Spilaborg auðvaldsins hrynur ... loksins!

Loksins hefur fengist staðfest að kvótavinakerfi íslendinga er rangt og óréttlátt frá upphafi til enda. Þessi áfellisdómur SÞ er bara fyrsta skrefið í átt að nýjum tíma. Við þessi tíðindi er von mín sú að landsmenn vakni af löngum svefni sem stjórnvöld hafa séð til þess að við sofum.

Það er kominn tími á breytingar og að gefa mönnum tækifæri til þess að sanna sig, það eru til margar betri lausnir en þær sem réttir bókstaflega allan auð beint í hendur útvalda aðila og sérréttindahópa.

Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, var spurð hvaða áhrif það geti haft ef Ísland virðir álit nefndarinnar að vettugi segir Björg (tekið úr þessari frétt):

,,Það hefur engar lagalegar afleiðingar í för með sér. Það eru engin úrræði hjá Sameinuðu þjóðunum til þess að fylgja niður stöðum Mannréttindanefndarinnar eftir eins og um dóm frá t.d. Alþjóðadómstólnum væri að ræða.
Hins vegar er fullkomlega eðlilegt að líta svo á að það þurfi að skoða þessa niðurstöðu mjög alvarlega og reyna eins og unnt er að fylgja henni. Vandinn við niðurstöðuna er hins vegar sá að hún er afskaplega óskýr og rökstuðningurinn er mjög knappur," segir hún.

Titillinn á þessari frétt er: "Breytir engu hér á landi", þessu er ég ekki sammála. Þetta er bara upphafið af endinum, og kominn tími til!

Það er til hreyfing sem hefur barist gegn þessu bákni frá upphafi, það er til hreyfing sem hefur haldið því fram árum saman að þessu kerfi eigi að henda. Það er til ein hreyfing sem virkilega berst fyrir óréttlæti og yfirgangi, það er Frjálslyndiflokkurinn.

Hugsum okkar gang og sjáum réttlætið í gjörðum og orðum manna.

Kjósum X-F!


mbl.is Breytir engu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kerfið er hrunið, nú förum við á sjóinn, hver sem á haffæra kænu!

Theódór Norðkvist, 11.1.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Teddi, kominn tími til líka!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2008 kl. 13:56

3 Smámynd: Halla Rut

Við fengum staðfest það sem allir vissu, líka þeir er hafinu stálu.

Góð færsla. 

Halla Rut , 11.1.2008 kl. 13:57

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Leyfist mér að segja Amen kæra Halla. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2008 kl. 14:00

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Loksins...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 14:05

6 identicon

Er fólk ekki orðið þreytt á að lesa og heyra alltaf sömu tugguna... þetta á ekki við á Íslandi, ísland lýtur öðrum lögmálum en önnur lönd... agalega illa farið með son þessara stjórnmálamanna, engin spilling á Íslandi, we are so happy bla bla bla bla
Þetta er eitt stórt fargin spillingarbæli frá helvíti... ef íslendingar væru með bein í nefinu og ættu mykjudreifara þá væri alþingishúsið á kafi í skít

DoctorE (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 14:18

7 Smámynd: Linda

Sammála. Göngum varlega in um gleðinnar dyr í þessum málum, það er tvíeggjað sverð hér á ferð í því fellst valið fullkomlegt sjálfstæði eða ......  það er þegar byrjað að setja okkur reglur..hvar endar þetta..

Ég er glöð fyrir hönd sjómanna og sjávarplássa, held bara að málið sé stærra.

Linda, 11.1.2008 kl. 14:23

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar - það gleður mig.  :)

Dokksi - ég myndi ekki taka svona til orða en ég skil hvað þú meinar. 

Linda - Einmitt, þess vegna tala ég um að þetta sé meiri áfanga sigur en fullnaðar sigur, annars er ég sammála þér. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2008 kl. 14:43

9 Smámynd: Mofi

Alveg sammála. Þetta er ósanngjarnt kerfi og eins og Halla sagði í rauninni þjófnaður. Þetta er skref í rétta átt, getur ekki annað verið.

Mofi, 11.1.2008 kl. 15:14

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Halldór - nákvæmlega!

Valgeir - að er einmitt málið, vestfirðirnir eru orðnir að sumarbústaða byggð. Og í mínum heimabæ, Grindavík er fátækt allsráðandi, nema örfáir kvótagreifar sem sitja á gulli sínu og lifa á rentunum. Og takk innilega fyrir frábært innlegg í umræðuna Valgeir. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2008 kl. 16:07

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Kvótakerfið er sjúkt og ég skil ekki af hverju það hefur fengið að grassera eins og það er. Eina skýringin sem mér dettur til hugar er að það er spilling á bak við.

Góður pistill hjá þér Guðsteinn. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 11.1.2008 kl. 17:56

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nákvæmlega, valdamiklir menn eru flæktir í það. Eins og Guðsteinn bendir á er þetta spilaborg.

Kvótakóngarnir borga í kosningasjóði Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn notar síðan leppa sína í yfirmannastöðum í fiskvinnslustöðvum til að hóta undirmönnum sínum að þeir missi vinnuna, kjósi þeir ekki Sjálfstæðisflokkinn. Um þetta eru til fræg dæmi á Flateyri og hjá Samherja á Akureyri.

Bankarnir hanga í kerfinu til að veðin þeirra í kvótanum verði ekki verðlaus. 

Theódór Norðkvist, 11.1.2008 kl. 18:02

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Magga - takk fyrir það!

Teddi - hárrétt er þetta hjá þér. En gleymum ekki að það eru ekki bara sjálfgræðismenn sem hafa hendur í þessu, ég man ekki betur en að Halldór Ásgríms átti nokkura hagsmuna að gæta í kvótamálum, þannig spilling nær mun lengra en Valhöll. Það verður greinilega seint að gamla spillta KEA veldið ríður til falls með svona menn innanborðs!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2008 kl. 18:17

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 18:24

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fyrir mestu er að við gleymum ekki þessum degi fyrir næsta þorrablót. Það er okkur svo gjarnt að gusa úr okkur á meðan reiðin sýður í brjóstinu. En svo kemur nýr dagur með nýja frétt og réttlætiskenndin lemur okkur í gang á ný. þá vill því miður svo margt annað gleymast.

Ég spáði því að lögmannahirðin yrði kölluð út á neyðarvaktina og ég varð sannspár.

En lyktir þessa máls segja okkur afdráttarlaust hvort Ísland er réttarríki eða í hópi með þróunarríkjum Afríku og Suður- Ameríku hvað varðar mannréttindi.

"Ísland er ekki réttarríki" sagði Lúðvík Kaaber lögmaður á Útvarpi Sögu í dag. Þetta eru hörð orð af munni lögmanns hjá lýðræðisþjóð. En þau eru athygliverð fyrir þær sakir að þessi lögmaður er nýkominn heim til Íslands með dóm frá alþjóðlegri eftirlitsstofnun sem staðfestir þessi ummæli.

Við skulum hafa það í huga að þarna er ekkert sem ætti að koma íslenskum stjórnvöldum á óvart, svo lengi sem umræða um þessi lög er búin að loga í samfélagi okkar. 

Brýnt er að koma ungu kynslóðinni í skilning um þann samfélagslega hrylling sem hér hefur þróast í tæpan aldarfjórðung.

Árni Gunnarsson, 11.1.2008 kl. 18:40

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásdís - sæt kveðja!

Árni -  það er nefnilega málið, okkar hlutverk er að fræða og ala ungu kynslóðina upp eins og við best getum. Sem þýðir eð við getum ekki hlíft þeim fyrir ísköldum sannleikanum! Takk fyrir þín skrif Árni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.1.2008 kl. 18:46

17 identicon

innlitskvitt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 19:50

18 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Stjórnvöld verða að bregðast við þessari ályktun, svo mikið er víst.  Það verður fróðlegt að fylgjast með fréttum varðandi þau mál.

Ester Sveinbjarnardóttir, 11.1.2008 kl. 19:56

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðsteinn, takk fyrir fína færslu

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.1.2008 kl. 19:59

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Íslendingar eru búnir að staðfesta mannréttindasáttmála Sameiuðu þjóðanna og nefndina og meira að segja tóku formlega til varna í þessu máli. Núna þegar niðuyrstaðan er ekki sú sem stefnt var að segist sjávarútvegsráðherra ekki vera bundinn af niðurstöðu nefndarinnar!!!

Af hverju sagði hann það ekki áður en úrskurðurinn var kveðinn upp?

Sigurður Þórðarson, 11.1.2008 kl. 20:15

21 identicon

Einu sinni átti ég bát, sem menn sögðu ljótann . En þeir urðu alveg mát er ég seldi kvótann ! , , he he . Smá frumsamið hjá mér sko . Kveðja ; Conwoy 

conwoy (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:34

22 Smámynd: www.zordis.com

Kveðjur inn í helgina þína! 

www.zordis.com, 11.1.2008 kl. 22:12

23 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Hvaða flokk myndi nú Guð kjósa,ef hann tæki nú bara burt fiskinn sinn.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 11.1.2008 kl. 22:16

24 identicon

Það verða allir búnir að gleyma þessu eftir viku

DoctorE (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 23:37

25 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Við sem búum út á landi höfum séð ýmislegt. Sjómenn að selja kvóta og hafa fengið margar milljónir fyrir. Þessir menn lifa á rentunum. Hef alltaf verið ósátt við kvótakerfið. Halldór Ásgrímsson átti mikilla hagsmuna að gæta þó hann kæmi fram í sjónvarpi og væri að láta skína í að þetta væri ekki mikið. Það var grein í Mannlíf 24 júlí sl. Greinin heitir: "Kvóti Alla ríka til London." Tveir synir Alla seldu sinn hlut í fyrirtækinu fyrir 3.500 milljónir. Þeir lifa í vellystingum í London segir blaðamaður. Björk dóttir Alla og Þorsteinn maður hennar hafa róið lífróður til að bjarga málum en því miður veit ég ekki hvernig gengur. Sorglegt mál.  Alli og Lauga eru vinafólk okkar. Alli og Kiddi bróðir hans voru hér á fyrri síldarárum og ráku fyrirtækið Auðbjörgu bæði hér og á Eskifirði. Þá fékk ég að spreyta mig við að salta síld 7-8 ára gömul. Á meðan þær fljótustu voru með 20 tunnur var ég með 2  Frændi okkar gerir oft at í pabba en hann er líka kallaður Alli og hann bætir við Alli fátæki  Burtu með þennan klíkukvóta sem er að rústa litlu bæjarfélögunum um allt land.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.1.2008 kl. 23:59

26 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Það ber að fagna þessu.

ENNNNNNN,já og en. Ég hef aldrei  á minni ÆVI séð Íslenska Ríkisstjórn sem virðir annað en það sem henni hentar og á ég ekki von um að það breytist.

Það er eitthvað undirliggjandi ferli í okkar Ríkisstjórnum sem gerir það að þær fara sínu fram,það er að segja það sem hentar þeim og ÞEIRRA!Sjáðu Ráðherrana nú ganga þeir í FRAMHJÁ RÁÐNIGNA-VÍMU.SEGJANDI öllum sem hlusta vilja.Það er ég sem RÆÐ.

ER það skilið.Nefndir ,til hvers erum við að halda úti RÁÐGJAFANEFNDUM ef að Ráðherrar taka ekkert mark á þeim .í Fyrsta lagi er þá um BRUÐL að ræða.Og í öðrulagi þessir menn(Ráðherrar) eru EINRÆÐISHERRAR í ÍSLENSKRI ACTION!Hver ætlar að trúa þeim til Góðra verka .EKKI ég,allavega ekki fyrr en ég sé einhverjar  áþreifanlegar breytingar.Og áður en kemur að því þá held ég að þessir forkólfar þurfi LÆKNISHJÁLP.

Gott í bili.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 00:24

27 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Auðvitað er kvótakerfið heimskulegt og siðlaust um það ætti ekki að þurfa að deila. Mér finnst afur á móti aumt að segja núna að þessi úrskurður sé ekki bindani fyrir okkur. Eru Íslendingar ekki í SÞ? Skrifuðu Íslendingar ekki undir mannréttindasáttmálann á sínum tíma? Og tók ríkisstjórnin ekki til varna í málinu án þess að efast um lögmæti dómstólsins? Því miður óttast ég að margir kjósendur verði búnir að gleyma þessu fyrir næstu kosningar.

Sigurður Þórðarson, 12.1.2008 kl. 06:26

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mannréttindasamningur Sameinuðu þjóðanna heitir reyndar réttu nafni alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Hann var samþykktur samhljóða á Alþingi sem ályktun árið 1979 og ríkisstjórninni heimilað að fullgilda hann í framhaldinu. Í því felst að bæði ríkisstjórn og Alþingi hafa lýst yfir stuðningi við efnisatriði samningsins og heitið að vinna að því uppfylla ákvæði hans. Í 2. grein samningsins er skýrt kveðið á um skyldur ríkisins til þess að ábyrgjast öllum þegnum sínum þau réttindi sem í honum eru og að gera nauðsynlegar ráðstafanir með lögum eða öðrum ráðstöfnunum til þess að réttindunum sé framfylgt. Ríkið ábyrgist líka að hver maður sem brotið hefur verið á fái raunhæfar úrbætur eða að hver maður sem krefst slíkra úrbóta fái rétt sinn ákveðin af lögbæru yfirvaldi ( svo sem löggjafarvaldi eða dómsvaldi).

Sigurður Þórðarson, 12.1.2008 kl. 06:38

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Bananalýðveldisstimpillinn virðist enn einu sinni kominn á landið.

Það er svo mikið í húfi hjá kvótakóngum að ég er ansi hrædd um að þeir hafi eitthvað af pólitíkusum og lögspekingum í vasa sínum.

Veit ekkert um mútur eða slíkt, en er ekki fædd í gær.

Fatta engan veginn hvernig hægt er að réttlæta kvótakerfið og það er náttúrulega þrælókristilegt .. og erum við ekki kristin þjóð - a.m.k. að nafninu til ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.1.2008 kl. 11:21

30 identicon

Man eftir laginu - förum á sjóinn, förum á sjóinn - en hvað það er ánægjulegt að raula það núna

Er ekki bara að fara út að veiða?

ee (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 12:08

31 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Lítð á þetta:  http://www.xf.is/Default.asp?sid_id=29731&tId=2&fre_id=56571&meira=1 

Sigurður Þórðarson, 12.1.2008 kl. 13:53

32 identicon

Ég er einn af þeim sem byrjaði ungur á sjó,15 ára var ég kominn á síðutogara og fór svo  í stýrimannaskólann.Gekk allt vel þangað til daginn eftir að útgerðarmenn gátu byrjað að veðsetja kvótann og líta á hann sem sína eign eins og ég kalla þennan tímapunkt þegar útgerðamenn tóku samningana og rifu þá og hentu út um gluggann.

þetta var um 1990 og vegna þess hvernig ég er gerður og á illa með að sætta mig við óréttlæti þá gat ég ekki hugsað mér að starfa áfram sem réttindalaus þræll hjá þessari útgerð þrátt fyrir að skipið sem ég var stýrimaður á væri eitt af betri plássum á Íslandi á þessum tíma.

Framkvæmdastjóri útgerðarinnar hótaði mér öllu illu og oft hvarflaði að mér eftir þetta að útgereirðir á Íslandi hefðu svartan lista gangandi sín á milli því illa gekk mér að fá pláss eftir að ég kom suður og fór að kíkja í kringum mig þrátt fyrir góða reynslu.Ég var þrælvanur bæði á dekki og í brú. Til að bjarga mér fór ég að gera út smábáta kvótalaus að sjálfsögðu og gekk á ýmsu með það.Flutti svo úr landi í nokkur ár og starfaði sem stýrimaður og skipstóri á erlendum togurum enn kom heim fyrir tveim árum og keypti mér bát sem ég hef gert út kvóta lausan fyrir smápening síðan. Það er því óhætt að segja að þetta álit mannréttindanefndar SÞ. séu gleðifrétti fyrir mig eins og svo marga aðra. Smá upprifjun.Man fólk eftir því þegar Halldór Ásgrímsson færði pokalínuna svokölluðu suður fyrir Stokksnes með einu pennastriki þannig að Hornafjörður var kominn á norðursvæðið.Einn togari naut góðs af því og aðeins einn og var það Þórhallur Daníelsson SF í eiga föður Halldórs og fékk hann þorsk kvóta í stað karfa kvóta fyrir vikið. Um 2000 tonn að mig minnir að vermætti í dag um 7 milljarðar.

Nonni (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 16:13

33 Smámynd: Linda

og hvað ætlar fólk að tuða um þetta hér inni, eða ætlar fólk að fara etja til mótmæla??

Fólk fær nákvæmlega engum breytt nema með aðgerðum, hér þarf kröfugöngu og ekkert annað, Kröfugöngu  vegna Kvótans og Íslenskra sjávarplássa, hingað og lengra, kvótann sinn stað og burt með bananalýðveldi!!!  Töku blað úr bók þeirra sem mótmæla á meginlandinu, hættum að láta sparka í okkur, og förum að sparka til baka (engan villimannaskpa samt.)

Linda, 12.1.2008 kl. 16:48

34 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tveir af hverjum þremur kjósendum báðu um þennan skít sem verið er að kasta framan í okkur, með því að kjósa þessa tvo flokka.

Er nokkuð um annað að velja en bíða í 3 ár og kjósa síðan sama liðið yfir okkur aftur?

Theódór Norðkvist, 12.1.2008 kl. 17:02

35 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tek heilshugar undir með Lindu, höldum fund í Háskólabíó eða einhverjum álíka stað! Ég hitti Sægreifann gamla og hann var einmitt að tala um það sama. Finn á mér að núna verður eitthað af þessu!

Sigurður Þórðarson, 12.1.2008 kl. 18:25

36 identicon

Það er erfitt að berjast á móti þessu kvótakerfi vegna þess að fjölmiðlar allir eru hliðhollir óréttlætinu og þeir halda uppi öflugum vörnum til að viðhalda ósómanum. Ég öfunda stundum Frakka fyrir það að þeir láta ekki bjóða sér hvað sem er af stjórnvöldum, þeir hreinlega gera allt vitlaust ef þeim mislíkar eitthvað við aðgerðir stjórnvalda. Þess vegna er ég sammála Lindu að það eina sem getur fengið þessa menn til að hugsa sinn gang eru öflugar mótmælaaðgerðir. Ég er ekki að tala um að velta til bílum eða slíkt heldur að fólk rísi upp á afturlappirnar og láti í sér heyra.

Já það hlaut að koma að því að ég yrði sammála Guðsteini, gaman að því. 

Valsól (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 20:48

37 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Eins og oft áður er auðvelt að vera á móti. Og má það vera hluti á hjarðsálinni hjá okkur.

Ég get séð óréttlæti í kerfinu. En það þýðir ekki að það alsæmt.

En ég sé ekki neinar tillögur hér sem eru betri en núverandi kerfi, né hugmyndir sem samstaða næst um. Það ríkir ekki almen sátt um núverandi kerfi en verður nokkur tíman sátt um annað kerfi?

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 12.1.2008 kl. 21:03

38 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er gjörsamlega út í hött að verja kvótaeignarkerfið á þeim forsendum að ekki sé ljóst hvað komi í staðinn, fyrst það liggur fyrir að kerfið í núverandi mynd er brot á jafnræðisreglu og ákvæðum stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi.

Stjórnvöld sem hafa staðið vörð um þetta kerfi hljóta nú að vera skaðabótaskyld gagnvart þeim sem hefur verið meinað að sækja sjóinn.

Afsakanir LÍÚ-manna og fleiri um að þetta sé of flókið gagnvart þeim sem hafa keypt kvóta eru einskis virði. Þá áttu ráðamenn aldrei að setja þetta kerfi á.

Það er ljóst að uppskurður á kerfinu verður sársaukafullur, en því lengur sem það er dregið því erfiðara verður það. 

Theódór Norðkvist, 12.1.2008 kl. 21:29

39 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrisögnin er svolítið í anda Samhyggðar heitins.  Þetta væri þá í fyrsta skipti, sem SÞ gera byltingu í aðildarlandi.  En menn mega jú TRÚA því sem þeim líður best með hverju sinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2008 kl. 22:30

40 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum alþingismanna.

Mér sýnist einboðið að sjálfstæðismenn reyni allir sem einn að telja þjóðinni trú um að allar breytingar séu óhugsandi. Í stað þess að taka nú til við þá vinnu sem þessi úrskurður kallar á munu hinir sanntrúuðu æpa einum rómi:

Hvað viljið þið eiginlega gera! Þið hafið ekki bent á neinar lausnir, þetta er auðvitað ekki fullkomið en þó það besta sem við þekkjum!

Þennan söng erum við búin að heyra svo oft, enda þótt við þekkjum reyndar ekkert annað kerfi.

En nú reynir á stjórnarandstöðuna og þann hluta Samfylkingar sem hefur lýst sig andsnúinn ríkjandi ástandi. Síðan er það hlutverk okkar í grasrótinni að styðja við bakið á okkar mönnum á Alþingi.

Mikilvægt er líka að leysa upp tvíæringinn Hafró/LÍÚ. það er opinbert leyndarmál að aflaheimildum er haldið niðri til að hækka verð á kvóta og þjappa saman eignarhaldi sem í raun er þó andstætt lögum. 

Árni Gunnarsson, 12.1.2008 kl. 22:38

41 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sjáiði þetta!!!:

http://sigurjonth.blog.is/blog/sigurjonth/entry/413054/ 

Sigurður Þórðarson, 13.1.2008 kl. 00:36

42 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Jón Steinar    blessuð sé minning Samhyggðar

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.1.2008 kl. 11:24

43 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Góðan dag Nonni skrifar"Smá upprifjun.Man fólk eftir því þegar Halldór Ásgrímsson færði pokalínuna svokölluðu suður fyrir Stokksnes með einu pennastriki þannig að Hornafjörður var kominn á norðursvæðið.Einn togari naut góðs af því og aðeins einn og var það Þórhallur Daníelsson SF í eiga föður Halldórs og fékk hann þorsk kvóta í stað karfa kvóta fyrir vikið. Um 2000 tonn að mig minnir að vermætti í dag um 7 milljarðar". Já Nonni þetta og svo margt annað er ógleymanlegt. Á vísir.is kom frétt í morgun þar sem menn eru að sjálfsögðu að verja skítinn og eins og við er að búast eru hinir ýmsu snillingar tilkallaðir. Þessu svara ég á blogg síðu minn og færi röksemdir fyrir þessari upplognu þvælu sem notuð er, ef einhver hefur áhuga þá er hlekkurinn HÉR

Hallgrímur Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 13:54

44 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Friðrik Arngríms er búinn að koma sér upp sama grátsvipnum og forveri sinn Kristján Ragnarsson, það var alveg eins og hann væri mættur aftur þegar Friðrik fór með þuluna sína í sjónvarpinu í gær, svo líkir eru taktarnir og grátviprurnar.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.1.2008 kl. 14:15

45 identicon

I. kafli. Almenn ákvæði. 1. gr.

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.

Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Hvernig geta þessar setningar hafa farið framhjá ráðamönnum þjóðarinnar? 

Eða höfum við valið ólæsa, blinda, heilaskemmda inn á þing? Þá hefði verið hægt að skilja hvers vegna hlutirnir hafa þróast á þennan hátt.

En að vita til þess að kjörnir ábyrgðarmenn, fullt læsir og heilbrigðir á þann hátt hvað varðar skilning á íslensku máli, hæfni til að draga ályktanir og framkvæma eftir því, í sinni stöðu hafi hreinlega þróað samfélagið til einokunar og sérréttinda fyrir sig og sína. 

Hvernig í  stendur á því að við höfum valið fólk inn á þing sem hefur gjörsamlega brotið og virt til einskis þau skilaboð sem þessar setningar miðla?

Út með sjávarútvegsmálaráðherra ef hann sinnir ekki hag þjóðarinnar.

ee (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 01:20

46 identicon

Til Árna.

Vitna til orða þinna hér að ofan: "Ég spáði því að lögmannahirðin yrði kölluð út á neyðarvaktina og ég varð sannspár."

Heldurðu að hægt sé að hafa einhverja tölu á púkunum? Eða kannski þurfa þeir ekki að vera svo margir í þessu samhengi. Bara að skipa þeim fyrir.

ee (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 01:29

47 Smámynd: Linda

MySpace Comments

CommentBuddy  ahahhah ég varð að setja þetta inn hjá þér..eitthvað við þessa mynd minnir á þíg, hvað ætli það sé...knús krútt

Linda, 16.1.2008 kl. 20:59

48 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hvar fannstu svona fína mynd af manninum mínum Linda?

Annars er ég sammála umfjöllun hans um þetta, nema ég sjálf hef ekki enn mótað mér skoðun um það hvað skal kjósa næst.

Frá upphafi var ég mótfallin kvótakerfinu og leið manni þá eins og Landinu væri stýrt af einni stórri mafíu. Skildi ekki hvernig menn ætluðu að réttlæta þetta. Hví gat Ríkið ekki séð um að leigja út kvóta í stað þess að selja hann?

Nú verður ríkið að kaupa hann til baka og þá fer efnahagur landsmanna á hausinn, þ.e. ef Ríkið hyggst taka fyrir hann uppsett verð....

...En bíði við, hafa kvótakóngar ekki þegar makað krókinn nóg á kostnað landsmanna? Ætti ríkið ekki allavega að fá að kaupa kvótann á sama verði og hann fór á í denn, nema kannski reikna verðbólgutölur inn í þetta. Sleppa semsé öllu kjaftæði um markaðsvirði út fá framboði og eftirspurn. 

 Hægt væri að tryggja sumum leigu á kvóta ef þeir eru svo óheppnir að vera nýbúnir að kaupa hann á okur prís.

Eins væri hægt að ganga frá þessu þannig að ríkið leysti fyrst út bara hlut af kvóta hvers aðila um sig til að byrja með en næsta skref yrði tekið síðar. Þannig fengju bæði ríkið og kvótaeigendur meira rúm til að jafna sig á þessu raski. Síðan ætti leigan á kvótanum, sem færi til ríkisins, fljótt að ná að jafna og leiðrétta til baka þann tímabundna fjárhags eða efnahagsskaða sem gæti af þessu orðið.

Þetta yrði auðvitað að reikna út til þaula og skoða hvernig hægt yrði að leysa án mikilla efnahagslegra áfalla.

Legg ég til að fleiri komi með einhverjar almennilegar tillögur um það hvernig hægt væri að láta Ríkið kaupa kvótann til baka án þess að setja efnahag þjóðarinnar á hausinn. Mér finnst mig skorta hér þekkingu til, en legg þó til ofannefnda tillögu, sem eflaust er ekki alskotheld.

Mér finnst þetta mál snerta taug í hjörtum allra landsmanna. Ég held að þeir sem ekki eiga þarna hagsmuna að gæta vildu flestir breyta þessu til baka. Hér er ekki hrein fylgni á milli flokka sem kosnir voru og þessa staka liðar. Fólk kýs oft sinn flokk af öðrum ástæðum (og sumir því miður af vana). Margir sem kosið hafa Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn eru ekki hrifnir af kvótakerfi þeirra.

Þetta hefði þurft að vera lýðræðislegt kosningamál á sínum tíma. Annað er í reynd bara þjófnaður! Reyndar finnst mér að allt sem varði okkar sameiginlegu auðlindir hljóti landsmenn að fá að kjósa um. Við erum jú eigendurnir saman, ekki satt? Eða viljum við fara aftur til tímans rétt eftir siðbót, þegar Danirnir seldu allar auðlindir okkar á leigu og við fengum engar tekjur af þeim sjálf. Með því finnst mér sem við séum eins og að selja burtu hluta af þjóðarsál okkar og sjálfstæðissögu?

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.1.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband