Ég ætla að ganga til liðs við Frjálslynda!

xfUndanfarnadaga hef mikið íhugað hvar ég stend í pólitík, eftir viðræður við skynsama menn og eigin eftirgrennslan, þá hef ég áttað mig á villu minni og hef gjört iðrun (ekki reyndar hið snarasta, búið að taka smá tíma). Það er ekki von að ég passaði aldrei inn í vinstriflokkaflóruna, ég er hægri maður innst inn við beinið en það hefur tekið mig 31 ár að viðurkenna það. Frjálslyndum vantar örugglega hvort eð er vinstrimann innan sinna raða og hafa gott af aðhaldi.

kosningarÉg veit að þessi ákvörðun mín á eftir að vekja athygli hjá þeim sem þekkja mig, og sennilega hörð viðbrögð. En loksins hef ég fundið flokk sem berst gegn raunverulegu óréttlæti! Þ.e.a.s. kvótakerfinu, ég er Grindvíkingur og hef þannig góðan smjörþefinn af því hvernig þessum ófögnuði er háttað af eigin reynslu. Ég vona að þið virðið þessa ákvörðun mína og hlakka ég til að berjast á alveg nýjum vettvangi.

Ég er að vísu ekki genginn í flokkinn ennþá og vantar þar af leiðandi upplýsingar um hvernig ég ber mig að .... ekki finn ég þetta á xf.is ... þannig HELP! Er ekki til neitt online dót sem ég notað?Shocking

Munum svo að kjósa rétt í næstu kosningum! Kjósum X-F !!!

Að gefnu tilefni og fjölda fyrirspurna er ég EKKI á leið í framboð, en ég vil flokknum vel og reyni mitt besta sem almennur kjósandi að hafa áhrif. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Þegar kemur að málefnum þá er ég sammála flestu því sem Frjálslyndi flokkurinn er að berjast fyrir og hann má eiga það, þetta er hreinlega eini flokkurinn sem berst fyrir málefnum en ekki ákveðnum hópi fólks. Kvótakerfið var hræðileg misstök!   En samt hef ég átt erfitt með að kjósa þá, kannski kominn tími til að gefa þeim séns.

Svo, gott hjá þér Haukur!

Mofi, 12.11.2007 kl. 12:19

2 Smámynd: halkatla

ég myndi reyndar aldrei ganga til liðs við flokk en til hamingju með að hafa fundið það út það að vera orðinn hægrisinnaður inn við beinið - mundu samt að það er vinsælt hjá frjálslyndaflokknum að veiða hvali, mér finnst það skemma dáldið fyrir þeim

halkatla, 12.11.2007 kl. 12:27

3 Smámynd: halkatla

vinstri hægri rugl er bara rugl, en það er satt að kvótakerfið og allur þjófnaðurinn sem er búinn að vera í gangi (þökk sé D og B) hefur gjörsamlega vanvirt allt sem gott er í þessu landi - þannig að ég styð þig (mun samt aldrei kjósa meir)

halkatla, 12.11.2007 kl. 12:28

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Anna Karen, mér þykir afar vænt um viðbrögð þín, ég hélt þau myndu vera .... harðari ... ... en ég er afar feginn að þú sty'ur mig í þessu, en ég er sammála með hvalveiðarnar, þess vegna er nauðsynlegt að þeir fái mann sem mótmælir þeirri grimmd!

Mofi, ég er hérna veikur heima með annan fótinn á kamrinum ... fer ekki nánar útí það.  ;) En ég þekka stuðninginn þinn líka, því þetta var ekki auðveld ákvörðun.

Pétur, ég þekka þér líka góðan stuðning. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2007 kl. 12:39

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vertu velkominn til okkar Guðsteinn. Það er rúm fyrir skoðanaskipti í flokknum okkar og  við berum virðingu fyrir skoðunum þeirra sem hafa burði til aðsetja þær fram.

Sjálfur er ég fráleitt ánægður með allar áherslur talsmanna flokksins á Alþingi en einörð barátta þeirra fyrir breytingum á kvótakerfinu og þar með frelsi fólksins á landsbyggðinni til sjálfsbjargar er eitt mesta réttlætismál samtíðarinnar. Það mál, og jafnframt barátta þeirra fyrir bættri stöðu aldraðra og allra þeirra sem gleymst hafa í trylltum dansi frjálshyggjunnar sannfærir mig um að ég sé á réttum stað.

  Gott hjá þér Anna Karen, þetta með hægri/vinstri. Ég hef aldrei viðurkennt þá algeru uppgjöf dómgreindarinnar að skorða sig af í einhverri slíkri skilgreiningu.

Árni Gunnarsson, 12.11.2007 kl. 12:53

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega fyrir það Árni, og hef ég sent bréf til flokksins varðandi inngöngu mína, ég reyndar tek undir þetta vinstri/hægri bull, enda var það sett fram meira sem húmor en nokkuð annað. En ég þakka góð viðbrögð frá þér Árni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2007 kl. 13:03

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er ennþá að leita að mínum flokk, finnst vinstri flokkurinn aðeins of upptekinn af grænum málum, þannig að mannlega virðist gleymast.

Frjálslyndi flokkurinn finnst mér of fordómafullur og sérstaklega gagnvart nýju fólki hér á íslandi.

Að styðja Sjálfstæðis flokkin væri fáranlegt ég er ekki hægri sinnuð og svo langt frá því

Og samfylkingin er bara hægri flokkur í vinstri-manna-gæru.

Í öllum þessum flokkum er samt fullt af duglegu fólki með metnað fyrir að gera sem best fyrir land og þjóð, kannski ætti bara að kjósa einstaklinga, frekar en flokka.

Svo ég er enn að leita að mínum flokki, til hamingju með að finna þinn.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.11.2007 kl. 13:18

8 Smámynd: Linda

Sæll Hawkster, ég er rosalega stolt af þér, til hamingju með þetta, það er sama hversu oft ég hef svarað spurningum, sem koma fyrir kosningar sem gefa manni klú hvernig maður hugsar flokkslega séð, tíhí, ég hef oftast hafa óeðlilega háar hægri tölur (dæs)  Margt er gott hjá frjálslyndum, þetta með hvalveiðar, mætti alvega fara fyrir borð að mínu mati, ef ég væri ekki eins og Anna búin að taka ákvörðun að kjósa aldrei framar þá mundi e.t.v. skrá mig í flokkinn, en, ég er búin að fá mig persónulega fullsadda af þessum svikum í pólitík og lygum að ég fæ bara ælu.  En, styð samt þína ákvörðun.

Knús og Guð blessi þig.

Linda, 12.11.2007 kl. 13:31

9 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég hef fylgst vel með það var einmitt þetta sem stopaði mig.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.11.2007 kl. 13:38

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vertu hjartanlega velkominn í hópinn Guðsteinn minn.  Það er góður fengur að góðum dreng eins og þér..

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 14:41

11 identicon

Ég og Anna erum eins að því leiti að við göngum ekki í flokka :)
Og óFrjálsir hata útlendinga sýnist manni... og mig minnir að þeir hafi á stefnuskrá að taka þjóðkirkju af ríkisspenanum.. sem er ágætt en alls ekki nægilegt sem mótvægi við útlendingahatri þeirra

DoctorE (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:04

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nanna - samkvæmt þessari lýsingu þinni þá sýnist mér að þú þurfir að stofna eigin flokk!   En XF er ekki fullkominn, en hann er samt skársti kosturinn.

Takk fyrir það Ásthildur !

Dokksi, Endilega bentu mér á þann stað og sannaðu mál þitt að um sé að ræða 'hatur' á útlendinga. Þú getur ekki staðhæft svona án þess að hafa rök fyrir því. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2007 kl. 15:48

13 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já efast um að minn flokkur yrði gallalaus  Það er ekkert einfallt að stjórna landi og þjóð.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.11.2007 kl. 15:57

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Nanna!  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2007 kl. 16:09

15 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þess vegna væri svo fínt að geta kosið einstaklinga í stöður sem henta þeim best en ekki flokka og láta þá svo raða í stöðurnar.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.11.2007 kl. 16:13

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég veit það ekki Nanna ... hjómar vel, en gæti boðið uppá spillingu... er ekki ástandi nógu slæmt?  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2007 kl. 16:50

17 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

afhverju helduru það.  helduru að það yrði meiri spilling?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.11.2007 kl. 16:51

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Afþví að slíkt gæti gengið upp, þarf hver einstaklingur gífurlegt fjármagn til þess að geta boðið sig fram, þá er ekki sama hver er Jón eða Sr. Jón, og enginn nema þeir ríkustu kæmust að.

En  ég skil hvað þú ert að fara og er þetta óvitlaust að hugsa svona, en það er afar vandasamt að útfæra þetta svo að það virki á sem lýðræðislegasta máta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2007 kl. 18:21

19 Smámynd: Halla Rut

Þú ert nú öruglega löngu búin að redda þessu en hér er þetta

http://www.xf.is/default.asp?Sid_Id=29699&tId=1

Halla Rut , 12.11.2007 kl. 18:22

20 identicon

Hæ.

Þá er það pólitíkin. Formaður Frjálslyndra er giftur útlendri konu Þetta voru nú meiri lætin út í Frjálslyndaflokkinn fyrir kosningar í sambandi við útlendingana. Það að hvetja til að fara varlega er ekki sama og útlendinghatur. En þessi ljóti áróður skemmdi fyrir Frjálslynda flokknum. Það er alveg hægt að keppa um atkvæði án þess að segja ósatt um andstæðinginn. Tek það fram að ég hef aldrei kosið Frjálslynda en mér fannst illa að þeim vegið fyrir síðustu kosningar.  Kannski nær Guðsteinn mér í flokkinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:29

21 Smámynd: Halla Rut

Já, og velkomin. Ef þú ert of vinstri sinnaður þá reyni ég bara að hjálpa þér að rata á rétta braut. En þessi flokkur gengur nú bara ekki út á vinstri eða hægri heldur réttlæti.

Halla Rut , 12.11.2007 kl. 18:34

22 Smámynd: Halla Rut

Eru ekki allir sammála því að það eigi að vanda til við þær breytingar sem eru að verða hér á Íslandi vegna aukins aðflutnings útlendinga. Frjálslyndir töluðu um að gera ætti öllum nýbúum kleyft að læra Íslensku og fl. Er það bara ekki gott og blessað. Við gætum ekki rekið okkar þjóðfélag í dag ef ekki væri fyrir hið aðflutta vinnuafl. Ég held að hverjum heilvita manni sé það ljóst.

Halla Rut , 12.11.2007 kl. 18:58

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Guðsteinn Haukur, vonandi hefur þú fundið þína réttu hillu í pólitíkinni. Það er misjafn sauður í mörgu fé, en mér sýnist fullt af yndislegu fólki í Frjálslynda flokknum.

Nýlegt blogg Jóns Magnússonar um, frelsi, virðingu og umburðarlyndi er glæsileg yfirlýsing um vilja til að vinna á yfirvegaðan hátt að velferð þjóðarinnar. 

Ég tel að við eigum ekki að hafa landið ,,galopið" og við eigum að ráða einhverju um það hverjum við bjóðum heim. Sbr. Vítisenglana nýverið. Þeir sem koma eiga að fá góðan viðgjörning og vera vel tekið. Það þarf að koma fram við náungann af virðingu og umburðarlyndi, hvort sem hann er Íslendingur eða útlendingur - alveg eins og frelsarinn prédikar.

Æ, þetta varð aðeins lengra en ég ætlaði mér að skrifa. Vonandi áttu farsælt starf hjá og með  Frjálslyndum framundan. Óska þér gæfu í lífi og starfi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.11.2007 kl. 19:32

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir innlegg Rósa, og vittu til -ég á eftir að tala um fyrir þér.

Halla, það er einmitt málið, eru ekki allir sammála því? Greinilega ekki DoktorE, þess vegna er mikilvægt að hreinsa upp þann misskilning sem allra fyrst! Og takk fyrir stuðningin, gangi þér vel að ná vinstri manninum úr mér! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2007 kl. 19:46

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 

Frjálslyndi flokkurinn finnst mér of fordómafullur og sérstaklega gagnvart nýju fólki hér á íslandi.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.11.2007 kl. 13:18

Nanna Katrín mín, þetta með að Frjálslyndi flokkurinn sé fordómafullur gagnvart nýju fólki á Íslandi er ekki rétt.  Formaður flokksins er kvæntur pólskri konu, og það hafa fáir beitt sér jafnmikið fyrir réttindum erlends fólks hér á landi en hann.  Til dæmis þegar átti að meina börnum erlends fólks að fara í skóla hér, vegna þess að þau voru ekki komin með kennitölu, þá fór hann niður á Hagstofu og ýtti í gegn að börnin fengju kennitölu.   Það sem flokkurinn gerði var að benda á að með óheftum innflutningi erlends vinnuafls, væri að gefa óprúttnum atvinnurekendum tækifæri á að halda niðri launum verkafólks og jafnvel stunda þrælahald. Þetta reyndist svo allt sannleikanum samkvæmt, og hefur nú verið opinberlega staðfest.  Menn hefðu betur hlustað á málflutninginn.  En óvinir okkar herjuðu á flokkinn og komu inn þessari skoðun.  Hún er bæði ósanngjörn og röng.  Ef þú vilt sannleikann, skaltu kynna þér stefnu skrá flokksins, þú sér það hvergi votta fyrir vanvirðingu út í fólk af erlendubergi brotið.

 

Hér tek ég upp úr málefnahandbók Frjálslyndaflokksins það sem ég fann í fljótheitum um innflytjendur og fleiri sem þarf að vernda og verja.  Þetta er allt saman í fullu gildi.

 Velferð og mannréttindiBörn og réttindi þeirra • Eldra fólk • Félagsmál • Innflytjendur ogflóttafólk • Jafn réttur karla og kvenna • Málefni fatlaðra og öryrkjaMannréttindi • Táknmál • Velferðar- og skattamál • Mannréttindi  MANNGILDIÐ Í FYRIRRÚMIVirðing fyrir einstaklingnum og fjölbreytileika mannlífsins.Frjálslyndi flokkurinn vill tryggja réttindi einstaklinganna og frelsi þeirra til aðvelja svo framarlega sem það verður ekki öðrum til tjóns.Fólki líður best þegar það býr við frelsi samhliða kröfum um að það beri ábyrgðá gerðum sínum. Fólki ber að taka ábyrgð á eigin lífi. Það hefur einnig ábyrgðarskyldugagnvart öðrum manneskjum og þjóðfélaginu sem það lifir í.Frumskilyrði fyrir sköpun góðs samfélags er að einstaklingarnir finni til persónulegrarábyrgðar til að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Tryggja ber einstaklingumeins mikið frelsi og hægt er til að þeir geti skapað sjálfum sér sembest lífsskilyrði. Þannig skapast verðmæti sem koma þjóðfélaginu til góða.Það er engin þversögn fólgin í því að tala um frelsi einstaklingsins samfara velferðþjóðfélagsheildarinnar. Sterkustu þjóðfélögin eru þar sem fólkið kemursaman af fúsum og frjálsum vilja til að leysa verkefni eða sinna áhugamálum.Þeim sem spjara sig sjálfir ber siðferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem hallokastanda í samfélaginu. Bæði með frjálsum framlögum og fyrir tilstilli hins opinbera.Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir samfélagi sem einkennist af umburðarlyndi, réttlætiog jafnræði, þar sem frjálsir þjóðfélagsþegnar eru virkir þátttakendur ogbera ábyrgð á sjálfum sér og samfélaginu. Við trúum því að hægt sé að skaparéttlátara samfélag þar sem auðlindum landsmanna er skipt þeirra á meðal meðsanngjarnari hætti en nú er.Kjarni frjálslyndrar stjórnmálastefnu er að hver einstaklingur viðurkenni rétt annarraeinstaklinga til frjálsrar hugsunar, trúar, tjáningar '6Fg frelsis til að kjósa séreigin lífsstíl. Þetta þýðir ekki að frjálslynd stjórnmálastefna einkennist af stefnuleysi.Frjálslynt fólk berst fyrir því að þeir sem hafa ákveðnar skoðanir standi fyrirþeim, en að þeir verji jafnframt rétt annarra til að hafa aðrar skoðanir.4Grundvallaratriði er að allir landsmenn eigi sama rétt til heilbrigðisþjónustuóháð búsetu og efnahagForvarnastarf á heilbrigðissviði verði eflt og fræðsla aukin um holltmataræði og heilbrigða lífshættiAlmenningi verði tryggður sami réttur til tannlæknaþjónustu og annarrarheilbrigðisþjónustuMálefni geðfatlaðra og annarra öryrkja fái aukið vægi með fjölgunúrræða og bættri þjónustu með áherslu á að þeir geti verið virkir þátttakendurí samfélaginuAldraðir geti valið um stuðning í heimahúsum eða dvöl í vernduðuumhverfiKostnaðareftirlit verði eflt varðandi lyfjakostnað í heilbrigðisþjónustuog þátttöku almennings í lyfjakaupumRannsóknar- og þróunarstarf verði eflt og kannaðir möguleikar á þvíað einhverjir þættir heilbrigðisþjónustu verði markaðsvara og atvinnuskapandialmennt og á alþjóðavísu, þ.e. aukin sjálfbærni heilbrigðiskerfisán þess að minnka samtryggingunaAukin áhersla verði lögð á endurhæfingu eftir sjúkdóma eða slys meðþað að markmiði að færni hvers einstaklings nýtist honum og þjóðfélaginusem bestFjölskyldur langveikra barna fái sérstakan stuðning með þátttöku íkostnaði og atvinnutapi  RÉTTUR EINSTAKLINGSINS TIL FRELSISFólk hefur rétt til að lifa sínu lífi án afskipta annarra, að því tilskildu að lífsmátiþess skerði ekki rétt annarra, eða brjóti gegn lögum og reglum þjóðarinnar.Ávallt ber að standa af árvekni vörð um ákvæði stjórnarskrárinnar er varða réttindieintaklinganna. Ríka áherslu ber að leggja á virðingu fyrir sjálfstæðum réttieinstaklingsins. Sömu réttindi skulu gilda fyrir alla, óháð stjórnmálaskoðunum,trú, litarhætti, kynferði eða kynhneigð.• Opnari og einfaldari stjórnsýslaINNFLYTJENDUR OG FLÓTTAFÓLKLeggja þarf aukna áherslu á íslenskukunnáttu innflytjenda til að auðvelda þeim þátttöku í íslensku þjóðfélagi. Tryggja ber að þessi hópur njóti félagslegs jafnréttis og geti tekið fullan þátt í samfélaginu, öllum til hagsbóta.Íslenskt þjóðfélag mun í framtíðinni að hluta til verða myndað af hópum fólkssem á rætur að rekja til ólíkra menningarheima. Frjálslyndi flokkurinn telur aðtilkoma fólks af erlendu bergi brotið leiði til víðsýni meðal þjóðarinnar og aukisamkeppnishæfni hennar á alþjóðavettvangi.Ísland á ekki að skorast undan ábyrgð í málefnum flóttafólks. Einnig ber Íslendingumað taka þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á erlendum vettvangi.34Hér er svo  

Hér er svo úr stjórnmálaályktun sem samþykkt var á síðasta landsþingi Frjálslynda flokksins um innflytjendamál. 

 Hér 4. Málefni innflytjenda:



Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag erlends fólks við uppbyggingarstarf í íslensku samfélagi síðustu misserin.



Margt af þessu fólki mun dvelja hér langdvölum og ber samfélaginu skylda til að veita því stuðning og hjálp til aðlagast íslensku samfélagi, m.a. með íslenskukennslu.



Frjálslyndi flokkurinn telur afar nauðsynlegt að stjórnvöld hafi fullt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkaðinn og tryggi að réttur þess sé virtur og aðbúnaður mannsæmandi. Flokkurinn telur að fólk sem hingað kemur eigi að geta notað sína menntun og fagþekkingu á innlendum vinnumarkaði, enda sé fullgildum skírteinum framvísað.



Frjálslyndi flokkurinn mun þó beita sér fyrir að undanþága sú, sem samið var um í EES-samningnum, varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES, verði nýtt og innflutningur takmarkaður, í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda.



Yfirvöld verða á öllum tímum að hafa stjórn á því hverjir og hvað margir innflytjendur koma til landsins. Jafnframt ber öllum, sem sækja hér um dvalarleyfi, að skuldbinda sig til að hlíta íslenskum lögum og stjórnarskrá.



Frjálslyndi flokkurinn varaði á Alþingi við afleiðingum þess að nýta ekki undanþáguákvæði um frjálst streymi fólks frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins til landsins. Ríkisstjórnin neitaði að hlusta á þau varnaðarorð sem þingmenn Frjálslynda flokksins höfðu uppi, auk þess sem ríkisstjórnin vanrækti að marka stefnu í málefnum innflytjenda.



Ekkert gerðist í þessum málum fyrr en Frjálslyndi flokkurinn hóf umræður um innflytjendamál sl. haust.



Íslenskt þjóðfélag er að breytast í fjölmenningarþjóðfélag og er afar mikilvægt að nýir borgarar aðlagist samfélaginu og kynnist menningu þjóðarinnar og tungu.er

 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 20:16

26 identicon

Sæl aftur.

Þessi stæka herferð var fyrir kosningar. Hræðilegt að vinna atkvæði með því að rægja aðra. Við ættum að læra á reynslu hinna Norðurlandanna. Okkur myndi örugglega bregða ef stúlka sem er múslimatrúar yrði drepin hér á Íslandi af föður sínum eða bróðir ef hún er með íslenskum karlmanni. Ekki viljum við heyra fréttir um að ungar múlimskar stúlkur á Íslandi hafi verið umskornar. Vonandi hefur það ekki verið gert en ????? Auðvita þurfum við aðeins að staldra við og íhuga hvað sé best fyrir bæði okkur og þá innflytjendur sem eru hér og eiga eftir að flytja til okkar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:15

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna Benkovic bað mig að koma þessu innleggi til skila hér;

 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

 

Ásthildur mín kæra......mér er ekki leyft að kommentera á síðu Guðsteins Hauks...sem nú vill ganga til liðs við ykkur! ...vissi það ekki fyrr en ég hafði skrifað þetta...

Guðsteinn...ég er nú "hálf" útlensk, en flest se FF segir í þeim málum "meikar sens"...en ekki breytast í nasista þótt ég segi þetta. FF hefur líka góða sýn á kvótam´lin og margt annað...svo það er margt verra en að kjósa FF! (er þó samkynhneigð, svo þú lest varla mína skoðun!?)

  anna 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 21:17

28 Smámynd: Flower

Þér að segja Haukur fannst mér þú í slæmum félgagskap hjá VG, þann flokk mun ég aldrei kjósa. En verður hættulegt að þekkja þig hér eftir? Verður þú kannski á atkvæðaveiðum hahaha. Ég er ónæm fyrir slíku bara svo að þú vitir það

Flower, 12.11.2007 kl. 22:16

29 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég setti Ástu í bann vegna leiðinlegra athugasemda um mig á öðru bloggi og á þessu bloggi, þú ert sú fyrsta sem ég geri það við Anna B en ég hef aflyft því banni, gegn því að gerir það sem ég bað þig um, þú sýnir mér gagnkvæma virðingu og skal ég gera slíkt hið sama.

Kynhneigð þín kemur mér ekki við og er þitt val, þú hefur verið mötuð af fordómum um okkur kristna um meint hatur okkar á samkynhneigðum, t.d. hef ég séð þig éta upp hvert einasta orð hjá Margrét St. Hafsteinsd. EN það er svo fjarri sannleikanum að hálfa væri nóg. Ég ætla að gera tilraun og bjóða þér bloggvináttu, en þá bið ég þig að vera málefnanleg og kurteis, meira fer ég ekki fram á.

Ég vil svo þakka Ásthildi fyrir frábæra vinnu, og öllum öðrum sem hafa kommentað. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2007 kl. 23:08

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Önnu vildi ég sagt hafa ... ekki Ástu ....

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2007 kl. 23:11

31 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

En bara svo eitt sé á hreinu! Ég er EKKI á leið í framboð, erindið mitt hér ofar snýst aðeins um atkvæðið mitt, en ég er að reyna hafa áhrif! Það er allt og sumt!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2007 kl. 23:15

32 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef þú kallar það iðrun að ganga í Frjálslynda flokkinn þá höfum við tveir greinilega ekki sama skilning á því hugtaki.

Ertu búinn að gleyma skrípaleiknum í kringum það sem var kallað varaformannskosning í Frjálslynda flokknum? Ég hugsa að það hafi farið fram marktækari kosningar í mörgum bananalýðveldum og einræðisríkjum en á þeim fundi.

Ef þú hinsvegar telur þig geta frelsað þann ágæta mann Adda Kitta Gau úr klónum á Jóni Magnússyni og hans kónum, þá ræðstu ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. 

Theódór Norðkvist, 12.11.2007 kl. 23:20

33 Smámynd: Vendetta

Þú gætir gert margt verra en að ganga í Frjálslynda flokkinn. Flest (ekki öll) málefni þeirra eru góð og þetta meinta útlendingahatur er samsæri gegn Frjálslyndum af hálfu Kratafjandanna í Samfylkingunni og lúseranna í Framsókn og á ekki við rök að styðjast, frekar þvert á móti.

Eina vandamálið er að það virðist vera ómögulegt að verða meðlimur að flokknum. Í þeim efnum virðist ríkja algjört kaos hjá þeim. Og hjá þeim er líka stöðug valdabarátta í gangi innbyrðis (dog-eat-dog), alveg eins og í öðrum flokkum. Flokkspólítík er yfirleitt beinhörð, drulluskítug og óheiðarleg og ekki fyrir viðkvæmar sálir. Við hér á mbl-blogginu gætum aldrei unað okkur í pólítík. Við erum allt of hreinskilin og höfum samvizku.

Þannig að Zeriaph, gott ráð til þín: Ekki fara í framboð, því þá þarftu að byrja að lifa í lyginni og hræsninni. Ég veit það af eigin reynslu. Ég bauð mig einu sinni fram fyrir flokkinn Coalition of Retrogrades and Allied Puritans (í öðru landi) en mér leið mjög illa, því að innst inni vildi ég helzt eyða öllum tímanum í kynlífs- og drykkjusvall. En fyrir frambjóðendur flokksins var þetta aðeins hægt um helgar.

Vendetta, 12.11.2007 kl. 23:30

34 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta meinta útlendinga hatur sjá ég bara í viðtali í kastljósi.  Ég þori ekki að fara með nafnið , ef ég skildi fara rangt með, en hann kom fram  í nafni frjálslynda flokksins.  Það var ekki fallegt fannst mér sem hann sagði. Það versta var að hann sjálfur sá ekki fordómana sem hann hafði. 

Auðvita geta menn breytt um skoðun og ég vona svo sannarlega að þessi maður hafi séð að sér og breytt skoðunum sínum.  En mér finnst slæmt að hann hafi talað þessu máli fyrir flokkinn rétt fyrir kostningar. Að það hafi verið samþykkt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 13.11.2007 kl. 00:16

35 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Gott hjá þér, Guðsteinn minn, og viturleg ákvörðun. Þetta er líka eini flokkurinn á Íslandi sem berst fyrir réttlætinu í reynd. Og opinberar ranglætið. Í mínum augum er kvótakerfið og framsalið  stærsti glæpur sem framinn hefur verið á Íslandi.

 Ég kaus Frjálslynda flokkinn síðast og hef verið að velta því fyrir mér að ganga í hann. Nú ætla ég að gera eins og þú, og ganga í flokkinn og gera það að bænarefni mínu að biðja Guð að réttlætismál flokksins fái framganga í næstu Alþingis kosningum og að þjóðin fái vit til að greina rétt frá röngu.

Kær kveðja,

Janus.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 13.11.2007 kl. 01:18

36 identicon

Heill og sæll, Guðsteinn Haukur og aðrir skrifarar !

Ánægjulegt; að fleirri en ég, sjái ljós þungavigtarsveitar Frjálslynda flokksins, þótt ekki hafi gengið í hann, enda...... virðist mér, almennt, að hvítflibba lýðræðið, hér á Vesturlöndum, sé; haldi fram sem horfir, að ganga af vestrænni menningu dauðri.

Skársti kostur; FF, Guðsteinn minn, samt, sé miðað við þá flokka, hverjir nú eru, á dögum.

Nanna Katrín; kynni að verða góður liðskostur, ykkar Guðjóns Arnars, stykki hún, á fleyið, sæmd nokkur, yrði það henni, ef hún mætti.

Mbk., sem fyrr / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 01:30

37 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Til hamingju með að finna flokk til að ganga í, það er góð tilfinning að vera í liði hugsa ég. (Ég forðast þó lið, bæði handbolta- og fótboltalið, flokkslið, baloggvinahaturslið, samtök, félög, saumaklúbba, karlaklúppa og ætla mér alls ekki að ganga í endaþarmsbúlemíufélagið hennar jónínu.)

Benedikt Halldórsson, 13.11.2007 kl. 01:35

38 Smámynd: Svartinaggur

Jæja, svo bróðir Haukur er orðinn að íhaldsdela!     

Svartinaggur, 13.11.2007 kl. 01:36

39 identicon

Stendur ekki einhvers staðar."Þú skalt reyna allt, skilja hið illa eftir og halda hinu". Kannske ekki nákvæmlega orðrétt.En ég held og er eiginlega viss um að ef ég þori ekki þá skeður ekkert og ég er engu nær.Vertu bara rólegur og farðu eftir þínu INNRA.  Ég kaus þá,og sé ekki eftir því og það gerðu enn fleiri sem ég var nú dolfallinn yfir. Ég er fæddur með þeim ósköpum að mega  ekkert  aumt sjá,neinn eða neina misrétti beittan og finnst það hámark ljótleikans að ganga á annars manns rétti.Ég er flokknum ekki alltaf sammála.Hver er það.  SVO ER Það  með ÓlÍKINDUM AÐ RÍKASTA LAND,JÁ ÉG SAGÐI OG MEINA RÍKASTA LAND Í HEIMI SKULI LÁTA ÞAÐ LÍÐAST AÐ ANNAR EINS FJÖLDI FÓLKS Í LANDINU SKULI BÚA VIÐ FÁTÆKRARMÖRK.  SKÖMM og AFTUR SKÖMM. ÞAÐ er kominn TÍMI TIL AР TAKA TIL.    SEGI  OG  MEINA!!ÉG vil taka vel á móti ÚTLENDNINGUM og það sómasamlega.Mér fannst ekki nógu vel staðið að komu þeirra af hálfu STJÓRNVALDA.Þar vantaði mikið á.Ljótur hefur verið FRÍLEIKUR þeirra sem hafa þá að FÉÞÚFU og níðast á þeim.Ég er að tala um ÍSLENDINGA sem uppvísir hafa verið að þessu. Nóg í Bili. Fyrirgefðu frekjuna, Guðsteinn minn.( MÉR LÁ Á ).

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 04:11

40 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.11.2007 kl. 08:48

41 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri vinur, ég hef bara eitt við þig að segja í bili:

 Komdu fagnandi, ég hlakka til að vinna með þér.

Sigurður Þórðarson, 13.11.2007 kl. 10:31

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi minn, ég hef aldrei ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur!  ;

Vendetta, takk fyrir góð ráð, enda ætla ég ekki í framboð. En ég mun styðja við mína menn.

Nanna - Ég gat ekki betur séð en FF hafi verið misskilinn frá upphafi með þetta "útlendingahatur" sitt. Þess vegna er ég feginn að Ásthildur birti stnu FF í þeim málum.

Dagný - Nei, ég held að  "kristilegur flokkur" gangi ekki upp á Íslandi, fólk er of fordómafullt útí okkur til þess að það takist, þú manst hvað gerðist þegar það var síðast reynt! Úffff ....  ;) En góð hugmynd samt og þakka ég stuðningin!  :)

Janus Hafsteinn - takk innilega fyrir það og fagna ég um leið ákvörðun þinni!

Óskar Helgi Helgason - þú ert skemmtilega háfleygur og þakka ég þitt komment!  :D

LOL Benni!  og ætla mér alls ekki að ganga í endaþarmsbúlemíufélagið hennar jónínu. Ég lá í gólfinu er ég las þetta!!

Svartinaggur, "you can't beat them, join them!"  ;) Ég veit að þú af öllum fagnar þessu!  Svona miðað við okkar sögu!
 
Þórarinn Þ Gíslason - þú varst með enga frekju! En ég segi eitt stórt AMEN við þínum m+álflutningi!!

Gunnar Helgi - þú kommentar bara næst!  ;)

Takk fyrir það Arna mín, þig þykir mér alltaf svo vænt um!

Sigurður Þórðarson - Sama segi með þig!

Kristinn Haukur Guðnason - þín orð dæma þig sjálfan!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.11.2007 kl. 13:06

43 Smámynd: Linda

Ja hérna. En Haukur, ræddu við nýju vini þín um hvalveiðar En, því miður þá er ég svo illa svikin af pólitík að ég ætla að láta slíkt vera, eins og ég sagði hér fyrir ofan, mun ekki kjósa aftur (næstum 100%)og mun ekki skrá mig í flokk (99.99%)nema fyrir kraftaverk og í pólitík er slíkt óraunhæfur draumur.

Knús.

Linda, 13.11.2007 kl. 18:17

44 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Linda. Það er slæmt að heyra Linda að þú hafir verið illa svikin, en ég er því miður ekkert hissa. Þetta virðist vera hluti af mannlífsflórunni en svo er líka til fullt af heiðarlegu fólki sem gengur ekkert annað til en að láta gott af sér leiða. Ég þekki Guðstein ekki mikið en strax og ég kynntist honum skynjaði ég að hann tilheyrir þeim hóp. Þannig fólk við ég þekkja og vinna með í pólitík. Linda mig langar líka að þakka þér kærlega fyrir þessar fínu myndir sem þú tókst í göngunni.

Sigurður Þórðarson, 13.11.2007 kl. 18:57

45 identicon

Sælt veri fólkið.

Er nú ekki einum of að kalla fólk hér á Íslandi nasista? Sjá grein hér aðeins ofar. Við höfum heyrt um fólk frá  t.d. Afganistan, Íran og Írak sem hafa flutt til Evrópu á þeim forsendum að þau væru flóttafólk en svo höfum við heyrt að þau hafi skrökvað því og að þetta sama fólk hafi verið beinlínis sent til að vinna gegn okkur á Vesturlöndunum. Tek það fram að við höfum heyrt en ég veit ekki hvort þetta er staðfest. (Til vonar og vara upp á útisnúning) Við munum alveg með Tvíburaturnana. Hvar bjuggu mennirnir? Jú í Evrópu.

Hér ofar talaði ég múslímskar stúlkur. Erum við búin að gleyma með stúlkuna sem var myrt í Svíþjóð? vegna þess að hún átti kærasta sem var innfæddur og ekki múslimi.

Eigum við að hafa landið okkar galopið og bjóða fólki eins og Osama Bin Laden pólitískt hæli hér á Íslandi af því að við erum svo umburðarlynd og góð??? Kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 21:30

46 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kristinn Haukur þarftu ekki aðeins að fara að líta í eigin barm, með sóðalegum talsmáta þínum berðu hvorki virðingu fyrir náunganum né sjálfum þér ? 

Er allt í lagi að kalla yfir fólk ógæfu ("blóðugan niðurgang")  sem kýs annað stjórnmálafl en þú - en svo ertu voðalega mildur og umburðalyndur í garð hvers þess sem bankar hér á landamærin án þess að þekkja haus né sporð af þeim ? Hvernig veista að ÞAÐ fólk sé ekki nasistar ?  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.11.2007 kl. 22:07

47 Smámynd: Linda

´Sæll Sigurður ég vildi þakka þér þín orð, þó vildi ég leiðrétta einhvern misskilning, um myndirnar úr göngunni, því ég get ekki eignað mér þær á neinn hátt, ég hinsvegar vísaði bara á síðu sem hafði þegar sett þessar myndir inn, vildi að ég hefði verið svona dugleg að ljósmynda daginn. 

Linda, 13.11.2007 kl. 22:20

48 Smámynd: Karl Jónas Thorarensen

Haukur minn , sjaldann hef ég orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum eins og núna með þig. Ég veit varla hvað ég á að segja

Karl Jónas Thorarensen, 14.11.2007 kl. 07:13

49 Smámynd: Vendetta

Kristinn Haukur, drullusokkurinn þinn. Blessaður farðu og kjóstu landráðaflokkinn Samfylkinguna eða krabbameinsæxlið Framsókn eða einhvern annan gjörspilltan flokk. Sama er okkur. Þetta helvítis bull í þér er ekki svaravert. 

Vendetta, 14.11.2007 kl. 11:08

50 Smámynd: Vendetta

Pétur, ég skil nú ekki þessi viðbrögð hjá þér. Ég var bara að svara ræksninu Kristni Hauk Guðnasyni í sömu mynt. Ekkert erfiður dagur hjá mér, þvert á móti.

En ég vil óska þér til hamingju að stjórnin í DK heldur velli, væntanlega með stuðningi frá DF. Og enn betra að landráðaflokkurinn Radikale Venstre missti helming (hef þó ekki nákvæmar tölur).

Vendetta, 14.11.2007 kl. 12:02

51 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég þakka öll komment, það er svo mikið að gera að ég hef ekki tíma til þess að svara fyrr en seinna í dag. Pétur og Vendetta, þið eruð vinir í raun, þessi sóðatals máti nafna míns er til skammar og eyði ég næsta kommenti hans út ef hann heldur sér ekki mottunni.

Öðrum þakka ég að líta við, sérstaklega Jóhönnu með foreldra nöfnin, sem ég kann afar vel við og er góður guðfræðingur. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.11.2007 kl. 12:26

52 identicon

Hæ. Kópera textann minn sem var hér fyrir ofan og vakti kátínu

Eigum við að hafa landið okkar galopið og bjóða fólki eins og Osama Bin Laden pólitískt hæli hér á Íslandi af því að við erum svo umburðarlynd og góð??? 

Ef allt þetta fólk má koma inní landið án þess að neitt sé athugað, getur þetta fólk tilheyrt hryðjuverkasamtökum eða verið nasistar? Það fólk sem búið er að koma hérna er sumt notað af einstaklingum sem þrælar. Fólkið fær ekki það kaup sem það á rétt á hér. Betra að flytja inn færri í einu til að fylgjast líka með hverning þessu fólki reiðir af. Því við Íslendingar virðumst líka vera grimm og þörfnumst eftirlits t.d. vegna þeirra sem flytja til okkar.

Hlakka til að lesa um Jesú umræður aftur

  X - Jesús

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:38

53 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sigurður Þórðarson - mikil ósköp hlakkar mér til að fara vinna með þér, ég er afar feginn að hafa fengið þau forréttindi að kynnast slíkum höfðingja eins og þér.

Rósa - ég vil þakka þér góðan stuðning, en ég tel þennan Kristinn Hauk ekki svaraverðann, hann er bæði dónalegur og illa upplýstur, ég get ekki annað en beðið fyrir honum.

Linda - takk fyrir innlitið!  :)

Jóhanna Magnúsar-og Völudóttir - þú hefur veitt mér ómældann stuðning og þakka ég fyrir það! En ég tala ekki við þennan Kristinn Hauk fyrr en að talar eins og maður, ekki eins og skepna!

Kalli - ég hélt að þú af öllum myndir fagna að ég snéri mér til hægri!

Bryndís - takk fyrir það!  :)

Vendetta - ég fyrirgef þér orðbragð þitt vegna þess að ég þekki þig og veit að þú ert verja mig. Takk innilega fyrir það! Þú ert vinur í raun!

Pétur - til hamingju með kosningarnar í Köben!

Rósa - það er stutt í Jesú umræður. Ég ætla birta minn vitnisburð næst og verður ekki skafið undan neinu, enda skrítinn saga sú.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.11.2007 kl. 13:19

54 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta var þitt síðasta innlegg Kristnn Haukur, ég var búinn að vara þig við og set ég þig framveigis í bann, ég kæri mig ekki um þennan talsmáta þinn og rökleysu. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.11.2007 kl. 13:31

55 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svona til fróðleiks, þá á kvótaharmurinn sér rót í réttarfarslegum mistökum, með ófyrirséðum afleiðingum þá. Það var dómur hæstaréttar, sem heimilaði útgerðarmönnum að eignfæra kvótann eða óveidda fiskinn.  Hvergi er sagt í lögum að það megi selja eða kaupa kvóta, þótt það sé gert, hvað þá erfa hann.

Er ekki spurning um að áfría þeirri niðurstöðu til Haag, ef það er ekki orðið of seint?

Kem inn á þessa sögu í ÞESSARI gömlu færslu.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 06:08

56 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo varðandi innflytjendamál, þá er orðið aðkallandi að herða eftirlit með bakgrunni farandvrerkafólks ef taka á mið af síendurteknum hópnauðgunum þeirra hé og það síðast á þessari helgi.  Einig er hlutdeild þeirra í auðgunarbrotum og innbrotum ekki í neinu hlutfalli við takmarkaðann fjölda þeirra hér.

Hér er pottur brotinn og ef þessir einstaklingar, sem koma óorði á aðra útlendinga verða ekki sigtaðir út eftir fremsta megni, þá mun það verða vatn á myllu kynþáttahaturs og öfgahópa hér.  Hið opinbera sýnir of mikið kæruleysi og þessi himinhrópandi pólitíska rétthugsun verður að eiga sér takmörk og er reyndar orðinn alger farsi.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 06:15

57 Smámynd: Linda

Er gjörsamlega sammála þér Jón Steinar við báðum athugasemdum, og þú hefur sýnt hugrekki með því að setja þetta fram, margir hafa reint en verið úhrópaðir rasistar fyrir vikið, ég verð krosseygð þegar ég les þannig bull, fólk verður að átta sig hvað og hver hinn raunverulegi rasisti er, það er ekki frjálslyndi flokkurinn, þrátt fyrir múgæsing leyddan af fyrirverandi flokks meðlimi, heldur má vita nákvæmlega upp á hár hvað fordómar og rasisimi er um, með því að fara inn á vibba síðuna  sem ég vil helst ekki nefna hér, því mér blöskrar við að auglýsa þann viðbjóð, ég held að flestir viti hvaða síðu ég á við.

Linda, 15.11.2007 kl. 07:52

58 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar Friðrik - ég vona að þú takir "rétta" ákvörðun, sem er alfarið undir þér kominn, en þú veist hvar ég stend og mun styðja þig ef þarf.

Jón Steinar - ekki erum við oft sammál, en nú verð ég taka heilshugar undir orð þín! 

Linda - ég þakka dýrmætan stuðning og vona ég að síðan sem þú nefnir verði lögreglumál! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.11.2007 kl. 08:31

59 Smámynd: Halla Rut

Það er bara fullt að gerast hjá þér Guðsteinn.

Halla Rut , 15.11.2007 kl. 13:25

60 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já Halla, ég er farinn að gruna rakspírann - en þessi viðbrögð eru hulinn ráðgáta! ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.11.2007 kl. 13:43

61 identicon

Sælt veri fólkið.

Ég er alveg í skýjunum yfir sumum svörunum hér fyrir ofan og hef látið það í ljós við viðkomandi með e-mail. Vonandi sér Snorri Óskarsson þetta blogg. Ætla að senda honum bréf og láta hann vita. Þarna erum við í takt við nýjan vin sem við erum ný búin að kynnast.

Guðsteinn hvaða sort af rakspíra notar þú. Gætir sagt allavega strákunum frá leyndarmálinu. Gæti virkað hjá þeim líka.

Guðs blessun/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:28

62 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til Jóns Steinars: Það er ekkert hægt að sigta út útlendinga til að koma til landsins, þú mátt koma, en ekki þú. Fjórfrelsið í EES-samningnum sér til þess.

Addi Kitta Gau átti þá ekki að samþykkja EES-samninginn, ef hann var og er á móti því að fá útlendinga til landsins. Hann hafði tækifæri til þess fyrir 14-15 árum, þá var hann á þingi. Hann samþykkti samninginn.

Það þýðir ekkert að koma grátandi núna og segja að við viljum ekki fá allt þetta pakk til landsins. Héldu menn kannski að útrásin og velmegunin, sem byggist á EES-samningnum, hafi verið ókeypis? Nei, þetta er aðgöngugjaldið, við misstum sjálfræði okkar í þessum málum og mörgum öðrum.

Eina leiðin til að stemma stigu við glæpum, útlendinga sem Íslendinga, er að efla löggæslu og stuðla að réttlæti í þjóðfélaginu.

Theódór Norðkvist, 15.11.2007 kl. 15:01

63 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Teddi: Ég held að það þurfi að koma á sértækri samvinnu lögregluyfirvalda í þessum löndum, sem helst um ræðir. Það má ekki biðja um sakaskrár beint vegna persónuverdarlaga og ef menn reiða slíkt fram sjálfir, er víst að þau eru fölsuð. Slíkt hefur víst komið nokkuð oft í ljós.

Mér finnst blóðugt ef það þarf að bíða eftir endurteknum morðum t.d. til að menn taki sig til. Engir samningar eru meitlaðir í stein og stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í að knýja á um breytingar.  Almannaheill vegur þyngra hér en eitthvað ferðafrelsi.  Ég veit að þetta er dilemma og enn eitt dæmið um ófyrirséðar gloppur í slíkum milliríkjasamningum.

Verði frekari brögð að þessum brotum erlendra farandverkamanna, þá mun kynþáttahatri vaxa fiskur um hrygg og árekstrar verða.  Við verðum að reyna að sigla milli skers og báru í þessu og finna diplómatíska leið til að halda friðinn.  Þetta bitnar ekki bara á borgurum, heldur líka á saklausu farandverkafólki, sem aldrei hafa neitt til saka unnið.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 15:28

64 Smámynd: Theódór Norðkvist

Engir samningar meitlaðir í stein, segirðu. Skoðaðu ákvæðin í EES-samningnum á vefsíðu Alþingis og þær undanþágur sem hægt er að fá frá frjálsum flutningi. Ég fullyrði að það þurfa nánast að vera hamfarir á landinu til að við fáum undanþágu frá þessum ákvæðum.

  • Getum við borið við óhagstæðri blöndun á kynþætti okkar? Tæplega.
  • Getum við borið við slæmu efnahagsástandi? Hér er nánast ekkert atvinnuleysi, það yrði hlegið að okkur.
  • Getum við borið við óróa á vinnumarkaði? Þá yrði hlegið enn meir að okkur, það sem við höfum séð hér er bara klapp á bakið miðað við verkalýðsdeilur í Frakklandi svo dæmi sé tekið. Þar hika menn ekki við að eyðileggja hráefni og afurðir í stórum stíl til að undirstrika kröfur sínar.

Theódór Norðkvist, 15.11.2007 kl. 15:49

65 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú hefur vafalaust rétt fyrir þér í þessu Teddi, en það má vafalaust finna önnur ákvæði eða einhverskonar öryggissáttmála, þar sem skipulögð glæpastarfsemi eða grunur um hana er tekin fyrir.  Annars er þessi lagabálkur búrókaratanna orðinn um 10 metra hár´a  A4 blöðum og erfitt orðið að henda reiður á vitleysuna.  Guð forði okkur frá fullri aðild að þessum fasisma. (Jamm, ég sagði GUÐ, því ekki má ég vera að því:))

Það er blóðugt að þurfa að fórna mannslífum til að breyta þessum ritningastöðum hins allraheilaga í Haag. Ég fer allavega út á götu með heygaffal minn og kyndil ef svo verður.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2007 kl. 07:11

66 Smámynd: Vendetta

"Hvergi er sagt í lögum að það megi selja eða kaupa kvóta, þótt það sé gert, hvað þá erfa hann." Nei, en allt sem ekki með berum orðum er bannað í lögum, er í princíppinu leyfilegt. Þingmenn hafa aldrei fattað það og þeir halda, að allt bara komist í lag af sjálfu sér.

Annars er það öruggt að það hafi verið ætlunin hjá Halldóri Ásgríms, að þeir sem fengju kvótann að gjöf, mættu gera við hann sem þeir vildu. Halldór hefur líka grunað, að með þessu yrði hann hataðasti stjórnmálamaður á Íslandi, en hann vissi að það mundi alltaf vera eitthvað öryggisnet fyrir hann. Hæfum einstaklingum var bolað í burtu til þess að þessi landeyða gæti orðið formaður norrænu ráðherranefndarinnar.

Vendetta, 16.11.2007 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588367

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband