Það drynur neðarlega í UPPtyppingum

Ég stóðst ekki mátið! Þessi frétt og nafnavalið á þessum stað eru hreint frábærar! Tounge

Í fréttinni STENDUR:

Skjálftahrinur hafa komið  við Upptyppinga öðru hvoru frá því  í lok febrúar sl. og hafa jarðeðlisfræðingar sagt að þær stafi líklega af kvikuhreyfingum í neðri hluta jarðskorpunnar.

En ekki hvað? Ég veit að allir karlmenn skilja hvað ég meina, við berjumst jú allir við upptyppinga annars lagið! LoL Hvað kemur þá næst? Lesum við um snjóflóð í brjóstagjá kannski?  Wink


mbl.is Skjálftavirkni við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Huh. Og þú kallar þig kristinn

Flower, 9.12.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: Vendetta

Er það þá álit þitt, Flower, að kristið fólk eigi ekki að hafa neinar kynferðislegar hugsanir í hausnum? Er það ekki til einum of mikils mælzt? Eða eiga hinir kristnu að hugsa um dauða og pínu, meðan börnin komast undir og að öðru leyti lifa í skírlífi? Ef svo er, þá held ég frekar að tæknifrjóvgun væri lausnin.

Vendetta, 9.12.2007 kl. 17:09

3 Smámynd: Flower

Vendetta, Guðsteinn þekkir mig örugglega nógu vel til fatta að þetta er djók og ég er ekki hneyksluð né tepra hehehe. Hélt að þú værir farinn að sjá það líka, ef svo væri ætti ég erfitt með að eiga bloggvin eins og þig

Flower, 9.12.2007 kl. 17:20

4 Smámynd: Vendetta

Að mínu áliti ættu allir að stunda kynsvall sér til nautnar og ánægju, sama hverra trúar þeir eru. Hvar sem er, hvenær sem er. Til að fá eitthvað út úr lífinu. Því að þegar maður er dauður, þá er allt búið.

Púrítanismi er mér ekki að skapi, sem þú hefur kannski uppgötvað.

Vendetta, 9.12.2007 kl. 17:24

5 Smámynd: Vendetta

Jájá, Flower, ég vissi alveg, að þú værir að grínast. Enda voru þetta bara nálastungur hjá mér.

Vendetta, 9.12.2007 kl. 17:26

6 Smámynd: Flower

Og bara svo að það sé á hreinu tel ég kynlíf mjög heilbrigt fyrirbrigði. Og ást manns og konu er gjöf frá Guði og á að njóta þó að því miður sé það ekki alltaf. Ég er það gamaldags að ég tel það bara eiga heima í hjónabandi en er ekki tepra varðandi það þar sem það er jú ein af frumkvötum okkar. Og það er vissulega gjöf að það sé gott að stunda það því að annars hefði fjölgun mannkyns gengið eitthvað hægt

Flower, 9.12.2007 kl. 17:30

7 Smámynd: Vendetta

Já, satt segirðu.

Vendetta, 9.12.2007 kl. 17:40

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Það er aldeilis upp á þér typpið" núna.

Sigurður Þórðarson, 9.12.2007 kl. 19:56

9 Smámynd: Fjóla Æ.

Múhahaha  þessi var til þess að ég er farin að fylgjast stíft með síðu Veðurstofunnar.

En ertu annars ekki í bloggfríi eða varstu bara að gabba okkur?

Fjóla Æ., 9.12.2007 kl. 22:20

10 identicon

Sælt veri fólkið.

Hér er mikið fjör. Það stendur nú í Biblíunni í 1. Mós.9.1. Guð blessaði Nóa og sonu hans og sagði við þá: "Verið frjósamir, margfaldist og uppfyllið jörðina." Gangi ykkur vel. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:55

11 identicon

KYNSVALL Í  UPPTYPPINGUM, MEÐ BRÓSTGÓÐRI OFURKONU Í OFUR AFBRIGÐILEGRI FANTASÍU, ÁÐUR EN ALLT TEKUR ENDA.  ÚFFF.

ÉG held, að svona umræða, hvorki betrumbæti eða skemmi eitt né neitt.   Hvar eru þær hugsanir sem            ALDREI FARA Á PRENT. LIFIÐ HEIL--STEYPT.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 02:49

12 Smámynd: Ásgerður

Ásgerður , 10.12.2007 kl. 09:40

13 identicon

Hæ. Stundum hefur nú verið talað um að fara á skjálftavaktina þegar fólk er nýgift.  Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 09:48

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég veit ekki hvað skal segja .. jú ég á að vera í bloggfríi ....

En takk fyrir athugasemdirnar allir! Og Guð blessi ykkur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.12.2007 kl. 14:58

15 Smámynd: Linda

1. Haukur er lúmskur humoristi af Guð náð.

    2.Hann kann ekki að fara í bloggfrí

   3. knús

Linda, 10.12.2007 kl. 18:26

16 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Er þetta ekki að gera úlfalda úr mýflugu??? HA!

en bloggið er flott og ber höfundinum merki óskaplegar kímnigáfu.               

Gangið á guðs vegum. 

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 10.12.2007 kl. 22:07

17 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Góður

Jens Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 15:15

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

erum við ekki bara kát??? allir er'að gera það gott nema ég sungu þeir í Ríó Tríó í den.  Við erum vonandi öll að gera það þokkalega gott.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2007 kl. 00:06

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jú hér er allt í ljúfri löð Ásdís. Gunnari og Jens þakka ég innilega innlitið og athugasemdir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.12.2007 kl. 11:13

20 Smámynd: halkatla

þetta er lúmskt klámfengið og ég ætla svo sannarlega ekki að ræða Upptyppinga neitt nánar, því ég kann mér hóf annað en sumir, ha humm , en hérna, ég held að Linda og Gunnar Helgi séu þau einu sem kunni að fara í almennileg bloggfrí...

halkatla, 14.12.2007 kl. 01:27

21 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það mætti vera meiri reisn yfir umræðunni.

Theódór Norðkvist, 14.12.2007 kl. 10:06

22 identicon

Sæll Guðsteinn

Kári kvennagull  úr Hafnarfirði, sem hafði verið kvenhollur mjög um ævina, kvaddi lystisemdir þessa heims og barði á hlið himnaríkis. "Hver er það?" spurði Lykla-Pétur. Kári sagði til sín og Pétur leit yfir hans "lífsins bók." "Bíddu aðeins góði," sagði Pétur og hvarf honum. Kári beið langa stund, var orðinn óþolinmóður þegar hinn kom aftur og spurði snúðugt hvað hvað tafið hefði. "Ég var bara að koma henni Hallgerði langbrók  í rúmið og læsa að henni áður en ég hleypti þér inn," svaraði Pétur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 588283

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband