Mánudagur, 9. júní 2008
Er svínakjötsát synd?
Samkvæmt góðvini mínum Mofi þá er það bannað. En ég er ekki alveg sammála því. Skoðum þetta aðeins, því ritað er og segir Jesús sjálfur:
Markúsarguðspjall 7:14-23
14 Aftur kallaði hann til sín mannfjöldann og sagði: ,,Heyrið mig allir, og skiljið.
15 Ekkert er það utan mannsins, er saurgi hann, þótt inn í hann fari. Hitt saurgar manninn, sem út frá honum fer.``
16 Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri! 17 Þegar hann var kominn inn frá fólkinu, spurðu lærisveinar hans hann um líkinguna.
18 Og hann segir við þá: ,,Eruð þér einnig svo skilningslausir? Skiljið þér eigi, að ekkert, sem fer inn í manninn utan frá, getur saurgað hann? 19 Því að ekki fer það inn í hjarta hans, heldur maga og út síðan í safnþróna.`` Þannig lýsti hann alla fæðu hreina.
20 Og hann sagði: ,,Það sem fer út frá manninum, það saurgar manninn.
21 Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, 22 hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska. 23 Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn.``
Einmitt, sem er eðlileg hringrás og er þetta afar skýrt! Jesús lýsir alla fæðu hreina og það saurugt sem frá okkar innra manni kemur, eða orðin og verkin.
Postulasagan 10:11-15
11 sá himininn opinn og hlut nokkurn koma niður, líkan stórum dúki. Var hann látinn síga til jarðar á fjórum skautum. 12 Þar voru á alls kyns ferfætt dýr, skriðdýr jarðar, svo og fuglar himins. 13 Og honum barst rödd: ,,Slátra nú, Pétur, og et!``
14 Pétur sagði: ,,Nei, Drottinn, engan veginn, aldrei hef ég etið neitt vanheilagt né óhreint.`` 15 Aftur barst honum rödd: ,,Eigi skalt þú kalla það vanheilagt, sem Guð hefur lýst hreint!``
Auðvitað brást Pétur svona við í fyrstu, hann var gyðingur og fylgdi auðvitað þeim reglum sem þeim var sett. Þannig að viðbrögð hans koma ekkert sérstaklega á óvart. Það sem kemur á óvart, og þó sérstaklega fyrir Pétur og gyðinga, var það sem kom á eftir.
Það sem aðventistar virðast misskilja við þetta er að Jesús afnam enginn lögmál frá Guði. Við sem teljumst Kristinn förum eftir orðum Jesú og er hann eini túlkunarlykillinn að ritningunni. Eigum við þá að hvetja til meiri byrði, ég held ekki!
Við erum og verðum aldrei gyðingar, mér finnst ekkert að því gyðingar fylgi svona reglum sökum trúar sinnar, en við sem erum talin "gentiles" samkvæmt ritningunni eða heiðingjar, þá eiga vissar reglur ekki við um okkur og erum við því ekki háð þeim.
Vissulega var svínakjöt hættulegt á tímum Gamla Testamentisins vegna skorts á hreinlætis, sérstaklega við slátrun og annað slíkt. Þetta hið fínasta kjöt til átu í nútíma samfélagi! Að minnsta kosti þar sem hreinlætið er í lagi.
Því ritað er:
Bréf Páls til Rómverja 14:17-22
17 Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda. 18 Hver sem þjónar Kristi á þann hátt, hann er Guði velþóknanlegur og vel metinn manna á meðal. 19 Keppum þess vegna eftir því, sem til friðarins heyrir og til hinnar sameiginlegu uppbyggingar. 20 Brjóttu ekki niður verk Guðs vegna matar! Allt er að sönnu hreint, en það er þó illt þeim manni, sem etur öðrum til ásteytingar.
21 Það er rétt að eta hvorki kjöt né drekka vín né gjöra neitt, sem bróðir þinn steytir sig á. 22 Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það, sem hann velur.
Þarna stendur það skírum stöfum: "Brjóttu ekki niður verk Guðs vegna matar"20 og ennþá frekar: Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði 22 Ekki er þetta flókið ... er það?
Persónulega, þó að svínakjöt sé í engu uppáhaldi hjá mér, en ég borða það samt, þá tel ég sjálfur það ekki vera "synd" að borða það. Þú fyrirgefur Halldór/Mofi minn, en ég get ekki sæst á þessi rök þín og skil ég ekki af hverju þú hengir þig á svona Gamla testamentiskenningar endalaust. Ég hef reynt að ræða þetta við þig, en ég upplifði mig eins og ég væri að kasta perlum fyrir svín! tíhí!
P.s. ég er ekki ráðast að neinum nema gömlum kenningum, Mofi/Dóri vissi af þessu áður en ég setti þetta í loftið, og allt er þetta gert í samráði við hann, enda erum við Mofi góðir vinir og er þetta ekki meint sem árás á hann á neinn hátt. :) En ég áskil mér þann rétt að vera ósammála honum ... ;-)
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt 10.6.2008 kl. 00:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 588251
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Húrra, húrra , húrra ég var að troða í mig ,mjög vel elduðu, beikoni....
Haraldur Davíðsson, 9.6.2008 kl. 22:22
Ég borða ekki svínakjöt.Það er svo fitusprengt að mér verður illt af því,og svo er það svo lengi að meltast.Ef einhver velur að borða ekki ákveðna fæðu sé ég ekki hvað okkur kemur það við.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 23:04
Halli - ég líka!
Hippókrates - vá, ég þakka fyrir mig! Veit ekki hvað á að segja!
Birna - það er annað mál að hafa ofnæmi, og tel ég það betri rök en nokkuð annað, ég sé bara ekki þessi biblíulegu rök sem Mofi vill halda fram.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.6.2008 kl. 23:43
Mér finnst svínakjöt ekki gott, en borða sumar útgáfur af því eins og beikon (voða sjaldan) skinku (aðeins oftar) og hamborgarhrygg (bara á aðfangadag)
Hef ekkert sett mig inn í réttan og rangan mat út frá trúarskoðunum
Ragnheiður , 10.6.2008 kl. 00:03
Hippókrates - eins og ég segi ég er orðlaus, sem gerist reyndar afar sjaldan, ég met ég mikils orða þinna og er afar þakklátur ... takk, það er eina sem ég get sagt.
Ragnheiður - ég hef aðeins heyrt um svona lagað, og sá þetta ekki svart á hvítu fyrr en hjá Mofa. Aðventistar, eru ... sérstakir og megi algóður Guð blessa þá og geyma. En ég segi eins og þú, ég er enginn svínakjöts "fan" sjálfur. Ég varð bara að mótmæla þessu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.6.2008 kl. 00:08
Nei svo er ekki Hippókrates, en mér þykir samt vænt um sjá að ég sé tiul einhvers gagns.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.6.2008 kl. 00:30
Ég þarf greinilega að fara að skrifa leiðbeiningar um matreiðslu á svínabóg fyrir fólk. Lifi gölturinn! (fram að slátrun)
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 01:07
svínakjötsát var bannnað af mjög lógískum ástæðum. Svín eru mjög erfðafræðilega skyld manninum og því var vírushætta (og er ) meiri...so what? eftir 2000 ár eigum við að hugsa eins?
(...by the way Guðsteinn minn, Jón Valur hefur mig í eilífu banni, en ég vildi segja við hans grein..."mér finnst #jokurinn" um kaþólskuns bæði fyndinn og verðskuldaður)..vona að þú birtir þettta Guðsteinn minn, enda alin upp í kaþólsku!!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.6.2008 kl. 01:28
Kæri Guðsteinn. Þú tekur þarna sýn Péturs postula í 10. kafla Postulasögunnar. Menn mega ekki gleyma að lesa aðeins lengra en þú gerir hér, þ.e.a.s. strax tveimur versum neðar þá rennur upp fyrir Pétri hin sanna merking sem sýnin átti að færa honum og mannkyninu :
10. kafli Postulasögunnar vers 17 :
"Meðan Pétur var að reyna að ráða í, hvað þessi sýn ætti að merkja, höfðu sendimenn Kornelíusar spurt uppi hús Símonar. Nú stóðu þeir fyrir dyrum úti og kölluðu: Er Símon sá, er nefnist Pétur, gestur hér? Pétur var enn að hugsa um sýnina, þegar andinn sagði við hann: Menn eru að leita þín.
Flýt þér nú ofan og far hiklaust með þeim, því að ég hef sent þá."
_____ _____ _____
vers 28. "Hann sagði við þá: Þér vitið, að Gyðingi er bannað að eiga samneyti við annarrar þjóðar mann eða koma til hans. En Guð hefur sýnt mér, að ég á engan að kalla vanheilagan eða óhreinan.
Fyrir því kom ég mótmælalaust, er eftir mér var sent."
_____ _____ _____
vers 34. "Þá tók Pétur til máls og sagði: Sannlega skil ég nú, að Guð fer ekki í manngreinarálit."
Þarna fær hann skýringu frá Guði á því hvað sýnin raunverulega merkir og það á ekkert skylt við hvaða kjöt má borða, heldur notar Guð myndlíkingu í sýninni til að koma boðskap sínum til Péturs og okkur hinna um að allir menn, gyðingar sem grískir menn (aðrir - vantrúaðir) skulu fá að njóta fagnaðarerindissins.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.6.2008 kl. 02:08
Hippokrates, heyr heyr....
Haraldur Davíðsson, 10.6.2008 kl. 03:58
Sæll Haukur minn, ég borða svínkjöt, en hef minkað það, sakir kostnað meira en nokkuð annað. Svínakjöt lögmálið tilheyrir að öllum líkindum hinni munnlegu hefð laganna (enda skiljanlegt ef við skoðum svín í samtímalegu samhengi á ekki við í dag öllu jafnan)farísearnir voru mikið fyrir að bæta við lögin svo að þau mundu virk í tak við samfélagið (einföldu á flóknu máli)Satúkearnir voru hinsvegar á móti öllu sem tengdist mannasetningum og hefðu sjálfsagt mótmælt svona bulli í dag. Svínkjöt er ekki óhollt (almenn skinsemi, fita beikon spara) eða synd, það er einfaldlega smekksatriði
knús
Linda, 10.6.2008 kl. 08:31
Þú gefur í skyn að Aðventistar telji svínaketsát vera synd og að meðlimum kirkjunar sé bannað að leggja sér það til munns, það er ekki rétt.
Hins vegar er heilsuboðskapurinn stór þáttur af lífi margra og misjafnt hversu langt fólk kýs að ganga í þeim efnum. Umræðan um óhrein dýr er þar einungis einn þáttur af mörgum. Meiri áhersla hefur þó verið á að halda ókeypis námskeið til að hætta að reykja, matreiðsla á hollum grænmetisréttum og fleira í þeim dúr til hjálpar þeim sem vilja bæta lífsgæði sín.
Þóra Jóns (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 08:49
aið og tið eru eitthvað stirð á lyklaborðinu, í ofangreindu á að vera eftirfarandi setning. "virk(a) í tak(t) við etc etc..
sjá msn skilaboð.
knús
Linda, 10.6.2008 kl. 09:02
Það er í vægasta lagi broslegt að láta fornmenn stjórna matarvenjum sínum, litla gula hænan eða eitthvað
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 09:09
Jóhannes - já, lifi gölturinn!
Anna B - auðvitað leyfi ég þessu að standa, og var ég ekki alinn upp í kaþólksu, heldur Lúthersku.
Predikari - tilvitnun þín breytir ekki mínum boðskap, heldur staðfestir hann. Pétur var gyðingur og fór samviskusamlega eftir þeim reglum sem þeim var sett. Ert þú gyðingur? Og háður þessu? Nei, ég er kristinn og ekki bundinn lögmálum gyðinga. Jesú er minn túlkunarlykill og læt ég hans orð ráða.
Halli - Rock on!
Linda - einmitt ! Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta smekksatriði og við því er ekkert að segja!
Þóra - já ég gef það í skyn, sökum þess hvernig Mofi setti þetta upp þá gat ég ekki annað skilið en svo væri. En þið aðventistar mega eiga það að þið eruð framar en nokkur annar varðandi gott líferni og heilsu. Þar eruð þið algjörir snillingar!
Dokksi - no comment.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.6.2008 kl. 09:34
Til að meta þessa setningu Krists skulum við skoða nokkur atriði:
Það sem við sjáum hérna er að Pétur skyldi orð Krists engann veginn þannig að hann mætti borða allt. Hérna meira að segja neitar að hlíða Guði; svo alvarlega leit Pétur á reglurnar um hreint og óhreint kjöt. Síðan fáum við skýringuna á sýninni og hún er ekki að segja að það er í góðu lagi að við borðum hvað sem okkur langar í.
Ef að þetta voru góð ráð þegar Guð gaf þessi ráð, afhverju verða góð ráð að byrði? Ef svín eru óholl og Guð var þarna að vara okkur við óhollustu er þá ekki heimskulegt að hafna góðum ráðum? Eitt er að hafna góðum ráðum góðs vinar sem veit mikið, það er ekki gáfulegt; en að hafna ráðum Guðs... hve miklu heimskulegra er það?
Ertu heiðingi Haukur?
Fagnaðarerindið átti að boða heiðingjum eða þeim sem voru ekki gyðingar til þess að breyta þeim úr heiðingjum yfir í trúaða. Jesús vitnaði í orð Móse sem orð Guðs og sagði að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman heldur af sérhverju orði Guðs. Jesú kom ekki til að henda öllu því góða sem Guð hafði sagt áður en Hann kom.
Ekki beint flókið en það þarf smá lærdóm til að fá sem réttastann skilning, sjá: http://www.gnmagazine.org/booklets/CU/romans14.htm
Hérna komum við líklegast að stóra punktinum sem er að ég myndi ekki kalla þetta beint synd; sérstaklega ekki ef einhver telur að þetta er í góðu lagi því Guð dæmir hjartað. Miklu frekar er þetta spurning um að góð ráð frá Guði eru góð en ekki slæmt og gáfulegt að fara eftir þeim.
Þóra Jóns útskýrði þetta vel.
Þú lætur eins og þú þurfir að tipla á tánum í kringum mig; ég er nú með þykkari skráp en það :) Ef þú sannfærir mig um að ég hafi rangt fyrir mér í þessu þá myndi ég þvílíkt halda upp á það með góðum beikon borgara og pepperóní pítsu því ég veit hvað það er meiriháttar gott.
Mofi, 10.6.2008 kl. 09:54
Langar að benda á þetta hérna líka varðandi þessar reglur sem eru að finna í Biblíunni: http://www.gnmagazine.org/booklets/CU/matterofhealth.htm
Mér finnst við sýna svo mikið óþakklæti og óvirðingu þegar við setjum okkur á háann hest og gerum lítið úr þessum reglum sem hafa bjargað óteljandi lífum og hefðu getað bjargað enn fleiri einstaklingum ef þeir hefðu bara hlustað. Enn jafnvel meðal kristinna þá er þessi tilheiging að gera lítið úr þessum lögum Guðs og mér finnst það sorglegt.
Mofi, 10.6.2008 kl. 09:59
Matarlög guðs... comon Mofi, ég mundi telja þetta Óskalög sjúklinga frekar.
Það er alveg fullt af svona steiktum lögum í biblíunni, lets take it further, hvað var guð að setja svona mat á jörðina in the first place. Hvað með allt liðið sem fékk ekki matarlögin fyrr og lifði í hundraðþúsunda ára án þessara laga, hvað með alla þá í dag sem eru með aðrar matreiðslubækur.
Menn verða nú að hafa smásíu á biblíunni, hafa fyrirvara á að gleypa ekki allt hrátt.
Ég fæ mér beikonborgara í hádeginu bara fyrir þig.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:16
Mofi:
1. Umræðan fjallar handaþvott.
2. Allt sem við getum borðað getur ekki verið núna "hreint" því að góður partur af því sem hægt er að borða er hættulegt og skasðlegt. Svo hreinlega setningin getur ekki þýtt þetta. Ef þú aftur á móti lætur fæðu þýða það sem gyðingar litu á sem fæðu sem er hreint kjöt þá er Jesú einfaldlega að mótmæla því sem umræðan fjallar um.
3. Jesú gagnrýnir reglur faríseijanna um handaþvott en bendir á reglur Guðs. Þessar reglur um handaþvott voru mannasetningar en reglur um svínakjöt komu frá Guði og er að finna víðsvegar um Gamla Testamentið.
Haukur:
1. Ömmm ... já meðal annars, en mér þykir sæta furðu ef hann tók það ekki sérstaklega fram ef svo væri, hann nefnir alveg sértaklega fæðu, ekki handaþvott. Þannig þessi rök eru útúrsnúningur hjá þér.
2. Allt sem er ætt og ekki eittrað er hreint. Jesús sagði það sjálfur og fer ég ekki ofan af því.
3. Handaþvottur var löggjöf sem farið var með utí öfgar, það er góð regla að þrifa sig fyrir mat en Faríesar tóku þetta skrefinu lengra. Það var það sem Jesús gagnrýndi.
Mofi:
Það sem við sjáum hérna er að Pétur skyldi orð Krists engann veginn þannig að hann mætti borða allt. Hérna meira að segja neitar að hlíða Guði; svo alvarlega leit Pétur á reglurnar um hreint og óhreint kjöt. Síðan fáum við skýringuna á sýninni og hún er ekki að segja að það er í góðu lagi að við borðum hvað sem okkur langar í.
Haukur:
Eins og ég sé þetta þá lýsti Guð þá fæðu sem hann var áður búinn að lýsa yfir vanheilaga, sem heilaga. Guð var forsjáll og vissi að hreinlætið myndi drepa gyðinganna og einnig meðferð matrvæla eins og í tilfelli skelfisks og annars matar. Hann eins fólk veit eitrast afar fljótt ef ekki er rétt farið með, eftir að þekking á þessu jókt þá lýsti Guð þessu hreinu. Ég sé Guð fyrir mér eins kærleiksríkt foreldri að ala upp börnin sín, og er þetta hluti af því að kenna þeim rétt frá röngu.
Mofi:
Ef að þetta voru góð ráð þegar Guð gaf þessi ráð, afhverju verða góð ráð að byrði? Ef svín eru óholl og Guð var þarna að vara okkur við óhollustu er þá ekki heimskulegt að hafna góðum ráðum? Eitt er að hafna góðum ráðum góðs vinar sem veit mikið, það er ekki gáfulegt; en að hafna ráðum Guðs... hve miklu heimskulegra er það?
Haukur:
Svín eru EKKI óholl, en þau geta verið hættuleg ef ekki er farið eftir ákveðnum reglum um slátrun þeirra, með tilkomu hreinlætis þá breyttist þessi staðreynd. Enginn er að hafna ráðum Guðs, þvert á móti, við erum bara að þroskast í Guðs orði.
Mofi:
Ertu heiðingi Haukur?
Haukur:
Samkvæmt ritningunni já, þá er ég "heiðingi", v+i ritningin telur alla þá sem ekki eru gyðingar heiðingja. það ert þú líka Moffi minn. Annars er þetta heimskuleg spurning hjá þér, sérstaklega þegar þú veist betur.
Mofi:
Fagnaðarerindið átti að boða heiðingjum eða þeim sem voru ekki gyðingar til þess að breyta þeim úr heiðingjum yfir í trúaða. Jesús vitnaði í orð Móse sem orð Guðs og sagði að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman heldur af sérhverju orði Guðs. Jesú kom ekki til að henda öllu því góða sem Guð hafði sagt áður en Hann kom.
Haukur:
Einmitt! Sammála þessu! Af hverju vilt þú þá flækja það?
Mofi:
Ekki beint flókið en það þarf smá lærdóm til að fá sem réttastann skilning, sjá: http://www.gnmagazine.org/booklets/CU/romans14.htm
Haukur:
"Réttan" skilning? Mér þykir þú kokhraustur. ;)
Mofi:
Hérna komum við líklegast að stóra punktinum sem er að ég myndi ekki kalla þetta beint synd; sérstaklega ekki ef einhver telur að þetta er í góðu lagi því Guð dæmir hjartað. Miklu frekar er þetta spurning um að góð ráð frá Guði eru góð en ekki slæmt og gáfulegt að fara eftir þeim.
Haukur:
Mofi minn, þetta eru góð ráð frá Guði! Enginn er að halda öðru fram, annars hefði gyðinga þjóðin sem slík ekki lifað af! Svo einfalt er það.
Mofi:
Þú lætur eins og þú þurfir að tipla á tánum í kringum mig; ég er nú með þykkari skráp en það :) Ef þú sannfærir mig um að ég hafi rangt fyrir mér í þessu þá myndi ég þvílíkt halda upp á það með góðum beikon borgara og pepperóní pítsu því ég veit hvað það er meiriháttar gott.
Haukur:
Ég skal fara með þig á "Pigs R' us" ef það tekst! Og þart þú ekki að borga neitt!
Mofi:
Mér finnst við sýna svo mikið óþakklæti og óvirðingu þegar við setjum okkur á háann hest og gerum lítið úr þessum reglum sem hafa bjargað óteljandi lífum og hefðu getað bjargað enn fleiri einstaklingum ef þeir hefðu bara hlustað. Enn jafnvel meðal kristinna þá er þessi tilheiging að gera lítið úr þessum lögum Guðs og mér finnst það sorglegt.
Haukur:
Alveg rolegur á fordæmingum þínum, lestu betur hvað ég skrifa en fara með svona prímadonnu þvælu. Þetta er ekki svona dramatískt og virkar ekki svona sálfræði á mig Mofi, því ég veit að ég er að fara eftir reglum Guðs, og er ekki í neinni "synd" eins og þú ert hér að saka mig um.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.6.2008 kl. 10:17
Ekki ef orðið fæða þýðir það sem gyðingar litu á sem fæðu og svín voru ekki fæða fyrir þá.
Nei, þetta voru mannasetningar og Jesú var að gagnýna mannasetningar á meðan Hann eins og alltaf, hefur lög Guðs upp sem góð og rétt.
Bættist meðferð matar þarna eða tvö þúsund árum seinna? Pétur síðan sýnir okkur svo ekki verður um villst að Jesú lýsti aldrei dýr eins og svín sem núna heilög.
Ef að þessi lög voru góð í þá daga, og voru nauðsynleg þangað til að við höfðum ískápa og fleira. Þá er ekki möguleiki að þessar reglur voru teknar úr gildi þarna því það hefði verið gífurlega skaðlegt og drepið fólk.
Ætlarðu að segja mér að borða beikon og pepperóní er hollt?
Nei, alls ekki. Endilega hlustaðu á þennan fyrirlestur sem ég benti þér á, sjá: http://www.hopevideo.com/david_asscherick.htm - Who is Israel
Þú ert að misnota þetta til að fjarlægja aragrúa af versum í Biblíunni sem tala á móti svínaáti með þessari sýn þegar sýnin þýddi ekki að það skiptir ekki máli hvað við borðum.
Hehe
Bíddu nú við... ég sagði að ekki væri um synd að ræða. Við erum að gera lítið úr þessum reglum með því að kalla þær úreldar og þá sem taka þær alvarlega sem fornaldar viðhorf.
Þetta er mjög dramatískt því að í þessum lögum sjáum við hve mörgum mannslífum hefði getið verið bjargað ef við ( mannkynið eða kristnir ) hefðum tekið mark á þeim reglum sem Guð gaf okkur. Þetta eru sömu rök og hafa verið notuð til að hlíða ekki þessum lögum þegar þessi lög gátu bjargað mannslífum. Ég er aðeins að benda á að okkar viðhorf á að vera að hafa þessi ráð í heiðri og vera stollt af þeim því að þau sýna að Biblían hefur þekkingu fram yfir það sem guðleysingi gæti búist við af henni.
Mofi, 10.6.2008 kl. 10:38
Þú sakar mig um brjóta lög Guðs og flokkast það sem synd Mofi, sama hvernig þú lítur á það.
Að fara eftir lögmáli Móse er allt í góðu en Jesú uppfyllti allt lögmálið, hann í raun og veru uppfærði lögmálið eins og Guð ætlaði því að vera, án snertingar frá spilltum mönnum og til hins betra. Hann kom með nýjan sáttmála sem er betri en sá gamli sem er úreltur orðinn.
Við erum frjálir menn með frjálsan vilja, látum ekki aðra dæma okkur fyrir mat og drykk. Það er Guð sem dæmir. Og er það sem skiptir máli.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.6.2008 kl. 10:44
p.s. fyrirgefið allar villurnar, ég hef aldrei skrifað jafnhratt og vona að þetta skiljist hjá mér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.6.2008 kl. 10:48
Bottom line er að menn gera guð sinn rosalega smáan ef þeir telja hann vera með svona farout reglur
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:49
Hvernig virkar það að uppfylla? Þýðir það að gefa einhverjum leyfi til að brjóta lögin í mola? Nýji sáttmálinn er betri vegna þess að það þarf ekki presta til að fórna dýrum vegna brota á lögmálinu; ekki vegna þess að núna megum við haga okkur eins og við viljum. Lögmálið er endurspeglun á hver Guð er og bara að hafa löngun til að brjóta það sýnir að eitthvað er að.
Ég hef að vísu ekki litið á heilsufars reglurnar í Gamla Testamentinu sem lögmál Guðs heldur góða ráðgjöf til góðrar heilsu og að það er bara gáfulegt að fylgja þeim. Svakalega grunar mig að Jón vinur minn Hjörleyfur er mér ósammála og hefði gaman að lesa hvað hann hefur um málið að segja. Meira að segja búinn að biðja hann um það svo...
DoctorE, hvað finnst þér um þessa grein hérna sem útskýrir hve mörgum mannslífum hefði verið bjargað ef þessum reglum hefði verið fylgt?
The first book of public hygiene
Mofi, 10.6.2008 kl. 11:12
Mofi:
Hvernig virkar það að uppfylla? Þýðir það að gefa einhverjum leyfi til að brjóta lögin í mola?
Enginn gat uppfyltt þetta nema Jesús, þar sem hann er Guð sjálfur hefur hann fullt vald til þess að breyta því sem miður fíor í höndum mannanna.
Mofi:
Nýji sáttmálinn er betri vegna þess að það þarf ekki presta til að fórna dýrum vegna brota á lögmálinu; ekki vegna þess að núna megum við haga okkur eins og við viljum. Lögmálið er endurspeglun á hver Guð er og bara að hafa löngun til að brjóta það sýnir að eitthvað er að.
Jáhá, þú dregur aldeilis ályktannir og alhæfir heldur betur um skoðun mína. Enginn er að boða lögleysu, ég er aðeins að benda á orð Krists og uppfyllingu þeirra. Fórnardauði hans leysti okkur undan gömlu reglunum, þess vegna setti hann nýjar og betri reglur sem við lifum eftir í dag.
Mofi:
Ég hef að vísu ekki litið á heilsufars reglurnar í Gamla Testamentinu sem lögmál Guðs heldur góða ráðgjöf til góðrar heilsu og að það er bara gáfulegt að fylgja þeim.
Ég er sammála þessu svo lengi sem það er öfgalaust. Við erum ekki gyðingar Mofi, gleymdu því ekki.
Mofi:
Svakalega grunar mig að Jón vinur minn Hjörleyfur er mér ósammála og hefði gaman að lesa hvað hann hefur um málið að segja. Meira að segja búinn að biðja hann um það svo...
Láttu hann koma!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.6.2008 kl. 11:25
Mofi hugsaðu um það hversu mörgum lífum hefði verið bjargað ef kristni hefði ekki orðið til... menn geta endalaust sagt eitthvað svona
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:34
Dokksi - alveg rólegur!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.6.2008 kl. 11:35
Fórnardauðinn leysti okkur undan bölvun lögmálsins sem heimtar dauða hvers sem syngdar. Svo alvarlegt er að brjóta lögmálið og svo stórt var gjaldið til að losa okkur undan refsingunni. Það á engann hátt gerir minna úr lögum Guðs.
Hvaða reglur er þá búið að afnema og hvernig veistu hverjar þær eru? Og afhverju heldurðu að Guð hafi verið að setja á stofn reglur sem síðan urðu bara úreldar? Hvenær urðu þær úreldar? Ef við skoðum reglurnar um svínin þá var engann veginn tímabært heilsunnar vegna að úrelda þær fyrir tvö þúsund árum.
Nei, þú getur ekki sagt eitthvað svon, þú þarft að rökstyðja það. Ég bendi á þessar reglur og afhverju þær björguðu lífum. Hérna ertu einfaldlega að kalla það sem er gott slæmt og það er bara einstaklega ómerkilegt af þér.
Mofi, 10.6.2008 kl. 12:38
Guðsteinn: Hvað með Spænska Rannsóknarréttinn? Ég hef lengi beðið eftir útskýringum sambandi við hann. Hvað þeir voru "Evil" við næstum alla í nafni kirkjunnar. Einnig væri ég til í að sjá þig reyna skrifa eitthvað gott um Krossfarirnar.
Ég hugsa að þú getir það, miðað við hvernig þú nærð að snúa öllu upp í hendur biblíunar.
Gangi þér vel :)
Finnbogi Haukur Birgisson, 10.6.2008 kl. 12:39
Þakka þér kærlega fyrir. Það var nú aldeils fínt að fá þennann pistil frá þér Haukur, sem staðfestir að okkur Rósu er alsendis óhætt að borða hrefnu í kvöld hjá þér.
Við þurfum sum sé ekki að syndga upp á náðina og það bætir matarlystina. Þú sér um listina.
Sjáumst.
Sigurður Þórðarson, 10.6.2008 kl. 13:03
Þetta er nú eins og með Þýskaland nasismans, Finnbogi, það voru ekki allir þjóðverjar nasistar, og ekki hægt að tala um þýsku þjóðina í því samhengi, aðeins hluta hennar......
Þessvegna er ég nú ekki viss um að öllum kristnum sé mikið í mun að finnast spænski Rannsóknarrétturinn eða krossferðirnar eitthvað gott og fallegt.....
FRIÐUR ( fegrar ekki sannleikann, sannleikurinn fegrar friðinn )
Haraldur Davíðsson, 10.6.2008 kl. 13:07
Haraldur:
Það er rétt hjá þér.
Mér finnst hinsvegar einsog of-trúað fólk (ég er ekki að segja að Guðsteinn sé það) vilji ekkert tala um þetta mál eða reyna réttlæta það á einhvern hátt, eða jafnvel tala á móti þessu. Heldur sópa þeir þessu bara undir mottu eins og ekkert hafi skorist í leikinn.
Þetta tvennt, spænski rannsóknarrétturinn og krossfarirnar eru mjög stórar í sögu kristni á jörðinni og að mínu mati á ekki að svara því þannig að "Sumt fólk er of-trúað og sumt ekki".
Þetta var gert í nafni biblíunnar og kirkjan á þessum tíma kvittaði upp á þetta, að það mætti bara slátra fólki hingað og þangað ef þau beygðu sig ekki eftir þeirri trú sem "uppunum" hentaði.
Þess má geta að krossfarirnar drápu mikið af fólki, jafnvel meira en það sem var drepið í heimsstyrjöldunum.
Mér þætti gaman að sjá Guðstein (Zeriaph) reyna að túlka þetta á sinn hátt, hvað fór fram á þessum tímum.
:)
Finnbogi Haukur Birgisson, 10.6.2008 kl. 13:17
Aðferðafræði kirkjunnar á þessum tímum verður ekki varin á nokkurn hátt.
Fólk höndlar ekki vald á þessum skala, og því er niðurstaðan alltaf sú sama, illt fólk gerir illa hluti í nafni guðs, á beltissylgjum þýskra hermanna stó " gott mitt uns ", Bush drepur í nafni guðs, Bin Laden gerir það sama, og alltaf bætast í hópinn menn sem vilja drepa fyrir guð sem sagði ÞÚ SKALT EKKI DREPA, þetta er bara svona við erum breysk.
Það er engum ætlað að vera fullkominn, en okkur er samt ætlað að reyna. Nú vil ég taka fram að ég vil ekki tilheyra neinum trúarbrögðum sem vilja gefa guði nafn, form, eða ásjónu, það finnst mér nefnilega hroki og sjálfsdýrkun af hálfu manna.
FRIÐUR ( ber ekkert nafn, og hefur enga ásjónu ).
Haraldur Davíðsson, 10.6.2008 kl. 13:32
Mofi:
Hvaða reglur er þá búið að afnema og hvernig veistu hverjar þær eru? Og afhverju heldurðu að Guð hafi verið að setja á stofn reglur sem síðan urðu bara úreldar? Hvenær urðu þær úreldar? Ef við skoðum reglurnar um svínin þá var engann veginn tímabært heilsunnar vegna að úrelda þær fyrir tvö þúsund árum.
Einfalt, mannareglurnar, og eru það einmitt þær sem við erum að fjalla um.
Finnbogi:
Einnig væri ég til í að sjá þig reyna skrifa eitthvað gott um Krossfarirnar.
Ég hugsa að þú getir það, miðað við hvernig þú nærð að snúa öllu upp í hendur biblíunar.
Vá, þú biður ekki um lítið! En ég ætla að verða við áskorunn þinni, og verður þú var við þegar ég geri það, því oftast nær lengi ég einhverra hluta vegna í "heitum umræðum" ...
Sigurður - ég hlakka til að sjá þig! :)
Haraldur og Finnbogi - ég reyni á minn hátt að tækla þessi atriði, og eigi er það fögur saga, það get ég alveg viðurkennt. En eins Halli minnist réttilega á, þá er um menn að ræða og mennska stofnun sem gerði svona hluti - ekki Guð. En ég tek á þessu við fyrsta tækifæri. Lofa því!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.6.2008 kl. 14:55
Handaþvotturinn sem Jesú talaði um voru bara mannareglur; reglurnar um svín voru frá Guði og marg endurteknar víðsvegar um Gamla Testamentið.
Mofi, 10.6.2008 kl. 15:08
Jamms Mofi, var Jesús þá að fara með fleipur þegar hann lýsti allt hreint?
Allavegna, ég ætla að bjóða þér upp pork chops með beikoni og skinku þegar þessu er lokið.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.6.2008 kl. 15:20
Ég er hræddur um að mofi megi fara að panta sér pepperóni veislu og beikonborgara hjá Tomma. Það var auðsýnt í fyrri umræðunni um svínin að þau væru hollari en nautakjöt. Nálægt hollustu kjúklings, nema þó ríkari af próteinum og B-Vítamíni.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 16:24
Eins og ég útskýrði þá getur Jesú ekki hafa átt við að allt sem við getum borðað er núna í lagi að borða. Ef svo væri þá væri núna í lagi að borða mannakjöt og eitur. Síðan benti ég á að Pétur augljóslega skyldi orð Krists ekki þannig að það væri í lagi að borða svín miðað við viðbrögð hans í Postulasögunni sem þú sjáslfur bentir á. Jesú í þessu dæmi talar sérstaklega illa um mannasetningar og síðan bendir á reglur Guðs sem góðar. Jesús var ekki að fara með fleipur, þú ert að misskilja Hann þarna. Jesús var að gagnrýna mannasetningar fariseyja um handaþvott og þegar Hann talar um fæðu þá er Hann líklegast að tala um það sem gyðingar flokkuðu sem fæðu en svín var ekki fæða í þeirra huga.
Ef þú vilt láta Jesú þarna gera alla fæðu hreina þá hefðu það verið hræðilegar ráðleggingar því að svín héldu áfram að vera uppspretta sjúkdóma í tvö þúsund ár í viðbót.
Í versta falli þá voru þetta góðar ráðleggingar til þessa fólks á þessum tíma. Hvað finnst þér um þessa grein hérna um heilsutengd mál við svín: Matter of health
Mofi, 10.6.2008 kl. 16:57
Hér er svín fyrir þig Mofi... nammi namm
http://www.dailymail.co.uk/news/article-1025428/Pig-Boots-The-worlds-porker-afraid-mud.html
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 17:08
Ja, eins og frændi minn sagði hér eitt sinn - ef Guð vill ekki að við borðum dýrin, af hverju skóp hann þau þá úr kjöti?
Þessi umræða er að verða skemmtilegri en Pulp Fiction - svínakjötsumræðan í lokakaflanum.
Ingvar Valgeirsson, 10.6.2008 kl. 18:43
Mofi tekur þetta dæmi fornmanna og gleypir það með sökku og alles, hann vil brenna dýrafitu sem lofgjöf fyrir guð sinn, hann gerir ekki greinarmun á að éta svín sem hefur lifað á sorphaugum allt sitt líf eða svín sem er ræktað ... bara fyndin þessi síða sem hann bendir á, bara hahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 19:05
Þau geta verið sæt :)
Vonandi notar enginn þessi rök til að réttlæta það að borða þig... :/
Ef þessi rök virka þá hlýtur að vera í lagi að borða hunda, ketti og menn.
Hvar segi ég að ég vilji brenna dýrafitu sem lofgjöf fyrir Guð? Hefurðu annars ekkert málefnalegt um þetta að segja? Þú talar ótrúlega mikið miðað við einhvern sem segir afskaplega lítið...
Mofi, 10.6.2008 kl. 19:45
En tómatar... varaði guddi við þeim?
Smella hér
Þessi síða þin er á þessa leið..´fita nonno og biblían talar um að brenna fitu sem fórn fyrir gudda
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 20:08
Ég verð að taka undir með þeim Hippókratesi og Halla og hrósa þér Guðsteinn, það er ekki á færi hvers sem er að vera yfirvegaður yfir skoðunum skoðunum sínum og bera fyrir þeim góð rök.
Mín skoðun á Svínakjötsáti er sú að það sé mikilvægur partur af menningararfi Evrópskra þjóða og ég finn fyrir mjög miklum frændskap við Þjóðverja og Dani þegar ég lýsi því yfir dálæti á svínakjötsáti og bjórdrykkju. Það virðist reyndar vera að sú félagslega stjórnun sem vissir sjálfyfilýstir talsmenn Íbrahímsku trúarbragðanna vilja leiða yfir hinn vestræna heim, yfir lönd frelsis og lýðræðis, sé að fara yfir allan þjófabálk.
Ef fólk vill endilega borða bara Halal og Kosher þá má það ef það vill, en andskotinn... leyfið mér að láta í mig reykt grilluð svínarif frá Danmörku og þýzkan bjór (ég á ættir að rekja á beggja landa og því get ég sagt að þetta sé FJÖLMENNINGARTENGT hjá mér), ég er ekki að skaða neinn nema grísinn og máské lifrina í mér með mínum neysluvenjum.
Þú frelsar engan með því að taka frelsið af honum.
PS: Halli, bjóddu mér oftar í beikon!
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 10.6.2008 kl. 20:17
No worries..
Haraldur Davíðsson, 10.6.2008 kl. 20:20
Og muna svo að fara með alla fitu í kirkjuna þar sem prestlingurinn mun brenna hana til dýrðar guðs
Lev 3:16; "And the priest shall burn them upon the altar: it is the food of the offering made by fire for a sweet savour: all the fat is the LORD's"
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 20:23
neibb borða hana sjálfur, kolestóról...namm namm..
Haraldur Davíðsson, 10.6.2008 kl. 20:44
Þessari spurningu er í raun svarað í Postulasögunni 15. kafla. Í 5. versi segir:
Þá risu upp nokkrir úr flokki farísea, er trú höfðu tekið, og sögðu: ,,Þá ber að umskera og bjóða þeim að halda lögmál Móse.
Málið var borið undir postulana og öldungana, sem komust að þessari niðurstöðu (28. og 29. vers:)
Það er ályktun heilags anda og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta, sem nauðsynlegt er, að þér haldið yður frá kjöti fórnuðu skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði. Ef þér varist þetta, gjörið þér vel. Verið sælir.
Theódór Norðkvist, 10.6.2008 kl. 21:43
Ég er reyndar með einfaldari og praktískari reglu með svínakjöt...Það er rétt að þetta er ekki æskileg fæða og ber að forðast að neyta út frá Guðfræðinni. Um það verður ekki deilt.
Hinsvegar er það þannig að ég hef fellt nokkur villisvín um ævina og ég get sagt að það er fátt eins viðbjóðslegt og að gera að svíni. Standard lyktin er eins og af ýldum fisk og allt er þetta vaðandi í kílum og vörtum að innan. Út frá því tek ég ráðleggingu Guðs um að sneiða frá þessari gerð að kjöti.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 10.6.2008 kl. 21:59
En guð er kki til Eiríkur... þú tekur ráðleggingum fornmanna
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 22:25
Eitthvað á Dokksi erfitt með að horfast í augu við staðreyndir... það er svo sem alveg skiljanlegt að þú talar af fáfræði um fórnarlögmál gyðinga en þú ættir að hafa vit á því að vera ekki hávær um atriði sem þú veist lítið um.
Nei, hann sér hvernig þetta er með eigin augum og hvernig þetta ráð Guðs er rökrétt.
Mofi, 10.6.2008 kl. 22:57
Það er ekki mín trú, ef einhver kemur til mín og segir eitthvað vera til.. þá verður hann að sanna sitt mál... þar til það gerist þá er þetta dæmi ekki til.
Mannkyn hefur gengið í gegnum hörmungar í árþúsundir.. aldrei sést guð EVER, við sjáum börn svelta í hel, ekki kemur guð, við sjáum fjölskyldur farast í hamförum, ekki kemur guð... so hann er ekki til
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 23:15
Trichinosis hringormurinn finnst að vísu víða í heiminum þar sem svín eru ræktuð við óviðunandi aðstæður og skert hreinlæti, þó er meiri hætta af smiti frá villibráð hverskonar. Þessa óværu er auðvelt að forðast með réttri eldun, það er að segja 74°c í kjarnhita er haldið í eina mínútu.
Greinin heldur áfram og fer að tala um spítalainnlagnir útaf skelfiskáti. Nokkuð skondið þar sem ferskur skelfiskur er bráðhollur og mjög bragðgóður. Helsta vandamálið þar er að flestar eitranir sem valdast af, t.d. kræklingaáti er vegna eitraðra þörunga sem berast í fólk með því vatni sem skelin er í. Einnig eru algengar matareitranir en þá eru þær ávallt vegna þess að skelfiskurinn er ekki ferskur, því það tekur meiri vinnu en sumir eru tilbúnir að leggja sig á að athuga ferskleikann á hverri einustu ostru eða krækling (einfaldlega að banka í skelina og borða innihaldið ef hún reynir að lokast).
Að síðustu þá er verið að hrauna yfir steinbít sem er einn sá besti fiskur sem fæst úr hafinu, og hver eru rökin? Jú hann skortir hreistur og er hrææta. Steinbítur sannarlega er stundum plagaður af hringormum, en auðvelt er að hreinsa þá úr fisknum. Lítum aftur á móti á þorsk og ýsu. Fáan fisk finnum við sem jafn marga maðka þarf að tína úr og þorskinn, svo er ýsan hrææta og botnhreinsir. Þó þykja þeir fínir enda báðir hreistraðir og með ugga.
Kynntu þér frekar störf matvælafræðinga og lestu þér til um þessa smitsjúkdóma sem sífellt er haldið fram að eitri þennan mat. Þá sérðu að þetta er síður en svo verra en það sem þú lætur ofan í þig dagsdaglega.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 03:05
Dokksi - þú ert ekkert nema tillitlslaus ofstækismaður, þessi grein þín sannar það! Ég hef sjaldan séð annað eins! En hver dæmi fyrir sig.
Ingvar - þetta er verða eins og Pulp Fiction .. sammála því!
Halli - bjóddu mér í gott beikon líka!
Eiki - ég vann í kjötiðnaðarstöð við úrbeiningu, og svín voru ekkert ógeðslegri en hvað annað.
Einar Valur Maack - það er einmitt málið, aðventistar boða 'Kosher' í umboðsleysi, þeir eru ekki gyðingar, og takk fyrir hrósið!
Jóhannes - takk fyrir þinn fróðleik! Maður kemur ekki að tómum kofanum hjá þér í þessum efnum.
Mofi - ég er hættur að rífast við þig, en minni þig á að við eigum að umskera hjarta okkar, ekki holdið eins og Teddi bendir réttilega á! Takk fyrir það Teddi, ég var búinn að gleyma þessu versi.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.6.2008 kl. 09:15
Það er engin spurning að sumar hætturnar við að borða þetta dýr eiga ekki við ef fyllsta hreinlætis er gætt. Persónulega þá myndi ég treysta því mátulega en samt alveg rétt.
Full ástæða til að vera við fæðu sem er hættuleg nema þú passar upp á helling að atriðum.
Ýsan er líka einn af þeim fiskum sem eru flokkaðir sem óhreinir samkvæmt Biblíunni.
Alveg til í það og að skoða allt þetta mál betur.
Það er nú frekar að ég er að gagnrýna DoctorE fyrir að rakka eitthvað niður sem hann hefur ekki kynnt sér. Sé ekkert að því að fólk tali um það sem það hefur áhuga á þótt að þekking er lítil. Það sem er ámælisvert að mínu mati er gera grín að einhverju og hakka einhvern í sig án þess að hafa kynnt þér það eitthvað. Mér finnst ekkert að því að t.d. einhver gagnrýnir Biblíuna en ef hann hefur ekki rannsakað málið eitthvað þá er lélegt að vera með grófar fullyrðingar.
Ef þú ert að vísa til minnar greinar um svín þá var ég einfaldlega að tala um eitthvað sem ég hélt að ég þekkti eitthvað til og þegar þú leiðréttir ákveðin atriði þá tók ég því án þess að vera eitthvað að hakka þig í mig.
Vonandi meinar Biblían ekki þetta hérna:
Ef hjartað er umskorið þá sést það á verkunum og að vera þakklátur fyrir góðar leiðbeiningar frá Guði varðandi t.d. heilsu eru eðlileg viðbrögð.
Annars þá tek ég þessu sem að ég vann!
Mofi, 11.6.2008 kl. 10:10
Mofi:
Gross!
Ég læt aðra dæma um það.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.6.2008 kl. 10:17
Í þessu dæmi sem við erum að tala um þá sjáum við Guð gefa þjóð ráð um heilsu sem björguðu þeim frá alls konar sjúkdómum. Sömuleiðis þá voru aðrar reglur sem áttu við landbúnað og hjálpaði þeim einnig. Hið sama á við um siðferðisreglur og í dag væri heimurinn sannarlega betri ef menn færu eftir þeim. Hafðu samt ekki of miklar áhyggjur, Guð mun koma og rétta hlut þeirra sem hafa orðið undir í lífinu; samt ef þú hefur logið, stolið, öfundað eða hatað þá hefurðu slatta til að hafa áhuggjur af.
Mofi, 11.6.2008 kl. 10:19
P.s. ... Mofi, var þetta þá pissukeppni?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.6.2008 kl. 10:19
Mofi, 11.6.2008 kl. 10:40
Hafði ég enginn rök? Lestu þá betur yfir þetta karlinn minn, ekki slá þér til riddara strax.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.6.2008 kl. 11:15
Er ég ofstækismaður þegar ég svara í sömu mynt og sköpunarsinnar, reyndar eru sköpunarsinnar mun verri og gera hvað þeir geta til þess að kenna vísindum og þekkingu um allt það vona sem hefur gerst í heiminum okkar.
Sköpunarsinnar reyna að eyðileggja menntun barna... ég berst á móti rugli og bulli, best væri fyrir kristna að berjast líka á móti þessu bulli... ef þeir gera það ekki þá er á tæru að kristni mun deyja út
Boltinn er hjá ykkur félagar
DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 11:45
Boltinn hjá okkur Dokksi? Titill þinn : "F**k the creationists" segir allt sem segja þarf um þig og umburðarlyndi þitt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.6.2008 kl. 12:16
Svínakjöt er engu síðra að öryggi hérlendis en lamba- eða nautakjöt. Sambærilegar kröfur ber að gera til hreinlætis við matreiðslu.
Full ástæða til að vera við fæðu sem er hættuleg nema þú passar upp á helling að atriðum.
2 atriði Mofi: Ferskleiki og uppruni. Skelfiskur sem veiðist eða er tíndur á svæðum með mögulega eiturþörunga má ekki selja til manneldis. Ef þú kaupir skelfisk af öruggum byrgja og athugar ferskleikann þá ertu með öruggan mat.
Ýsan er líka einn af þeim fiskum sem eru flokkaðir sem óhreinir samkvæmt Biblíunni.
En sem besti matur í heimi hjá sérhverri íslenskri húsmóður. Ég veit hverjum ég treysti betur.
Ef þú ert að vísa til minnar greinar um svín þá var ég einfaldlega að tala um eitthvað sem ég hélt að ég þekkti eitthvað til
Samt ertu ennþá að reyna að verja þessa vitleysu hérna.
og þegar þú leiðréttir ákveðin atriði þá tók ég því án þess að vera eitthvað að hakka þig í mig.
Eins og sá möguleiki hefði verið fyrir hendi...
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 12:43
Jóhannes - þú sást þessa yfirlýsingu frá Mofa?
Ég held að hann sé villigöltum/götum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.6.2008 kl. 12:58
Btw. Takk fyrir góð rök Jóhannes!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.6.2008 kl. 12:58
Ok, las yfir betur, engin rök... ertu ekki til bara að kíkja á mig og slá mig til riddara? :) Ekki fast samt...
Guð eða einhver húsmóðir út í bæ... well, þitt er valið.
DoctorE beitir þannig aðferðum óspart; kemur bara með heimskulegar fullyrðingar á móti hverju sem er.
Afþví að þeir telja að það þurfi vitsmuni til að búa til flóknar vélar og upplýsingakerfi og þúsund alfræðiorðabækur á meðan þú berst fyrir því að tilviljanir geta alveg gert þetta?
Mofi, 11.6.2008 kl. 13:04
Ég kýs húsmóðurinna, takk fyrir. Það er ekki nokkur guð sem býður uppá þvott og sunnudagssteik. Hvað þá plokkfisk.
Það sem ég var að gefa í skyn er að þín brauðfótarök máttu sín einskis á móti þeim sem allir aðrir lögðu í bæði þessa og umræðuna á þinni síðu. Endilega haltu samt áfram að kalla mig heimskan, það sýnir vel á hvaða stigi þú ert.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:35
Mofi, 11.6.2008 kl. 14:42
Í 65. og 66. kafla Jesajabókar er vissulega að finna hörð orð gegn þeim sem borða svínakjöt. Ég held samt að þessi orð í 15. kafla Postulasögunnar, sem ég vitnaði í hér fyrr, gildi fyrir svínakjötsát, ekkert síður en aðrar reglur lögmáls Móse.
Þetta ráð postulanna og öldunganna var nokkurs konar æðsta ráð kristinna manna og hafði úrskurðarvald í andlegum málum, eins og sést berlega á því hvernig er á deilumálinu. Ráðið kvað upp þennan úrskurð og ég tel að hann gildi fyrir kristna í dag líka.
Deilan snerist um það hvort fylgja skyldi lögmálinu í ystu æsar, hvort sem talað var um svínakjötsát, bann við að tína sprek á hvíldardegi, skyldu til að fórna dýrum fyrir syndir o.s.frv.
Ef við erum bundin af þessu banni við neyslu svínakjöts hljótum við að vera bundin af öðrum ákvæðum lögmálsins. Er hægt að taka eitt atriði úr og segja að við séum skuldbundin til að fara eftir því, en ekki öðru?
Ég tek fram að það er án efa mjög góð regla að neyta ekki svínakjöts, bara af heilsufarslegum ástæðum. Það sem við deilum um er hvort við erum skyldug til að sneiða hjá svínakjöti eða ekki.
Er þetta ekki eitthvað sem við höfum frelsi til að ákveða fyrir okkur sjálf? Það gildir hér að sá á kvölina sem á völina. Ef svínakjöt er slæmt fyrir heilsuna, sem margt bendir til, þá verðum við að taka afleiðingunum af neyslu þess.
Theódór Norðkvist, 11.6.2008 kl. 15:36
Hvernig tekið er á deilumálinu átti að standa í annarri málsgrein. Hef ég kannski borðað of mikið svínakjöt yfir ævina?
Theódór Norðkvist, 11.6.2008 kl. 15:37
Glæsilegt Teddi, feginn er ég að sjá þig hér, þar sem mér þykir skortur á stuðningi frá kristnum í þessu máli, en þú hefur svarað þessu afar vel!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.6.2008 kl. 15:57
Púkinn borðar nú helst ekki svínakjöt, en eins og flestir geta ímyndað sér er það nú ekki af trúarlegum ástæðum - það fer bara ekki vel í hann. Að hafna svínakjöti af næringarfræðilegum ástæðum, eða vegna bragðs/smekks - það eru rök sem Púkinn skilur ... að hafna því af því að það er bannað í einhverri gamalli bók - þau rök tekur Púkinn ekki gild.
Púkinn, 11.6.2008 kl. 16:03
Það er almennt viðurkennt að á þessum tíma gat verið hættulegt að borða svín svo hvernig getur það hafa verið birgði að fylgja þessum reglum sem Guð gaf þeim til að halda heilsu?
Umskurn og helgifórnir sannarlega hefðu verið birgði og óþörf birgði þar sem hin sanna fórn var komin fram. Sömuleiðis þjóðfélagslög Móse hefðu verið birgði enda áttu þau aðeins við hvernig átti að stjórna þjóðinni, refsingar við glæpum og þess háttar.
En áttu þeir við þarna í Postulasögunni að núna þurfti ekki lengur að gæta hreinlætis þegar kom að t.d. fæða börn?
Við hljótum að meta lögmál Guðs er það ekki? Davíð sagði að hann hugleiddi það dag og nótt. Svo einhver löngun í að fara ekki eftir þeim reglum sem Guð setti... það er ekki í samræmi við að vera endurfæddur. Lögmálið sem átti að renna úr gildi var fórnarlögmálið. Annað sem á ekki lengur við er samfélagsleg lög um refsingar því að við búum við trúfrelsi. Þær reglur sem gyðingar höfðu varðandi hreinlæti bjargaði án efa mörgum lífum og hið sama má segja um hvað þjóðin ætti að borða. Stórfurðulegt að sjá þá sem kalla sig kristna líta niður á þessi ráð og meira að segja hlakkar í sumum að fara ekki eftir þeim.
Hmmm... þetta hljómar nú ósköp líkt minni afstöðu :)
En þegar öll önnur ráð þarna varðandi heilsu hafa reynst rétt og hefðu bjargað mannslífum ef menn hefðu farið eftir þeim að þá álykta að kannski hefur Biblían rétt fyrir sér þarna líka?
Mofi, 11.6.2008 kl. 16:55
Þeir sem að forðast svínakjöt en borða samt naut ættu að skoða sinn gang. Svínakjöt er ekki nálægt því eins óhollt og af er látið.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 17:29
Púki - við erum nánast sammála aftur, afhverju ertu að gera mér þetta?
Jóhannes - einmitt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.6.2008 kl. 17:56
Það er almennt viðurkennt að á þessum tíma gat verið hættulegt að borða svín svo hvernig getur það hafa verið birgði að fylgja þessum reglum sem Guð gaf þeim til að halda heilsu? (Mofi)
Hvort áttu við að það hafi verið hættulegt á 1. öld e. Kr., þegar Postulasagan var skrifuð, eða ca. 600 f. Kr., þegar Jesajabók var skrifuð? Er svínakjöt hættuminna nú á tímum en á biblíutímum?
Er ekki best að láta orð Guðs skera úr um málið, svo við séum ekki að ráðast að samviskufrelsi annarra? Í Rómv.br. 14:1-4 stendur ritað:
1Takið að yður hina óstyrku í trúnni, án þess að leggja dóm á skoðanir þeirra. 2Einn er þeirrar trúar, að alls megi neyta en hinn óstyrki neytir einungis jurtafæðu. 3Sá, sem neytir kjöts, fyrirlíti ekki hinn, sem lætur þess óneytt, og sá, sem lætur þess óneytt, dæmi ekki þann, sem neytir þess, því að Guð hefur tekið hann að sér. 4Hver ert þú, sem dæmir annars þjón? Hann stendur og fellur herra sínum. Og hann mun standa, því að megnugur er Drottinn þess að láta hann standa.
Theódór Norðkvist, 11.6.2008 kl. 18:00
Púkinn, 11.6.2008 kl. 18:33
Jahérna Mofi, kristnin ÞÍN er uppfull af gæsku og virðingu, það dylst engum. Var ekki minnst á það að djöflinum væri ætlað að valda sundrung og erjum ? ( "Bræður munu berjast", það eru allir sammála um það ) mér sýnist þú hafa tekið ranga hægri beygju einhversstaðar......
Haraldur Davíðsson, 11.6.2008 kl. 18:51
allt sem þið þurfið til að mynda ykkur rétta skoðun á þessu er hér:
Svín
þetta er skyldulesning
halkatla, 11.6.2008 kl. 19:29
Mig langar endilega að heyra álit þeirra sem telja að Jesús hafi afnumið lögmál Móse varðandi óhreinan mat á þessum orðum Jesú:
Myndi það ekki flokkast undir það að "smástafur eða smákrókur falli úr lögmálinu" að fella úr gildi öll boðorðin varðandi hreinan og óhreinan mat? Myndi það að borða svínakjöt og segja öðrum að það sé í lagi ekki líka flokkast undir það að "brjóta eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það"?
Og það er bull í Lindu að bann við áti svínakjöts "tilheyri að öllum líkindum hinni munnlegu hefð laganna", flettiði bara upp í 3Mós 14.8:
Þarna er reyndar ekkert minnst á að kjötið sé óhollt, heldur talað um að það hafi klaufir en jórtrri ekki. Hvernig útskýrir Mofi það?
Síðan langar mig endilega að spyrja Mofa að einu: Þessi hugmynd þín um að gyðingar hafi ekki flokkað svínakjöt sem fæðu, hvaðan kemur hún? Lastu hana einhvers staðar eða datt þér bara sjálfum hún í hug? Hún er nefnilega svo afskaplega fáránleg. Svínakjöt var líklega svokölluð óhrein fæða.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.6.2008 kl. 21:27
Kærleiksmaðurinn Hjalti - enginn hefur sagt að eitt né neitt væri afnumið, heldur uppfyllt. Sumar reglur eiga við um Gyðinga, sumar um okkur sem erum kölluð "heiðingjar" í ritningunni. Versið sem þú bendir á er um boðrorðin 10 sem standa óhögguð, en það er bara mín túlkun og endilega gerðu grein um það! ;)
Anna Karen - kíki á þessa skyldulesningu. :)
Teddi - takk innilega! :)
Friðrik Skúlason/Púki - Mofi er að tala um reglur Guðs sem ber hærra en nokkuð annað, ég skil þá afstöðu þótt sé ekki sammála túlkun hans Mofa.
Halli - þú ert vitni ð bræðrum í Kristi að berjast! ;) En allt í góðu bróðerni auðvitað.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.6.2008 kl. 23:11
Ekkert að þakka, Haukur, bara gaman að þessu. En vegna umræðunnar um hvort gyðingar á tímum Jesú hafi ekki litið á svínakjöt sem fæðu vil ég segja þetta:
Í sögunni þegar Jesús rekur skæða illa anda úr manni kemur fram að hann hafi leyft illu öndunum (ekki fuglum) að fara í svínin.
Það var sem sagt svínarækt þarna á staðnum, sem þýðir að einhverjir borðuðu svínakjöt, þó það væri í andstöðu við lögmál Móse. Hugsanlega útlendingar í landinu.
Hefði verið svínarækt á staðnum ef enginn hefði litið á svínakjöt sem fæðu? Sumir segja að Jesús hafi með því að senda andana í svínin verið að lýsa vanþóknun sinni á ræktun á því sem ekki mátti neyta, en það er efni í aðra umræðu.
Theódór Norðkvist, 11.6.2008 kl. 23:47
Aðeins með góðum geymslu aðferðum og góðum eldunaraðferðum er hægt að forðast það sem gerir svínaát hreinlega hættulegt. Flestir eru sammála því að aðal ástæðan fyrir því að svín voru forboðin fæða á þessum tímum er vegna þess að þau voru einfaldlega hættuleg. Eins og Jóhannes bendir á þá er eitt af aðal atriðunum fyrir því að þau eru hættuminni ( engin hætta að hans mati ) er vegna þess að núna er stjórnað því sem þau borða því annars myndu þau borða hvaða viðbjóð sem er.
Ekki spurning um að dæma aðra fyrir hvað þeir borða heldur að kristnir líti ekki niður á þau ráð sem Guð gaf þeim til að öðlast góða heilsu.
Í gegnum síðustu þúsundir ára þá hefur umgengni manna verið oft mjög ábótavant varðandi hreinlæti. Það er ekki langt síðan að læknar krufu lík og fóru síðan til að aðstoða við fæðingar án þess að þrífa hendurnar, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Puerperal_fever
Allt þetta hefði verið hægt að koma í veg fyrir ásamt helling af öðrum sjúkdómum bara með því að fara eftir heilsu ráðleggingum Biblíunnar. Þetta gefur manni aðaeins ástæður til að taka önnur ráð þarna alvarlega fyrst að önnur ráð hafa sýnt fram á gildi sitt.
Ég veit ekki betur en þetta er allt í bróðerni. Fyrir hvern þann sem er sannkristinn þá vill hann vita fyrir víst hver vilji Guðs er og alltaf mjög þörf ástæða að skoða öll þannig mál af gaumgæfni.
Aðeins að þarna er gefin auðveld almenn lýsing á þeim dýrum sem eru óhrein. Ég einfaldlega álykta að óhrein dýr hafi verið óholl og þess vegna bönnuð. Það má kannski segja að þar er veikasti punkturinn hjá mér.
Þetta hreinlega hefur síast inn í gegnum hinar og þessar umræður við aðra aðventista sem hafa mikið á móti því að borða svín. Einnig hef ég lesið greinar sem tala um að á hebresku þá var gerður skýr greinamunur á fæðu sem var í lagi að borða og fæðu sem var ekki til matar.
...við erum ekki heiðingjar :/ heiðingi er sá sem ekki trúir. Sá sem trúir er í rauninni það sem má segja orðinn hluti af hinni sönnu kirkju Guðs; það hlutverk sem gyðingarnir höfnuðu. Páll talar um að gyðingur er ekki sá sem heldur hinar ytri reglur heldur sá sem trúir og heldur reglur vegna þess að hið innra er hann í samræmi við Guð.
Endilega ekki koma með að hlíðni við andann þýði óhlíðni við bókstafinn.
Mofi, 12.6.2008 kl. 09:50
Ekki spurning um að dæma aðra fyrir hvað þeir borða heldur að kristnir líti ekki niður á þau ráð sem Guð gaf þeim til að öðlast góða heilsu. (Mofi)
Er einhver að líta niður á hin góðu ráð Biblíunnar um mataræði? Ég hef áður sagt að það sé gott ráð að forðast svínakjöt og kjöt yfirleitt.
Það sem þú áttar þig ekki á er að þetta er eitt af þeim atriðum sem við höfum frelsið í Kristi til að ákvarða fyrir okkur sjálf.
Páll postuli, einn sannkristnasti maður allra tíma, var mjög harðorður í garð þeirra sem vildu byggja á lögmálshyggju.
Sjá t.d. Galatabr. 5:1-4, Kólossubr. 2:16-23 og 1. Tímóteusarbr. 4:1-5.Það eru góð ráð í lögmáli Móse varðandi mataræði og margt fleira og mjög gott að hafa þau í heiðri, en ég sé enga ástæðu til að ætla að við séum eitthvað frekar bundin af svínakjötsbanni en banni við því að tína eldivið á hvíldardegi, eða við séum skyldug til að skjóta galdrakonur.
Theódór Norðkvist, 12.6.2008 kl. 11:07
Biðst velvirðingar á mismunandi stafastærð, sem kom vegna þess að ég afritaði úr Word.
Theódór Norðkvist, 12.6.2008 kl. 11:09
Mofi:
Ég trúi því varla að ég sé að segja þetta, en Dóri minn .... lestu betur biblíuna.
Teddi - en og aftur kærar þakkir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.6.2008 kl. 15:17
Það segir mér Bróðir að það er mikill munur á því að taka alið svín og villisvín...Hefur þú prófað villisvín? það hef ég gert og stend við það sem ég sagði.
Annar skítur það skökku við að ræða um mataræði, maður borðar sig ekki til Himna en hvernig þú kemur fram við náungan það vigtar þyngra.
Guðs orð er ekki flókið, Guð talar skýrt og hann sagði...
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 12.6.2008 kl. 15:23
Theódór, eitt af því mikilvægasta í skrifum Páls er að hann er að útskýra fyrir lesendum tenginguna milli náðar og lögmáls. Hann endurtekur aftur og aftur að lögmálið er nauðsynlegt til þess að menn skilji að á þeim hvílir bölvun fyrir að hafa brotið lögmálið. Þar kemur náðin inn í, það sem bjargar frá þeirri bölvun sem lögmálið heimtar. Dæmi um skilning á þessu og dæmi um eitthvað sem veldur oft misskilningi:
Þetta skuldabréf er fórnarlögmálið sem Móse fékk sem sagði til um reglur sem tengust öllum þeim reglum sem fylgdu fórnarlögmálinu. Það var það sem þjakaði gyðinga en ekki reglur sem voru til að halda þjóðinni heilbrigðri.
Varðandi að skjóta galdrakonur, við verðum að gera greinarmun á milli mismunandi hluta lögmálsins sem Móse fékk. Þarna er um að ræða hvernig á þjóðfélagið að refsa fyrir glæpi og allt þannig á ekki við kristna nema að sett yrða á stofn kristið ríki þar sem þessi lög væru ríkislög.
Mofi, 12.6.2008 kl. 15:33
Sem sagt það er allt í lagi að brjóta lögmálið til hægri og vinstri, ef við erum að tala um þjóðfélagslegar reglur, en ekki í lagi að brjóta þær reglur er varða persónulegt líferni?
Theódór Norðkvist, 12.6.2008 kl. 15:46
Sama regla gildir um geymslu á svínakjöti og hverju öðru kjöti. Aðeins svínakjöt af dýrum sem eru sýkt þurfa sérstaka eldunarmeðferð umfram annað kjöt. Það er ekki eins og maður komi til með að springa í loft upp við að borða svínakjöt sem er lítillega rautt ennþá.
Svínakjöt var hvað hættulegast þegar farið var að stunda verkjsmiðjubúskap á því. Í fornöld þá var dýrum dreyft víðar og þurftu því ekki að vaða í eigin skít og hræum af öðrum svínum.
Svín úti í náttúrunni eru með matvandari skepnum sem þú finnur. Þau sækja sérstaklega í ber, sveppi og jarðskokka. Samanber notkun svína til að leita uppi jarðsveppi (trufflur).
Eina sem þú hafðir rétt fyrir þér þarna er að ég tel svínakjöt vera með öllu hættulaust umfram hverja aðra kjöttegund.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 19:52
Skelfiskur er líka algerlega off limits.
Annars í alvöru talað Guðsteinn, ef þú lest í gegnum kommentin og þá sér í lagi hjá Mofa. Finnst þér þetta vera einhver hemja? Finnst þér allt í lagi með svona fólk?
Jón Steinar Ragnarsson, 12.6.2008 kl. 22:48
Áttu við að það væri brot á lögmálinu að grýta einhvern til dauða fyrir einhvern glæp? Þú hlýtur að átta þig á muninum á þeim lögum sem átti að stjórna þjóðinni og þeim sem Guð gaf okkur sem einstaklingum til að fara eftir. Þetta er síðan lögbók gyðinga og ekki gáfulegt að við getum skilið hana án þess að rannsaka hana almennilega.
En þar sem svín eru alætur þá myndu þau éta alls konar viðbjóð eins og rotnandi dýr og fleira í þeim dúr. Hvernig geturðu sagt að dýr sem er alæta sé matvönd?
Mofi, 13.6.2008 kl. 11:37
Erum við þá ekki líka skyldug til að borga tíund af öllum afrakstri okkar, samanber 3. Mósebók 26:12? Eru það ekki reglur til okkar sem einstaklinga?
Eða þessar reglur í 12. kafla sem voru gefnar Ísraelsmönnum sem einstaklingum:
Theódór Norðkvist, 13.6.2008 kl. 13:14
Margir vilja meina það.
Akkurat, þetta er dæmi um heilsufars reglur sem hafa bjargað mannslífu.
Þetta er atriði sem lærisveinarnir rökræddu og komust að þeirri niðurstöðu að væri ekki lengur þörf á. Rannsóknir aftur á móti sýna að þeir sem eru umskornir eru líklegri til að smitast ekki af HIV.
Þetta líka er hluti af heilsufarslegum reglum. Það má segja að akkurat þessi regla eða sumar af þessum reglum eigi ekki við því að við þvoum okkur á hverjum degi, við skiptum um föt og getum sótthreinsað. Allt þetta var ekki hægt á þessum tímum. Ef samfélagið aftur á móti hefði hætt öllum þessum reglum á tímum lærisveinanna þá hefði það aðeins kostað mannslíf og það hefði ekki verið kærleiksríkt af Guði eða lærisveinunum.
Mofi, 13.6.2008 kl. 14:00
Bróðir minn á tvær dætur, tvíbura. Þær eru 4 ára gamlar, hvor með sinn smekk. Ég hef setið til borðs með þeim og séð hvernig skiptist í tvennt, hvor vill hvað á disknum.
Menn eru alætur en kjósa þó frekar það sem að þeim þykir betra á bragðið. Sama á við um svín sem hafa val. Sjálf étum við rotnandi kjöt, hvað heldur þú að sé að gerast þegar skrokkar eru hengdir upp í 3-7 vikur eftir stærð?
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 15:57
Jóhannes, ég er líka á því að mannakjöt er ekki hollt fyrir menn.
Mofi, 14.6.2008 kl. 12:51
Ef kristið fólk á ekki lengur að fara eftir einhverju í lögmálinu, þá eru þeir hlutar auðvitað numdir úr gildi.
Í versinu á undan talar hann um "spámennina og lögmálið", þar vísar "lögmálið" klárlega til alls lögmálsins, en ekki bara boðorðanna tíu. Þannig að það getur varla breytt algerlega um merkingu í næsta versi.
Þetta er líklega sköpun frjós ímyndunarafls þíns, minn kæri Mofi. Að minnsta kosti hef ég aldrei heyrt minnst á þetta. Gætirðu bent á heimildir?
QED Þarna talarðu um "fæðu sem var ekki til matar". Já, svínakjöt var fæða sem var ekki til matar, óhrein fæða.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.6.2008 kl. 13:54
Mofi: Hvernig dettur þér í hug að ég hafi verið að mæla mannakjötsáti bót? Ég var að reyna að gefa dæmi um að svín geti verið matvönd, rétt eins og mannfólk, komist þau upp með það. Þar sem ég bendi á að við borðum líka rotnandi kjöt þá er ég að benda á að við erum ekki svo ólík svínum.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 17:00
Þessi umræða hefði ekki þurft að fara í á annað hundrað athugsemda, því 15. kafli Postulasögunnar afgreiðir málið út af borðinu þar sem spurningunni um umskurnina og hlýðni við lögmálið eftir bókstafnum er svarað:
Það er ályktun heilags anda og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta, sem nauðsynlegt er, að þér haldið yður frá kjöti fórnuðu skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði.
Þar með ekkert svínakjötsbann, engin umskurn, ekki fórna dýrum, ekki loka konur inni í 33 daga eftir að þær hafa átt og svona má lengi telja. Hefði blátt bann við svínakjötsáti enn verið í gildi hefðu postularnir tekið það fram í svari sínu.
Það er bara tóm della að vera að tína úr lögmálskistunni hitt og þetta, tíund, svínakjötsátbann o.s.frv., til þess eins að íþyngja fólki eða féfletta það.
Að sjálfsögðu er það góð regla að borga tíund til kristilegs starfs, borða ekki svínakjöt eða kjöt yfirhöfuð, eða neyta ekki áfengra drykkja.
Hinsvegar um leið og hinn kristni fer að slá sig til riddara út af meinlætalifnaði sínum og þykjast betri en aðrir menn er hann kominn út í lögmálshyggju, þ.e. farinn að reyna að réttlætast af lögmálsverkum fremur en náð.
Theódór Norðkvist, 14.6.2008 kl. 17:14
Þessi umræða hefði ekki þurft að fara í á annað hundrað athugsemda, því 5. kafli Matteusarguðspjalls afgreiðir málið út af borðinu þar sem spurningunni um umskurnina og hlýðni við lögmálið eftir bókstafnum er svarað:
Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.
Og svo framvegis...
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.6.2008 kl. 18:40
Postularnir og öldungarnir voru nokkurs konar æðsta ráð kristinnar kirkju og höfðu úrskurðarvald í andlegum málum. Þeir svöruðu spurningunni hvort bæri að umskera lærisveinana og bjóða þeim að halda lögmálið út í ystu æsar neitandi.
Þetta er því röng niðurstaða hjá þér, Hjalti, ef þú telur að svarið við þessari spurningu sé já, eins og mér finnst þú gefa í skyn.
Tilgangur lögmálsins og æðsta boðorð er að elska náungann. Páll tengir það tvennt saman að láta umskerast og halda allt lögmálið út í ystu æsar:
1Til frelsis frelsaði Kristur oss. Standið því stöðugir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok.
2Takið eftir því, sem ég, Páll, segi yður: Ef þér látið umskerast, þá gagnar Kristur yður ekkert.
3Og enn vitna ég fyrir hverjum manni, sem lætur umskerast: Hann er skyldur til að halda allt lögmálið.
4Þér eruð orðnir viðskila við Krist, þér sem ætlið að réttlætast með lögmáli. Þér eruð fallnir úr náðinni.
5En vér væntum í andanum að öðlast af trúnni réttlætinguna, sem er von vor.
6Í Kristi Jesú er ekkert komið undir umskurn né yfirhúð, heldur undir trú, sem starfar í kærleika.
Í 14. versi klykkir Páll á því hvernig á að uppfylla lögmálið:
Allt lögmálið er uppfyllt með þessu eina boðorði: ,,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig."
Theódór Norðkvist, 14.6.2008 kl. 20:24
Óh....afsakaðu Theódór, ef eitthvert ráð hefur tekið ákvörðun þvert á skýr orð Jesú (amk skýr orð höfundar Mt) þá á auðvitað að hlýða ráðinu en ekki orðum Jesú. Auðvitað!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.6.2008 kl. 23:09
Þetta ráð var skipað af Jesú sjálfum. Jesús segir í versinu á undan þeim orðum sem þú vitnaðir til:
Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. (Matteus 5:17)
Páll talar um líf í kærleika sem leið til að einmitt uppfylla lögmálið, ekki fara á svig við það. Það er þ.a.l. ekkert ósamræmi milli 15. kafla Postulasögunnar, 5. kafla Galatabréfsins og 5. kafla Matteusar.
Auk þess hver hefur syndgað meira, sá sem fékk sér egg og beikon í morgunmat í morgun, eða einhver sem lamdi gaur í klessu í miðbænum um daginn og fékk sér Kelloggs í morgunmat?
Það eru engin lagaákvæði mikilvægari en tilgangurinn með þeim, eða andi laganna.
Theódór Norðkvist, 14.6.2008 kl. 23:55
Theódór, þú mátt endilega útskýra fyrir mér hvers vegna það flokkast ekki undir að afnema hluta lögmálsins ef þú nemur úr gildi bannið við svínakjötsáti. Og þú mátt endilega útskýra fyrir mér hvernig það að uppfylla lögmálið sé það sama og að nema úr gildi hluta þess, sérstaklega í ljósi þess að í næstu setningu er augljóst að ekki minnsti hluti lögmálsins á að falla úr gildi.
Síðan hef ég ekki minnst á þessi ummæli sem eru eignuð Jesú í Mt:
Hvort sögðu farísearnir að það væri í lagi að borða svínakjöt eða að það væri ekki í lagi?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.6.2008 kl. 00:16
Hjalti þú virðist ekki átta þig á muninum á kristnum Gyðingum og kristnum heiðingjum (öðrum þjóðflokkum en Gyðingum.)
Þessi munur kemur alveg kýrskýrt fram í Postulasögunni 21. kafla:
Næsta dag gekk Páll með oss til Jakobs, og allir öldungarnir komu þangað. Páll heilsaði þeim og lýsti síðan nákvæmlega öllu, sem Guð hafði gjört meðal heiðingjanna með þjónustu hans. Þeir vegsömuðu Guð fyrir það, sem þeir heyrðu, og sögðu við hann:
,,Þú sérð, bróðir hve margir tugir þúsunda það eru meðal Gyðinga, sem trú hafa tekið, og allir eru þeir vandlátir um lögmálið. En þeim hefur verið sagt, að þú kennir öllum Gyðingum, sem eru meðal heiðingja, að hverfa frá Móse og segir, að þeir skuli hvorki umskera börn sín né fylgja siðum vorum.
Hvað á nú að gjöra? Víst mun það spyrjast, að þú ert kominn.Gjör því þetta, sem vér nú segjum þér. Hjá oss eru fjórir menn, sem heit hvílir á.Tak þá með þér, lát hreinsast með þeim og ber kostnaðinn fyrir þá, að þeir geti látið raka höfuð sín. Þá mega allir sjá, að ekkert er hæft í því, sem þeim hefur verið sagt um þig, heldur gætir þú lögmálsins sjálfur í breytni þinni.
En um heiðingja, sem trú hafa tekið, höfum vér gefið út bréf og ályktað, að þeir skuli varast kjöt fórnað skurðgoðum, blóð, kjöt af köfnuðum dýrum og saurlifnað.
Páll tók að sér mennina og lét hreinsast með þeim daginn eftir. Síðan gekk hann inn í helgidóminn og gjörði kunnugt, hvenær hreinsunardagarnir væru á enda og fórnin fyrir hvern þeirra skyldi fram borin.
Hér kemur skýrt fram að kristnum Gyðingum bar að halda lögmálið út í ystu æsar, en kristnum heiðingjum ekki.
Theódór Norðkvist, 15.6.2008 kl. 13:37
Eru samræður milli mín og annara sköpun frjós ímyndunarafls míns? Ég sagði aðeins að ég fékk þetta í gegnum aragrúa af samtölum um þetta málefni og ég tók margt af því sem ég hafði heyrt í gegnum tíðina sem sannleika. Núna hef ég sent nokkra pósta til hinna og þessa til að biðja þá um hvort að þeir hafa einhver gögn til að styðja sumt af þessu. Ef eitthvað kemur út úr því þá get ég bent á það.
Þá hefðu lærisveinarnir verið að setja líf fólks í hættu undir því yfirskyni að setja ekki á það byrðar með því að fylgja góðum reglum sem Guð gaf. Þú hlýtur að sjá að þetta hefði verið hrein illska af þeim og afskaplega órökrétt. Þessar reglur hefðu bjargað lífi fólks bara á síðustu öld og þess vegna þúsindum í dag víðsvegar um heiminn.
Hvernig íþyngja reglur Guðs fólki? Setti Guð þessar reglur á gyðinga til að íþyngja því? Ef t.d. þessar reglur um óléttar konur hefði bjargað þúsundum kvenna á síðustu tvö hundrað árum þegar læknar þess tíma vissu auðvitað betur en orð Guðs, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Puerperal_fever
Ég er að gagnrýna kristna sem gera lítið úr þessum reglum og afbaka Biblíuna til að réttlæta það sem þeir vilja ekki gera. Náð er fyrirgefning fyrir að brjóta lögmálið en að halda áfram að brjóta lögmálið eftir að hafa fengið náð þá er því meiri ástæða til að halda lögmálið.
Það þarf að setja þetta í samhengi. Þegar kom að því að boða heiðingjum þá er það fagnaðarerindið sem skiptir öllu máli. Að gera viðkomandi að gyðingum var ekki takmarkið og umskurnin var hluti af því. Sömuleiðis voru margar af þeim reglum sem þeir fengu frá Móse hluti af fórnarlögmálinu og Jesús kom til að afnema fórnarlögmálið því að það benti til Hans fórnar. Við vitum að lögfræðingar vita mikið um lög landsins vegna þess að þeir hafa eytt árum í að læra lögfræði. Samt eru margir kristnir sem tjá sig ansi frjálslega um lögmál Guðs án þess að hafa rannsakað það að einhverju ráði. Sérstaklega er afkáranlegt að gera lítið úr því og leita leiða til að hafna því.
Loka skipun Krists til lærisveinanna var að boða fagnaðarerindið og að kenna þeim sem tóku á móti því allt sem Hann hafði kennt þeim. Það sem margir gleyma er að allt Gamla Testamentið er frá Jesú og þar af leiðandi eitt af því sem við eigum að kenna.
Hann er aðeins að tala á móti umskurn, ekki því að halda lögmáli. Sömuleiðis er hann að benda á að enginn réttlætist fyrir að halda lögmálið heldur fyrir náð. En ef dómari náðar afbrotamann þýðir það að afbrotamaðurinn hefur fengið leyfi til að brjóta lög landsins? Páll talar sérstaklega um þetta hérna:
Maður þarf að gera greinarmun á milli öllum þeim hefðum sem gyðingar höfðu og síðan þeim reglum sem snertu fórnir, það sem Páll síðan tekur þátt í eftir þetta en akkurat það var hluti af fórnarlögmálinu og íþyngdi fólki því það þurfti að fórna dýrum ásamt alls konar reglum í kringum það. Þarna er talað um umskurn og siði en ekki lögmál Móse sem hafði haldið þjóðinni heilbrigðri. Eina sem ég sé hérna eru kristnir sem virðast ekki hafa neitt ályt á þeim reglum og lögum sem Guð gaf Sínu fólki. Svo þeir geta ekki tekið undir með Davíð þegar hann sagði þetta:
Mofi, 16.6.2008 kl. 10:45
Halldór, hvers vegna tóku postularnir og öldungarnir það ekki fram að ekki mætti borða svínakjöt þegar þeir voru ótvírætt spurðir að því (Post. 15?)
Þeir vöruðu við kjöti fórnuðu skurðgoðum, svo þeir komu inn á mataræðið í svari sínu.
Annars finnst mér þú líta nokkuð stórt á sjálfan þig ef þú telur þig vita vilja Guðs betur en sjálfir útvaldir postular Drottins Jesú Krists, sem snæddu með honum og umgengust hann í eins nánu samfélagi og hægt var.
Theódór Norðkvist, 16.6.2008 kl. 15:43
Eins og ég hef áður útskýrt þá voru þessar reglur sem snúa um heilsu fólki til góðs. Að forða þeim frá sjúkdómum og halda þjóðinni heilbrigðri eins og Guð segir hérna:
Þú vilt alltaf láta eins og að halda þessar reglur er einhvers konar birgði. Það sem var birgði var að halda fórnarlögmálið og þeim helgisiðum sem því fylgdi og þar á meðal umskurn sem var einmitt svo umdeild eins og við sjáum í 15. kaflanum.
Afhverju finnst þér að málið snúist ótvírætt um það? Er ekki sérstaklega talað um umskurn? Þegar þeir segja lögmál Móse ætti þá að túlka það að boðorðin tíu sem eru að finna í Mósebókunum að það væri ekki lengur þörf á að halda þau? Hvort íþyngir fólki meira, boðorðin tíu eða heilsureglurnar sem Guð gaf gyðingum?
Telur þú virkilega að þarna hafið verið að segja að eins þau atriði sem nefnd eru, voru það aðeins þau sem átti að kenna þeim sem tóku trú? Hvað um þá skipun Krists að kenna þeim sem verða lærisveinar allt sem Hann hafði kennt þeim?
Ef þú skoðar hvernig Pétur brást við sýninni að borða kjöt eins og svín þá neitar hann Guði um þá bón. Svo hvað segir það þér um hvað postulunum fannst um að borða svona fæðu? Mér finnst þú miklu frekar vera að reyna að finna leið til að þurfa ekkert að hugsa um þau lög sem Guð gaf sinni þjóð til heilla og mér finnst það ekki eðlilegt af einhverjum sem vill segja með Davíði að hann hefur yndi af leiðsögn Guðs. Hljómar eins og þú viljir ekkert með hana hafa.
Mofi, 16.6.2008 kl. 16:09
Fyrst málfræðilögreglan: Hvað er birgði? Ég veit hvað byrði er, eitthvað erfitt. Ekki hefur einn stafkrókur úr íslenskum málfræðireglum verið felldur úr gildi.
Spurningin var í 15. kafla Postulasögunnar:
Á að bjóða lærisveinum af heiðnu bergi brotnum að umskerast og halda allt lögmálið?
Svarið var:
Þeim ber að halda sér frá kjöti fórnuðu skurðgoðum, kjöti af köfnuðum dýrum, blóði og saurlifnaði.
Ég ætla ekki að tyggja þetta upp aftur. Þýðir þetta svar eitthvað annað en það sem sagt er? Voru postularnir bara að bulla og veist þú betur en þeir?
Að sjálfsögðu gilda boðorðin tíu, a.m.k. tilgangur þeirra, sem er að elska náungann og Guð. Morð, lygar, þjófnað, hórdóm o.s.frv. fremur ekki sá sem hefur kærleikann að leiðarljósi.
Hvíldardagurinn, eins og gott mataræði er enn eitt atriði, sem er góð regla að hafa í heiðri, en er ekkert sáluhjálparatriði.
Sæmilega vel gefnir menn eiga að skilja þetta. Þeir sem vilja íþyngja öðru fólki og þykjast betri en aðrir (farísear) verða að eiga það við eigin samvisku.
Ásökunum þínum um að ég vilji ekki veita leiðsögn Guðs viðtöku vísa ég til föðurhúsanna. Það er líka þrjóska gegn Guði að vera með tilhæfulaus boð og bönn til að íþyngja fólki. Páll kallar það sjálfvalda dýrkun í Kólossubréfinu og bendir á að það sé eingöngu til að þjóna eigin hégómagirnd.
Það er ágætis regla að sneiða hjá kjöti yfirhöfuð og hef ég stundum gert það, þegar ég hef getað nálgast nógu mikið af góðu grænmetisfæði til að mæta næringarþörf minni. Þetta er, eins og ég hef bent á, hlutir sem við höfum frelsi í Kristi til að ákveða fyrir okkur sjálf, samanber Rómv.br. 14. kafla.
Theódór Norðkvist, 16.6.2008 kl. 17:11
PS Postularnir voru allir Gyðingar og þar með bundnir af lögmálinu, eins og 15. og 21. kafli Postulasögunnar sýnir ótvírætt og ég hef bent á fyrr í þessari umræðu.
Við erum hinsvegar að tala um reglur fyrir kristna menn af heiðnu bergi.
Theódór Norðkvist, 16.6.2008 kl. 17:15
Það er spurning um að skilja þetta í samhengi. Er þessi skipun æðri en skipun Jesú að gera menn að lærisveinum og kenna þeim allt sem Hann hafði kennt þeim?
Hvíldardagurinn er í boðorðunum tíu svo brot á honum er að brjóta lögmálið og eins og Jakob segir að brjóta eitt þeirra er að vera sekur um að brjóta þau öll. Varðandi sálarhjálparatriði þá ber hverjum sem fæðist af anda Guðs að vaxa í heilagleika og að hafa engann áhuga á þeim reglum sem Guð gaf Sínu fólki til að því mætti vegna vel varpar ljósi á hvort að viðkomandi er fæddur af anda Guðs eða ekki.
Þú vilt þá meina að reglur sem björguðu lífi fólks og hefðu gert það t.d. í dæmunum sem ég benti á en geri það nú enn aftur, sjá hérna: http://en.wikipedia.org/wiki/Puerperal_fever
Það er ekkert að þykjast vera betri en einhver annar að telja að það gáfulegt og kristilegt að taka mark á þeim reglum sem Guð gaf okkur. Að kalla þær reglur "byrgði" er að mínu mati móðgun við Guð. Að láta eins og Guð hafi verið að gera gyðingum lífið leitt. Það sem var byrgði var fórnarlögmálið en það var þeim til góðs af því að fórn Krists var ekki orðin að veruleika svo þetta var til að kenna þeim.
Þú sýnir það aftur með því að láta sem þær reglur vera byrgðar og óþarfi og ég veit ekki hvað og hvað. Bara þetta "tilhæfulaus boð og bönn" er að gera lítið úr þeim reglum sem Guð gaf. Vægast sagt ekki í anda Davíðs sem íhugar lög Guðs og hefur yndi af Hans leiðsögn.
Punkturinn sem ég er að reyna að koma á framfæri er að þær reglur sem Guð gaf gyðingum eru góð ráð sem kristnir ættu að vilja fara eftir. Ef góður vinur gefur þér góð ráð en þú hunsar þau þá segir það ansi mikið um þitt álit á þeim vini. Hið sama tel ég gilda um ráð Guðs í Gamla Testamentinu og að kristnir eiga að meta þau ráð en ekki láta eins og það er dyggð að hafna þeim.
Hérna er grein sem útskýrir afhverju Páll var ekki að tala um svínakjöt í Rómverjabréfinu 14: http://www.ucgstp.org/lit/booklets/NC/uncleanmeats.htm
Mofi, 17.6.2008 kl. 20:53
Kæri Halldór, heldur þú virkilega að postularnir tólf hafi ekki þekkt kristniboðsskipun Drottins Jesú Krists? Mennirnir sem snæddu með honum, börðust með honum, sáu Hann upprisinn og voru viðstaddir þegar kristniboðsskipunin var fyrst gefin?
Ég hef lagt fram mín rök í málinu og ef þú neitar að taka þau gild, þá verður bara að hafa það. Við verðum þá bara að vera sammála um að vera ósammála. Ég held við ættum að binda enda á þessa umræðu, sem er komin í marga hringi.Theódór Norðkvist, 17.6.2008 kl. 22:36
Jú, einmitt, þeir þekktu hana miklu betur en við. Þess vegna er ekki rökrétt að álykta að þarna hafi þeir
Þú gerir síðan lítið úr þeim reglum sem Guð gaf og lætur eins og Guð hafi verið vondur við fólkið Sitt með því að láta það fá reglur sem voru þeim birgðar en ekki reglur sem gerðu þjóðina heilbrigða. Þessar reglur sýna að Guð er að á bakvið þær og sýna kærleika Guðs í Gamla Testamentinu en síðan höfum við fólk sem kallar sig kristið sem er að rakka og gera lítið úr þessum reglum. Mér finnst þetta einfaldlega skaðleg afstaða og gerir lítið úr Guði.
Ef maður ber saman Davíð sem segist elska ögun Guðs og síðan kristna sem leita allra leiða til að gera lítið úr þeim reglum sem Guð gaf þá segir það allt of mikið.
Ég er líka búinn að leggja fram mín rök og ef þú tekur þau ekki gild þá ekkert mál. Að vilja ekki ráðgjöf Guðs er aðeins skaðlegt þeim sem hafnar henni. Það ert þú sem þarft að taka afleiðingunum af því að neita að hlusta á ráðgjöf Guðs, ekki ég.
Mofi, 18.6.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.