Hvað eigum við að gera við loðnu peninganna?

burning-moneyEigum við að eyða þeim peningum sem loðnan hefur gefið af sér í öryggisráð eða eigum við að verja þeim fjármunum í önnur verkefni, t.d. eins og rétta af þjóðarskútuna? Eða hvað .. spyr sá sem ekki veit, og hvað finnst ykkur? FootinMouth

Ég veit ekki, mér finnst það eiga við gamla orðtakið: "þegar Neró lék á fiðluna, kviknaði í Róm" um stjórnvöld þessa daganna og eru þeir að brenna peningum sem er betur varið í annað þarfara. En það er bara ég. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Loðnir peningar hmmmm ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.3.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Orð í tíma töluð Guðsteinn. Ásthildur vinkona okkar kallaði þetta tildur og hégóma (mín orð) snobb og  "uppskafningshátt"  og Halla Rut hitti naglann á höfuðið þegar hun sagði að hún vildi heldur sitja í svona stól en þurfa að vera á skipinu sem aflaði gjaleyrisins.  Þú mættir alveg vísan í linkinn á könnuninni:     www.siggith.blog.is      þegar niðurstaðan kemur ætla ég að birta hana og kynna.

Sigurður Þórðarson, 4.3.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn

"Fólk notar peninga sem það er ekki til að kaupa hluti sem það hefur ekkert við að gera til að ganga í augun á fólki sem því er ekkert um gefið."Steen Madsem

"Manneskjur eru undarlegar verur. Þær leggja mikið á sig til að verða ríkar en segja samt að peningar séu rót alls ills." Ók. höf.

"Aldrei hafa peningar, jafnvel þótt þeirra sé aflað undir guðrækilegu yfirskyni, hafi slæíkt vald á mönnum og nú á tímum. Sá sem á lítið girnist mikið, sá sem á mikið girnist meira og sá sem á gnótt af öllu krefs alls." G.Papini

Nei takk að ganga í Öryggisráðið. Baráttukveðjur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Bara að segja, innilegar þakkir fyrir að vekja máls á þessu.

Sigurður Þórðarson, 4.3.2008 kl. 15:31

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk allir fyrir innlitið og athugasemdir, ég hef ekki miklu að bæta við þær.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.3.2008 kl. 15:32

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei takk ekki nota þessa peninga eða neina aðra í öryggisráðið, gleymum því bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 17:03

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð spurning sem ég ætla ekki að svara...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 23:16

8 identicon

Óskiljanleg þessi fíkn að komast í þetta öryggisráð, eitthvað í sambandi við smáborgara tel ég, þetta lið er ekki í sambandi við þjóð sína.
Auðvitað á að sleppa þessu algerlega, maður fær bara móral við að sjá Ingibjörgu sleikja sig upp að hinum og þessum skúrkum

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 07:38

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk allir fyrir innlitið, og þakka um leið góðar umræður þótt enginn sé ósammála.  (Sem ég er ekki vanur)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 09:03

10 identicon

Það eina sem aðskilur okkur Guðsteinn er guð :)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:40

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Komdu þá yfir Dokksi! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 09:50

12 identicon

Get það ekki, ég hef engar forsendur til þess að trúa mar :)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:02

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

ég hafði ekki neinar forsendur heldur ... en svo bara gerðist það.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband