Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Slæmir mannasiðir Íslendinga
Ég er alinn upp í öðru landi að hluta til, nánar tiltekið í Kanada. Þar vandist maður ákveðnar kurteiss venjur sem eru sumar hverjar óþekktar fyrir augum íslendinga, en ég ætla að lista nokkrar hér upp og vonandi tekur fólk þetta sér þetta til fyrirmyndar. Því mesta menningarsjokkið eftir að við fluttum heim eftir margra ára dvöl, var innilegur dónaskapur íslendinga, og hvað börnin voru óheft og leyft að gera og segja hvað sem er.
Tökum aðeins á venjulegri almennri kurteisi sem og tillitsemi:
- Það er venja að þakka fyrir sig, þá meina ég á báðum tungumálum. Frasar eins og "you're welcome" og "have a nice day" eru ekki notaðir að ástæðulausu!
- Karlmenn settust aldrei niður fyrr en þeir voru vissir um að kona þeirra væri búinn að koma sér vel fyrir, þeir halda oftast nær opna fyrir þær bílhurðina og styðja við stól þeirra er þær setjast á mannamótum.
- Það þykir algjör svívirða að horfa fyrir neðan höku þegar talað er við konu, og mega konur gefa karlinum kinnhest ef þeir eru uppvísir um að horfa aðeins á það sem þeim þykir mest spennandi. Þú ert úthrópaður perri ef þú gjörir slíkt, konum á sýna virðingu sem persónur ekki sem einhverja sýningargripi!
- Ef einhver er í vandræðum þá bjóða menn fram aðstoð sína, ekki bara ganga framhjá og telja þetta vera vandamál viðkomandi. Sama gildir í umferðinni. Íslendingar eru voðalegir með þetta.
- Talandi um umferðina þá er mjög dónalegt og gerist varla nema í einstökum tilfellum að fólk sé ekki gefið tækifæri í umferðinni, að svína fyrir einhvern er óþekkt fyrirbrigði og tillit til náungans er mun meira ríkjandi. Þarna eru íslendingar afar aftarlega á merinni varðandi svo sjálfsagða hluti.
- Eins stoppa íslendingar ca. 2 cm fyrir aftan mann á rauðu ljósi, meira að segja í brekkum! Slíkt er kallað "tailgating" og er afar óvinsælt að menn gjöri í flestum öðrum löndum, auk þess er svona lagað slysahætta.
Guð blessi ykkur öll!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:12 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 588416
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Takk fyrir þetta, virkilega þörf grein en ég á Rússneska vinkonu sem er mjög iðin við að benda mér á þetta. Hið versta þykir henni rop og viðrekstur íslendinga á almannafæri. Viðrekstur þykir hneisa slík í hennar landi að hún skynjar það eins og við myndum skynja þann sem gerði stykkin sín á gólfið.
Þótt við séum flott þjóð þá eru við ódönnuð...
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 13:28
Andrés - okkur ber að vega og meta hvort tvö og þrjú séu viðeigandi hverju sinni, því ekki er það alltaf svo.
Sáli - gaman að þessu með aftansöngin! En eins og þú segir: "Þótt við séum flott þjóð þá eru við ódönnuð..." því er ég algjörlega sammála.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.8.2008 kl. 13:48
Valgeir - það gleður mig að heyra það, og Guð blessi þig!
Andrés -
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.8.2008 kl. 13:57
Íslendingar eru ekki ókurteisir " by choice ", heldur erum við svolítið hrjúf miðað við suma aðra. Tillitsleysi og skeytingarleysi um náungann eru sterkari einkenni okkar.
Vinur minn frá Englandi var hér í heimsókn um árið, og við fórum á krá til að fá okkur kollu og hann vildi kaupa fyrsta umgang. Hann fór á barinn, ég settist og beið. Eftir smástund kemur hann með ölið og er heldur kindarlegur, ég spyr hvað sé að og hann segir mér vandræðalega að hann haldi að það séu allir að reyna að fá hann í slagsmál, allir að rekast á hann, setja öxlina í hann og enginn biðst afsökunar. Það tók mig smástund að útskýra fyrir honum að svona erum við bara og enginn sé að reyna að slást við hann. Honum fannst við kjánaleg.
Síðar bjó ég á Englandi og kynntist þar aðeins öðruvísis framkomu, þarlendir eru ákaflega kurteisir og auðveldir í framkomu, það virkaði vel á mig........en þegar ég kynntist þeim betur komst ég að því að þetta er allt í nösunum á þeim og enginn meinar neitt með þessu öllusaman,öllum er nákvæmlega sama hvernig þú hefur það þótt þeir spyrji " how are you " eða " how´s it going " þetta eru bara verkfæri til að koma í veg fyrir árekstra.
Kurteisi er annað mál og á að sýna virðingu og umhyggju fyrir náunganum, skoðunum hans og stöðu..........
.....en best er að fólk sé það sem það sýnist vera jafnvel þegar það er hrjúft eða hrátt.......það er þó ekta.
Haraldur Davíðsson, 5.8.2008 kl. 14:31
Halli - þótt að það sé "ekta" þá er það samt dónaskapur. Og erum við mjög aftarlega í almennum kurteisis reglum. En takk fyrir skemmtilega athugasemd.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.8.2008 kl. 15:48
Ég held að ég sé sammála öllum hérna og aðalega greininni. Ég veit ekki hve mikið af þessu ég hefði séð ef mér hefði ekki verið bent á það. Maður elst upp í dónaskapnum og hegðar sér eins og allir í kringum mann og sér ekkert að því. En síðan kemur einhver utan að komandi og upplifir íslendinga sem örgustu dóna.
Þegar þetta var útskýrt fyrir mér af einum utan að komandi aðila þá sá ég þetta... tók að vísu smá tíma að sannfæra mig um að ég og öll mín þjóð væru svona miklir dónar :)
Mofi, 5.8.2008 kl. 15:53
Mér finnst gaman að vera dóni!
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 5.8.2008 kl. 16:03
Mofi - einmitt!
J. Einar - það finnst mér afar sorglegt fyrir þína hönd.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.8.2008 kl. 16:19
Sæll kæri Guðsteinn.
Ég tók eftir hvað fólk var kurteist í umferðinni í Bandaríkjunum og Kanada. Það var alveg sjálfsagt að gefa fólki séns að komast út á akbraut eða skipta um akbraut. Fólk vissi alveg að það munaði engu. Það kæmist á leiðarenda á svipuðum tíma hvort eð er. En hér eru allir á tauginni og nota bílflautuna dálítið oft.
Fólk stoppar bílana alltof nærri næsta bíl fyrir framan, keyrir inná gangbraut og stoppar þar og bíða eftir grænu ljósi sem tefur gangandi vegfaranda. Þegar við erum út á þjóðvegum og nóg pláss, þá er bíllinn fyrir aftan stundum alveg ofaní bílnum fyrir framan. Það má ekkert bera út af.
Guð blessi þig og hressi.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 17:43
Góðan dag Guðsteinn og fleiri.
syngja íslendingar aftansögn á almannafæri, og ropa líka??? Ekki hef ég orðið var við það.... en hinsvegar þekki ég vel tillitsleysið í umferðinni.... og þar eru ekki bara ungir ökumenn tillitslausir.
En hér er smá tilvitnun úr námsbókinni Íslands- og mannkynssaga 2. bls. 10
"Um miðja 19. öld töldu margir útlendingar að á Íslandi byggi óspillt og saklaus þjóð. Árið 1845 kom hingað austurrísk kona, Ida Pfeiffer að nafni. Hér ætlaði hún að komast í tæri við frumstæða og óspillta lífshætti enda taldi hún að á Íslandi væri Paradís að finna. Væntingar ferðakonunnar brugðust þó flestar. Lítið fór fyrir veraldlegri paradís, hér voru eingöngu latir, drykkfelldir og ókurteisir íslendingar."
Hilmar Gunnars (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 17:45
Ég þakka fyrir mig .. ef ég tel það viðeigandi
Ég sest alveg niður þó kerlingin sé það ekki, ég geng ekki um opnandi hurðir bara sí svona.. en oftar en ekki samt... sé enga spes ástæðu að hlaupa og opna bílhurðir fyrir dömum... nema kannski mömmu gömlu og sjúklingum
Mér finnst allt í lagi að horfa kurteisilega á konur.. og margar hafa gaman að því.. comon þetta er ekki Amish, það er ekki þar með sagt að ég sé eins og perri með hor og slef... það eru til góðir perrar líka.. bæði konur og karlar: Its NATURAL
Það kemur fyrir að ég bíð aðstoð mína... ef ég tel kringumstæður vera þannig
Umferðin finnst mér hafa batnað.. ég fæ oftast sénsa.. og ég gef líka sénsa
Ég hef passlegt bil.. tailgaiting er frekar að keyra fyrir aftan bíl með engu bili.. þannig að þú færð ekki tækifæri á að stoppa..
Tata
DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 18:08
Það var mjög ánægjuleg og ný reynsla þegar laglegur útlendingur opnaði einu sinni hurð í sjoppu fyrir mig Stundum mætti vera meiri kurteisi, en á hinn bóginn er kannski erfitt að fara að taka upp nýja siði og það myndi líklegast taka tvær kynslóðir að verða fullnuma í þeim.
Flower, 5.8.2008 kl. 20:33
Ég þakka öllum frábærar athugasemdir!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.8.2008 kl. 22:09
Gott að við getum stundum verið sammála um eitthvað.
Síðastliðið ár hef ég búið í Sviss og ég tók strax eftir miklum mun hvað varðar kurteisi og framkomu, sérstaklega milli ókunnugs fólks sem og þjónustulund í verslunum og veitingastöðum.
Reyndar bý ég bara í litlum bæ, en hér heilsast fólk úti á götu, manni er alltaf boðið góðan dag og þakkað fyrir viðskiptin í verslunum og allir kallaðir monsieur/madame (eftir kyni viðkomandi auðvitað). Vinir og vandamenn heilsast með 3 kossum á kinnarnar, bæði þegar þeir hittast og kveðjast aftur. Þetta á jafnvel líka við um unglingana og þykir jafn eðlilegt og handaband.
Umferðin gengur oftast eins og smurð, gefnir sénsar o.s.frv. Það sem ég tók strax eftir var að maður þurfti ekki að leggja sig í lífshættu við að fara yfir gangbrautir, heldur stoppa bílarnir um leið og þeir sjá mann gera sig líklegan til að fara yfir. Annað en maður þekkir á Íslandi þar sem flestir stíga heldur á bensíngjöfina...
Lifi kurteisin!
Rebekka, 6.8.2008 kl. 05:58
Rósa - nákvæmlega!
Hilmar - flott tilvitnun, takk fyrir það.
Dokksi - jæja þú ert þá ekki alslæmur!
Flower - sammála.
Svo er alltaf gott þegar rödd skynseminnar er sammála manni! Og takk fyrir góða dæmi frá Sviss, gaman að heyra það. Og segi ég eins og þú "lifi kurteisin" !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2008 kl. 08:09
Frábær pistill og mjög góðar ábendingar. Kanadabúar eru greinilega siðfágaðir! Ég stunda sko rannsóknir á kurteisisvenjum ólíkra menningarheima í mínum frístundum, og þessi atriði sem þú telur upp hjálpa mér mjög mikið. En þetta hefði ég viljað vita fyrr:
Það þykir algjör svívirða að horfa fyrir neðan höku þegar talað er við konu, og mega konur gefa karlinum kinnhest ef þeir eru uppvísir um að horfa aðeins á það sem þeim þykir mest spennandi. Þú ert úthrópaður perri ef þú gjörir slíkt, konum á sýna virðingu sem persónur ekki sem einhverja sýningargripi!
ég hefði getað lamið nokkra íslendinga hér í den og það eru alltaf þeir sömu, skiptir engu hvað maður er að segja gáfulega hluti!
í minni upplifun þá eru bretar mestu herramennirnir, það er eitthvað við þá, kurteisin kemur svo náttúrulega og allt er til fyrirmyndar (eða var það amk fyrir 10 árum)
halkatla, 6.8.2008 kl. 11:05
Þörf ábending þessi pistill þinn. Vissulega erum við ódönnuð og ókurteis að mörgu leit þó svo að við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því.
Ég t.a.m. hóf nýlega sambúð með Austurrískri konu og hún hefur bent mér á ýmislegt sem að mætti betur fara hvað mínar umgengnisvenjur varðar. Þó svo án þess að vera með eitthvað nöldur og nag Þá væri ég nú búinn að forða mér ehe:)
En það eitt að tala meðan maður er að borða þykir henni ekki góðir borðsiðir. Satt best að segja er ég henni hjartanlega sammála og er að taka mig á í þeim efnum. Mér sjálfum hefur ekki þótt neitt tiltakanlega falleg sjón að horfa uppí ginið á fólki sem er að matast en blaðrar útí eitt.
Svo veit ég ekki hvort ég eigi að upplýsa það en geri nú eftir sem áður. Ég pissa sitjandi til þess að sýna henni þá tillitsemi að setan sé nú ávalt hrein og þrifaleg og hlandtaumarnir ekki útum allt.
Hmmm er það of langt gengið hjá mér?
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 11:38
Til að mynda er ég, dóninn, algjörlega ósammála þessu hérna sem Eggert er að segja...
...ég áttaði mig þó á því, að það væri frekar dónalegt að koma með alltof langt svar á þínu bloggsvæði Guðsteinn, þannig að ég setti inn svarið sem færslu hérna
Góðar stundir.
Kv.
JEVBM.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.8.2008 kl. 12:39
Anna Karen - jú, það væri búið að berja margan íslenskankarlmanninn fyrir einmitt þetta! úfff ....
Eggert - þetta er þrælskemmtileg saga sem þú kemur með! Takk fyrir það! Og tek ég ofan fyrir þessa mikla tilliti þínu til konu þinnar.
J. Einar - takk fyrir það! Þessi grein mín hefur greinilega haft tilætluð áhrif!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2008 kl. 13:36
Eggert, mér hefur nú alltaf fundist það nokkuð eðlilegur hlutur að lyfta klósettsetunni áður en ég byrja að svetta úr skinnsokknum!
Gulli (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:43
Já. Það má segja það. Hehehe.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.8.2008 kl. 14:48
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2008 kl. 14:58
Mér finnst svolítið skrýtið þetta með "tillitssemi" til handa konum - sumar verða t.d. fúlar ef maður opnar fyrir þeim dyrnar, hvort heldur sem er á húsi eða vélknúnu ökutæki. Sumar verða hreint fjúríus ef deitið vill borga allan reikninginn á veitingahúsi. Eins eru sumar ekki hressar með að steggurinn dragi fram stólinn og bjóði þeim sæti.
Eins er stór munur á að blaðra út í eitt við matarborðið, sýnandi sessunautum sýnum upp í opið ginið á sér, og að halda uppi siðsamlegum samræðum yfir matnum. Ég er hræddur um að þrúgandi þögn í matarboði hljóti að vera hræðileg.
Varðandi að horfa á mest spennandi partinn af konu meðan maður talar við hana, þá er það nú samt stundum þannig að annað er varla hægt. En ef kona er í ofurflegnum bol og aðskornum er hún búin að missa réttinn til að kvarta yfir því að einhver stari á bobbana.
Svo held ég að við Íslendingar séum ekki verri en aðrir í umferðinni. Ef einhver t.d. festir sig í snjó eða drullu kemur alltaf einhver og hjálpar. Það þykir t.d. stórfrétt ef einhver slasar sig eða ekur útaf og fær ekki aðstoð fljótlega.
Ingvar Valgeirsson, 6.8.2008 kl. 15:26
Þetta þykir mér skondið. Kallandi heila þjóð ókurteisa vegna þess að hennar siðir samræmast ekki þeim, er sá þjóðina úthrópar, ólst upp við.
Ég tók eftir því á mínum ferðum vestur um haf hversu ægilega kurteisir kanar áttu til með að virðast. Tildæmis þá þótti það til siðs að spyrja hvernig fólk hefði það, þegar menn hittust. Nema þá er spurningunni "how are you doing?" þröngvað út úr sér "howryoudoin", og aldrei búist við svari.
Þessi falska kurteisi er einskis verð. Mætti ég frekar biðja um íslenskan ruddaskap með innskotum af heiðarleika, frá þeim er raunverulega óska manns góðum degi.
Þótt ég sé ekki aðdáandi þess að aka með stuðarann í skottinu á næsta bíl, þá eru íslendingar ekkert sérstaklega ókurteisir í umferð. Skreppið til stórborga evrópu, og þar munuð þið sjá fólk keyra í rassgatinu á næsta manni, með aðra lúkuna á flautunni og fingur út um gluggan.
Sjálfur gef ég enga sénsa í umferðini. Ég hef reynt það, oftast nær með þeim afleiðingum að fólk kann ekkert að bregðast við og veldur næstum slysi. Þó tek ég fram að ég legg mig ekki fram um að vera öðrum til trafala.
Að við skyldum sætta okkur við það að láta aðra kalla okkur dóna, væri sambærilegt að við sökuðum kana um bruðl. Fyrir það eitt að svíða ekki kindahausa og naga svo af þeim allt góðgætið.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.