Skemmdarverk á meistaraverki ...

Berlusconi ætti að gera iðran hið snarasta! Því ítalski Giovanni Battista Tiepolo (F. Mars 5, 1696 -  D. Mars 27, 1770) var einn af færustu 'Fresco málurum' sem til voru. Mannlíkaminn er fegursta sköpun Drottins, og ekkert til þess að skammast sín fyrir, sérstaklega kvenlíkamann eins um ræðir í þessari frétt. En það sem mér þykir verst er að hann er að ritskoða gömul meistaraverk!  GetLost

Það góða er í þessu öllu saman að um er að ræða afrit og er þetta ekki frummyndin sem hefur verið breytt/eyðilögð. (*phew*) En samt sem áður finnst mér þetta algjör firra, því Berlusconi valdi þessa mynd sjálfur! Ekki vildi ég hleypa þessum manni með tússpenna í neitt listasafn að minnsta kosti! Gasp

Meira að segja Vatíkanið fordæmir þennan verknað, í fréttinni stendur:

Antonio Paolucci, forstjóri safna Vatíkansins var þó ekki skemmt, og sagði það löngu liðna tíð, jafnvel í Vatíkaninu, að list sem sýndi nakta líkama væri ritskoðuð.

Hér ber að lýta nokkrar myndir eftir Giovanni Battista Tiepolo:

493px-giovanni_battista_tiepolo_034.jpg487px-the_death_of_hyacinth.jpggiovannibattistatiepolo_2c1743_2ctheempireofflora.jpghagar.jpgnewtiepolo.jpgst-clement-giovanni_battista_tiepolo.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Brjóstamál Berlusconis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Fallegar myndir sem á að varðveita. Þær eru hluti af sögunni.

Guð gefi þér góðan dag og fallega framtíð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.8.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: egvania

Guðsteinn þú talar um fegurð kvenlíkamanns ég er kona og segi nú alveg eins og er mér finnst fegurð karllíkamanns ekkert síðri. Eldri listamenn gerðu alltaf meira úr fegurð kvenna en karla og sjáum við það á verkum þeirra sem eiga að vera ódauðleg og það loðir við Guðlast að eyðileggja þau. Kannski of sterkt tekið til orða hjá mér en slík list sést ekki í dag.

Kærleiks kveðja Ásgerður Einarsdóttir

egvania, 7.8.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Rósa mín ! Guð blessi þig.

Ásgerður - jú, karllíkaminn getur vissulega verið fagur, en það fer soldið eftir því hver áhorfandinn er, ekki satt?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2008 kl. 15:53

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fyrirsögnin er verulega villandi - "Skemmdarverk á eftirprentun af meistaraverki" væri betur við hæfi.

Ingvar Valgeirsson, 7.8.2008 kl. 19:24

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hafa verið páfar, sem hafa látið hylja nekt og látið mála borða og flíkur yfir brjóst. Einhverjir meira að segjalátið höggva sprellann af öllum styttum í Róm. Það er liðin tíð. Sumum prelátum klígjar við kvenlegri nekt, en berrassaðir smástrákar upp um alla veggi þykja nokkuð ásættanlegir þar á bæ. I wonder why?

Ég myndi leggja til að Berlusconi færði sig eins og eitt skref á hægri hönd, ef hann vill ekki hafa brjóstið við vangann. Málið leyst.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 05:39

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þeir eru ekki bara í Afghanistan, talibanarnir........

Haraldur Davíðsson, 8.8.2008 kl. 14:00

7 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll vertu!

Lít alltaf reglulega á pistlana þína!

Drottinn blessi þig í einu og öllu!

Sjáumst í húsi Drottins við tækifæri! 

 Kv úr Garðabæ Halldóra. 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 9.8.2008 kl. 16:08

8 Smámynd: Bumba

Verð alltaf jafn reiður og pirraður þegar svona gerist. Maður fær það líka á tilfinninguna að þessir vesalings menn sem gera svonalagað þeir séu frekar með illa hærða vörtu í klofinu í stað kynfæra, og hana nú. Með beztu kveðju.

Bumba, 11.8.2008 kl. 02:20

9 identicon

Úff, ammríkst falssiðgæði heimsækir Ítalíu

zazou (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 14:26

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bumba:

séu frekar með illa hærða vörtu í klofinu í stað kynfæra, og hana nú.

Ingvar

Þetta er BREYTT mynd sem sést á opinberum vettvangi og ekki orð um það meir.

Jón Steinar:

Ég myndi leggja til að Berlusconi færði sig eins og eitt skref á hægri hönd, ef hann vill ekki hafa brjóstið við vangann. Málið leyst.

Sammála!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.8.2008 kl. 14:34

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Öllum öðrum þakka ég góðar athugasemdir!   :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.8.2008 kl. 14:34

12 Smámynd: Gísli Tryggvason

Góðir punktar hér í færslunni og athugasemdum - ekki eins og Berlusconi hafi haft efni á frekari vandræðum; kannski var hann einmitt viðkvæmur fyrir brjóstamálum - þó að fórnin hafi verið stór og lausnin einföld eins og nefnt er hér að ofan.

Gísli Tryggvason, 11.8.2008 kl. 20:37

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Gísli!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.8.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband