Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Hver er þessi Guð og er hann dæmandi?
Margir efasemdarmenn halda því fram að Guð sé refsandi "súperkarl" uppí himni sem getur ekki beðið eftir að hegna þér og dæma til vítisvistar. Þessi fullyrðing er alfarið röng og vil ég aðeins útskýra afhverju.
Tökum smá dæmisögu:
"Til voru tveir vinir sem ólust upp saman, þeir voru á yngri árum algjörlega óaðskiljanlegir. En eins og gerist liðu árin og skildu leiðir þeirra. Annar þeirra gekk menntaveginn og vegnaði afar vel í lífi og starfi, hann varð á endanum dómari í réttarkerfinu. Hinum gekk ekki eins vel, og lenti í óreglu og framdi afbrot sem hann þurfti að svara fyrir.
Og viti menn, hann lenti hjá æskuvini sínum í dómssalnum. Þessi vinur hans var klofinn í afstöðu sinni en vissi vel að hann gæti ekki dæmt nema samkvæmt lögum. En vegna vinskapar síns við þann ákærða varð hann að taka sig á og gera það sem honum var trúað fyrir. Hann dæmdi vin sinn samkvæmt afbroti sínu, stóð upp, tók af sér dómara hempuna - fór niður í dómssal og skrifaði ávísun sem leysti út vin sinn. Eftir það gekk hann aftur í dómara sætið."
Þannig er ást Guðs til okkar, hann dæmir réttlátlega og elskar okkur.
Guð blessi ykkur og góðar stundir.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 588457
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Eru að segja að þessi dómari sé Guð?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 17:08
Já Gunnar, ég notaði mennska myndlíkingu þar sem þetta er fremur torskilið, enda tek ég fram að þetta er nú bara dæmisaga.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2008 kl. 17:11
Takk fyrir hvatninguna Valli minn, það mun ég gera.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2008 kl. 18:08
Þetta er afskaplega skýr og góð dæmisaga Guðsteinn minn. Það er mjög gott að skilja hana. Þakka þér fyrir. Með beztu kveðju.
Bumba, 10.4.2008 kl. 18:42
Sæll Guðsteinn minn. Dásamlegur pistill.
Guð blessi þig
Kærar þakkir/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2008 kl. 18:58
Alveg yndisleg dæmisaga, Drottinn blessi þig .
Aida., 10.4.2008 kl. 19:01
Sæll Guðsteinn
Það er varla hægt að finna betri samlíkingu eða dæmisögu um miskunnsemi Guðs gagnvart okkur. Takk fyrir góða færslu
Kær kveðja
Birgirsm, 10.4.2008 kl. 19:45
Bumba, Rósa, Arabína og Birgirism - ég þakka hlý orð og stuðning, Guð geymi ykkur öll.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2008 kl. 19:52
Eins og ég skil þína færslu Guðsteinn,þá vinnur guð í gegnum fólk eða ég vil allavegana skilja þessa færslu svo.Og munum líka Jesú talaði mikið í dæmisögum sem fáir skildu.
:að er nefninlega svo oft með mannskepnuna hún á erfitt með að skilja það sem vill stundum vera óþægilegt,og þar kemur við sögu samviska og siðferði.
Góðar stundir Kæri vinur.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 10.4.2008 kl. 20:07
Takk Úlli minn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2008 kl. 20:22
Flott færsla og fína saga, ein spurning, hvar er iðruninn, og er dómurinn greiddur ef við iðrumst ekki? Bara smá pæling, .ég held að fólk gleymir oft að það þarf að leggja sitt af mörkum ekkert er fyrirgefið nema að sönn iðurn sé til staðar.
Síraksbók 18
20 Rannsaka sjálfan þig áður en til dóms kemur,
þá mun þér fyrirgefið á vitjunartíma.
21 Auðmýk þig áður en heilsan bregst þér,
auðsýn iðrun um leið og þú syndgar.
Síðara Pétursbréf 3:9
9Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við ykkur þar eð hann vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar.
Vildi bara benda á þetta, þó að Jesú sé blíðlyndur og langlyndur þá eru kröfur, þessi krafa um iðrun er ekki óásættanleg heldur réttlát sérstaklega þegar við skoðum hvað var gert fyrir okkur, ég spyr mig stundum, hvers vegna einblínum við svona oft á fyrirgefninguna án þess að segja frá því hvernig hún hlotnast.
Góð dæmi saga, þú fyrirgefur pælingarnar, vildi bara koma þessu á framfæri.
Knús
Linda, 10.4.2008 kl. 23:05
Guð er með okkur í öllum okkar erfiðleikum. Hann ber byrðar okkar með okkur. Við lærum og þroskumst í gegnum þær. Við lærum síðan betur að skilja Guð og kærleika hans. Hvernig hann vill að við leitum til hans með allt í auðmýkt og kærleika. Sumir upplifa áþreifanleg ummerki náðar hans í formi lækningar (þekki slík dæmi sjálf). Við megum samt ekki leita hans bara til að fá lækningu. Guð þráir að eiga samfélag við okkur. Hann vill ekki starfa bara sem einhver "wizard" sem vinnur eftir pöntun. Hann vill oftast byrja á að byggja okkur upp að innan. Að mæta okkur og reyna okkur.
Þau skipti sem Guð kemur fram sem harður dómari t.d. í Gamla testamentinu (t.d. í Jesaja) er hann að deila á Ísrael fyrir það að samlagast illverkum nágrannalanda sinna. Þeir siðir sem hann gagnrýnir yrðu flokkaðir sem mestu mannréttindabrot í dag og glæpir. Börnum var t.d. fórnað. Hann ver eins af hörku rétt ekkjunnar og munaðarleysingjans. Hann deilir harðlega Ísrael fyrir að gleyma smælingjunum og þeirra sem þörfnuðust hjálpar. Þegar Ísrael bregst þessari skyldu sinni til náungakærleikans, talar hann til Ísraela eins og hann hafi yfirgefið þá. Þeir muni mæta sverði óvina o.s.frv. Síðan inn á milli kemur alltaf þetta ef... Þ.e. ef þeir iðrast mun allt verða gott á ný.
(Síðan er alltaf sumt í G.t. sem margir fræðimenn telja vera mannasetningar, sakir sláandi ósamræmis og því hvernig það hefur á sér, með bókmenntarýni nálgun, eiginleika þess að vera síðari tíma ritverk eða viðbót við t.t. texta).
Bryndís Böðvarsdóttir, 10.4.2008 kl. 23:06
Góð færsla hjá þér, Haukur. Dæmisagan á fullkomlega við – nema hvað gjald Guðs var miklu meira en það að bara "borga" í peningum – en orð Lindu eru líka rétt; en þótt þau séu það, breyta þau engu um gildi dæmisögunnar. Fleiri leggja hér líka gott til, t.d. kona þín Bryndís í sterkum og sönnum texta sínum í 2. málsliðnum ("Þau skipti sem ..."). – Lifið þið heil eins og blóm í eggi. Kær kveðja.
Jón Valur Jensson, 11.4.2008 kl. 10:01
Innlitskvitt, góða helgi
Kveðja, Lovísa.Lovísa , 11.4.2008 kl. 11:22
Amen. Þetta er ekkert flókið þótt sumir rembist við að flækja boðskapinn eða snúa út úr honum.
Flower, 11.4.2008 kl. 11:40
Guðsteinn!
Þakka þér fyrir þessa færslu.Fagnaðarerindið á einföldu máli.
Blessun og friður!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 11.4.2008 kl. 13:47
Andrés - ég fékk munnlega heimild af þessu, og vissi því ekki hvert ég ætti að vísa .... en það hefur verið leiðrétt, takk fyrir það.
Linda - góðar pælingar. En er það efni í alveg nýjan pistil.
Bryndís mín - takk.
Jón Valur - sammála, en ég ber þetta fram sem dæmisögu af einum hlut.
Lóvísa - Guð blessi þig.
Flower - nákvæmlega.
Halldóra - takk fyrir það, en þetta er ekki mín hugarsmíð, heldur af Alfa mönnumi.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.4.2008 kl. 15:23
Takk fyrir góða færslu! Afsakaðu að ég er bara byrjandi í bæði bloggi og Guði...en bænir virka...sef betur alla vega..
Óskar Arnórsson, 11.4.2008 kl. 17:36
Góðar pælingar og góð dæmisaga
kær kveðja
Jói
Jóhann Helgason, 12.4.2008 kl. 02:24
Frábær saga takk.Guð blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:55
Góð dæmisaga
Tek undir orð Lindu líka
Það sem er svo gott við þessa sögu er að hún uppörvar þá sem dæma sig hart og þurfa að skilja kærleika Guðs svo eru aðrir sem lifa í iðrunarleysi og þurfa kannski öðruvísi dæmisögueins og þú sagðir Guðsteinn það er efni í nýjan pistil
Uppörvandi að lesa þetta þakka kærlega fyrir mig
Ruth, 13.4.2008 kl. 17:44
Guð blessi þig fyrir bloggið elsku Guðsteinn Haukur!!
Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:22
Hér hafa engir vantrúarmenn tjáð sig um þessa ágætu sögu .
Hvað er málið ?
conwoy (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:03
Conwoy! Ég kalla þetta "mál málanna" og kann ekkert í trúmálum..er aðeins að skoða þetta núna.. 'eg er "mitt á milli trúmaður" og er bara nafn sem ég bjó til sjálfur..
Svona eins og með rafmagn! Engin vísindi geta útskýrt þetta fyrirbæri, en samt voða margir að nota þetta og sumum finnst það ómissandi.. t.d...
Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 21:54
Þetta með rafmagnið :Þú getur sagt manni að það sé rafmagn í tilteknum vír, en hann segir það rangt af því hann sér það ekki .
En snerti hann vírinn, finnur hann líklega eitthvað . Eins er það með trúnna . Þú finnur ekkert nema að snerta hana . ( Þá er átt við að biðja, eða lesa Biblíuna, og segja við Jésú upphátt að koma inn í sitt líf )
conwoy (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 20:51
Snjöll athugasemd hjá þér Conwoy! Virkilega! Ég verð bara að bara að treysta rafvirkjum um að allt sé í lagi með rafmagnið hjá mér, og ég verð að treysta fólki sem kann að "snerta vírinn" án þess að skaða sig.
Rafmagn hefur komið mörgu hjartanu í gang aftur á spítölum meðtækjum sem ég kannekkert á, og ætla ég að prófa þetta "andlega rafmagn" sem kannski kemur mér í lag aftur eftir mörg skyndileg áföll, spítala ferðir og svoleiðis.
'Eg ætla samt að lesa þessa biblíu og sjá hvað ég fæ út úr því. Svolítið kjánalegt að vera ekki búin að lesa ekki þessa bók eins fræg og hún er.
Ég er búin að prófa tvisvar að biðja og svaf mjög vel á eftir. Sterk áhrif af þessu. Eiginlega svo sterk að mér leist eiginlega ekkert á þetta.
Fer varlega með rafmagn eins og trúmál sem og aðra hluti sem ég hef ekkert vit á.
Óskar Arnórsson, 14.4.2008 kl. 21:14
Takk fyrir það Óskar, og gangi þér vel með lesturinn .
conwoy (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 21:48
Innlitskveðja, Haukur. Langt síðan ég hef kíkt á þig. Góð saga, alltaf sígild. Hún var sögð á Alfanámskeiðunum í KFUM/K.
Theódór Norðkvist, 14.4.2008 kl. 23:38
Þetta er ágætis dæmisaga. En er það þá ekki staðreynd að sama hvar við fæðumst (hvort sem það er á Íslandi inn í kristna trú, á Indlandi þar sem við dýrkum heilaga belju, eða í Saudi Arabíu og aðhyllumst íslam) og sama hverjar syndir okkar séu, þá muni Guð á endanum dæma okkur en síðan fyrirgefa og taka á móti öllum inn í þetta svokallaða himnaríki?
Þannig að allur þessi tími sem fer í að dýrka Guð og tilbiðja er í raun og veru óþarfur þar sem hann mun á endanum taka á móti öllum hvort sem það er ég, þú, Steini Njáls eða hryðjuverkamenn sem afhausa saklaust fólk. Ekki satt? Guð er jú eftir allt saman ekki refsandi súperkarl, heldur elskar hann okkur öll, hann hatar kannski syndina, en skv. hornstein kristinnar trúar mun hann fyrirgefa öllum og taka þá í arma sína að jarðnesku lífi loknu.
bjkemur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 09:24
Guðsteinn - "Margir efasemdarmenn halda því fram að Guð sé refsandi "súperkarl" uppí himni sem getur ekki beðið eftir að hegna þér og dæma til vítisvistar."
Nú segi ég bara eins og konan þín og vinkona hennar; "Hrokafullur" í garð efasemdarmanna.
Efasemdarmaður myndi aldrei halda þessu fram. Hann væri í það miklum vafa (efa) að hann gæti ekki ákveðið sig í svona máli.
Ef þú hefur verið að meina trúleysingja, þá gengur þessi pæling ekki heldur upp. Trúlaus maður trúir ekki á tilveru Guðs og þar af leiðandi ekki á nein viðbrögð hans heldur, hvorki til góðs né ills.
Ertu ekki bara með eitthvað "hrokafullt" bull í þetta sinn, Guð....?
Sigurður Rósant, 16.4.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.