Er einhver hissa á að Kalli sé pirraður?

Allt tekið af heimsíðu siðmenntar og úr stefnuskrá þeirra:
 
Þar stendur:

1. Afnema þarf lög um guðlast
Í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir:

Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum].1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.

Hmmm ... ég sé ekki tilganginn með afnema þetta, þarna eru þeir að bjóða hættunni heim. Í þessum lagadálk eru ÖLL trúfélög (lögleg) vernduð, þar á meðal þeir sjálfir. Þetta heitir að skjóta sig í fótinn!

Áfram halda þeir:

Trúarleg innræting eða ,,siðferðiskennsla" tengd ákveðnum trúarbrögðum ætti aldrei að eiga sér stað í opinberum skólum eins og dæmin sanna því miður að nú er gert. Hér er gefið í skyn að umburðarlyndi, lýðræði og siðferði séu sérstaklega kristileg fyrirbæri. Það er auðvitað ekki rétt. Erfitt getur verið fyrir þá sem ekki eru kristnir (trúlausir eða annarrar trúar) að hlusta á og sætta sig við slíkan boðskap í ríkisreknum skólum.

Þarna eiga þeir sennilega við vinaleið þjóðkirkjunnar, og verð ég að játa að ég er sammála að vissu leiti Siðmenntarmönnum, ég er jú sammála innihaldi vinaleiðarinnar, en ekki framkvæmd hennar. En það breytir því ekki að trúarbragðasaga/kristinfræði er og verður aldrei 'trúboð'. Þetta er almennur skyldu áfangi sem öll verða að taka.

Því þeir halda áfram á sama stað og segja:

Í sömu námsskrá kemur fram að nemendur eigi að gera sér:

...grein fyrir því hvaða þýðingu krossdauði Jesú og upprisutrúin hefur fyrir kristna einstaklinga andspænis dauðanum og þá von sem henni tengist.

Á að kenna þetta í skólum? Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir trúlausa og þá sem eru annarar trúar?

Samkvæmt námsskrá er tilgangur kristnifræðslunnar:

 [efla] trúarlegan... þroska [nemenda]

Í námsskrá grunnskólans kemur fram að kenna eigi börnum bænir og sálma auk þess sem því er haldið blákalt fram að ýmsar goðsögur kristinnar trúar, þ.m.t. að meyfæðing og upprisa Jesú, séu sagnfræðilegar staðreyndir.

Ömmm ... kemur þetta svona á óvart að krossdauði Jesú er kennt? Við búum í kristnu samfélagi og ekkert er óeðlilegt við það, þeir sem eru annarar skoðunnar hafa gott að því að vita hver skoðun megin hluta landsmanna er.

Þeir segja svo áfram:
Mörg dæmi eru um að heilu skóladögunum sé eytt í að kenna börnum að semja og fara með kristnar bænir og stundum kemur fyrir að farið er með börn í messur á skólatíma og þá jafnvel án leyfis foreldra.
Jafnframt kemur fyrir að fermingarfræðslunni svokölluðu sé komið fyrir inni í miðri stundaskrá nemenda þannig að ferming lítur út fyrir að vera hluti af eðlilegu skólastarfi. Til að mynda eru farnar dagsferðir með krakkana á skólatíma fyrir fermingarfræðslu. Þetta er bæði óréttlátt og líklegast brot á grunnskólalögum sem kveða á um fjölda kennsludaga.

Þetta er nú það sem menntamálaráðherra var að leiðrétta um daginn, fermingarfræðslan er ekki hluti af skólastarfi og hefur aldrei verið. Þetta vita kirkjunnarmenn mæta vel og finnst mér þessi gagnrýni hálf kjánaleg. Sérstaklega í ljósi þess að þeim finnst allt í lagi að fá frí vegna íþróttaviðburða, skólaferðalaga og annara hluta sem eru hluti af 'stundaskrá' nemenda og kemur niður á fjölda kennsludaga. Ótrúlegt alveg.

Svo níðast þeir á ríkisútvarpinu:

Eðlilegt er að fjölmiðill í eigu almennings gæti fyllsta hlutleysis. Þetta á ekki síst við þegar fjallað er um trúarbrögð. Því er ekki viðeigandi að á dagskrá ríkisfjölmiðils sé predikun eða annar einhliða trúaráróður. Því er mælst til að allt trúboð verði tekið af dagskrá ríkisfjölmiðla. Sérstaklega eru gerðar athugasemdir við trúarboðskap í ýmsum barnaþáttum á vegum Ríkisútvarpsins. Trúaruppeldi á alfarið að vera á ábyrgð foreldra en ekki ríkisins.

Ja hérna, þarna fór Jólamessan! Ég bendi á að það eru til trúaðir sem hreinlega komast ekki í messu, kannski vegna heilsu eða staðsetningu. Eiga þeir þá ekki rétt á að heyra messunni útvarpað þegar þau engan veginn komast á staðinn? Ef menn eru svona viðkvæmir þá er til: "Off" takki á útvarpinu, eða jafnvel skipta um stöð. Mér finnst þetta halllærislegt barráttumál að þeirra hálfu.

Eins vilja þeir banna þingmönnum að sækja messu þegar þing er sett. Þeir segja:

Alþingi allra Íslendinga hefst með messu og bænagjörð
Það er ekki hlutverk alþingismanna að hlusta á predikanir um gildi kristninnar og fara með bænir. Alþingi á að vera veraldleg stofnun en ekki kirkjuleg. Þeim sem ekki tilheyra kristnum trúarbrögðum líður stundum eins og annars flokks þegnum. Er þetta ein ástæðan. Það er nánast gefið í skyn að þingmenn geti ekki verið annarrar trúar eða trúleysingjar.


Ég held að alþingismenn hafi gott af því að það sé predikað og beðið fyrir þeim miðað við verk sumra þeirra Tounge. Og ef þeir eru eitthvað óssáttir, hver er að pína þá til að mæta? Er einhver að merkja í kladdann hjá þeim? Seinast þegar ég tékkaði er að geta VALIÐ frelsi, og finnst mér að þeir séu að fjarlægja það val.

Svona má halda lengi áfram, er þá einhver hissa á að Kalli biskup sé pirraður útí þetta fólk?

Og því til rökstuðnings birti ég tvær nýlegar kannanir um trúmál íslendinga. Spurningarnar í þeim eru sitt hvorar og öðruvísi en byggir á sama grundvallarniðurstöðu að meirihlutinn er sáttur við siðinn í landinu.

 

Ég birti hér tvær kannanir sem birta ótvírætt vilja þjóðarinnar og skoðun:


Á að afnema siðferðisregluna um kristilegt siðgæði úr grunnskólalögum?      
 
Nei: 8206 atkvæði eða 90.3%    
 
Já: 868 atkvæði eða 9.6%    
 
Hlutlaus: 9 atkvæði eða 0.1%    

Fjöldi kjósenda:

 :  9083

Fyrst kosið:

 :  föstudagur, 30 nóvember 2007 11:58

Síðast kosið:

 :  mánudagur, 03 desember 2007 09:40

Smella hér fyrir heimild

Og einnig:

Hér er svo önnur könnun sem fréttablaðið stóð fyrir:

Ert þú fylgjandi trúarlegu starfi presta í leikskólum?

Já 61,8%

Nei 38,2%

Fréttablaðið, laugardagur 1. des. 2007 - Smella hér fyrir heimild

Það sem ég meina að það er skýrt hver meirihlutinn er, og er kristni ekki á undanhaldi sem betur fer.

(Þetta var nú meira bloggfríið hjá mér! ) W00t


mbl.is Krefjast afsökunarbeiðni frá biskupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko mannréttindi byggjast ekki á vilja meirihluta, með sömu rökum geta menn sagt að islamistar brjóti ekki mannréttindi því meirihluti sé fyrir því sem þeir gera.
Kristni mun láta undan ef menn breyta ekki rétt og sjá bara sína leið, menn hafa tækifæri á að gera þessa hluti í á réttan máta eða fara alla leið fyrir mannréttindadómstól þar sem þetta verður dæmt ólöglegt og mun koma óorði á kristni.
Hvernig sem á málið er horft þá er ekki hægt að færa rök fyrir þjóðkirkju né trúboði í skólum, þeir sem segja annað eru einfaldlega blindaðir af eigin skoðun og þörfum og þar lýsir ljós sundrungar en ekki samstöðu þjóðar

DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Mofi

Góð grein hjá þér Haukur. Siðmennt í sinni stefnuskrá virðist ekki vilja sjá nein merki um kristni í þjóðfélaginu og auðvitað finnst biskupnum það vera ekkert nema frekja. Kristni er stór hluti af okkar menningu og sögu og það sem stór hluti samfélagsins aðhyllist og ekki líðræðislegt að einhver minnihluti neyði stórann hluta þjóðfélagsins í einhvers konar felur.

Skoðanir guðleysingja heyrast á RUV, á þá ekki að banna það þar sem mjög margir eru ósammála þeirra boðskap? Ef skoðanir guðleysingja mega heyrast afhverju mega þá ekki skoðanir kristna heyrast og t.d. vera með jólamessu á aðfangadag?

Ég er sammála Siðmennt að trúboð á ekki heima í skólum, hvort sem um ræðir guðleysis darwinisma eða kristni. En það er varla hægt að komast hjá því að í kristnu samfélagi að þá blandast kristni við skólastarfið að einhverju leiti. Vottar Jehóva vilja ekki taka þátt í litlu jólum ( eins hálfvitalegt og það er af þeim! ) og þeir bara gera eitthvað annað og hið sama gera líklegast einhverjir guðleysingjar og hvað með það? Það eru alls konar viðburðir í skólum þar sem krakkar geta ekki tekið þátt í og þannig bara er það.

Fínt grein Haukur

Mofi, 5.12.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mofi/Halldór takk innilega fyrir þitt innlegg.

Dokksi, hvað ertu að tala um? Þú veist vel að ég er ekki hlynntur vinaleiðinni, LESTU greinina. Eina sem ég er að fara fram á  er að láta almenna áfanga í kennslu í friði. Það er allt og sumt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 11:33

4 identicon

úfff... svo margt sem hljómar vitlaust í þessari grein að ég veit varla hvar á að byrja, en ætli ég reyni ekki bara að fara í röð.

Tilgangurinn með að afnema lög um guðlast, er að koma í veg fyrir að trúarfélög hafi einhver sérréttindi yfir aðra hópa, sem mér finnst helvítið góð ástæða. ekki viltu að það sé bannað að segja eitthvað sem getur móðgað stjórmálaflokka eða sjómenn. jafnrétti á að vera fyrir alla.

"trúarbragðasaga/kristinfræði er og verður aldrei 'trúboð'. Þetta er almennur skyldu áfangi sem öll verða að taka." það er satt að þetta sé skylduáfangi, en spurningin er ekki hvort hann sé það, heldur hvort það sé réttlætanlegt að hann sé það. auk þess þykir mér nokkuð greinilegt að það SÉ trúboð. trúarbragðafræði er áfangi sem er kenndur í skólum og ég er mjög hlyntur, því þar er farið með hlutlaust mál og staðreyndir þar sem rætt er um hefðir og trúr hinna og þessa trúarbragða, en nokkrum árum fyrr er aftur á móti kennd kristinfræði sem er ekkert nema trúboð. þar er eins og þau hjá siðment segja verið að segja sögur, ekki með yfirskriftinni "þessu trúa kristnir" heldur sem sannleik. það væri allt eins hægt að segja nemendum beint út að jörðin hefði orðið til samkvæmt ásatrú og að þrumur séu Þór að ríða um himininn. Þú talar um að fólk eigi að vita hver trú meirihluta landsmanna sé, en það fær fólk að vita í trúarbragðafræði.

mér finnst ekkert að því að jólamessu sé útvarpað, en svo þegar það kemur að þingmönnum, þá er þeim hvergi bannað að fara til kirkju. aftur á móti er ekki viðeigandi að það sé sérstök athöfn í byrjun þings þar sem farið er til kirkju. ef þingmenn vilja fara til kirkju geta þeir gert það á sínum eigin tíma, og að sama skapi geta foreldrar farið með börn sín í kirkju sjálfir ef þeim er svo umhugað að börn þeirra trúi á kristnar sögur og boðskap. Sé kristni jafn ríkjandi og biskup vill halda hlítur hún að halda velli jafnvel ef fólk upplifir hana bara af fúsum vilja.

það sem siðment er að predika er ekki neitt bann við trú, heldur bara breitingar sem valdi því að trú komi bara inn á þá sem vilja hana í stað þess að henni sé þröngvað upp á þá. ekki viltu að farið sé með skólakrakka í fundarsal þar sem predikað sé yfir þeim um að gvuð sé ekki til og að kirkjan hafi verið stærstu glæpasamtök sögunar, þannig að ekki ætlast til að allir vilji að það sé predikað um gvuð og jésú heldur.

Smári R

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:06

5 Smámynd: Flower

Næst verður örugglega farið fram á að reistir verði múrar í kring um kirkjur svo að siðmennt og vantrú þurfi ekki að vera minntir á trú. Og þá er næsta skref að banna að minnast á Guð á almannafæri og svo framvegis.

Nei það er ómöglegt að gera allt það sem siðmennt fer fram á án þess að mannréttindi einhverja skerðist. Hversu langt á að ganga í þá átt? 

Flower, 5.12.2007 kl. 12:08

6 identicon

Þú talaðir líka um vilja þjóðarinnar og ég lagði út frá því, thats all

DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:08

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Flower. Já hvað gera þeir næst? úfff....

Dokksi, ég talaði út vilja þjóðarinnar með þessum tilvísunum í kannanir og bendi á að meirihlutinn er sáttur við kristni, það er allt og sumt. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 12:13

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já. Það er margt skrafað.

Sigurður Þórðarson, 5.12.2007 kl. 12:26

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Smári R,

Þú segir:
Tilgangurinn með að afnema lög um guðlast, er að koma í veg fyrir að trúarfélög hafi einhver sérréttindi yfir aðra hópa, sem mér finnst helvítið góð ástæða. ekki viltu að það sé bannað að segja eitthvað sem getur móðgað stjórmálaflokka eða sjómenn. jafnrétti á að vera fyrir alla.

Fór það framhjá þér það sem sé hvað íslendingar trúa á eða hvað? Og ert virkilega hissa á því að þetta sé bundið í lög. Þetta er til verndar ALLRA trúfélaga þar á meðal félag eins og siðmennt.

"trúarbragðasaga/kristinfræði er og verður aldrei 'trúboð'. Þetta er almennur skyldu áfangi sem öll verða að taka." það er satt að þetta sé skylduáfangi, en spurningin er ekki hvort hann sé það, heldur hvort það sé réttlætanlegt að hann sé það. auk þess þykir mér nokkuð greinilegt að það SÉ trúboð. trúarbragðafræði er áfangi sem er kenndur í skólum og ég er mjög hlyntur, því þar er farið með hlutlaust mál og staðreyndir þar sem rætt er um hefðir og trúr hinna og þessa trúarbragða, en nokkrum árum fyrr er aftur á móti kennd kristinfræði sem er ekkert nema trúboð. þar er eins og þau hjá siðment segja verið að segja sögur, ekki með yfirskriftinni "þessu trúa kristnir" heldur sem sannleik. það væri allt eins hægt að segja nemendum beint út að jörðin hefði orðið til samkvæmt ásatrú og að þrumur séu Þór að ríða um himininn. Þú talar um að fólk eigi að vita hver trú meirihluta landsmanna sé, en það fær fólk að vita í trúarbragðafræði.

Það er það sem ég er að segja!!! í almennri kennslu er ekkert trúboð, því það eru venjulegir kennarar sem sjá um hana og er þeirra hlutverk að FRÆÐA án þess að vera hlutdrægir, ég treysti að minnsta kosti flestum kennurum fyrir því. En takk fyrir að staðfesta orð mín um öfgar ykkar.

mér finnst ekkert að því að jólamessu sé útvarpað, en svo þegar það kemur að þingmönnum, þá er þeim hvergi bannað að fara til kirkju. aftur á móti er ekki viðeigandi að það sé sérstök athöfn í byrjun þings þar sem farið er til kirkju. ef þingmenn vilja fara til kirkju geta þeir gert það á sínum eigin tíma, og að sama skapi geta foreldrar farið með börn sín í kirkju sjálfir ef þeim er svo umhugað að börn þeirra trúi á kristnar sögur og boðskap. Sé kristni jafn ríkjandi og biskup vill halda hlítur hún að halda velli jafnvel ef fólk upplifir hana bara af fúsum vilja.

Þess vegna benti ég VALIÐ sem þeir hafa í gerin minni, lesa greinina takk áður en þú ásakar mig um að vera vitlaus sem mér sýnist koma úr hörðustu átt.

það sem siðment er að predika er ekki neitt bann við trú, heldur bara breitingar sem valdi því að trú komi bara inn á þá sem vilja hana í stað þess að henni sé þröngvað upp á þá. ekki viltu að farið sé með skólakrakka í fundarsal þar sem predikað sé yfir þeim um að gvuð sé ekki til og að kirkjan hafi verið stærstu glæpasamtök sögunar, þannig að ekki ætlast til að allir vilji að það sé predikað um Guð og Jésú heldur.

Er sem sé trúarbragðasaga svona geysilega mikið trúboð? Ég veit ekki betur en það séu kennd flest trúarbrögð þar, auk þess er kristni hluti af sögu okkar íslendinga, hvort sem þér líkar betur eða verr. Ég sé bara ekki trúboðið í þessu, það gildir öðru um vinaleiðina, sem er klárt trúboð.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 12:33

10 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Velkominn úr bloggfríinu enda of mikið um málefni af þínu tagi,svo þú verður bara að skipulegga þig vel svo þú getir sinnt öllu kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.12.2007 kl. 12:35

11 identicon

Sælt veri fólkið.

 

Smá Biblíulestur fyrir Guðstein og Docktor E.

 

Fyrir Guðstein sem fór í bloggfrí en Drottinn gaf honum bæði nýjan kraft og tíma til að blogga. Jesaja 40.29-31. Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa. Ungir menn þreytast og lýjast og æskumenn hníga, en þeir, sem vona á Drottinn, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.

 

Fyrir Docktor E. Esekíel 36.26-27. Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og  gefa yður hjarta af holdi. Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst og koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setninga mína og breytið eftir þeim. Amen = verði svo.

 

Fyrir Docktor E. og einnig fyrir okkur öll: Sefanía 3.9. Yfirskrift kaflans: “Guð snýr við hag þjóðanna.” Já þá mun ég gefa þjóðunum nýjar, hreinar varir, svo að þær ákalli allat nafn Drottins og þjóni honum einhuga. Hlakka til.

 

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:48

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Úlli.   ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 12:50

13 Smámynd: Egill Óskarsson

Guðsteinn, Siðmennt er ekki vernduð skv. guðlastslögunum því að félagið fær ekki skilgreiningu sem lífskoðunarfélag.

Egill Óskarsson, 5.12.2007 kl. 12:53

14 identicon

Glaður skal ég vera með steinhjarta ef það táknar að ég vilji sömu réttindi fyrir alla, bring me the stone heart & give it to the christians also, they really need it

DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:54

15 identicon

Sælt veri fólkið.

Sálmur 90.12 Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.  Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:59

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Egill, takk fyrir þær upplýsingar. Það hreinlega vissi ég ekki, en spái að það sé stutt í það.  ;)

Dokksi, eins og þú er ég að boða sömu réttindi fyrir alla, LESTU greinina takk.

Rósa, takk fyrir þín hvatningarorð. Þú ert yndi!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 13:11

17 identicon

:) ég var að leggja út frá orðum Rósu sem hún ætlaði mér.. :)
Ekkert að skamma þig karlinn minn

DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 13:17

18 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Guðsteinn, hér er "já eða nei" spurning fyrir þig:

Finnst þér að menn sem teikna skopmyndir af Jesú eigi að fara í fangelsi?

Ef þú ert fylgjandi lögunum um guðlast hlýtur svarið að vera já, því það er jú það sem þau segja beinum orðum.

Að gera grín að hlutum er eitt form tjáningar og við eigum ekki að gefa undanþágur frá tjáningarfrelsinu, eða verja ákveðnar skoðanir fyrir gagnrýni með lagasetningum. þessi lög eru einfaldlega úrelt.

takk fyrir mig.

Ari Björn Sigurðsson, 5.12.2007 kl. 13:22

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Allt í góðu Dokksi  ;)

Ari, 

Finnst þér að menn sem teikna skopmyndir af Jesú eigi að fara í fangelsi?

Nei.

Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum].1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.

Ekki vil ég kalla þau úreld, þar sem þau veita trúfélögum ákveðna vernd. En við búum á Íslandi og sum lög er alltaf hægt að beygja. Ég er ekki að samþykkja að bróta lög, en bendi á að það er hægt að beygja þau. Annars er þér velkomið að senda lögguna á mig, því ég hef stundum birt skopteikningar sem gera grín af trúnni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 13:46

20 identicon

Ekki veit ég hvenær öll þessi trúarbragðakennsla til jafnvægis við kristinfræðsluna á að hafa komið inn í grunnskólana, en svo mikið veit ég að það fór lítið fyrir henni á meðan ég var í grunnskóla, og ég er ekki nema 22 ára gömul svo það er stutt liðið síðan.

Mín reynsla af kristinfræðikennslunni var sú að það mætti vissulega flokka hana undir trúboð, allavega var hún engan veginn hlutlaus. Í barnaskóla vorum við nokkra vetur í röð látin lesa bækur sem mig minnir að hafi heitið Biblíusögur 1, 2 og 3. Okkur voru kenndar þessar sögur nánast eins og sagnfræði og látin eyða heilmiklum tíma í að útbúa vinnubækur um kristindóminn, látin teikna myndir af Jesú af krossinum og Jesú ríðandi á asna á pálmasunnudag. Ég á mitt hefti ennþá og það hefst einmitt á mynskreyttu faðirvori.

Þessi kristinfræðikennsla var ekki undir þeim formerkjum að fræða okkur um hvers eðlis kristin trú væri, eða þessar biblíusögur væru nokkuð sem þeir sem teldu sig kristna trúuðu á. Okkur var kennt að þetta hefði gerst, Rauðahafið hefði opnast, Jesú hefði fætt hungraða á litlum skammti af fiski og brauði osfrv.

Nokkrum árum síðar, þegar ég var komin í 7.bekk í gagnfræðaskóla fengum við okkar örlitla skerf af kennslu um önnur trúarbrögð. Það var 1 kennslustund í viku í einn vetur og fórum við í gegnum bókina Trúarbragðafræði, þar sem einn kafli var helgaður hverri trú s.s. Islam, Hindu og Gyðingdómi. Ég man að mér þótti efnið mjög áhugavert enda hafði varla verið minnst einu orði á þetta hin 7 árin af skylduskólagöngu minni fram að því.  Þessi eini vetur gerði lítið til að mæta þeirri forvitni og hafði afskaplega lítið vægi gegn áherslunni sem lögð var á kristinfræði fram að því.

Miðað við þessa reynslu mína held ég að það megi alveg gera skurk í trúarbragðafræðikennslu í grunnskólum.  Það er enginn að tala um að afneita þeirri staðreynd að kristni sé til, heldur að gera hana hlutlausa og jafnréttháa annarri trúarbragðakennslu í skólunum, sem hún er sannarlega ekki, og mér finnst það fullkomlega eðlileg krafa.

Foreldrum sem er svona mikið í mun að börnin þeirra læri um kristni gætu þá kannski verið duglegri að senda þau í sunnudagaskólann í staðinn eða kennt þeim sjálf um eigin trú, ég held það sé ekki til of mikils mælst. Mér sýnist líka á viðbrögðum margra sem vilja ríghalda í kristinfræði fyrir börn að þarna sé vettvangur fyrir mun blómlegra utanskóla starf á vegum kirkjunnar fyrir áhugasöm og trúuð börn, sem ekki hefur verið mikið um hingað til.

Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:13

21 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Það gleður mig að svarið er "Nei" og þessvegna ætla ég að sleppa því að senda á þig lögguna :)

Ef ég mætti aðeins benda þér á villu í rökfærslunni:

Það eitt að lög "verndi einhvern" er ekki réttlæting fyrir tilvist þeirra, það verða að vera málefnaleg rök fyrir því að viðkomandi þurfi vernd yfirleitt. 

Reyndar er ég sammála þér í því að sum lög eru beygjanleg í eðli sínu en þegar lög eru þannig að enginn tekur mark á þeim og enginn fer eftir þeim og þau eru beinlínis þverbrotin daglega af fólki sem ekki getur samt talist glæpamenn, þá er best að losa sig við lögin.  

Ari Björn Sigurðsson, 5.12.2007 kl. 14:16

22 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

trúarbragðasaga/kristinfræði er og verður aldrei 'trúboð'.

Láttu ekki svona :)  Ef námsefnið er einhliða og inniheldur meðal annars bænakennslu er það orðið 'trúboð'.

Ég hef verið að skoða námsefni dóttur minnar, kristinfræði fyrir annan bekk grunnskóla, og það er ekki boðlegt.  Það er ekki hlutlaus fræðsla um kristni heldur boðun.

Ég held það þyrfti að endurskrifa námsefni í "kristin fræði, trúarbragðabræði og siðfræði" og sjá til þess að aðrir en prestar komi einnig að gerð þess.

Taktu eftir að ég er ekki að fara fram á að hörð gagnrýni á trúarbrögð verði hluti af þessu námi, þó það mætti alveg færa rök fyrir að hún ætti heima þar enda gagngrýni á trúarbrögð jafn gömul trúarbrögðunum sjálfum.  Ég vil einungis að þetta efni sé hlutlaust og fræðilega unnið.

Svo er ekki að stærstum hluta í dag. 

Matthías Ásgeirsson, 5.12.2007 kl. 14:40

23 identicon

Það á einfaldlega ekki að vera nein sérstök vern fyrir trúfélög. þau eiga að hafa sömu réttindi og önnur félög óháð því hvort þau séu trúarlegs eðlis eða ekki.

Málið með kristinfræðina er það að hún er ekki hlutlaus því að NÁMSEFNIÐ er það ekki. þar er kennt frá sjónarhorni kristinna og mér finnst að ekki eigi að vera að kenna trúarbrögð sem staðreyndir. trúarbragðafræði er eitthvað sem siðment setur sig ekki upp á móti, því að það eru félagsvísindi, en kristinfræðsla er það ekki heldur áróður kirkjunar. endilega vertu nákvæmari ef þú vilt benda á öfgakennda hegðun hjá mér og segðu þá að minsta kosti hver hún er.

Valið sem þingmenn hafa ætti þá ekki að þurfa ákveðna reglubundna athöfn. ef þeir vilja fara í kirkju er það þeirra mál, en það ætti ekki að hafa neitt með Alþingi að gera. ég las greinina þína vel í gegn, og ef þú miskildir mig þá skilurðu vonandi hvað ég meina núna.

Þetta er orðið frekar endurtekið núna, en það virðist þurfa að hamra á því þar sem þú ert ekki að átta þig á muninum. Trúarbragðafræði er EKKI það sem siðmennt er að mótmæla. Trúarbragðafræði er áfangi þar sem fjallað er um öll helstu trúarbrögð heims, hverju fygjendur þeirra trúa, sögu þeirra og svo framvegis. þar læra krakkar um sögu kristnar trúar. Það er ALLT ANNAÐ en kristinfræði, þar sem kristinfræði fjallar einungis um kristna trú, og setur hana ekki fram á fræðilegann heldur trúarlegann hátt.

Kanski er ég klikkaður, en ég vill ekki að börnum þjóðarinnar sé skylda að læra að goðsagnir, hjátrú og ævintýri séu sannleikur.

meðan þú villt ekki að í skólum sé kennt að við búum á miðgarði og að regnboginn sé brú til ásgarðs skaltu ekki ætlast til þess að við efasemdarhyggjufólk vilji að kristna útgáfan á heiminum sé predikuð.

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:48

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Una, ég þakka kærlega fyrir góða og mjög málefnanlega athugasemd. Mér er ljúft að svara slíku þegar er svona vel að verki staðið þótt ósammála sé.

En varðandi þína reynslu sem ég er ekki rengja, þá er þetta greinilega misjanft eftir skólum. Ég er fósturfaðir 15 ára stráks og hjálpaði honum með kristinfræðina á sínum tíma. Og var ekki var við neitt af því sem þú lýsir. En við erum kristin þjóð og það er ekki farið breytast í bráð, og tel ég þína lýsingu nákvæma og góða. En ég spyr, varstu fyrr einhverjum skaða af þessu? Og heldur þú að aðrir skaðist þótt þau séu ekki í sama trúarbragði?

Ari,

Ég held við séum meira sammála en við höldum, en líklegast eru þessi túlkunaratriði hjá þeim sem les þau, þess vegna er erfitt að komast að ásáttanlegri niðurstöðu um þau. En takk fyrir skemmtilegar athugasemdir, þú ert mjög málefnanlegur eins og Una og gaman er að rökræða á þessu plani.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 15:02

25 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér Heiðsteinn Haukur (við getum sært trúleysingja með því að kalla þig Guðstein) en allt tal um Guð er skaðlegt þeirra viðkvæmu sálum ó þarna hljóp ég á mig þeir eru ekki með sálir (þeir eru ekki með neitt  svona yfirnáttúrulegt) Trúleysingjar eru bara með heila og hold og verður að umgangast þá með sérstakri varúð.l  Minnir óneitanlega á djáknann á Myrká sem gat ekki sagt Guðrún svo hann nefndi stúlkuna Garún.

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.12.2007 kl. 15:08

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti, ég trúi því varla, en ég er barasta sammála þér að mestu leyti, batnandi mönnum er best er lifa sennilega. Auðvitað á þetta vera eins hlutlaust og hægt er, en staðreyndin er sú að við búum í kristnu landi, og er ekkert að því að halda í vissar hefðir. Sérstaklega þó í kringum jólin. Ég er á þeirri skoðun að vinaleiðin sé alls EKKI lausnin, því hún er klárt trúboð. Kennsla á að fara fram af hlutlausum kennurum án allra öfga. En hver dæmi fyrir sig og sé ég að það MJÖG misjafnt eftir hvaða skóla er borið saman við. Samræmd kennsluskrá hefur greinilega eithvað klikkað, og verður að ráða bót úr því.

EN við erum kristin þjóð og sé ég engan skaða af því að börn læri kærleika og ást ... eða hvað?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 15:09

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

HAHAHAHA! Mjög góður punktur Guðrún, en Matti mætti ráða þá myndi ég heita Gvuðsteinn! hehehe ...

Smári, takk fyrir þína athugasemd, og ég skil þig betur núna. En ég held að það sé best að við séum sammála um að vera ósammála, því ekki get ég séð okkur tvo komast að neinni niðurstöðu, ég virði sem sé þína hlið og þú vonandi mína.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 15:13

28 identicon

Smá athugasemd: Við erum ekki kristin þjóð, ég er íslendingur og er ekki kristin.. Við erum fyrst og fremst íslendingar, þeir sem segja okkur kristna þjóð eru að gefa mér og mörgum öðrum fokkoffmerki

DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 15:14

29 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Á landsvísu er vel hægt að kalla Ísland kristna þjóð, meirihlutinn er það og því erum við kristinn. Engan útúrsnúning Dokksi! Ekki nema þú sért öll þjóðin! ;D hehe ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 15:51

30 identicon

Ef flestir eru í KR eru þá íslendingar KR'ingar ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:07

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn: Fólk sem trúir því ekki að Jesús sé sonur guðs og frelsari, er það kristið?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.12.2007 kl. 16:17

32 identicon

Já, ég held að það sé ekki til nein einföld leið til að við getum talið okkur sammála, þannig að við skulum segja það gott.

bara ein pæling að lokum:

þú segir "EN við erum kristin þjóð og sé ég engan skaða af því að börn læri kærleika og ást ... eða hvað?" en þú verður nú að viðurkenna að kærleiki og ást er ekki eitthvað sem bara kristnir trúa á, og jafnframt því að ókristnir séu oft elskandi og kærleiksríkir, geta kristnir verið andstæðan. trúabrögðin hafa kanski sínar reglur og hugmyndir, en það þíðir ekki að innri maður þeirra sem á þau trúa breitist eftir því. :) við erum öll við, og fólk er ekki betra eða verra eftir trúarbrögðum, húðlit né áhugamálum.

takk fyrir mig.

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:45

33 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi, slæmt dæmi. Þjóðir eru metnar á þennan máta og er það gert á heimsvísu.

Hjalti, já það getur vel talist kristið. En mig grunar að þú ert að ýja að umfjöllun minni um Vottanna og er það allt annars eðlis. Vottarnir breyta ritningunni eftir eigin höfði, eins og sannir "költistar" gera. Vottarnir hafa breytt ritningunni til þess að þjóna eigin duttlungum, annað gildir um venjulegt fólk sem trúir á Jesú og hefur ekki heyrt t.d. um þrenningarkenninguna og Guðdómleika Krists. Vottarnir hafa ekki afsökun í þeim efnum og er málið allt annars eðlis.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 16:47

34 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hárrétt hjá þér Smári, kristnir eiga ekki einkarétt á kærleikanum. Og geta trúleysingjar verið eins og þú segir kærleiksríkir og yndislegir eins og annað fólk. En ég er kristinn og berst fyrir kristni, alveg eins og þú berst fyrir þínu. Ég reyni að koma kristnum boðskap á framfæri og þú reynir að koma þínum á framfæri. Það er einfalt orð yfir það; skoðanafrelsi.

Ég er að gagnrýna skoðannir sem ég er ekki sammála, alveg eins og þú kemur hingað inn til mín á bloggið og reynir að verja þína menn. Það er frelsi í fullri virkni og ekki get ég séð að ég geti komist að niðurstöðu nema við örfáa hérna. En takk fyrir þín sjónarmið Smári og ert þú ávalt velkominn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 16:55

35 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Fínt hjá þér að birta skrif af síðu siðmenntar.

Ályktanir sem þú dregur af þeim eru hins vegar oftast ekki góðar, t.d. varðandi guðlastslögin.  Grín og glens og háð er ekki alltaf við hæfi og ég mæli því ekki bót að hæðast að trúarskoðunum fólks.  Hins vegar er það ekki svo mikill glæpur að við því eigi að sekta eða setja í fangelsi.  Trúarskoðanir eru ekki heilagar þó þið trúmenn viljið gjarnan líta svo á. 

Nýjasta og skýrasta dæmi þess hversu hættuleg og óskynsamleg guðlastslög eru, er dæmið frá Súdan sem hefur nú verið í fréttum.  Af sakleysi kallaði hin breska kennslukona tuskubangsa "Mohammed" og allt varð vitlaust!  Það átti að fangelsa konuna, hýða og þaðan af verra. 

Afnám guðlastslaga er ekki til þess að gefa öllum veiðileyfi á trúað fólk með háði og níð, heldur að afnema refsinguna við því.   Háð getur stundum gengið að vissu marki en hætt er við því að sá sem því heldur uppi skjóti sig sjálfur í fótinn á endanum þannig að það er nóg refsing.

Svanur Sigurbjörnsson, 5.12.2007 kl. 17:28

36 Smámynd: halkatla

þetta er svo frábær grein að ég ætla að vísa á hana

halkatla, 5.12.2007 kl. 17:54

37 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.12.2007 kl. 19:00

38 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Kostulegt hjá Svani að bera íslensku guðlastlögin við dæmið frá Súdan, þessi samanburður sýnir kannski best málefnafátæktina hjá Siðmennt. Ekki tekst þeim að sýna fram á eitt einasta dæmi frá sambærilegri beitingu laganna á Íslandi!

Það er líka með ólíkindum að Siðmennt finni að því að guðsþjónustum sé útvarpað á RÚV, þvílík málefnafátækt hjá félagsmönnunum Siðmenntar. Það sætir furðu hvað þessi sértrúarsöfnuður fær gríðarlega mikla athygli í fjölmiðlum, er gætt jafnræðis við alla hina sértrúarsöfnuðina? Er ekki kominn tími til þess að fréttamenn grafi upp aðra álitsgjafa fyrir hin ýmsu þjóðmál. Eru ekki einhverjir meðlimir Vísindakirkjunnar á íslandi? Hvað finnst þeim?

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.12.2007 kl. 19:06

39 identicon

Una segir:

"Mín reynsla af kristinfræðikennslunni var sú að það mætti vissulega flokka hana undir trúboð, allavega var hún engan veginn hlutlaus. Í barnaskóla vorum við nokkra vetur í röð látin lesa bækur sem mig minnir að hafi heitið Biblíusögur 1, 2 og 3. Okkur voru kenndar þessar sögur nánast eins og sagnfræði og látin eyða heilmiklum tíma í að útbúa vinnubækur um kristindóminn, látin teikna myndir af Jesú af krossinum og Jesú ríðandi á asna á pálmasunnudag. Ég á mitt hefti ennþá og það hefst einmitt á mynskreyttu faðirvori.

Þessi kristinfræðikennsla var ekki undir þeim formerkjum að fræða okkur um hvers eðlis kristin trú væri, eða þessar biblíusögur væru nokkuð sem þeir sem teldu sig kristna trúuðu á. Okkur var kennt að þetta hefði gerst, Rauðahafið hefði opnast, Jesú hefði fætt hungraða á litlum skammti af fiski og brauði osfrv."

Jebb. Þarna kannast ég við mína reynslu af kristinfræði.

Allan grunnskólann var ég svoooo á móti kristinfræði, fannst það leiðinlegasta fagið í skólanum og var alltaf að bíða eftir því að fá að læra eitthvað um önnur trúarbrögð. Það kom ekki fyrr en í valfagi við menntaskóla.

Nú er ég ekki að segja að á þessum tíma (ég er á svipuðu reiki og Una) hafi ekki verið val um að vera kippt úr skóla, kannski hefur það verið grafið inn í reglugerðirnar einhvers staðar. Ég og mínir foreldrar höfðum hins vegar enga vitneskju um það og það var sama hvað ég kvartaði í foreldrum mínum, og það var sama hversu sammála mér þau voru, þau vissu ekki betur en að þetta væri skylda og því yrði ég því miður að sitja þessa tíma.

Ég var í stórum grunnkóla hér í borg, hef vissulega ekki hugmynd um hvernig þetta var almennt, hvort að skólinn gerði foreldrum og/eða börnum grein fyrir að þetta væri valfrjálst. Og hef enn síðri hugmynd um hvernig þetta er í dag. Grunar þó að víða sé potturinn brotinn með að koma því á framfæri.

Hvort að þetta hafi skaðað mig á einhvern hátt? Nei. En var ansi stór og hvimleiður hluti á annars ágætis skólagöngu. Það hefði örugglega ekki skaðað mig heldur ef að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið að kenna mér fræðin sín marga vetur í röð. Þýðir samt ekki að það hefði verið sniðug hugmynd sem ekki mætti gagnrýna og endurskoða.

Og Guðrún Sæm: Skammastu þín. Það er ljótt að hæða andmælendur sína. Ég hef lengi fylgst með skrifum þínum og veit þú getur hagað þér betur og á þroskaðri hátt, þótt að ég verði að segja að þín skrif varðandi þetta mál allt saman (ekki bara hér heldur á fleiri vefsíðum) eru afskaplega ómálefnanlegar og ekki þér til framdráttar.  

Alda (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 19:06

40 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Alda í alvöru talað Siðmennt er algjörlega búið að gera sig að erkifífli meðal þjóðarinnar

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.12.2007 kl. 19:18

41 identicon

Sælt veri fólkið. Sammála Promecius um athugasemdina hennar Guðrúnar. Var einmitt að hugsa það sama. Fáránlegur samanburður. Það hefur nú ýmislegt verið látið flakka hér á Íslandi og ekkert gert í því. Mér finnst Spaugstofumenn fara stundum yfir strikið og kannski ætti að rasskella þá  Ef athöfnin færi fram í Reykjavík er ég viss um að margar konur gera sér ferð til Reykjavíkur og nefna einhverjar ástæður, s.s. innkaupaferð, en undir niðri held ég að aðaltilgangurinn sé að sjá Spaugstofumennina fáklædda. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:34

42 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir innlit og kveðjur. vona að hið góða sigri að lokum.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 21:37

43 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Reyndar væri mín ósk sú, að í lok hins almenna skóladags, yrði börnum þeirra sem vilja telja sig til kristni (t.d. þeir sem hafa látið skíra sín börn), kennd kristnifræði, innan veggja skólans (af hagkvæmisástæðum), en utan skólatíma og skóladagatals og þá jafnvel í boði þjóðkirkjunnar.

Kannski væri þetta farsæl lausn á þessu.

Þá mundu þau vera aðeins lengur (kannski 1-2 daga í viku) sem sitja í Kristnifræði áföngunum. Foreldrarnir gætu þá sótt þau í skólann ef þarf og þurfa ekki að vera að sendast með þau sér ferð vikulega sjálf til að fá þessa t.t. fræðslu. Þetta gæti þá verið hluti af þjóðkirkjulegu trúaruppeldi, til undirbúnings fyrir ferminguna. Bara byrjað snemma.

Þetta væri þannig ekki hugsað sem eitthvað er koma ætti í staðin fyrir sunnudagsskólann, heldur eingöngu miðað við það að fræða börnin um Krist, hina Kristnu trú og gildi hennar.

Þannig væri auðveldara fyrir þau börn, sem eiga foreldra sem ekki vilja að þau fái að kynnast hinni kristnu trú, að komast undan því að sitja og bíða á meðan hinir læra kristnifræði. Því það er eini vankanturinn sem ég sé þeim í óhag. Sé það foreldrum þeirra sem ekki trúa á Krist svona mikið hitamál að börnin þeirra þurfi ekki að læra þetta, ættu þau að fá að velja að þau geri það ekki.

Hinsvegar ættu öll börn að læra vel ígrundaða siðfræði og jafnvel uppeldisfræði (í takt við vaxandir þroska), sem matreidd yrði rétt ofan í þessa aldurshópa, og miðaði að því að kenna þeim gagnhvæma virðingu í garð náungans, tillitssemi, umburðarlyndi og jafnrétti allra.

Þetta hefur mér þótt skorta í skólum. Jafnvel að taka mikið fyrir umræður um einelti og afhverju "óþæg börn" eru óþæg, o.s.frv...

Bryndís Böðvarsdóttir, 5.12.2007 kl. 23:19

44 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þetta yrði báðum í hag þar sem að kristnifræðslan þyrfti þá ekki að vera hlutlaus, eins og menn hafa reynt að gera hana, til þess að móðga ekki þá sem aðhyllast trúan ekki.

Innan skóladagatalsins mætti síðan koma þessi trúarbragðafræðikennsla á því aldursstigi sem börnin hafa þroska til og þolinmæði til að innbyrgja slík fræði af áhuga.

Nú hef ég ekki skoðað þetta frá öllum hliðum og fékk ég þessa hugmynd bara út frá lestri mínum á ofangreindri umræðu. Það má því vel vera að ég sjái síðar meir einhverja vankanta á þessu. yfirsjáist eitthvað....

Bryndís Böðvarsdóttir, 5.12.2007 kl. 23:26

45 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk fyrir þetta Guðsteinn, þegar ég hugsa um öll þau annarlegu og óheilbrigðu áhrif sem flæða inn á heimili gegnum fjölmiðla og inn í skóla í formi skemmtikrafta og annarra, þá furðar mig á því að fólk skuli pikka út kærleiksboðskap Krists og vilja hann í burtu. Minnir óneitanlega á atburð sem átti sér stað fyrir langa löngu er hrópað var: BURT MEÐ KRIST - VIÐ VILJUM BARRABAS LAUSAN.

Ég minni á að við munum sem þjóð uppskera sem við sáum.

Kristinn Ásgrímsson, 5.12.2007 kl. 23:36

46 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er algerlega andvígur hugmyndum um að draga börn í dilka eftir trú. Það er hluti af almennri þekkingu á Íslandi að kunna einhver skil á biblíusögum.

Sigurður Þórðarson, 6.12.2007 kl. 00:37

47 Smámynd: Theódór Norðkvist

Niðurlag guðlastsákvæðis 125. gr. hegningarlaganna um að mál skuli ekki höfða nema að fyrirlagi saksóknara er vísbending um að það þurfi að brjóta gróflega gegn þessum lögum til að úr verði málarekstur.

Að því ég best veit hefur það bara gerst tvisvar í seinni tíð, þegar Spaugstofan var kærð fyrir tíu árum síðan og tímaritið Spegillinn, ef ég man rétt fyrir u.þ.b. þrjátíu árum síðan.

Theódór Norðkvist, 6.12.2007 kl. 01:03

48 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

ASEND.jpg

Eigið góðan dag. x

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.12.2007 kl. 08:33

49 identicon

Hvernig er siðmennt búið að gera sig að fíflum?
Mér finnst nú frekja trúaðra mun fíflalegri en flest annað og bendi á að ef siðmennt fer fyrir mannréttindadómstól þá mun hann dæma trúboð út úr skólum, eru menn hjá mannréttindadómstól þá fífl líka?
Eru bara allir fífl sem trúa ekki á guðinn þinn Guðrún?

DoctorE (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 09:19

50 identicon

Sæll aftur Guðsteinn ég svara þér hér seint og um síðir. Nei mér finnst ég ekki hafa borið skaða af því hvernig biblíusögurnar voru matreiddar ofan í mig í barnaskóla, en mér finnst það samt sem áður vera gagnrýnivert og mega betur fara rétt eins og margt annað sem er þó ekki beinlínis skaðlegt. 

Raunar hefur mér þótt gott og sjálfsagt að þekkja biblíusögurnar,  menntaskóla-og háskólanám mitt síðar í tungumálum og bókmenntum hefur enda krafist nokkurrar þekkingar á þeim þar sem kristin trú er óneitanlega samofin menningu okkar. Mér finnst því sjálfsagt að skólabörnum fái þekkingu á þeim, en ég er ekki hrifin af því að þar með sé verið að "kenna þeim trú". Mér þætti eðlilegra að kenna þær undir öðrum formerkjum, s.s e-s konar menningarfræði eða einfaldlega bókmenntafræði. Foreldrum væri svo sjálfum frjálst að fara lengra með þá kennslu og innræta þeim trúna, utan skólatíma.

Sjálfri finnst mér sumar biblíusögurnar alveg ágætis dæmisögur og get vel hugsað mér að nota þær í uppeldi barna minna (þegar að því kemur). Þótt sjálf sé ég ekki trúuð ætla ég ekki að kenna þeim að guð sé ekki til, né heldur að innræta þeim trú, ég ætla að leyfa þeim að taka þá ákvörðun sjálf og leita að honum innra með sér, eins og ég fékk að gera. Ég trúi ekki á guð, ekki vegna þess að ég hafi tekið þá ákvörðun að hata guð eða vera á móti trú, heldur vegna þess að það býr einfaldlega engin guðstrú innra með mér og ég ætla ekki að látast sem svo sé.

Það sem fer í taugarnar á mér er hinsvegar þegar sumir hinnar trúuðu reyna að gera mig að siðleysingja fyrir það eitt að finna það ekki í mér að trúa á guð. (Þetta hefur þú ekki gert Guðsteinn, en aðrir í umræðunni á þessari síðu og annars staðar). Mannkærleikur er vissulega hluti af siðferði kristinna, en þó ekki einkaeign þeirra. Það er mikill hroki í kristnum mönnum að ætla að slá eign sinni á siðferðið og gera lítið úr þeim sem ekki trúa (eins og hún Guðrún tekur að sér að gera hér fyrir ofan).

Í Mogganum síðasta sunnudag er t.d. aðsend grein eftir konu að nafni Hildur Þórðardóttir, sem fer með rangt mál og heldur því fram að Siðmennt vilji kennar börnum að guð sé ekki til. (Rétt að taka fram að ég tengist Siðmennt ekki neitt og er enginn talsmaður þeirra). Hún heldur því í rauninni fram að þeir sem ekki trúi á guð hafi enga siðferðiskennd og finnist ekkert athugavert við að ræna, myrða og nauðga, vegna þess að “Guð kenni okkur að við þurfum að svara til saka eftir dauða okkar”.

Þetta finnst mér ákveðinn miskilningur á siðferði eða mannkærleika hjá Hildi Þórarinsdóttur og kristnum skoðanabræðrum hennar. Mér finnst það ekki vera kærleikur að vilja ekki gera á hlut annarra, vegna þess að þá muni guð refsa þér. Er siðferðiskennd Hildar þess eðlis að ef hún fengi sönnun þess að guð væri ekki til, þá héldi ekkert aftur af henna lengur og hún færi út með það sama og byrja að ræna, myrða og særa annað fólk? Ég reyni að elska náunga minn og koma heiðarlega fram, ekki af ótta við að þurfa að svara fyrir það hjá guði þegar ég dey eftir 70 ár, heldur vegna þess að annars þarf ég að svara fyrir það hér og nú, gagnvart eigin samvisku. Þannig er siðferðið sem ég reyni að haga mér eftir og mun búa áfram innra með algjörlega óháð tilvist guðs.

Ég skil ekki alveg hvers vegna má ekki bara halda skólaskyldunni akademískri, með miklu meira vægi á trúarbrögð almennt og hvernig þau hafa áhrif á heiminn í kringum okkur, og svo er öllum foreldrum í sjálfsvald sett að innræta börnum sínum trú og annan “lífstíl” (kristinn trú hlýtur að geta talist lífstíll að einhverju leyti.) Ég er líka alveg á því að þó að trúaruppeldi sé aðskilið frá grunnskólanum þurfi það alls ekki að grafa undan kristinni trú. Ég sé fyrir mér að með þessari eftirspurn eftir kristinni innrætingu sem greinilega er til staðar sé half-óplægður akur hjá kirkjunnar mönnum og þeir gætu gert miklu meira til að koma til móts við foreldra og börn með enn meira kirkjulegu félagsstarfi, utan skólatíma.

Afsakið romsuna, þetta átti upphaflega ekki að vera svona langt.

Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:47

51 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekkert trúboð í grunnskólum. Menn verða að greina á milli þrenns, ekki tvenns í þessu sambandi: Eitt er fræðsla um kristni og önnur trúarbrögð, annað trúariðkun og næring, þriðja trúboð. Þetta síðastnefnda á ekki heima í almennum grunnskólum, um það eru flestir sammála, og a.m.k. aldrei yfir öllum nemendum gegn vilja þótt ekki væri nema einna foreldra. Um fyrstnefnda atriðið eru hins vegar langflestir sammála, að það eigi heima í skólakerfinu og með mun meiri áherzlu á kristni en önnur trúarbrögð. En þá er það 2. atriðið, sá þáttur skólastarfs og leikskóla að leyfa t.d. bænir í upphafi dags, að leyfa heimsóknir presta í leikskóla, þar sem þeir tala um Biblíusögur, ræða um trúna á Krist, hvað í henni felst og boðskap hans og fara með bæn eða kenna einfaldar bænir (ég veit þó ekki, hvort þeir gera það). Undir þetta fellur einnig heimsókn í kirkju, þ.e.a.s. ef hún er gerð á jákvæðum trúarforsendum og eingöngu heimsókn í kirkju, ekki til ókristinna trúfélaga (undir þetta atriði félli hins vegar ekki fljótleg, 'objektíf' skoðun guðshúss kristins safnaðar og að fara svo líka, á sömu ótrúarlegu forvitnis-forsendum einum saman, í heimsókn í mosku, sem á líklega eftir að rísa hér, eða í Búddhahof o.s.frv.; slíkar heimsóknir féllu hins vegar undir 1. atriðið: að kynna sér hlutlægt hin ýmsu trúarbrögð).

Ég álít sjálfsagt að leyfa 2. þáttinn, iðkun og næringu trúar, í einhverjum mæli í skólum, þó ávallt þannig, að engir, hvorki nemendur, foreldrar né kennarar, séu þvingaðir til þátttöku og að fyrir þeim nemendum (og leikskólabörnum), sem ekki taka þátt, sé séð með sómasamlegum hætti, með jákvæðri umhyggju, kennslu, myndmennt, föndri eða leik ellegar útiveru, ef nemandinn kýs það heldur; og sjálfsagt er sömuleiðis fyrir börn í öðrum söfnuðum en kristnum að fá til sín heimsókn einhvers, sem hefur sömu trú og það barn sjálft eða njóta hennar frá kennara á svæðinu, og jafnvel Siðmenntar- og Vantrúarfólk, eins og það er nú fátt, ætti að hafa hér fullan rétt til að miðla til barna sinna viðhorfum sínum á sambærilegum jafnréttisgrundvelli.

Þetta "2. atriði" er þeim mun nauðsynlegra nú orðið sem lengzt hefur á skólaviðdvöl barna og unglinga, já allt frá eins árs aldri, þannig að þau eru í raun mestalla vökutilveru sína á virkum dögum í skóla eða leikskóla. Um það hef ég áður skrifað HÉR (í svari til Önnu Benkovic). Mér finnst sanngirnismál fyrir kristna foreldra og börn í landinu og reyndar fólk af annarri trú líka, að þetta 2. atriði, sem hér var nefnt, verði viðurkennt sem réttmætt og sanngjarnt, hvað sem líður háværum mótmælum frá fáeinum þrautseigum eða þrálátum andófsmönnum.

Jón Valur Jensson, 6.12.2007 kl. 11:52

52 identicon

Við getum alveg haft okkar skoðanir á því hvort Siðmennt hafi gert sig að fífli eða ekki. Á meðan sú umræða er á rökrænu plani þar sem virðing er borin fyrir umfangsefninu og viðmælandanum er það bara hið besta mál.

En hvort Siðmennt hefur gert sig að fíflum eða ekki er því bara ótengt Guðrún mín hversu lítið þú gerir úr sjálfri þér og það þarft þú bara að eiga við þig og þinn Guð.

Alda (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 15:37

53 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Má ég spurja Guðsteinn ert þú ekkert pirraður sjálfur að svara svona endalaust öllu þessu fólki sem athugasemdast hér fram og aftur,ég væri löngu orðinn geggjaður á því elsku vinur kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 6.12.2007 kl. 21:19

54 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Una, takk fyrir þitt innlegg og skil ég orð þín. Ég var sömu skoðunnar ekki alls fyrir löngu. En það sem ég er að benda á eru að það eru til öfgar hjá vantrúuðum líka, þess vegna fór ég þessa leið að gagnrýna stefnu siðmenntar. En við erum sammála um margt, og gott er að sjá að þú virðir kristinn gildi og sjónarmið, það gera öfgamenn siðmenntar ekki. Eins sést best í svörum sumra siðmenntasinna sem hafa gert athugasemdir hjá mér. Það sem ég meina er að það eru ekki bara til kristnir öfgamenn (sem oft hefur loðið við okkur), það var nú heili tilgangur minn með þessari færslu. En takk fyrir þitt sjónarmið og virði ég það þótt ég sé ekki fulkomlega sammála þér. Guð blessi þig og varðveiti Una.

Úlli, þú hefur rét fyrir þér, það eru kominn allt og mörg komment til þess að ég geti svarað þeim öllum, og biðst ég forláts að hafa gleymt einhverjum. Ég hef verið lasinn í dag og er fyrst að kveikja á tölvu núna.

Dr. Svanur, dæmi þitt er vægast sagt lélegt, guðlastalöginn dekka vandamál eins og komu upp í Danmörku ekki alls fyrir löngu. Finndu betri rök ef þetta á vera málsvörn þín.

Guðrún, þú hefur reynst mér afar vel, og þakka ég innilega fyrir stuðningin.

Anna Karen, Kiddi, Gunnar, Teddi, Henry og fleirum vil ég líka þakka innlitið og þátttökuna.

Jón Valur,  takk fyrir þitt sterka innlegg og er ég þér innilega sammála!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.12.2007 kl. 23:01

55 Smámynd: Þorgeir Arason

Sæll, Guðsteinn.

Reyndar er Siðmennt ekki skráð trúfélag, þrátt fyrir að hafa sótt um slíka skráningu. Að öðru leyti þakka ég þér fyrir góða grein og tek undir með þér.

Kveðja, Þorgeir.

Þorgeir Arason, 7.12.2007 kl. 09:33

56 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Nú er ég allt í einu orðin ósammála sjálfri mér... Datt í hug að til þess myndi koma.

Þessi ofangreinda málamiðlunarhugmynd er líklega ekki sniðug. Hvað ef öll börn nema eitt í bekknum, sækja kristnifræði, af því að foreldri viðkomandi barns, bannar því það? Er þá ekki hætt við því að barnið lendi í einelti? Það er ótrúlegt hvað það þarf lítið til þess að börn séu litin hornauga og fái slæmt umtal nú til dags.

Í raun er ekkert slæmt í kristnifræðikennslunni í dag sem skaðað getur barn. Þau hafa bara gott af að læra þetta, þó svo að sumum börnum kunni að leiðast þetta. Mér t.d. hundleiddist að læra stærðfræði sem barn, en ég lifði það af og lærði að meta gagnsemi hennar síðar...

Vil benda á það að fólk sem er af annarri trú virðir samt okkar kristnu trúarhefð. Var t.d. að horfa á dóttur mína og bekkinn hennar fara með jólaleikrit í skólanum í gær. Þau voru öll svo óvenju stillt og tóku þessu afar hátíðlega. það var næstum eins og kveikt hefði verið á kærleiksljósi innra með þeim. En það sem mér þótti vænst um að sjá, var það að íslamskt barn var þarna þátttakandi. Foreldrar þess skilja að það er mikilvægt fyrir barnið að fá að taka þátt með hinum, að þarna er ekkert sem skaðar barnið eða þeirra trú, aðeins leikrit frá okkar trúarlegu menningu og söngvar.

 Þau virða okkar menningu og trú.  Vildi að vantrúarmenn gerðu slíkt hið sama.

Bryndís Böðvarsdóttir, 7.12.2007 kl. 10:53

57 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Æ þetta er svo leiðinlegt mál allt.  Margt sem krikjan býður upp á sem er orðin hefð, eins og klukkuhringing klukkan 6 á jólunum ofl.

Mér finnst biskup ansi grófur í bréfi sínu og vera með staðhæfingar sem eru eiginlega meiðyrði.  Veit að fólk verður sárt þegar það er vegið að því sem þeim er kærast en maður í þessari stöðu verður að fara varlega í það sem hann lætur út úr sér.

Ég heyrði einu sinni um kirkju/musteri sem bauð öll trúarbrögð velkomin.  Hvernig væri að reyna finna einhverja lausn þannig að allir séu ánægðir.  Það er alltaf erfitt að taka til baka sem er nú þegar, þannig í stað þess að minnka kristnitrú í skólum, tv, útvarpi ofl mætti kannski auka áheyrslu á önnur trúarbrögð líka(þar á meðal lífstíl og "trú" vantrú og siðmennt).  Gæti verið gaman sko.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.12.2007 kl. 16:28

58 identicon

Það er voðalega erfitt Nanna því trúarritin fordæma alla sem eru ekki í trú X, go figure

DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 18:56

59 Smámynd: Katrín Vilhelmsdóttir

Ég hef verið félagi í Siðmennt í nokkur ár og hef verið utan trúfélaga síðan ég var 16 eða 17 ára gömul. Fjölskyldan mín er í þjóðkirkjunni en er þó ekki trúrækin og hef ég aldrei trúað á guð né önnur yfirnáttúruleg öfl. Ég er ekki á móti kristinfræðikennslu í skólum en í sama stað verður þá að kenna önnur heimstrúarbrögð á sama hátt. Staðhæfingin að íslendingar séu kristin þjóð fer fyrir brjóstið á mér, er ég þá ekki íslendingur fyrst ég trúi ekki á guð og Jesú eða aðrar kenningar kristninnar. Samkvæmt Hagstofuvef eru 82.09% skráð í þjóðkirkjuna sem segir að tæp 20% eru það ekki. Ég virði trú annarra og vill þá á móti að trúleysi mitt sé virt en hér á landi ríkir trúfrelsi og þá einnig rétturinn til trúleysis hlýtur að vera.

PS Siðmennt er ekki trúfélag.

Katrín Vilhelmsdóttir, 8.12.2007 kl. 14:29

60 identicon

Þegar ég vaknaði tiltölulega hress á þessum yndislega SUNNUDAGSMORGNI.BÚINN að fara yfir og lesa helstu bloggvinina,rök og aðfinnslur annarra inná síðunum,þá sagði ég við sjálfan mig. Hér er eitthvað meiriháttar að, ÖLLUM ÞESSUM PÆLINGUM. EN EITT STENDUR UPPÚR.

 Alltaf stendur ÞÚ GUÐSTEINN MINN, KEIKUR SAMA HVAÐAN ORRAHHRÍÐIN KEMUR.það er aðdáunarvert.

 VITIÐ ÞIÐ GOTT FÓLK Í ÞESSUM RIFLILDISHÓPUM,SEM VILJIÐ KRISTNA TRÚ BURT.ÉG ÆTLA AÐ BIÐJA FYRI YKKUR. AMEN.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 07:45

61 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þorgeir, já ég reyndar vissi ekki að Siðmennt væri ekki skráð trúfélag, en þeir ættu að drífa í því, þá er það fyrsta trúfélagið sem trúir ekki á neitt.  ;)

Þorgeir Örn, takk fyrir þitt innlegg. Ég skil alveg hvað þú ert að fara. 

Katrín - takk fyrir þitt, en það er enginn að staðhæfa eitt né neitt. Þetta eru einfaldar staðreyndiir sem þið siðmenntarfólk verðið að lúta alveg eins og við kristnu. Sorrý, "fact of life" eins og sagt er.

Nanna - afhverju er fólk svona hissa á æðsta manni kristinna? Má hann ekki hafa skoðun lengur, sér í lagi þegar ráðist er að honum frá svona háværum minnihlutahóp? Ég hefði sjálfur tekið mun sterkar til orða en að kalla þá hatramma. Svo mikið er víst.

Þórarinn, takk innlega fyrir hvatninguna og met ég hana mikils. Guð blessi þig og ykkur öll innilega. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.12.2007 kl. 12:22

62 Smámynd: Theódór Norðkvist

Var ekki rökstuðningur fyrir synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sú að Siðmennt hefði ekki næga sérstöðu sem trúfélag, sem leggur stund áákveðinn átrúnað eða trú sem tengja má við þau trúarbrögð mannkyns sem eiga sér sögulegar eða menningarlegar rætur, eins og það er orðað í lögunum?

Theódór Norðkvist, 9.12.2007 kl. 19:25

63 Smámynd: Theódór Norðkvist

Spurningin er hvaða sérstöðu hefur Siðmennt, sem lífsskoðunar- eða trúfélag. Gagnrýnin hugsun, málefnaleg umræða, góðir siðir og breytni er eitthvað sem flestir geta verið sammála um og þarf ekki sér félag um.

Ég held að einfaldast væri að leggja sóknargjaldakerfið niður. Hvers vegna á ríkið að vera að skipta sér af því hverju fólk trúir? Miklu nær er að hvert trú- eða lífsskoðunarfélag reki sig á eigin grunni og forsendum. Hvort sem viðkomandi félag innheimtir félagsgjöld af meðlimum sínum eða fjármagnar starfsemi sína með því að selja klósettrúllur.

Ríkið á ekki að þvinga fólk til að vera í einhverjum (sértrúar)söfnuði eða að greiða til Háskólans. M.ö.o. þá er réttast að leggja ríkiskirkjukerfið niður og þjóðkirkjan, sem aðrir söfnuðir, reki sig sjálf.

Theódór Norðkvist, 9.12.2007 kl. 21:12

64 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Teddi, þarna erum við hjartanlega sammála! Og takk fyrir þitt innlegg.

Jón Grétar - ég birti hér hluta af ykkar siðmenntarstefnu og finnst mér hún AFAR gagnrýniverð.

Smella hér fyrir heimild 

- að læra og fara með bænir / ekki man ég eftir neinu slíku hjá börnunum mínum, jú reyndar ég fann Faðir vorið í einni bók, en ekki var nein krafa um að læra það utanað. Þið eruð að gera úlfalda úr mýflugu!

- að syngja sálma og trúarleg lög / já, bönnum öll jól, litlu jól og páskahátíðir. það er eina leiðin til þess að komast hjá þessu öfgamennirnir ykkar!!

- að taka þátt í trúarathöfnum / skiljanlegt og spyr ég: hvenær hefur verið trúarathöfn í skólum???

- að fara í skoðunarferðir í kirkjur / Afhverju í ósköpunum??? Er ekki allt í lagi heima hjá ykkur? Þessi halllærislega krafa er sönnun þess hversu miklir öfgamenn þið eruð.

- hverskonar trúarlegar yfirlýsingar / það er hvergi gert í neinum skóla mér að vitandi.

- lita eða teikna trúarlegar myndir
/ í Guðs bænum róið ykkur í ritskoðuninni! Bönnum þá börnum að lita og teikna um jólin líka!!

- þátttaka í helgileikjum / Nú fóru jóla og páskaskemmtannir. Úffff ...

- að þurfa að taka á móti trúarlegu efni s.s. biblíum (nú eða Nýja testamentinu) eða þátttaka í hverskonar samkomum með trúarlegum áherslum / Já endilega, hendum út öllum Gideón mönnum og leggjum þau samtök niður!!

Ég spyr þá þig Jón Grétar, þú settir þig algjört fórnarlambahlutverk hér ofar, HVAR eru ávextir ykkar Siðmenntarmanna? Eruð þið með hjálparstarf einhverskonar? Endilega svaraðu því ef þú getur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.12.2007 kl. 14:49

65 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svo heldur þú áfram Jón Grétar og segir:

Sniðugt þar sem að prestar eru næst launahæsta stétt ríkisstarfsmanna.

Sheeesh ! Athugaðu launatöfluna áður en þú ferð með svona eindæmis kjaftæði!!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.12.2007 kl. 14:50

66 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Í frjálsri verslun 2006 kemur þetta fram

  • Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur 855
  • Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands 823
  • Gísli Gunnarsson, Glaumbæ 807
  • Kristinn Á. Friðfinnson, Hraungerði 783
  • Cecil Haraldsson, Seyðisfirði 753
  • Jón Dalbú Hróbjartsson, dómprófastur, Hallgrímskirkju 748
  • Pálmi Matthíasson, Bústaðaprestakalli 725
  • Guðni Þór Ólafsson, Melstað 717
  • Hulda Hrönn M. Helgadóttir, Hrísey 695
  • Gunnlaugur S. Stefánsson, Heydölum 685
  • Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari 661
  • Jón Helgi Þórarinsson, Langholtskirkju 649
  • Dalla Þórðardóttir, Miklabæ, prestur 626
  • Ægir Frímann Sigurgeirsson, Kópavogi 624
  • Þórhallur Heimisson, Hafnarfirði 603
  • Vigfús Þór Árnason, Grafavogi 601
  • Sigurður Sigurðson, vígslubiskup, Skálholti 597
  • Sigurður Pálsson, fv. prestur Hallgrímskirkju 596
  • Sighvatur Karlsson, Húsavík 578
  • Svavar A. Jónsson, Akureyrarkirkju 576
  • Bjarni Karlsson, Laugarnesi 572
  • Agnes M. Sigurðardóttir, prófastur Vf. Bolgunarvík 568
  • Gunnar Björnsson, Selfossi 562
  • Jóna Hrönn Bolladóttir, Garðabæ 558
  • Sveinn Valgeirsson, Tálknafirði 546
  • Örn Bárður Jónsson, Nesprestakalli 534

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.12.2007 kl. 01:05

67 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eina sem vekur athygli mína við þessar tölur þínar Anna er að það er bara ein kona á þeim. Til skammar!

Annars eru þetta laun sem finnast á almennum vinnumarkaði og er ekkert athugavert við þær, sérstaklega þar sem ekki er um svimandi upphæðir að ræða.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.12.2007 kl. 08:58

68 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei fyrirgefðu, það eru 3 konur, en það er allt of lítið!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.12.2007 kl. 08:59

69 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðsteinn...þú ert krútt

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.12.2007 kl. 13:01

70 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

huh? Jæja ....

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.12.2007 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband