Lækir lifandi vatns ...

Jæja þá minni ég ykkur á það að á laugardaginn næsta þann 20. október hittumst við í starfinu "Lifandi vatn" á Holtavegi 28 í KFUM & K húsinu. Klukkan 14:00-17:00   Að þessu sinni verðum við á neðri hæð hússins.  Nú við ætlum að fá okkur kaffi og með því, og þau sem vilja,  dansa línudans (sem er alveg rosalega skemmtilegur).  Nú við erum að fara á fullt í föndrið og handavinnuna, og auðvitað höldum við áfram með Manga teiknikennsluna.

Lifandi Vatn varð til hér á blogginu þegar að við nokkur sem að bloggum um kristileg málefni ákváðum að hittast og gera eitthvað saman, við leggjum mikið uppúr því að hafa samverurnar í afslöppuðum stíl og bjóðum öllum að taka þátt og hafa börnin  með. 

Það kostar ekkert að koma til okkar og taka þátt, eða bara fá sér kaffi og ætlar Guðrún Sæmunds að bjóða uppá gulrótartertuna sína sem er algjört sælgæti ! Kannski kemur Bryndís mín með eitthvað líka, en hún er rosalegur bakari.

Hvað varðar trúarlegu afstöðu okkar þá erum við ekki í neinum sértrúargír og líður afskaplega vel með okkar rólegheita afstöðu, sem byggist á kærleika Jesú Krists. Heart

Þú ert hjartanlega velkominHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

hæ Krútt, vona að þetta gangi vel hjá ykkur.  Þó vil ég benda þér á að trúa á Jesú er sértrú  þú hinsvegar ert ekki bókstafstrúar, þú ert frekar í orðinu í heild sinni ´tíhí..Góða skemmtun á laugardaginn.

Linda, 18.10.2007 kl. 16:23

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hefði gaman af að kíkja einhvern tímann til ykkar. Ég stundaði reglulega KFUM-samkomur á Holtaveginum fyrir nokkrum árum.

Theódór Norðkvist, 18.10.2007 kl. 16:40

3 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Sæll Guðsteinn. Ég vil þakka þér fyrir athugasemdina. Hún var rétt hjá þér. Þetta átti að vera skapari. Þetta er flott grein hja þér.

Guð blessi þig. 

Þormar Helgi Ingimarsson, 18.10.2007 kl. 17:50

4 Smámynd: halkatla

ég á eftir að kíkja á ykkur þegar ég verð í bænum... believe you me  gangi ykkur annars bara rosalega vel - ég verð þarna "í anda" hehe

halkatla, 18.10.2007 kl. 21:11

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

hæ Haukur það virkar ekki tengillinn á Bryndísi í greininni hjá þér. En ég hlakka til laugardagsins

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.10.2007 kl. 22:13

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda, rétt er það, ég vil kalla mig hófsaman í þessu.

Teddi, láttu endilega sjá þig! Og taktu bróður þinn með.. :)

Þormar, ekkert mál, ég er ekki vanur að skipta mér af stafsetningu annara og vona að þetta betrumbætti greinina þína.

Það væri mjög gaman að hitta þig Anna Karen, við höfum margt að spjalla um.

Ég er búinn að laga tengilinn Guðrún, takk fyrir það.

Guð blessi þig líka Pétur minn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.10.2007 kl. 08:29

7 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Ég er búin að mæta einu sinni með strákinn minn og honum fannst rosa gaman að læra Manga. Kanski við bara kíkjum aftur.

Svala Erlendsdóttir, 20.10.2007 kl. 01:01

8 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Allir hjartanlega velkomnir í þessa kaffi-, handavinnu-, og spjall-samverustund.

Þessi hugmynd gengur út á það að fólk hafi einhvern samastað, þar sem hægt er að hittast og ræða um málefni dagsins, trúna og lífið (eins og við gerum á blogginu). Það gefast oft svo takmörkuð tækifæri t.d. eftir samkomur að hittast og kynnast almennilega. Hér er hægt að sameina heitar umræður og þetta að hittast og kynnast yfir kaffibolla, handavinnu, dansi eða öðrum áhugamálum. Við komum saman og lærum hver af öðru.

Við viljum semsé halda opinni málefnalegri umræðu á lofti þarna líka, eins og við gerum á blogginu, svo fremi sem allt fari fram í vinsemd og af virðingu. Eins erum við opin fyrir því ef einhver kemur með sniðugar handavinnu hugmyndir, föndur eða annað listrænt. Alltaf gaman ef aðrir vilja miðla af eigin þekkingu.

Hlakka til að sjá sem flesta í dag.

Bryndís Böðvarsdóttir, 20.10.2007 kl. 11:44

9 identicon

Arg. Ég gleymdi þessu.var í blogg-fríi og fór á annan flæking. er ekki alltaf með minnið í lagi hehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:03

10 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já Birna við söknuðum ykkar hjónanna. Það var virkilega skemmtilegt að tala við ykkur þegar þið komuð síðast. 

Og líka þú Svala, það væri yndislegt ef þú gætir séð þér fært að koma einhverntíman aftur í heimsókn. 

Þessi helgi var eins skemmtileg og alltaf, og fleiri bloggvinir komu þarna og kynntu sig fyrir okkur. Eins aðrir sem einhverstaðar höfðu frétt af þessu og sýndu þessu áhuga. Ein kona frá USA kom, sem hafði búið hér í nokkur ár, en hafði ekki gengið vel að kynnast okkur íslendingunum.  Hum... hví ætli það sé... Skyldi það vera að við séum svona lokuð og útaf fyrir okkur? Kannski of upptekin?  Hún allavega var alveg yndisleg og hreinlega ætlaði ekki að getað hætt að tala, svo mikið hafði hún þörf fyrir félagsskap, eða svo sagði hún þegar hún reyndi að afsaka hve mikið hún talaði.

Ég vona því að þetta geti orðið tækifæri fyrir fleiri sem eru í samskonar stöðu. Það er örugglega ekkert grín fyrir erlent fólk að búa hér á Íslandi, þar sem að við erum svo rómuð fyrir að vera lokuð og óaðgengileg fyrir útlendu fólki. 

Annars vorum við öll sammála um að þetta hafi verið einstaklega skemmtilegt.  Ég hlakka því reglulega til næst.  Þá fáum við t.d. kennslu í sérstakri jólakortagerð.  Sumum þykir þetta kannski full snemmt, en sjáið til, við höfum ekki það marga laugardaga fram að jólum til að gera eitthvað sem tengist hátíðinni. Við erum með hugmyndir um piparkökubakstur, jafnvel laufabrauð. Eins aðventukransa. Líklega er ég að gleyma einhverju einu enn...

Við reynum bara að auglýsa dagskrána hverju sinni.  

Bryndís Böðvarsdóttir, 24.10.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 588421

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband