Apríl-gabb Vantrúar

Vantrú er með aprílgabb á síðu sinni þess efnis að þeir hafi klofnað. Þetta var afar vel undirbúið og trúlegt hjá þeim. Nánar um þetta hér.

Ég og Linda settum inn nokkrar athugasemdir þar sem við lýstum efa okkar um sannleiksgildi fréttar þeirra. Því var öllu eytt umsvifalaust út!

Ég ritaði t.d. á síðu þeirra:

"Þetta er nú bara ágætlega undirbúið hjá ykkur, en ég  held að þið séuð að fylgja formerkjum hins alþjóðlega trúleysisdags sem er í dag, þ.e.a.s. fyrsti apríl. Ef þið eyðið þessari athugasemd út þá staðfestir það grun minn og mun ég auglýsa gabb ykkar eins og ég get.    "

 Og við það stend ég! W00t En það sem ég hafði nú mest gaman af var að vera svona ritskoðaður! Þeir ættu að líta sér nær þegar þeir gagnrýna kristna fyrir ritskoðun! HAHAHAHA! Gaman að þessu!

Þetta er hefnd trúarnöttarans!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Bannað að kjafta frá apríl-gabbi.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.4.2008 kl. 14:08

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... . ég var búinn að vara þá við og áttu þeir það inni hjá mér!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2008 kl. 14:11

3 Smámynd: Mofi

Þetta lítur út fyrir að vera gabb og það virkilega vel útfært gabb.

Mofi, 1.4.2008 kl. 14:16

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Bara kjafta frá gabbinu á morgun.  Ekkert liggur á, er það nokkuð.  Leyfa fólki að láta plata sig smá. Það er bara svo gaman.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.4.2008 kl. 14:19

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já, þeir mega nú eiga það Dóri, vel var þetta gert hjá þeim.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2008 kl. 14:19

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Veit ekki ... langþráð hefnd trúarnöttarans loks rættist! Og skammast mín ekki fyrir það, auk þess var ég búinn að vara þá við.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2008 kl. 14:21

7 Smámynd: Linda

hahahahah Haukur, þetta er svo fyndið Apríl gabb stendur og fellur á innihaldi þessa Nanna mín, þetta var vel unnið en, samt of vel unnið e.t.v. 

Knús

Linda, 1.4.2008 kl. 14:25

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Óskaplegt fífl getur þú verið.

Matthías Ásgeirsson, 1.4.2008 kl. 14:26

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

já, það get ég Matti, og var ég búinn að vara þig við. Þér er nær að ritskoða.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2008 kl. 14:32

10 identicon

Guð skapaði líka heiminn 1. apríl :)

P.S. Engar ritskoðanir hjá mér ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 14:40

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki mér heldur Dokksi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2008 kl. 14:43

12 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Við skulum biðja fyrir þessum vesalingum til frelsis og láta svo Drottinn sjá um restina. Hvað svo sem þau skrifa á heimasíðuna sína er ekki lestrarins virði.

Svanur Heiðar Hauksson, 1.4.2008 kl. 14:46

13 identicon

Ekki svona fordómafullur Svanur, mundu hvað Jesú sagði þér að gera

DoctorE (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 16:06

14 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Doctor viltu fá mig í heimsókn svo ég geti gert guðs vilja þér til handa?

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.4.2008 kl. 19:10

15 identicon

Hummm svolítið skrítin færsla hjá þér.

Segir "ég var búinn að vara þá við" En í viðvörunni segir þú að þetta sé aprílgabb og ef að hún verði fjarlægð ætlir þú að kjafta frá!
Kjaftar sem sagt frá á hvorn veg sem er.

Í sama stíl spyr ég þig nú. Eru hættur að berja konuna þína?

Skítin aðvörun svo ekki sé meira sagt og skrítið að ekki sé hægt að unna félagsskap, vefsíðum eða fjölmiðlum það að bita aprílgabb þó menn séu ekki sama sinnis. Þú skúbbar ekki aprígöbbum frá öðrum?

Enda sýnsit mér að eins og öllu góðum aprílgöbbum sæmir sé nú búið að upplýsa grínið og birta þau komment sem voru fjalægð tímabundið.

Siggi Óla (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 21:04

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Moving Up - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Dásamlegt að Vantrúarmenn eru byrjaðir að klifra upp himnastigann.

Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa þá í bak og fyrir.

Kær kveðja frá aðdáenda þeirra á Vopnafirði. Sérstakar kveðjur fær Matthías Ásgeirsson sem er alltaf mjög orðvar og grandvar maður.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.4.2008 kl. 21:09

17 identicon

Þeir hefðu frekar átt að bjóða upp á pókerkvöld í kvöld, í kirkjunni hans Magna .

Ég hefði alveg keypt það  

conwoy (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 21:18

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðsteinn og Linda...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.4.2008 kl. 21:53

19 Smámynd: Bumba

Heheheh, frábærlega fyndið allt saman. Það er eitthvað að gerast þarna inni þí þesum félagsskap held ég sem kallar sig vantrú eða hvað það nú var. Held hún éti sig upp innan frá. Það sem dautt er deyr.

Guðsteinn minn og þið öll. drengurinn sem ég bað ykkur að biðja fyrir er ennþá í lífshættu. Hann var 16 klukkustudir á skurðarborðinu á Sunnudaginn, og held ég 6 eða 7 í dag. Einhvernveginn finnst mér að það sé ekki öll von úti með hann, en haldið áfram að biðja fyrir honum og fjölskyldu hans. Hann er 21 ár gamall og heitir Björgvin. Það sprakk í honum ósæðin aðfaranótt sunnudagins. Biðjið fyrir honum með okkur hinum, því fleiri sem biðja þess betra. Bið Krist einnig að biðja fyrir honum, vegna þess hann biður samkvæmt vilja föðurins. Með innilegu þakklæti. Með beztu kveðju.

Bumba, 1.4.2008 kl. 22:45

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bumba mín, ég skil ekki helmingin af því sem þú skrifar... en það er frábært að vera í þessum félagsskap sem ..vantrú.. er.  þar er trunaður, traust og kærleikur og ekki síst SIÐFERÐI SEM MANNESKJUNNI ER ÁSKAPAÐ!..þó ég viti ekki hvernig, og þú veist það (guð geri ég ráð fyrir?)

...en félagsskapur er félagskapur!..ekki satt?

Fríkirkjan í RVK er félagskapur um boðskap Luthers? ...og ekki eru þeir á ríkisspena?

Ríkiskirkjan er félagskapur (og góður fyrir suma) en þyggur skattfé af okkur hinum (öllum)??? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:15

21 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Athugasemdir ykkar og allra annarra eru að sjálfsögðu komnar inn.  Þetta var aprílgabb, auðvitað fjarlægjum við athugasemdir þeirra sem á það benda svo fleiri geti "hlaupið".  Ef við myndum ekki fjarlægja þær athugasemdir væri gabbið búið.

Tal um hræsni er afskaplega fyndið.   Það mætti halda að þið væruð tíu ára.

Matthías Ásgeirsson, 1.4.2008 kl. 23:23

22 Smámynd: Bumba

Ja hvaða hvaða Anna litla. Hef nú ekki verið að agnúast út þetta, Vantrú, Þjókirkjuna, Fríkirkjuna eða aðra söfnuði. Sæti sízt á mér að gagnrýna þær stofnanir. Ég bað hins vegar Guðstein og aðra sem trúaðir eru  að biðja fyrir þessum unga manni sem berst fyrir lífi sínu. Það var nú bara það. Með beztu kveðju.

Bumba, 1.4.2008 kl. 23:29

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Congratulations - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæl öll.

Ég óska ykkur öllum til hamingju með að hafa yngst um fleiri fleiri ár. Ég næstum því 40 samkvæmt síðasta innleggi.

Guðteinn, þú sem varst 32 ára gamall fyrir nokkrum dögum og hafðir áhyggjur af aldrinum. Drottinn hefur aldeilis snúið við högum þínum.

Prase the Lord.

Baráttukveðjur að boða Jesú Krist og hann upprisinn.

Rósa síunga.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:33

24 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ok bumba...sorry...enda skildi ég ekki kommentið þitt?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:56

25 Smámynd: Bumba

Gerir ekkert vinan. Förum bara að sofa, ég er orðinn svo syfjaður að ég er farinn að sjá stjörnur og norðurljós.  Góða nótt Anna mín. Með beztu kveðju.

Bumba, 2.4.2008 kl. 00:07

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti, 

Tal um hræsni er afskaplega fyndið.   Það mætti halda að þið væruð tíu ára.

ok ... kemur úr hörðustu átt!

Óskaplegt fífl getur þú verið.

Hver er svo 10 ára og bregst við eins og 6 ára??

Annars verð ég að hrósa ykkur fyrir gott gabb! Sem næstum tókst, hefðir þú ekki verið svona dugæegur að ritskoða hefði þetta kannski tekist og ég haldið mér saman!

Bumba, ég og kona mín höfum hann i bænum okkar. Einnig var beðið fyrir honum í Íslensku Krists Kirkjunni s.l. sunnudag. Og mun ég ekki gefast upp á því bænarefni. Guð verði með þessum strák og varðveiti!

Öðrum þakka ég afar skemmtilegar umræður? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2008 kl. 00:44

27 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðsteinn, þú hagaðir þér eins og fífl.

hefðir þú ekki verið svona dugæegur að ritskoða hefði þetta kannski tekist og ég haldið mér saman!

Nei, ef við hefðum ekki verið svona dugleg að ritskoða athugasemdir hefði gabbið verið búið klukkan tólf.  Eins og þarna sést varstu langt frá því að vera fyrstu að benda á þetta.

Matthías Ásgeirsson, 2.4.2008 kl. 08:17

28 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll.

"Heimskinginn segir í hjarta sínu: ,,Enginn Guð er til!" Ill og andstyggileg er breytni þeirra, enginn gjörir það sem gott er." Sálm. 53: 2.

"Þér menn! Hversu lengi á sæmd mín að sæta smán? Hversu lengi ætlið þér að elska hégómann og leita til lyginnar?" Sálm. 4: 3.

" Lát veg lyginnar vera fjarri mér og veit mér náðarsamlega lögmál þitt." Sálmur 119: 29.

"Munnur þeirra mælir tál, og hægri hönd þeirra er lyginnar hönd." Sálm. 144: 8.

" Hríf mig burt og bjarga mér af hendi útlendinganna. Munnur þeirra mælir tál, og hægri hönd þeirra er lyginnar hönd." Sálm. 144: 11

"Ég gjöri réttinn að mælivað og réttlætið að mælilóði. Og haglhríð skal feykja burt hæli lyginnarog vatnsflóð skola burt skjólinu." Jesaja 28: 11.

"Að hverjum skopist þér? Framan í hvern eruð þér að bretta yður og reka út úr yður tunguna? Eruð þér ekki syndarinnar börn og lyginnar afsprengi?" Jesaja 57: 4

"Þér hafið plægt guðleysi, uppskorið ranglæti, etið ávöxtu lyginnar. Þú reiddir þig á vagna þína og á fjölda kappa þinna," Hósea 10: 13.

"Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir."Jóh. 8: 44. 

ÞAÐ ER NEFNILEGA ÞAÐ. ATHYGLISVERT.

Friðarkveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2008 kl. 08:56

29 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gummi og Jón Grétar! Ég bið ykkur í vinsemd um að hafa ykkur hæga og sýna almenna kurteisi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2008 kl. 10:36

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Við höfum okkar skoðun, og þið ykkar. Reynum nú að virða það svona einu sinni, ég get ekki séð að ég sé að biðja um mikið í þeim efnum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2008 kl. 10:48

31 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

því note bene ... eruð þið virkilega hissa á því að "andstæðingar" ykkar bregðist svona við? Er það virkilega málið? Og þið svarið með því að kalla okkur barnaleg og þar fram eftir götunum ... ég sé ekki að þið takið málefnanlega á þessu á nokkurn hátt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2008 kl. 10:52

32 Smámynd: halkatla

þessi þráður samanstendur semsagt af siðapostulum og krakkagemlingum - ég mun þá smellpassa

halkatla, 2.4.2008 kl. 10:53

33 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Animated-Gifs
Animated Gifs

Sælt veri fólkið.

Hér er dúndrandi fjör. Gaman að vera þátttakandi.

Hláturskveðjur til  Guðmundar Páls og Jóns Grétars.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2008 kl. 13:00

34 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðmundur Páll.

Af hverju tekur þú þetta til þín? Hvergi sé ég í færslunni minni að þetta sé ætlað einhverjum sérstökum.

Kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2008 kl. 16:34

35 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En það sem ég hafði nú mest gaman af var að vera svona ritskoðaður! Þeir ættu að líta sér nær þegar þeir gagnrýna kristna fyrir ritskoðun!

Finnst þér það undarlegt að við birtum ekki á 1. apríl athugasemdir sem skemma aprílgabbið okkar? Sérðu ekki einhvern mun á því og ofurritskoðun ykkar? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.4.2008 kl. 16:53

36 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen - nákvæmlega! 

Guðmundur Páll - rétt er það. Ég verð víst að áminna Rósu mína fyrir að beita ritningunni sem ég minni á er eins og tvíeggjað sverð og smýgur inn innstu sálarrætur. Og veist þú nákvæmlega hvað ég meina Rósa.

Hjalti - ég beiti afar sjaldan ritskoðun og forðast það útí ystu æsar. Mér þykir þú vera jafn fordómafullur og ég.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.4.2008 kl. 19:47

37 Smámynd: Bumba

Ja, hættu nú að snjóa. Marglit eru innlitin á bloggið þitt Guðsteinn minn Haukur. En þannig er víst mannkynið, marglitt og margslungið. Og guði sé lof fyrir það. Með beztu kveðju.

Bumba, 2.4.2008 kl. 20:37

38 Smámynd: halkatla

Hjalti, hvenær hefur Guðsteinn ritskoðað?

halkatla, 2.4.2008 kl. 23:34

39 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðmundur Páll.

Ég man ekki eftir að ég hafði verið vör við þig á blogginu fyrr en hér þegar þú nefndir nafnið mitt.  Ef þú trúir ekki á Guð þá ættir þú að geta leitt skrif mín hjá þér. Það hlýtur að vera einfalt.

Góða nótt

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.4.2008 kl. 01:03

40 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Voðalega ertu reiður maður Gummi, endilega farðu að orðum Rósu og leiddu hennar skrif hjá þér fyrst þú tekur þau svona inná þig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2008 kl. 08:09

41 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðmundur Páll: 

Ég er langt frá því að taka þessi skrif inn á mig. Það sem ég tek hinsvegar inn á mig er sú staðreynd að þú segir mér bara að "leiða þau hjá mér" þegar þið virðist gjörsamlega ófær um að "leiða hjá ykkur" það sem ég skrifa, mun vægar en Rósa, og hótið mér ritskoðun.

Ég bað þig um að sýna kurteisi og áminnti Rósu svo seinna. Hvar kemur fram í mínum orðum að ritskoða þig? Ég get ekki borið ábyrgð á orðum annara, en ég get áminnt fólk og lengra nær það ekki. 

Það mætti því segja að það sem ég tek inn á mig er að fullvaxið fólk eins og þið séuð með jafn fyrirframmyndaðar skoðanir og raun ber vitni (þ.e. að ég sé heimskingi o.s.frv.). Þið eruð ástæða þess að fólk vill útrýma trú. Persónulega vil ég að fólk fái að trúa í friði svo lengi sem það notar trúnna ekki sem réttlætingu illra verka.

Ég sé ekki betur en þú sért sjálfur með "fyrirframmyndaða skoðun", og ert greinilega mjög svo ósammála mér og Rósu. Gott og vel, ekki ætla ég að segja þér fyrir verkum né troða neinu uppá þig, ég endurtek sem ég sagði hér ofar:

Við höfum okkar skoðun, og þið ykkar. Reynum nú að virða það svona einu sinni, ég get ekki séð að ég sé að biðja um mikið í þeim efnum.

Guðsteinn Haukur / Zeriaph, 2.4.2008 kl. 10:48

og nei, Guðsteinn, ég er ekki reiður. Ég er sorgmæddur fyrir þína hönd.

Og ég hlóp aðeins á mig þarna að saka þig um að vera reiðan, og biðst ég forláts á því. En það sem ég meina og ítreka enn einu sinni, að við þurfum ekki að lifa endalaust í ófriði, þ.e.a.s. guðleysingjar og trúaðir, við getum vel snúið bökum saman og snúið okkur að betri málefnum eins og gera heiminn betri. Hvernig hljómar það Gummi? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2008 kl. 10:44

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gott mál - Gummi, en þú eins og ég verður að læra að virða að virða viðhorf annara, þótt oft á tíðum eru doldið skrítinn að okkar mati. Ekki er ég að vísa í neitt sérstakt tilfelli en ég á við almennt séð. Ef við gerum þetta getum náð að lifa í friði og sátt við hvort annað.

Því deilur eins og þessar hafa lítið uppá sig, hver sagði hvað við hvern og hvernig það var sagt. Mér finnst það ekki skipta öllu svo lengi sem skoðun viðkomandi komist á framfæri og að kurteisis sé gætt.

Rósa beindi ekki orðum sínum sérsatklega til þín Gummi þótt vissulega má deila um orðalag hennar. Þess vegna talaði ég um hér ofar að ritining væri eins og tvíeggjað sverð. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2008 kl. 11:24

43 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hugs - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sælir strákar mínir. Ég skil ekki af hverju Guðmundur Páll er ósáttur við skrif mín fyrst hann trúir ekki á Guð. Þá ættu orð Biblíunnar alls ekki að bögga hann.

Ég vona að þið eigið góðan dag. Dagurinn byrjaði mjög vel hjá mér og fer ég í frænkusamkvæmi seinna í dag. Allt í orden hérna megin.

Guð gefi öllum góðan dag og bjarta framtíð.

Þess óskar Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.4.2008 kl. 11:52

44 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er einmitt málið Rósa, þú ert greinilega jafn hissa og ég.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.4.2008 kl. 12:09

45 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðmundur Páll.

Þarna skaustu yfir markið. Þú ákveður að ég hafi þessa og hina skoðun um þig sem þú lýsir og nenni ég ekki að nota orðin þín. Eitt vil ég samt taka fram að ég get alls ekki myndað mér skoðun um þig því ég hef alls ekki kynnst þér. Ég get alveg ímyndað mér að þú sért prýðismaður en ég auðvita get ekkert ályktað eingöngu með skrifum okkar hér.

Eigðu góðan dag og gott kvöld í sátt við Guð og menn.

Kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.4.2008 kl. 14:28

46 identicon

Rósa -

Svona til að skýra hvað ég held að Guðmundur meinar með skrifum sínum þá er hann að bregðast við því að þú birtir ritningar sem segja að trúlausir séu heimskingjar o.s.frv. og með því að segja þetta um alla trúleysingja ertu líka að segja þetta um einstaka trúleysingja eins og t.d. Guðmund.

Þó ég sé nú ekki trúlaus á ég ekki erfitt með að skilja viðhorf Guðmunds gagnvart því að svona alhæfingar eigi ekki heima í siðmenntuðum umræðum.

. (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 15:15

47 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Regin - rétt er þetta hjá þér verð ég að segja. Rósa lét mjög dæmandi orð falla og verð ég að áminna hana fyrir það. Þegar ég segi að ritningin sé eins og tvíeggjað sverð, þá virkar það á báða vegu, það getur gert skaða eins og í þessu tilfelli. Við eigum að vera trúboðar ekki trúfælur.

Einar - hann var búinn að gera up hug sýnist mér og skapar drama til þess að vekja á sér athygli. Líttu á bloggið hans, þar sérðu ákaflega bitran og reiðan ungan mann.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.4.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband