Mánudagur, 5. nóvember 2007
Vottar eru EKKI kristnir !
Að minnsta kosti í skilningi flestra ef ekki allra kirkjudeilda.
- Þeir telja Jesú vera annan en sá sem hann er, og fullyrða að hann sé Micheal Erkiengill og um leið afneita þrenningunni !
- Þeir guðlasta heilögum anda og segja hann ópersónulegan, þeir telja hann vinna eins og rafmagn!
- Þeir eru methafar í heimsendaspádómum.
- Þeir gefa út eigin rit sem þeir taka fram yfir ritninguna, þ.e.a.s. Varðturninn sem þeir telja málpípu Guðs.
- Þeir hafa fórnað þúsundum safnaðarmeðlima sinna vegna ofsatrúar á mannakenningu, það stendur hvergi nokkursstaðar í ritningunni að það megi ekki gefa blóð eða nota blóð úr öðrum. Þeir plokka þetta úr GT sem var LANGT fyrir tíma læknavísindanna.
- Blóðið var aðeins heilagt á altari prestanna, því altarið var Guðs og helgidómur hans ríkti yfir því. Slíkt á ekkert skylt við hvorki nútíma eða fornsamfélag og er þeirra boðskapur hættulegur útúrsnúningur!
- Af ávöxtunum skulum við þekkja þá, og hafa Vottarnir mörg líf á samviskunni vegna þessarar heimskulegu blóðgjafarafneitun.
- Jesús var staurfestur og ekki krossfestur samkvæmt þeim.
- Þeir afneita því Jesús hafi risið upp í holdi, sem er mjög alvarlegt að afneita sökum kraftaverkanna og náðarinnar.
- Þeir trúa að aðeins 144.000 komist til himna, og þegar þangað er komið fá þeir ekki einu sinni að hitta Jesú, þann sem dó fyrir syndir þeirra.
Hér má lesa um Vottanna og afstöðu þeirra til blóðgjafar.
Þetta eru þeirra eigin orð, smella fyrir heimild:
Watchtower Blood policy in 1961:
If you have reason to believe that a certain product contains blood or a blood fraction if the label says that certain tablets contain hemoglobin this is from blood...a Christian knows, without asking, that he should avoid such a preparation. - The Watchtower 11/01/1961, p. 669
Is it wrong to sustain life by administering a transfusion of blood or plasma or red cells or others of the component parts of the blood? Yes!...the prohibition includes "any blood at all." - Blood, Medicine and the Law of God, 1961, pp. 13, 14
Ekki hefur mikið breyst síðan 1961. Og sannar þessi frétt það.
Einnig hafa þeir verið að berjast við mannréttindaráð evrópu fyrir undanþágu fyrir blóðgjafaratriðið. Mannréttindaráðið sendi þessa yfirlýsingu frá sér 1998:
"The applicant [Christian Association Jehovah's Witnesses in Bulgaria] undertook with regard to its stance on blood transfusions to draft a statement for inclusion in its statute providing that members should have free choice in the matter for themselves and their children, without any control or sanction on the part of the association."
European Commission of Human Rights, March 1998.
og hér er erindið þeirra:
Before a person becomes one of Jehovah's Witnesses, the Bible standards are clearly explained. Of course, if someone as a baptized member of Jehovah's Witnesses engages in conduct that falls outside of those Bible standards, efforts are made in a kindly manner to help the erring one recover spiritually. If one refuses such assistance and refuses to uphold Bible standards, including Bible standards regarding the misuse of blood, then this may at times lead to the Scriptural action of disfellowshipping.-1 Corinthians 5:11-13."
Watchtower letter, August 1998.
Sömuleiðis er þeim skylt að ganga með kort í veskinu um að þeir afneiti allri blóðgjöf:
Ég þvæ hendur mínar af öllu því blóði sem Vottarnir hafa úthelt, og hef ég aldrei talið þá vera kristna og eiga nokkuð skylt við Kristni yfir höfuð. Menn sem afsræma ritningunna eins og þeir telja sig geta gert, t.d. hafa þeir jú eigin biblíu í bandaríkjunum. Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.
Þáði ekki blóð og lést af barnsförum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 6.11.2007 kl. 14:01 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 588271
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Góð grein hjá þér Haukur, Guð blessi þig og allt þitt
Guðrún Sæmundsdóttir, 5.11.2007 kl. 23:14
Úfff ... ekki er þetta fögur saga kæri Hilmar. Og ekki skil ég rök Vottanna að trúa þessu, sérstaklega í ljósi ritningarinnar, þrátt fyrir að hafa mergsinnis lesið þeirra boðskap. Takk fyrir þitt innlegg Hilmar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.11.2007 kl. 23:14
Takk Guðrún, Guð blessi þig líka.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.11.2007 kl. 23:15
jæja Haukur minn, ég vissi að þú mundir koma með frábærar upplýsingar er varðar þetta mál, ég ekki er ég vonsvikin, frekar en fyrri daginn. Knús kæri vinur, þú ert snilli.
Linda, 5.11.2007 kl. 23:44
Sæll og blessaður.
Takk fyrir fróðleikinn. Hræðilegt fyrir börnin að vera móðurlaus. Maður á víst ekki að dæma en þetta er alveg út í Hróa Hött. Ég las innlegg frá þér hjá Jóhanni. Ég var mjög ánægð með innleggið. Við þurfum sjálf að kynna okkur hvað er að gerast og svo getum við myndað skoðun. Við getum svo notfært okkur það sem við sjálf upplifðum jákvætt og látið hitt eiga sig. Hver og einn velur fyrir sig.
Ég trúi því að Guð almáttugur heyri ágætlega. Guð hefur svarað bænum mínum. Ég þarf ekki að vera með neinn hávaða. Þú veist hvað ég meina en ég tala svolítið undir rós. Eins líkar mér ekki þegar músíkin er svo hávær að manni líður illa. Slæmt fyrir heyrnina. Sé ekki tilganginn með þessu á neinn hátt.
Guð blessi þig og fjölskyldu þína. Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 23:46
Kannski fréttin hafi verið 'leiðrétt' frá því hún var birt og þar til ég las hana nú, en ég sé hvergi minnst á þar að vottarnir séu eða telji sig kristna. Þannig að eftir að hafa lesið fréttina og síðan innleggið hér, um hana, dettur mér fyrst í hug að spyrja 'so what?'
Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 00:50
Gott mál, en hvað varðar 5. athugasemd þína: Þeir hafa fórnað þúsundum safnaðarmeðlima sinna vegna ofsatrúar á mannakenningu
Mundu að fólk hefur fúsan og frjálsan vilja. Þeir hafa varla fórnað fólki. Það er hverjum og einum í sjáfsvald sett að fórna sjálfum sér og taka ákvarðanir fyrir hönd hvítvoðunga (eða ófæddra einstaklinga). Fólk tekur afstöðu með málefninu og enginn er fórnarlamb (nema þeir sem ekkert hafa um málið að segja sökum ungs aldurs t.d.).
Mundu einnig að það er stór og mikil fullyrðing að segja að einhver ákveðinn hópur sé kristinn eða ekki kristinn. Hvað felst í því að vera kristinn? Samkvæmt orðabók er sá kristinn sem játar trú á Jesú Krist. Gera Vottarnir það ekki?
Gætum okkar á því að tala ekki út um óæðri endann. Þaðan koma gjarnan fullyrðingar sem lykta illa og skortir rökstuðning.
malin (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 02:41
Fín grein Haukur!
Það er rétt að Gamla Testamentið var langt fyrir tíma nútímalæknavísinda og nútímalæknavísindi hafa ekki betrum bætt þá ráðgjöf sem þar er að finna. Tugþúsundir ef ekki miljónir manna hefðu ekki þurft deyja ef menn hefðu fylgt heilsuráðgjöf Gamla Testamentisins.
http://www.answersingenesis.org/creation/v26/i1/hygiene.asp
http://www.answersingenesis.org/creation/v17/i1/medicine.asp
http://www.godandscience.org/apologetics/bibletru.html#Cure
Biblían varar við að komast í snertingu við blóð, drekka blóð og hvað þá fá blóð annara manneskju í sig og af mjög góðum ástæðum. Útilokað að vita t.d. hve margir smituðust af HIV vegna þess að þeir fengu smitað blóð. Málið er samt að þessar reglur eru til að vernda líf og Vottarnir hafa hérna snúið blessun Guðs í bölvun með sinni hegðun.
Þeir trúa að Jesús sé frelsarinn en þeir trúa ekki að Hann sé Guð. Síðan hafa þeir margt í farateskinu eins og Haukur benti á sem gerir það að verkum að maður á mjög erfitt með að kalla þá kristna. Ég myndi aldrei gera það.
Mofi, 6.11.2007 kl. 08:11
það væri svo sannarlega hægt að búa til lista á við þennan yfir fleiri kristileg trúarbrögð, sérstaklega kaþólsku kirkjuna og meðlimi hennar, sem brjóta að mínu mati dáldið mörg boðorð og grundvallarfyrirskipanir sem Biblían gefur. En ég myndi samt ekki kalla kaþólikka ókristna. Mér finnst þessar ofsóknir á vottunum vegna þessarar fréttar alveg með ólíkindum.
halkatla, 6.11.2007 kl. 09:59
Linda, takk fyrir það. :)
Rósa, ég skil nákvæmlega hvað þú ert að fara og Guð blessi þig. Prófa fyrst dæma svo, alveg eins og með börnin þegar þau reyna nýjan mat.
Brjánn, ég hef séð um alla bloggheima menn vera að tengja þetta við kristni. Þess vegna fór ég þessa leið, menn megi ekki tengja þetta og kenna okkur um eins venja er.
Malin, Vottarnir játa ekki trú á Jesú Krist, þeir telja að þrenningarkenningin sé vitleysa og frá djöflinum komið. Benda oft á gamla þríeina Guði í þessu samhengi. En ég lít á þetta sem "fórn" því ég tel sjálfur þessa kenningu vera ranga, kannski er það fullsterkt tekið til orða og skil ég meiningu þína, en þetta er bara mín skoðun.
Mofi, Takk fyrir snilldarinnlegg.
Anna mín, já auðvitað má gera svona lista við hvaða söfnuð sem er. En Vottarnir eru MJÖG sérstakir hvað þetta varðar og get ég hreinlega ekki samþykkt boðskap þeirra. Þeir eru svo LANGT frá hinum venjulega kristna boðskap að hálfa væri nóg. En ég er að hreinsa upp þann misskilning að Vottarnir séu kristnir, þess vegna gerði ég þennan lista.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.11.2007 kl. 11:32
þessi kona tók trúarsöfnuðinn fram yfir trúna í þessu tilfelli
ég rakst á grein eftir konu sem var í sömu sporum og þessi sem dó: http://www.religionnewsblog.com/19826/jehovah-s-witness-2
trúarkenningar geta verið svo steiktar og bilaðar, það er víst alveg á hreinu. En í mínum huga eru vottarnir mjög gott kristið fólk
halkatla, 6.11.2007 kl. 11:59
Nákvæmlega Anna Karen, feginn er ég að sjá þig bregðast svona vel við. Því ég vissi vel að þú ert frekar hlynnt þeim, og Guð blessi þig fyrir skilningin. Því ég er engann veginn einn um þessa skoðun meðal trúaðra.
En þessi kona hafði greinilega mikla trú á boðskap kirkju sinnar, fyrst hún kýs að deyja fremur en óhlýðnast óstaðfestum boðskap.
En þau koma yfirleitt fram í miklum kærleika, og þess vegna upplifir þú og aðrir þau sem "kristinn".
En til er synd sem EKKI er fyrirgefinn, það er að lastmæla heilögum anda. Mér finnst þau persónulega gera það með því að kalla hann ópersónulegann.
Ég minni á söguna um Annanías sem laug til um hvað hann gaf til safnaðarins, þ.e.a.s. hann og kona hans. Þá sagði Pétur honum að hann hafi 'hryggt' heilagann anda.
Ég spyr þá, hvernig er hægt að 'hryggja' ópersónulegann hlut? Eins og t.d. rafmagn? Ég gæti svo sem reynt að öskra á rafmagnið blótsyrðum og móðgunum, en ég held ég gæti ekki 'hryggt' hann. Enda er heilagur andi persónulegur og veit ég það af eigin raun. Það er aðalástæðan fyrir því, að ég er á móti þeim.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.11.2007 kl. 12:34
Ég skil nú ekki af hverju vottarnir eru að leita til lækna yfir höfuð ef þeir mega ekki þiggja einhverjar meðferðir hvort sem er, en ég er kannski eitthvað þröngsýn núna.
Ég veit það allavega af eigin reynslu að Guð leggur blessun sína yfir hverja þá læknisrannsókn og meðferð sem maður þarf. Hvort maður fær svo einhverja bót meina sinna er alfarið í höndum Drottins.
Flower, 6.11.2007 kl. 12:42
Flower, það er einmitt málið. Guð gaf okkur læknavísindin og mér finnst þau hlunnfarinn með þessu. Auk þess er ritað: "Þú skalt ekki morð fremja" og að konan geri nýfætt barn sitt munaðarlaust fyrir duttlunga safnaðarins er ekkert annað en fórn!
Gunnar Friðrik, ég held það sé hárr rétt hjá þér. Þegar ég var yngri varð ég alvarlega veikur, ég þurfti á blóði að halda og er ég feginn að lenda ekki í eins Hilmar lýsti hér ofar. Og takk fyrir hrósið Gunnar minn, alltaf hefur þú stutt mig í erfiðum málum og áttu inni hjá mér fyrir það.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.11.2007 kl. 13:16
Kannski var eiginmaðurinn og lífið bara svona hundleiðinlegt að hún þoldi ekki meira :=)
Ég yrði nett geggjaður sjálfur ef ég væri í einhverjum hopp & skopp söfnuði.. eða bara hvaða trúarsöfnuði sem er, ég myndi búa til svona vesen fyrir söfnuðinn og deyja með bros á vör vitandi að nú tæki svefninn endalausi við... ahhhh svo gott að sofa út zzzzzzzzzzzz
DoctorE (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 15:46
Guðsteinn, er það ekki einfaldlega rétt hjá vottunum að Kristur hafi verið festur á staur en ekki kross? Allavega hef ég staðið í þeirri trú og ég býst við að þú munir komast á sömu skoðun ef þú skoðar heimildir og veltir þessu alverlega fyrir þér. En hvort heldur er sé ég ekki að það skipti meginmáli fyrir kristinn boðskap eða um fórnardauða Jesú.
Sigurður Þórðarson, 6.11.2007 kl. 20:34
Af kristnum söfnuðum standa vottarnir næst aðventistum en að sama skapi tiltölulega lengst frá okkur heiðingjunum, þar sem þeir virðast kjósa að útiloka flest sem er sameiginlegt með kristni og náttúrutrú. Ég vil taka það fram að þeir einstakligar sem ég þekki í þessum söfnuði koma vel fyrir og virðast einlægir í sinni trú.
Þrátt fyrir orð mín að ofan þá er rétt að geta þess að helstu frumkvöðlar náttúrulækninga koma úr röðum aðventista og votta. Þess utan hafa þessir söfuðir (einkum aðventistar) látið gríðarlega mikið til sín taka í líknar og velferðarmálum miðað við fjölda meðlima. Við skulum fara varlega í að dæma, hvað þá fordæma, þó við séum ekki alltaf sammála.
Sigurður Þórðarson, 6.11.2007 kl. 21:09
Ég heyrði nú eina sögu um votta þar sem að lítil stelpa hjóna sem að voru vottar þurftir blóðgjöf. Stelpan var að deyja og hjónin neituðu blóðgjöf.læknarnir tóku þá málin í sínar hendur og vistuðu hana inn á sjúkrahúsið. Þeir sem að voru yfir söfnuðinum funduðu með foreldrunum og voru tilbúnir að ræna stelpunni og senda þyrlu eftir henni og smygla henni þannig út, á þyrlupalli sjúkrahúsins. Eftir þennan fund þá áttuðu foreldrarnir sig á því hvað þetta var orðið of mikið. En þau eru víst kristin í dag. Ég heyrði þetta nú hjá félaga mínum, get nú ekki staðfest þetta með e-u áræðinlegu. Kv. Bróðir Tóti
Tóti (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:10
Sigurður Þórðarson, ég hef kannað það vel með krossdauða Jesú. Í grískunni er talað um að hann hafi farið með 'stauros' upp að 'stauros', eða staur upp að staur. Sem þýðir auðvitað að hann þurfti að setja saman 2 staura, sem mynda hvað? Kross. Au þess er til þvílíkt af sönnunargögnum um hvernig rómverjar stunduðu aftökur á þessum árum. Yfirleitt var notast við X eða kross. Á þessum rökum byggi ég mál mitt, þ.e.a.s. að vottarnir fari með fleipur.
Sammála er ég að með þeim fremstu á sviði náttúrulækninga koma frá aðventistum, en ekki hef ég orðið var við margann vottann.
Ég leyfi mér að fordæma villu, því það eru þeir að boða með því að afskræma fagnaðarerindi vor.
Tóti, margar sögur eru til um þessa voðaatburði, og er ég ekki frá því að ég hafi einmitt heyrt þá sömu og þú. Takk fyrir það Tóti að deila þessu.
Dokksi, þú ert furðulegur! ;)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.11.2007 kl. 22:11
Takk fyrir þetta. Ég er sammála þér um þetta mál ég lít ekki á vottana sem kristna.Og satt að segja sé ég ekki hvernig þeir geta það sjálfir.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 22:45
Guðsteinn, ég lít nú ekki á þetta (hvernig aftökutólið var í laginu) sem grundvallaratriði en þetta er samt dálítið áhugavert. Aftökur Rómverja í Ísrael, eftir því sem ég kemst næst, byggðust á að festa menn við staur og láta þá þorna upp. Venjan var að festa menn í byrjun viku en þarna var það gert á föstudegi og þess vegan voru bein ræningjana brotin. Annað mál er það að jafnarma krossar eru ævagamalt trúartákn. Vitað er að það er meira en 5000 ára. Fyrstu "krossar" kristninar voru ýmist jafnarma (Írland) eða staur með þverslá efst uppi í líkingu við bókstafinn T , þessir "krossar" voru algengir í Rómaveldi en tóku síðan breytingum.
Vottarnir og aðventistar eiga sér líka forsögu, ég veit að þeir voru frumkvöðlar í hómopatíu í Þýskalandi. Kannski er það að einhverju elyti vegna þess að þeir mega ekki þiggja blóð? Ég held raunar að aðventistar hafi ekki mátt það heldur en ég veit ekki hvenær þetta breyttist. Kannski Halldór geti frætt okkur á hvort þeir borða blóðmör? Annars þurfa börn votta að vera talsvert öðruvísi, mega t.d. ekki halda upp á afmæli og jól, sem er ekki auðvelt. Vottarnir hafa líka oft orðið fyrir aðkasti og við megum ekki taka þátt í því, þó við séum ósammála þeim.Sigurður Þórðarson, 6.11.2007 kl. 22:59
Upplýs um krossfestingu hér. Svo vildi ég taka mér smá leyfi og láta vita af smá auglýsingu á blogginu mínu frá Bænahúsinu. Auk þess vildi ég benda á að Kærleikshúsið er að flytja samkomurnar sínar sem eru á föstudögum í Ármúlanum upp í Grensás, frekari upplýsingar um það undir Vineyard þræðinum mínum. Knús til þín og þinna og Guð blessi þig ávalt.
Linda, 7.11.2007 kl. 00:16
Linda, þakka þér kærlega fyrir þetta. Mig minnir að (fullyrði ekki) að séra Jakob Jónsson hafi talað um þetta við pabba minn en þeir eru nú báðir dánir. Ég held að við séum sammála um að hvernig krossinn var nákvæmlega í laginu sé ekki aðalatriði. Mér finnst samt áhugavert að skoða þetta aðeins betur ef það er hægt. Ég held að ég fari með rétt mál að krossarnir hafa tekið breytingum í tímans rás.
Sigurður Þórðarson, 7.11.2007 kl. 00:34
Gott að hafa þetta á hreinu. Vönduð grein, Guðsteinn.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.11.2007 kl. 02:27
Ég vil benda á og minna á frjálsan vilja,og nú ef vottar velja villu eður ei villu þá hlýtur það auðvitað að vera þeirra vilji.Svo er auðvitað eitt sem ber að hafa í huga við verjum öll okkar trú og sannleik,og þykjumst síðan vita eitthvað meir en hinn og þessi söfnuðurinn.
Ég fyrir mitt leyti fylgi bara því sem og ég trúi og auðvitað er það mergur máls að hver og einn fylgji sér,á sínum tíma steikti ég mig á dópneyslu og alveg sama hvað hver sagði eða sagði mér ekki,ég vildi bara ekki taka á málinu og þar með var ég á leið með mitt líf í helvíti,og ég tek fram það var og er mitt helvíti sem ég þurfti að berjast við sko sjálf mitt og egó.
En loks tókst mér með hjálp Jesú að finna minn farvel og honum verð ég æfinlega þakklátur og ég reyni að vera í hans liði og bera hann í hjarta mínu.Takk lesturinn kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.11.2007 kl. 08:50
Fyrir mér eru Vottarnir öfgatrúarhópur sem vill troða sinni trú á fólk og eyra engu,gæti sagt nokkrar sögur af þeim við þá iðju en læt það ógert að sinni.
Mér hefur ALDREI þótt Vottar Jehóva kristnir heldur afskræma þeir trúna og er sammála því sem komið hefur hér fram.
Góð grein Guðsteinn.
Magnús Paul Korntop, 7.11.2007 kl. 17:47
Læt næga innlitskvitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.11.2007 kl. 18:15
Þetta var vitað...En hvernig gengur með reykingar Guðstein?
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 7.11.2007 kl. 18:38
þakka þér kærlega fyrir þetta Haukur frábær grein um Vottar Jehóva Vottarnir eru vondum málum , T.d 'i Gyðinga Biblíunum öllum þeirra þýðingum þeirra .Nafn Guðs föðurs er Yud-Heh-Vav-Heh ekki Jehóva , 'Eg er að læra Guðfræði , Við fórum í gegnum Gyðing dóminn
þar sem kennari okkar er gyðingur ,'EG á tvær þýðiningar frá hebresku Biblíunni í báðum tveim er nafnið hans Yud-Heh-Vav-Heh " Allir Gyðingar vita það .Jehóva er ekki rétt nafn Guð föður heldur ,nafnið hans er borið fram Yud-Heh-Vav-Heh .
Jóhann Helgason, 7.11.2007 kl. 23:27
Ég fæ reglulega heimsóknir frá voða blíðum Votta konum sem eru með lítinn dreng með sér. Ég þáði einhverntíman bækling til að losna við þær og síðan koma þær reglulega og bjóða mér bækling sem ég svo hendi, hvernig losnar maður við svona fólk? Hættir það að koma ef maður bannar því? Fræðandi pistill og skemmtilegt að lesa kommentin.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 00:16
Þeir eru margir söfnuðirnir, sem fara með staðlausa stafi því miður.
Islam
Vottarnir
Mormónar
Moon
Vísindakirkjan
Kaþólska kirkjan
osfrv.
Segir Erlingur Þorsteinsson .... viðurkenni að þetta komment stakk mig svolítið. Því er slengt fram án frekari staðhæfinga.
Trúin er persónulegt mál og mjög heilbrigt að skoða hugsanir annara!
Ég hef lent í því sama og Ásdís og get svarað því til að það er auðvelt að stjórna hvað kona vill og hvað ekki. Sendi þér Ást og hamingju í fallega umgjörð hjarta þíns.
www.zordis.com, 8.11.2007 kl. 08:45
Kvitt ! Ég er sammála þér, þetta er með hættulegri költum í heiminum í dag! góð færsla og samantekt! bkv. Sunna!
Sunna Dóra Möller, 8.11.2007 kl. 09:22
Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa kommentað hjá mér, ég hef ekki haft tíma til þess að svara fyrr en nú.
Helga Guðrún - takk fyrir hrósið.
Úlfar - þú hefur rétt fyrir þér með frjálsa viljann, þess vegna er okkur skylt að vara við það sem við teljum í hjarta okkar vera villu.
Magnús Paul Korntop - takk fyrir þetta innlegg og Guð blessi þig.
Gunnar Helgi - Guð blessi þig.
Eiríkur Ingvar - takk fyrir að spyrja að því, það gengur brösulega með það. Ég á það til að svindla og er ekki alveg að standa mig, endilega hafðu mig í bænum þínum með það.
Jói, takk fyrir þetta, ég vissi ekki um "Yud-Heh-Vav-Heh" dæmið, sem sýnir hversu langt þeir eru frá sannleikanum.
Ásdís Sigurðardóttir - ég hef ekki ennþá losnað við þetta fólk, yfirleitt senda þeir einhverja "elite" safnaðarmeðlimi til mín, ég á það til nenfilega að svara þeim og það harkalega. Annars virka þeir á mig eins og kvef, ef þú færð það einu sinni þá er mjög erfitt að losna við það. Ég kann því miður ekki ráð til þess að losna við þessar heimsóknir, ég hef reynt bæði góðu og illu, en ekkert hefur gengið.
Þórdís/Zordís - Þú segir: "Trúin er persónulegt mál og mjög heilbrigt að skoða hugsanir annara!"
Amen! Þess vegna átt þú að fylgja hjartanu þegar þú telur að það sé verið afskræma trú þína og boða villu, ég væri lélegur talsmaður kristninnar ef ég þegði þunnu hljóði um það sem ég tel vera rangt og hreint og beint villa.
Sunna - takk fyrir það, gott er að fá slíka yfirlýsingu frá guðfræðingi. Sem sýnir að ég er ekki einn í minni skoðun.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.11.2007 kl. 10:56
....sorry, en auðvitað er þetta einn angi "kristni"
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.11.2007 kl. 12:45
Jú Anna, rétt er það. En þeir eru búnir að segja sig frá kristni fyrir mörgum áratugum. Þannig þessi rök duga ekki.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.11.2007 kl. 13:15
hehe
þeir eru kristnir - sama hvað þér finnst það leiðinlegt.
Barði (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 14:05
Jóhann mér finnst þú taka dálítið stórt upp í þig þegar þú fullyrðir eftirfarandi: Allir Gyðingar vita það .Jehóva er ekki rétt nafn Guð föður heldur ,nafnið hans er borið fram Yud-Heh-Vav-Heh.
Hjá strangrúuðum gyðingum ríkti gríðarleg launhelgi yfir nafninu. Svo strangar reglur giltu um hvernig og hvenær mætti nefna nafn Guðs að óvissa ríkir um hvernig gyðingar á þeim tíma báru fram nafnið ef þeir þá þekktu það, hvað þa´síðar.
Guðsteinn, vottarnir voru hluti af hreyfingu 7. dags aðventista. Þeir hafa sjálfir ekki sagt sig frá kristni. Aftur á móti virðast flestir kristnir söfnuðir afneita þeim.
Sigurður Þórðarson, 8.11.2007 kl. 15:09
P.s. Mér finnst sjálfsagt að vera kurteis við votta eins og annað fólk.
Sigurður Þórðarson, 8.11.2007 kl. 15:11
Sigurður, svaraðu mér þá þessu:
Hvernig getur söfnuður talið sig Kristinn sem trúir ekki á Krist sjálfan???
Auðvitað á að vera kurteis við þetta fólk, þetta er fólk með tilfinningar eins og ég og þú, ég vona að þú hafir ekki misskilið mig !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.11.2007 kl. 15:23
Guðsteinn þú munt vera að tala um þrenningarkenninguna geri ég ráð fyrir. Og eins hvort líta beri á Krist sem Guð eða Son Guðs eins og þeir vilja meina. Mér skilst að þeir trúi á Krist sem Messías en ekki sem Guð. Það er hægt að rökstyðja báðar kenningarnar skv Biblíunni.
Þú mátt alls ekki skilja mig þannig að ég sé að taka afstöðu með þeim eða á móti ykkur, en ég er alveg til að svara þessu nánar þegar ég hef betri tíma.
Sigurður Þórðarson, 8.11.2007 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.