Aftur um Pál og Tímóteus

Fyrra bréf Páls til Tímóteusar er hið tíunda í röð bréfanna í NT, en samkvæmt tímaröð er það hið ellefta. Gagnstætt flestum öðrum bréfum Páls er þetta bréf sent til einstaklings. Það er samt ekki bara einkabréf. Páll skrifar það með tilliti til safnaðar og í umboði postuladómsins. Af því stafar hin óvænta, hátíðlega sjálfskynning úr fyrsta versinu:

Páll postuli Krists Jesú að boði Guðs, frelsara vors og Krists Jesú, vonar vorrar, heilsar Tímóteusi, skilgetnum syni sínum í trúnni.


Við erum því að lesa úr fjórða bréfasafni postulans, sem kallast hirðisbréf eða pastoral bréf, sem auk þessa bréfs eru Síðara Tímóteusarbréfið og Títusarbréfið. Hirðisbréfin fjalla meira eða minna um hæfni og ábyrgð og um ástand safnaðanna yfirleitt.

mosesÞað ástand, sem bréfin upplýsa, er ekki hægt að fella inn í það líf Páls sem fram kemur í Postulasögunni og fyrri bréfum hans. Það verður því að álíta, að postulanum hafi verið sleppt úr fangelsinu, sem getið er um í lok Postulasögunnar. (Post. 24:28). Það sýnir, að sannfæringin um að Páll yrði látinn laus, hefur ekki orðið sér til skammar. Hann hafi þá hugsanlega farið ferðina til Spánar, (Róm.15:24-28.), og síðan farið í heimsóknarferðir austur um frá Róm. Þá hafi hann komið við á Krít, þar sem hann skildi Títus eftir til þess að skipuleggja söfnuðinn þar. (Títus 1:5.)

Frá Krít gæti hann hafa farið fyrst til Litlu-Asíu og stoppað í Efesus. Þar hafi hann beðið Tímóteus, (sem sennilega hefur verið leiðsögumaður hans í ferðinni) að verða eftir (sjá síðar). Ef til vill hefur hann líka heimsótt söfnuðina í Lýkus-dalnum (Sjá Fílemonsbréfið 22.v.).

Síðan hefur postulinn farið til Makedóníu og vitanlega heimsótt söfnuðina í Filippí, Þessalóníku og Beröu.

Frá Makedóníu hefur hann síðan farið yfir til Litlu-Asíu og komið í Tróas (2. Tím.4:13.), og síðan stoppað aftur í Efesus, þar sem hann hefur kvatt Tímóteus (2. Tím.1:4.)

Frá Efesus hefur Páll ásamt Trófímusi farið til Míletus, þar sem hann skildi hann eftir veikan, (2:Tím.4:20.).

Síðasta stöðin sem hann hefur líklega komið á, hefur sennilega verið Nikopólis í Epýrus (í Vestur-Grikklandi). Þaðan hefur hann farið aftur yfir til Rómar, þar sem hann hefur aftur verið tekinn til fanga.

Þar höfum við ástæðuna fyrir bréfaskriftunum. Postulinn hefur ekki getað stoppað svo lengi í Efesus, að hann gæti hafa séð fyrir endann á þeirri baráttu. Hann vonar að hann geti komið fljótt aftur, en hann bíður með það, segir hann við Tímóteus, "til þess að hann viti hvernig á að haga sér í Guðs húsi." (3:14.)

Ég þakka lesturinn og minni á bænagönguna 10. nóv. næst komandi.  Sannir hermenn Krists munu mæta í hana.  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hermenn krists gera útslagið fyrir mig, does not compute

DoctorE (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er nú ekki að meina einhverja geðbilaða 'Jesus Camp' hermenn Dokksi minn, en í daglegu tali meðal trúaðra er ég hermaður.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2007 kl. 11:36

3 Smámynd: Mofi

Takk fyrir góða og skemmtilega samantekt hjá þér Guðsteinn. Ég lít á hvern þann sem ver Biblíuna og útskýrir fyrir öðrum "hermann" Guðs. Enginn að tala um hermenn sem nota veraldleg vopn eða menn sem eru að berjast á móti öðru fólki. Sá sem er hermaður Guðs berst fyrir öðru fólki með góðverkum. Eitthvað sem við kristnir mættum bæta okkur í.

Mofi, 30.10.2007 kl. 11:55

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Halldór ! Það er nákvæmlega sem ég meina. Takk fyrir það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2007 kl. 12:12

5 identicon

Ég er í hernum hehehehehe. Ég fer í gönguna enda mér málið skylt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 12:25

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sama hér Birna mín. Enda var snilld að fara á samkomu í Ármúlann á föstudaginn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2007 kl. 12:31

7 Smámynd: halkatla

Guðsteinn, værir þú til í að biðja fyrir mínum heittelskaða Clyde Lewis? Þú ert svo bænheitur (aðrir mega gjarnan gera þetta fyrir mig líka) hann er að fara í aðgerð á nýrunum sem gæti orðið hættuleg, ég myndi meta þetta mjög mikils.

p.s þið eruð eini góði herinn, falleg hugsjón þessi bænaganga  

halkatla, 30.10.2007 kl. 14:08

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki málið Anna Karen.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2007 kl. 14:17

9 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég mæti sé ég mér það fært,ég þarf reyndar erlendis strax árla sunnudags 11.Svo þá er bara að bretta upp ermar og klára allt á Föstudag 9. Og þá á ég laugardaginn 10. fyrir mig og mína bestu kveðjur Úlli. 

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 30.10.2007 kl. 18:05

10 identicon

Það var ansi stór hópur gagnkynhneigðra tilbúinn að styðja samkynhneigða, og mæta í þeirra göngu er hún var síðast .

Nú væri gamann að sjá hvort sama fólkið vilji (þori) að sýna kristnum stuðning í pray-pride (bænagöngunni)   ?   ?  

enok (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 20:21

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Búinn að lesa... kvitt  Takk Guðsteinn fyrir fallegu athugasemdina um heimasíðuna mína 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.10.2007 kl. 22:03

12 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir fróðlegan pistil...

Guðni Már Henningsson, 31.10.2007 kl. 09:48

13 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

gjugg í borg

Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.10.2007 kl. 23:43

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Úlli, það væri gaman ef þú gætir komist. Mér finnst við eiga margt sameiginlegt ég og þú.

pray-pride Enok? HAHAHHAHAHAHA ... þú ert snillingur!

Gunnar, ég meinti það sem ég sagði - þetta er mjög vel gerð heimasíða hjá þér.

Guðni, ég þakka innlitið.  Og Guð blessi þig.

MAGGA! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.11.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 588421

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband