Sunnudagur, 9. mars 2008
Og til hvers????
Í fyrsta lagi nota mormónar biblíuna varla neitt .... þeir styðjast fremur við mormónabókina hans Josephs Smiths, sem var stofnandi kirkju þeirra. Hann var eitt sinn á rölti um skóg nokkurn, og hitti þar veru sem líktist engli sem kallaði sig Moroni. Joseph Smith segir að þessi engill hafi látið hann fá 2 gulltöflur með himnesku letri, og hafi Joseph Smith notað þær til þess að semja meðal annars mormónabókina.
En málið er að hvorki hafa fundist gulltöflurnar né umræddur skógur sem hann sagði að þetta gerðist, og er ennþá hulinn ráðgáta af hverju það hefur ekki enn fundist. Kannski vegna þess að karlinn hefur sennilega logið sér til um þetta.
Nokkrar áhugaverðar/furðulegar staðreyndir um Mormóna:
- Þessi samtök trúa að okkar Guð hafi verið Adam í sköpunarsögunni, og hann hafi orðið Guð, bara vegna þess að okkar Guð hafi fylgt mormónabókina alveg til bókstafsins. Og boða þeir það ef við gerum slíkt hið sama þá verðum við einnig 'guðir' yfir okkar eigin sólkerfi.
- Einnig segja þeir að Adam hafi tekið sér margar konur og vilja helst fara að hans fordæmi (sem er reyndar búið að banna núna af yfirvöldum)
- Sömuleiðis segja þeir okkar Guð búa a plánetunni 'Kolkoff' (sem er ekki til í stjörnufræði)
- Þeir verða einnig að vera í sérstökum alklæðnaði sem undirföt. Og má aðeins þvo þær flíkur í sérstökum þvottahúsum mormónakirkjunnar (sem er reyndar bara tíðkað í Utah fylki í BNA).
Sagt er um mormónabókina á wikipedia:
The Book of Mormon is one of the sacred texts of the Latter Day Saint movement. It is regarded by Latter Day Saints as divinely revealed and is named after the prophethistorian Mormon who, according to the text, compiled most of the book. It was published by the founder of the LDS movement, Josephs Smith, in March 1830 in Palmyra, New York, USA.
Sem sé, til hvers að gefa mormónum slíka bók? Sér í lagi þegar það eru bara 40 eintök eftir af upplaginu sem var prentað? Svona á heima á safni á Íslandi og hvergi annarsstaðar!
Gaf háskóla í Utah fágæta íslenska biblíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 588367
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Jahérna hér,Guðsteinn ég viðurkenni vanmátt minn ég hef aldrei neitt stúderað Mormóna þó ég hafi hitt einn og einn á mínum ferðalögum um heiminn.Ég ætti kannski að fara skoða þetta svona mér til gamans því ekki get ég básúnað eitthvað sem ég ekkert þekki.
Alltaf gaman að skoða þessi mál til hlítar guð blessi þig minn kæri vinur.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 9.3.2008 kl. 08:56
Step outside the box for a moment.
Horfðu svo í kringum þig og ef hugurinn er ekki í fjötrum þá muntu sjá að það er enginn munur á þessari trú og þinni.
Allt jafn steikt gói minn, komdu í lið með manneskjum :)
DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 09:44
Þetta er það steiktasta sem hent hefur heilaga ritningu um áraraðir !
Já, og ef Mormónar trúa að J.Smith hafi verið "sannur" spámaður, hvers vegna hættu þeir þá einn góðann veðurdag, að trúa því að fjölkvæniskenninginn væri "sönn" opinberun er Joseph fékk ?
Lélegra kúhlandar-trúarkölt er varla til, en þetta mormóna ruglumsull !
conwoy (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 13:32
Spáðu conwoy, ég horfi svipað á þig og þú horfir á mormóna... nema að ég á ekki súperhetjusögu sem ég segi betri en þeirra súperhetjusögu
DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 13:44
Sögulegir staðir er Biblían nefnir, eru til . En það er ekki raunin með Mor(flóns) bók !
conwoy (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 14:08
Skiptir engu máli þó þessir staðir séu til... ef þeir voru þá til í þeirri mynd sem bókin segir
Skoðaðu upprunan á dæminu, það að segja ef þú nennir, useless ef þú ert í afneitun en þú veist samt sjálfur að þú ert bara í afneitun
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/467338/
DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 14:11
Dokksi - það er himinn og haf á milli Mormóna og kristna (mormónar eru heldur ekki kristnir í þeim skilningi að trúa ekki á Krist). Öll þeirra rit og speki er úr hugarheimi eins manns sem byggir allt sitt á lygum. Ég segi það vegna þess að það hefur ekki fundist neitt af þim fullyrðingum sem Jonni Smith hefur staðhæft, og ætti ekki að vera erfitt að finna það sökum ungs aldurs þessarar hreyfingar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.3.2008 kl. 14:29
Btw, ég var að bæta inn hlekk í greinina sem sýnir undirfötin sem þau eru neydd til þess að ganga í. Svona furðlegheit eru útí hött!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.3.2008 kl. 14:33
Sorry Guðsteinn, þegar þú segir þeirra goðsögn lygi en þína ekki... þá styrkir það bara mína sannfæringu enn meir :)
Að þitt sé eldra eða að eitthvað hafi fundist sem styði eitthvað táknar zero.. endilega horfðu á þetta sem ég sendi hlekk á... það er ekki verið að gera árás á þig ekki frekar en að það var ekki árás á þig þegar menn sögðu að jörðin væri ekki flöt... just facts
DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 14:35
í Guðanna bænum farðu að ræða málin á málefnalegum grundvelli Dokksi . Þú ert alltaf með þessa af því bara, og þetta er bara svona ræðumennsku .
conwoy (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 14:55
conwoy ég get vart verið málefnalegri en ég var, þar að auki benti ég ykkur á video sem tekur á uppruna þessa alls en þið nennið ekki eða viljið ekki kynna ykkur það vegna þess að þá skemmilegst tálsýnin, right
DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 15:22
svona eru nú sannleikarnir margir !
Blessi þig á sunnudagskvöldi.
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 17:14
Grjót í glerhúsi.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 17:35
Þekki lítið sem ekkert til mormónatrúar.Guð blessi þig.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:15
Mormónar: það er sami guð, það er endalaust kynlíf á himnum, Jesú & Lúsifer eru bræður sem urðu ósáttir vegna þess að Jesú fékk jörðina, Jesú giftist amk 3 konum, við erum svona lifrur sem eiga eftir að púpast út og verða guðir sjálf, fáum eigin plánetur sem við stjórnum sem guðir.
Baiscally næstum það sama, bara annað krydd; maður myndi kannski taka pínkupons meira á trúuðum ef þeir tækju smá mark á trú annarra.
Fyrir mig er þetta eins og litlir strákar að leika sér með spiderman & superman og rífast um hver sé til og hver ekki... + hver sé sterkari
Lái mér hver sem vill.
DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 19:27
Mögnuð undirföt hjá þeim.
Jens Sigurjónsson, 9.3.2008 kl. 19:47
Vonandi er ég ekki vondur að benda á þetta þræl fyndna video úr South Park þar sem rakin er saga Mormóna og Joseph Smith: http://www.youtube.com/watch?v=-1RVgABvK8c
Merkilegt hvað lagið er catchy...
Mofi, 9.3.2008 kl. 20:16
Í Mormónabók er sagt frá því að skógarnir eyddust og þá þurftu þeir sem fundu Ameríku að finna eitthvað til að búa til híbýli sín úr, þeir fundu upp steinsteypu. En því miður þá hefur ekkert fundist af þessu. Þið finnið þetta í Mormónabók í "registrinu" steinsteypa.
Reyndar finnast mér þessi nærföt vera flott, hvar er hægt að nálgast þennan fatnað?
Aðalbjörn Leifsson, 9.3.2008 kl. 20:35
Haukur - mér finnst síður en svo vanþörf á að gefa Mormónunum Biblíu. Hollt væri fyrir þá að lesa hana.
Ingvar Valgeirsson, 9.3.2008 kl. 20:42
Þar sem æsku vinkona mín í BNA var mormóni þá get ég með fullvissu sagt að þessi undirföt sem þarna eru , ku vera notuð við sérstakar athafnir í "Temple" þó sérstaklega við giftingar. Þar að auki var þessi vinkona mín og hennar fjölsk strangtrúaðir mormónar og þau gengu í venjulegur nærfötum eins og hver annar. Hún var í "Temple" frá 8 á morgnana til 16 á Sunnudögum, fyrri hluti helgi haldsins var tileinkaðu tilbeiðslu og kennslu, (skóli m.a) og seinni var tileinkaður í vinnu fyrir þá sem innan safnaðarins sem gátu ekki fætt sig eða klætt sem og öðrum fátæklingum á svæðinu. Við ræddum svona pínu um þessa trú, ég skildi þetta svo sem ekki alveg, en við vorum sáttar og samrýndar.
Hvort að einhver öfgahópar innan Mormónisma í Utah ganga í þessum nærfötum gæti ég ekki svarað til um, en hinn almenni mormóni gerir það ekki, það er á hreinu. Svona alveg eins og með fjölkvæni.
Þannan Jóseph Smith skildi ég aldrei eða það sem hann boðaðið, en maður var svo sem ekkert að pæla í þessu.
Knús.
Linda, 9.3.2008 kl. 21:02
Það er rosalega hollt að skoða megin þema trúarbragð Linda & Ingvar, það færir ykkur nær sannleikanum, að pæla bara í einhverju einu og segja: Yes this is it... eða jafnvel ekki pæla lítið sem ekki neitt í því og samt segja: Yes this is it, og skoða ekkert annað er ekki uppbyggilegt.
DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 21:24
Prófaðu nú að horfa aðeins á þína eigin trú Doksi...
Mofi, 9.3.2008 kl. 21:48
Tja, ég hélt nú að þú Guðsteinn og aðrir krisnir væruð líka umburðarlyndir gagnvart trú annarra. En hér er flumbrugangur þinn mínum skilningi ofvaxinn.
Það er rétt hjá þér hins vegar að þeir nota lítið Biblíuna, en samt sem áður telja þeir sig trúa á Jesúm Krist, og kalla söfnuð sinn "Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu"
Það eru um 30 ár síðan ég byrjaði að kynna mér trú þeirra og siðvenjur. Margt er þar líkt og hjá kristnum, en hér má lesa um trúaratriði þeirra í 13. greinum.
En svona í lokin Guðsteinn. Mér finnst þessi færsla þín hafi hitt þig sjálfan í höfuðið með þeim orðum sem þú valdir handa mér er ég benti þér föðurlega á að þú ættir eftir að kynnast sannleikanum umbúðalaust og án dæmisagna. "Hrokafull er þessi yfirlýsing þín, og gerir lítið úr mér og minni trú. Vendu þig á betri mannasiði Sigurður."
Lesendur þurfa samt ekki að skilja mín orð á þann veg að ég vilji vernda Mormóna og þeirra trú umfram aðra. Þeir eiga sinn viðbjóðslega feril hvað varðar fjölkvæni fyrstu tvo áratugi safnaðarins. Einnig urðu þeir sér til skammar hvað varðar indíána í Ameríku. Töldu þeim m.a. trú um að þeir yrðu hvítir yfirlitum og "delightful" ef þeir tækju trú.
Sömuleiðis er Mormónsbók full af röngum staðhæfingum eins og Biblían. Svo ég sé ekki svo mikinn mun á "kúk og skít" ef svo má kvikindislega að orði komast undir þessari sóðalegu færslu.
Sigurður Rósant, 9.3.2008 kl. 22:56
Mofi, ég hef enga trú, ég treysti á vísindi og þekkingu, þessir hlutir sem gera þér kleift að blogga og svo margt annað.
Vísindin eru það sem komu okkur út úr myrkrinu en þú hafnar þeim vegna þess að þau styðja ekki við geimgaldrakarlinn þinn.
Þess vegna þrá svo margir trúaðir fortíðina, fortíðina þar sem ekkert snerti á ævintýrinu þeirra, það breytir samt ekki því að staðreyndir halda áfram að vera staðreyndir þó fólk neiti að horfast í augu við þær.
P.S. Ekki koma með eitthvað slæmt um vísindin, það eru alltaf til menn sem misnota alla hluti
DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 07:50
Rósant, ég sé ekkert að því að gagnrýna trú annara, alveg eins og ég sé ekkert að því að þeir gagnrýni mína trú. Ef einhver trú er einhvers virði þá vill maður að hún sé gagnrýnd því hún á að þola það.
DoctorE, þú hefur mestu trú af okkur öllum því að darwinismi er ekki vísindi heldur trú. Ef þú þekktir eitthvað til vísinda þá myndirðu sjá að það voru kristnir menn sem lögðu grunninn að þeim og það eru núna darwinistar sem eru að leiða okkur inn í myrku miðaldirnar með sínum fordómum og skáldsögum. Vísindi eru ekki slæm, staur blindur darwinismi er slæmur.
Mofi, 10.3.2008 kl. 09:58
Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa lagt leið sína til mín, þið eruð bara svo mörg að ég hef það ekki mér að telja ykkur upp!
Rósant:
Tja, ég hélt nú að þú Guðsteinn og aðrir krisnir væruð líka umburðarlyndir gagnvart trú annarra. En hér er flumbrugangur þinn mínum skilningi ofvaxinn.
Guðsteinn:
Já, og þú sem trúarbragðakennari greinilega veist ekki að það er skylda hvers kristins manns að vara við villu.
Rósant:
Það er rétt hjá þér hins vegar að þeir nota lítið Biblíuna, en samt sem áður telja þeir sig trúa á Jesúm Krist, og kalla söfnuð sinn "Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu"
Guðsteinn:
Já þeir kalla sig það, en lestu þig betur til um þá, þá sérðu hvað ég meina.
Rósant:
Það eru um 30 ár síðan ég byrjaði að kynna mér trú þeirra og siðvenjur. Margt er þar líkt og hjá kristnum, en hér má lesa um trúaratriði þeirra í 13. greinum.
Guðsteinn:
Og ég er búinn að vera leigubílstjóri í 25 ár! (tilvitnun; Spaugstofan) Greinin sem þú vísar í staðfestir málflutning minn.
Rósant:
En svona í lokin Guðsteinn. Mér finnst þessi færsla þín hafi hitt þig sjálfan í höfuðið með þeim orðum sem þú valdir handa mér er ég benti þér föðurlega á að þú ættir eftir að kynnast sannleikanum umbúðalaust og án dæmisagna. "Hrokafull er þessi yfirlýsing þín, og gerir lítið úr mér og minni trú. Vendu þig á betri mannasiði Sigurður."
Guðsteinn:
"Föðurlega" já ...hehehe... right! Og aftur ertu að gera þig að einhverjum píslarvætti, reyndu betur en þetta.
Rósant:
Lesendur þurfa samt ekki að skilja mín orð á þann veg að ég vilji vernda Mormóna og þeirra trú umfram aðra. Þeir eiga sinn viðbjóðslega feril hvað varðar fjölkvæni fyrstu tvo áratugi safnaðarins. Einnig urðu þeir sér til skammar hvað varðar indíána í Ameríku. Töldu þeim m.a. trú um að þeir yrðu hvítir yfirlitum og "delightful" ef þeir tækju trú.
Guðsteinn:
Einmitt, í stað þess að ráðast á mig, afhverju hjápar þú mér ekki fyrst þú ert jafn mikið á móti þeim og ég??
Rósant:
Sömuleiðis er Mormónsbók full af röngum staðhæfingum eins og Biblían. Svo ég sé ekki svo mikinn mun á "kúk og skít" ef svo má kvikindislega að orði komast undir þessari sóðalegu færslu.
úfff ... er það þetta sem þú kennir börnunum? Þú ert nú meiri kennarinn!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.3.2008 kl. 10:35
Er þróunarkenning ekki vísindi, xcuse me Mofi þó ég taki ekki mark á þér, ég á rosalega erfitt með að taka mark á mönnum sem segja að guð hafi gert allt sem þeir skilja ekki.
Og þú dettur ofan í aðskilnaðargryfjuna.. það voru kristnir vísindamenn sem gerðu bla bla... kristnir reyna að stela siðferði okkar, þeir reyna að stela vísindum okkar, þeir reyna að stela öllu því góða sem mannkynið hefur gert og eigna það súpergeimgaldrakarli... sorglegt að gera lítið úr sjálfum sér á þennan máta en skiljanlegt því trúarbrögð ganga út á að gera lítið úr sjálfum sér og leggjast við lappir súpergeimgaldrakarlsins eins og hundur, verra en hundur, eins og ómerkilegur þræll.
það fer þér afar illa að tala um vísindi Mofi því þú ert að notast við trúarbrögð sem eiga ekkert sameiginlegt með vísindum, trúarbrögð eru jú úrelt vísindi fornmanna sem höfðu enga þekkingu til þess að styðjast við
DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 10:53
Sæll Guðsteinn minn.
Guð talaði öll þessi orð og sagði: ,,Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. 2. Mós. 1.-3.
"Jesús svaraði þeim: ,,Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!` og marga munu þeir leiða í villu. Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma." Matt. 24. 4.-14.
Guð blessi þig hrausta hetja. Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.3.2008 kl. 11:10
Mofi - Jú, sammála því að gagnrýni er af hinu góða. En ég svona hélt að Guðsteinn setti -kærleikann- ofar öllu í svona málum og þess vegna kom þessi færsla hans mér mjög á óvart.
Þessi málsgrein hjá Guðsteini t.d. "Kannski vegna þess að karlinn hefur sennilega logið sér til um þetta." Svolítið glannaleg, að því er mér finnst. Þetta var nú trú hans Jósefs við þessar kringumstæður.
Hann var að reyna að gera sitt besta til að finna leið út úr heiftugum deilum milli trúsöfnuða á þessum tímum (1827) í Palmýra sem var lítill bær við vestur landamæri New York ríkis, leitaði svara í bæn til Guðs, sem hann trúði á og fékk þessi svör um að honum yrði vísuð leið til sannleikans. Hann var aðeins um tvítugt þegar hann var sem heitastur í þessari leit sinni.
Seinna komst hann svo til valda í bæjarfélagi, bauð sig meðal annars fram til forsetakosninga (1844), lét brjóta niður prentsmiðju sem gaf út sitt fyrsta og eina dagblað og skrifaði níð um hann og hans fjölkvæni ( í Nauvoo 7. júní 1844)
Í framhaldi af því var hann ákærður fyrir brot á lögum um prent- og tjáningarfrelsi og settur í fangelsi.
27. júní 1844 sótti svo 200 manna lýður að fangelsinu, braust inn í það og skaut bróður Jóseps, Hyrum Smith. Jósep hljóp út að glugga fangelsisins og var skotinn margsinnis utan frá og innan. Féll hann síðan af 2. hæð út og var skotinn nokkrum sinnum til viðbótar þar til hann lét lífið.
Guðsteinn - Varðandi tilefni þinnar færslu. Mormónar hafa samviskusamlega safnað saman svo til öllum kirkjubókum heimsins, tekið af þeim mikrómyndir og geyma á safni sínu sem allir geta fengið að grúska í. Þeir hafa einnig grafið göng inn í kalkfjöll og geyma þar bækur og upplýsingar til að forða frá eyðileggingum ef kemur til kjarnorkustyrjaldar. Ég sé þess vegna ekkert athugavert við það að þeir fái að geyma eitt eintak af þessari biblíu sem þú saknar svo.
Hér á landi var trúlaus maður sem safnaði saman biblíum á eins mörgum tungumálum og hann komst yfir. Hið Íslenska Biblíufélag hafði engan áhuga fyrir því að kaupa þetta safn af honum. Mig minnir að Háskólabókasafnið hafi svo tekið við þessu sem gjöf frá trúleysingjanum. Svona safn bóka nýtist málfræðingum til skoðunar.
Sigurður Rósant, 10.3.2008 kl. 11:15
Rósa: Eitt af einkennum trúarrita er að vara við þeim sem segja þau ekki sönn og þú fellur í þá gryfju í víkingaoutfittinu og alles :)
Öll þessi rit nota mjög svo barnalega sálfræði sem er hið minnsta mál að sjá í gegnum.
P.S. Ekki taka þetta sem árás, takið þetta sem upplýsingar.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 11:49
Sæl öll
Drottinn mun berjast fyrir yður. 14.14a
Hallelúja Dýrð sé Guði.
Megi almáttugur Guð blessa ykkur öll.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.3.2008 kl. 12:15
Dokksi ekki taka okkar málflutning sem innrás heldur sem upplýsingum Þú kemst oft svo vel að orði að það er hin skemmtilegasta íþrótt að snúa því upp á þig.
Flower, 10.3.2008 kl. 12:19
"Jú, sammála því að gagnrýni er af hinu góða. En ég svona hélt að Guðsteinn setti -kærleikann- ofar öllu í svona málum og þess vegna kom þessi færsla hans mér mjög á óvart."
Hverjum þykir sinn fugl ... er það sem sé ekki kærleikur að vara við hreinni villu?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.3.2008 kl. 12:35
Guðsteinn - "Hverjum þykir sinn fugl ... er það sem sé ekki kærleikur að vara við hreinni villu?"
Hvernig geturðu fullyrt að Jósef hafi boðað hreina villu? Hann bað til Guðs, var bænheyrður og fékk þessar upplýsingar. Sbr. Jóh. 14:13-14 "Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni það mun ég gera svo að faðirinn vegsamist í syninum. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni mun ég gera það."
Og enn fremur segir í 24. versi: "En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður."
Svo hvað er annað eðlilegra fyrir Jósef en að trúa því að Guð hafi bænheyrt hann og sent honum hin einu sönnu svör á gulltöflum? Hann síðan þýtt og fengið skrifara til að skrá allan sannleikann og út kom Mormónsbók.
Í hvert skipti sem hann hitti konu á förnum vegi, fór hann afsíðis og bað til Guðs, um hvort hann ætti að giftast þessari líka. Svörin voru flest á þann veg að það ætti hann endilega að gera. Mig minnir að konurnar hans hafi orðið 24 eða 25. Hvaðan kemur það vald þitt Guðsteinn að dæma um hvort hér hafi hann verið bænheyrður eða ekki?
Brigham Young, sá sem tók við söfnuðinum og flúði með hann vestur til Utah, bætti um betur og giftist 52 konum.
Sigurður Rósant, 10.3.2008 kl. 16:01
Rósant:
Svo hvað er annað eðlilegra fyrir Jósef en að trúa því að Guð hafi bænheyrt hann og sent honum hin einu sönnu svör á gulltöflum? Hann síðan þýtt og fengið skrifara til að skrá allan sannleikann og út kom Mormónsbók.
Guðsteinn:
því ekkert stenst af þessum fullyrðingum hans, og auk þess sem þeir segja að Adam hafi verið Guð sjálfur, á sér ekki við rök að styðjast hvorki í guðfræðilegu samhengi né sögulegu samhengi. Karlinn hefur skáldað þetta uppúr eigin höfði.
Rósant:
Í hvert skipti sem hann hitti konu á förnum vegi, fór hann afsíðis og bað til Guðs, um hvort hann ætti að giftast þessari líka. Svörin voru flest á þann veg að það ætti hann endilega að gera. Mig minnir að konurnar hans hafi orðið 24 eða 25. Hvaðan kemur það vald þitt Guðsteinn að dæma um hvort hér hafi hann verið bænheyrður eða ekki?
Guðsteinn:
Mitt vald felst í því að vera ósammála þeim, og skammast ég mín ekkert fyrir að gagnrýna þá sem mér þykja vera í villu, það heitir lýðræði Rósant minn.
Eins og ég hef margoft sagt við þig, það er skylda hvers kristins manns að vara við villu, hvort ég hafi rétt fyrir mér er annað mál. Ég hef aldrei sagt það, en ég fullyrði samt út frá minni skoðun, alveg eins og þú ert að mótmæla mér. Sem er lýðræði og skoðanna frelsi.
Rósant:
Brigham Young, sá sem tók við söfnuðinum og flúði með hann vestur til Utah, bætti um betur og giftist 52 konum.
Guðsteinn:
52 konum? Vá, ekki vissi ég það nú!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.3.2008 kl. 16:34
Bottom line Guðsteinn, það er zero ástæða til þess að ætla að þitt dogma sé eitthvað betra en annarra manna dogma.
Það er ekki hægt að vara við neinni villu í þessum málum nema að segja að þetta sé allt ein stór villa, það er ekki eitt atriði sem styður við nokkuð af þessum ritum.
Að einn trúarsöfnuður segi annan í villu er eins og að biðja 100% lamaðan mann að hlaupa út í búð fyrir sig.
Skoðum sannanir fyrir einhverju af þessu, let's see
0 + 0 = 0 there you have it
DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:52
Sigurði R. þykir miður að umburðarlyndi okkar nái ekki yfir rugludallatrú, er vogar sér að tengja nafn sitt við Jésú krist .
Ef hann færi djúpt í saumana á kenningum þeirra, sæi hann þvílíka hneisu þeir eru að baka hinum Kristna heimi, já og sjálfum sér í leiðinni .
conwoy (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 18:07
Sorry conwoy, þessi heimur er ekki þinn eða félaga þinna, hann er heimur okkar allra og á meðan fólk leikur sér með súperkörlum þá munum við enda með að rústa heiminum.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 18:15
Það er búið að rústa mörgum samfélögum í gegnum tíðinna, algjörlega án hjálpar einhverra trúarbragða eða ósýnilegra súperkalla !
Mörg góð Kristin samfélög hafa verið mynduð í heiminum, en svo álpast menn til að hleypa skurgoðadýrkendum og annara guða liði inn, og allt fer í slátur og kepp á undraskömmum tíma .
conwoy (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 18:37
Tja, herra Conwoy og Guðsteinn. Ég var að kíkja á myndbönd þau sem Mofi er með á sinni bloggsíðu og segja frá kenningum Mormóna um meintan ágreining á himnum og atburði í kjölfar hans.
Ég get ekki betur séð en að þetta sé keimlíkt því sem S.D. Aðventistar, Vottar Jehóva og fleiri trúaðir kenndu mér hér áður fyrr, sbr. Op Jóh. 12:7-10 og þar um kring: "Þá hófst stríð á himni: Míkael og englar hans fóru að berjast við drekann. Drekinn barðist og englar hans, en þeir fengu eigi staðist og eigi héldust þeir heldur lengur við á himni. Og drekanum mikla var varpað niður, hinum gamla höggormi, sem heitir djöfull og Satan, honum sem afvegaleiðir alla heimsbyggðina, honum var varpað niður á jörðina, og englum hans var varpað niður með honum. Og ég heyrði mikla rödd á himni segja: "Nú er komið hjálpræðið og mátturinn og ríki Guðs vors, og veldi hans Smurða. Því að niður hefur verið varpað kæranda bræðra vorra, honum sem þá kærir fyrir Guði vorum dag og nótt."
Mér sýnist kristnir gera hér grín að eigin kenningum.
Svo væntanlega fara augu þeirra blindu að opnast.
Sigurður Rósant, 10.3.2008 kl. 18:49
Málið er búið conwoy, þú ert bara að segja okkur öllum að trúarbrögð hafa engu hlutverki að gegna í nútíma þjóðfélaga, við erum ekki sauðir þó þú viljir að við séum það.
Svo má vel spá í því ef við gerum ráð fyrir því að guðir séu til, að menn séu að dýrka það illa, að hið góða sé fangað í helvíti.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 18:58
Það er einn svokallaður "Skapari" og er oftast kallaður Guð .
Sonur hans er Jésú . Sem er enn til, og hjá föður sínum Guði .
Þeir sem ganga hart í því að afneita Jésú, eru óbeint að þjóna hinu illa .
Aðrir guðir, eru oftast bara einhverjir andar . Andar sem óttast nafnið Jésú, og reyna daglega að koma fólki frá því með lygasögum og ótta-áróðri .
conwoy (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 19:47
Really conwoy, Dart Vader er til líka, ég las það í blaði, það sagði mér það maður, ég fann mynd af honum í Cheerios pakka, það er næg sönnun.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 20:34
Ef Dart v. kemur þér yfir í eilífa lífið á endadegi þessarar jarðar, er það bara hið besta mál .
conwoy (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 20:52
Þó mér persónulega þyki mormónatrú ekki mjög aðlaðandi, m.a. vegna þeirra atriða sem þú nefnir, þá eru mormónar með siðaðra fólki sem ég veit um. Drekka ekki reykja ekki og svo fram eftir götunum. Væri ekki nær að líta á það jákvæða sem mormónatrú hefur að gefa af sér og hætta þessari neikvæðni?
Bestu kveðjur,
Jakob
. (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:53
Það er sagt í gamalli bók sem stór hópur mannkyns lítur á sem heilagan sannleika, að hver sá sem þekki Guð í hjarta sínu, sé ekki trúvillingur þótt hann kalli Guð einhverju öðru nafni en þeir sjálfir gera.
Þessi bók er ekki Biblían, heldur Kóraninn, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég ætla mér ekki að fara út fyrir efnið hérna og fara að blanda Íslam inn í umræðuna, en þessi setning ber hins vegar mikinn sannleika í sér.
Ef ég skil kristna trú rétt er aðal áhersla Jesú Krists á mannkærleika og Gullnu regluna, rétta fram hinn vangann og fyrirgefningu. Ég ber mikla virðingu fyrir því sannkristna fólki sem ég hef fyrirhitt á lífsleiðinni, en ég viðurkenni líka að ég hef svolítið þröngar skilgreiningar á "sannkristni". Fyrir mér er það nefnilega að LIFA eftir þessum boðorðum, ekki predika þau. Já... það er nefnilega það. Það er ekki svo auðvelt. Maður þarf að minnast þess að kasta ekki steinum nema vera syndlaus (og hver er það?), maður þarf að minnast faríseanna sem þökkuðu Guði fyrir að vera ekki jafn aumar manneskjur og betlarinn (því hroki er nefnilega algerlega í andstöðu við fagnaðarerindi Krists, sem predikaði svo mikið um auðmýktina), maður þarf að minnast miskunnsama Samverjans... þetta er að mínu mati það sem sannkristni gengur út á. Að reyna eftir fremsta megni að líkjast hinum auðmjúka góðhjartaða manni sem Jesús Kristur hefur alveg örugglega verið (hvað sem öllum tröllasögum um tvo fiska og fimm brauð og vatnaferðir hans líður - þið vitið hvernig þetta er; flýgur fiskisagan ).
Nú þekki ég þig nákvæmlega ekkert Guðsteinn Haukur og það er svo fjarri mér að ætla að leggja eitthvað mat á þig persónulega annað en það að mér virðist þú í fljótu bragði vera hin ágætasta manneskja. En mér þykir örla á hroka í þessari færslu þinni.
Persónulega held ég að mormónar svona upp til hópa komist ansi nálægt því að vera sannkristnir samkvæmt þeirri skilgreiningu sem ég hef komið mér upp. Fyrir utan fjölkvænisákvæði sem þeir hafa flestir tekið út (en athugið líka að maður er alltaf litaður af gildum þess samfélags sem maður tilheyrir svo að kalla fjölkvæni "viðbjóðslegt", eins og Sigurður Rósant gerir finnst mér nokkuð sterkt til orða tekið. En þá erum við komin í heimspekilegar vangaveltur um siðfræði og þá er ég aftur komin út fyrir efnið.
Nú spyr ég eins og fávís trúleysingi: Hvaða máli skiptir hvaða trú manneskja hefur í hjarta sínu ef hegðun hennar ber vott um mannkærleika, samúð og auðmýkt?
Evil monkey, 11.3.2008 kl. 00:03
By the way, þessi South Park þáttur sem Mofi linkaði á, er æðislegur!! Vel þess virði að horfa á í heild sinni! Getið nálgast hann í heild sinni á allsp.com
Þetta er þáttur 12 í sjöundu seríu.
Evil monkey, 11.3.2008 kl. 00:08
Það er rétt Regin að Mormónar eiga að forðast, kaffi og allt sem er með koffíni, sem og áfengu víni og sígós. Þó eru þarna mismunandi áherslur og ég man eftir því að vinkona mín bæði drakk kaffi af bestu list sem og Kók og fékk sér vín þegar það var við hæfi, hún var samt heittrúuð, hinsvegar var vín aldrei misnotað. Það er ekki hægt að setja mormóna í einhverja hillu frekar en þá sem tilheyra evangelískri kirkju hefð eða annarri hefð innan kirkjunnar.
Mín persónulega reynsla af mormónum er ljúf og yndisleg. þrátt fyrir það veit ég að þeir stunda útskúfun á meðlimum sem t.d. hafa hætt að stunda trúna, vinir til langs tíma, tala ekki lengur við þá sem hætta.....
m.K.
L.
Linda, 11.3.2008 kl. 01:41
Sæl öll. Hér er hörku fjör. Ég vil benda á bók sem ég keypti fyrir mörgum árum sem heitir "Frelsa oss fá illu" eftir Gunnar Þorsteinsson. Bókin fjallar um Votta Jehóva og Mormóna. Ég á aðra bók eftir Gunnar sem heitir "Spádómarnir rætast" Framvinda heimsmála, Ísrael og Harmagedón.
Við Inga og Gunnar höfum þekkst frá því við vorum í blóma lífsins Ég hringdi í Ingu konuna hans Gunnars rétt áðan til að kanna hvort bækurnar séu til ennþá. Það er til bækur og hægt að fá þær keyptar í Krossinum. Þar er mögnuð bókabúð og er bókabúðin opin eftir samkomutíma. Einnig er hægt að hringja í Krossinn. Síminn er 5543377. Drífið ykkur á samkomu í Krossinum og fáið ykkur bækur áður en þær seljast upp. Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2008 kl. 11:32
Rósa þarna komstu inn á kjarnann í trúmálum... sölumennska/viðskipti.
The end
DoctorE (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:06
Sæl öll. Dýrð sé Guði.
Lækningarsamkoma
Í 11. mars kl. 20.00 verður lækningarsamkoma í Krossinum Hlíðarsmára 5-7 í Kópavogi. Þór Einarsson talar Guðs orð og biður fyrir sjúkum.
Ekki fara á mis við þitt kraftaverk. Allir velkomnir.
Doctor E. þú ert líka velkominn. Jesús elskar þig
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2008 kl. 13:38
Sérðu ekki muninn á því að vera með bók sem var skrifuð af einum manni með hausinn í hatti og síðan handritum Biblíunnar? Eða að guðir á hinum og þessum plánetum eru að stunda kynlíf og úr verða andabörn sem síðan vantar líkama og þeir sem eiga erfitt með að taka ákvarðanir verða svartir?
Hvað er það sem þér finnst svo skrítið við trú Aðventista? Bara forvitinn, grunar að þú þekkir þá trú töluvert minna en þú gefur til kynna.
Birgirsm, 11.3.2008 kl. 13:49
Conwoy - takk fyrir góðan stuðning.
Dokksi - conwoy hefur séð um öll svör í minni fjarveru, og hef ég litlu við að bæta við hans innlegg.
Jakob Regin - bentu mér á það jákvæðpa sem þeir bera fram.
ööö ... Evil monkey, hafðu engar áhyggjur, ég reyni eftir fremsta megni að lifa semkvæmt boðun Krists þótt ófullkominn sé í alla staði. En hrokinn sem þú talar um er ekki réttur. Alveg eins og í pólitík, þá myndi ég t.d. ekki tala vel um Sjálfsæðisflokkin eða Vinstri Eitur Græna, ég er lúthersmaður og vil koma þeim boðskap fram fyrir boðskap mormóna, rétt eins í pólitíkinni. Hvað er hrokafullt við það hvort eð að vara við því sem ég tal sjálfur vera villu? Annars þakka ég þitt innlegg og pælingar.
Linda - já þessi samtök eru ekki barnanna best.
Rósa - ég á þessa bók. Og hver veit nema ég drífi mig Krossinn ;)
Birgir - takk innilega fyrir þitt sterka innlegg!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2008 kl. 14:27
Jakob Regin - bentu mér á það jákvæðpa sem þeir bera fram.
Ég hélt að ég hefði gert það. Þeir eru einstaklega siðprúðir þykir mér og finnst mér við gætum örugglega lært margt af þeim. En svo fer það svo mikið efitr viðhorfi manns, ef maður vill ekki sjá neitt gott í einhverjum þá yfirleitt gerir maður það ekk. Þetta er spurning um að sleppa takinu á fyrirfram ákveðnum hugmyndum.
Bestu kveðjur,
Jakob
. (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:12
Jamms, þú samþykkir sem þeirra kenningar og segir bara amen við því þá? Er það Regin? Auðvitað er gott fólk í öllum söfnuðum, en það eru ekki einstaklingarnir sem ég er að gagnrýna, heldur kenningar þeirra og stofnandi þeirra.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2008 kl. 15:18
Ég stend á þeirri pælingu að guð sé ekki til
jesú talaði um guð, fyrir mér er guð ekkert annað en æðri máttur
svo ég segji stoltur ég trúi á guð. hinsvegar trúi ég ekki á þennan kirkju guð sem fólk er búið að búa til í hausnum á ég að það sé eitthver sem er guð eitthver vera, fynst pínu sorglegt að sjá fólk tala um guð og að þetta sé guði að þakka, jesú sagðist vera sonur guðs hann bjó yfir mætti sem enginn okkar skilur og enginn gat skilið þá. ég er samt sem áður farinn að skilja þennan guð sem hann talaði um þetta er krafturinn sem er í okkur krafturinn sem við keyrum okkur á allan daginn það að vera lifandi vera er eitt við erum mannkyn og búum yfir æðri mátt og getum þannig stjórnar lífinu og aðstæðunum sem við lendum í
ATH saga sem skrifuð var fyrir 2000 árum er ekki eins í dag og hún var þá hvort sem textin væri enþá frá 2000 árum en fólk bara talaði öðruvísi ekki jafn þróað tungumál, ekkert slangur, mun stífara í málfari
svo sagan sem við lesum nú (biblían) er ekki rétt að mínu mati eins og flestir lesa hana þegar ég les hana fynst mér ég skilja mun betur hvað verið er að tala um eftir að ég skildi þennan kraft
hefur fjölskildu meðlimur hjá þér eða vinur eitthvertíman fengið sér bíl sem þið eruð frekar heltekinn af en þá eru sonna bílar allstaðar,
eða virkilega einbeitt þér af eitthverju lengi svo rætist það
Samt skil ég fólk sem vill bara trúa á guð, hafa eitthvað fast sem bara hjálpar þeim það getur verið fjandi erfitt að trúa bara á sjálfan sig og sinn eigin mátt en þar liggur grunnurinn allar aðrar trúr í heiminum byggjast á þessum sama mætti sem við búum yfir og er Rosalegur! en samt er þetta bara partur af því að vera til
Gangi ykkur vel
Peace AÓ
Aron Óskars (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:04
Ég hef nú litlar áhyggjur af þér Það litla sem ég hef lesið eftir þig ber ekki öðru vitni en að þér takist bara ákaflega vel upp. Þetta voru almennar pælingar mínar um hvað það að vera sannkristinn þýðir í mínum augum og ekki meint sem sneið til þín nema síður sé
Þegar ég sagði örla á hroka þá meinti ég það bókstaflega - það örlaði á hroka en ekki meir. Ég skil þig afskaplega vel að vara við því sem þú telur ekki rétt, og okkur reynist öllum erfitt að tala af virðingu um það sem okkur finnst vera algjörlega út úr kú.
Ég hef hins vegar ekki ennþá fengið svar frá neinum við spurningu minni sem ég varpaði fram: Hvaða máli skiptir hvaða trú manneskja hefur í hjarta sínu ef hegðun hennar ber vott um mannkærleika, samúð og auðmýkt?
Það átti að vera aðalatriðið í færslu minni og er nokkuð sem ég væri afskaplega til í að fá svar við.
Evil monkey, 11.3.2008 kl. 16:22
Sæll Guðsteinn minn. Vonandi áttu báðar bækurnar. Þær eru magnaðar
"Rósa - ég á þessa bók. Og hver veit nema ég drífi mig Krossinn."
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2008 kl. 16:41
Rósa - jú ég á báðar.
Illi Api - þú segir:
Hvaða máli skiptir hvaða trú manneskja hefur í hjarta sínu ef hegðun hennar ber vott um mannkærleika, samúð og auðmýkt?
Það er einmitt málið, hvaða máli skiptir það. það er til fólk sem er svoleiðis, og eru þau hólpinn sökum þess að þau eru með lögmálið ritað á hjarta sitt. En þú færð ekki hlutlausa skoðun uppúr mér, og ekki við því að búast, svona svo ég sé fullkomlega heiðarlegur. Jesús er lausnin. En það er bara ég!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2008 kl. 16:51
Hehe, flott svar hjá þér og heiðarlegt!
Evil monkey, 11.3.2008 kl. 18:02
Birgirsm - "Sérðu ekki muninn á því að vera með bók sem var skrifuð af einum manni með hausinn í hatti og síðan handritum Biblíunnar? Eða að guðir á hinum og þessum plánetum eru að stunda kynlíf og úr verða andabörn sem síðan vantar líkama og þeir sem eiga erfitt með að taka ákvarðanir verða svartir?
Hvað er það sem þér finnst svo skrítið við trú Aðventista? Bara forvitinn, grunar að þú þekkir þá trú töluvert minna en þú gefur til kynna."
Ég lít nú fyrst og fremst á þessi myndbönd sem grín og svolitlar ýkjur. Ég man alla vega eftir frásögn á þann veg að Jóseph Smith hafi verið með tjald á milli sín og ritarans, en ekki að hann hafi stungið hausnum ofan í hatt. Um kynlíf Guðanna, andabörn og svertingjana, man ég ekkert um, enda fór ég ekki í gegnum allar kenningar þeirra.
Ég hef hvergi haldið því fram að mér þyki eitthvað skrýtið við trú S.D.Aðventista. Hins vegar finnst mér skrýtið að Mofi skuli gera grín að þeirri kenningu Mormóna að upphaf illskunnar hafi byrjað á himnum þegar einn sonur Guðs hafi gert uppreisn. Þessa kenningu hafa S.D.Aðventistar viðrað í mín eyru fyrir 38 - 40 árum og er hún fengin frá sama stað og Jóseph Smith hefur fengið hana, nefnilega í Op Jóh. 12:7-10 ef þú nennir að lesa.
Jú, vera má að ég þekki ekki mikið til kenninga S.D.Aðventista, en ég hef þó reynt að afla mér þekkingar á kenningum þeirra, m.a. með því að lesa rit eftir E.G. White, Davíð Guðbrandsson og svo Biblíulexíur sem söfnuðurinn hefur gefið út. Auk þess hef ég sótt námskeið í Spádómum Daníelsbókar hjá þeim nokkrum sinnum. Verið 2 vetur í grunnskólanámi hjá þeim, lokið Biblíubréfaskólanámi hjá þeim um kenningar þeirra o.s.frv. Veit satt að segja ekki hvort þetta kallast meira en ég hef gefið til kynna.
En hvað veist þú Birgirsm. um þeirra kenningar?
Sigurður Rósant, 11.3.2008 kl. 18:16
Jamms, þú samþykkir sem þeirra kenningar og segir bara amen við því þá? Er það Regin?
Hvernig í ósköpunum færðu það út? Lastu ekki það sem ég sagði í fyrra kommentinu?
Auðvitað er gott fólk í öllum söfnuðum, en það eru ekki einstaklingarnir sem ég er að gagnrýna, heldur kenningar þeirra og stofnandi þeirra.
Eins og ég er þegar búinn að segja þá er ég langt frá því að vera sáttur við margt í mormónatrú. Hinvegar er það þannig að þær hugmyndir og kenningar sem við kennum okkur við hafa alltaf áhrif á það hvernig við verðum sem manneskjur. Sem dæmi má nefna að margir endurfæddir kristnir menn og aðrir kristnir sem reyna að fylgja fordæmi Krists með heiðarlegum hætti upplifa mikla breytingu í sjálfum sér og sjálfur hef ég upplifað þá breytingu eftir að ég gerðist bahá'íi í hjarta mér.
Ég veit nú ekki hvað það er í mormónatrú sem hefur þessi áhrif á fylgjendur hennar þar sem ég hef ekki kynnt mér hana til hlýtar en mér skilst að hún hafi til að bera sterkann siðferðisboðskap eða allavega birtist það hjá mörgum þeirra mormóna sem ég hef kynnst og heyrt af. Það er ekkert alillt né, hugsanlega, algott. Mormónar eru manneskjur sem án efa þykir vænt um sína trú hvað sem öðrum finnst um hana. Okkur er langt frá því skyllt að þurfa samþykkja allt sem birtist í henni en það er ekki sanngjarnt að einblína aðeins á það neikvæða.
Bestu kveðjur,
Jakob
. (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 21:55
Kobbi Regin - enginn söfnuður er yfir gagnrýni hafinn, hvorki minn né þinn. En ég verð samt að taka undir með þér að líta líka á það jákvæða hjá þeim. .... þeir eru með afbragðs kór, og það á heimsmælikvarða!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2008 kl. 22:11
Rósant, ég myndi nú ekki alveg segja að ég hafi verið að gera grín að henni, vissi ekki betur en svona er hún og mér finnst hún fyndin. South Park sá eitthvað fyndið við þetta líka alveg svo sem eins og þeim finnst líka margt fyndið við kristna trú. Ég geri ekki grín að þeirra hugmynd að upphaf illskunnar hafi byrjað á himnum, afhverju heldur þú það?
Þú virðist hafa hellings þekkingu á kenningum Aðventista og ekkert nema gott um það að segja.
Það er spurning um hvernig fer fyrir þeirri manneskju á dómsdegi. Hvort hún verði fundin sek um að vera gráður þjófur, sek um reiði og hatur, öfund, hór og lygar. Að vara einhvern við þessu getur varla verið af hinu illa vona ég.
Mofi, 12.3.2008 kl. 10:05
Kobbi Regin - enginn söfnuður er yfir gagnrýni hafinn, hvorki minn né þinn. En ég verð samt að taka undir með þér að líta líka á það jákvæða hjá þeim. .... þeir eru með afbragðs kór, og það á heimsmælikvarða!
:)
. (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.