Hver var Tímóteus?

Páll postuli kynnstist Tímóteusi í fyrstu kristniboðsferð sinni. Þá ferðaðist hann með Barnabasi fyrst til Selevkíu og þaðan til eyjarinnar Kýpur, þaðan til Perge í Pamfýlíu og síðan til Antíokkíu og Pisidíu. Þaðan fóru þeir til Íkoníum, Lýstru og Derbe.

TímoteusÞað er álitið, að Tímóteus hafi þá átt heima í Lýstru og þar hafi Páll mætt þessum pilti í fyrsta sinn og líklegt er, að þá hafi pilturinn eignast lifandi trú á Jesú Krist ásamt móður hans og ömmu, sem báðar voru Gyðingar, en faðir hans var grískur og því var drengurinn óumskorinn. Ekkert annað er vitað um föður hans. Hugsanlegt er því, að hann hafi yfirgefið konu og barn.

Móðir hans hét Evnike og amma hans Lóis og voru þær báðar trúaðar Gyðingakonur áður en þær urðu kristnar. Sem Grikki var hann ekki bundinn af hjónabandinu eins og Gyðingar á þessum tímum.

Það er auðséð á fyrstu málsgreininni í Fyrra Tímóteusar- bréfinu, að það er Páll, sem kemur því til leiðar að Tímóteus eignast lifandi trú á Jesú Krist, því hann segir þar:

Páll að vilja Guðs postuli Krists Jesú til að flytja fyrirheitið um lífið í Kristi heilsar Tímóteusi, skilgetnum syni sínum í trúnni. (Tím. 1:1-2)


Í fyrstu kristniboðsferð Páls kemur upp ósætti milli Páls og Barnabasar út af því að ungur frændi Barnabasar, Jóhannes Markús, sem var með þeim í fyrstu kristniboðsferð Páls, yfirgaf þá eða gafst upp. Það var sá Markús sem skrifaði Markúsarguðspjallið og varð tryggur lærisveinn Péturs postula.

Það varð til þess, að Barnabas fór sjálfur í kristniboðsferð með Jóhannesi Markúsi. Um þá ferð vitum við ekkert.

Jóhannes Markús mun hafa komist til trúar fyrir áhrif Péturs postula og líklegt að hann hafi verið skírður af honum hinn fyrsta hvítasunnudag kristninnar.

Markús mun hafa átt heima í húsinu, þar sem Jesús hafði síðustu kvöldmáltíðina með lærisveinum sínum áður en hann fór með þeim út í Getsemane-garðinn kvöldið áður en hann var svikinn, píndur og krossfestur.

En það er í annarri kristniboðsferð sinni með Sílasi, sem Páll kemur aftur til Lýstru. Tímóteus hefur á þessum tíma vaxið og þroskast undir handarjaðri trúaðrar móður sinnar og ömmu.

Bræðurnir í Lýstru gáfu honum góð meðmæli. Í 16, kapítula í Postulasögunni er fyrst sagt frá Tímóteusi:   

Hann (Páll) kom til Lýstru. Þar var lærisveinn nokkur, Tímóteus að nafni, sonur trúaðrar konu af Gyðinga ætt, en faðir hans var grískur. Bræðurnir í Lýstru og Íkoníum báru honum gott orð. Páll vildi hafa hann með sér og umskar hann sökum Gyðinga, því að allir vissu þeir, að faðir hans var grískur. (Post. 16:1-3)


Í þessari kristniboðsferð fékk Páll köllun frá Guði um að fara yfir til Makedóníu og Grikklands í Evrópu með fagnaðarerindið. Páll var þá staddur í Tróas í Litlu-Asíu.

Um nóttina birtist Páli sýn: Maður nokkur makedónskur stóð hjá honum og bað hann: 'Kom yfir til Makedóníu og hjálpa oss!' (Post. 16-19)


Páll hlýddi þessari köllun og fór yfir til Evrópu og stofnaði þar sinn fyrsta söfnuð í borginni Filippí í Makedóníu. Þá hefur verið gott að hafa Tímóteus með, því hann hefur sjálfsagt talað grísku eins og Páll, en það var mál innfæddra á þessum slóðum. Ég vona að þetta varpi ljósi á hver þessi Tímóteus var.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn. 

(Heimild:Háskóla biblían á netinu - NIV biblían, sögulegar frásagnir sem og nöfn; eru fengnar frá henni) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Flott grein og fróðleg Haukur. Takk fyrir þetta.

Flower, 12.10.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Takk fyrir þennan fróðleik, það er manni til góðs að læra á meðan maður lifir

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.10.2007 kl. 15:37

3 Smámynd: Linda

Flott fræðlsa

Linda, 12.10.2007 kl. 19:29

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir þetta kæri guðsteinn

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 21:06

5 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Getur einhver útskýrt fyrir hvað þetta "alheimsljós" er sem allir eru að senda á aðra hér á netinu?

 Kveðja Anna V

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 12.10.2007 kl. 21:08

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég bil þakka Flower, Guðrúnu, Örnu, Lindu og Steinu fyrir innlitið.

Anna Valdís, ég hef oft spurt mig af því sama, og satt að segja hef ég ekki hugmynd um það. Kannski er þetta vasaljósið hennar Yoko!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.10.2007 kl. 21:44

7 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 12.10.2007 kl. 21:59

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir þetta kæri bloggvinur...endilega meira af slíku...

Guðni Már Henningsson, 12.10.2007 kl. 23:50

9 Smámynd: halkatla

þetta er alveg áhugavert - Tímoteus virkar á mann sem algjör dúlla miðað við ritningarnar

halkatla, 13.10.2007 kl. 15:56

10 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Takk fyrir þetta en ég hef lengi verið að velta fyrir mér hver hafi verið Týkikus samverkamaður Páls og mikilsmetinn af Páli. Veist þú eitthvað um þennan mann? Fyrirgefðu að ég skuli spurja þig auðvitað gæti ég leitað sjálfur en þú virðist vita meir en ég um þessa merku menn.

Aðalbjörn Leifsson, 13.10.2007 kl. 22:44

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skal sjá hvað ég get gert Aðalbjörn.

Öllum öðrum þakka ég innlitið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 10:25

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

En ekkert er vitað um þennan Týkikus Aðalbjörn, nema hvað að hann var heiðingi sem Páll tók opnum örmum. Hann hefur verið samferðamaður hans og lærisveinn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband