Kóngur í ríki sínu ...

Eitt sinn var konungur einn sem Geir hét, og var hann kallaður Geir hin Harði. Áður fyrr vann hann fyrir sér sem gjaldkeri konungs, en vegna ættar sinnar og blóðs tók hann við konungs embættinu seinna. Hann tók við góðu og ríku búi af forvera sínum, forvera sínum sem meira að segja var dreginn fyrir rétt vegna brota sinna við fátækasta fólkið ... öryrkja landsins.

mops_O_louisEn sama var honum um það, og kallaði forsprakka þessa "skríls" illa upp alið götubarn. En svo kom að sá konungur lét af völdum, og hélt á leið í enn stærri gullsmiðju er hann var í áður. Og útbýtir þar gulli sínu eftir hentisemi.

Nýi konungurinn kynntist ríkum bónda, sem lét vel við hann. Eini gallinn var að kunni ekki að brosa. Bóndinn átti mikinn auð sem hann náði að svindla út úr sjómönnum landsins. Og voru bóndinn og Geir hin Harði mestu mátar næstu 12 árin. Og byggðu þeir og byggðu, tóku land og skelltu þar vítisvélum sem menguðu eitruðum reyk og sverti það lungu lýðsins. Á meðan lifðu Geir hin Harði og bóndinn í vellystingum.

Svo varð að Geir hin Harði gerðist svo ístöðulaus, hann fór að líta hýru auga til kvenna. Hann kynntist ákveðni konu er var kölluð Borgarnes Solla, og var það vegna ræðu einnar sem hún hélt þar. Geir hin Harði mýktist allir og fór uppá Þingvelli og kyssti Borgarnes Sollu bak og fyrir, eftir það hefur samband þeirra ekki rofnað og meira að segja orðið svo gott að þau verða vera alein í ferðalögum sínum og alveg einangruð frá sótsvörtum lýðnum sem sveltur fyrir utan höll þeirra.

Lýðurinn fór svo að mótmæla þessum ráðahag, þá mælti Geir hin Harði: 

„Það er lýsandi dæmi um hvernig stjórnmálaumræðan á Íslandi er stundum ef það er gert að aðalmáli þeirrar heimsóknar sem ég og utanríkisráðherra erum í á þessum mikilvæga leiðtogafundi að við skulum hafa fundið hagstæða leið til að komast hingað,"

Var þá málið afgreitt og enginn dirfðist að andmæl þessum merka konungi.

Guð blessi ykkur og vona ég að það sé lærdómur af þessari sögu. Við höfum vald til þess að breyta því, gleymum því ekki.

 


mbl.is Munaði 100-200 þúsund krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

megagóður

halkatla, 2.4.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvaða heilvita maður trúir því að munurinn hafi ekki verið meiri ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen - takk fyrir það.

Ásthildur - nákvæmlega, kíktu á þessa frétt. Hún sannar mitt mál. 

 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2008 kl. 23:42

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn.

Bara hörku skáldlegur. Setur færsluna í flottan búning.

Geir hin harði er það ekki sá sami og Séra Pétur í Óháða söfnuðinum kallar Geirharð í Granaskjóli.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er alveg spurning Rósa mín! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2008 kl. 23:48

6 Smámynd: Bumba

Já ég komst nú bara við þessa hugumherlegu lýsingu á nýju konungshjónunum. Held nú samt að Geir hinn Harði megi nú muna fífil sinn fegurri, einhvern veginn held ég það.  NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA!!!!!!!!!  Fláráð held ég að Bogguskaga Solla sé líka. Ekki er henni treystandi frekar en fyrri daginn að mínu mati. En haltu endilega áfram þessu konunglega ævintýri. Með beztu kveðju.

Bumba, 2.4.2008 kl. 23:51

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flott færsla

Sigurður Þórðarson, 2.4.2008 kl. 23:53

8 Smámynd: Linda

Góð færsla félagi.

kv.

Linda, 3.4.2008 kl. 00:10

9 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Mjög góð færsla. Og engu við að bæta.

Svo ég getið boðið Sollu að fljúga,

að allri  þjóðinni skal ég  ljúga.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 04:40

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bumba - hjartlega er ég sammála.

Siggi - takk fyrir það.  :) 

Linda -

Þórarinn - hehe .. flott staka! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2008 kl. 08:11

11 Smámynd: Aida.

Alveg magnað Guðsteinn og sannleiksorð.

Þú ættir að þróa þessi sannleiks orð  áfram,því margt er hægt að bæta við um þessa ónýtu hirða okkar hér á landi okkar.

Jesús er Drottinn okkar Hallelúja.

Aida., 3.4.2008 kl. 08:36

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skal reyna Arabína mín. Takk fyrir það og Guð blessi þig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2008 kl. 08:39

13 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Bryndís Böðvarsdóttir, 3.4.2008 kl. 23:07

14 identicon

Brill.

Passaðu að láta ekki dæma þig eins og Hannes Hólmstein eða lenda í veseni eins og Hallgrímur Helgason

zazou (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:53

15 identicon

þú ert bara að verða meiri prakkari en ég ;)

Annars fann ég græju fyrir Geira 6 hugsanlega okkur öll svo við getum staðið undir því að vera hamingjusamasta þjóð í heimi þrátt fyrir rugl, vitleysu, svindl & svínarí

DoctorE (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband