Boðorðin 10 og áhrif þeirra á Íslenskt samfélag

Ég ætla að aðeins að stikla á boðorðunum 10 í ljósi fyrri umræður við greinar minnar um kristilegt siðgæði. Því ljóst er að án þessara 10 gullnu reglna værum við íslendingar þar sem við erum stödd í dag, er því að hluta til boðorðunum 10 að þakka.

1. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.

Einn er Drottinn og líkar honum illa þegar við leitum annað. Þið foreldrar - hvað myndu þið gera ef börn ykkar myndu afneita ykkur? Sama er með Guð.

2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.

Einmitt, þessari reglu lifi ég eftir, og líka illa þegar menn blóta. Þetta er spurning um virðingu við skapara sinn og eigið tungumál.

3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.

Mikilvægt er þetta boðorð sem við brjótum allt of oft. Að mínu mati er það tákn um ást að vilja að þú hvílist, það sýnir væntumþykju.

4. Heiðra skalt þú föður þinn og móður.

Amen! En því miður er það ekki svo að allir geri það, sama hversu vitlaus eða vond þau eru, þau eru foreldrar þínir! En ég er svo lánsamur að eiga hreint frábæra foreldra, og hef ég ekki einu sinni orð til þess að þakka þeim fyrir allt sem þau hafa gert.

5. Þú skalt ekki morð fremja.

Þetta segir sig sjálft og þarfnast varla útskýringa ... vona ég!

6. Þú skalt ekki drýgja hór.

Virðing fyrir maka þínum er MJÖG mikilvæg, og er hórdómur það svívirðilegasta sem hægt er að gera betri helmingnum! Höfum stjórn á okkur!

7. Þú skalt ekki stela.

Þarna er einnig að finna kristilegt siðgæði, að brjóta gegn náunga sínum með því að stela eigum hans/hennar er svívirða!

8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

Við erum ÖLL lygarar, bara mismunandi miklir. Þessi algengasta synd meðal mannanna er hvað erfiðust. En hafði þetta boðorð sín áhrif því ég bendi á að það eru ekki öll trúarbrögð sem banna lygar.

9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.

Afbrýðisemi er ekki af hinu góða, og hefur leitt til illdeilna og jafnvel manndrápa. Öfundumst ekki þann sem hefur það betra en við, reynum heldur að hjálpa þeim sem hefur það ver en við!

10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt,ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.


Top of monument in darkÖfund er heldur ekki af hinu góða, þá lendum við sjálf í þeirri gryfju að keppast við nágranna okkar í einhverri heimskulegri pissukeppni, og hverjum bitnar það á? Það þýðir að við gleymum þeim sem eiga það ekki eins gott og við, eins er slík keppni jafn heimskuleg og hún er tilgangslaus.

Allt ofangreint er kristilegt siðgæði, og hefðu þessi gildi ekki komið til þá værum við mjög aftarlega í öllu sem heitir: "þróað samfélag".

Þess vegna er dapurlegt að sjá menn ganga hér offorsi og vilja úthýsa þessum boðskap, sem ENGINN skaði er af.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Má ég kannski bæta við:

"Það sem þér gjörið mínum minnsta bróður, það gjörið þér mér"

Sigurður Þórðarson, 28.2.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Linda

Stórt AMEN við þessu kæri vinurSigurður nákvæmlega.

Linda, 28.2.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mér finnst vanta átakanlega "áhrif þeirra [boðorðanna] á íslenskt samfélag" í þennan pistil.

Svo ég byrji á þeim þremur fyrstu, þá sé ég enga umfjöllun þar um hvaða áhrif þau höfðu á íslenskt samfélag. Það sem mér dettur í hug:

1. Hafði líklega áhrif á þá leið að hér var lengi vel ekki leyft að trúa á aðra guði en hann Jahve ykkar. Takmarkanir á trúfrelsi.

2. Guðlastslögin. Takmarkanir á tjáningarfrelsinu.

3. Helgidagalöggjöfin.

Finnst þér þetta virkilega vera góð áhrif?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.2.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Að gefnu til efni og að fenginni reynslu verð ég ítreka við fólk að vera kurteist og haldi sig efnið.  Mér leiðist að grípa til ritskoðunnar en ég mun gera það ef þess þarf. Endilega ekki gefa mér tilefni til þess og verum eins og fullorðið fólk.

Sigurður, ég segi nú eins og Linda ... AMEN ! Takk fyrir innlitið bæði tvö.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Til eru tvær hliðar á hverjum peningi Hjalti, og það sem einn telur vera gott telur hinn ekki. Smekksatrið tel ég það vera sem þú telur upp.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2008 kl. 21:36

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn, ég skil hvernig þér getur fundist atriði 2 og 3 vera góð, en ertu viss um að atriði 1 flokkist sem smekksatriði?

En telur þú að þessi þrjú fyrstu boðorð hafi haft einhver önnur áhrif hérna á Íslandi?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.2.2008 kl. 22:02

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Langi Hjalta til að guðlasta, getur hann það hvorki hjá mér né þér, Haukur.

Þakka þér svo pistilinn; þú segir ekkert um of, en gætir lengi bætt við.

Jón Valur Jensson, 28.2.2008 kl. 22:06

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt er það Jón Valur, en hann hefur haldið sig mottunni. Ég gat þess hér ofar að ég myndi ekki umbera neitt kjaftæði í þetta sinn, og við það mun ég standa.

Ég gæti einnig bætt heilmikið við greinina, en mér finnst þetta passlegt sem komið er. Takk fyrir innlitið kæri bróðir í Kristi.  :) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2008 kl. 22:10

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

En telur þú að þessi þrjú fyrstu boðorð hafi haft einhver önnur áhrif hérna á Íslandi?

Ert þú ekki í fríi á sunnudögum? Ekki sé ég þig væla undan því. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2008 kl. 22:13

10 identicon

Jón Valur samur við sig og vil ritskoðun, hann þolir ekki að heyra í neinum sem eru honum ekki sammála eða skekkja himnaríkissýn hans.

Girndir eru óviðráðanlegar; ég er samt nokkuð öruggur um að vilja ekki uxa eða asna.
Ekki er í öllum tilvikum hægt að heiðra föður eða móður.

Bara til þess að blanda mér í málið ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 22:28

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ert þú ekki í fríi á sunnudögum? Ekki sé ég þig væla undan því.

Ég vinn annan hvorn sunnudag. En almennt er vinnuvikan frá mánudegi til föstudags. Ég held nú að stytting vinnuvikunnar sé frekar verkalýðsfélögunum að þakka frekar en þessu boðorði. Eða hvernig tengist fríið á laugardögum þá þessu boðorði?

En finnst þér virkilega atriði 1 í upptalningu minni vera smekksatriði?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.2.2008 kl. 22:33

12 Smámynd: Flower

Góð greining á boðorðunum Haukur. Það er ekki neinu við þetta að bæta.

Flower, 28.2.2008 kl. 22:38

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Síðan finnst mér merkilegt að þú skulir ekki vitna í allan texta boðorðanna, t.d. væri gaman að vita hvaða áhrif þessi texti úr boðorðunum tíu gæti haft á íslenskt samfélag:

...ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata,...

Kannski væri réttlátt að refsa fólki fyrir glæpi forfeðra þeirra.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.2.2008 kl. 23:00

14 identicon

Girnd er ekki það sama og öfund, mig getur girnst eitthvað sem einhver á án þess að öfunda viðkomandi.
Maður getur ekki gert að því þó maður sjái td flotta konu og sjálfvirkt BANG girnd, en maður getur haft hemil á sér... sá sem girnist ekki eitthvað á bannlistanum á einhverjum tímapunkti er bara vélmenni :)
9 & 10 boðorðin, þau þarf klárlega að laga, við gætum sameinað 6-10 og talað einfaldlega um heiðarleika ásamt því að taka út þrælinn

Svona per se þá tel ég að kristilegt siðgæði sé fyrsta & annað boðorðið eða hér um bil

DoctorE (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:01

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flower og Valgeir - ég þakka falleg orð og innlitið.

Hjalti - afhverju velur þá leið að snúa útúr? Veistu einu sinni í hvaða bók boðorðin eru?? Svona af því þú vitnar í þennan texta? Eða ertu farinn að nota költa taktík aftur? Skelfing leiðast mér svona útúrsnúningar!

Dokksi - sama má segja um Þig, þú snýrð bara útúr ... eruð þið virkilega svona blindir að þið sjáið ekki þessar einföldu staðreyndir? Ef guðleysi mótar mann á þennan hátt, verði ykkur að góðu!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2008 kl. 23:22

16 identicon

Hvernig er ég að snúa útúr?
Þú setur þetta fram og ég bara segi hvað mér finnst, það væri ekkert gaman ef allir segðu: Já kúl ekki satt

DoctorE (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:28

17 identicon

Þú finnur alltaf eitthvað spennandi efni til að tala um, vinur. Boðorðin tíu. Jú….þetta snertir okkur öll. Annars var ég að heyra utan að. Upprunalega voru boðorðin fimmtán. Enn annars, það skiptir kannski ekki höfuðmáli. Guð blessi þig vinurr. Petur Einarsson

petur einarsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:59

18 Smámynd: Linda

Reyndar Hjalti, þá hefur Sunnudagur verið hvíldardagur,  þetta var almennt frídagur fólksins, sem þjónaði og van fyrir aðalinn í gegnum aldirnar, það er hinsvegar vel vitað að þetta var misnotað af þeim sem réðu öllu í den. En Sunnudagurinn var og er hvíldardagur vegna þess eins að boðorðin boðuðu hvíldardag.  En þarna stikla ég á stóru á því sem er í raun margflókið dæmi og tengist réttindabaráttu verkalíðsins á einn eða annan hátt.

Linda, 29.2.2008 kl. 00:53

19 identicon

1. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.

Fyrsta boðorðið þykir mér skondið. Það hljómar í mínum eyrum eins og forsöguleg auglýsingastefna jafnt sem viðurkenning guðs Abrahams á tilvist annarra guða. Í íslensku og sögulegu samhengi þá bendi ég á vandræðin í kringum siðaskiptin og kristnitökuna sem má setja í orsakasamhengi við þetta boðorð.

2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.

Margt getur fólk orðið hégómlegt með, teleavangelismi er prýðisdæmi  hinn kristna guð snúinn upp í hégóma og peningaplokk. Annars þykir mér eitt jákvætt við þetta boðorð á íslandi, það er að heyra gamla, ljóðræna sjóara blóta án þess að móðga guð sinn.

3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.

Ég leyfi mér að efast, enda efasemdamaður, að allir trúaðir eyði hvíldardeginum í bænir og hjálparstarf og forðist að auki að versla, baka eða að elda sér miklar máltíðir.


4. Heiðra skalt þú föður þinn og móður.

 Sjálfsagt er að virða foreldra sína séu þau þess verð. Ég persónulega kem vel fram við mína enda hafa þau reynst mér vel í gegnum lífið. Aðra þekki ég sem ómaklegri reynslu hafa af sínum áum og hafa mína lausn undan þessu boðorði.

5. Þú skalt ekki morð fremja

Þetta er góð og gild regla samkvæmt öllum siðferðisgildum. Þó dró ekkert úr manndrápum með kristnitöku hérlendis, hvað þá heldur úti í heimi.

6. Þú skalt ekki drýgja hór.

Skilgreiningin á þessari synd hefur breyst mikið í gegnum tíðina. Ég er hjartanlega sammála því að vera maka sínum trúr en hitt kirkjulega líflanga einkvæni er annað mál...

7. Þú skalt ekki stela.

Þessi regla er mér jafn sjálfsögð og kristnum, en þar heitir hún eignarréttur og virði ég hann sem önnur mannréttindi.

8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

Telur þetta endilega með hvítar lygar? Rangur vitnisburður gegn öðrum manni heitir að mig minnir meinsæri á lögmáli og þykir mér það öllu verra en að segjast hafa misst af strætó þegar maður skrapp með vaktinni á næsta bar að ræða daginn yfir öli svona til að forðast óþarfa málalengingar.

9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.

10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt,ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.

Hinn ímyndaði Gordon Gekko orðaði þetta best: "Greed, for lack of a better word, is good. Greed is right. Greed works. Greed clarifies, cuts through, and captures the essence of the evolutionary spirit. Greed, in all of its forms, greed for life, for money, for love, knowledge has marked the upward surge of mankind."

Ég vona að þú móðgist ekki Guðsteinn, en hér hefurðu annan pól í hæðina frá efasemdamanni. 

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 01:04

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti - afhverju velur þá leið að snúa útúr? Veistu einu sinni í hvaða bók boðorðin eru?? Svona af því þú vitnar í þennan texta? Eða ertu farinn að nota költa taktík aftur? Skelfing leiðast mér svona útúrsnúningar!

Guðsteinn, boðorðin tíu eru ekki í bók, heldur bókum (Mósebókum 2. og 5.). Reyndar eru einu boðorðin sem eru kölluð "boðorðin tíu" í 2Mós 34.

Og ef þú ásakar mig um að vera með útúrsnúninga, þá er lágmark að benda á meintu útúrsnúningana.

Linda, það sem ég var að benda á var að við höfum frí tvo daga vikunnar, en í boðorðinu er bara talað um einn dag. Eins og þú bendir réttilega á, þá tengist þetta að öllum líkindum verkalýðsbaráttunni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.2.2008 kl. 02:09

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætla ekki að tjá mig um þetta hér, bara segja góðan dag kæri Guðsteinn.  Þó vil ég segja eitt.  Flest af því sem þarna kemur fram er innbyggt í allar manneskjur, þó sumar þeirra brjóti gegn því.  Þetta er því innsti kjarni hverrar manneskju hverju sem hún trúir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 09:07

22 identicon

Algerlega rétt hjá þér Ásthildur, það er bara óréttlátt að það sé verið að reyna að stela góðum gildum manna og yfirfæra þau yfir á einhverja guði.
Allt það slæma sem við gerum okkur kennt um en allt það góða sem við gerum er eignað guði
Ekki trúi ég á neina galdrakarla en er með ágætis gildi

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 09:30

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Brjánn var hér með vita tilgangslausa athasemd, ef þú ætlar að tjá þig Brjánn, segðu þá e-ð að viti.

Hjalti - sorry kall, en með fullri virðingu, finnst mér þetta ekki mál til þess að standa í einhverjum þrætum um.

Ásthildur

Jói Proppé -  takk fyrir þitt, þú ert sá eini sem hefur komið málefnanlega gagnrýni án útúrsnúninga, ég hef ekki tíma til þess að svara þér núna, en geri það seinna í dag.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.2.2008 kl. 09:34

24 Smámynd: Aida.

Takk fyrir þetta.

Eg segi bara eins og ritað er :Ekki er trúinn allra.

Aida., 29.2.2008 kl. 09:58

25 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðsteinn, þetta er lélegt.   Það eru ekki nokkrir útúrsnúningar í svörum Hjalta.

Boðorðin eru sett fram í Biblíunni með tali um refsingar sem því fylgja að brjóta þau. 

Hefur þú ekki alveg örugglega lesið Biblíuna?  Það er ansi algengt að heittrúað fólk hafi afskaplega lítið lesið í þeirri bók og verði svo steinhissa þegar því er bent á bókina.  Þú veist vonandi að boðorðin sem þú vitnar í voru á töflunum sem Móses braut.  Hann fór svo aftur til Gvuðs og fékk nýjar lögmálstöflur.  Þetta stendur klárlega í annarri Mósebók. 

Matthías Ásgeirsson, 29.2.2008 kl. 10:00

26 Smámynd: Aida.

Það sem við megnum ekki það megnar Guð.

Ef þú elskar Guð og náungan uppfyllir þú öll hin boðorð.

Allir geta það,en ef ekki þá bið þú Guðs og hann mun gefa þér hjarta sitt.

Aida., 29.2.2008 kl. 10:04

27 identicon

Þannig arabina að þú ert að meina að allir þeir sem geta ekki trúað bókinni & elskað guð séu dæmdir 4ever.
Þú ert að meina að í kapphlaupinu til himnaríkis séu menn ekki jafn réttháir, svona eins og að keppendur í The Special Olympics og þeim venjulegu keppi á móti hvor öðrum og þeir trúarfötluðu eigi enga möguleika.
það meikar ekki sense að guð komi með svona dæmi sem skynsamir menn geta ekki trúað á

P.S. Ég er ekki að snúa útúr

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:21

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti - þau boðorð sem ég hef sett fram hér eru þau boðorð sem hin Lútherska Kirkja notar, sem og fleiri kirkjudeildir. Ég geri mér fulla grein fyrir hvað Hjalti og þú eruð vísa til, en ég sé ekki ástæðu til þess að vísa til annars en þeirra sem ég var ekki að bera fram boðorðin í guðfræðilegri merkingu, enda er ég ekki guðfræðingur og gef mig ekki út fyrir að vera það.

Tilvísun ykkar Hjalta er tilvísun í allt önnur boðorð sem kristnir menn fara eftir, og það vitið þið vel, þið sem þið viljið greinilega meina er að taka lögmál gyðinga og fara eftir því? Nei Matti, það er alveg klárt að kristnir menn fara eftir þeim boðorðum sem eru tekinn fyrir í grein minni, því hvað hafa kristnir að gera við boð eins og:

1) Þú skalt eigi tilbiðja neinn annan guð, því að Drottinn nefnist vandlætari. Vandlátur Guð er hann.
Varast að gjöra nokkurn sáttmála við íbúa landsins, því að þeir munu taka fram hjá með guðum sínum og þeir munu færa fórnir guðum sínum, og þér mun verða boðið og þú munt eta af fórnum þeirra. Og þú munt taka dætur þeirra handa sonum þínum, og dætur þeirra munu taka fram hjá með guðum sínum og tæla syni þína til að taka fram hjá með guðum þeirra.

2) Þú skalt eigi gjöra þér steypta guði.

3) Þú skalt halda hátíð hinna ósýrðu brauða. Sjö daga skaltu eta ósýrð brauð, eins og ég hefi boðið þér, á ákveðnum tíma í abíb-mánuði, því að í abíb-mánuði fórst þú út af Egyptalandi. Allt það, sem opnar móðurlíf, er mitt, sömuleiðis allur fénaður þinn, sem karlkyns er, frumburðir nauta og sauða. En frumburði undan ösnum skaltu leysa með lambi. Leysir þú ekki, skaltu brjóta þá úr hálsliðum. Alla frumburði sona þinna skaltu leysa, og enginn skal tómhentur koma fyrir auglit mitt.

4) Sex daga skaltu vinna, en hvílast hinn sjöunda dag, þá skaltu hvílast, hvort heldur er plægingartími eða uppskeru.

5) Þú skalt halda viknahátíðina, hátíð frumgróða hveitiuppskerunnar, og uppskeruhátíðina við árslokin.

6) Þrem sinnum á ári skal allt þitt karlkyn birtast frammi fyrir Drottni Guði, Guði Ísraels. Því að ég mun reka heiðingjana burt frá þér og færa út landamerki þín, og enginn skal áseilast land þitt, þegar þú fer upp til að birtast frammi fyrir Drottni Guði þínum þrem sinnum á ári.

7) Þú skalt ekki fram bera blóð fórnar minnar með sýrðu brauði.

8) Páskahátíðarfórnin má ekki liggja til morguns.

9) Hið fyrsta, frumgróða jarðar þinnar, skaltu færa til húss Drottins Guðs þíns.

10) Þú skalt ekki sjóða kið í mjólk móður sinnar.


Hvað hafa svo kristnir að gera við einhverjar reglur í Abíb mánuði? Og að framfylgja reglum um páskahátiðina? Nákvæmlega ekkert!

Þess vegna finnst mér þetta vera algjör útúrsnúningur að ykkar hálfu að heimfæra lög gyðinga á kristna menn. Sumt á við gyðinga, og sumt við okkur hinu kristnu ... þannig er þetta útúrsnúningur að ykkar hálfu. Og ættir þú af öllum að gera þér grein fyrir þessu.

Arabina - Guð blessi þig og takk fyrir stuðninginn! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.2.2008 kl. 10:24

29 identicon

Gott að þú telur mig ekki snúa útúr :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:41

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - neibb, ekki í þetta sinn, þú ert óhulltur! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.2.2008 kl. 10:43

31 identicon

Fínn pistill.

Það er þó til gamans að vitja í hvernig boðorðinn eru fleiri en 10. þegar grafið er í málfræðina, því oft heldur eitt boð fleiri boð og bönn í setningarfræðilegum skilningi. Enda er það ástæða þess að Kaþólikkar, mótmælendur og orthodox kirkjurnar eru ekki með þau upplistuð í sömu röð. Sumar kirkjur skipta boðorðunum upp í fleiri og setja tvö saman í eitt.

Einnig koma þau upp tvisvar ef ég man rétt í aðeins mismunandi búningi. Einu sinni í 2.Mós. og svo aftur í 5.Mós. Ef ég er ekki a rugla.

Annars hefur það alltaf setið pínu í mér þetta með að girnast ekki konu náunga þíns. Er þessu bara beint til karlmanna? Hvað með um, þú skalt ekki girnast maka náunga þíns? 

Vissulega hafa þó boðorðin haft mikil og jákvæð áhrif hér svosem annarstaðar, þó þau fitti ekki alveg eins og hanski að okkar löggjöf í dag í einu og öllu. Komu okkur uppúr blóðhefndum og blóðgjöldum. 

Bestu kveðjur 

Jakob (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:16

32 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk fyrir þetta Guðsteinn!...þetta eru góð og gild boðorð og er vel ef kristinir fara eftir þeim.

Eftir stendur samt hið heimspekilega vandamál...hvað ef guð hefði sagt "þú skalt drepa" og "þú skalt ljúga"???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.2.2008 kl. 11:20

33 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

 

Mér finnst vanta átakanlega "áhrif þeirra [boðorðanna] á íslenskt samfélag" í þennan pistil.

Svo ég byrji á þeim þremur fyrstu, þá sé ég enga umfjöllun þar um hvaða áhrif þau höfðu á íslenskt samfélag. Það sem mér dettur í hug:

1. Hafði líklega áhrif á þá leið að hér var lengi vel ekki leyft að trúa á aðra guði en hann Jahve ykkar. Takmarkanir á trúfrelsi.

2. Guðlastslögin. Takmarkanir á tjáningarfrelsinu.

3. Helgidagalöggjöfin.

Finnst þér þetta virkilega vera góð áhrif?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.2.2008 kl. 21:32

Allt ofangreint sem Hjalti nefnir er hreinn útúrsnúningur, vegna þess að maður þarf að vera töluvert blindur til þess að sjá ekki muninn á samfélagi okkar í dag og því sem var áður en Kristnin fékk að festa rætur. Marg hefur verið sagt og ítrekað ,að ekki allir þeir menn sem kenndu sig við Krist í sögunni, hafa farið rétt eftir boðun hans. Gott dæmi um þetta er einmitt sá háttur sem hafður var á við kristnun okkar lands.

En Hjalti, nú væri gott að þú svaraðir þessu. Vilt þú frekar búa í samfélagi þar sem að börn eru borin út (fargað), konur ganga á bálkös við útför mannsins síns til þess að vera með honum í Valhöll, og þar sem maður getur átt það á hættu reglulega að vera drepinn til þess að hefna fyrir syndir ættingjanna? Að þurfa að hefna bróður síns og fjölskyldu hvort sem maður telur það líklegt að maður hafi betur í þeim bardaga eða ekki?

 Fleira mætti nefna, en þrátt fyrir að enn væri ríkjandi mikil heiðni hér á landi eftir kristnitökuna, og jafnvel á meðal kirkjunnar manna, þá kom margt gott eins og fátækraframfærsla og hjúkrun í klaustrum. Menn fóru smátt og smátt að sýna meiri miskunn, en rétt er það að þetta gekk afar hægt fyrir sig hér á Íslandi. Landinn hélt alltaf lengi í gamla siði, enda trúnni verið þvingað upp á fólk sem ekki hafði öðlast neina sannfæringu um ágæti hennar.

Það er því ekki gott að vísa alltaf í mannanna verk, þegar bera á saman vilja Guðs fyrir menn (eins og í boðorðunum 10) annarsvegar og vilja manna eins og hann var án allra kristinna áhrifa.

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.2.2008 kl. 11:59

34 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hlutinn þar sem ég svara Hjalta (fyrir neðan nafn Hjalta hér að ofan) fékk á sig leturbreytinguna Italics, uppsett í hálfgerðum ljóðastíl... Kerfið hefur tekið það upp með sjálfu sér að setja þetta upp svona. Spurning hvort hægt sé að semja lag við þetta...

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.2.2008 kl. 12:04

35 identicon

Það er ekki nema eðlilegt að þjóðfélagið í dag sé með öðru sniði en fyrir kristnitöku, annað væri bara absurd.
Ætli við værum nokkuð mikið öðruvísi ef við hefðum haldið okkur við Ásatrú, ég leyfi mér að efast um það, hugsanlega meira frjálsræði og minna um heilagleika + bingó á föstudaginnlanga ;)
Enginn mynda ganga á bálköst, ekki frekar en að við brennum galdranornir og eða drekkjum þeim

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 12:17

36 identicon

Finnst þér ekki vanta svoldið uppá þennan boðorðalista?  Hvað með hluti eins og ofbeldi gagnvart konum og börnum?  Hvað með þrælahald?  Það virðist ekkert mæla gegn þessu og það síðarnefnda virðist reyndar viðurkennt í tíunda boðroðinu.  Er það kristilegt siðgæði að halda ambáttir?

Jóhann (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 12:35

37 Smámynd: Mofi

Varðandi athugasemd Matta og Hjalta og vísun þeirra í grein á Vantrú þar sem þeir segja að það eru önnur boðorðin tíu en kristnir halda í dag.

Í byrjun versins þar sem talað er um að Móse á að fá boðorðin aftur vegna þess að fyrstu töflurnar brotnuðu þá sér maður þessi orð:

2. Mósebók 34
1 And Jehovah saith unto Moses, `Hew for thyself two tables of stone like the first, and I have written on the tables the words which were on the first tables which thou hast broken;

Svo þau boðorð sem átti að skrifa á þessar töflur voru hin sömu og voru skrifaðar á fyrstu töflurnar.

2. Mósebók 34
27 And the LORD said unto Moses, "Write thou these words, for according to the tenor of these words I have made a covenant with thee and with Israel." 
    
 28 And he was there with the LORD forty days and forty nights; he neither ate bread nor drank water. And He wrote upon the tablets the words of the covenant, the Ten Commandments.

Þetta eru versin sem Hjalti og Matti taka sem þýða að boðorð um að halda hátíð ósýrðu brauða og fleira séu hluti af hinum nýju boðorðum. Þegar maður skoðar þetta nánar þá átti Móses að skrifa það sem Guð sagði í þetta skiptið við Móse. Síðan kemur fram að Móse var þarna í 40 daga og 40 nætur og síðan skrifar Guð orð sáttmálans, boðorðin tíu, þau sömu og voru á fyrstu töflunum eins og kom fram fyrst.

Þetta er frekar leiðinlegur útúrsnúningur hjá Vantrú en virðist aðeins koma vegna þess að þeir vilja nota allar leiðir sem þeim dettur í hug til að rakka kristni niður.

Aftur á móti er líka leiðinlegt að sjá kaþólsku útgáfuna af boðorðunum hérna í staðinn fyrir þau boðorð sem Biblían kennir. Vantar alveg bann við skurðgoðum og hvíldardagsboðorðið er þynnt í ekki neitt.

Annars frábært innlegg hjá Bryndísi og gaman að sjá hverju Hjalti svarar. Meðlimir Vantrúar predika mjög óheiðarlegt viðhorf gagnvart því að kristni hefur haft mjög góð áhrif á samfélag manna.

Mofi, 29.2.2008 kl. 12:47

38 identicon

Ertu sammála "Ma" Ferguson Mofi? 

"If the King's English was good enough for Jesus, it is good enough for me."

Jóhann (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 13:00

39 identicon

Látum okkur sjá, guð velur að gefa kexrugluðum glæpamanni einhver boðorð á mjög svo slöppu formi og í kringumstæðum sem virka eins og kallinn hafi verið á LSD + með boðorð sem eru ekki samboðin svo mikilfengri veru, that does not compute

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 13:05

40 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jakob - Sammála !! Og góður punktur!

Anna B.
Eftir stendur samt hið heimspekilega vandamál...hvað ef guð hefði sagt "þú skalt drepa" og "þú skalt ljúga"???

Einmitt þeta er heimsspekilegt vandamál og myndi Guð aldrei fyrirskipa slíkt.

Bryndís! Mikið er ég vel giftur!  :) Takk dúllan mín!

Dokksi -  u finally got my point !   :D

Jóhann - veistu hvaða öld er núna?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.2.2008 kl. 13:15

41 identicon

Telurðu mansal ekki vera vandamál þessarar aldar Guðsteinn?  Eða að "kristilegt siðgæði" ætti ekki að hafa neitt um það að segja?

Þú tekur sérstaklega fram í færslunni þinni að "Allt ofangreint er kristilegt siðgæði" og þar með ambáttartalið í 10. boðorðinu.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 13:31

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóhann - ég skil ekki afhverju þú ert að tönglast á þessu, auðvitað er mannssal skírt lögbrot og á ekki að tíðkast, en athugaðu hvenær þetta er skrifað og til hverra. Sumt á við í dag og annað ekki.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.2.2008 kl. 13:48

43 identicon

Guðsteinn, ég skil orð þín svo að sumt af því sem kemur fram í boðorðunum 10 eiga við í dag og annað ekki.  Hvað á ekki við í dag?  Er það sem ekki á við einnig kristilegt siðgæði?

Jóhann (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 13:56

44 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Elsku Jóhann minn, það er löngu búið að leggja af þrælahald hjá flestum þróuðum ríkjum, og á þetta ákvæði ekki við í ljosi breyttra aðstæðna nánast alls heimsins. Samfélagið hefur einnig breyst og væri rangt af kristnum að þróast ekki með því. Mér finnst þetta vera svo borðleggjandi að ég skil ekki afhverju við erum einu sinni að tala um þetta.

En aftur á móti verður að berjast gegn þrælahaldi og mannssali á þeim fáu stöðum þar sem það er stundað, það er alveg á hreinu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.2.2008 kl. 14:29

45 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Óskaplega er undarlegt hjá mofa að vísa í Biblíuna á ensku þegar hún er aðgengileg á íslensku á vefnum.

Mofi, það er rétt að Gvuð segir að skrifa eigi sömu boðorðin, en svo eru þau talin upp í sama kafla og eru þá allt önnur.

Fjandakornið, þetta stendur skýrum stöfum í annarri Mósebók.  Opnið nú skrudduna og lesið sjálf.

Matthías Ásgeirsson, 29.2.2008 kl. 14:32

46 Smámynd: Mofi

Matti, þau eru ekkert talinn upp aftur, Guð aðeins talar við Móse og síðan tekið fram að Guð skrifar boðorðin sem var búið að skrifa áður, aftur á nýjar töflur.

Varðandi þrælahald þá var ég búinn að fjalla um það ef einhver hefur áhuga, sjá: Þrælahald í Biblíunni

Mofi, 29.2.2008 kl. 14:37

47 identicon

Hann hefði kannski átt að gefa öllum kiss & hug e-töflur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 14:39

48 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti - sérð þú ekki eigin mistök? Afhverju notið þið lögmál gyðinga sem rök? Ég er ekki gyðingur og tel mig ekki vera bundinn lögmáli gyðinga, en ég tel mig bundinn lögmál Krists, sem eru boðorðin 10 sem kristnir menn viðurkenna sem sín boðorð. Líttu bara á kirkjufeðurna og reyndar alla mótmælanda guðfræði, það yrði enginn þeirra sammála þér að lögmál gyðinga eigi við okkur. Sérð þú virkilega ekki muninn á þessu?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.2.2008 kl. 14:39

49 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn:

Ég veit að þú varst ekki að ræða um vísun mína í boðorðin tíu í 2Mós 34 þegar þú ásakaðir mig um útúrsnúninga, því ég hafði ekki minnst á þau þegar þú komst með ásakanirnar. Hvað fannst þér vera útúrsnúningur?

Setningin sem fjallar um að refsa afkomendum fyrir misgjörðir þínar er í hinum klassísku boðorðum tíu í 2Mós 20.

Bryndís:

Allt ofangreint sem Hjalti nefnir er hreinn útúrsnúningur, vegna þess að maður þarf að vera töluvert blindur til þess að sjá ekki muninn á samfélagi okkar í dag og því sem var áður en Kristnin fékk að festa rætur. Marg hefur verið sagt og ítrekað ,að ekki allir þeir menn sem kenndu sig við Krist í sögunni, hafa farið rétt eftir boðun hans. Gott dæmi um þetta er einmitt sá háttur sem hafður var á við kristnun okkar lands.

Bryndís, hvers vegna segirðu að það sé útúrsnúningur að þrjú fyrstu boðorðin hafi m.a. haft þau áhrif að bannað var að trúa ekki á guðinn ykkar og að guðlastslög og helgidagalög voru sett? Þér finnst þetta kannski ekki vera rökrétt afleiðing af boðorðunum, en það breytir því ekki að fólki fannst það áður fyrr.

Og nei, ég vil ekki lifa í landi þar sem börn eru borin út eða þar sem konur eru látnar brenna á bálköstum (hvort sem það er vegna þess að þær eigi að vera nornir eða vegna þess að eiginmaður þeirra var að deyja) og ég vil ekki lifa í landi þar sem ríkisvaldið sér ekki um fullnustu refsinga.

Mofi:

Eins og ég hef áður bent þér á, þá segir Guð segir við Móse að taka með sér tvær töflur upp á fjallið, Móses hlýðir því auðvitað. Guð telur upp þessi tíu boðorð (vers 14-26) og segir við Móses: "Skrifa þú upp þessi orð, því að samkvæmt þessum orðum hefi ég gjört sáttmála við þig og við Ísrael." (vers 27). Og hvað gerir Móses: "Hann skrifaði á töflurnar orð sáttmálans, tíu boðorðin." (vers 28).

Þetta er frekar auðskiljanlegt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.2.2008 kl. 14:46

50 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Úpsídúps...

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.2.2008 kl. 14:47

51 identicon

Minn kæri Guðsteinn, af hverju ertu að hvetja fólk að fara eftir boðorðum sem þú telur sjálfur að sumhver eigi ekki við í dag?  Þú hefur sjálfur sagt að 10. boðorðið eigi ekki við.  Eru einhver fleiri boðorð orðin úrelt í ljósi framþróunar í heiminum?

Annars er það nú mikill barnaskapur að halda að mansal sé einskorðað við einhverja fáa staði í heiminum.  Það fyrirfinnst í einhverri mynd í sennilega í öllum löndum heims, þar með talið á Íslandi. 

Jóhann (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 14:47

52 identicon

@ Mofi: Skoðanir þínar á hvað telst þrælahald eru með ólikindum.  Með sömu rökum tíðkaðist ekki þrælahald hér á Íslandi á þjóðveldisöld, heldur var þetta bara lögbundið samband atvinnurekanda og starfsmanna með takmörkuð réttindi.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 14:57

53 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég er ekki gyðingur og tel mig ekki vera bundinn lögmáli gyðing
En Jesús var gyðingur

Matthías Ásgeirsson, 29.2.2008 kl. 15:23

54 Smámynd: Vendetta

1. Guðsteinn, þú skrifaðir: "Því ljóst er að án þessara 10 gullnu reglna værum við íslendingar þar sem við erum stödd í dag...." Þessu er ég sammála, boðorðin hafa engin áhrif haft, allavega ekki neitt jákvætt.

2. Það furðar mig, að þú skulir vera farinn að hóta ritskoðun gegn þeim sem eru mjög ósammála þér. Þá ertu að komast niður á það lága plan, þar sem Jón Valur lifir og hrærist. Þá finnst mér, að kannski ætti ég ekki lengur að koma með athugasemdir.

3. Ég hef aldrei nokkurn tíma farið eftir boðorðunum eða því sem stendur í biblíunni og mun aldrei gera. Ég hunza þau öll. Samt er ég heiðarlegur, stel hvorki né lýg né drep. Til þess þarf engin boðorð úr gamla testamentinu, einfaldlega sterka siðferðisvitund og siðgæði, sem guðleysingjar hafa í rikum mæli.

4. Þetta með að líkja foreldrum við Jehóva er dálítið langsótt. Munurinn á foreldrum og svo Jehóva er, að foreldrar eru til og raunverulegir. Sá guð (eða guðir), sem skapaði þær aðstæður, sem leiddu til Stóra-hvells, hefur enga hugmynd um tilvist okkar á jörðinni og er skítt sama um hvort við afneitum honum eða ekki. Og það er ekki mikið varið í afbrýðisaman, grimman guð sem hagar sér eins og honum er lýst í biblíunni. Enda uppfinning manna. 

Vendetta, 29.2.2008 kl. 15:25

55 identicon

"Þess vegna er dapurlegt að sjá menn ganga hér offorsi og vilja úthýsa þessum boðskap, sem ENGINN skaði er af."

Það þarf að gera greinarmun á tvennu hér.  Annarsvegar gagnrýni á "kristið siðferði", sem á víst að fela í sér boðorðin og væntanlega eitthvað fleira.  Hinsvegar gagnrýni á að trú sé blandað saman við veraldlegt samfélag, til dæmis með því að kveða á hluti eins og "kristilegt siðgæði" í grunnskólalögum.

Gagnrýni á það síðarnefnda þarf ekki endilega að fela í sér gagnrýni á það fyrrnefnda.

Fólk getur þannig haft misjafnar skoðanir á fyrsta boðorðinu eftir því hver lífsskoðun þess er.  Sem almenn regla í okkar veraldlega samfélagi er það augljóst brot á stjórnarskránni og mannréttindasáttmálum Evrópu og sameinuðu þjóðanna.  Sem slíkt er það augljóslega skaðlegt og kúgun á öllum þeim sem ekki trúa á guð Abrahams.

Af hverju ættum við að hafa augljós mannréttinda- og stjórnarskrárbrot í grunnskólalögum?

Jóhann (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 15:53

56 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti:

En Jesús var gyðingur

Og ég er íslendingur, eða "gentile" samkvæmt ritningunni, þar kemur fram að við sem "gentiles" erum ekki háð lögmáli gyðinga. Um þetta er ritað í postula sögunni í draumi Péturs.

Vendetta: 

1. nú já? Þú vilt sem meina að gamli víkingasiðurinn hafi verið betri boðskap?

2. Sorry, en ég get ekki leyft hvað sem er lengur, þú veist alveg mína skoðun á ritskoðun enda höfum við skrafað saman lengi á örðum vettvangi, og að undfanförnu þá hafa menn verið mjög óvægnir og með óþarfa persónuárásir sem ég kæri mig ekki um. Og þú veist manna best að slíkt lýð ég ekki.

3. Það sem ég meina með þessari færslu er að kristinn gildi breyttu okkur úr hellisbúum í siðmenntað fólk, hefðu þessi gildi ekki verið til staðar veit ég ekki hvar við værum nú.

4. Það er mín trú og mín skoðun, nú er það spurning um að virða það við hvorn annan.   ;) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.2.2008 kl. 15:57

57 Smámynd: K Zeta

Þessi boðorð eru skrifuð fyrir hegðan gyðinga gagnvart öðrum gyðingum.  Þú mátt eiga ambátt því það telst ekki að drýgja hór að sofa hjá konu af öðru þjóðerni en þú mátt ekki girnast ambátt náunga þíns eða þræl, mátt semsagt eiga þræla líka.  Gríðarlega tvöfalt siðgæði og ekki til eftirbreytni.

K Zeta, 29.2.2008 kl. 16:33

58 Smámynd: K Zeta

Við skulum ekki gleyma heldur þeirri staðreynd að hvergi hefur verið meira beðið til guðs en í Jerúsalem og hvergi er úthellt meira blóði en í þeirri fornu borg.

K Zeta, 29.2.2008 kl. 16:35

59 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn, hvað fannst þér eiginlega vera útúrsnúningar hjá mér?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.2.2008 kl. 16:48

60 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti - sjáðu svar mitt til Matta 29.2.2008 kl. 10:24, þar svara ég því. Auk þess svaraði kona mín Bryndís þér líka og reddaði manninum sínum.

K Zeta - ég er ekki sammála þér eins og þú setur þetta upp.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.2.2008 kl. 16:56

61 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þessi pistill þinn Guðsteinn, virðist við fyrstu sín vera sakleysisleg trúarjátning venjulegs kristins manns. En þegar betur  er að gáð tekur "sakleysið" a sig mynd fáfræðinnar og þá verður ljóst hvers vegna molnað hefur svo mjög úr þessum hornsteinum kristinnar siðmenningar sem boðorðin 10 hafa verið í gegn um aldirnar. Viðhorf þín til boðorðanna 10 eins og þú lýsir þeim í þessu pistli gera kristindóminn að vofu sem ekki hefur neitt substans annað en það sem þú ímyndar þér.

Sem dæmi:

Fyrsta boðorðið fjallar um að aðeins sé til einn Guð og öllum beri að tilbiðja Hann. Sem foreldri væri þér eflaust nokk sama hvort barnið þitt kallaði þig; faðir, pabba, father, fater, pater, eða daddy eftir því hvaða tungumál barnið mælti á. Hví ætti Guði sem "foreldri" alls mannkyns ekki að vera sama hvort hann er kallaður Guð, God, Dios, Allah eða El.

Annað boðorðið fjallar um hvernig við eigum að umgangast nafn Guðs. þú virðist halda að "blót" sé eini hégómi heimsins. Þú horfir alveg fram hjá hégómanum sem felst í öllu veraldravafstri nútíma mannsins þar sem nafn Guðs og boðbera hans er haft í flimtingum án þess að nokkur skeyti nokkru um það. Allur hinn kristni heimur átti ekki til orð yfir viðbrögðum Múslíma við skopmyndunum sem birtust af Múhameð Spámanni í Jótlandspóstinum og töldu fáránleg. Líklega af því að þeir eru tilbúnir til að líða slíkt hið sama gagnvart Kristi.

Þriðja boðorðið fjallar um helgi hvíldardagsins. Hvaða dagur er hvíldardagur? Sjöundi dagur vikunnar, sá sem Guð hvíldi sig á eftir að hafa skapað sköpunarverkið eða fyrsti dagur hverrar viku eins og margir kristnir menn gera, eða skiptir það e.t.v. engu máli hvaða dagur vikunnar er haldinn heilagur? Og hvað merkir að halda einhvern dag "heilagan"? Hvernig á að haga sér á slíkum degi? Greinilega ekki eins og rétttrúaðir gyðingar ef marka má svör þín við athugasemdum hér að ofan.

 Fjórða boðorðið fjallar um samband okkar við foreldra okkar. Hvað skyldi nú hafa verið átt við með orðinu "heiðra"? Hluti af því að heiðra foreldra sína fólst m.a. lengst af í því að fara að vilja þeirra í flestu í lífinu.  Þú áttir að leyfa þeim að ráða makavali, menntun, lífsstarfi og sjá svo fyrir þeim í ellinni ef þú varst elstur afkvæmanna. Er þetta enn hluti af kristnu siðferði?

Fimmata boðorðið um að ekki skuli drepa aðra menn, finnst þér svo augljóst að þú segir ekki eina setningu um það. Engu að síður virðist þetta boðorð vefjast fyrir sannkristnum þjóðum og virkar frekar máttlaust í ljósi þess ástands sem í heiminum ríkir. Ísland er þar engin undantekning. Stríð og styrjaldir hafa nefnilega þessa óþægilegu aukaverkanir, að fólk er drepið.

Þú setur sjötta boðorðið um hórdóminn í samhengi við virðingu við maka þinn og lítur fram hjá þeirri staðreynd að hórdómur samkvæmt skilgreiningu hefur ekki endilega neitt við hjúskap að gera. Hórdóm er hægt að drýgja samkvæmt kristinni skilgreiningu í huganum! Hórdóm er hægt að drýgja jafnt utan sem innan hjúskapar o.s.f.r. 

Lög um eignarétt á Íslandi eru eldri kristindóminum og ég sé ekki í fljótu bragði að árétting hans í sjöunda boðorðinu hafi bætt eða tekið frá þeim lögum sem við lýði voru. Hins vegar komu kristnir prellátar sér upp kerfi sem gerði þjófnað löglegan hér á landi og kölluðu það að gefa tíund. Íslenska kerfið tók öllu fram sem þekktist í öðrum löndum Evrópu á sama tíma og varð til þess að á skömmum var kirkjan að stærsta landeiganda landsins. Samkvæmt kristnum gildum á að gjalda keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er. Þegar Guð og Keisarinn eru orðin eitt og hið sama er ekki lengur hægt að skýrskota málum sínum neitt og því fór sem fór.

Að bera ekki ljúgvitni gegn náunga sínum er bæði lagaleg og samfélagsleg boðorð. Á Íslandi er lagalegu hlið þessa boðorðs gerð ágæt skil en þeirri samfélagslegu er afar ábótavant. Rógur og slúður falla undir þetta boðorð og Gróa á Leiti er vinsælasti karakterinn í fjölmiðlum landsins. Hvar eru hin kristnu áhrif að finna í slúðurdálkunum svo ekki sé minnst á það sem fer á milli manna í mæltu máli?

Um níunda og tíunda boðorðið virðist þú halda að afbrýðissemi og öfund séu aðalsökudólgarnir þegar komið sé að girndum mannsskepnunnar. Græðgi og ágrind eru fjarri huga þínum. Brot á níunda og tíunda boðorðunum eru lang-algengasta ástæða styrjalda og glæpa gegn mannkyninu. Græðgi og ágirnd eiga þar stærstan þátt, ekki afbrýði eða öfund þótt hvorutveggja sé slæmt.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.2.2008 kl. 17:16

62 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti - sjáðu svar mitt til Matta 29.2.2008 kl. 10:24, þar svara ég því. Auk þess svaraði kona mín Bryndís þér líka og reddaði manninum sínum.

Guðsteinn, í þessu svari þínu ræðirðu bara um vísanir í hin boðorðin tíu í 2Mós 34. Það var enginn búinn að minnast á þau þegar þú ásakaðir mig um útúrsnúninga. Svona er umræðan:

28.2.2008 kl. 23:00 - Ég segi að það sé merkilegt að þú vitnir ekki í allan texta boðorðanna og set inn setningu úr hinum einu sönnu boðorðum, 2Mós 20.5

28.2.2008 kl. 23:22 - Þú ásakar mig um að vera með útúrsnúninga og spyrð mig hvort ég viti í hvaða bók boðorðin eru fyrst ég vitna í 2Mós 20.5

29.2.2008 kl. 02:09 - Ég bendi á að boðorðin sé bæði að finna í 2Mós og 5Mós og að í 2Mós sé einnig allt önnur útgáfa sem er kölluð boðorðin tíu. Síðan bið ég þig um að benda á útúrsnúningana.

Þarna minntist ég fyrst á þessa útgáfu af boðorðunum tíu, þegar þú varst þegar búinn að ásaka mig um útúrsnúninga, þannig að það er ekki mögulegt að það sé ástæðan fyrir því að þú ásakaðir mig um útúrsnúninga.

Þannig að ég spyr aftur, hvers vegna ásakaðirðu mig um útúrsnúnigna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.2.2008 kl. 18:52

63 Smámynd: Árni þór

það er ekki neinar tilviljanir í samfélaginu við Guð og ekki tilviljun að boðorðin séu 10.
Í orðskviðunum 18:10 segir að nafn Drottins Guðs sé sterkur turn og þangað hleypur hinn réttláti og er óhultur. þetta orð turn á hebresku þýðir pýramídi/tíund, þetta orð í hebresku kemur víðar fyrir eins og til dæmis í Jesaja 19:19 altari drottins við landamærin og í miðju Egyptalandi, eins og flestir vita þá er pýramídinn mikli í miðju Egyptalandi, stein biblían og á hann vantar hyrningasteininn sem smiðirnir höfnuðu sem er kletturinn sem fylgdi Ísraelsmönnum í eyðimörkinni, kletturinn Kristur sem síðar fæddist sem maðurinn Jesús hið lifandi orð.
boðorðin voru rituð á 2 steintöflur sem Móses braut mynd af krossfestingu Jesú Krists og hinar 2 steintöflurnar sem voru ekki brotnar mynd af föðurnum.
Við erum með 10 fingur á höndum og 10 tær á fótum sem smellpassa við allar 4 töflurnar.
Takk Guðsteinn fyrir góða grein...

Guð blessi ykkur

Árni þór, 29.2.2008 kl. 19:35

64 identicon

Ef guð gerði þessi boðorð & bók þá gerði guðinn hans guðs þetta
http://www.youtube.com/watch?v=p86BPM1GV8M

Þetta er ljósárum fremra en nokkur boðskapur úr öllum trúarritum heimsins tilsamans.
Ef þú samþykkir það ekki þá ertu að tala þér þvert um geð, ef þú samþykkir þetta þá eru guðir ekkert annað tilbúningur manna, sem reyndar sést klárlega á ritunum sjálfum
 

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:14

65 identicon

Er til eitthvað annað sem getur haldið samann mannlegum siðmenningarheimi en þessi Biblía h.r DoctorE

Af hverju er þetta e fyrir aftann Doctor annars ? 

conwoy (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:54

66 Smámynd: Aida.

DoctorE.Það er ný náð á hverjum degi.Allir erum við syndarar.En ef þú játar á hverjum degi syndir þínar þá færð þú fyrirgefningu synda þinna.

Ekki er trúin allra ,er satt.Þvi ekki vilja allir játa Guðs einkason Jesús.Sumir eru hreinlega forhertir. Þess vegna elskum við Jesu,við lifum i náð hans.

Aida., 29.2.2008 kl. 21:00

67 identicon

Sorry convoy en mannkynið mun aldrei getað unnið saman sem heild á meðan trúarbrögð eru til.
Það mun aldrei gerast að allir trúi því sama og á meðan svo er munum við berjast eins og vitleysingar fyrir einhverju sem á sér enga stoð í raunveruleikanum, það versta er að þið munuð ekki sjá hversu rosalega rangt þið höfðuð fyrir ykkur eftir að þið deyjið, það hefði verið svo kaldhæðnislegt að þið gætuð séð það og sagt: Boy i was totally fooled
Þetta er kannski soldið svipað alkahólisma þar sem fólk neitar að horfast í augu við staðreyndirnar þó þær blasi við og skapi vandamál daglega, svona a'la Vín VS Eilíft líf.

E stendur ekki fyrir neitt sérstakt, nafnið er faktískt komið til vegna þess að mér misheyrðist texti í lagi :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:08

68 Smámynd: Aida.

Doctor E en hvað ef það ert þú sem munt segja Boy i was totally fooled.

Aida., 29.2.2008 kl. 21:15

69 identicon

Ef ég geri ráð fyrir því að einhver guð sé til þá er það á tæru að hann er ekki eins og trúarritin segja, sá sem trúir því er bara að gera lítið úr guði sínum, er að setja hann á level okkar sjáflra og jafnvel neðar en það.
En ef svo ferlega ólíklega vildi til að hann væri nákvæmlega eins og honum er lýst þá hef ég ekkert val því bæði himnaríki & helvíti væru jafn ömurlegir staðir.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:21

70 Smámynd: Sigurður Rósant

Skemmtileg, en allt of löng umræða.

Ég er mjög ánægður með að 1. eða 2. boðorðið skuli ekki lengur sjást á prenti: "Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér, engar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eða því, sem er á jörðu niðri, eða því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, og í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín."

Þetta bann var alveg út í bláinn, enda hefði höggmyndalist og myndlist hvers konar aldrei notið sín með svona bann yfir börnum Guðs. Og svo þessi hótun um að vitja misgjörða feðranna (ekki mæðranna) á saklausum börnunum. Sem betur fer afnumið líka strax í fæðingu.

"Þú skalt ekki bera falsvitni gegn náunga þínumer af mörgum skilið á þann veg að ekki megi ljúga. Þetta boðorð bannar aðeins eina tegund af lýgi, þ.e. að ljúga ekki gegn náunga sínum fyrir rétti. Allt í lagi að ljúga gegn einhverjum ókunnugum, útlendingum og þess háttar lýð. Enda er logið út og suður af sögupersónum Biblíunnar og höfundar sumra Guðspjallanna fara alveg á kostum hvað þetta varðar.

Þetta er ekki guðlast, aðeins smá skot á höfunda einstakra rita.

Sigurður Rósant, 29.2.2008 kl. 21:24

71 identicon

Mér líður ágætlega með mína sannfæringu um tilvist Guðs . DoctorE líður ábyggilega jafnvel með sína sannfæringu um engann Guð .

Spurningin er  : Hvað líður honum lengi vel með þá sannfæringu ? ( Vonandi kíkir hann á nýjasta bloggið mitt )

conwoy (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:25

72 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn.

"Það er í rauninni undarlegt að mennirnir skuli hafa þurft að setja þúsundir lagagreinar til að tryggja að boðorðin tíu væru haldin."          Earl Wilson. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.2.2008 kl. 22:03

73 identicon

Ég myndi ekki segja orð conwoy ef trúarsöfnuðir væru ekki að reyna að bora sér allstaðar inn í þjóðfélagið, inn í skóla, ríkið, lög byggð á trú einhvers, vega að vísindum, peninga peninga peninga peninga bla.
Það er fulltime job að vera trúaður og eða að plata fé af trúuðum... steikt, virkar eitthvað svo ótrú-legt eitthvað.

Linda þessi Earl er nú lítill vitringur sýnist mér :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 22:13

74 Smámynd: Vendetta

Arabina: Ég syndga aldrei, enda er er orðið synd ekki til í minni orðabók. Þess vegna þarf ég aldrei að að játa syndir mínar né biðja fyrirgefningar.

Og ég vil ítreka það sem ég hef skrifað áður: Aðeins kristnir og múslímar fara til Helvítis.

Vendetta, 29.2.2008 kl. 23:06

75 Smámynd: Óli Jón

Ég geri engar athugasemdir við það að kristnir vitni í boðorðin tíu og segi þau grundvöll kristilegs siðgæðis. Það er klárlega þannig, hið besta mál raunar, og því verður ekki breytt.

Hins vegar geri ég athugasemdir við það að kristnir telji að boðskapurinn í boðorðunum sé einstakur í kristinni trú og að hún geti þannig eignað sér þau. Löngu fyrir tíma kristinnar trúar voru uppi stórkostleg menningarsamfélög þar sem fólk bar virðingu hvort fyrir öðru og það rikti þar nægilega góður friður til þess að t.d. væri hægt að leggja stund á vísindi hvers konar. Erfitt hefði verið að standa í slíku vafstri ef þessi samfélög hefðu verið undirlögð af ófriði og órétti.

Þannig má segja að það eina sem er sérkristilegt í boðorðunum séu þau tvö hin fyrstu. Þau sem eftir fylgja eru aðeins sjálfsagðar leikreglur í samfélagi sem byggist á gagnkvæmri virðingu. Hérlendis voru t.d. til magnaðar leiðbeiningar í þróuðu samfélagi löngu áður en kristnum sið var þröngvað upp á þjóðina. Þar voru foreldrar virtir að verðleikum, eignarrétturinn skýr og lygi illa umborin. Það segir sig svo auðvitað sjálft að menn gengu ekki um myrðandi hver annan án þess að nauðsyn krefði. Menn gátu reyndar girnst hvað sem þeir vildu, en auðvitað án þess að láta undan illum hvötum. Sumir gætu svo sem kallað slíkt heilbrigðan metnað, að vilja jafna lífsgæði nágrannans, hafi hann það að einhverju leyti betra en maður sjálfur. Aðalmálið er að láta ekki undan illum hvötum.

Kristnir eiga að hafa boðorðin tíu í heiðri, en það er alrangt að kynna þau eins og þau hafi verið einhver nýjung þegar þau komu fram. Ekkert gæti verið fjær sanni.

Óli Jón, 1.3.2008 kl. 01:46

76 identicon

Doctore, Vandetta og K Zeta eru með skoðanir að mínu skapi og undarlegt með kristlingana að þeir skuli ekki henda frá sér skruddunni í snatri eftir lestur athugasemda þeirra. Þú skalt ekki drýgja hór er ein reglan sem stenst ekki skoðun vegna þess að guð sjálfur barnaði Maríu fram hjá Jósef samkvæmt biblíunni.  Á meðan ósköpin dundu yfir stóð engill guðs á verði til að láta skötuhjúin vita ef Jósef kæmi nú skyndilega heim af smíðaverkstæðinu. Maður sér þetta fyrir sér og hvernig engillinn hefur öskrað upp yfir sig ,,flítið ykkur Jósef er að koma" Guð breytti sér í dúfu og flaug út um gluggann feginn því að Jósef nappaði hann ekki í rúmminu hjá konu sinni. Ætli ég verði ekki bannfærður? Það kæmi svo sem ekki á óvart því kristnir hafa verið duglegir við að bannfæra fólk í gegn um tíðina fyrir skoðanir sem þeim ekki líkar.

Kveðja. Valsól

Valsól (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 14:50

77 identicon

Ég bíð ennþá Guðsteinn.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 15:32

78 identicon

valsól er nú meiri brandarakallinn !

conwoy (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 18:09

79 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég verð því miður að loka fyrir umræður hér, þetta er orðið algjörlega stjórnlaust og hef ég ekki tíma í svona lagað lengur. Ég mun opna aftur þegar ég get betur sinnt þessu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.3.2008 kl. 19:07

80 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég hef opnað þessa umræðu á ný, og ætla að vinna í að svara Jóa Proppé eins fljótt og ég get.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.3.2008 kl. 15:13

81 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóhannes Proppé:
1. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.


Fyrsta boðorðið þykir mér skondið. Það hljómar í mínum eyrum eins og forsöguleg auglýsingastefna jafnt sem viðurkenning guðs Abrahams á tilvist annarra guða. Í íslensku og sögulegu samhengi þá bendi ég á vandræðin í kringum siðaskiptin og kristnitökuna sem má setja í orsakasamhengi við þetta boðorð.

Guðsteinn:
Ég sé ekki að siðaskiptin skipti öllu í þessu samhengi, en það sem ég er að benda á er mikilvægi þessa boðorðs fyrir nútíma samfélagið og sá arfur sem hann hefur haft.

Jóhannes Proppé:

2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.

Margt getur fólk orðið hégómlegt með, teleavangelismi er prýðisdæmi  hinn kristna guð snúinn upp í hégóma og peningaplokk. Annars þykir mér eitt jákvætt við þetta boðorð á íslandi, það er að heyra gamla, ljóðræna sjóara blóta án þess að móðga guð sinn.


Guðsteinn:
Veistu, þarna erum við sammála og hef ég engu við að bæta.

3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.

Ég leyfi mér að efast, enda efasemdamaður, að allir trúaðir eyði hvíldardeginum í bænir og hjálparstarf og forðist að auki að versla, baka eða að elda sér miklar máltíðir.


Guðsteinn:
Það er rétt hjá þér, við sinnum ofantöldu, en Guð setti þetta ákvæði til þess að við myndum einhverntíma hvílast og ekki ofgera okkur. Sem er tákn um væntumþykju.

Jóhannes Proppé:
4. Heiðra skalt þú föður þinn og móður.

 Sjálfsagt er að virða foreldra sína séu þau þess verð. Ég persónulega kem vel fram við mína enda hafa þau reynst mér vel í gegnum lífið. Aðra þekki ég sem ómaklegri reynslu hafa af sínum áum og hafa mína lausn undan þessu boðorði.


Guðsteinn:

Mikið rétt, sumir foreldrar eiga ekki mikla virðingu skilið, en það sem er átt við er að bera að minnsta kosti virðingun fyrir blóðforeldrum þrátt fyrir galla þeirra.

Jóhannes Proppé:
5. Þú skalt ekki morð fremja

Þetta er góð og gild regla samkvæmt öllum siðferðisgildum. Þó dró ekkert úr manndrápum með kristnitöku hérlendis, hvað þá heldur úti í heimi.


Guðsteinn:

Nei það gerði það ekki, enda erum við ófullkomnir menn og þurfti það ekki að fara fram með manndrápum.

Jóhannes Proppé:
6. Þú skalt ekki drýgja hór.

Skilgreiningin á þessari synd hefur breyst mikið í gegnum tíðina. Ég er hjartanlega sammála því að vera maka sínum trúr en hitt kirkjulega líflanga einkvæni er annað mál...


Guðsteinn:
Þá erum við sammála um að vera ósammála.

Jóhannes Proppé:
7. Þú skalt ekki stela.

Þessi regla er mér jafn sjálfsögð og kristnum, en þar heitir hún eignarréttur og virði ég hann sem önnur mannréttindi.


Guðsteinn:

Já en hún vafðist samt fyrir forfeðrum okkar, sama hvernig þú lítur á það þá segir sagan okkur það. Þess vegna þurfti þetta til.

Jóhannes Proppé:
8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

Telur þetta endilega með hvítar lygar? Rangur vitnisburður gegn öðrum manni heitir að mig minnir meinsæri á lögmáli og þykir mér það öllu verra en að segjast hafa misst af strætó þegar maður skrapp með vaktinni á næsta bar að ræða daginn yfir öli svona til að forðast óþarfa málalengingar.


Guðsteinn:
Það er undir hverjum kominn að skilgreina það. En lygi er lygi.

Jóhannes Proppé:
9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.

10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt,ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.

Hinn ímyndaði Gordon Gekko orðaði þetta best: "Greed, for lack of a better word, is good. Greed is right. Greed works. Greed clarifies, cuts through, and captures the essence of the evolutionary spirit. Greed, in all of its forms, greed for life, for money, for love, knowledge has marked the upward surge of mankind."

Ég vona að þú móðgist ekki Guðsteinn, en hér hefurðu annan pól í hæðina frá efasemdamanni.


Þú móðgar mig ekki og setur þetta upp á skemmtilegan hátt, margt sem hefur komið hér fram er ekki svaravert eins og í tilfelli Valsólar, hann er ekki einu sinni með rök ólíkt þér. Takk fyrir þitt Jóhannes.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.3.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband