Nokkur fyrirbænarefni ...

sunrays

Ég vil biðja fyrir ...

... veikindum móður minnar, sem ennþá hefur ekki komið í ljós hvað er. En alvarlegt er það.

... eiginkonu minni og fjölskyldu, og að Guð verndi þau og blessi á meðan ég vinn svona mikið.

... veikindum besta vinar míns, og að hann megi ná fullum bata eftir áralanga barráttu.

... veikindum bestu vinkonu okkar hjónanna, Guð þekkir það.

... eigin heilsu og ég nái fullum bata í bakinu sem og þetta ónýta hné mitt.

... þeim fjölmörgu fjölskyldum í Kína, sem misst hafa ástvini.

... að fólk átti sig að trúin er ekki svo slæm, heldur stórkostleg.

... ég vil biðja fyrir að menn hætti að eyða börnum með downseinkenni.

... ég vil biðja fyrir frjálsri Tíbet.

... ég vil biðja fyrir Íslendingum öllum og Guð blessi okkur og varðveiti.


Í auðmýkt og með þungt hjarta ber ég fram þessi bænarefni, og vona ég að ræfill eins og ég geti gert eitthvað gagn í Guðsríki. Ég hef reynt eftir fremsta megni að koma fram eins og ég er klæddur og vona ég að það hafi breytt einhverju.

Undanfarið hefur mér fundist ég var gagnlaus í Guðsríki, en þakklátur er ég að vera svo heppinn að eiga trúsystkini sem standa við bakið á mér. Eftir MJÖG annasama helgi þá kom ég úrvinda á samkomu í kirkju mína. Þar var mér afar vel tekið, og stend ég í þakkarskuld við minn yndislega prest og söfnuð. Brotinn var ég en ekki lengur, þökk sé lifandi Guði.

Guð blessi ykkur öll!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Skal gert minn kæri Guðsteinn Haukur. Drottinn er sá eini sem skilur og veit þarfir okkar barna sinna. Hef heldur betur fengið að reyna bænsvör hans og trúmennsku að undanförnu. Gleymum því ekki að Jesús biður einnig fyrir okkur, og hann biður ætið samkvæmt vilja föðurins. Með beztu kveðju.

Bumba, 19.5.2008 kl. 09:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minn elskulegi Guðsteinn, þú ert ekki gagnslaus í þinni trú og starfi.  Enginn er það, sem hefur gott hjartalag og góðan vilja og ásetning.  Ég á ekki Jesú, en ég á Guð sem er kærleikur og ljós, og leiðir mig á erfiðum stundum.  Það er sama hvað við köllum hið fagra sem inn í okkur býr, það skiptir engu máli, við vitum sjálf að það er þar, og með því að leyfa ljósi og kærleika að leiða sig áfram á besta veg, gerum við gagn.  Bara með því að vera til staðar fyrir ástvini okkar þó okkur finnist sjálfum við gera ekki neitt.

Við verðum bara að  muna að við erum sjálf takmörkuð, og skynjum ekki alltaf hvað er það besta.  Við vitum hvernig við viljum sjá úrlausnina, en hún er ef til vill ekki það sem er best fyrir þann  sem við elskum.  Þess vegna leggjum við bænir okkar í hendur þess almættis sem við trúum á, og trúum því og treystum að úrlausnir verði þær bestu fyrir hvern og einn.  Þannig er lögmálið minn elskulegi. 

Sendi þér orku og knús, kærleika og ljós.  Megi allt það góða og fallega blómstra innra með þér, fallegi maður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 09:23

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mér var mikið hugsað til þín þegar ég skrifaði þetta kæri Bumba/Jón. Og er ég þér ákaflega sammála!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.5.2008 kl. 09:24

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega fyrir þitt fallega og kærleiksríka innlegg Ásthildur! Guð blessi þig!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.5.2008 kl. 09:25

5 identicon

Bið fyrir bænasvörum  GUÐ blessi ykkur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 09:29

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sömuleiðis Birna mín, sömuleiðis.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.5.2008 kl. 09:38

7 Smámynd: Mama G

Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Matt 7:7

Það er auðvelt að finna til vanmáttar þegar öll heimsins vandamál virðast hrúgast upp á sama stað (fyrir framan mann sjálfan). Þá er gott að geta hallað sér að trúnni og senda stóru vandamálin til úrlausnar hjá Guði. Hann gleymir okkur ekki þó stundum virðist allt svart.

Mama G, 19.5.2008 kl. 10:06

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mama G! Þú komst skemmtilega á óvart, og er ég þér innilega sammála!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.5.2008 kl. 10:07

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 10:17

10 Smámynd: Mofi

Rómverjabréfið 8
28Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni.

Guð mun láta þetta allt leiða til góðs þótt að við sjáum það ekki núna en við biðjum og vonum.

Mofi, 19.5.2008 kl. 10:30

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásthildur - Þú ert alveg í einstöku uppáhaldi hjá mér! Takk fyrir þitt stórgóða framlag.

Dóri/Moffi minn - Amen! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.5.2008 kl. 10:35

12 Smámynd: Fjóla Æ.

  Reyni að leggja mitt af mörkum þótt kannski lítið sé.

Fjóla Æ., 19.5.2008 kl. 10:42

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú ert hvunndagshetja kæra Fjóla, og samhryggist ég þér í þínum mikla missi hér um daginn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.5.2008 kl. 11:14

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Guðlaug!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.5.2008 kl. 12:25

15 Smámynd: halkatla

þú ert bloggari af Guðsnáð og svo ertu bara svo margt annað líka! einsog t.d hugrakkur....

ég mun hafa þessi bænarefni í huga mínum og hjarta

halkatla, 19.5.2008 kl. 15:16

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Anna mín, mér þykir vænt um þín orð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.5.2008 kl. 15:46

17 Smámynd: Linda

Elsku vinur minn, ég tek undir hvert einasta orð og bæn, í Jesú nafni, því ritningin segir meðal annars þetta

Áður en þeir kalla mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra."Jes. 65.24.

Ég er að lesa yndislega bók um bænina Haukur minn og tók ég á því efni að hluta til á blogginu mínum á Sunnudaginn.  Bænin er okkur svo mikilvæg, Jesú stendur við dyrnar og knýr á, ætlum við að svara honum í bæn eða ekki.  Þú vinur, hefur svarað og stendur þig vel á akrinum og ég er hér sálarbróðir minn ef þú vilt tala, öxl og trúnað eins og alltaf.

Þín trúsystir, andleg systa og vinkona

Linda, 19.5.2008 kl. 15:59

18 Smámynd: Birgirsm

 Jak 5: 13-16

13Líði nokkrum illa yðar á meðal, þá biðji hann. Liggi vel á einhverjum, þá syngi hann lofsöng. 14Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum. 15Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar. 16Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.

Kær kveðja þín Guðsteinn 

Birgirsm, 19.5.2008 kl. 19:52

19 Smámynd: Flower

Guð blessi ykkur öll Haukur

Flower, 19.5.2008 kl. 20:22

20 identicon

Vonandi kemur skjótur og góður bati inní þessi veikindi kæri vinur .

Verð einn af þeim sem biðja fyrir þessum veikindum .

Kveðjur : Conwoy 

conwoy (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 20:34

21 Smámynd: Jóhann Helgason

'Eg tek undir hvert einasta orð á  þessum bænarefnunum Og mun biðja fyrir þessum veikindum

Guð blessi ykkur Haukur

Jóhann Helgason, 20.5.2008 kl. 23:33

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk allir! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.5.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband