Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Hvað er guðleysi? (Séð frá augum trúaðs manns)
Kristinn Theódórsson er guðleysingi með meiru, ég og Mofi ákváðum að gera sitt hvora greinina um sama málefnið og birta þær á sama tíma. En umfjöllunarefni okkar verða stig guðleysis eins og þau koma okkur fyrir sjónir, en hafa ber í huga að þetta er frá okkar eigin sjónarhornum sem þetta birtist.
Bara svo það sé á hreinu er þetta aðeins mín skoðun/sýn sem birtist hér og enginn önnur. Ég er ekki að reyna á nokkurn hátt að gera mönnum upp skoðanir með upptalningu minni hér að neðan, þetta er aðeins eins og ég sé hlutina og þurfa þeir ekki endilega að vera fullkomlega réttir, en ég verð að ítreka fyrir ykkur sem eru hörundssár, að ekkert af þessu er illa meint á nokkurn hátt.
Ég ætla að reyna skilgreina þetta í þrjá flokka rétt eins og Kristinn Theódórsson gerir og mun ég reyna að vera réttlátur þótt ég sé ekki nokkurn hátt hlutlaus.
Guðleysisstigin ætla ég að skilgreina sem:
- Óviss/kaldur guðleysingi
- Venjulegur guðleysingi
- Heitur/ öfga guðleysingi
Óviss/kaldur guðleysingi
Hann er sá sem afneitar Guði en er samt ekki viss í sinni sök. Hann/hún er ekki að flagga skoðun sinni, en geymir hana hjá sér. Þetta fólk er með afstöðu sem telja má vera "kalda" vegna hlutleysis þeirra, þeim er sama um æðri völd og mætti og lifir sínu lífi samkvæmt því, en eru ekki mikið að deila á aðra sem eru annarrar skoðunar.
Venjulegur guðleysingi
Hann er oft sá/sú sem hefur orðið fyrir vonbrigðum með almættið eða hefur tekið afstöðu gegn trúarbrögðum fyrir tilstuðlan utanaðkomandi þátta, sem geta verið hver sem er: uppeldið, vinahópurinn eða jafnvel sjónvarpsgláp. Venjulegur trúleysingi er fastur á sinni skoðun og er ákveðinn í að halda trúleysi sínu á lofti ef hann eða hún eru spurð útí það.
Heitur/ öfga guðleysingi
Þessi hópur er erfiður, því ekkert annað kemst að nema þeirra skoðun. Ekki er mikið hlustað á hina hlið málsins og eru mótmæli við þeirra skoðunum yfirleitt þaggaðar niður. Öfga guðleysingjar telja sig meðhöndla þann eina sanna sannleika, og eru ekki skömminni skárri en öfgatrúmenn oft á tíðum. Ekki veit ég hvað veldur því að menn verði svona öfgafullir, en eitthvað slæmt hlýtur það að vera.
Niðurlag
Þetta eru einungis mínar pælingar og hugsanir, ég er ekki að dæma neinn slæman nema kannski öfgamennina. Því aldrei eru öfgar góðir í hvaða átt sem þær eru, og er meira mark takandi á fólki sem heldur ró sinni og svarar á kurteisan máta kannski erfið málefni.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 588272
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Ég kemst ekki í að svara ykkur Mofa fyrr en í kvöld, en ég er ánægður með framtakið, bara gaman að þessu
mbk,
Kristinn Theódórsson, 29.7.2008 kl. 12:38
Flott Kiddi
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.7.2008 kl. 12:46
Sko ef einhverjir menn vaða uppi og tala um kærleiksríkan,miskunsaman & almáttugan guð.. þvert ofan í hvernig biblían lýsir honum... þá verður að berjast gegn vitleysunni.
Að staðhæfa eitthvað um guði með zero sannanir hlýtur að fá alla hugsandi menn til þess að mótmæla dæminu, sér í lagi þegar þessir trúuðu menn vilja að allt þjóðfélagið dansi eftir ímyndun þeirra.
Við trúfrjálsu mennirnir getum alveg sætt okkur við að einhverjir vilji trúa á eitthvað bull EN við sættum okkur ekki við að því sé þvingað ofan í allt og alla.. eru það öfgar, hvar eru öfgarnir eiginlega?
Ég er með eina vesæla bloggsíðu sem kostar ekkert... hvað kostar ykkar ímyndun, ég segi ímyndun því þið eruð að vitna í skrif hopp og skoppara frá fornöld; Ekkert hefur ever verið staðfest um tilvist guða..
Svo eruð þið Mofi "guðleysingjar" líka... eini munurinn á mér og ykkur er að ég hafna alfarið öllum guðum, þið hafnið alfarið öllum guðum nema ykkar eigin.. ef þið ættuð heima í öðru landi þá væruð þið að hafna guði biblíu en tilbiðja einhvern annan.
Sjáið þið ekki vitleysuna í þessu rugli drengir.. sheesh
DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:33
Merkilega þröngsýnt að segja þetta: ".....hefur tekið afstöðu gegn trúarbrögðum fyrir tilstuðlan utanaðkomandi þátta, sem geta verið hver sem er: uppeldið, vinahópurinn eða jafnvel sjónvarpsgláp."
Þetta er eins og þú haldir að fólk geti ekki hugsað sig um með sínum sjálfstæða vilja og komist að því að þeir bara trúi ekki á neitt, heldur þurfi utanaðkomandi þættir að koma að því til að gera það að trúleysingjum.
Verður fólk þá trúað innan frá sjálfkrafa ef ekki koma utanaðkomandi þættir?
Ég gef ekki mikið fyrir þannig hugsun.
Rökkvi (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:41
Dokksi -það er himinn og haf á milli okkar, og skil ég ekki hvernig þú getur borið það saman.
Rökkvi - ég tók bara utanaðkomandi þætti sem dæmi, ég sagði aldrei að þessi upptalning væri tæmandi og ein stór alhæfing.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.7.2008 kl. 14:54
Af reynslu myndi ég segja að hugmyndir þínar um 'venjulegan guðleysingja' séu rangar.
Mín reynsla er sú að venjulegum guðleysingja er bara alveg nokk sama og vill bara fá að vera í friði með sitt trúleysi. Venjulegir guðleysingjar vekja sjaldan athygli á trúleysi sínu og eru ekkert sérstaklega að verja skoðanir sínar ótilneyddir.
Venjulegur guðleysingji er einhver sem trúir ekki á guð en nennir ekki að standa í því að skrá sig úr þjóðkirkjunni.
Arnar, 29.7.2008 kl. 15:04
Það er ekki himinn og haf á milli okkar, það er eitt fornt ævintýri á milli okkar.
Þú gleypir ævintýrið með sökku og alles... myndir þú trúa ævintýrinu ef það lygi ekki að þér að þú fáir extra líf og guðinn reddi þér og þínum hugsanlega úr vandræðum... nei varla, þetta sem þið trúið á er bara það að ÞIÐ fáið eitthvað fyrir ykkar snúð.
Heldur þú virkilega að það sé almáttugur gaur sem svífur um geiminn og hagar sér eins og biblían segir, algerlega eins og forn keisari, no more no less.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 15:05
Smá video fyrir þig Guðsteinn minn
http://www.youtube.com/watch?v=glRAN_8CkvQ
Að mótmæla þessum yfirgangi er bara svipað og að mótmæla ef einhver kennari segir að 2 + 2 = 5, og rökstyðji mál sitt með því að hann hafi fundið nokkur hundruð ára reiknisbók sem segi þetta, að það sé reiknisguð í bókinni gömlu.
Auðvitað fer maður á fartina gegn svona rugli maður :)
DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 15:15
Takk fyrir þetta blogg. Mjög gott framtak. Mér finnst Doctor E afar gott dæmi um öfgafullan guðleysingja, sem veit yfirleitt aldrei hvert hann er að fara. Blammar bara út og suður í einkennilegum eigin heimi.
ES
Eyjólfur Sturlaugsson, 29.7.2008 kl. 16:12
Ágætis pistlar hjá ykkur Mofa en ég vil t.d. meina að neikvæð birting trúarbragðaöfga sé ein undirstaða að því að margir hafni algjörlega öllu er lúti að mætti oss æðri.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 16:46
Óviss/kaldur trúaður
Hann er sá sem trúir á Guð en er samt ekki viss í sinni sök. Hann/hún er ekki að flagga skoðun sinni, en geymir hana hjá sér. Þetta fólk er með afstöðu sem telja má vera "kalda" vegna hlutleysis þeirra, þeim er sama hvort aðrir trúa eða ekki og lifir sínu lífi samkvæmt því, en eru ekki mikið að deila á aðra sem eru annarrar skoðunar.
Venjulegur trúmaður
Hann er oft sá/sú sem hefur orðið fyrir vonbrigðum með lífið eða hefur tekið afstöðu gegn skynsemi fyrir tilstuðlan utanaðkomandi þátta, sem geta verið hver sem er: uppeldið, vinahópurinn eða jafnvel sjónvarpsgláp. Venjulegur trúmaður er fastur á sinni skoðun og er ákveðinn í að halda sinni trú á lofti ef hann eða hún eru spurð útí það.
Heitur/ öfga trúaður
Þessi hópur er erfiður, því ekkert annað kemst að nema þeirra skoðun. Ekki er mikið hlustað á hina hlið málsins og eru mótmæli við þeirra skoðunum yfirleitt þaggaðar niður. Öfgatrúmenn telja sig meðhöndla þann eina sanna sannleika, og eru ekki skömminni skárri en öfgatrúleysingjar oft á tíðum. Ekki veit ég hvað veldur því að menn verði svona öfgafullir, en eitthvað slæmt hlýtur það að vera.
Sérðu hvað þessi upptaling er mikið bull? Það er hægt að færa hana upp á hvað sem er.
Jón Ragnarsson, 29.7.2008 kl. 17:31
ES er mikill grínari þegar hann segir að ég sé í eigin heimi.. well ok ég er í raunveruleikanum á meðan trúaðir eru í fantasíu sem er svo ótrúleg að það eina sem gæti fengið menn til þess að trúa henni væri að bjóða extra eilíft líf og annað yfirnáttúrulegt stöff.
Það er það sem fær ykkur til þess að trúa á galdrakarla, mér finnst jafn hlægilegt að trúa á guð og Harry Potter, að nota eina lífið ykkar sem bið & dýrkunarstofu fyrir ímyndað aukalíf er samt sorglegt.
Kannski það sé enn sorglegra að dýrka guði sem eru svona fjandi vondir, að horfa framhjá voðaverkum hans samkvæmt bókinni.. bara smæla og segja ohhh hann er svo næs.. its weird :)
P.S. Svo er ég ekki guðleysingi, ég er trúfrjáls; Og getið þið hvað, ég hef ekki stolið gólfdúkum eða neitt slíkt ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 17:36
Skilgreiningu þína Guðsteinn á öfga/heitum trúleysingja mætti heimfæra upp á hvaða stjórnmálamann sem er. Þeir telja sig meðhöndla einhvern sannleika og eru jú síboðandi hann út um allar trissur á stjórnmálafundum sínum. Eða eins og þú segir, "Ekki veit ég hvað veldur því að menn verða svona öfgafullir, en eitthvað slæmt hlýtur það að vera."
Finnst þér nokkuð öfgafullt við það að gagnrýna hluti? Ég gagnrýni trúarbrögð óspart og tel mig ekki höndla neinn sannleika - það eru hins vegar flestir trúmenn sem telja sig hafa höndlað hann gegnum guðinn sinn. Það kemst jú ekkert annað að nema þeirra skoðun.
Kristján Hrannar Pálsson, 29.7.2008 kl. 20:45
Takk fyrir góða grein Guðsteinn.
Ég skemmti mér konuglega við að lesa hana.
Ég hef bara eina athugasemd.
Ég held að það þurfi ekkert endilega að vera eitthvað slæmt. Eitthvað er það sem veldur því sammt sem áður.
Pétur Eyþórsson, 29.7.2008 kl. 20:54
"ég tók bara utanaðkomandi þætti sem dæmi, ég sagði aldrei að þessi upptalning væri tæmandi og ein stór alhæfing."
--
"Hann er oft sá/sú sem hefur orðið fyrir vonbrigðum með almættið eða hefur tekið afstöðu gegn trúarbrögðum fyrir tilstuðlan utanaðkomandi þátta, sem geta verið hver sem er: uppeldið, vinahópurinn eða jafnvel sjónvarpsgláp."
--
Bara þó þú segir ekki "Ég er að alhæfa" þá ertu að flokka fólk og gefa ástæður því af hverju það er eins og það er, án þess að nota orðið "til dæmis." Þar af leiðandi er þetta alhæfing, hvort sem það var viljandi eða óvart. Ég giska á að þetta sé einmitt runnið af þínum eigin inrættu fordómum, um að trú sé eðlileg afstaða, en trúleysi komi af einhverjum (spillandi?) "áhrifum" frá umhverfinu.
Flest fólk er reyndar trúað eða ekki trúað eftir því hvað foreldrar þeirra eru og þetta gildir oftast um stjórnmálaskoðanir líka. Sumir söðla síðan um þegar þeir verða eldri og taka ólíka afstöðu, taka trú, gerast trúlausir eða skipta um stjórnmálaskoðanir.
Rökkvi (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 20:56
JÍÍÍÍHAAA! Hvers vegna erum við til? Hvað gerir það að verkum að við sjáum og heyrum og skiljum? Hvernig ætti maður að haga sér á þann hátt að ef allur heimurinn hagaði sér þannig, þá yrði allt bara í góðu lagi?
Hvað er? Hver er?
Ég er.
(Settu þetta í fjandans biblíuna þína.)
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 22:56
Sæll Guðsteinn
Ég ætla að gagnrýna aðeins:
Eins og einhver benti á er venjulegi guðleysinginn sennilega frekar þannig að hann tjái sig ekkert um þessa hluti; mætir í kirkju og kann faðirvorið, en trúir ekki. Ég þekki harðfullorðið fólk sem er svona en hefur nánast aldrei sagt frá því.
Svo held ég ekki að þetta sé rétt hjá þér með vonbrigðin. Auðvitað eru það einhverjir sem eru þannig, en flestir trúlausir sem ég hef talað við geta einfaldlega ekki misboðið rökhugsun sinni með því að trúa þjóðsögum á borð við trúarbrögð manna. Það eru til fullt af trúarbrögðum og þeim fer ekki saman um gang mála og hvað skuli gera og ekki gera. Það eitt gerir marga afhuga.
Kannski þarftu að taka venjulega trúleysingjann í tvennt, hafa þetta venjulegi spjallrásatrúleysinginn og venjulegi trúleysinginn almennt?
mbk,
Kristinn Theódórsson, 30.7.2008 kl. 00:56
Það er alltaf svo skrítið að heyra jesus dýrkara tala um þröngsýni. Af hverju trúir þú ekki á Alla, Budha, Þór, alla o.s.frv. Það eru örugglega hundruðir trúarbragða til í heiminum. Þú trúir aðeins á 1 guð en guðleysingjar ganga einu skrefi lengra og trúa ekki á neinn guð. Sem sagt trú -1 hvernig færðu öfga eða þröngsýni út úr því?
Óli (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 01:22
Það er alveg merkilegt hvað þið guðleysingjarnir eru hörundssárir margir hverjir! Ég verð nú að taka einn fyrir og það er Jón Frímann, ég get ekki séð nein haldbær mótrök frá nema örfáum!
Ég held einnig að menn séu ekki nógu vel læsir á þetta, þetta eru aðeins pælingar og kemur það skýrt fram í greininni! Lesa betur takk!
Ég sé samt að ég hef verið nógu skýr á því sem ég kalla öfgar, en hafa nokkrir menn tekið til máls sem hafa sannað þá flokkun, og þarft ég ekki að hafa orð um það meir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.7.2008 kl. 07:33
Ég er ekkert hörundsár Guðsteinn.... ég er ekki öfgafullur, ef einhver er öfgafullur þá eru það prestar, biskupar og aðrir álíka sem vinna við að boða lygar, tyggja ævintýr ofan í lítil börn, selja sjúkum falskar vonir.. það eru öfgar, ef ég segði ekkert á móti slíku þá væri ég öfgakæruleysis gaur.
Það eru öfgar að trúa einhverju sem hefur ekkert á bakvið sig, það eru öfgar að bakka upp fólk sem trúir svona.
Það eru öfgar að dæmdur glæpamaður haldi ræðu um hversu góðir menn verða af því að lygasögur.
Sem sagt zero öfgar hjá mér... ykkur finnst ég bara vera öfgafullur vegna þess að ég beygla eiithvað fantasíuna ykkar, ef ég skrifaði með guði þá væri ég bróðirinn besti og barnavinur mesti í matarboði heima hjá JVJ
DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 08:12
Þú sérð heldur ekki mótrök Jón Frímann og ættir að kynna þér áfanga sem heitir kurteisi101, þú kemur hér inn og segir mig 'barnalegan', fara með 'bullshit' og fleira.
Ef beinar skipanir eru það sem þú kallar "rök" ert fremur sorglegur náungi, dæmi:
Og á ég bara allt í einu að sannfærast um annað svona af þú segir það? Þú sannar mál mitt með öfgafulla guðleysingja, þið sem sakið okkur um að hlusta ekki eru ekki skömminni skárri sjálfir! Ef þú tækir málefnalega á þessu hefði aldrei á þig minnst. Horfðu þér nær vinur.
Dokksi - ég er ekki öfgafullur - segir þú! Útskýrðu þá af hverju þú ert með 20 af 30 mögulegum á trúarmála dálknum? Útskýrðu þá þína herferð gegn trúarnötturum eins og mér, þó sérstaklega Jón Val sem þú virðist leggja í einelti.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.7.2008 kl. 09:57
Ok, ég er rosalega duglegur og finnst bara gaman að blogga.
Ég er ekki í herferð og legg ekki JVJ í einelti... for every action there is always opposed an equal reaction, ég er reaction.
Ég er einfaldlega að svara ruglinu í honum JVJ, ,manninum sem vill frelsa Tíbet en fjötra samkynhneigða, taka völd kvenna yfir eigin líkama af þeim ofl ofl ofl.
Ef ég svara einhverju þá er ég ekki í herferð :)
Og já kristni er uppspuni frá rótum eins og öll önnur trúarbrögð... eftir hvað ~6000 ár höfum við engar sannanir fyrir einu né neinu í sambandi við trúarbrögð, zero: Það segir allt sem segja þarf.
DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 10:45
Hér er líka við hæfi að vísa á vantrúargreinina Öfgafullir trúleysingjar.
Matthías Ásgeirsson, 30.7.2008 kl. 11:16
Varðandi þessa flokkun þá er samkvæmt skilgreiningunni ekki hægt að vera guðleysingi og viss í sinni sök, ef svo er þá trúir þú ekki á guð, sem er alveg jafngilt og að trúa á hann. Að minnsta kosti myndi ég telja þann einstakling trúaðann þar sem hann ákveður að trúa einhverju án fullnægjandi sannana.
Ég tel mig trúleysingja og þó að það séu yfirgnæfandi líkur á því að guð sé ekki til þá get ég ómögulega sannað þá staðhæfingu. Ég viðurkenni sem sé að guð gæti verið til þó að líkurnar á því liggi óendanlega nálægt núllinu. Þessi skoðun er þó hins vegar algjörlega óskyld því að bera litla eða enga virðingu fyrir trúarbrögðum eins og kemur fram í flokkununum á venjulegum og öfgafullum trúleysingja. Sú staðreynd að margir beri litla virðingu fyrir ósannanlegum staðhæfingum einhvers hóps og jafnvel lítilslækki þær kemur þeirra guðleysi ekkert við.
Jón Hrafn (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 12:37
Jón Frímann - er þetta of flókin krafa fyrir þig? Viltu ég reyni að einfalda hana?
Matti - hvaða tilgangi þjónar þessi tilvísun þín?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.7.2008 kl. 15:56
Lastu greinina sem ég vísaði á?
Mér þykir tilgangur vísunarinnar nokkuð augljós því greinin fjallar um það sem þú tekur fyrir hér - eða muninn á "venjulegum" og "heitum"/öfgafullum trúleysingjum. Eða svo við vitnum í greinina:
Skyldir þú þetta ekki eða ertu einfaldlega að snúa út úr?
Matthías Ásgeirsson, 30.7.2008 kl. 17:36
Get fallist á vöntun á rökum sem réttlæta trúarbrögð en dónaskapur þinn sem þú segist njóta segir þig í slæmri líðan og það er nú eitt sem einhverskonar trú á eitthvað getur svo hæglega lagfært fyrir þig Jón Frímann.
Mér er því alveg sama hvort hún sé kölluð hugvilla eða eitthvað annað á meðan við öðlumst með henni betra jafnvægi.
Trú er bara bara eitt okkar lífsleiknitækja
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 17:49
Svo við höldum okkar við þínar heilögu rökleiðslur Jón þá mætti spyrja þig hvort það sé veikleikamerki að rækta sjálfan sig eftir andlegum leiðum. Er það órökrétt að nota t.d. trú sem tæki til að ná vellíðan og jafnvægi en milljatðar manna í öllum trúarbrögðum segist finna á sér mun.
Það má heldur ekki stimpla alla trúaða sem öfgafólk, eða finnst þér það rökrétt ?
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 19:05
Fear is the mother of violence.
Trúarbrögð byggjast næstum alfarið á dauðanum
DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 20:34
Á jákvæða pólnum leiða trúarbrögð af sér hugarástand sem getur orðið að vímuástandi sé ógætilega farið og þá breytast menn í dílera með efnin öll hin bestu, hvað sem aðrir eru að nota.
Fyrir mig læt ég mér nægja að trúa fyrir sjálfan mig að ég geti skerpt vitund mína með andlegri iðkun og tengingu við eitthvað mér æðra. Á einhverju lífsskeiði kann ég að örugglega hafa notað trúarbrögð en í dag veit ég fyrir sjálfan mig að það er aðeins ein uppspretta sem knýr allar okkar upplifanir af mætti oss æðri.
Hugarástand það sem trúariðkun skapar er magnað fyrirbæri en þó er mannshugurinn auðblekktur ef við skoðum t.d. derren brown brellurnar.
Svo erum við líka misjöfn, ég á bróður sem er gjörsamlega trúlaus og þekkandi hann tel ég það bara virka fínt fyrir hann og geri engar athugasemdir. Trúleysi virkar ekki fyrir mig og það er t.d. vegna ofvirknivandamála og stjórnleysis því fylgjandi. Trúin er fyrir mér t.d. ódýrari en apótekið og það er varhugavert að dæma allt trúfólk algjörlega galið þótt kenningar fornrita segi ekki nema brot þeirra skilaboða sem maðurinn á eftir að læra um sálartilvist sína.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 00:38
þetta er fyrsta alvöru trúardeilu færslan í allt sumar og hún er ekkert öfgakennd, ef Guðsteinn myndi samþykkja að allir trúleysingjar væru mjög líklegir til að vera líka vísindalegir og rökvísir myndi deilan gufa upp semsagt mjög skemmtileg færsla í góðu glensi, en alls ekki vísindalega skotheld!! hehe.
halkatla, 31.7.2008 kl. 02:11
Það má deila um það sáli, hvort fólk nái betra jafnvægi með trú, það eru menn hérna á moggablogginu sem maður gæti efast um að séu í andlegu jafnvægi sökum öfga hvað varðar trú. Svo held ég að ég geti sagt það með fullri vissu að ef fólk ætti að velja um það hvort bókstafstrú ætti að ráð hér öllu eða trúleysi og humanismi, þá yrði trúnni hent á öskuhaugana svo ég noti nú orðfæri biskupsins.
Þakka síðan frábæra tilvísun í greinina um öfgafullu trúleysingjana, Matthías, Guðsteinn og Mofi mættu lesa þá grein með skilningi og reyna síðan að setja sig í spor okkar sem erum trúlausir. Haldið þið að það sé ekki ömurlegt að sjá hvernig trúin tröllríður öllu samfélaginu og lætur ekki einu sinni börnin okkar í friði og er með hendurnar á kafi í sælgætiskrukku landsmanna. Þið verið að athuga það að þriðjungur þjóðarinnar trúir ekki á þennan guð ykkar. Þið ættuð að virða það í þessu trúboði ykkar kristinna, en á meðan þið sterktrúuðu gerið það ekki, þá tek ég mér það leyfi að gagnrýna trú ykkar og aðferðir fullum hálsi og sendi Doctore og öðrum trúleysingjum fullan stuðning.
Valsól (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 02:55
Við þurfum ekki endilega að kalla það jafnvægi Valsól en eitthvað er það sem er að virka fyrir allt þetta fólk, og gera það svo skrýtið að það er tilbúið til að endurvarpa órökréttum og jafnvel mannsvonskulegum sjónarmiðum í einstefnu sinni með fornrit að vopni.
Ég geri mikinn greinarmun á trú og trúarbrögðum. trúarbrögðin hafa verið að eyðileggja trú á stórbrotnum andlegum lögmálum sem allir geta nýtt sér án nokkurra skilyrða frá mönnum.
Trúarbrögðin eru einungis viðleitni takmarkaðs skilnings manna til að höndla það sem þeir ekki skilja til fulls. Þau eru að selja hluta þess sem þau eiga ekki og fylla í eyðurnar með ótta
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 03:12
Guðsteinn fær góðan stuðning og sönnun á sínum fullyrðingum frá DoctorE og Jóni Frímanni.
Ég held að það megi kalla þá 3. stigs trúleysingja.
Theódór Norðkvist, 31.7.2008 kl. 08:36
Matti og fleiri - jú ég las þessa grein sem ég ég álít vera eina stóra afsökun fyrir því hvernig þið hagið ykkur stundum. En þetta eru mínar eigin pælingar og ekki með neinan vísindalegar stoðir undir sér, eins og ég hef ítrekað í greininni og hér athugasemdum.
Þess vegna skil ég ekki tilgang tilvísunnar þinnar, hefði ég byggt þetta á einhverjum betri rök með heimildum og slíku, þá ætti grein þín rétt á sér, því ég sé ykkur eins og ofangrend grein vitnar um og er þetta aðeins mín upplifun. Anna Karen bendir réttilega á að þetta er engan veginn vísindilega skothelt hjá mér og er ég ekki að reyna verja það á nokkurn máta.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 08:50
Gott hjá þér Guðsteinn og ég er á sama máli og þú en ekki get ég skilið þá Jón Frímann og DoktorE hvers vegna eru þeir alltaf að troða upp á þig sínum skoðunum og tala niður kristna trú.
Er þetta ekki það sem þeir fordæma og kalla það að troða trúnni upp á aðra og vilja svo sjálfir vera í friði með sitt.
Kveðja Ásgerður
egvania, 31.7.2008 kl. 08:51
Guðsteinn: Mér finnst ég enn eiga heimtingu á svari við athugasemd minni. Hvernig stendur á því að pólitíkusar, sem samkvæmt skilgreiningu þinni á öfgamönnum væri hægt að stimpla sem algjöra harðlínumenn, fá allt aðra meðferð en þeir sem gagnrýna trúarbrögð?
Kristján Hrannar Pálsson, 31.7.2008 kl. 09:35
Uhhh Ásgerður erum við að tala niður kristna trú... hvað eru kristnir að gera.. jú þeir eru að riðjast að smábörnum í skólum þar sem þeir tala gegn skynsemi, trúfrjálst fólk jafn og ókristnir þurfa að hlusta á þjóðsöng semhelgisálm um hversu geggjað góður hinn kristni guð er( Sem hann er ekki )
Ég er búinn að segja það oft, mér kemur ekki við hvað fólk gerir í sínum prívate tíma.. mér kemur það rosalega mikið við að hópur fólks vaði uppi með sögur um ógurlegan geimgaldrakarl sem öll þjóðin á að þjóna og borga MILLJARÐA fyrir.
Boltinn er klárlega hjá kristnum, play the game nicely
DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 09:54
Kristján - fyrirgefðu, það er búið að vera mikið að gera. En pólitík og trú eiga enga samleið, þetta tvennt er eins og vatn og olía saman. Þótt vissulega eru sumir trúmenn sem haga sér eins og verstu pólitíkusar. En mín skoðun er sú að pólitíkusar sem eru öfgamenn eiga ekki að taka á með silki hönskum og á sama við þá samkvæmt skilgreiningun minni, en það er bara ég.
Ásgerður - Guð blessi þig. Og þakka ég innlitið.
Dokksi - enginn hefur níðst á neinum nema kannski á bloggi þínu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 10:23
Guðsteinn: Þannig að mitt ókeypis blogg sem gagnrýnir trúarbrögð ásamt því að benda á ruglið er níðingsskapur... en yfirgangur trúaðra er bara sweet.
rite.
DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:28
Bentu mér á einn stað sem ég hef gengið yfir þig Dokksi, ef þú getur það dreg ég orð mín tilbaka.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 10:57
´
TRÚ + PÓLITÍK = TRÚARBRÖGÐ LMN=
Ef Seiðskrattinn blandar saman ólyfjan af ýmsum tegundum, svo sem stórum skammti af; sviksemi, hræsni, lýgi, hatri, illgirni, öfund, afbrýðissemi, drambsemi, sjálfsréttlætingu, hefnigirni, græðgi, illkvittni, hroka, öfund, reiði, neikvæðni, ágirnd, losta, óheiðarleiki, djöfullyndi og ýmsu öðru álíka, ásamt einum örlitlum dropa af: "trú, von og kærleika" sem nær ekki einu sinni til að lita mjöðinn hvað þá að bragðbæta hann, þetta kallar Seiðskrattinn: TRÚARBRÖGÐ!!!
Í guðanna bænum, ekki leggja að jöfnu TRÚ annarsvegar og TRÚARBRÖGÐUM hinsvegar.
TRÚARBRÖGÐ geta annarsvegar verið uppspuni, lygi, áróður o.s.frv., tæki til að afvegaleiða einfeldinga eins og mig á asnaeyrunum til að gera eitt og annað, hlýða einu og öðru til þess eins að þjóna duttlungum manna sem þjást af stjórnunarsemi og meðfæddri yfirgangsemi, oflátungshætti og sjálfsréttlætingu (sjálfumgleði) og beita TRÚNNI fyrir sig, sem í raun koma TRÚARBRÖGÐUNUM ekkert við.
Reynið að horfa á sjónvarpsþættina sem eru til þess fallnir að blóðmjólka T.D., peninga út úr sauðsvörum almúganum eins og mér - ef þeim tækist það - undir því yfirskyni að það sé TRÚNNI og æðri máttarvöldum þóknanlegt! Slíkt er nefnilega átakanlegt dæmi um TRÚARBRÖGÐ sem eru að nota TRÚNA sem hefur ekkert með þeirra málefni að gera, undir fölsku yfirskyni.
Því meir sem ég les athugasemdir sumra ykkar hér að ofan, Því vænna þykir mér um barnstrúna mína sem móðuramma mín kenndi mér og ég nota ennþá, en bara fyrir mig.
Megi ykkar æðri máttur vera með ykkur, minn er með mér.
Kær kveðja, Björn bóndi ïJð<
´
Sigurbjörn Friðriksson, 31.7.2008 kl. 11:23
Takk fyrir þetta hressilega innlegg Sigurbjörn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 11:26
´
Guðsteinn; Vesgú!
Kær kveðja, Björn bóndi ïJð
Sigurbjörn Friðriksson, 31.7.2008 kl. 12:35
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 12:44
Sigurbjörn er bara að endurtaka það sem ég hef allaf sagt.
Persónuleg túr manns með sjálfum sér er bara ágætt dæmi, skipulögð trúarbrögð eru ekki trú, það er trúarvændi; Trúaðir eru að láta hafa sig að fíflum.
DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 14:03
´
DoctorE; Svo er nú bara að hafa það umburðarlyndi, að leyfa þeim sem vilja láta hafa sig að fíflum og aðhyllast einhver trúarbrögð, hvaða nafni sem þau nefnast, að fá að hafa þau í friði, fyrir þér og öðrum.
Megi þinn æðri máttur vera með þér, hver sem hann er, hvaða nafni sem hann nefnist, ef hann þá er til í huga og/eða hjarta þínu. Ef ekki, megir þú þá njóta þess, í friði fyrir öðrum, að vera trúlaus, fyrir þig.
Kær kveðja, Björn bóndi ïJð
Sigurbjörn Friðriksson, 31.7.2008 kl. 14:56
Mér er sama hvort fólk vil hafa sig að fíflum.. ég er ekki sáttur við að það eigi að fífla allt þjóðfélagið með bronsaldar taktík.
Ég er heldur ekki sáttur við að sjúkir og einfaldir séu fíflaðir til þess að gefa þessu liði peninga + að þessir peningasvindlarar skuli fá skattfríðindi..
Þannig að ég hætti sirka about þegar það verður kominn skattur á þetta lið, aðvaranir á alla trúarþætti með að þeir séu að boða eitthvað sem stenst ekki skoðun, að þetta verði tekið út úr skólakerfi, ríkið hætti alfarið að sýsla í trúarbrögðum... þetta er það svona sirka about ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:08
Guðsteinn:
Seint mun ég skilja þankagang ykkar trúmanna varðandi skoðanaskipti. Ég neita því ekki að þessi skoðun þín byggir á sandi, það hefur komið fram. Ég var með vísun minni að koma með mótvægi við skoðun þína, reyna að benda þér (og lesendum) á því að skoðun þín stenst ekki rýni.
Þið virðist stundum halda að ef fólk setur bara þann fyrirvara við mál sitt að um skoðun sé að ræða sér fólk þar sem stikkfrí - það sé dónaskapur að setja öndverðar skoðanir fram.
Þannig virkar veröldin einfaldega ekki Guðsteinn. Þú settir fram skoðun þína. Ég benti á grein sem sýnir rækilega að skoðun þín er röng.
Matthías Ásgeirsson, 31.7.2008 kl. 19:48
Dónaskapur að setja öndverða skoðun fram? Það hef ég aldrei sagt og ekki venja þig á að setja mér orð í munn.
Eins er þetta hrokafullt með meiru hjá þér Matti:
Og hver segir að þín skoðun sé svona rétt? Þú? Ert þú maðurinn sem mælir bara sannleika og ert algjörlega óskeikull? Nei, það ertu ekki og ekki ég heldur.
Seint mun ég skilja ykkur guðleysingjanna að vera svona innilega blindir fyrir eigin hroka. Nógu eru þið duglegir að ásaka aðra um slíkt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 19:55
P.s. Matti, ég nenni ekki að þræta við þig rétt eina ferðina, þú hefur komið þínu á framfæri og ég mínu, verum bara ósammála - og stöndum við það núna.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 20:13
Óleyst karma, hugsanlega giftir í síðasta lífi og Matti var konan
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 21:05
HAHAHAHA! Þessi er með betri sem ég hef heyrt kæri Sáli !!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2008 kl. 22:03
Matthías Ásgeirsson, 1.8.2008 kl. 11:23
Það má vel vera úr þínum augum Matti, en þú verður að skilja að við hugsum allt öðruvísi en þið, sem ég þarf reyndar ekki að taka fram, það ættir þú að vita manna best.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.8.2008 kl. 12:53
Þegar ég gekk úr þjóðkirkjunni íhugaði ég að ganga í svona trúleysisklúbb en fann að það hlutleysi sem ég sóttist eftir var ekki til staðar. Mér fannst skorta virðingu fyrir einstaklingum sem reyna að bæta sig og lifa eftir kerfi sem algjörir trúleysingjar þurfa ekki að skilja.
Trú er persónuleg leið hvers og trúarbrögð kýs ég frekar að kalla trúarleiðir vegna hörmunganna sem deilur hafa valdið. Trúarbrögð eru og verða endalaus uppspretta ádeilna og trúleysingjar geta endalaust bent á mótrök gagnvart þeim sem heilögum sannindum.
Lífsleið hvers og eins er brýtur ekki í bága við lög, skerðir ekki frelsi annarra eða ógnar náunganum/heiminum með speki sinni, er í raun okkar persónulega val sem ber að virða en ekki að rífa niður.
Trúleysingjar mega og eiga auðvitað að halda uppi gagnrýni en varast skal að rífa niður persónulegt lífsleið náungans ef öðrum stendur ekki ógn af vali hans.
Umræðan má ekki sökkva á sama plan og versta birtingamynd trúarbragðadeilna en enginn hefur þroskast á þeirri leið, andlegri sem jarðneskri.
Við Guðsteinn völdum ólíkar leiðir og erum fjarri því á sama skipi en stefnum á sama stað og eigum það þó sameiginlegt að skynja eitthvað æðra sem gefur okkur fyllingu og gerir okkur að betri mönnum.
Það þarf ekki að vera hroki að halda því fram að eiga í persónulegu sambandi við mátt sér æðri. Milljarðar eru knúnir áfram af sömu sannfæringu og einhver myndi segja það hroka að hafna svo sterkri upplifun sem guðsvitund er.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.