Ómanneskjulegt!

Þessi Paul Ramses, sem hefur starfað með hjálparstofnunum að byggja upp starf í Kenía, á ekki að fara úr landi! Eða réttara sagt hent úr landi! Nú fyrst Amnesty International bendir á þá aðstöðu sem býðst á Ítalíu, sem er varla skeppnum hæfandi, þarf að grípa til einhverrra ráða! Hann á nýfætt barn og eiginkonu sem mér finnst rangt að gera að munaðarleysingjum! 

Birgitta Jónsdóttir hefur hvatt fólk til þess að mótmæla þessu óréttlæti! Ég hvet fólk eindregið til þess að mæta!

Birgitta ritar:

Á morgunn 4. júlí á milli 12 og 13 verða mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið. Við skorum á Björn Bjarnason og Hauk Guðmundsson að snúa Paul Ramses heim og fjalla um mál hans hérlendis þar sem fjölskylda hans er. Við krefjumst þess að Paul fái hér pólitískt hæli og að vinnubrögð  eins og í máli hans muni ekki endurtaka sig.

Látum nú verkin tala! Og bendi ég hér með á undirskriftarlista sem Birgitta útbjó.


mbl.is Amnesty fer fram á að stjórnvöld endurskoði ákvörðun sínap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Fólk er að deyja á götunum.

Flytja inn fólk inn skyldunnar vegna (lúkar kúl). Orð bæjarstjórans um tuttugu og eitthvað fjölskyldna upp á Skaga sem bíða félagslegrar aðstoðar. "Annar helmingurinn er í rugli og hinn nennir ekki að vinna". ????????? Hvaða íslendingum eigum við að hjálpa þá? Dabba Odds, Ómar Ragnars, Arnþrúði Karlz eða Lalla jóns.

Rosalega er orðið dýrt og erfitt að búa á Íslandi.

Mér er sama þó Páll Ramses fengi að vera hér, hann var á klakanum, þurftum ekki að flytja hann inn. Var ekki hægt að skrá hann í skóla? Vantar ekki hjúkrunarfræðinga á lægri launum? Hann var ólöglegur í landinu, fékk neitun og látin vita fyrir nokkrum mánuðum.

Dægurmálapælingar vitskerts manns, hvað er ofarlega í ykkar huga?

Stefán Þór Helgason, 4.7.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góðar pælingar Stebbi, en það sem fer mest í mig er óréttlætið í þessu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.7.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn

Þetta eru ágætis pælingar hjá Stefáni Þór en ef við höldum okkur eingöngu við útlendinga þá er verið að undirbúa komu fólks frá Miðausturlöndum og á sama tíma er einum saklausum manni vísað frá landinu sem er Afríkumaður. Eru þeir skör lægri en fólk frá Miðausturlöndum?

Búin að setja tengil yfir á bloggið þitt en ég er að blogga um þetta sama mál. Kíktu og kvittaðu.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 18:56

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 12:40

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Haukur, ég reyndi að senda þetta en lenti í einhverjum error.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2008 kl. 13:16

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Weekend Glitter

Sæll Guðsteinn minn.

Treystum Drottni því hann er góður. Hann kemur með lausn fyrir Paul og fjölskyldu og okkur öll.

Ég trúi því að ef  þið öll hefðuð ekki  barist fyrir vinum okkar frá Kenýa þá hefðum við misst Paul til Kenýa en stjórnvöld eru tilneydd að hlusta á allan þennan fjölda sem getur ekki sætt sig við svona óréttlæti.

Birgitta er algjör hetja. Megi Guð launa henni fyrir dugnað fyrir þeim sem minna mega sín, núna og eins þegar hún lagði sig fram að berjast fyrir Tíbetum.

Guð blessi þig og gefi þér góða helgi í faðmi fjölskyldunnar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.7.2008 kl. 18:11

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vona svo sannarlega að það takist að bjarga honum og fjölskyldu hans og hann fái að koma til Íslands aftur.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 19:12

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er slæmt mál, og stundum skammast maður sín fyrir að vera íslendingur,  eða ég skammast mín fyrir íslensk stjórnvöld réttara sagt í þessu máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 14:54

9 identicon

Ég er svo þakklát hvað við erum mörg sem erum dugleg að láta í ljósi skoðanir okkar á þessu máli - og að við setjum þrýsting á að endurskoðun á málinu fari fram fyrir Paul Ramses og fjölsk - ég þakka Guði innilega fyrir ykkur öll!!!

Ása (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 20:04

10 Smámynd: halkatla

vonandi njótið þið sumarsins

en þetta er ömurlegt mál. Birgitta og fleiri gerðu hið eina rétta. 

halkatla, 13.7.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband