Kærleiksmaðurinn Hjalti Rúnar

hjaltiÉg er alveg upp með mér, hin hjartgóði og fyrirmynd kærleikans sem og meðlimur Vantrúar, Hjalti Rúnar Ómarsson, hefur enn og aftur skrifað grein um mig. Það mun vera sú fjórða í röðinni. Joyful

Síðan ég byrjaði að blogga hér á blog.is þá hef ég greinilega verið í einhverju uppáhaldi hjá þessum ágæta vantrúarmanni, hann sér tilefni til þess að gera mál úr orðum mínum hvað eftir annað, og veitir mér um leið ókeypis kærkomna auglýsingu. Cool Takk Hjalti! Wink

Förum aðeins yfir sögu okkar Hjalta:

Fyrsta færslan sem hann skrifar um mig heitir:  Trúvarnarmaðurinn Guðsteinn

Númer tvö í röðinni heitir:  Myndræn uppsetning mótsagnar

Númer þrjú í seríunni heitir:  Kristilegur kærleikur

Svo númer fjögur og svo nýjasta heitir:  Er nánd fjarlæg eða nálæg?

Í síðustu grein þessa mikla "scribe" Vantrúar, þá gerir Hjalti grín af orðum mínum þar sem ég vil ekki bekkenna að nánd getur þýtt: "í náinni framtíð". Ég sagði nefnilega:

"í nánd" er í mínum huga hvenær sem er, í náinni framtíð eða jafnvel fjarlægri.

Og fer ég ekki ofan af þeim orðum. Því eins og við finnum í þjóðsöng okkar Íslendinga:

Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir: 

Nákvæmlega þetta var ég að meina, tíminn er afstæður hjá Guði og hef ég reyndar ekki hugmynd um hvernig hann reiknar árin, og er það ekki mitt að vita. Þess vegna þegar ég segi til dæmis: "Er heimsendir í nánd?" og svo spurður hvað "í nánd" er mínum huga. Þá er svarið í þjóðsöngnum og ber að líta hér ofar. Einnig er ritað:

Markúsarguðspjall 13:33
Verið varir um yður, vakið! Þér vitið ekki, nær tíminn er kominn.

Einmitt, það er einmitt málið. Við vitum ekki hvenær tíminn kemur og ekki okkar að vita. Því það stendur einnig:

Mattheusarguðspjall 24:36
En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.

Þess vegna þegar ég segi "Er heimsendir í nánd" er það doldið afstætt og samkvæmt ofangreindu. Ekki flókið það. En aðrir sjá ásæðu til þess að benda á annað og vera með stórskemmtilega útúrsnúninga! Sideways

En ég vil þakka þessum mikla öðling fyrir að þykja svona vænt um mig, einnig vil ég þakka honum að auglýsa blogg mitt enn frekar og vona ég að ég hafi endurgoldið honum greiðann! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég barasta veit ekki Jói, en við skulum segja að aldur hans sé óráðinn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.5.2008 kl. 00:30

2 identicon

Hahahaha! Hann hlýtur að vera órökfær og vitlaus fyrst hann virðist vera svo ungur á þessari mynd!! Ahahahaha!

Að öllu gríni slepptu þá rámar mig í að mín vist í MH hafi skarast við hans, svo hann er varla það langt frá mér í aldri.  

Hann má þó eiga það að skrifa pistla sína ágætlega, þótt ekki séu allir sammála um innihaldið. Heldur þykir mér annað en ósanngjarnt að biðja um skýringar á hinum og þessum versum biblíunar. Fyrst þessi bók getur sagt svo mörgum hvernig á að lifa lífinu (og öðrum hvernig lífið varð til) þá gefur að skilja að maður vilji skilja hana. 

Var það ekki Sun Tzu sem sagði "Þekktu óvin þinn"?

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 00:50

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jú Sun Tzu sagði það Jóhannes. En ég álása hann ekki fyrir að biðja um skýringar á ritningunni, það er honum velkomið. En af hverju hann er með mig sérstaklega svona í uppáhaldi er ráðgátan sem ég varpa hér fram, og er engu nær um svör.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.5.2008 kl. 00:59

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jarðskjálfti og heimsendir eiga það sameiginlegt að enginn nema Guð veit nákvæmlega hvenær þeir koma.

Það er samt hægt að fá vísbendingar um að jarðskjálfti sé í vændum eins og Ragnar skjálfti benti á í fréttum í kvöld. Ég fann greinilega fyrir einum rétt áðan.

Það er líka hægt að fá vísbendingar um hvort heimsendir sé í þessari umdeildu nánd. Aukin tíðni jarðskjálfta er ein af þeim.

Aðalatriðið er að vera alltaf viðbúinn eins og þú bendir á, Haukur.

Theódór Norðkvist, 31.5.2008 kl. 01:09

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Teddi! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.5.2008 kl. 01:14

6 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Hann(Hjalti) er kannski að nema "andóf".

Svo er líka til í því að hann þori ekki að sleppa þér hann veit að þú ert trúfastur og eina ráðið hans  um bjargræði sé að halda í þig!         Það skyldi þó ekki vera?

Gangi þér vel

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 04:48

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar. Guð gefi ykkur góðan dag.

Frábært innlegg hjá Tedda. Vísa í versið hér fyrir ofan. Matt.24:36. Guðsteinn er líka nýlega búinn að vitna í vers úr Biblíunni um þegar við heyrum af náttúruhamförum og nú heyrum við miklu oftar um ógnir og skelfingar en áður. Ég er nú eldri en þið flestir og ég sé mikinn mun bara núna sl. 20 ár. Víst hafa alltaf verið náttúruhamfarir og þær hafa aukist. Jesús vissi að við á Íslandi fréttum ekki um náttúruhamfarir t.d. á Filippseyjum fyrr en við hefðum tækni til þess. Þarna er t.d. leyndardómur í Guðsorði sem fólk fyrir 2000 árum skildi ekki en við skiljum því við erum komin nálægt tímanum. Ég trúi því að klukka Guðs sé komin í gang. En ég hef ekki hugmynd um hvenær klukkan verður tólf. Best fyrir mig að biðja Guð að hjálpa mér að vera reiðubúin

"Og eins og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm." Hebr. 9:27. Allir þurfa að mæta frammi fyrir dómstól Guðs. Erum við tilbúin?

Jói minn er í stuði með Guði og í botni með Drottni.

Innleggið hjá Þórarni er virkilega skemmtilegt. kannski þarf Hjalti á Guðsteini að halda enda heitir hann Guð - steinn og byggir líf sitt á kletti og er þar af leiðandi gott haldreipi.

Guð blessi ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.5.2008 kl. 08:49

8 Smámynd: Linda

ja hérna hér.  Gaman gaman,. 

Linda, 31.5.2008 kl. 09:46

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Váá hvað þið getið verið klikkuð.

Matthías Ásgeirsson, 31.5.2008 kl. 10:08

10 Smámynd: Sigurður Rósant

Sæl verið í trénuðu hugarfari.

Við vantrúar, trúlausir eða trúfrjálsir erum einfaldlega að hjálpa ykkur trúuðum (trénuðum) til þess að mýkjast örlítið upp í afstöðu ykkar.

Augljóslega vakir það fyrir Hjalta. Honum þykir þú Guðsteinn verðugt verkefni í því skyni, rétt eins og þér getur þótt verðugra að kristna einn umfram annan, eða elska eina konu umram allar hinar.

Þetta er ekki flóknara, Guðsteinn okkar vantrúuðu.

Sigurður Rósant, 31.5.2008 kl. 10:29

11 identicon

Fyndið að heyra í jákórnum, magnað alveg.. bara svipað og Árni Johnsen svei mér þá hahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 10:58

12 Smámynd: Jóhann Helgason

Jóhann Helgason, 31.5.2008 kl. 11:28

13 identicon

Þú ert búinn að endurgjalda honum Guðsteinn.
Að segja að eitthvað sé ekki okkar að vita bara einhver guð... er lítillækkandi rétt eins og allt tal hans Jóhanns sem virðist ekki geta neitt nema að drulla yfir menn.

Svo hlýtur guð að reikna ár sem ár... ár er ár, no more no less

Það er á tæru að hver sek færir okkur nær heimsendi, það er líka á tæru að ef eitthvað bjargar mannkyni þá er það ekki guð heldur vísindin.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 11:43

14 Smámynd: Flower

Hehehe. Er þetta þá árhátíð klikkaðs kristins fólks. Það er stundum gaman að vera smá klikkaður Matti, þú gætir reynt það einhverntíman

Flower, 31.5.2008 kl. 13:00

15 identicon

Ég býst við að þú sérst ekkert verra áhugamál en hvað annað Guðsteinn minn.

Jakob (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 15:03

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.5.2008 kl. 15:04

17 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Það er allveg klárt Guðsteinn hann ber ást til þín. Kannski ann hann þér hugástum. Til hamingju með kær.....-leikann.

Aðalbjörn Leifsson, 31.5.2008 kl. 17:30

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvað segiði, lít ég út fyrir að vera 14 ára á myndinni? Hún var reyndar tekin í hittífyrra og þá var ég 22 ára gamall. Reyndar var mér sagt í dag að ég liti út fyrir að vera 10 árum yngri eftir að ég lét síða hárið mæta skapara sínum. Þannig að núna hlýt ég að líta út fyrir að vera 6 ára 

Annars er þessi afsökun sem Guðsteinn kemur með afskaplega gömul (er í yngsta riti Nt eins og hann bendir á). En trúir því nokkur maður að heimsendaspámaðurinn sem stendur á götuhorninu og öskrar: "Heimsendir er í nánd!" sé ekki að tala um nánd í venjulegum skilningi, heldur einhvern guðlegan skilning á nánd, sem þýðir í raun þúsundir eða milljónir ára? Trúir því nokkur maður?

Annars sé ég ekki hvað þú telur Mk 13.33 og Mt 24.36 eigi að sanna, þó svo að heimsendaspámaðurinn viti ekki nákvæmlega hvenær heimsendir komi, þá segir hann samt að það sé afskaplega stutt í hann. Spurðu bara fólk eins og Mofa eða Snorra í Betel, þeir segjast ekki vita nákvæmlega hvenær heimsendir verður, en samt segja þeir að heimsendir sé í nánd. Nákvæmlega sama hugsunarhátt er að finna í Nt. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.5.2008 kl. 17:56

19 identicon

Það er svo skrítið hvað vantrúað fólk er með mikla þráhyggju fyrir trúuðum.Sérstaklega kristnum.Það eru til lyf við þráhyggju

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:19

20 identicon

Birna við höfum ekki þráhyggju fyrir trúuðum, við höfum óbilandi þörf fyrir jafnrétti.
Ef hér væri ekki ríkiskirkja og eða trúarmarkmið í skólum þá værum við öll vinir.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:58

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skelli mér á sjóinn og kem til baka í þetta! En það gleður mig að Hjalti hefur þó þann þroska að svara á málefnanlegan hátt þrátt fyrir að ég set þetta svona upp. Þú færð prik fyrir það Hjalti og vona ég að þú skiljir hvað ég meina núna með "í nánd".

Öllum öðrum ber ég góðar kveðjur og þakklæti fyrir þátttökuna í umræðunum. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.5.2008 kl. 19:07

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Pax -  Ég hló mikið af þínu innleggi! HAHhahahaha

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.5.2008 kl. 19:08

23 Smámynd: Jóhann Helgason

Sæll Hjalti Rúnar virkilega gott og málefnalegt svar hjá þér . þetta var bara grín að þú litir út eins 14 ára það engin alvara á bak við það .

Jóhann Helgason, 31.5.2008 kl. 19:59

24 identicon

Endilega skoða þetta góða mál

www.edrumenn.blogspot.com 

Jón karls (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 20:00

25 Smámynd: Jóhann Helgason

Takk fyrir mig hérna góðar kveðjur til ykkra allra hérna .

Jóhann Helgason, 31.5.2008 kl. 20:01

26 identicon

Þessir menn á vantrú stíga ekki beint í vitið. Þetta minnir mann á anarkistana eða anti-rasistana sem hafa engan annan málstað en þann að vera á móti annari hugmyndafræði.
Sumir málstaðir eru greinilega þess gerðir að verðugt er að vera þeim mótfallinn. 

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 21:56

27 identicon

Hvað með jafnrétti fyrir allar lífsskoðanir og trúarbrögð?

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 00:52

28 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þessir menn á vantrú stíga ekki beint í vitið.

Ég skal samþykkja þessa lýsingu á mér, ég er galtómur - en fjandakornið Jón byltingarsinni, í Vantrú eru margir ákaflega klárir einstaklingar.

Ef þú gætir bent mér á einhvern ákveðinn málaflokk sem við í Vantrú þyrftum að kynna okkur betur yrði ég afar þakklátur. Hvar skortir okkur (þ.e.a.s. meðlimi í Vantrú) þekkingu? 

Matthías Ásgeirsson, 1.6.2008 kl. 00:59

29 identicon

Johnny... þekking, menntun og mannréttindi er málið... gerviguðir eru búnir með sína rullu

DoctorE (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 10:39

30 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þekking, menntun, mannréttindi, hafa hingað til ekki ráðið við syndugt eðli mannsins.

Kristinn Ásgrímsson, 1.6.2008 kl. 22:11

31 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ekki guð heldur Kristinn, manstu eftir Adam og Evu?

Haraldur Davíðsson, 1.6.2008 kl. 22:24

32 Smámynd: Evil monkey

Fórnarlambakvein hafa aldrei gert neinum gott og ég hreinlega sé ekki ójafnréttið sem við trúleysingjarnir eigum að þola. Reyndar hefur lífsskoðanafélag ekki enn fengið réttinn til að lögfesta hjónavígslur, en ég hef það frá öruggum heimildum að það sé ekki langt undan. Og vissulega er mér meinilla við trúboð í skólum, en ég sé ekki að það sé verið að brjóta mannréttindi á börnunum, líða þau einhvern skort? Eru þau verr stödd á einhvern hátt? Eða gæti verið að þegar barnið mitt kemur heim úr skólanum uppfullt af spurningum um Guð og tilveruna, að ég geti nýtt mér það tækifæri og átt við það gott og heimspekilegt samtal? Það er vitað mál að foreldrarnir eru stærstu fyrirmyndirnar og því mun aldrei eiga sér stað nein trúarinnræting í skólum séu foreldrarnir trúleysingjar. Eini "skaðinn" sem barnið hlýtur er að það er hundleiðinlegt að sitja undir þessari kristinfræðslu. Getur einhver annars bent mér á hvaða annað óréttlæti er í gangi?

Það er í fínu lagi að gagnrýna, ef það er gert af virðingu. Hins vegar er hver sá sem treður sínum skoðunum upp á aðra bara bjáni, og það gildir jafnt um trúaða og trúleysingja. Taki það til sín þeir sem eiga það. 

Evil monkey, 1.6.2008 kl. 23:17

33 identicon

Kristinn: Mannkynið er rétt að komast á það stig að þekking, menntun geti haft afgerandi áhrif á þessa hluti... fyrsta stigið í átt að þessu var að kirkjan í hinum vestræna heimi var þvinguð í mannlegt siðgæði... lets take it further

DoctorE (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 23:22

34 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Mannstu eftir Jesú Kristi Haraldur ? Ef einhver er í Kristi þá er hann ný sköpun, hið gamla varð að engu. Adam innleiddi þetta synduga eðli með því  að óhlýðnast Guði. Jesús Kristur vann sigur yfir syndinni með því að hlýðnast Guði.

Maðurinn getur endalaust breytt umhverfi sínu, en það stendur í honum að breyta eðli sínu. Það gerir hvorki menntun eða þekking.

Kristinn Ásgrímsson, 2.6.2008 kl. 23:42

35 Smámynd: Haraldur Davíðsson

....og ekki guð heldur Kristinn ! Eins og svo oft heyrist ; ÞÚ þarft að HLEYPA kristi inn í hjarta þitt, ÞÚ þarft að vilja frelsast...." osvfr osvfr.

Fólk breytir sér sjálft, eða breytist ekki neitt.

Persónulega held ég að við breytumst hægt og illa.

Haraldur Davíðsson, 3.6.2008 kl. 02:28

36 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmm, þeir sem stóðu hjá kristi, þegar hann boðaði endurkomuna áttu að var kristinna við því hefur löngum verið að þeir séu einfaldlega ekki dauðir enn.

Þú hefur vafalaust heyrt söguna um gyðinginn gangandi Guðsteinn.

Annars er hann Hjalti ansi sætur strákur, svo ég skil fullkomlega kærleik þinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 04:48

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Reynum aftur, textabrengl.

Hmm, þeir sem stóðu hjá kristi, þegar hann boðaði endurkomuna áttu að upplifa hana í sínu lífi.  Svar kristinna við því hefur löngum verið að þeir séu einfaldlega ekki dauðir enn.

Þú hefur vafalaust heyrt söguna um gyðinginn gangandi Guðsteinn.

Annars er hann Hjalti ansi sætur strákur, svo ég skil fullkomlega kærleik þinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 04:50

38 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er að vísa í Matt. 16:28.

"Sannlega segi ég yður: Nokkrir þeirra, sem hér standa, munu eigi dauða bíða, fyrr en þeir sjá Mannssoninn koma í ríki sínu."

Átt þú skýringu á þessum orðum?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 04:55

39 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kristinn: Ef Jesús vann sigur á syndinni, sem Adam innleiddi, hvers vegna eru menn enn að berjast við þann andskota?

Væri kristnin ekki algerlega out of business ef þetta væri rétt? Er syndinn ekki komin fyrir frjálsan vilja, samkvæmt kenningunni? Þýðir það þá að frjáls vilji sé horfinn? Ef ekki, þarf að gera út um frjálsan vilja til að eyða syndinni?

Bara svona pæling.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 05:03

40 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar - hvaða mynd ertu kominn með? Mér fannst þú miklu karlmannlegri á þeirri gömlu! Nú ertu doldið ... strákslegur ... hehe

þeir sem stóðu hjá kristi, þegar hann boðaði endurkomuna áttu að upplifa hana í sínu lífi.  Svar kristinna við því hefur löngum verið að þeir séu einfaldlega ekki dauðir enn.

Jóhannes postuli fékk að upplifa það í lifanda lífi. Opinberunarbók hans vitnar um það. 

Væri kristnin ekki algerlega out of business ef þetta væri rétt? Er syndinn ekki komin fyrir frjálsan vilja, samkvæmt kenningunni? Þýðir það þá að frjáls vilji sé horfinn? Ef ekki, þarf að gera út um frjálsan vilja til að eyða syndinni?

Nei, það þarf frjálsan vilja til þess að taka á móti Jesú. Ekki ert þú búin að því er það Jón Steinar? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.6.2008 kl. 09:13

41 identicon

Uhh frjáls vilji táknar einmitt að taka ekki á móti hjátrú Guðsteinn, trú fjötrar viljann, gefur viljann frá þér til ímyndaðs guðs og trúarforkólfa

DoctorE (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 10:44

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er þín skoðun Dokksi, og hefur þú frjálsan vilja til þess.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.6.2008 kl. 10:49

43 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðsteinn minn. Jesú hefur ekki bankað uppá hjá mér. Hver veit nema að ég hleypi honum inn ef hann gerir það. Ég býð honum Jafnvel upp á kaffi og pönsur. Tekk er ekki orð dauðlegra manna trúanleg um þau efni.  Engin leið að sjá hver er "the real deal." Ég er alltaf minnugur orða krists um Hræsnara, farísea, falsspámenn og úlfa í sauðagærum.

Jóhannes frá Patmos var ekki samtímamaður Krists og hvergi nærri. Hann var raunar í útlegð í Pathmos (sem þekkt er af kröftugum ofskynjunarsveppum) Allt bendir til að hann hafi verið Tyrki, því hann nefnir nánast einvörðungu staði í Tyrklandi. Það segir okkur líka að hann er ekki hinn sami og meintur guðspjallamaður, en það er nóg að bera saman texta og stíl til að sjá að svo er ekki.

Opinberunarbókin er sennilega skrifuð tæpum 100 árum eftir kristsburð, svo tíminn stemmir líka illa.

Nú í þriðja lagi, þá er brjálæðisleg frásögn hans af sýnum og vitrunum í hans eigin höfði og því ekki raunverulegur heimsendir, heldur fantasía um hann. (verður fantasía þar til annað kemur í ljós)

Ef heimsendir er huglægur og hann hafi komið til við vitrun þessa vitfirrings, þá skil ég ekki eftir hverju Kristnir eru að bíða.

Hefurðu lesið þessa bók? Ef svo er. Hvernig finnst þér? Nærðu einhverju samhengi? Hvað er myndlíking og hvað er bókstaglegt og ef einhverjar myndlíkingar, hvernig má túlka þær, svo ekkert fari milli mála.

Með fyllstu virðingu annars kæri ljúfur.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 20:58

44 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Varðandi myndina, þá mætti segja að hún sé af mínum innri mani. Vel meinandi prakkara með sterka réttlætisvitund og spurningar um tilveruna, sem kalla ávallt á fleiri spurningar við hvert svar. Rétt eins og Ari litli, eins og þú líktir mér svo skemmtilega við hérna forðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 22:06

45 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... takk Jón Steinar, ég kann betur við þig eftir þú hættir að vera svona "aggresívur" ef ég má sletta. Þú kemur með góð rök sem ég er ekki sammála, því Jóhannes var víst samtímamaður Jesú, þú verður athuga að lærisveinarnir voru mun yngri en Jesú sjálfur, og þess vegna náði hann mun hærri aldri.

En ég þakka líka fyrir þessa frábæru stöku sem ég fann hjá hinum kærleiksfúsa Hjalta:

Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frá Guðsteini Hauki heyrði ég frétt 

Heimsendir klárlega sýnist nærri.

Maður er efins hann meti það rétt.

Má ekki vera að hann sé bara stærri?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 08:42

HAhahahahaha ... ég hló dátt af þessu! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.6.2008 kl. 22:41

46 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Jón Steinar.

Samkvæmt kenningunni, eins og þú orðar það, þá gengur djöfullinn ennþá laus, þótt sigraður sé. Í Afganistan er enn verið að berjast við Talibana þótt þeir séu sigraðir. Þeir eru ekki lengur við völd. Þeir drottna ekki lengur. Hins vegar gera þeir allan þann óskunda sem þeir geta.

Páll postuli segir við hina kristnu: Synd skal ekki drottna yfir yður.

Áður en Jesus kom þá drottnaði syndin yfir manninum. Það var þá sem maðurinn var þræll. Nú okkar frelsi felst í því að við getum hætt að vera þrælar syndar.

Haraldur, jú að hluta er ég sammála að vissulega getur fólk unnið í sjálfu sér og breytst. Hins vegar hef ég séð Guð breyta lífi fólks á ótrúlegan hátt.

Kristinn Ásgrímsson, 3.6.2008 kl. 23:55

47 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmm...Kristinn. Nokkrar spurningar varðandi þetta innlegg.

Var þetta skipun hjá Páli eða tillaga? Ef þetta var skipun, þá hefur vald hans verið meira en ég hugði og sennilega hefði það verið smámál að stöðva sólina á himnum, fyrst slík skipun greypist í genóm þeirra, sem hann ávarpaði, um alla tíð.

Væru þetta tilmæli í samhenginu "Syndin skyldi ekki drottna yfir ykkur." Þá get ég verið honum sammála og jafnvel sagt slíkt sjálfur, beint eða óbeint.

Hvernig færð þú út að syndin drottni ekki yfir manninum til þessa dags?  Ef þú villt meina að með kristi hafi fyrst komið valkostur um að syndga ekki, þá segðu mér í hverju það birtist.

Ef við skoðum fjöldann allan af sértrúarsöfnuðum sem kena sig við krist og gríðarlega stórsleginn breyskleika margra safnaðarhöfðingja, þá get ég ekki séð að það sé nóg að segjast vera í liðinu.

Annars ert þú í raun að segja að menn hafi mótþróalaust látið eftir sínum lægstu og neikvæðustu hvötum fram að því að Kristur kom. Ég held hinsvegar að mannkyn hefði eytt sjálfu sér, ef svo væri.

Þessi einföldun þín á hlutunum fær engan vegin staðist skoðun. Þú verður allavega að koma með holdmeiri útlistingar á þessu en að kasta fram frösum og ógrunduðum fullyrðingum.

Ég veit annars að það er til einskis að rökræða við ykkur, því skelfing ykkar um að bláþráður trúarinnar slitni við að viðurkenna að þið hafið rangt fyrir ykkur í minnstu smátriðum, hamlar ykkur frá að eiga sanngjarna og gagnrýna umræðu. Það þarf ekki að vera úr ritningunni, heldur aðeins að þið sem einstaklingar hafið haldið einhverju fram, þá er ekki hægt að bakka með það. Þannig ver trúin sig sjálfkrafa.

Það er þó ágætis dægradvöl að kýtast við ykkur í hófi, en það breytir ekki nokkrum hlut hjá ykkur.  Það eina sem maður vonar er að aðrir óvissari lesi orðræðuna og leggi sitt mat á hana varðandi sannfæringu sína og heimsmynd.  Oft hallar á ykkur þar að mínu mati, án þess að ég nefni einhvern ákveðinn.

Ef þið eruð að reyna, þá þarf ég ekki að endurfæðast. Ég náði þessu strax í fyrstu atrennu,

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 02:21

48 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú ert að segja að syndin sé farin en sé hérna samt, þá er það alveg á pari með öðrum rökfræðilegum loftfimleikum ykkar, eins og að kristur sé dáinn en samt lifandi eða að Guð sé þrefaldur en samt einn, að guð sé allstaðar en samt ekki allstaðar í öllu en samt ekki, á himnum en samt hér, elski alla en hati samt suma, Sé miskunnsamur en þó miskunnlaus, ætíð nálægur, en þó fjarlægur sumum, líknsamur en refsandi.....(pæli oft í því hvar hann kemur helvíti fyrir fyrst hann er allt, nema að það sé hluti af vistarverum hans)

Ef þú ert að meina að syndin hverfi ekki fyrr en allir komi sér á sömu blaðsíðu með góðu eða illu og að það þýði heimsyfirráð eða dauða í orðsins fyllstu, þá er það sama hugmyndafræðilega formatið og Sósíalisminn, Fasisminn, globalismin, já og Islam byggja á.

Það er sveimér ekki leiðum að líkjast.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 02:37

49 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Góður Jón. Trúarbrögðin hafa alltaf verið og munu alltaf vera, valdtæki sem eru og verða blóðug uppfyrir haus og í stórkostlegri þversögn við alla sína eigin siðfræði.

Merkilegasti trúmaður sem ég hef kynnst, sagði ; að tilheyra söfnuði gerir þig ekki að betri manni, og ekki guð heldur, þú gerir þig að betri manni.

Þetta eru hin mestu sannindi, og er mitt uppáhalds guðs-spjall.

FRIÐUR ( er ekki aðeins fyrir útvalda )

Haraldur Davíðsson, 4.6.2008 kl. 02:53

50 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm Halli. Kannski er trúin eins og Ginseng. Virkar ekki rassgat svona ein og sér en ákvörðunin um að taka það kemur af ákvörðun um að lifa heilbrigðara lífi. Breyta hugarfarinu.Fólk byrjar að hugsa um mataræðið, hirða sig og hreyfa og skrifar svo vellíðan sína á Ginsengið.

Stundum er ákvörðunin um að verða betri maður nóg. Ég er alveg sáttur við auðmjúka og verklega trú, sem nuggar sér ekki utan í aðra og leitar ekki sjálfrar sín né opinberar og auglýsir sjáfa sig.

Til þess þarf ekki að vera í neinum klúbbi og réttlæta allt sem hann gerir. Allra síst að það þurfi að gera sér hugmyndir um skelfingar og ógnir og láta hræða sig til gæsku. Það kremur andann. Það er ekki gott að vinna á stað, þar sem framlag þitt byggist á því að verða ekki rekinn og því að þóknast skapstirðum verkstjóra.

Lögmál rúar eru einföld og þurfa ekki yfirvald. Hún er ögun til betri verka og leið til að þekkja þá staðreynd að með því að gera gott líður manni betur og hlýtur betra viðmót af lífinu. Það er erfitt að byrja og sjá tilganginn í því, en þegar af stað er farið, þá kennir maður strax munar. Það er gott að elska eins og Bubbi segir.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 06:30

51 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nákvæmlega......eins og talað úr mínum munni.

Haraldur Davíðsson, 4.6.2008 kl. 10:41

52 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðsteinn: Aðeins að lokum varðandi Jóhannes.  Þú hefur vafalaust heyrt að guðspjöllin voru eignuð guðspjallamönnunum síðar og enginn þeirra nefnir sig á nafn. Í Lúkasi stendur þó tilvísun í upphafi, sem segir "Guðspjallið samkvæmt Lúkasi" (According to Luke) Það bendir til að hann hafi í það minnsta ekki skrifað það sjálfur.  Annars var ótölulegur fjöldi rita, sem eignuð voru þessum mönnum og mörg hver augljósar falsanir að mati kirkjunnar, þar sem boðskapurinn samræmdist ekki kanónunni. (Ég bendi á bækur Bart Ehrman til að kynnast uppruna og deilum um þessi rit. Tékkaðu á Amazon)

Ekkert staðfestir hverjir höfundarnir eru nema munnmæli frá kirkjufeðrunum. Hins vegar er talið að að postulinn var í útlegð á Pathmos og því er höfundur opinberunarbókarinnar kenndur við hana líka.  Það er þó nokkuð víst að höfundur þeirrar bókar hét Jóhannes (sem var afar algengt nafn á þessum tíma) Hann nefnir sjálfan sig á nafn í nokkur skipti, en gefur ekki á sér frekari deili.  Menn töldu lengi að hann væri sami maður og skrifaði guðspjallið,(þó, enn og aftur, séu ekkert nema orð manna, hundruðum ára síðar fyrir þeirri tileinkun)

En Ok...menn hafa deilt um þetta mjög lengi og raunar nánast frá upphafi en samt hafa sumir talið höfundana þá sömu, meðal annars fyrir að þeir nota báðir orðið lamb yfir krist.  Það hefur samt komið í ljós í síðari tíma textarýni að þeir nota ekki sömu nöfnin yfir lamb , auk þess sem guðspjallið er skrifað á reiprennandi og menntaðri grísku á meðan opinberunarbókin er frekar mörkuð villum og grófari gríska.

Það ber einnig að hafa í huga að Postulinn Jóhannes Sebedeusson var fisskimaður af fátækri stétt , þótt vel megi vera að hann hafi menntast í grísku síðar og fengið á sig þennan heimspeilega fræðimannsbrag, sem guðspjallið er rómað fyrir.  Það þykir mörgum afar ólíklegt líka.

Semsagt það er í meira lagi á reiki hver er höfundur beeggja rita, en að sjálfsögðu mátt þú trúa því.  Þið lesið þetta, fylgið því og reynið að haga lífi ykkar eftir, svo það er í raun sama hvaaðan gott kemur og ekkert sem breytist við það að einhver óþekktur höfundur sé að þessu.

Ef þú hefur gaman af "orðinu" þá ættirðu að grúska svolítið í þessu og lesa eitthvað annað en túlkanir og rit apologista.  Þetta er skemmtilegur og fróðlegur heimur og kennir manni margt um söguna, mannlegt eðli. Það er flókin og stormasöm leið að því, sem þú hefur á milli handanna í dag, þegar þú lest orðið. Raunar hafa ritin ekki verið jafn mikið útvötnuð og í seinni tíð. 

Vona að þú hafir haft gaman af þessum pælingum og takir þessu ekki sem þrátti og löngun minni til að hafa rétt fyrir mér í einu og öllu. Ég get tekið feilpúst í þessum fræðum eins og margir aðrir, en ég´legg mig þó alltaaf í líma við að skoða heimildir og hrapa ekki að ályktunum. Svona þegar ég má vera að.

Guð þinn blessi þig annars á þessum góða degi.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 12:07

53 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil taka fram að þegar ég segi að það sé sama hvaðan gott kemur, þá á ég ekki við opinberunarbókina. Mér finnst hún afar skaðleg bók, sem líkist helst geðveikisórum með táknmyndum, sem geta táknað hvað sem er, ef þær tákna yfirleitt nokkuð. Vond bók og eitt af því sem fólk á ekki að dvelja við, sem vill halda sig við kærleiksboðunina. Raunar væri nóg að taka til texta upp á 4 blaðsíður úr þessari bók til að fullnægja áréttingunni um siðsamlegt og gæskuríkt líferni. Annað stendur vart tímans tönn, né samræmist það vestrænni siðfræði, sama hvað menn túlka sig í bóndabeygjur með það.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 12:23

54 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Þessari Bók" meinandi alla biblíuna.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 12:29

55 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jamm Halli. Kannski er trúin eins og Ginseng. Virkar ekki rassgat svona ein og sér en ákvörðunin um að taka það kemur af ákvörðun um að lifa heilbrigðara lífi. Breyta hugarfarinu.Fólk byrjar að hugsa um mataræðið, hirða sig og hreyfa og skrifar svo vellíðan sína á Ginsengið.

Pfff... þú hefur greinilæga aldrei prófað ginseng. 

Annars sýnist mér að við verðum að vera sammála um að sýna hvorn öðrum gagnkvæma virðingu. Ég skal virða þína afstöðu og þú vonandi mína. Því ekki mun nokkrum manni takast að vinna mig frá trúnni nema þá ég sjálfur. Því ég fæ ekki betur séð en að þú beitir öllum þínum sannfæringarkrafti til þess að benda á hversu heimskulega skoðun ég hef.

Þess vegna er betra að við séum og verðum sennilega alltaf ósammála, án þess að henda skít í hvorn annan. hvernig hjómar það Jón Steinar

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.6.2008 kl. 14:38

56 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kæri Guðsteinn. Ég er ekki að gagnrýna það hvernig þú trúir, enda hef ég ekki hugmynd um þína persónulegu og innri nálgun við hana. ánnig á það líka að vera að mínu mati. Og ekki er ég að segja að skoðun þín sé heimskuleg. Ég þekki hana ekki og hef aldrei ráðist persónulega á trúaða, nema að þeir hafi gert hið sama að fyrra braði. Þó reyni ég líka að forðast það í þeim tilfellum.

Ég gagnrýni þó almennt, það, sem haldið er fram og fullyrt um  á síðum trúaðra, síðum trúaðra og það áberandi þekkingaleysi, sem ég rekst oft á um uppruna og innihald ritninganna, rétt eins og fólk vilji ekki vita það.  Ég skrifa oft langt mál og legg mig fram. Í alvöru.  Oft mæti ég þó ódrengilegum úúrsnúningum og þvermóðsku og verst þykir mér þega menn koma sé hjá að svara eða segja mig ekki svara verðann. Það er oftast þegar ég kem við kaunin.

Ég hef þá skoðun að það eigi ekki að vera heilög skylda trúaðra að verja allt sem í ritningunum stendur og segja það táknmál og líkingar þegar hentar, hvað þá að verja trúarloddara þessa heims, græðgi þeirra og viðurstyggðar hræðslutaktík, peningaplokk og áróður gegn þekkingu og víðsýni.  Ég er ekki að segja að þú gerir það í öllu, enda er skynsömum mönnum vafalaust sett takmörk í því hvað langt er hægt að ganga í þeim efnum.´Ég er ætiíð minnugur þeirra orða, sem Kristi eru gefin, þegar ahnn einmitt gagnrýnir slíkt háttalar og forattar préstastéttina, texstagrúski og guðfræðiþráttið, peningaplokkið og sjálfmiðaða hræsnina.  Það hefur fátt breyst frá þeim tíma, en það er eins og margir séu blindir á þessi orð og hvers vegna og til hverra þau eru sögð.

Hann segir fólki að loka að sér og ekki biðja hástöfum sér til sýndar á torgum og á smakomum.  Trúariðkun í dag er í algerri andstöðu við þetta að mínu mati.

Ef trúin hefur einhvern tilgang þá er hún til að breyta þér og engum öðrum í betri mann, árvakann, leitandi glaðann, hjálpsaman og huggandi og það án þess að draga athyglina að því.

Ég hef þekkt fullt af fólki, sem ég taldi trúað en nefndi það aldrei á nafn. Trú þeirra sá ég af verkum þeirra og fasi. 

Ég held þú sért sammála mér að einhverju leiti í þessu. Ekki er ég að segja þig vitlausann, en ég hef oft gaman af fljótfærni þinni og finnst þú liggja vel við höggi á sleipum velli guðfræðinnar.  Það eru líka allir, sem eru fljótfærir í því og kíkja ekki í lexíkonið áður en þeir tjá sig.

Mér finnst oft gaman að taka rimmur við ykkur, en ég veit að þær munu sofna útaf án niðurstöðu.  Þetta skerpir hugann og ég gríp í þetta á meðan ég er að rendera og slíkt til að halda mér skarpari. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri. Ég er með svona hraðann og flöktandi huga, sem getur sjaldnast kyrr setið og vona að ég fái aldrei endanleg svör við lífsgátunni. Þá er lífið búið.

Það er fullt af vitleysingum í hópi kristinna og þeir sem eiga þann heiður skilinn frá mér eru ekki kjánalegt fólk eins og Mofi og Erlingur Þorsteinsson, heldur hættulegir menn með hættulega afstöðu eins og Snorri í Betel. Jón Valur og Gunnar í krossinum. Úlfarnir í sauðagærunum, falsspámennirnir, farísearnir.  Ég hef líka sé þig senda þessu fólki tóninn og virðið þig mjög fyrir þá eindrægni.

VIð erum kannski ekki svo ólíkir eftir allt. Við snúm bara bökum saman þegar við tölumst saman, sem oft vill valda misskilningi.

Þetta bloggsamfélag er mér mikil sálubót og mér þykir væntu um fmarga bloggara, eins og þeir séu nú frændgarður minn.

Ég tel mi vin þinn og hef alltaf verið það. Vinur er sá semtil vamms segir.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 20:48

57 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitt sem ég vil gefa kristnum að heilræði að lokum: Ruglið ekki saman Kristi og Páli. Það út á kris sem þetta gengur en ekki umvandanir förumanns yfir frumstæðum söfnuðum í dagrenningu þessa siðar. Páll er ekki Kristur.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 20:57

58 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar - takk fyrir þessa færslu, og skaltu vita það að ég tel þig vin líka, þótt við tökumst á. Það er gott að sjá að þú tekur eftir að ég fljótfær, og viðurkenni ég það vel, því sá galli hefur háð mér alla mína ævi.

En ég er leikmaður og ekki guðfræðingur, en reyni mitt besta að koma eigin skilning á framfæri. Ég skil það sem þú meinar, og þótt ég sé ekki alveg sammála þér, þá hefur þú samt hitt naglann á höfuðið í ýmsum þáttum.

Því ég veit hef séð að þú ert ekki fæddur í gær, þú talar mikilli þekkingu ert greinilega grúskari mikill. Þannig ég tel vera góðan vin sem er ósammála mér og sýnsit mér að það sé gagnkvæmt.

Guð blessi þig og þína Jón Steinar. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.6.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband