Rabbabaraís

P6010145Bryndís kona mín bakaði snilldar eplapæ um helgina, sem hún segir frá bloggi sínu. Ég tók mig til og gerði soldið sérkennilegan ís með herlegheitunum. Eins furðulega og það hljómar þá gerði ég rabbabaraís, og birti ég þessa uppskrift til þess að fullkomna uppskrift eiginkonu minnar.

Rabbabaraís

Hráefni:
3 eggjarauður
80 grömm sykur
1 peli rjómi
1 líter af Nýmjólk
1 stk. Vanillubaun
Rabbabari nokkur stk.


Aðferð:

Hrærið eggjarauður og sykur saman þar til það er orðið létt og fölt. Kljúfið vanillubaun og látið fræin útí. Blandið svo rólega saman mjólk og rjóma á meðan hrært er. Skerið rabbabarann smátt niður og setjið útí. Setjið svo allt í ísvél eða frysti, ef ísvél er notuð er ísinn tilbúinn eftir 30 mín eða svo. Ef þetta er sett í frysti verður að hræra í þessu með gafli á minnst klukkutíma fresti í ca. 4 tíma. Þá myndast ekki kristallar og verður ísinn silkimjúkur.

Verði ykkur að góðu.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Takk fyrir þetta - ætla prófa þetta.

PS
Þetta er ekki hollt.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.6.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Gunnar, en ég held það sé það góða við það!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.6.2008 kl. 10:09

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þetta var góður ís. Mér finnst samt ennþá bláberjaísinn þinn miklu betri. Hann verður alltaf í uppáhaldi hjá mér.

Bryndís Böðvarsdóttir, 3.6.2008 kl. 10:24

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skal þá gera hann oftar krúttið mitt. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.6.2008 kl. 11:09

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn. Þetta er mjög girnilegt.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.6.2008 kl. 19:00

6 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Hljómar og lítur vel út. Ef ég er veikur fyrir einhverju á vorin, þá eru það rabbabarar í allavega útgáfum. Var að gera rabbabarasaft.

Verði ykkur að góðu.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 3.6.2008 kl. 22:27

7 Smámynd: Linda

ahmmm, myndin er mín, eða tíhí. Alvöru er bara að grínast.

knús krútt, þetta var dásamlegur matur í alla staði.

Linda, 3.6.2008 kl. 22:29

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eg fae vatn i munninn af tilhugsuninni einni saman ad eg og Rosa storvinkona okkar eigum eftir ad njota teirra forrettinda ad taka tetta ut hja ykkur heidurshjonunum.

 Bestu kvedjur fra Noregi

Sigurður Þórðarson, 4.6.2008 kl. 02:16

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

yum yum þetta hljómar vel. Þú leynir á þér, meistarakokkur........

......allt sem er gott er ýmist óhollt, ósiðlegt eða ólöglegt....

Haraldur Davíðsson, 4.6.2008 kl. 02:36

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk allir! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.6.2008 kl. 10:29

11 identicon

Góð aðferð við að ná því besta fram í rabbarbara, mýkir hann upp og gerir hann góðan í ísgerð eða búðinga: 

Flysjið rabbarbarann, þeas. reyta þræðina af honum, setjið bæði þræðina og stönglanna í eldfast mót. Bætið við vanillubaun, rifnum berki af appelsínu, sítrónu og súraldin ásamt safanum úr ofangreindum ávöxtum. Bætið við eins og hálfum dl. af sykri og einum af vatni. Lokið með álpappír og bakið við 120°c í 30-40 mín.

Best er að nota rauðan og vel þroskaðan rabbarbara, helst úr garði nágrannans, enda alltaf betri þannig. Eftir eldun ætti rabbarbarinn að vera mjúkur en ekki maukaður. Bitarnir eru góðir einir og sér, útí ís eða með hrærðu skyri. Djúsinn sem fellur af er góður til að nota í krapís eða sjóða rólega niður og nota sem desertsósu. 

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 20:42

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega Jóhannes! Eftir þessum góðu ráðum mun ég fara!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.6.2008 kl. 22:18

13 Smámynd: Linda

er með tilraun, vonandi virkar þetta.

Linda, 5.6.2008 kl. 22:20

14 Smámynd: Linda

Linda, 5.6.2008 kl. 22:21

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda ?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.6.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband