Hættum þessu kjaftæði!

Annað hvort þarf algjörlega að skipta upp og breyta þessari keppni ef þetta á að ganga. Slavnesku löndin klappa hvort öðru á bakið, alveg eins og norðurlanda þjóðirnar. Sjaldan hef ég orðið vitni að jafn mikilli pólitík sem á ekki heima í tónlistarkeppni, af því að slavnesku löndin eru fleiri, þá vissulega vann Rússland.

Annars stóð okkar fólk sig hreint frábærlega og var flutningurinn óaðfinnanlegur eins og á fimmtudaginn. Sem greinilega lýtur lægra haldi fyrir illa klæddum konum og pólitík. Hæfileikanir eru hættir að ráða, það eu landamæri, fegurð og eins lítill klæðnaður og hægt er sem skiptir máli.

Annað hvort hættum við í þessu bulli eða förum fram á breytingar! 


mbl.is Ísland endaði í 14. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ójá, þar erum við sammála.

En kannski er þetta smá sýnishorn af Evrópu-pólitíkinni........dæmi um að það verða alltaf  " blokkir " í Evrópu, hversu " sameinuð " sem hún verður.

Klíkurnar sjást glögglega í smástund, meðan atkvæði eru greidd....

 FRIÐUR ( þekkir engin landamæri )

Haraldur Davíðsson, 25.5.2008 kl. 01:34

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir Guðsteinn og Haraldur.

Mér fannst Sigmar virkilega fyndinn og ég skemmti mér vel bara að hlusta á hann spá og spekulera. Oft búinn að nefna að hann væri öruggur um að 12 stigin færu til þessarar þjóðar og það stóðst mjög oft.

14. sæti er miklu betra en 16 sæti hér áður fyrr en þá tóku um 20 þjóðir þátt en helmingi fleiri núna. Regína og Friðrik voru falleg og yndisleg. Þau ljómuðu og lögðu sig fram og voru til sóma fyrir land okkar og þjóð.

Pólitíkin í þessu er virkilega ömurleg og sjónvarpstökumenn voru alveg öruggir að Danir gæfu Rússum 12 stig og beindu vélunum til þeirra í restina. Sem betur fer fóru 12 stigin í þver öfuga átt. Íslendingarnir í Danmörku hafa hangið í símunum.  PÓLITÍK

Strákar. Guð gefi ykkur góða nótt.  

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.5.2008 kl. 01:47

3 identicon

Og þá er komið að hinu árlega væli Íslendinga. Djöfull þarf fólk alltaf að grenja yfir hlutunum.

Rússar unnu ekki á neinu samsæri. Þeir unnu útaf því að þeir fengu stig frá nánast öllum 43 þjóðunum.

Endalaust væl yfir samsærum. Við fengum nú haug af stigum frá Skandinavíu. Er það ekki samsæri?

Þetta er skemmtun og ekkert annað. Menn sem leggjast í sjálfsvorkun og væl af því að við unnum ekki þurfa að láta skoða sig.

Þetta var skemmtun og fínn árangur hjá okkar fólki.

Helgi (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 02:38

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég skemmti mér og er alveg sáttur - ég er stoltur íslendingur í útlöndum, þau stóðu sig frábærlega.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.5.2008 kl. 10:16

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Horfði ekki á þetta glamúr kjaftæði JÓHANNA, er algjörlega laus við að hafa gaman af svona músik.

Eins og meistari Megas sagði "...........þá er það barasta smekksatriði "

En ekki vera svona viðkvæmur ORRI, þetta eru ekki trúarbrögð......eða hvað?

Haraldur Davíðsson, 25.5.2008 kl. 12:13

6 identicon

hahaha eins og þetta sé eitthvað nýtt, alltaf sama mjálmið ef menn tapa.. það er löngu ljóst að þetta snýst um að kjósa vini sína, enda er þetta ekki tónlist, þetta er crap

DoctorE (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 13:18

7 Smámynd: Linda

ahahahahahaha ég vældi oh boy, og ég er sammála Hauk í þessu, ég vil sjá dómara kerfi sett upp eða að hluta til 50% verði símaatkvæði og 50% dómaraatkvæði það væri bara réttlátt.

Ég ætla ekki að þegja en ég ætla að hætta að horfa á þessu keppni eða nota þetta tækifæri til þess að vera á skallanum í framtíðinni, (ég drekk ekki öllu jafnan fæ mér kampó á Nýjó og staup á Eurotrashkveldi) en ég kann bara ekki að vera á skallanum svo hvað er til ráða.....

Knús

Linda, 25.5.2008 kl. 18:07

8 identicon

Sæll.Guðsteinn.

Getur það verið að þetta heiti samtrygging,og sé í vina hópi gert til að styrkja  kærleika þjóða á milli,ég bara spyr?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 18:23

9 identicon

Er virkilega hægt að taka júróvision alvarlega... mér hefur ekki tekist það.....enda lítið reynt...þetta er svona nýjufötin keisarans dæmi..ég er tilbúinn að koma og benda mönnum á að "keisarinn" er ekki í neinum fötum... 

Bubbi J. (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 19:12

10 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Best er að byrja ekki að horfa á þessa keppni, þá eru engin vonbrigði.

En mikið var gott að hitta þig í kvöld Haukur minn, það var ábyggilega betri söngur hjá okkur í kvöld, en öll Euro.... lögin eða hvað ?

Kristinn Ásgrímsson, 26.5.2008 kl. 00:06

11 Smámynd: Mama G

Hvaða viðkvæmni er þetta fyrir smá pólitík og að nágrannar styðji hverjir aðra í Eurovision!?  Lítum á björtu hliðarnar, finnst ykkur ekki frábært að Evrópulönd geti leyft sér að bjóða öllum hinum löndunum í partý einu sinni á ári og tjúttað aðeins saman?

Sjáið þið fyrir ykkur Afró-vision? Ekki ég, því miður. En við vitum að heimsfriður verður Mission Accomplished þann dag sem allir eru bara að skammast yfir því hver lenti í hvaða sæti í einhverri söngvakeppni - sem BTW á held ég fyrst og fremst bara að vera til skemmtunnar, muniði það nú

Mama G, 26.5.2008 kl. 10:22

12 Smámynd: Jóhann Helgason

Sæll Haukur ég tek undir þetta  hættum við í þessu bulli að taka þátt í þessari keppni .  Euro hvað

Jóhann Helgason, 26.5.2008 kl. 13:50

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er fínt að geta unnið Eurovision með því að senda byrjunina af öðru (stolnu) lagi, eins og Anna Ólafsdóttir bendir á í bloggfærslu:

Búin að finna út hvaðan hann stal byrjuninni?

Hvaða góði flytjandi sem er getur unnið Eurovision með Wild World eftir Cat Stevens.

Theódór Norðkvist, 26.5.2008 kl. 15:37

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bretar eru svo svekktir yfir því að hafa núna ekki fengið eitt einasta stig að flestir útvarps og sjónvarpsþulir þeirra eru búnir að lýsa því yfir að keppnin sé ekki lengur laga keppni heldur keppni í network-pólitík.

Í einum vinsælasta sjónvarps-grínþætti þeirra var gert stólpagrín að keppninni en íslenska lagið síðan í fyrra Valetine Lost valið besta lagið..ever..

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.5.2008 kl. 17:56

15 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sko! Bara það að ef maður lokaði augunum þá var TÓNLISTIN ekkert merkileg og ef að maður skrúfaði niður í hljóðinu þá var útsendingin SAMT áhugaverð!Þetta er nú einusinni SÖNGVA keppni. Persónulega þótti mér Frakkar og Spánverjar + gamli rapparinn langbestir. Og svo var skemmtiatriðið STÓRKOSTLEGT.

GUNNI PALLI KOKKUR. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 27.5.2008 kl. 23:14

16 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Svo var stuldurinn frá Cat Stewens algjör snilld, fattaði það um leið.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 27.5.2008 kl. 23:16

17 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Held að Íslendingar hafi ekki efni á að tala um "blokkir" og "samsæri nágrannaþjóða" og svoleiðis. Við fengum okkar stig frá hinum norðurlandaþjóðunum og þeir fengu okkar, er það ekki?

ÁFRAM SELMA!

Ingvar Valgeirsson, 28.5.2008 kl. 11:29

18 identicon

Hafandi farið til Vilnius (5 dagar alls) og séð þar litháskt og rússneskt sjónvarp, þá verð ég að segja:  Það er engin mafía í þessu. Þetta er bara smekkurinn, svo furðulegt sem okkur kann að finnast það. Þeir fíla ekki þessi amerísku áhrif sem komu fram í breska laginu og heldur ekki vestur-evrópsku áhrifin.

Annars finnst mér að Bretar verði að fara að gera eitthvað í sínum málum. Finna sér þjóðfélagssálfræðing eða eitthvað. Mér finnst alveg skelfilegt hvað þeir eru metnaðarlausir í lagavali fyrir júróvisíón.

Tölum saman eftir 25 ár (ef allir lifa!).  Blikka

Böðvar Björgvinsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 12:53

19 identicon

Okkar fólk stóð sig vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:40

20 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ef marka má kosninguna er eins og Austur-Evrópa sæki meira í taktinn og kraftinn, fremur en eitthvað mikið melódískt. Eins virtust þær þjóðir falla meira fyrir bandspotta-pilsum, berum leggjum (og öðru beru holdi). Í raun fannst mér á köflum eins og sumar þjóðir hefðu reddað sér með nokkrum súludansmærum, til þess að draga athyglina frá skorti á melódíu, lélegum textum og stolnum frösum frá fyrrum Eurovision lögum.

Getur verið að sumir líti á Eurovision sem ókeypis súludanssýningu og kjósi eftir því?

Ég sakna gömlu eurovision daganna, þar sem melódían og flutningurinn var allt. Sungið var á mismunandi tungumálum í takt við menningu hvers lands (sem mér finnst persónulega afar heillandi) og fallegir síðkjólar voru allsráðandi hjá konunum.

Fannst engum nema mér að lagið frá Albaníu ætti að vinna? Það var svo falleg melódían í því og svo einlægt sungið. Söngurinn var á tungumáli sem maður skyldi ekki, en manni fannst maður samt skilja allt sem hún sagði, slíkur var tilfinningahitinn. Rússneska lagið sem vann, var hinsvegar samansoðið klisja.

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.5.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband