Kristilegur liðsauki ...

Kristnum hefur borist afar góður liðsauki á bloggið. Það er hún Halldóra Ásgeirsdóttir og er flottur bloggari, hún er í sama söfnuði og ég.

Hún sýnir þá djörfung að skammast sín ekki fyrir trú sína ásamt þeim örfáu kristnu bloggurum sem í bloggheimum eru. Það sem ég á við er að kristnir mættu vera duglegri að sýna andlit sitt og staðfesta fyrir fólki að við erum ennþá til, og erum ekki endilega þessir "ofstækissinnar" sem margir telja okkur vera.

Ég sendi hér með út áskorinn til kristinna og bið fyrir því að vakning verði meðal okkar!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Eruð þið lið?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.5.2008 kl. 15:09

2 Smámynd: Linda

Frábært Haukur. Kíki þangað.

knús

Linda, 6.5.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nanna - já, við erum trúsystkyni.

Linda - frábært! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.5.2008 kl. 15:22

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég viðurkenni kristna trú mína fúslega og líka það að ég á Guði margt að þakka!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2008 kl. 15:22

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Heimir - frábært að heyra það! Guð blessi þig og þína!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.5.2008 kl. 15:31

6 identicon

"Það er sko liiiiið í lagi...."

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:21

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

ég veit ekki hvernig á að taka þessu meinta gríni þínu, þú sem þykist vera Jesús. En hafðu þig hægan.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.5.2008 kl. 16:33

8 identicon

ég var einfaldlega að vitna í eina af bestu auglýsingum íslandssögunnar. Það er sko engum til minnkunar að vera bendlaður við slíka snilld. Datt hún í hug þegar Nanna fór að tala um "lið".

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:43

9 identicon

oooog fáðu þér svo eina svona:

http://realonomics.net/wp-content/uploads/2007/05/chill-pill.jpg

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:44

10 identicon

Mönnum til glöggvunar er hér krækja á þessa ótvíræðu perlu íslenskrar auglýsingasögu:

http://www.youtube.com/watch?v=tTADo1faNQE

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 19:41

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég fagna öllum nýjum bloggurum sem vilja og þora að tjá sig um villu síns vegar.

En í hvaða söfnuði ert þú Guðsteinn? Ég hélt svona að þú værir í Þjóðkirkjunni eða KSS.

Sigurður Rósant, 6.5.2008 kl. 20:05

12 Smámynd: Sigurður Rósant

Guðsteinn - Að gefnu tilefni verður allt persónuníð og guðlast fjarlægt.

Ég átta mig á því hvað persónuníð er, Guðsteinn. En hvernig get ég t.d. guðlastað? Er það ekki einhver gjörningur milli gerandans og þess guðs sem gerandinn trúir á? Ég hef leitað í Biblíunni að lýsingu á svokölluðu guðlasti en finn enga nógu skýra.

Sigurður Rósant, 6.5.2008 kl. 20:51

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég las þetta korn þitt Haukur að "áfram kristmenn krossmenn" andinn lifir góðu lífi hér á blog.is. Ný lönd að vinna fyrir Krist þar sem dregið er skýrt í dilkana.

Nú skýrist líka hvers vegna þú getur kallað á liðsauka þegar rökin eða þekkinguna þrýtur og fólk í þessum hópi mærir hvert annað með upphrópunum líkt og á fótboltaleik. En, eins og þú segir, þessi er memm í liði og þessi ekki. Gaman gaman í sandkassanum....

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.5.2008 kl. 22:18

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn.

Við höfum fengið fleiri frábæra kristna bloggara.

Steingrímur Jón Valgarðsson http://genesis.blog.is/blog/

Styrmir Hafliðason http://styrmirh.blog.is/

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.5.2008 kl. 23:42

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósant - guðlast er t.d. gaur sem þykist vera Jesús. Ég hef ekki húmor fyrir slíku og þessi vesalingsmaður (sem hefur greinilega ekkert betra að gera) lastað Guð minn og er hann kominn í bann hér með. Ég hef ekki húmor fyrir svona vitleysishætti.

En ég er Íslensku Krists Kirkjunni hjá Friðrik Schram.

Svanur - hver er í sandassaleik? Sérðu eitthvað að því að ég sé að kalla trúsystkyni mín saman?

Rósa - takk fyrir þessar ábendingar, þessir eru fjaðrir í hattinn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.5.2008 kl. 09:13

16 identicon

Trúsystkini... gefið mér mannkynssystkini; Allir saman í liði

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 09:38

17 Smámynd: halkatla

ég laðast að ykkur kristnu bloggurum, þið sitjið uppi með mig og að ég tel, marga aðra, þrátt fyrir ofstækisliðið sem hangir í ykkur með svartagallsrausi um að þið séuð  bara til vandræða

ég gæti bara notað hin allra bestu lýsingarorð um ykkur (kristnu bloggarana sem ég ofsæki og snobba fyrir) og vona bara að ykkur fjölgi og fjölgi svo meira - eftir að ég kynntist ykkur sé ég loksins hvernig flest trúað kristið fólk er í raun (ég held stundum að ég sé ein af ykkur næstum )

annars var amma mín alltaf þessi ímynd fullkomnar kristni í mínum huga, hún var svo góð, hafði verið alin upp á svakatrúarheimili og svona, þarsem var alltaf bara endalaus góðvild og Jesúdýrkun í gangi (enginn tilheyrði samt neinum söfnuðum, þetta var bara normal gamaldags kristni), amma bar þess líka merki að hún hefði bara lært hvernig átti að vera góður. Ég held að margir gætu tengt sig einhverju svona, kærleiksríku ömmu og/eða afa sem trúði og treysti á Jesú og var gjörsamlega ofstækislaust. (amma dæmdi mig ekki einu sinni þegar ég breytti kjallaranum í allsherjar andamusteri fyrir öll trúarbrögð heimsins)

halkatla, 7.5.2008 kl. 09:39

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Haukur spyr; "Sérðu eitthvað að því að ég sé að kalla trúsystkyni mín saman?"

Ég velti því fyrir mér hversvegna þú gerir það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.5.2008 kl. 10:08

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Ég er svo þakklát að eiga marga góða vini á blogginu þar á meðal trúsystkini.

Vissulega er frábært að eiga trúsystkini sem maður getur leitað til þegar maður veit ekki eitthvað sem spurt er að. Einnig er gott að eiga trúsystkini sem koma sama til að biðja fyrir landi og þjóð og fyrir villuráfandi sauðum. Syngja og lofa Guð sama. Eiga samfélag við hvert annað, taka þátt í gleði hvers annars, taka þátt í sorgum hvers annars.

Í Biblíunni stendur:

Hið almenna bréf Jakobs 1:5

Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast.

Orðskviðirnir 4:5

Afla þér visku, afla þér hygginda! Gleym eigi og vík eigi frá orðum munns míns!

Orðskviðirnir 4:7

Upphaf viskunnar er: afla þér visku, afla þér hygginda fyrir allar eigur þínar!

Dýrð sé Guði.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.5.2008 kl. 10:48

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við sem leitum Guðs og Hans vilja í lífum okkar í trúnni á Jesú Krist þurfum að þjappa okkur betur saman. Það er mikil afkristnun í gangi í þjóðfélaginu, lítið bara á þá sem koma hingað og sletta drullu.

Heimir L. Fjeldsted, bl.ed.,, gaman að heyra að þú sért trúaður.

Theódór Norðkvist, 7.5.2008 kl. 12:58

21 identicon

Rósa þú hljómar eins og hver annar islamisti.. sorry en þannig er þetta bara

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 13:26

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Teddi og takk fyrir að staðfesta orð Tedda, Dokksi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.5.2008 kl. 13:34

23 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Ég tek undir með þér að GUÐLAST er hið alvarlegasta mál fyrir viðkomandi.það er að segja þann sem viðhefur það.Satt er það,að það er til alls kyns KRISTIÐ FÓLK og er ábyggilega ekki allt á hreinu hjá öllum.  EN Þeir og þær sem ég hef kynnst á stuttri göngu minni í trúnni  er upp til hópa prýðisfólk og trú sinni til sóma.Það verður ÖLLUM Á, enginn er undanskilinn.

Mér hefur orðið illlega á,því miður.

DoctorE  er að mínu viti eitthvað sem birtir sig sjálft(hvk).Einn góðan dag skeður það að hann verður afhjúpaður. OG hvað þá?

Guðsteinn minn,Rósa mín og þið öll sem bloggið  til varnar    KRISTINNI TRÚ ,gerið þið það áfram af HEILINDUM sem hingað til, þá mun ekkert bresta.ORÐIÐ STENDUR.

Góðar stundir

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 17:15

24 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, svo þú ert í Íslensku Krists Kirkjunni. Ég kíkti einmitt þar inn þegar verið var að taka nýja húsið í notkun þarna í Grafarvoginum. Greinilega margir góðir menn (smiðir) þar sem safnast hafa í kringum Friðrik Schram. Sennilega flekklausasti söfnuður sem fyrirfinnst á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Þá veit ég hvaða merkingu þú leggur í orðið "guðlast". Takk fyrir það.

Sigurður Rósant, 7.5.2008 kl. 19:56

25 identicon

Ég var bara að segja það sem mér finnst, ég sé oft islamista slengja fram svona versum sí & æ, oft um visku og hvernig menn geta bara náð visku í gegnum guðinn þeirra.

Var það eitthvað spes særandi, ég get ekki séð það sko.

Hvað ertu að meina Þórarinn, ef ég verð afhjúpaður, hvað þá??? ert að spá í að fara fremstur í flokki fólks með kyndla & hrýfur?

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:41

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Doctor E.

Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum. En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum. Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.5.2008 kl. 21:45

27 Smámynd: halkatla

það er greinilega fantasía nokkuð margra að fá ofsatrúaða bloggara á eftir sér með heykvíslirnar og biblíurnar á lofti

halkatla, 7.5.2008 kl. 22:01

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Og þar með tengdafaðir minn kæri Andrés.

Anna Karen - Dokksa gengur ágætlega að fá okkur til þess að taka upp garðverkfærin.

Þórarinn - ég þakka hvatnings orð til míns og Rósu. Takk fyrir þau, ég met þau mikils. 

Rósant - gott að heyra þetta frá þér, og jú minn söfnuður er algjörlega laus við allar öfgar og annað slíkt. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 587925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband