Ég hlakka til !

Ég er einn af þeim sem mun fara á þessa tónleika annað kvöld, Gústi mágur áskotnaðist miðar á þennan stórviðburð og er ég honum ævinlega þakklátur fyrir að taka mig með ... ókeypis! Að mínu mati er þetta stórviðburður í tónlistarheiminum á Íslandi að frátöldum tónleikum 'Metallicu' sem haldinn var hér um daganna.

En bara svo það sé á hreinu þá er ég mesti auli sem þú finnur hvað viðkemur tónlistarþekkingu,  þetta geta þeir sem þekkja mig staðfest, sem kannski útskýrir af hverju ég varð svona hrifinn af lögum eins og "The Sounds of Silence"  ...   því ég eyddi mest öllum mínum tíma í æsku að dútla við að teikna og kunni hvað best við þögnina. WhistlingSideways (Ég var guðdómlega leiðinlegt barn!) Pinch

Auðvitað kom fyrir að maður hlustaði á tónlist, ástandið var nú ekki svo slæmt, og voru það væmnir hlutir eins og þeir félagar Simon og Garfunkle sem urðu fyrir valinu. Á unglingsárum gerðist ég reyndar mikill aðdáandi Metallicu, sem og Radiohead, Doors, Pink Floyd og Led Zepplin. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, og eftir að ég tók trú eru Michael W. Smith og Glenn Kaiser í miklu uppáhaldi hjá mér.

Af "heimsins" tónlist hlusta ég aðallega á klassík núorðið. Ég veit ekki hvað er að gerast, mikið hefur maður meyrnað með aldrinum, ég sæki alltaf í væmnari og væmnari hluti! Því ég hlusta einnig á Paul Simon, og hef ennþá gaman að. Mér finnst þeir stundum á köflum svo rómantískir... Blush

Í tilefni þessara tónleika fann ég eldgamla upptöku með: "The Sounds of Silence", sem sunginn er af þeim félögum þegar allt lék í lyndi:



Njótið vel og Guð blessi ykkur! Cool
mbl.is Paul Simon með tónleika á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú varst með góðan tónlistarsmekk

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.6.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Gunni minn ...  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.6.2008 kl. 15:18

3 Smámynd: Linda

 

Linda, 30.6.2008 kl. 16:12

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll litli bróðir

"mikið hefur maður meyrnað með aldrinum"

Ég rak augun í þessa setningu. Hm. SVAKA ALDUR, ÉG SEGI NÚ EKKI MARGT.  

Góða skemmtun.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.6.2008 kl. 18:05

5 identicon

Þú verður ekki svikinn af Paul Simon, einn af stórmennum síðustu aldar.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 20:34

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Andrés mágur - hárrétt er það, maður bætir bara við, ég trúi á ekki á geisladiskabrennur! Ég hlusta ennþá á Pink Floyd og Zeppilin, einnig Metallicu þegar sá gálinn er á mér. 

Hippókrates - þú ert ekki bara vitur heldur smekksmaður líka! 

Guðlaug - takk fyrir það.

Linda -

Vopna Rósa - ég er víst orðinn ævaforn! 

Bubbi - Palli Simon er flottur!  Gaman að heyra þetta frá tónlistarspekúlant eins og þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.6.2008 kl. 21:32

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur.

Ekki sammála. Þú ert í blóma lífsins.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.6.2008 kl. 22:15

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta verður örugglega eftirminnilega gaman.. liggur við að maður öfundi ykkur smá..  .. vona og veit að þið eigið eftir að skemmta ykkur konunglega.. maður bara bíður stilltur eftir lýsingunum til að næla sér í örlítinn reyk af réttunum. Ljúfar kveðjur, kæru vinir!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.7.2008 kl. 08:37

9 Smámynd: Flower

Haukur þú mannst hvað ég var að biðja þig að biðja fyrir með mér. Jæja ég vann málið Guð var sannarlega með mér í þessu

Flower, 1.7.2008 kl. 12:52

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Frábært innlegg hjá Flower. Guð heyrir bænir og svarar þeim. Vona að þú hafir skemmt þér vel.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.7.2008 kl. 00:25

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Helga Guðrún - þetta voru hreint frábærir tónleikar!

Flower - innilega til hamingju. Þetta voru góðar fréttir!

Rósa - einmitt!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.7.2008 kl. 12:39

12 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Er sammála Hippókrates með lagið ,,you can call me All." Fannst það hörmung og finnst það enn! En gömlu góðu lögin voru fín.

Ég fór ekki með af því að ég hélt að þetta yrði ekki eins gott þar sem að Garfunkel er ekki með. Ég hálfvegis sé eftir því núna að hafa ekki farið. Skilst á Hauki að þetta hafi verið frábært!

Bryndís Böðvarsdóttir, 3.7.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband