn heimsendir kom 1844 sögðu forsvarsmenn Aðventu kirkjunnar að 1844 hefði fremur verið það ár sem Jesús gekk inní: "hið allra helgasta á himnum", sem er líking við "hið allra helgasta" í musteri gyðinga þar sem sáttmálsörkin var geymd á sínum tíma, og aðeins æðsti presturinn átti aðgang að. Þetta var staðfest einhverjum árum seinna af Ellen G. White sem studdi þessa kenningu.
Þetta var þá greinilega merkilegt ár 1844 og er margt skrítið í kýrhausnum, en ég ætla persónulega að halda mig við að heimsendir sé óráðinn og alfarið höndum Guðs. Eða réttara sagt, hann kemur þegar hann kemur og vil ég sjálfur vera tilbúinn þegar sá dagur kemur, en þú?
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Fróðlegt,takk fyrir þetta
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:23
Ekki málið Birna.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 11:24
Veistu hvað Guðsteinn minn, ég sé ekki neinn mun á því hverju þú trúir og þessu.
Þið eruð öll föst í ævintýra Disney heimi.
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:41
Já já, það er þín skoðun Dokksi, leyfðu mér að hafa mína.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 12:15
Þann 24. Maí 1844sendi Samuel Morse fyrsta símskeytið í sögunni. Efni skeytisins sem var tilraun var tekið úr Biblíunni 4. bók Móses;Hversu mikla hluti hefir Guð gjört. Tilvitnunin var valin af handahófi. Tilraunin heppnaðist vel og þar með hófst það tímabil í mannkynssögunni er heimurinn drógust saman, fjarlægðir hættu að skipta eins miklu mál, samskipti urðu auðveldari og nokkrum árum seinna var heimurinn orðinn óþekkjanlegur frá því sem hann hafði verið um þúsundir ára fram að þessu. Skilningur okkar á umhverfinu, hvernig við litum upp í himininn og á jarðarkringluna breyttist á örfáum árum. Það má með sanni segja að orðið hafi til nýr himinn og ný jörð. Degi áður en Samúel sendi fyrsta skeytið, lýsti ungur kaupmaður í borginni Siraz í Persíu yfir því að hann væri "hliðið" sem "dýrð Guðs" mundi skína í gegnum. Dýrð Guðs væri nafnið á hinum lofaða allra tíma sem öll trúarbrögð mankyns bera fyrirheit um. Þetta væri Heimsendir, nýr skilningur, nýir tímar væru í aðsigi. Þessi ungi maður nefndur "Bábinn" sem merkir "hliðið" er fyrirrennari opinberanda Bahai trúarinnar Bahá ú´lláh sem merkir dýrð Guðs.
Á þessum tíma undirbjó hinn kristni heimur sig undir komu Krists og vænti hans komandi á skýjum himins í mætti og mikilli dýrð og bókstaflegur heimsendir yrði í kjölfarið. Samskonar væntingar gerður vart við sig innan annarra trúarbragða, Múslímar væntu Midhí, Gyðingar Messíasar, Buddistar Matreyja Buddha og Hindúar Kalí.
Enginn þeirra lét sjá sig á þann hátt sem þeir bjuggust við. Bókstafleg merking og túlkun rita þeirra virtist ekki standast.
Baháí trúin hefur upp frá þessum tíma vaxið og er önnur landfræðilega útbreiddustu trúarbrögð heims. Kenningar hennar hafa orðið, án sjáanlegra tengsla, að helstu og mestu hugsjónum mannkynsins. Eining mannskyns, friður á jörð, almenn skyldumenntun, jafnrétti kynjanna, samræmi vísinda og trúarbragða, andleg lausn efnahagsmála, allt eru þetta viðtekin viðmið um það sem eftirsóknarvert þykir í mannlegri menningu í dag.
Fólk getur svo dæmt um það fyrir sjálft sig hvort er sennilegra, túlkun þeirra sem urðu fyrir vonbrigðum með bókstaflega túlkun ritbanna 1844 eða þeirra sem benda á raunhæfa leið fyrir mannkynið til að byggja hið lofaða guðsríki á jörð.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.9.2008 kl. 12:20
Takk fyrir þitt skemmtilega innlegg Svanur, en það breytir ekki þeirri staðreynd að þið getið vel haft rangt fyrir ykkur, og lít ég sjálfur á svona spádóma sem fullyrðingar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 12:25
Mín afstaða til aldur jarðarinnar er að ég veit ekkert þar fyrir víst. Ég er samt á því að Biblían bendir mjög sterklega til þess að lífið á jörðinni er innan við tíu þúsund ára og tel að mörg gögn styðji það líka.
Hvort gat Guð ekki komið því til skila eða gat Guð ekki skapað á sjö dögum vegna vanmættis?
Samkvæmt Biblíunni þá skrifaði Guð þetta með eigin hendi, svo mikilvægt var þetta. Svo ég skil ekki hvaða gögn eru það sem þér finnst svona sannfærandi.
Aðvent kirkjan var stofnuð árið 1863 eða nærri því tuttugu árum eftir 1844. Það var Millerrite hreyfingin sem spáði þessu og fólk úr öllum kirkjum fór í þá hreyfingu. Þegar það kom í ljós að þetta var rangt þá hvarf sú hreyfing.
Enda ekki nema von þar sem að textinn sem um ræðir í Daníel segir þetta hérna:
Líklegast vegna þess að fólk vildi svo innilega að Kristur væri að koma aftur að það gat túlkað þennan texta sem endurkomuna. En það er nokkuð augljóst að textinn sjálfur segir ekkert slíkt. Ég tel að núverandi túlkun, að Kristur fór inn í hið allra helgasta vera rökrétt en hef ekki rannsakað það mikið sjálfur.
Hjartanlega sammála
Mofi, 24.9.2008 kl. 12:26
Mofi, 24.9.2008 kl. 12:29
Af hverju er það útlokað Mofi?
Róbert Badí Baldursson, 24.9.2008 kl. 12:42
Þetta er líkingamál Dóri, og af hverju tekur þú líkingarmáli svona bókstaflega? Er Guði um megn að skapa eðlilega þróun?
'Vanmættis' er þín orðanoktun, og tel ég að Guð sé óháður tíma og mennskum lögmálum, þess vegna er honum ekki um megn að hanna einfalda staðreynd sem heitir þróun, ég er EKKI styðja kenningu Darwins, sem heldur ekki vatni, ég er að tala um venjulega þróun sem jafnvel þú getur ekki afneitað.
Samt voru helstu árhifmenn þessarar "millerrite" hreyfingar innan fyrstu aðvent kirkjunnar, og seinna meir staðfestir Ellen G. Whate sjálf þennan boðskap ... dæmið gengur ekki alveg hjá þér.
Eftir þessu reyni ég að fara, og held hvíldardaginn heilagann, og ég er heldur ekki að reingja það sem Guð skrifaði, ég set bara spurningarmerki við hvað Guð kallar þúsund ár. Veist þú það fyrir vissu? Þá ertu með betri beintengingu við Guð en nokkur mennskur maður hefur haft ... nokkurntíma.
Dóri:
Er ekki auðveldara að segja: "ég hafði rangt fyrir mér?" það hefði verið ykkur til meiri sóma að minnsta kosti, því alveg eins og Vottarnir hafa uppskorið villu sína með sínum heimsendisspádómum, þá á að læra af slíkri reynslu.Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 12:49
Auk þess er alrangt að segja að við lítum á spádóma Biblíunnar sem uppspuna og ég kannast svo sannarlega ekki við að við vísum þeim á bug sem "mótsagnakenndum".
Það er aðeins meira spunnið í kenningar bahá'í trúarinnar en það.
Róbert Badí Baldursson, 24.9.2008 kl. 12:49
Nú Róbert? Þá er ég ekki að skilja þessi orð rétt sem standa á ykkar heimasíðu:
Hvað er ég að misslesa út úr þessari setningu?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 12:52
Ég byggi mína skoðun á skynsemi og gögnum.. þú byggir þína skoðun á óskhyggju um eilíft líf Guðsteinn.
Þó svo að ég setji athugasemd hjá þér þá er ég ekki að banna þér að hafa þína skoðun.
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 12:53
Það er einmitt málið Dokksi, ég byggi mína greinilega ekki á "skynsemi og gögnum" ólíkt þér og finnst mér móðgandi, þar sem þú ert maður fullkominn samkvæmt eigin orðum, og líkir trú minni við Hitler eins og þú gerðir annars staðar, þá er mér nóg boðið!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 12:56
Haukur: Þú slítur þessi orð heldur betur úr samhengi!
Róbert Badí Baldursson, 24.9.2008 kl. 12:57
Útskýrðu Róbert hvernig ég fer að því?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 12:59
Einnig stendur í sömu klausu:
Kristnir menn munu aðeins hafa einn hirði og það er Jesús. Bábbin verður aldrei tekinn inn sem slíkur!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 13:01
Kæri Guðsteinn ég hef aldrei sagst vera fullkominn... auðvitað líki ég guði þínum við einræðisherra; Það er borðleggjandi að gera það.
Einræðisherra segir: Þú gerir eins og ég vil eða ég pynta þig og drep... nákvæmlega eins og guðinn þinn.
Guðinn þinn varð snarvitlaus, setti bölvun á allt mannkyn, kom svo á jörðina sem sonur en samt hann sjálfur, fórnaði sjálfum sér til sjálfs sín til þess að bjarga okkur frá sjálfum sér...
Sérðu þetta ekki maður :)
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 13:15
Augljós merking textans sem þú vísar er sú að spádómar Biblíunnar um endurkomu Krists eru mótsagnakenndir. Er deilt um það? Þú snýrð því hinsvegar upp á þann veg að bahá'íar vísi þeim á bug og noti þá átyllu að hún sé mótsagnakennd. Því fer fjarri.
Hehe og lestu svo textann aftur:
Heimurinn mun hafa einn hirði, hann verður ein hjörð ... sorrý ... og kristnir munu þar af leiðandi ... nú máttu geta í eyðurnar.
Róbert Badí Baldursson, 24.9.2008 kl. 13:20
Ekkert bendir til líkindamáls. Þarf Guð að nota tilviljanir til að skapa? Er Guði það um megn að láta okkur vita hvernig Hann gerði þetta?
Þú veist að þróun er tilviljanakenndar stökkbreytingar plús náttúruval. Ef þú ert að tala um einhverja aðra þróun þartu að útskýra hvað það er og muna að það er að mati "vísindamanna" alveg jafn óvísindalegt og að Guð skapaði á sjö dögum.
Margir sem hafa rökrætt þetta við mig hafa sagt að ég sé ofurþróunarsinni :)
Það er að segja að upplýsingarnar fyrir þeirri fjölbreytni sem við sjáum hafi verið í upphafi svo að dýrin hafa aðlagast mismunandi aðstæðum frekar hratt, svona miðað við hinn venjulega þróunarsinna.
Það sem ég er ósammála er að tilviljanakenndar stökkbreytingar og náttúruval hafi búið til allar tegundir dýra og mannkynið sjálft.
Ellen White staðfestir að túlkunin um að Kristur hafi farið inn í hið allra helgasta hafi verið rétt og sú túlkun kom einhverjum árum eftir 1844. Það er enginn ágreiningur um að þarna misstúlkaði þetta fólk þennan spádóm og algjör óþarfi að vera eitthvað að síendurtaka það.
Ég hef aðeins textan eins og þú... ég bara skil ekki afhverju Guð ætti ekki að hafa bara sagt rétt frá eða sleppt því að tala um þetta ef þetta er rangt. Ég aftur á móti tel fróðlegt að vita hvaða gögn eru að sannfæra þig um að lífið hérna á jörðinni er miklu eldra en segjum tíu þúsund ára.
Ég hafði ekki rangt fyrir mér þar sem ég var ekki lifandi 1844. Að þetta fólk hafði rangt fyrir sér er marg búið að koma fram. Frá stofnun Aðvent kirkjunnar hafa aldrei komið neinir spádómar um hvenær heimsendir verður.
Mofi, 24.9.2008 kl. 13:26
hehehehe .. góður Robbi, en þú ættir samt að endurskoða þennan texta, því ekki er erfitt að misskilja hann út frá sjónarhorni þess sem ekki er Báhaí.
Dokksi - þú ert alveg að fylla mælinn og hef ég fengið nóg af svona samlíkingum, sem hreint og beint eru ósannar!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 13:26
Er eitthvað sem bendir til þess að Bábinn eða Bahá'u'lláh hafi sameinað allar þjóðir? Hvað viljið þið síðan gera við þá sem vilja ekki sameinast?
Endilega benti á hvaða textar það eru sem þú telur búa til mótsögn um endurkomu Krists.
Mofi, 24.9.2008 kl. 13:29
Dóri/Mofi - skoðaðu þennan pistil á trú.is, það ætti að svara sem flestu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 13:32
Ah, ok skil þig. Kannski hefði verið heppilegra að orða þetta svo:
I see your point now.
Róbert Badí Baldursson, 24.9.2008 kl. 13:35
Mofi: Bahá'u'lláh er að sameina allar þjóðir ... its happening man Þetta er ferli sem tekur tíma en gengur best hjá okkur a.m.k. ef miðað er við önnur fjölþjóðleg samtök. Kíktu bara á samsetningu og útbreiðslu bahá'í trúarinnar.
Róbert Badí Baldursson, 24.9.2008 kl. 13:37
Robbi - kúl! Þá erum við að tala sama tungumálið.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 13:39
Hér vaða menn í villu og svíma: Fyrsti tölvupósturinn var sendur haustið 1971 og, eins og Svanur orðar það svo smekklega: "Tilraunin heppnaðist vel og þar með hófst það tímabil í mannkynssögunni er heimurinn drógust saman, fjarlægðir hættu að skipta eins miklu mál, samskipti urðu auðveldari og nokkrum árum seinna var heimurinn orðinn óþekkjanlegur frá því sem hann hafði verið um þúsundir ára fram að þessu." (Sbr. t.a.m. þá síðu sem við nú skrifum inn á.)
Skilaboðin vou ekki valin af handahófi, nei þau voru ígrunduð af höfundi þeirra, Ray Tomlinson: "Nú er hægt að senda tölvupóst."
Ekkert hefur náð viðlíka landfræðilegri útbreiðslu og talið er að dag hvern séu send 210.000.000.000 tölvupóstar (þar af 209.999.000.000 óumbeðinn fjöldapóstur). Eins og Svanur orðar það: "Það má með sanni segja að orðið hafi til nýr himinn og ný jörð."
Árni Matthíasson , 24.9.2008 kl. 13:42
Ég skil þig ekki Guðsteinn... ég er að vitna í biblíu :)
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 13:45
Þetta bara passar ekki við textann. Textinn er ekki ljóðrænn, hefur engi merki þess. Hérna er sjö daga sköpun ástæðan fyrir því að sjöundi dagurinn er heilagur:
Hérna er það endurtekið og ekkert ljóðrænt hérna á ferðinni heldur:
Jesús staðfesti sköpun hvíldardagsins:
Og sem dæmi þá er í Hebreabréfinu er líka fjallað um þetta:
Er málið að Guð geti ekki skapað á svona stuttum tíma? Almáttugur en þurfti meiri tíma eða gat ekki sagt okkur að þetta tók langan tíma?
Afhverju ætti ég að hafna þessu; hvaða rök eru fyrir því að þetta tók lengri tíma? Ég er bara hissa að Guð tók allan þennan tíma í þetta, sjö sekúndur hefði átt að duga.
Mofi, 24.9.2008 kl. 13:47
Þegar Bahai söfnuðurinn er upp á tiltulega fáa einstaklinga þá er dáldið erfitt að sjá þetta. Það er síðan ekki hægt að segja að Bahá'u'lláh hafi gert þetta og...þú vonandi fyrirgefur en ég sé vægast sagt ekki merki um að þetta er að gerast. Miklu frekar er að heimurinn er að skipta sér í fylkingar og stríð muni brjótast út til að berjast um olíu auðlindir sem menn vita að eru mjög takmarkaðar.
Mofi, 24.9.2008 kl. 13:50
Árni - hahahahahah! Góður þessi!
Dokksi - ég er að vitna í þig!
Mofi - ég skal reyna svara þér betur þegar róast hjá mér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 13:54
Þú verður að skoða bahá'í heimssamfélagið Mofi til að sjá það. Ekki bara tvo bloggara.
Annars varðandi internetið sem Árni svarar svo skemmtilega þá hefur Shoghi Effendi, vörður og leiðtogi bahá'í trúarinnar frá 1921 - 1957 skrifað eftirfarandi í einu bréfi þar sem hann talar um þá nauðsynlegu þætti til sameiningar heimsins:
Ég held að a.m.k. flestir bahá'íar geti ekki annað en dáðst að þessari lýsing á því sem nú er fram komið.
Róbert Badí Baldursson, 24.9.2008 kl. 13:57
Ó já, þetta skrifaði hann árið 1967 ...
Róbert Badí Baldursson, 24.9.2008 kl. 13:58
Bíddu ... það getur ekki verið ... öh ... var að horfa á ranga tölu ... þetta er skrifað 1936 ... hehe sorrý
Róbert Badí Baldursson, 24.9.2008 kl. 14:00
Takk fyrir þessar áhugaverðu upplýsingar Robbi ....
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 14:12
Veit ekki betur en það er í kringum 5-6 miljónir á heimsvísu; það er mjög fámennur söfnuður. Jafnvel jaðar trúarhópur eins og Vottar Jehóva eru í kringum 7 miljónir. Hvað er það sem ég ætti að sjá við Bahá'í heimssamfélagið sem ætti að uppljóma mig?
Væri síðan mjög forvitnilegt hvað Baha'u'llah gerði eða sagði sem sannfærði þig um að hann væri frá Guði en ekki falsspámaður eins og Kristur og öll Biblían varar aftur og aftur við.
Mofi, 24.9.2008 kl. 14:17
Fyndið... trúaðir sjá ruglið hjá öllum trúuðum nema sjálfum sér, love it :)
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 14:20
Mofi, 24.9.2008 kl. 14:26
Ok Mofi. Látum oss nú sjá ... fjöldinn einn segir ekki mikið. Þú verður að skoða nánar og hvernig bahá'í samfélagið skipuleggur sig og hvað það er að aðhafast.
Ég benti þér á blogginu þínu á þrjú atriði sem sanna tilkall opinberenda Guðs. Biblían varar við falsspámönnum, ekki að nauðsynjalausu. Kristnin skiptist í dag í um 20.000 sértrúarflokka sem hver um sig heldur að þeiri einir hafi höndlað sannleikann og allir aðrir fari villur vega. Kristnir eru í dag sundraður og sundurleitur hópur. Getur ekki verið að það hafi verið „falsspámenn“ sem hafi stuðlað að því?
Ástæðan fyrir því að heimurinn er sundraður, er að skipta sér upp í fylkingar sem líklega mun leiða til heimsstyrjaldar er bein afleiðing af því að ráðamenn og trúarleiðtogar heimsins höfnuðu Bahá'u'lláh.
Róbert Badí Baldursson, 24.9.2008 kl. 14:27
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 14:32
Takk fyrir Árni Mattað skerpa á þessu. Í kjölfar símskeytissins sem ég talaði um í athugasemd minni, urðu miklar framfarir í samskiptalausnum og þar á meðal tilurð tölvupósta eins og þú bendir á.
Sameining heimsins gerist á tveimur sviðum, efnislegum og andlegum. Efnislega hefur okkur fleygt áfram en "andlega" hefur heimurinn setið eftir. Endalaust karp um hvort það sé nú öruggt að við tilbiðum sama Guð, hvort þessi eða hintrúarbrögðin hafi "hinn eina og sanna sannleik" og tregi til að viðurkenna að Guð er einn, mannkynið eitt og að trúarbrögðin öll séu hluti af sama opinberunarferlinu, hefur komið í veg fyrir að mannkynið hafi getað notfært sér þau andlegu gildi sem er að finna í opinberun Bahá´u´llah sem er ætluð fyrir okkar tíma. -
Þessi andlegu gildi eru nauðsynleg til að stýra menningu sem ræður yfir tæknilegri getu til að útrýma öllu lífi á jörðinni og gera hana óbyggilega, og í þá átt fetar mannkyn sig í dag. Það ber fyrir sig efnahagslegum forsendum þegar ágangur á auðlindir heimsins er svo mikill að öllu mannkyni býður hætta af.
Þessar efnahagslegu forsendurnar eru þegar að er gáð byggðar á græðgi og misskiptingu. Þess vegna eru kenningar Baha´u´llah um andlega lausn á efnahagsmálum, um iðnréttlæti og alheimslega skyldumenntun svo mikilvægar. Þegar þær eru settar í samhengi við tilgang mannsins og þar með tilgang sköpunarinnar, öðlast þær samhljóm í huga og sálum allra þeirra sem unna sannleikanum.
Ríki Guðs er innra með fólki. Birting þess í veraldlegum samskiptum okkar er eitt af markmiðum Bahai opinberunnarinnar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.9.2008 kl. 14:40
Auðvitað er ég yfir biblíusögur hafin drengir, táknar það að ég sé fullkominn.. naahh
Sjáið nú félaga Róbert, heimurinn er að fara í steik vegna þess að menn hlustuðu ekki á Bahá'u'lláh hahahaha
Hey krakkar heimurinn er að fara í steik vegna þess að menn hlustuðu ekki á Andrés Önd :)
Sorry mér finnst þið fyndnir strákar :)
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 14:42
Áhugavert! Oft vita trúarflokkar ekkert um raunverulegan tilgang táknanna sem þeim er úthlutað - tákn eru náttúrulega sameign og hafa misjafna merkingu eftir aðstæðum, en samt er áberandi hvernig vissir hlutir eru oftar taldir mikilvægari en aðrir. 1844 kemur þannig fyrir og líka sú trú að einhverjir 144 þúsund sérvaldir einstaklingar eða jafnvel geimverur komi til með að ríkja yfir okkur í framtíðinni.
halkatla, 24.9.2008 kl. 14:47
DrE. Þú helgar blogg þitt og athugasemdir því að benda á það sem miður hefur farið í siðmenningu okkar og kennir þar um trúarbrögðum. Það fer hins vegar lítið fyrir því sem þú hefur að bjóða í staðinn.
Hver er sýn þín á heiminn? Hvernig viltu bæta hann eða telur þú að þess þurfi ekki? - Það er nokkuð til í því sem þú segir og Bahá´u´llah staðfesti sjálfur að það er betra að vera án trúarbragða en að þau verði til sundrungar og missættis eins og gerst hefur eftir að heimurinn varð faktískt að einu landi, tæknilega séð.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.9.2008 kl. 14:51
Svanur Gísli - takk fyrir greinargóða lýsingu á stefnu samtaka ykkar, og hefur því verið komið á framfæri.
En ég bendi á að með tilkomu Bahá´u´llah þá bætist bara enn eitt blómið í beðið, og verður fólk að kynna sér sjálft hvað því finnst réttast. Því þegar öllu er á botnin hvolt er þetta spurning um val einstaklingsins, og hvorki ég né þú getum sagt að okkar sé betri en hinn.
Þessi grein var skrifuð til þess að benda á ákveðið misvægi í stefnum tveggja trúarhópa, og sé ég að það hefur borgað sig. ;)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 14:52
Vá, þetta gerist hratt! Flæða bara inn athugasemdir ... !
Anna Karen - góður punktur!
Svanur Gísli - þetta er verulega góð spurning til Dokksa, og gaman verður að sjá hann svara því!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 14:53
Í sumum tilfellum er um að ræða söfnuði með spámenn, í öðrum tilfellum er að ræða bara fólk með mismunandi skilning. Í enn öðrum tilfellum þá vilja menn einkenna sig sögulega séð við Kalvín eða Lúther. Kristnir eru almennt einsleitur hópur að því leiti að í grundvallar atriðum eru þeir sammála; Jesú er Guð og með iðrun og trausti á krossinn öðlumst við eilíft líf. Ég er samt á því að það sem aðgreinir kristna er ekki Biblían heldur mismunandi skilningur og trú á Biblíunni. Sumir kristnir einfaldlega vilja ekki fylgja Biblíunni og sumir hafa takmarkaða þekkingu á henni.
Það er misskilningur að mínu mati að trú hafi virkilega leitt til hernaðarbrölts. Ef menn skoða aðeins nánar þá eru nærri öll tilfellin græðgi í völd og peninga ástæðan fyrir hernaðarbrölti hinna og þessa manna. Það er ekki eins og að kaþólikkar og mótmælendur voru í stríði vegna mismunandi túlkanna á Biblíunni. Þeir voru ekki að drepa vegna þess að kaþólikkar töldu nóg að skvetta vatni á börn til að skýra þau en mótmælendur aðhylltust niðurdýfinga skýrn.
Það sem ég er virkilega forvitinn er hvað á að gera við þá sem vilja ekki svona sameiningu? Þeir vilja ekki stríð við einn eða neinn en vilja einfaldlega ekki tilheyra einhverri sameiginlegri trúarhreyfingu vegna sinnar eigin trúarsannfæringar.
Við höfum líka gaman af vitleysunni í DoctorE
Mofi, 24.9.2008 kl. 15:05
Ég hef alltaf hvatt til menntunar, mannréttinda og jafnréttis Svanur.... það er lykillinn að framtíð okkar & barna okkar.
Trúarbrögðin eru þrándur í götu þessa, því er ekki hægt að andmæla.... interfaith og svoleiðis pælingar munu aldrei ganga upp því miðjan í trúarbrögðum er að allt annað en trúarbrögð X sé af hinu illa.
Kristnir hata múslíma, múslímar hata kristna og gyðinga... kristnir hatast innbyrðis sem og múslímar.
Það sjá allir sem vilja að þetta er bara einn stór kattarslagur og mun alltaf verða.
Það sem sameinar ekki fólk sem manneskjur er einskis virði, trúarbrögð eru mesta sundrungarafl heimsins.
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:17
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 15:18
Hvað þýða þá þessi orð hérna:
Hljómar eins og þú vilt að allir hugsi ekki eins en síðan sýnir þú lítið umburðarlindi gagnvart þeim sem eru þér ósammála. Væri heimurinn betri ef allir væru guðleysingjar eins og þú DoctorE?
Mofi, 24.9.2008 kl. 15:28
Vá Guðsteinn lestu bloggið mitt... farðu í gegnum það og þú munt sjá það sem þú lokaðir augunum fyrir vegna þess eins að ég trúi ekki á né fíla guðinn þinn.
Ég myndi verja rétt þinn til þess að trúa því sem þú trúir... þú veist þetta vel.
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:29
Mofi...
When all think alike, no one thinks very much
Trúarbrögð vilja einmitt að allir hugsi eins, allir fylgi sama eins og vélmenni.
Ef allir væru eins og ég þá hugsuðu allir eins.. ég vil það ekki Mofi... vá þarf maður að stafa allt ofan í ykkur
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:31
Dokksi - bentu bara á það, ég bið ekki um meira, kannski er ég fordómafullur, hver veit - en bentu á það og sannaðu mál þitt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 15:33
http://www.google.is/search?hl=en&q=menntun+jafnr%C3%A9tti+mannr%C3%A9ttindi+site%3Adoctore.blog.is
Feast on it
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:45
Jú, í þessari samantekt minnist þú á mannréttindi ... en ég sé þig hvergi boða þau .. eina sem ég sé þarna eru greinar sem fjalla um trú, og þú upptelur að trúað fólk er heimskt. Þetta sannar sem nákvæmlega ekki neitt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 15:49
Ég hef alltaf sagt að trúaðir mega trúa hverju sem er svo lengi sem trú þeirra er ekki borað yfir aðra.
Við viljum í grunninn öll það sama fyrir okkur og börn okkar... það er bara að trúaðir telja bækur sínar það eina sem skiptir máli, við eigum öll að dansa eftir þessum bókum hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Eins og ég sagði... ég myndi verja þinn rétt til þinnar trúar alveg hiklaust ef ég teldi að þú værir misrétti beittur
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:52
P.S. Ég hef einnig margoft sagt að mig sárni að þurfa að særa fólk... en það liggur í hlutarins eðli að ég þurfi að tala X.. segja frá Y.. bla bla.
Boltinn er klárlega hjá trúuðum, þeir þurfa að taka til í sínum röðum, þeir þurfa að bera virðingu fyrir okkur eins og með að riðjast ekki yfir grunnskólabörn og marg annað.
Trúaðir þurfa að meðtaka vísindalegar staðreyndir en ekki ráðast að þeim bara vegna þess að eitthvað stendur í trúarriti þeirra.
Faktískt eru það trúaðir sem eru að draga trú sína um holræsin & gera lítið úr guðum sínum... ekki ég
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:57
Já, því get ég verið sammála, en er ég sekur um það? Þú ert sekari en ég verð nokkurntíma, hvar sem trúarumræðu er að finna, þá ertu mættur að "boða" skulum við segja "trú" þína sem þú kallar "trúfrelsi". það sem skortir hér er gagnkvæm virðing, og fellur þú alveg á því prófi.
Þessar bækur snúast um afstöðu, og hver einstaklingur hefur frelsi til þess að taka þá afstöðu. Ég leyfi til dæmis Róberti og Svan að koma sínu á framfæri, og hafa þeir gert góða grein fyrir sínu. En að skrifa það sama daga eftir dag og blása útí vindinn, slá sér svo á brjóst og telja sig hafa gert góðverk ... er ekki það sama. Sérðu þetta virkilega ekki?
Það veit ég og hefur þú meira að segja gert, þ.e.a.s. tekið upp hanskann fyrir mig sem ég er ennþá þakklátur fyrir. En ég á mjög bágt með að verja þig þegar þú kallar mig heimskan allan daginn.
Skilur þú hvað ég er að fara Dokksi? Reynum að virða hvorn annan, og á það ekki síður við um mig heldur en þig.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 16:02
Ég er ekkert að tala til þín.. ég kannski gleymi bara að segja ofurkrissi eins og við töluðum um :)
Þetta setti ég á bloggið hans Svans um daginn
Við eigum alveg að getað lifað saman, allir verða bara að taka skref tilbaka og horfa á hlutina í víðara samhengi, trúarbrögð eiga td að láta vísindin/stjórnmál eiga sig, hvort sem við erum trúuð eða ekki þá eigum við sameiginleg takmörk um frið , jafnrétti, réttlæti & örugga framtíð barna okkar.
Við eigum öll að standa saman gegn öfgum á alla bóga.
http://svanurg.blog.is/blog/svanurg/entry/642972/
Ég hafna algerlega að ég sé illmenni eða vilji bara hafa allt í x munstri, að ég viti allt og geri allt betur en aðrir... totally hafna því
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 16:08
Þú ert engan veginn illmenni Dokksi, það myndi ég aldrei segja. En þú verður að skilja að þú særir, sama á hvernig það er litið. Guðlast og annað sem frá þér kemur getur verið alveg yfirgengilegt! Ég hvet þig eindregið að fjalla um e-ð annað en trú. Það væri gaman að sjá þig gera almennilega grein svona einu sinni sem sýnir hvað í þér býr!
Díll ?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 16:15
DrE. Ef að þú vilt gæta sanngirni þá er það ekki sanngjarnt að tala um "trúða" eins og það sé hópur fólks sem eigi það eitt sameiginlegt að riðjast og ráðast að öðru fólki á einnhvern hátt eins og þér er tamt að segja. Ég trúi ekki að þetta sé álit þitt á öllum trúuðum þótt svo mætti álykta af því sem þú segir.
Ef að krossferð þín gegn trúuðum miðar að því að trúaðir breyti betur eftir trúarboðun sinni eins og þú virðist vera að segja, (" Faktískt eru það trúaðir sem eru að draga trú sína um holræsin & gera lítið úr guðum sínum... ekki ég")þá er spurningin hver sú siðabót eigi að vera.
Til hvaða reglna, laga, siðaboða, kenninga og verkhvata, skírskotar þú þegar kemur að því að byggja réttlátan heim? Vísindahyggjan hefur ekkert fram að færa í þeim efnum. Menningin sjálf án hreyfiafla hennar, vilja mannsins til að fórna sjálfi sínu fyrir eitthvað sem er stærra og mikilvægara en hann sjálfur, er ekki uppspretta þessara þátta heldur. Hvað er þá eftir? Þinn persónulegi skilningur? Minn persónulegi skilningur? Hitlers persónulegi skilningur?
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.9.2008 kl. 16:23
Read above Svanur... til hvaða reglna, mannlegra reglna og siðgæðis... Hvað er stærra og mikilvægara en ég sjálfur... heildin er mikilvægust, heildin er við öll saman.
Ég þarf ekki ógnir að handan eða yfirnáttúrulegt dæmi til þess að hafa siðgæði.
Sá sem getur ekki haldið siðgæði án yfirnáttúrulegra ógna eða loforða þarf að athuga sinn gang.
Ég skrifaði í dag um dugleysi lögreglu í ofbeldismálum Guðsteinn...
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 16:31
Það standa engar "ógnir að handan" að þér DrE. Þú hefur oft kallað trúarbrögð "stjórntæki" og í vissum skilningi eru þau það. Meira að segja orðið religion þýðir í sinni upphaflegu merkingu að binda saman. Binda saman hvað, heildina auðvitað.
Gjöf Guðs til okkar mannanna eru trúarbrögð hans sem á hverju tíma skaffa okkur límið (lög, siðferðisstaðall,) til að heildin geti fetað sig eftir þessum slóða sem við köllum sívaxandi siðmenningu. Hún er afurð þessa stjórnunartækis Guðs. Það sem hefur skemmt fyrir er þegar að mannkynið hafnar þessu stighækkandi sameiningarafli og heldur sig í stað þess við útkulnaðar og fyrir nútímamanninn, illskiljanlegar glæður fyrri ráðsdeilda Hans.
Þegar þú horfir á framþróun mannkynsins í heild sinni, sérðu að við höfum farið þrep af þrepi frá því að vera safnarar og veiðimenn, jarðyrjumenn og hjarðmenn, borgar og bæjar samfélög, þjóðir og þjóðabandalög og næsta skerf er myndum alheimslegs samveldis. Hvert stig hefur haft sínar þarfir og móttökugetan smá saman aukist. Um leið og vísindi urðu viðtekin sem leið til sannleikauppgötvunar, voru líkingar og dæmisögur ekki lengur nauðsynlegar til að skýra efnisheiminn. Það gerir þær ekki að tómri vitleysu, við nálgumst þær bara öðruvísi. Trúarrit fortíðarinnar eru góð endurspeglun af skilningsstöðu forfeðra okkar, en hún er í góðu samræmi við samfélagslega þróun mannkynsins.
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.9.2008 kl. 17:01
Þú fyrirgefur en miðað við þína andúð á kristnum og hreinlega 90% af mannkyni sem trúir á Guð þá er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að þú vilt að allir trúa því sama og þú. Það er ekki að þú færir rök fyrir þinni afstöðu heldur rakkar allt og alla niður.
Og vilt þú ekki að þín guðleysis skoðun á uppruna lífs og náttúrunnar og uppruni mannkyns sé kennt öllum hvort sem þeir trúa einhverju öðru?
Ég vil ekki að mín trú sé kennd í skólum sem sannleikur en er það ekki rétt hjá mér að þú vilt að þín trú um uppruna alls sé kennd sem sannleikur?
Ég er mjög sammála að engin trúarleg innræting á að vera í skólum en það á þá líka að eiga við guðleysis innrætingu.
Hitler taldi það vera gott fyrir heildina að losa Þýskaland við gyðinga og með miklum áróðri sannfærði hann stóran hluta af þjóðverjum að það væri rétt. Hver getur mótmælt því ef það er þá betra fyrir heildina?
Mofi, 24.9.2008 kl. 17:17
Svanur Gísli, ég þakka innilega fyrir góða og veitta aðstoð við DoctorE, svona á að gera þetta!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2008 kl. 20:05
Sammála Halldóra!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.9.2008 kl. 08:54
Ég þakka þér sömuleiðis fyrir að hefja þessa umræðu Guðsteinn. Hún er búin að vera athyglisverð.
mbk,
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2008 kl. 10:20
gera hvað???????
Hlægilegt að Mofi minnist á Hitler þegar ég tala um heildina og velferð hennar.... ég nenni varla að segja það aftur að Hitler var ofurkrissi, hann taldi kristilegt siðgæði the thing, hann vildi 1000 ára ríki biblíu, hann vitnar sí og æ í gudda.....
Að segja að morð Hitlers hafi verið góð fyrir heildina er hreinn og klár bjánaskapur, það er móðgun við mig og alla menn að segja svona bull Mofi
Að kenna vísindalegar staðreyndir í vísindum er klárlega það sem á að gera, við getum ekki sett einhverjar goðsagnir inn í vísindakennslu... eigum við að setja allar goðsagnir heimsins inn í vísindin... bara bull.
Ég sagði aldrei að ég vildi að allir trúi því sama og ég... fyrir það fyrsta er ég trúfrjáls, það eru ekki trúarbrögð Mofi, ekki reyna að gera þetta að trúarbrögðum.
2 + 2 = 4 <---- Trúarbrögð?
2 + 2 = simsalabimm <--- Þetta eru trúarbrögð.
Trúarbrögð er að trúa einhverju sem á sér enga stoð í raunveruleikanum, það er að trúa einhverju bara vegna þess að fólki líður vel að hugsa um að lifa að eilífu eða fái einhvern bónus.
Raunveruleikinn er þannig að þó fólk hætti að trúa á hann, þá er hann samt tilstaðar.... og hann bítur þig í rassinn ef þú dissar hann
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 10:31
Svanur, takk sömuleiðis og hefur þú haft stórann þátt í því að gera hana athyglisverða. Takk fyrir það!
Dokksi - hefur þú einhverntíma heyrt: "af ávöxtunum skulum vér þekkja þá", ef Hitler var "ofurkrissi" var hann þá að fylgja einhverju sem fagnaðarerindið boðar? NEI! Til þess að teljast Kristinn er ekki nóg að segja "ég er Kristinn" og telja það nóg, verk hans sanna hversu langt frá Kristni hann var, og þarf ekki háa greindarvísitölu til þess að koma auga á það.
Þess vegna er þessi samlíking þín jafn fáranleg og hún er vanhugsuð. En hins vegar þau voðaverk sem hann gerði í "nafni" trúarinnar voru vægast sagt til háborinnar skammar, og er hann dæmi um mann sem misnotar sér trúnna alveg eins og Guðmundur í Byrginu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.9.2008 kl. 10:39
Málið er Guðsteinn að þessar bækur eru svo smitaðar að hver og einn getur fundið sér réttlætingu fyrir hverju sem er.
Eins og ég hef sagt margoft þá getur fólk vel trúað á guði EN þessir guðir eru klárlega ekki í þessum bókum, þessar bækur eru 100% mannaverk og ekkert annað.
þú getur trúað á Jesú og að hann hafi dáið fyrir þig + að hann hafi verið svalur gaur... þú þarft ekki neina bók sem hefur verið í smíðum í árhundruð og er enn í smíðum.
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 11:10
Dokksi, hugsaðu málið til enda, ef ég er ekki með biblíuna, á ég þá að styðjast við munnlega hefð bara eitt og sér? Nei, þótt ritningin sé vissulega skrifuð með manna höndum, þá er hún það eina sem við höfum frá Guði. En hafa ber í huga að þar sem mannanna hönd snertir, þá eru mannleg mistök á ferðinni. Því er ekki að neita.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.9.2008 kl. 11:25
Guðir myndu aldrei skrifa bækur, auðfalsanlegt stöff... þú hefur hjarta og samvisku, take it from there
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 12:32
Of mikil einföldun Dokksi ... það er bara of mikil einföldun. Þar skilur sennilega á milli mín og þín.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.9.2008 kl. 12:34
Það er fyndið að sjá hér að ofan suma tala um Guð sem fasista eða einræðisherra. Ein mesti stærðfræðingur allra tíma Paul Erdös hafði þann sér staka vana að skammstafa eða uppnefna allt. USA kallaði hann alltaf Sam og Guð kallaði hann alltaf SF. Hvað ætli SF standi fyrir??? Jú Supreme Fasist!!! Hann hafði nú nokkuð mikið til síns máls. Það er mikið talað um trúflokka og annað hér. Eitt af sérkennum trúflokks, hvort sem um er að ræða öfgatrúflokk eða annan er að þeir eru allir jafn ótrúlega sannfærðir um að eigin kenningar séu þær einu réttu sem til eru. Sjái Mofa hann er algerlega sannfærður um að hann sé innblásinn af Guði og allt sem komi frá honum sé fullkominn sannleikur. Ég hef séð fleiri slíka hér en hann er nú samt sá kostulegasti. Mofi hefur samt kennt mér eitt það er að áður fyrr hélt ég alltaf að Aðventistar væru bara saklaust kristinn trúflokkur en Mofi sannfærði mig um að þeir eru kristinn öfgatrúflokkur. Takk fyrir það Mofi. Maður lærir svo lengi sem maður lifir.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:07
Afhverju ertu að halda því fram að ég trúi að ég sé innblásinn? Aldrei haldið slíku fram; ég hef aðeins mína sannfæringu eins og þú hefur þína sannfæringu. Þú virðist vera alveg fullkomlega sannfærður að lífið geti kviknað af sjálfu sér og allt í náttúrunni og mannkynið sjálf var skapað af tilviljanakenndum stökkbreytingum og náttúruvali. Sé ekki einu sinni vott af efa hjá þér sem er meiri trúarhiti en ég hef.
Mofi, 25.9.2008 kl. 13:16
Þorvaldur - tökum annað dæmi: Stjórnmálaflokkar telja sig hafa hin eina sannleika og hina fullkomnu stefnu, og fara fylgjendur þess flokks eftir þeim stefnumálum og reglum sem stjórnmálaflokkurinn segir til um.
Er þá stjórnmálaflokkurinn fasisti? Ég get ekki betur séð en þú hafir ekki kynnt þér hver Guð er ef skoðun þín miðast við svona einfalda niðurstöðu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.9.2008 kl. 14:07
Þetta er ekki einföldun Guðsteinn... nema í contexti þess að bókin og skipulagið er óvinur okkar allra, skipulagið er óvinur trúar þinnar, skipulagið skrifaði bókina þína til þess að setja þig sem viðráðanlegan sauð í girðingu.
Úlfurinn getur ekki verið neitt nema skipulagið, kuflarnir, báknið, bókstafurinn.
Menn eiga ekki að getað lesið til þess að skilja það sem guð vill... menn eiga ekki að þurfa að láta aðra menn túlka það sem guð vill... það er fásinna og faktískt vanvirðing við guð þinn.
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 14:41
Ömmm ... Dokksi, hvernig getur nokkur maður trúað án þess að hafa biblíu? Án ritaðra heimildi væri ekkert af þessu til! En ég skil hvað þú ert að fara samt sem áður, þótt ég sé ekki alveg sammála þér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.9.2008 kl. 14:47
DrE. Fáein orð í þennan belg sem er að verða ansi úttroðin ef endurtekningum og óþarfa karpi að mínu viti. (En hvað veit maður svo sem.) Ef við tökum fullyrðingar þínar um fasistahátt Guðs eins og þú lest út úr Biblíunni, hvað vakti þá fyrir "fasistanum" að koma hlutunum þannig fyrir að maðurinn átti kost á því að frýja sig frá einræði hans og öðlast frjálsan vilja með því að bíta í eplið? Sem einræðissegg og skapara alls hlýtur honum að hafa verið í lófa lagt að bjóða ekki upp á þann möguleika. Hann hefði þá geta skapað manninn eins og öll dýrin, án getunnar til að greina "rétt" frá "röngu" og þá væri heimurinn fullkominn, alla vega út frá náttúrulegum sjónarmiðum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2008 kl. 15:19
Ef við hefðum ekki Biblíu þá værum við( við allir ) að trúa því sem einhverjir menn í kringum okkur halda fram. Það er miklu frekar þá sem vondt fólk getur náð stjórn á almenningi því það hefur engann grunn til að halda í; aðeins þær fullyrðingar sem það fær frá stjórnvöldum og fjölmiðlum. Að vísu lifum við á sérstökum tímum þar sem við höfum internetið en þið vonandi skiljið punktinn.
Mofi, 25.9.2008 kl. 15:20
Samkvæmt biblíu þá skapaði hann menn sem sauði... ímyndið ykkur manneskju sem veit ekki munin á réttu eða röngu... hefur ekki metnað or nuthing...
Þannig persóna er bara eins og hvert annað dýr, langar ykkur að vera þannig dýr að eilífu?
Biblían er einfaldlega að bulla með epli þekkingar og hinn frjálsa vilja, biblían segir að guð hafi gefið okkur frjálsan vilja en faktískt er viljinn ekki frjáls, við megum bara velja hann eða verða pyntuð... thats it, þetta eigum við að gera án nokkurra sannana, bara einhverja bók sem er faktísk ekki hægt að trúa, sem er faktískt fyrir neðan virðingu og vitsmuni veru sem á að vera alvitur... borðliggjandi.
Það sem gerir okkur að mönnum er þorsti í þekkingu, þrá í að vita meira og meira... án þessa eiginleika erum við bara kjölturakkar.
Eva og Adam gátu ekki hafnað eplinu því þau þekktu ekki muninn á góðu og illu, þau voru eins og lítil börn...
Ef það er einhver guð þarna úti þá hlýtur hann að vilja að við þroskumst og eflumst vitsmunalega og samfélagslega séð.
Mofi segir að ef hann hefði ekki biblíu þá yrðu menn bara að trúa þvi sem menn segðu, well Mofi biblían er skrifuð af mönnum 100%... þróun hennar tók árhundruði/þúsundir með tugi eða hundruð manna sem lögðu hönd á plóginn.
Vera eins og guð gæfi ekki út vilja sinn á miðli sem er auðfalsanlegur, sem þarf að kunna lestur til þess að ná... sem þarf jafnvel aðra menn til þess að túlka fyrir massan hvað hún segir.
Þið gerið guð ykkar að engu með því að halda slíku fram
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 15:44
DrE reit;
Þetta er hárrétt hjá þér doctor. Og það gerir hann með því að setja möguleikann á skilningi í táknmynd ávaxtar skilningstrésins í garðinn. Og þess vegna er það líka rétt hjá þér að;
En þetta gerir Guð ekki að einræðisherra er það?
Neikvæð túlkun þessarar dæmisögu sem gerir hana að "syndafallssögu" er ekki allskostar rétt. Synd kemur í heiminn fyrir skilning á réttu og röngu. Dýr merkurinnar geta ekki syndgað því þau hafa ekki vitmunina og því er ekki hægt að kalla þau til ábyrgðar fyrir því sem þau gera í krafti eðlis síns.
Mennirnir verða hins vegar ábirgir gjörða sinna við það að skilja og þess vegna er talað um að syndin hafi komið í heiminn í þessari frábæru dæmisögu.
Ég er líka sammála þér að
Þekkingarþorstinn er eitt af því sem greinir okkur frá öðrum dýrategundum. Einnig þörfin til að elska og þá á ég ekki við þörfina til að auka kyn sitt eina samana :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2008 kl. 16:22
Trúarritin gera guðina að einræðisherrum, þau gera þá að geðveikum fjöldamorðingjum með aðeins einn valkost, valkostur sem enginn hugsandi og frelsiselskandi maður getur trúað á og eða viljað.
Það eru hótanir á hótanir ofan... end of times þar sem þeir sem eru hugsandi og geta bara ekki gleypt ótrúlegar sögur fornmanna eru dæmdir til eilífra pyntinga... skiptir engu máli hvort þeir eru góðir.. nop, they go to hell... .en barnaníðingar, morðingjar og alles, þeir sleppa bara með því að trúa á þessa guði.
Þetta er náttúrulega fáránlegt plott til þess að fá fólk í flokkinn, flokkurinn selur meira að segja fyrirgefningar í gegnum þykjustu umboðsmenn, það eru félagsgjöld og alles í trúarvændishring skipulagðra trúabragða.
Það eru mörg dýr sem vita muninn á réttu og röngu sko... þau vita kannski ekki að það má ekki keyra á móti einstefnu(Mörg gætu það samt) en þau vita þegar þau gera slæma hluti.
Guð biblíu er sá seki í dæmi Adams og Evu, það er klárt mál að svona gerir maður ekki, þú setur ekki barnið þitt í svona kringumstæður nema þú sért samviskulaus með öllu... þú setur ekki barnið þitt í svona aðstöðu og þegar það misstígur sig þá hegnir þú því á hroðalegan máta, ekki nóg með það heldur hegnir þú afkomendum þess yfir árþúsundir... one fargin mistake sem var ekki einu sinni þeim að kenna, það er bara sick.
Það getur ekki nokkur maður fylgt skilmálum þessara bóka, þess vegna er klausan, trúið á mig og allt er fyrirgefið... sem gerir faktískt allar reglur bókarinnar tilgangslausar.
Hugsið ykkur að þið væruð guð.. hvar mynduð þið setja "lögmálið", í einhverja bók... bók sem enn hefur ekki náð til stórs hluta mannkyns, meikar ekki sense.
Ef það er eitthvað lögmál þá getur það bara legið í manneskjunni sjálfri en ekki third party bók sem er samin í kuflalandi fyrir kufla og kirkju.
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 17:31
DrE. Fyrri hluti svars þíns er bara "rant", hvorki hér né þar og reyndar yfirlýsing sem þú hefur gefið 1000 sinnum. Ekki hlaupa út undan þér og höldum okkur við efnið, Adam og syndafallið.
Hver var hegning Guðs. Frelsi ekki satt. Þau voru rekin úr Eden (þar sem þau gátu hagað sér eins og dýr) og gátu nú valið og hafnað af skilningi, jafnvel valið að haga sér áfram eins og dýr, en næu var það val. Hegningin var sem sagt að þau urðu mennsk. Guð gerði nákvæmlega það sem ég vona að þú sért að gera í uppeldinu á þínu barni, gefa því skilning á góðu og illu og frelsi til að breyta eftir eigin vilja.
Um fullyrðingu þína að dýr viti muninná réttu og röngu er það að segja að rétt og rangt fyrir þér er ekki það sama og rétt og rangt fyrir simpansann. Hann mundi ýta á rauða takkann sem sprengdi heiminn í loft upp ef hann héldi að banani væri í boði fyrir vikið.
Að aka á móti umferð er ekki spurning um rétt eða rangt. Þetta eru reglur sem mennirnir hafa komið sér saman um að fylgja og þó það geti verið lífshættulegt að aka á móti umferðinni, er það það ekki ef engin er umferðin. Rétt og rangt felur nefnilega í sér skilning á lögmálum, bæði andlegum og veraldlegum. Dýr hafa varla samkvæmt þínum skilningi vit á því sem ekki er til (andleg lögmál) og skilningur þeirra á veraldlegum lögmálum er algjörlega tengdur nánasta umhverfi og lífsafkomu þeirra. Ekkert dýr skynjar á vitrænan hátt t.d. að við mennirnir erum að eyðileggja jörðina fyrir öllum með eitrinu sem við látum frá okkur . Þegjandi og hljóðalaust færa birnirnir sig ofar í fjallið þegar hitinn er þeim um megn niður í dalnum þar sem þeir áður höfðust við. Og þegar það verður of heitt fyrir þá þar, drepast þeir. Þeir hafa engan skilning, enga getu, engan vilja til að gera neitt í málum. Við höfum skilningin og getuna en hvað um viljann? Það er nefnilega viljinn til að gera rétt sem ræður úrslitum. Þess vegna vísa ég staðhæfinu þinni um að dýr viti mun á réttu og röngu á sama hátt og maðurinn, á bug.
Svanur Gísli Þorkelsson, 25.9.2008 kl. 18:01
Það að birnir og önnur dýr viti ekki að við erum að rústa hinu og þessu segir ekkert um að þau hafi ekki basic vit á réttu og röngu... ertu að segja að td hundur sem liggur á gröf eiganda síns hafi ekki vit... það þarf vit til þess að finna sorg.
Ég veit vel að þú telur að vitið verði að vera eitthvað X, að þá fái menn sál sem flýgur á vit himnagaurs einhvers... í leiðinni ertu kominn í Hitlers pælingar með æðri menn á meðal manna.
Kannski eru dýrin vitrari en við eftir allt saman því þau eru ekki að eyðileggja jörðina... það erum við og því verðum við að teljast vitlausari en þau... á vissan máta.
Kannski erum við krabbamein sem rústar heimkynnum þessara dýra.
Vit er ekki bara vit í þínum skilningi, það er ekki bara lógík.
Apar taka einnig mönnum fram á mörgum sviðum þar sem úrlausn þrauta er lögð fyrir þau...
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 18:39
Það eru til nokkar tegundir af viti... tilfinningalegt vit... etc
Við getum haft bráðgáfaðan einstakling sem hefur ekkert tilfiningalegt vit... við höfum svona rainman fólk...
Hugsanlega er mannkynið afsprengi svona rainman áhrifa á okkur þegar við vorum dýrslegri í hegðun... reyndar finnst mér margir menn mun dýrslegri en "önnur dýr"
Auðvitað er það vitrænn galli að rústa umhverfi sínu og sér með... dýr hafa einmitt gert slíkt sjálf þó þau hafi ekki tekið alla jörðina.
það er ekki allt svart og hvítt Andrés... er það bara eðli sem fær dýr til þess að flytja búslóðum safna sér forða ofl.. ...
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:13
Hvað kallast að eyðileggja jörð, einu sinni var jörðin með allt öðruvísi lofthjúp, þá komu plönturnar og eyðilögðu jörðina með því að menga hana með þræleitruðu súrefni, afleiðingarnar urðu skelfilegar eins og við sjáum í dag....Öllu gamni slepptu þá verð ég að snupra Svan örlítið, ég eiddi miklu púðri í að upplýa hann og ykkur um glóbrystinga, nenni ekki að fara yfir það aftur Svanur dýr sem gerir sér grein fyrir því að það er þar sem það má ekki vera og fær merkjanlegt kvíðakast, er það hrætt? þá við hvað? hrætt við afleiðingar brotsins, framsýni- samviska- nú eða einskonar frumsál ala Baháar??? (sorry Stafs.). Þú ert algjörlega úti á túni með þitt rétt og rangt. Margir sílamáfar eru ungaþjófar. Þeir verpa samt í byggðum og sitja ekki um unga nágrannans, af því að það er rangt?? Fullt að svona dæmum. Hættu nú að skoða manninn í spegli Svanur og rannsakaðu með því að skoða nánasta umhverfi þitt, þá verður þú fljótur að sjá að sérstaða mannsins byggist einvörðungu á (oftast) meiri greind, og flókara tungumáli en önnur dýr hafa. Ég skora enn á þig að koma með mennska kennd eða tilfinningu sem ekki má finna einhverstaðar hjá sálarlausu aumingjunum sem bara suða, tísta og væla þarna úti.
Skuggabaldur (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:26
Ég hef séð meiri "sál" í augum og hegðun dýra en hjá mörgum mönnum.
Við höfum dýr sem maka sig fyrir lífstíð... við höfum td kvenfugla sem halda framhjá... þær ná sér í lélegan karlfugl.. halda framhjá honum með fugli með betri gen... þær verða að passa að maki þeirra sjái ekki til þeirra því ella flýgur hann á brott og þá kemur daman líklega ekki upp ungunum.
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 21:20
P.S. Hluti af ástinni er einmitt að sækja í gen sem eru hagstæð fyrir afkvæmið.. þetta er í okkur öllum.
Trúarbrögðin sem láta foreldra velja maka er þess vegna mjög svo óeðlilegt og getur haft slæmar afleiðingar þegar til lengri tíma er litið.
Ástin er náttúrulegt fyrirbrigði með tilgang... og auðvitað rústa sum trúarbrögð því.. með visku guðs
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 21:26
Auðvitað er þetta allt saman uppspuni Guðsteinn, líka þín útgáfa. Lestu þetta og það með opin augun. Hearsay, anektódur, bull og þvaður. Gott að þú ert að eygja þetta hjá hinum, þá færðu að sjá í gegnum moðreykinn allan bráðum.
Ef þið bara vissuð hvað þið eruð hlægilegir.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2008 kl. 05:20
Andrés... vit er ekki bara vit, það er það sem ég sagði.
Að við séum í aðstöðu til þess að eyðileggja jörðina.. og við erum að gera það segir kannski að við séum ofvitar.
DoctorE (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 07:56
Ég er tilbúin, hvenær sem er. Skáti eða hvað?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.9.2008 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.