Ritskoðunar herferð Morgunblaðsins ... aftur!

silenced_-_iStockEnn og aftur ritskoðar mogginn á mann með sterkar skoðanir. Halla Rut vinkona er búinn að fjalla um þetta við miklar undirtektir.  Þar er hún sökuð um alls kyns hluti, sögð vera "talsmaður fordómafullra" o.s.f.v. Það hreint ótrúlegt hvað fólk getur látið útúr sér! Þrátt fyrir að Hall Rut ítrekar að um sé að ræða ritskoðun á frelsinu, þá dæma menn auðvitað hana fyrir að "ala á fordómum" og annað slíkt. GetLost Það er nú meira sem sumt fólk telur sig heilagt!

Um er að ræða að moggamenn hafa aftengt fréttatengingar hjá Óskari Helga Helgasyni, bloggvini mínum. Hann er maður með sterka skoðun á ferðinni alveg eins og í tilviki Skúla Skúlasonar, og þarf engan snilling til þess að sjá að heft er enn og aftur á málfrelsið.

Enginn þarf að vera sammála Óskari, enda hefur hann ekki beðið um það. Öll eigum við okkar lýðræðislega rétt til þess að tjá okkur án hindrana, það heitir málfrelsi. En breytist þegar múrar og veggir eru reistir í kringum það frelsi. Auðvitað er frelsið líka vant með farið, það getur haft sínar afleiðingar eins og allt annað sem ekki er passað uppá. En meginatriðið er að við íslendingar búum við málfrelsi, og þegar einkaaðilar setja frelsinu höft er það ekki frelsi lengur.

Lifi frelsið, lifi lýðræðið og niður með óréttláta ritstýringu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Ömurlegt að fólk skuli ekki mega hafa óvinsælar skoðanir í friði svo lengi sem ekki er um beint hatur gegn nafngreindum að ræða. Það er hætta á ferðum þegar komið er það að einhverjir stjórna umræðunni eftir eigin skoðunum.

Flower, 21.5.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Góður, þetta er fráleitt. það neyðir mann enginn til að lesa neitt, enda erum við flest það vel gefin að við getum best sjálf séð um okkur hér. Það þarf enga forsjárhyggjupésa til að passa að við spillumst ekki. Þvílíkt %$/%(%&%$%&//)=/%&%$ (fyrirgefðu orðbragðið, Guðsteinn).

Haraldur Davíðsson, 21.5.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flower - nákvæmlega!

Haraldur - 100% sammála  og þú sýndir þó þá virðingu að "censora" orðbragðið. Það kann ég að meta! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.5.2008 kl. 17:28

4 identicon

Guð verndar mig og mín skrif ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 18:03

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Dokksi, hann gerir það. Enda var kominn tími á að þú áttaðir þig!

Andrés - já, það virkar þannig á mig líka ... halllærislegt !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.5.2008 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 588608

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband