Laugardagur, 16. febrúar 2008
Hugrakir prestar óskast og áskorun til kirkjunnar manna
Í Fréttablaðinu 7. febrúar sl. birtist stutt og yfirlætislaus frétt undir fyrirsögninni: Grétar Mar Jónsson: Undrast þögn þjóðkirkjunnar". Grétar Mar, alþingismaður Frjálslynda flokksins, kallar þar eftir afstöðu presta þjóðkirkjunnar til þess álits Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að Alþingi Íslendinga hafi brotið mannréttindi á þegnum þessa lands með því að afhenda sérvöldum gæðingum sameiginlega auðlind í eiginhagsmunaskyni og endurreisa þar með lénsskipulag á Íslandi.
Amen! Ég skora á prestastétt Íslands að hrista rykið af hempum sínum og gagnrýna þetta innilega óréttlæti, hversu mikla vakningu þarf til þess að opna augu ykkar fyrir hreinu óréttlæti? Þið kirkjunnar menn og boðberar fagnaðarerindisins VAKNIÐ !
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Á að aðskilja ríki og kirkju?
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Æi góði þegiðu. Skoðanir þínar ríma hvort eð er ekki við heilbrigða skynsemi. Um síðir mun þróunnarkenning Darwins kenna okkur hvernig best við megum nýta okkar fiskimið. Sú speki verður ekki tekin uppúr biflíunni, hún mun styðjast við óheilög vísindi.
Jóhann H., 16.2.2008 kl. 03:53
Jahérna Jóhann ekki hafa vísindin kennt þér kurteysi svo mikið er víst.En Guðsteinn já það vill oft verða svo með prestastett okkar að hún telur hlutverk sitt að messa öðruhvoru og þar með sé guðsvilja fylgt.
Vissulega eiga þessar raddir og siðgæðis vottar að láta betur í sér heyra,og sýna guðs vilja í verki.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 16.2.2008 kl. 07:27
Eftir passa myndinni að dæma Jóhann, þá eru óttalegt barn. Góð grein Guðsteinn, sem endranær. Þú stendur þig vel í þessu. Kær kveðja. Petur Einarsson
Petur Einarsson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 08:29
Flott grein hjá þér Haukur minn, og það er mikið rétt að prestar þurfa að finna hugrekkið og baráttu gleðina aftur i þessu sem og öðrum málum sem tengjast trú okkar og sannri og heilsteyptri Kristni Kenningu. Ég hef lita þolinmæði fyrir heigla.
Kæri Jóhann H. Vinsamleg hafðu samband við 900-snökt eða 900-vael.
Linda, 16.2.2008 kl. 09:49
Ekki skil ég hvað er verið að ákalla embættismenn "þjóð"kirkju, menn geta allt eins ákallað starfsmenn Hagstofunnar eða bara stöðumælaverði.
En sammála er ég með það hneyksli að útvöldum séu gefnar auðlyndir þjóðarinnar og þá tala ég einnig um að "þjóð"kirkju sem fær milljarði árlega og í því efni ákalla ég þjóðina að taka það hneyksli & skömm af sér.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 12:06
Sæll Guðsteinn og takk fyrir síðast.
Ég fagna þessari ágætu færslu þinni. Ég er ekki í neinni stöðu til að túlka kristindóminn en vil samt leyfa mér að segja að Kristur hafi í boðað mannréttindi, hér á jörð. Þess vegna er kennimönnum hennar, öðrum fremur, ekki bara rétt heldur skylt að starfa í þeim anda og standa með mannréttindum. Þetta segi ég auðvitað með fullri virðingu fyrir stöðumælavörðum eða starfsmönnum hagstofunnar, sem hér hafa verið nefndir til sögunnar. En það bera að geta þess sem vel er gert og því vil ég nefna að séra Þórhallur Heimissona hefur brugðist vel við þessari áskorun og síðast en ekki síst hefur Snorri í Betel ekki dregið dul á skoðanir sínar. "Áfram kristmenn krossmenn"
Sigurður Þórðarson, 16.2.2008 kl. 13:04
Gott framtak hjá þér Guðsteinn minn að benda á þetta. Og hvar er til dæmis séra Karl V. Matthíasson alþingismaður ? Það heyrist harla lítið í honum í dag. En sætið sitt fékk hann örugglega vegna ´þess hvernig hann hugðist vinna gegn kvótakerfinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2008 kl. 13:56
Takk fyrir síðast líka Guðsteinn og Sigurður!
Ekki má gleyma sr. Erni Bárði sem ritaði á sínum tíma greinina ,,Fjallasala Íslands" m.a. til að mótmæla sölu á auðlindum þjóðarinnar. Próf. Svanur Kristjánsson skrifaði grein nýlega (man ekki í hvaða blað) sem hann benti á það að Örn Bárður hefði ítrekað gagnrýnt kvótakerfið á grundvelli kristilegs siðgæðis.
Sumir hafa gagnrýnt það að prestar séu að skipta sér af pólitík, en það að láta sig náungann varða verður víst að teljast til pólitíkur.
..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.2.2008 kl. 13:56
Ég datt í smá ímyndunarveikiskast áðan og fór að ímynda mér það hvernig Jesú myndi bregðast við ef hann stæði andspænis kvótakóngum og –pólitík í dag.
Jesú sagði Pétri að leggja netin, en Pétur sagði: “Við höfum erfiðað í allan dag og ekkert fengið, en fyrst þú segir það er ég til í að reyna.” Og vit menn, netin hreinlega fylltust, svo að þeir þurftu að fá aðstoð hjá nærliggjandi bátum til að ná inn aflanum. En þegar þeir ætluðu að koma að landi með allan aflann, stóðu þar kvótakóngar við bryggjuna og ráku þá í burtu: “Þið hafið enga veiðiheimild eða kvóta til að fiska hér. Burt með ykkur og hendið fiskinum fyrir borð undir eins, eða þið munuð hljóta verra af.” Drottinn sjálfur varð hryggur í anda og sár yfir því hvernig þessi maður lét stjórnast af sinni miskunnarlausu græðgi á kostnað bláfátæks almúgans. Hann brást því reiður við og hratt niður borðum kvótakónganna og kallaði til þeirra: “Guð hefur gefið manninum sjóinn og vötnin til að veiða úr sér til fæðu, en þér hafið gert hann að ræningjabæli!”
Sumir kunna að heyra þarna hljómgrunn frá tveimur þekktum sögum úr N.t, en svona fer þegar ímyndunaraflið nær að leika lausum hala...
Bryndís Böðvarsdóttir, 16.2.2008 kl. 14:19
Sæll Guðsteinn.
Ég hvet þig áfram til dáða að fara á Alþingi og hreinsa til. Burtu með alla spillingu s.s. kvótaviðbjóðinn.
"Þá gekk Jesús í helgidóminn og rak út alla, sem voru að selja þar og kaupa, hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna og mælti við þá: "Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús en þér gjörið það að ræningjabæli." Matt. 21: 12.-13. Shalom.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.2.2008 kl. 14:33
"Um síðir mun þróunnarkenning Darwins kenna okkur hvernig best við megum nýta okkar fiskimið."
heyr heyr, smá spaug þetta er náttlega algjör snilld, pistillinn þinn er annarsskonar snilld og honum er ég sammála, þögn prestanna í gegnum árin er vandræðaleg. Kirkjan tekur aldrei á málum sem skipta máli!
halkatla, 16.2.2008 kl. 14:37
Sæll Guðsteinn. Bæta við og það þarf að taka til í kirkjum landsins og þá ekki eingöngu í Lúterskukirkjunni. SHALOM
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.2.2008 kl. 14:39
Já, einmitt Rósa. Þarna komstu nákvæmlega með síðari söguna. Auðvitað veit maður svosem ekki hvernig Jesú sjálfur hefði brugðist við. Kannski hefði hann bara sagt: "Gjaldið keisaranum það sem keisarans er." En mér finnst ofangreint nær lagi, þar sem að Kristur barðist ávalt fyrir réttindum hinna fátæku og kúguðu í þjóðfélaginu.
Bryndís Böðvarsdóttir, 16.2.2008 kl. 14:40
Sæl Bryndís. ÉG ER Í HAM. ÉG VIL SJÁ HEILBRIGT FÓLK Á ALÞINGI
Farðu inná síðuna hjá Snorra og sjáðu nýja eftirnafn Ingibjargar Sólrúnar. Nýjasta innfærsla frá Lofti Guð blessi þig Bryndís mín.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.2.2008 kl. 14:47
Þarf nokkuð að blanda prestum landsins í kvótaúthlutanir?
Ef fólki finnst kvótakerfið óréttlátt; kýs það þá ekki þá flokka sem eru líklegri til að koma á réttlátara kerfi.
Ég get ekki séð að þetta mál komi mannréttindanefnd sameinuðu þjóðanna neitt við. Það er ekki eins og verið sé að pynta éða svelta fólkið.
Kvótakerfið er fyrst og fremst "pólitiskt innanhússmál" hjá Alþingi Íslendinga
Fólk hefur val á kjördag.
Riddaraliðið (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 15:05
Sæl Rósa. Þú ert alveg frábær þegar þú ert í ham. En ég fann þetta loksins eftir að hafa leitað fyrst á röngum stöðum:
Ingibjörg Allah Gísladóttir hefur heitið Aröbunum kr.250.000 til að þeir verði ekki uppiskroppa með skotfæri.
Maður er nokkuð hræddur um að það kunni að vera eitthvað til í þessu. Að þessir peningar fari þá ekki í að hjálpa hinum bágstöddu þarna, heldur beint í hernaðarlegan aðbúnað. Að Ingibjörg hafi því miður látið blekkjast af því sem þeir völdu að sýna henni, þegar hún sótti þá heim....
Bryndís Böðvarsdóttir, 16.2.2008 kl. 15:23
Vissulega eiga prestar ekki endilega að vera með puttana í pólitík, en það þýðir samt ekki að þeir eigi að vera steingeldir allri kristinni skoðun á hitamálum samtímans. Mér finnst að prestar eigi að varpa biblíulegu ljósi að hitamál samtímans. Mér finnst að þeir eigi að vera trúarlegur og siðferðilegur stuðningur fyrir fólkið og standa með því vörð gegn óréttlætinu sem mætir því í samfélaginu.
Stjórnmálin hafa mikil áhrif á það hvernig lítilmagnanum vegnar. Þar sem að prestarnir láta sér málefni lítilmagnans varða, hljóta þeir að þurfa að tala máli þeirra í samfélaginu. Ætti þetta því í raun að teljast einskonar siðferðileg og embættisleg skylda þeirra.
Bryndís Böðvarsdóttir, 16.2.2008 kl. 15:31
Sæl Bryndís mín, mér þykir þín taka á dæmisögum og hvernig þú heimfærir þær skemmtilega á okkar tíma og umræðu hér, hrein og bein snilld.
Það er sjálfsagt eitthvað til í því að Prestar ættu e.t.v ekki að blanda sér í pólitík, en, þeir mega vel blanda sér í mannréttinda mál og það væri óskandi að þeir tækju með auknu mæli um kross Krists og tölu málum þeirra sem eru ofsóknir fyrir Krist, en, þar sem ég vil ekki vera með græðgi þá tel ég þetta skref sem hér er um rætt pott þétt í rétta átt.
Knús.
P.S ég mundi ekki óska besta vini mínum í pólitík, þar hafa margir ef ekki flestir fórnað siðferði og hugsjón til að þóknast vilja meirihlutans. Oh nei. Ég vona að Haukur láti slíkt vera, en, hvað sem hann gerir þá er það eitthvað sem hann verður að eiga við sjálfan sig og Guð.
Knús aftur.
Linda, 16.2.2008 kl. 15:37
Ja hérna hér, þvílík viðbrögð! Ég vil nú byrja á að þakka öllum innlitið! Og læt ég orð þessa Jóhanns standa þar sem fólk getur dæmt sjálft um hver er bókstafs maðurinn í guðfræðihliðinni.
En það sem ég á við er að prestar eru ennþá árhrifamenn, og samkvæmt ritningunni ber þeim og okkur sem erum kristinn, að tala gegn óréttlæti. Þða kann að vera að sumir prestanna eru sammála þessu kvótakerfi, en þeir sem hafa áttað sig á ég nú bara við.
Jóhanna! Það var æðislegt að fá að hitta þig í eigin persónu! Og ítreka ég þakklæti mitt við færslur mínar í gegnum tíðina.
Ásthildur - já erum við öll barráttu fólk, og ætla ég að vera duglegur við að halda formerkjum okkar góða flokks á lofti! Sem felst meira að segja í því að reyna ná til trúsytkyna minna. ;)
Einnig vil ég þakka Lindu, Önnu Karen, Lindu, Rósu,Úlfari, Dokksa, Henry, Sigurði Þórðar (sem dró mig í leikfimi áðan og púlaði mig út, enda liður mér miklu betur eftir það - þótt ég geti varla labbað eftir þetta!! Ég er greinilega of mikill tölvunörd! )
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2008 kl. 16:32
Linda og Rósa! Engar áhyggjur! Ég er ekki að fara bjóða mig fram eða neitt slíkt, en ég ætla samt að taka þátt í flokksstarfi.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2008 kl. 16:56
Bryndís mín
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2008 kl. 17:10
Hæ Guðsteinn vinur.
Gaman af þessu. þú stendur þig með sóma í þessu.
Mig langar að heyra þitt álit um þetta efni. sjá hér.
Kveðja Petur Einarsson
Petur Einarsson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 18:06
Flott grein Haukur og engu við hana að bæta.
Flower, 16.2.2008 kl. 19:25
Hæ og hó. Guðsteinn skrifaði: "Linda og Rósa! Engar áhyggjur! Ég er ekki að fara bjóða mig fram eða neitt slíkt, en ég ætla samt að taka þátt í flokksstarfi."
Bryndís Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.2.2008 kl. 19:54
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2008 kl. 21:23
Valgeir - takk fyrir þín og Guð blessi þig í barráttu þinni !
Pétur - ég ver búinn að kíkja á greinina og gera athugasemdir.
Flower Power - rock on !
Rósa - ef þú biðlar til Bryndísar um að koma mér í pólitík, gangi þér vel, hún sér nógu lítið af mér nú þegar !
Gunnar - sömuleiðis !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2008 kl. 22:38
Sæll Guðsteinn,
takk fyrir síðast. Það sem kemur fyrst upp í huga minn við lestur pistils þíns er annars vegar"hér stend ég og get ekki annað" og sagan þegar Jesú ruddi sölumönnunum út úr Musterinu.
Þetta er í raun spurningin um að hreinsa hugann, sjá kjarnann. Hvað er það sem skiptir máli í boðun orðsins og það fordæmi sem boðendur þess eiga að sýna.
Þá er niðurstaðan fljótfengin, allt óréttlæti skal upprætt. Því er það siðferðileg skylda kirkju Krists að boða réttlæti og okkar mætustu menn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa komist að því að kvótakerfið er óréttlátt.
Því liggur það beinast við að prestar landsins boði réttlæti úr predikunarstólum sínum. Ef þeim vefst tunga um tönn þá sannast hið fornkveðna að erfitt sé að þjóna tveim herrum.
Amen.
Gunnar Skúli Ármannsson, 16.2.2008 kl. 23:31
Þetta er góður punktur Haukur. Ég get ekki neitað því að kvótakerfið virkar á mig eins og "stórkostlegur" þjófnaður og sannarlega er það skylda kristinna að benda á óréttlæti. Að vera ljós í þessum heimi er að benda á óréttlæti og hvetja til réttlætis.
Mofi, 17.2.2008 kl. 14:11
Gunnar - akkúrat punkturinn sem ég er að meina, þeir geta ekki þjónað Guði og mammón! Takk fyrir það!
Þrymur - já það var einhver sem brá þegar ég hitti hann/hana, hann/hún sagði að ég liti út eins og fimmtugur karl á gömlu myndinni. Þess vegna er ég búinn að vera þvælast með þetta fram og tilbaka, en ég er að verða 32 ára og á doldið í fimmtugt. Egóið sjáðu til!
Dóri/Mofi - Amen !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.2.2008 kl. 14:35
Ég virði það við Guðstein að berjast gegn einu mesta ráni Íslandssögunnar, ráni nokkurra aðila frá allri þjóðinni á fiskimiðum landsins.
Ég er samt ekki viss um hvort rétt sé að kirkjan sé að beita sér í svona umdeildu máli.
Þá má alveg eins spyrja hvort kirkjan eigi ekki að beita sér gegn handónýtu landbúnaðarkerfi, sem kostar neytendur 10-15 milljarða á ári. Það eru peningar sem er hent út um gluggann.
Eða á kirkjan að beita sér fyrir inngöngu Íslands í ESB, þar sem leiða má rök að því að íslenska krónan kosti neytendur milljarða á milljarða ofan í of háu vöruverði. Ég tek fram að ég er ekki hlynntur ESB-aðild.
Loks má spyrja hvort kirkjan eigi að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju! Hún er augljóslega vanhæf að tjá sig um það mál.
Svona má lengi telja, nú síðast var umdeildur fundur gegn virkjunum í Fríkirkjunni.
Theódór Norðkvist, 17.2.2008 kl. 19:39
Theódór, það er verið að tala um gróf brot á mannréttindum. Það er óumdeilt að yfirgnævandi meirihluti þjóðarinnar er þessu andsnúinn.
Þú ert af einhverjum ástæðum að reyna að drepa málinu á dreif
Sigurður Þórðarson, 17.2.2008 kl. 21:30
Gott og vel, aðskiljum þá ríki og kirkju hið fyrsta. Það hefur aldrei verið auðvelt fyrir neinn að gagnrýna launagreiðanda sinn, allra síst fyrir mannréttindabrot.
Theódór Norðkvist, 17.2.2008 kl. 23:21
Af hverju þegja prestar um kvótakerfið? Það er vegna þess að þeir geta ekki gagnrýnt mannréttindabrot kvótakerfisins á meðan þeir brjóta sjálfir mannréttindi á þjóðinni m.a. með trúboði í opinberum skólum.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 14:24
Prestarnir eru bara að liggja á meltunni og fitna af ofurlaununum sem skattborgararnir greiða þeim Það heyrist ekki mikið frá þeim varðandi málefni ýmissa hérna sem verða fyrir óréttlæti, en þetta er kristilegur kærleikur þeirra í hnotskurn.
Gott hjá þér Guðsteinn að vekja máls á þessu
Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.