Ég er klaufi ...

slysið mitt ! :-(Ég er nú ekki vanur að segja frá eigin hrakförum og hversu mikill auli ég get verið, en nú verð ég að opinbera blygðan mína!  Errm

Í gærkvöldi þegar ég var að sækja dóttur mína úr ballettíma, þá vorum við feðgin að labba útí bíl. Í þessu kolniða myrkri á Íslandi sá ég ekki myndarlega steinvölu sem ég snéri fætinum á og féll til jarðar. Ég er mjög hár og var þetta doldið fall, sem ég hef nota bene ekki gert síðan ég var krakki! En vinstra hnéð á mér er tvöfalt og hægri fóturinn snúinn, báðar hendur eru allar rispaðar og get ég varla notað vinstri þumalfingur vegna tognunar!  Pinch

Ég gleymi ekki skelfingarsvipnum á dóttur minni þegar ég leit upp, þessi 9 ára gamli engill var liggur við með tárin í augunum! Hún öskraði: "Pabbi þó! Er ekki allt í lagi", ég hló bara og sagðist vera í himnalagi, en þegar heim var komið þá komst ég varla úr bílnum, ég staulaðist inn til mín og gerði að sárum mínum. Í dag er ég ekkert sofinn og hef gengið um eins og elliært gamalmenni, ég geng venjulega MJÖG hratt og varð ég að biðja fólk um hægja á sér fyrir sjúklinginn. *andvarp* Blush

Sá sem sagði "fall er fararheill" get ég EKKI samsvarað mér við, og vona ég að hann/hún iðrist orða sinna!  Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

faraheillin kemur bara síðar! - Guð blessi þig Guðsteinn minn

halkatla, 15.11.2007 kl. 18:17

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guð blessi þig líka Anna Karen ....

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.11.2007 kl. 18:50

3 Smámynd: Linda

ja hérna, töff mynd, verður bara að segjast eins og er, hún segir meira en nokkur orð fá lýst

Linda, 15.11.2007 kl. 18:51

4 Smámynd: Linda

ps, gott að þumallinn standi ekki vegi fyrir blogg hæfileika, og mikið er ég fegin að þú ert ekki stór slasaður, mér dettur í  hróp skógarhöggs mansins þegar ég hugsa um fallið þitt "TIMBER"!!

Linda, 15.11.2007 kl. 18:53

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehehe ... já ... Bryndís sagði nákvæmlega það sama! Takk fyrir það Linda!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.11.2007 kl. 18:56

6 identicon

Sæll Guðsteinn.

Leitt að heyra en sem betur fer er ekkert annað að riða til falls. Þú ert svo lánsamur að byggja líf þitt á bjargi en ekki sandi. Vonandi batnar þér fljótt með Guðs hjálp og fjölskyldunnar.

Guð bless þig og þína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 20:47

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Innilega batnaðarkveðjur !

Sunna Dóra Möller, 15.11.2007 kl. 21:04

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sem vinur þinn, leyfi ég mér nú samt að vona, hvort sem þetta tiltekna fall hefur þau árhrif eða ekki, að þú og dóttir þú muni njóta fararheilla á ykkar vegferð.

Sigurður Þórðarson, 15.11.2007 kl. 21:56

9 identicon

Leitt að heyra!
Mér finnst samt soldið kómískt að þeir sem drógust aftur úr þér áður þurfa nú að bíða eftir þér, its  sign

Vonandi batnar þér sem fyrst

DoctorE (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:45

10 Smámynd: www.zordis.com

Ég flaug niður tröppur í gær, var of fljót á mér og plaffaði.  Fékk hrúður á hné, aumann fót og handlegg .... en brosið er á sínum stað!  Þetta hlýtur að boða gott!  Vona að mestu verkirnir séu farnir!

www.zordis.com, 15.11.2007 kl. 22:45

11 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já, krúttið mitt. Það versta er að ég má varla koma við þig án þess að þú finnir til og þú sem færð nánast aldrei mar (ólíkt mér) ert nú allur blár og marinn.

Ert voða sætur samt þegar þú berð þig aumlega...

Bryndís Böðvarsdóttir, 15.11.2007 kl. 23:17

12 identicon

Ég skal hlægja með þér,vegna þess að stundum eru heilu dagarnir svona hjá mér.  Fólk sem þekkir mig  og er stundum í návist við mig tekur eftir þessu.  Já,þótt þú finnir ekki alveg strax fyrir þessu fararheill þá skilar það sér. Bara að taka eftir því "When it comes". Svo það sem allir REYNA . Hver kemst heill frá þessu lífi?  Gangi þér vel að endurheimta HEILSUNA, Drengur góður.              

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 02:27

13 Smámynd: Flower

Ái, það er alltaf vont að falla svona fram fyrir sig. Það gerðist hjá mér í vor og ég lenti í möl og fleiðraði mig í lófunum Nú skaltu bera þig eins illa og þú getur til að herja út samúð Get ekki að því gert en hló eins og brjálæðingur yfir " pabbi þó! " En láttu þér batna

Flower, 16.11.2007 kl. 12:04

14 Smámynd: Halla Rut

Æj Æj og ó.

Halla Rut , 16.11.2007 kl. 13:10

15 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fíflið sem sagði að fall væri fararheill hefur væntanlega haft eins stafs greindarvísitölu. Fall er yfirleitt ekki fararheill, heldur upphafið að hrinu ófara. Þá er það þannig að það sem ekki drepur mann fær mann til að óska að það hefði gert það.

Vona að þú jafnir þig brátt, ekkert gaman að rífast við fólk sem er í klessu. Bendi á að ég gaf Alex Band of Brothers um daginn, hann kannski leyfir þér að horfa á það meðan þú lætur þér batna.

Ingvar Valgeirsson, 16.11.2007 kl. 18:35

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vona bara að máltækið standist og að fallið verði þér fararheill kæri vin.  Þetta hlýtur að vera eins og fall Babelturnsins í slow mo.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2007 kl. 19:49

17 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Íslandsmet í óheppni utanhúss, að mínum dómi! 

Kveðja góð!

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 16.11.2007 kl. 22:40

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega allir fyrir innlitið og samúðina, en ég er allur að ná mér og get gengið á ný á mínum hraða. Það snart mig mjög að sjá hversu margar kveðjur ég fékk úr ólíkum áttum, Guð blessi og geymi ykkur öll.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.11.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband