Góð og slæm apríl göbb ...

Sum hver apríl göbbin er góð önnur ekki. Sérlega áberandi var Apríl gabb vísis sem sagði að Al Gore myndi gista í snekkju Saddams Husseins ... FootinMouth ... ég held að vísismenn haldi að við séum öll fæðingarhálfvitar! Pinch

Fréttablaðið auglýsti bensín lítrann á 103 kr. á einhverri bensínstöð, sem var aðeins trúanlegra og hefðu sennilega einhverjir hlaupið apríl við það.

Moggin er svo með frétt um að hægt sé að horfa á kvikmyndir á mbl.is .... það sem kemur upp það er að það er ekki hægt að blogga við fréttina og efast ég stórlega um þessa frétt. 

En vinninginn á öfgafemínistinn Sóley Tómasdóttir þar sem hún hvetur kynsystur sínar að bæta berar að ofan í sund kl. 17:00 í dag. hehehe ... ég held að það verði einungis karlmenn í sundi í dag vegna þessarar auglýsingar hennar! Tounge

Ég tek og fer úr að ofan fyrir þér Sóley, og ætla að stofna "Free Willy" samtökin sem mótvægi við þessu! Hvað segið þið strákar? Eruð þið til í það?? W00t Ég meina, ef þær mæta berar að ofan, þá mætum við bara berir að neðan! Við megum ekki leyfa þessum femínistum að komast upp með þetta einar, er það strákar?  Wink Sýnum þeim stuðning og frelsum spottanna okkar! þá verður þetta ekki eins neyðarlegt fyrir þær!  Grin (Nú verð ég drepinn af einhverjum konum ... biðjið fyrir mér)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki gabb. Þetta er líka hér á Akureyri. Sjá blogg og frétt hjá mér!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:36

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú næstum náðir mér Gísli. ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Mofi

Free Williy samtök!   :)   Ég er ekki viss að ég geti stutt þannig samtök, fátt skelfilegra að hugsa til en að þurfa að horfa upp á alsbera kalla í stundi.  Við hljótum að geta stutt þessa góðu baráttu hennar Sóleyjar með einhverjum öðrum hætti :)

Mofi, 1.4.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er svo auðtrúa, trúði þessu með snekkjuna!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.4.2008 kl. 10:56

5 Smámynd: Sveinn Hjörtur

http://sveinnhj.blog.is/blog/sveinnhjartar/entry/492165/

Sveinn Hjörtur , 1.4.2008 kl. 10:57

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ertu að meina að þetta hafi verið satt Sveinn, eða ertu bara að hrekkja sjálfur?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2008 kl. 11:00

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Úpps Jóhanna

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2008 kl. 11:00

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Moffi minn - ertu svona spéhræddur?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2008 kl. 11:01

9 Smámynd: Mofi

Ehh...  nei   eða kannski smá.  Ég skal mæta ber að ofan í sund til að styðja stelpurnar

Mofi, 1.4.2008 kl. 11:08

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

tíhí ... ég dásist að hugreki þínu Dóri minn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2008 kl. 11:12

12 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Líklega best að ég mæti ekki þessa ,,frjálsu" daga í sundi.... Þetta segir myndlystarskóla neminn sem roðnaði alltaf í amatómíu. Vissi ekki að módelið myndi gersamlega fletta af sér öllum klæðum. Vandist því ekki fyrr en seint og um síðir.

Bryndís Böðvarsdóttir, 4.4.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588462

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband