Hver er þessi Guð og er hann dæmandi?

Margir efasemdarmenn halda því fram að Guð sé refsandi "súperkarl" uppí himni sem getur ekki beðið eftir að hegna þér og dæma til vítisvistar. Þessi fullyrðing er alfarið röng og vil ég aðeins útskýra afhverju.

Tökum smá dæmisögu:

moses"Til voru tveir vinir sem ólust upp saman, þeir voru á yngri árum algjörlega óaðskiljanlegir. En eins og gerist liðu árin og skildu leiðir þeirra. Annar þeirra gekk menntaveginn og vegnaði afar vel í lífi og starfi, hann varð á endanum dómari í réttarkerfinu. Hinum gekk ekki eins vel, og lenti í óreglu og framdi afbrot sem hann þurfti að svara fyrir.

Og viti menn, hann lenti hjá æskuvini sínum í dómssalnum. Þessi vinur hans var klofinn í afstöðu sinni en vissi vel að hann gæti ekki dæmt nema samkvæmt lögum. En vegna vinskapar síns við þann ákærða varð hann að taka sig á og gera það sem honum var trúað fyrir. Hann dæmdi vin sinn samkvæmt afbroti sínu, stóð upp, tók af sér dómara hempuna - fór niður í dómssal og skrifaði ávísun sem leysti út vin sinn. Eftir það gekk hann aftur í dómara sætið."

Þannig er ást Guðs til okkar, hann dæmir réttlátlega og elskar okkur.

Guð blessi ykkur og góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Eru að segja að þessi dómari sé Guð?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar, ég notaði mennska myndlíkingu þar sem þetta er fremur torskilið, enda tek ég fram að þetta er nú bara dæmisaga.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir hvatninguna Valli minn, það mun ég gera.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2008 kl. 18:08

4 Smámynd: Bumba

Þetta er afskaplega skýr og góð dæmisaga Guðsteinn minn. Það  er mjög gott að skilja hana. Þakka þér fyrir. Með beztu kveðju.

Bumba, 10.4.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn. Dásamlegur pistill.

Guð blessi þig

Kærar þakkir/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2008 kl. 18:58

6 Smámynd: Aida.

Alveg yndisleg dæmisaga, Drottinn blessi þig .

Aida., 10.4.2008 kl. 19:01

7 Smámynd: Birgirsm

Sæll Guðsteinn

Það er varla hægt að finna betri samlíkingu eða dæmisögu um miskunnsemi Guðs gagnvart okkur.  Takk fyrir góða færslu

Kær kveðja

Birgirsm, 10.4.2008 kl. 19:45

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bumba, Rósa, Arabína og Birgirism - ég þakka hlý orð og stuðning, Guð geymi ykkur öll.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2008 kl. 19:52

9 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Eins og ég skil þína færslu Guðsteinn,þá vinnur guð í gegnum fólk eða ég vil allavegana skilja þessa færslu svo.Og munum líka Jesú talaði mikið í dæmisögum sem fáir skildu.

:að er nefninlega svo oft með mannskepnuna hún á erfitt með að skilja það sem vill stundum vera óþægilegt,og þar kemur við sögu samviska og siðferði.

Góðar stundir Kæri vinur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 10.4.2008 kl. 20:07

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Úlli minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2008 kl. 20:22

11 Smámynd: Linda

Flott færsla og fína saga, ein spurning, hvar er iðruninn, og er dómurinn greiddur ef við iðrumst ekki?  Bara smá pæling, .ég held að fólk gleymir oft að það þarf að leggja sitt af mörkum ekkert er fyrirgefið nema að sönn iðurn sé til staðar.

Síraksbók 18

20 Rannsaka sjálfan þig áður en til dóms kemur,
þá mun þér fyrirgefið á vitjunartíma.
21 Auðmýk þig áður en heilsan bregst þér,
auðsýn iðrun um leið og þú syndgar.

Síðara Pétursbréf 3:9

9Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við ykkur þar eð hann vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar.

Vildi bara benda á þetta, þó að Jesú sé blíðlyndur og langlyndur þá eru kröfur, þessi krafa um iðrun er ekki óásættanleg heldur réttlát sérstaklega þegar við skoðum hvað var gert fyrir okkur, ég spyr mig stundum, hvers vegna einblínum við svona oft á fyrirgefninguna án þess að segja frá því hvernig hún hlotnast. 

Góð dæmi saga, þú fyrirgefur pælingarnar, vildi bara koma þessu á framfæri.

Knús

Linda, 10.4.2008 kl. 23:05

12 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Guð er með okkur í öllum okkar erfiðleikum. Hann ber byrðar okkar með okkur. Við lærum og þroskumst í gegnum þær. Við lærum síðan betur að skilja Guð og kærleika hans. Hvernig hann vill að við leitum til hans með allt í auðmýkt og kærleika. Sumir upplifa áþreifanleg ummerki náðar hans í formi lækningar (þekki slík dæmi sjálf). Við megum samt ekki leita hans bara til að fá lækningu. Guð þráir að eiga samfélag við okkur. Hann vill ekki starfa bara sem einhver "wizard" sem vinnur eftir pöntun. Hann vill oftast byrja á að byggja okkur upp að innan. Að mæta okkur og reyna okkur.

Þau skipti sem Guð kemur fram sem harður dómari t.d. í Gamla testamentinu (t.d. í Jesaja) er hann að deila á Ísrael fyrir það að samlagast illverkum nágrannalanda sinna. Þeir siðir sem hann gagnrýnir yrðu flokkaðir sem mestu mannréttindabrot í dag og glæpir. Börnum var t.d.  fórnað. Hann ver eins af hörku rétt ekkjunnar og munaðarleysingjans. Hann deilir harðlega Ísrael fyrir að gleyma smælingjunum og þeirra sem þörfnuðust hjálpar. Þegar Ísrael bregst þessari skyldu sinni til náungakærleikans, talar hann til Ísraela eins og hann hafi yfirgefið þá. Þeir muni mæta sverði óvina o.s.frv. Síðan inn á milli kemur alltaf þetta ef... Þ.e. ef þeir iðrast mun allt verða gott á ný.  

(Síðan er alltaf sumt í G.t. sem margir fræðimenn telja vera mannasetningar, sakir sláandi ósamræmis og því hvernig það hefur á sér, með bókmenntarýni nálgun, eiginleika þess að vera síðari tíma ritverk eða viðbót við t.t. texta).  

Bryndís Böðvarsdóttir, 10.4.2008 kl. 23:06

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð færsla hjá þér, Haukur. Dæmisagan á fullkomlega við – nema hvað gjald Guðs var miklu meira en það að bara "borga" í peningum – en orð Lindu eru líka rétt; en þótt þau séu það, breyta þau engu um gildi dæmisögunnar. Fleiri leggja hér líka gott til, t.d. kona þín Bryndís í sterkum og sönnum texta sínum í 2. málsliðnum ("Þau skipti sem ..."). – Lifið þið heil eins og blóm í eggi. Kær kveðja.

Jón Valur Jensson, 11.4.2008 kl. 10:01

14 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt, góða helgi

Kveðja, Lovísa.

Lovísa , 11.4.2008 kl. 11:22

15 Smámynd: Flower

Amen. Þetta er ekkert flókið þótt sumir rembist við að flækja boðskapinn eða snúa út úr honum.

Flower, 11.4.2008 kl. 11:40

16 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Guðsteinn!

Þakka þér fyrir þessa færslu.Fagnaðarerindið á einföldu máli.

Blessun og friður! 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 11.4.2008 kl. 13:47

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Andrés - ég fékk munnlega heimild af þessu, og vissi því ekki hvert ég ætti að vísa .... en það hefur verið leiðrétt, takk fyrir það. 

Linda - góðar pælingar. En er það efni í alveg nýjan pistil. 

Bryndís mín - takk.

Jón Valur - sammála, en ég ber þetta fram sem dæmisögu af einum hlut.

Lóvísa - Guð blessi þig. 

Flower - nákvæmlega. 

Halldóra - takk fyrir það, en þetta er ekki mín hugarsmíð, heldur af Alfa mönnumi.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.4.2008 kl. 15:23

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir góða færslu! Afsakaðu að ég er bara byrjandi í bæði bloggi og Guði...en bænir virka...sef betur alla vega..

Óskar Arnórsson, 11.4.2008 kl. 17:36

19 Smámynd: Jóhann Helgason

Góðar pælingar og góð dæmisaga

kær kveðja

Jói

Jóhann Helgason, 12.4.2008 kl. 02:24

20 identicon

Frábær saga takk.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:55

21 Smámynd: Ruth

Góð dæmisaga

Tek undir orð Lindu líka

Það sem er svo gott við þessa sögu er að hún uppörvar þá sem dæma sig hart og þurfa að skilja kærleika Guðs svo eru aðrir sem lifa í iðrunarleysi og þurfa kannski öðruvísi dæmisögueins og þú sagðir Guðsteinn það er efni í nýjan pistil

Uppörvandi að lesa þetta þakka kærlega fyrir mig

Ruth, 13.4.2008 kl. 17:44

22 identicon

Guð blessi þig fyrir bloggið elsku Guðsteinn Haukur!!

Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:22

23 identicon

Hér hafa engir vantrúarmenn tjáð sig um þessa ágætu sögu .

Hvað er málið ? 

conwoy (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:03

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Conwoy! Ég kalla þetta "mál málanna" og kann ekkert í trúmálum..er aðeins að skoða þetta núna.. 'eg er "mitt á milli trúmaður" og er bara nafn sem ég bjó til sjálfur..

Svona eins og með rafmagn! Engin vísindi geta útskýrt þetta fyrirbæri, en samt voða margir að nota þetta og sumum finnst það ómissandi.. t.d...

Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 21:54

25 identicon

Þetta með rafmagnið :Þú getur sagt manni að það sé rafmagn í tilteknum vír, en hann segir það rangt af því hann sér það ekki .

En snerti hann vírinn, finnur hann líklega eitthvað . Eins er það með trúnna . Þú finnur ekkert nema að snerta hana . ( Þá er átt við að biðja, eða lesa Biblíuna, og segja við Jésú upphátt að koma inn í sitt líf ) 

conwoy (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 20:51

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snjöll athugasemd hjá þér Conwoy! Virkilega! Ég verð bara að bara að treysta rafvirkjum um að allt sé í lagi  með rafmagnið hjá mér, og ég verð að treysta fólki sem kann  að  "snerta vírinn"  án þess að  skaða sig. 

Rafmagn  hefur  komið mörgu hjartanu í gang aftur á spítölum meðtækjum sem ég kannekkert á, og ætla ég að prófa þetta "andlega rafmagn" sem kannski kemur mér í lag aftur eftir mörg skyndileg áföll, spítala ferðir og svoleiðis.

'Eg ætla samt að lesa þessa biblíu og sjá hvað ég fæ út úr því. Svolítið kjánalegt að vera ekki búin að lesa ekki þessa bók eins fræg og hún er.

Ég er búin að prófa tvisvar að biðja og svaf mjög vel á eftir. Sterk áhrif af þessu. Eiginlega svo sterk að mér leist eiginlega ekkert á þetta.

Fer varlega með rafmagn eins og trúmál  sem og aðra hluti sem ég hef ekkert vit á.

Óskar Arnórsson, 14.4.2008 kl. 21:14

27 identicon

Takk fyrir það Óskar, og gangi þér vel með lesturinn .

conwoy (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 21:48

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Innlitskveðja, Haukur. Langt síðan ég hef kíkt á þig. Góð saga, alltaf sígild. Hún var sögð á Alfanámskeiðunum í KFUM/K.

Theódór Norðkvist, 14.4.2008 kl. 23:38

29 identicon

Þetta er ágætis dæmisaga. En er það þá ekki staðreynd að sama hvar við fæðumst (hvort sem það er á Íslandi inn í kristna trú, á Indlandi þar sem við dýrkum heilaga belju, eða í Saudi Arabíu og aðhyllumst íslam) og sama hverjar syndir okkar séu, þá muni Guð á endanum dæma okkur en síðan fyrirgefa og taka á móti öllum inn í þetta svokallaða himnaríki?

Þannig að allur þessi tími sem fer í að dýrka Guð og tilbiðja er í raun og veru óþarfur þar sem hann mun á endanum taka á móti öllum hvort sem það er ég, þú, Steini Njáls eða hryðjuverkamenn sem afhausa saklaust fólk. Ekki satt? Guð er jú eftir allt saman ekki refsandi súperkarl, heldur elskar hann okkur öll, hann hatar kannski syndina, en skv. hornstein kristinnar trúar mun hann fyrirgefa öllum og taka þá í arma sína að jarðnesku lífi loknu.

bjkemur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 09:24

30 Smámynd: Sigurður Rósant

Guðsteinn - "Margir efasemdarmenn halda því fram að Guð sé refsandi "súperkarl" uppí himni sem getur ekki beðið eftir að hegna þér og dæma til vítisvistar."

Nú segi ég bara eins og konan þín og vinkona hennar; "Hrokafullur" í garð efasemdarmanna.

Efasemdarmaður myndi aldrei halda þessu fram. Hann væri í það miklum vafa (efa) að hann gæti ekki ákveðið sig í svona máli.

Ef þú hefur verið að meina trúleysingja, þá gengur þessi pæling ekki heldur upp. Trúlaus maður trúir ekki á tilveru Guðs og þar af leiðandi ekki á nein viðbrögð hans heldur, hvorki til góðs né ills.

Ertu ekki bara með eitthvað "hrokafullt" bull í þetta sinn, Guð....?

Sigurður Rósant, 16.4.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband