Við erum ekki undir lögmálið kominn heldur náð.

Ritað er:

Bréf Páls til Rómverja 6:1-4
1 Hvað eigum vér þá að segja? Eigum vér að halda áfram í syndinni til þess að náðin aukist? 2 Fjarri fer því. Vér sem dóum syndinni, hvernig ættum vér framar að lifa í henni? 3 Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans? 4 Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins.

Hér notar Páll hina róttækustu samlíkingu á þeirri byltingu, sem fólgin er í því að frelsast fyrir trú á Jesú Krist. Hinn frelsaði maður er í raun og veru nýr maður. Fyrra líf hans, þ.e. það líf sem hann lifði fyrir frelsunina, var í raun dauði sem nú hefur verið greftraður, til þess að maðurinn lifi nýju lífi með og í Kristi Jesú.

Það kemur í ljós í 6. versinu, að þetta er alls ekki sársaukalaust fyrir einstaklinginn.

Bréf Páls til Rómverja 6:5-7
5 Því að ef vér erum orðnir samgrónir honum í líkingu dauða hans, munum vér einnig vera það í líkingu upprisu hans. 6 Vér vitum, að vor gamli maður er með honum krossfestur, til þess að líkami syndarinnar skuli að engu verða og vér ekki framar þjóna syndinni. 7 Því að sá, sem dauður er, er leystur frá syndinni.


krossPáll útilokar ekki, að hinn frelsaði maður geti fallið fyrir freistingum og fallið þar með í synd, en hann á ekki að geta þjónað syndinni sem lifandi trúaður maður -- lifað til lengdar í synd. Trúaður, kristinn maður á vakandi samvisku, sem lætur hann ekki í friði í syndinni. Hlýði maðurinn ekki samvisku sinni, er hætt við að hann falli frá trúnni. Heilbrigð samviska er oft talin vera rödd Guðs í hjarta mannsins.

En samviskusemin getur líka orðið sjúkleg. Það er samviskusemi sem getur valdið öðrum skaða, sérstaklega andlegum skaða. Það á kristinn maður að forðast. Trúaður maður þráir að lifa sem nánast í samfélaginu við Jesú Krist.


Bréf Páls til Rómverja 6:8    
Ef vér erum með Kristi dánir, trúum vér því, að vér og munum með honum lifa.

Hér er átt við hið daglega líf þ.e.a.s. að lifa með Jesú hvern dag. Sá maður sem lifir þannig með honum, er alltaf meira og minna með hugann hjá Jesú. Jesús er mælikvarði hans í öllu daglegu lífi.

Bréf Páls til Rómverja 6:9-11
9  Vér vitum að Kristur, upp vakinn frá dauðum, deyr ekki framar. Dauðinn drottnar ekki lengur yfir honum. 10 Með dauða sínum dó hann syndinni í eitt skipti fyrir öll, en með lífi sínu lifir hann Guði. 11 Þannig skuluð þér líka álíta yður sjálfa vera dauða syndinni, en lifandi Guði í Kristi Jesú.

Trúarlífið er líka stöðug barátta við syndugt mannseðlið, sem býr í hinum náttúrlega manni í okkur sjálfum. Á það bendir Páll í næstu þremur versum:

Bréf Páls til Rómverja 6:12-13
12 Látið því ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama yðar, svo að þér hlýðnist girndum hans. 13 Ljáið ekki heldur syndinni limi yðar að ranglætisvopnum, heldur bjóðið sjálfa yður Guði sem lifnaða frá dauðum og limi yðar Guði sem réttlætisvopn.

Þær girndir sem hér er átt við eru ríkjandi girndir til syndar. Það gæti verið fjárgirnd, þ.e. auðsöfnum, ágirnd, hefnigirnd. Um kynferðislegar girndir gildir hið sama. Þær mega ekki heldur vera okkur að ranglætisvopnum, þ. e. ekki að misnota þær okkur né öðrum til skaða og láta þær ekki drottna yfir okkur, heldur að keppa eftir að drottna yfir þeim.

Bréf Páls til Rómverja 6:14    
Synd skal ekki drottna yfir yður, því að ekki eruð þér undir lögmáli, heldur undir náð.

Mikið hefur verið rætt um hér um bloggheima um: helgidaga, tíund og aðra hluti sem snúa mikið til að lögmáli gyðinga. Og margir vilja meina að við séum ennþá háð vissum þáttum lögmálsins bundinn. Þetta er mitt andsvar við þeim málflutningi. Munum að það er frelsi að tilheyra Kristi, ekki kvöð.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn. Halo

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi nú ætla að flestir menn hafi eitthvað sem heitir samviska, algerlega óháð hvort menn eru trúaðir eða ekki.
Ef ég tek mína samvisku sem er alveg ágæt þá segir hún mér að trúarbrögð séu einfaldlega ekki að gera rétt
Auðsöfnun er bara í fína ef menn vinna til þeirra auðæfa á réttan máta.
Þetta auðsöfnunarbann er sálrænt dæmi sem á að segja fátæklingum að vera sáttir við að vera fátækir, að það sé eina leiðin að vera sauður úti á akri og naga stöngla.
Eins er með kynlíf sem er það náttúrulegasta í heimi en hefur verið gert að synd í augum ..... einhverra
Að vera undir náð einhvers... hvað er það... er það svona þrælslegt dæmi enn og aftur kannski
Hlustum á Mercy Street
Smella hér

DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Eiga menn þá bara að halda sumt af því sem Guð SOnurinn Jesú predikaði, bauð og hélt sjálfur ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.10.2007 kl. 15:26

4 identicon

Guð er búinn að vera blankur lengi Mr Predikari, að guðir vilji peninga er náttúrulega algerlega lógísk hugmynd ha sheesh
Hvenær ætlið þið að fatta dæmið... aldrei kannski

DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 15:41

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þitt innlegg Dokksi, ég þykist vita þína afstöðu og ætla að virða hana.

Predikari, ekki setja mér orð í munn og komdu frekar með rök.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.10.2007 kl. 15:44

6 identicon

Skoðum málið á rökrænan máta með orðið og alles
Myndi einhver guð koma með orðið á steintöflum og eða skrifa í gegnum gamlingja og á miðil sem er auðbreytanlegur til þess að þjóna einhverju sem hann átti ekki að þjóna í upphafi.
Hvar myndi guð setja orðið til þess að fyrirbyggja að því yrði spillt, hvar nema í samvisku manna en ekki í 3rd party addon sem er ekki treystandi og KOSTAR.
Svo get ég alveg rústað samvisku skrifunum með pælingu um hvers vegna hann skapaði siðblindu og samviskuleysi
Hugsið málið; Business VS Religion, take a pick

DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 16:04

7 Smámynd: Mofi

Guðsteinn, aftur og aftur í greininni þá samþykkur þú að Páll talar að við eigum ekki að syndga, við eigum að ríkja yfir syndinni. Svo hvernig ferðu frá því yfir í það að við höfum frelsi til að brjóta gegn lögmálinu? 

Brot á lögmálinu felur í sér fordæmingu, krossinn borgar gjaldið og við öðlumst fyrirgefningu fyrir náð. Svo sá aðili sem hefur verið bjargað frá því að brjóta lög Guðs vill af öllum mætti sínum ekki brjóta aftur af sér því í það skiptið er hann að traðka á blóði Krists.

Hebreabréfið 10:26 Því að ef vér syndgum af ásettu ráði, eftir að vér höfum öðlast þekkingu sannleikans, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar,  27 heldur er það óttaleg bið eftir dómi og grimmilegur eldur, sem eyða mun andstæðingum Guðs.  28 Sá, er að engu hefur lögmál Móse, verður vægðarlaust líflátinn, ef tveir eða þrír vottar bera. 
29 Hve miklu þyngri hegning ætlið þér þá ekki að sá muni vera talinn verðskulda, er fótum treður son Guðs og vanhelgar blóð sáttmálans, er hann var helgaður í, og smánar anda náðarinnar?

Mofi, 10.10.2007 kl. 16:23

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Var ekkert að leggja þér orð í munn kæri Guðsteinn.  Var nú bara að spyrja út frá því sem ekki kom fram í greininni.

Rökin um tíundargreiðslurnar eru sem fyrr segir í pistlinum mínum á slóðinni : 

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/332342/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.10.2007 kl. 16:33

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi, trú snýst um sannfæringu hjartans og ekkert annað. Ég skal fara með þér á samkomu við tækifæri og þá færðu að sjá þetta með eigin augum.

Bíðum nú við? Eru þið tveir orðnir nútíma farisear? Ég bendi ykkur á að það var Jesús sem UPPFYLLTI lögmálið! Hann afnam mannasetningar sem höfðu slæðst með í gegnum tíðina! Þess vegna talaði hann svo hart til fariseanna! hvar hef ég minnst á að það eigi ekki eftir að fara eftir lögmálinu?? Hvergi.

Ég trúi á Jesúm Krist og hans boðsskap. Hann sagði við faríseanna og fræðimennina að þeir væru að auka byrðina á fólkið með heimskulegum mannasetningum! Og þetta starf viljið þið greinilega endurvekja! Ég minni ykkur enn og aftur á að VIÐ ERUM EKKI GYÐINGAR!! Hvað er svona erfitt að skilja við það? Og þar af leiðandi erum við ekki bundinn lögmáli gyðinga ! Þetta kemur skýrt fram í þeim versum sem ég ber fram í greininni!

Predikari, ef ég má þá vil spyrja þig persónulegrar spurninga - ertu aðventisti eins og Mofi? Þið eruð voðalega sammála um margar kenningar og langar mig bara að vita hvar ég hef þig.

En annars varstu víst að setja mér orð í munn þegar þú segir:

Eiga menn þá bara að halda sumt af því sem Guð SOnurinn Jesú predikaði, bauð og hélt sjálfur ?

Ég er engan veginn að boða slíkt, heldur þvert hið gagnstæða.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.10.2007 kl. 16:43

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Nei. Eins og hefur komið fram í pistlum mínum um tíðina er ég meðlimur þjóðkirkjunnar. Ég fylgi samt sola scriptura sem lærifaðir okkar Lúther bauð. Þar með er ég fylgismaður Jesú og Ritningarinnar í heild. Jesú kenndi Ritninguna sem er Gamla Testamentið eins og kunnugt er. Hann skammaðist út í mannasetningar sem er hárrétt ´já þér. En ég hefi bent þér á að með krossdauða sínum uppfyllti Jesú lögmálið hvað varðar blóðfórnir til syndaaflausnar. Við erum sömu trúar og Jesú, sem er gyðinga/hebreatrúar. Ekki hefur stafkrókur fallið burt úr lögmálinu eftir því sem Jesú hefur tekið fram, sbr. ummæli Hans í 17. versi 16. kafla Lúkasarguðspjalls :

"En það er auðveldara, að himinn og jörð líði undir lok, en einn stafkrókur lögmálsins falli úr gildi."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.10.2007 kl. 17:03

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þakka æðislegan lestur

Heiða Þórðar, 10.10.2007 kl. 17:25

12 Smámynd: halkatla

ditto það sem Heiða sagði 

en ég ætlaði að koma með spurningu, veistu eitthvað um New Thought? ég var bara að pæla hvort að það tengdist nokkuð þessu Omega dæmi og hugmyndunum sem þú skrifaðir um um daginn, gætirðu nokkuð vísað aftur á anti-omega greinina?

halkatla, 10.10.2007 kl. 18:09

13 Smámynd: Flower

Haukur, þetta er frábær grein og þarna orðar þú allt sem ég er að hugsa svo vel.

Mofi hefur þú aldrei syndgað síðan þú fórst að trúa á Guð? Ef svo er þá ert þú alveg sérstaklega heppinn náungi og heppnari en flestir. Þá erum við hin fallinn úr náðinni en þú ekki. 

Hvað heldur þú að Guð sé? Ef enginn maður fengi nú annað tækifæri og yrði barinn niður strax við fyrstu synd. Finnst þér það vera kærleiksríkur Guð sem það gerir? Það er ekki sá guð sem ég þekki, ég hef hrasað og af kærleik sínum hefur Drottinn hjálpað mér á fætur og aftur af stað, og hjálpað mér að standast freistingar. Hann veit að það tekur tíma og þroska að læra að standast freistingar. Öll okkar vegferð með Guði er lærdómur og að hrasa og læra að forðast það er ekki minnsti þátturinn. Hér tala ég af fenginni reynslu. 

Flower, 10.10.2007 kl. 18:13

14 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Læt næga KVITT

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.10.2007 kl. 19:03

15 Smámynd: Linda

Æ æ.  Best að láta Jakób bróðir Jesú, tala um verk og náð, ég er orðin hlynnt því að hann hafi komið með jafnvægið í þessa umræðu sem þá og nú.

Knús,

 Anna ég sá þetta einhver staðar og ég held þetta orð gæti hafa komið fram í myndinni The omega Code sem er hægt að finna á síðu www.tbn.org   hægt að sjá alla bíómyndina þar.  Enn hvað það tengist Kristni trú í því samhengi sem þú ert að pæla í er því miður svo langt því frá. 

Linda, 10.10.2007 kl. 19:23

16 Smámynd: Linda

Ummm, ég googlaði "New Thought" og ég vona svo sannarlega að Omega sé ekki að tengjast þessu bulli (já það eru góðir þættir á Omega) ég get ekki séð Omega fara með svona boðskap, þetta er spiritismi og kult. 

Linda, 10.10.2007 kl. 19:31

17 identicon

Þetta er allt kult Linda, depends where you are standing

DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 20:34

18 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær grein hjá þér Haukur, ég er algjörlega sammála þér

Guðrún Sæmundsdóttir, 10.10.2007 kl. 22:04

19 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

WELL WELL WELL,af nógu er að taka í guðfræðinni og sannleikurinn er auðvitað að guð er kærleikur okkur til handa,spurningin Doctor er hvaðan siðblindan og samviskuleysið komi,ég vil trúa á hið illa vald og kalla hann satan hans vilji er allt annar en guðs og sagði Jesú ekki ég er ekki af þessum heimi heldur kem að ofan.Og ef svo er hvað kemur að neðan annað en lygi og illt okkur til handa, allar syndir vorar búa innra með okkur alveg eins og hið góða í manninum. Það er síðan okkar að fylgja því sem við viljum.Og ég vil fylgja sannleikanum og guð minn er Jesú ekkert flókið við það megi góðar vættir fylgja ykkur öllum kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 10.10.2007 kl. 22:46

20 identicon

Takk fyrir mig. Kvitt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 23:42

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef menn leggðu af stjórnsemi sína og þá áráttu að reyna að stjórna og stýra öllum sköpuðum hlutum, skipa og hóta, þá væri heimurinn sennilega himnaríki á Jörð.

Ég sé engan tilgang með ritinu en að tryggja kúgunarvald manna yfir ólæsum lýð, með óttann og fordæminguna, sem helsta vopn.  Margt er gott og vel í orðum bókarinnar, en´ef ég má sletta þá spyr ég: Why state the obvious? 

Annars þætti mér gaman að heyra frá þér hvað þér fannst um myndina Jesus Camp? Þ.e.a.s. ef þú sást hana. Ef ekki, þá býst ég við að hún verði endursýnd á sunnudag.

HÉR  er svo fyrirlestur  Biblíufræðings hjá Guðfræðideild Stanford University um áræðanleika ritningarinnar og uppruna. Afar athyglisvert og fordómalaust. 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2007 kl. 03:17

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo mótmæli ég þeirri forsendu að manneðlið sé "syndugt", hvað þá út frá gildum drottnunarsjúkra og sjálfskipaðra úmboðsmanna hins óljósa manngerða almættis. Það er fátt sem segir mér annað en maðurinn sé "góður".  Bara ef við látum af því að reyna að stjórna vegi hvors annars og hugsunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2007 kl. 03:22

23 Smámynd: www.zordis.com

Kærleikskveðja til þín og þinna ....

www.zordis.com, 11.10.2007 kl. 07:02

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen,
Hér er greinin sem ég gerði um Ómega á sínum tíma.
'New Thought' er nýaldar cult eins og Linda bendir réttilega á, og hefur ekkert með Ómega að gera.

Ég vil einnig þakka öllum sem hafa litið inn og kommentað, Heiðu með sitt fallega hrós, Gunnari fyrir innlitið, Lindu fyrir að benda réttilega á Jakobsbréfið sem ég tek á seinna, Dokksi fyrir sína heimsspekilegu pælingar, Flower fyrir flott innlegg, henni Guðrúnu minni, Úlfari með sitt snillar innlegg, og að lokum Birnu og zordís/Þórdísi fyrir innlitið, lesturinn og fallegar kveðjur.

Jón Steinar,
ég skal kíkja á þennan fyrirlestur og blogga jafnvel um hann, en ég verð að biðja þig um að hafa þig hægan í fordæmingu þinni á Guði. Ég veit þú ert á annari skoðun en ég, og þess bið ég þig um að virða mína.

Ég er orðlaus eftir að hafa horft á þessa 'Jesus Camp' mynd. Ég verð samt að segja að ég fílaði mig eins og þennan skynsama útvarpsmann, sem greinilega ofbauð þetta greinilega jafnmikið og ég.

Svona á ekki að gera þetta, og voru þetta voru öfgar í sinni tærustu mynd og hefur sem betur fer ekkert skylt við okkur íslendinga! En mest kom mér á óvart þessa geðsjúka dýrkun á Bush forseta ... hvað er að þessu pakki !!!

Ef mannseðlið væri ekki syndugt Jón Steinar, þá væru glæpir ekki til. Svo einfalt er það. En þú svo sem kannt einhverja heimsspekilega útskýringu á því. Endilega lát heyra.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2007 kl. 08:54

25 identicon

Truðair eru hinir mestu syndaselir, ég er syndlaus vegna þess að ég er trúfrjáls og hlusta ekki á kjaftæði upp úr fornmönnum sem sáu yfirnáttúrulega hluti í hverju skúmaskoti
Sem frjáls maður þá þarf ég ekki að flýja og það er gott, það er eitthvað sem allir ættu að prófa, að draga andann djúpt og hugsa... ahhhhh það eru engir súperkarlar, ég hef loks þroskast upp úr hjátrú og slúðri um þetta allt, nú feisa ég lífið á mínum raunveruleika forsendum, það er enginn súperkarl að fylgjast með mér 24/7 og loka svo fyrir hyldýpi einfaldleika og flótta

DoctorE (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 08:59

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen, hér eru ítarlegar upplýsingar um "New Thought"

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2007 kl. 09:09

27 Smámynd: halkatla

ok takk fyrir upplýsingarnar, ég hef nefninlega verið að lesa bækur eftir mann sem var mjög trúaður og bækurnar hans snúast hreinlega bara um gildi þess að vera góður, miskunnsamur við dýr og svona, líka um það hvað trú er æðisleg og gerir fólk gott (hann skrifar einsog hófsamur en sannkristinn maður) hann skrifaði sínar bækur áður en New Thought varð til sem eitthvað skipulagt dæmi og margt í hans skrifum var víst tekið upp af New Thought mönnum, fyrst þetta er svona slæmt (einsog mig grunaði) þá er það leiðinlegt því að það er ekkert költískt eða nýaldarkennt við það sem náunginn var að segja. Hann var bara að halda því fram að líf okkar verði betra ef við erum góð við aðra menn OG dýr. Mjög æðislegur náungi og bækurnar hans eru snilldin ein.

Jesus Camp er ein rosalegasta mynd sem ég hef nokkurntímann séð, það var einu sinni sértrúarsöfnuður í Reykjavík sem hrakti dágóðann slatta af fólkinu sem gekk í hann frá kristni, ekkert hrekur líklega fleiri frá kristni heldur en einmitt svona ofurbull

halkatla, 11.10.2007 kl. 09:50

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hér var heilmikil deila milli mín og Dokksa sem ég tók út og ætla byrja uppá nýtt og biðja hann afsökunar um leið. Ég var full leiðinlegur við hann.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2007 kl. 10:30

29 Smámynd: Flower

Ég horfði á Jesus Camp og segi eins og Haukur, ég er orðlaus. Svona gera menn ekki. Ég tel það fullvíst að langflest af þessum blessuðu börnum muni snúa baki við kristni þegar þau eldast. Og munu þurfa að leita til sálfræðinga og geðlækna af því að það sem fer þarna fram er ekki uppbyggjandi eins og kristnidómur á að vera heldur brýtur þau niður. Það er verið að eyðileggja möguleika langflestra þeirra að kynnast kristni því að sennilega munu þau ekki vilja líta við Guði eftir þessa reynslu. Ég ætla ekki lá þeim það greyjunum.

Flower, 11.10.2007 kl. 11:22

30 Smámynd: Mofi

Guðsteinn: Ég trúi á Jesúm Krist og hans boðsskap. Hann sagði við faríseanna og fræðimennina að þeir væru að auka byrðina á fólkið með heimskulegum mannasetningum!

Við erum þá nokkvurn veginn sammála en líklegast ekki alveg sammála um hvað eru heimskulegar mannasetningar og síðan lög Guðs.  Í Jakobs bréfi eru t.d. boðorðin tíu kölluð lögmál frelsisins svo þú kannski telur að við eigum að flokka boðorðin tíu sem lög Guðs eða eru það heimskulegar mannasetningar? 

Ég er hjartanlega sammála þér að við verðum að gæta okkar að setja ekki upp einhverjar mannasetningar eins og það væru lög Guðs. Hefur því miður gerst í mínum söfnuði en vonandi dáið að mestu leiti út.

Flower: Mofi hefur þú aldrei syndgað síðan þú fórst að trúa á Guð? Ef svo er þá ert þú alveg sérstaklega heppinn náungi og heppnari en flestir. Þá erum við hin fallinn úr náðinni en þú ekki. 

Jú því miður en það sem skiptir mestu er löngunin til að syndga ekki og að traustið er á réttlæti Krists vegna syndanna.  Það sem ég virkilega er á móti er að samþykkja synd og lifa í henni og ef ég sé það þá vil ég benda á það. Enginn kristinn einstaklingur ætti að taka þannig gagnrýni illa því að hann á að vilja umfram allt að lifa samkvæmt orðinu.

Jón Steinar: Svo mótmæli ég þeirri forsendu að manneðlið sé "syndugt", hvað þá út frá gildum drottnunarsjúkra og sjálfskipaðra úmboðsmanna hins óljósa manngerða almættis.

Það skiptir máli hvaða meiningu maður leggur í þetta. Fyrir mér þá þýðir það að manneðlið er "syndugt" að við getum syndgað og getum haft langanir til þess.

Mofi, 11.10.2007 kl. 11:48

31 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen,

hvaða bók var þetta sem þú last? En ég er sammála þér með ofurbullið.

Flower,
Ég hugsaði nákvæmlega það sama, ég hef sjaldan eða aldrei orðið vitni að jafn óforskömmuðum heilaþvotti! Úfff ...

Mofi,
Já, sennilega erum við að tala sama tungumálið en með öðruvísi áherslum. Sennilega er það vegna þess að við erum jú í siott hvorum söfniðinum, og er það ekki að ástæðulausu. Nei, ég flokka ekki boðorðin 10 sem mannasetningar, alls ekki, þau standa óhögguð og eru alfarið frá Guði og óbreytanleg.

En það sem ég á við með kvaðir og mannasetningar, er t.d. sú staðreynd að tíundin er ekki skylda okkar sem teljumst "gentiles". Þessi regla kom reyndar langt á undan lögmálinu og varð fyrst til á tímum Abrahams og Melesídek. Samkvæmt hefðinni þá bættu gyðingar þessu ákvæði inní lagasafn sitt og hafa farið eftir því síðan. Jesús gagnrýndi einmitt prestanna fyrir græðgi og yfirgang vegna svona ákvæða. Eins eru dæmi víðs vegar um gamlatestamenntið sem Þetta ákvæði hefur verið misnotað. Það sem Jesús uppfyllti var að gera þetta að VALI og ekkert skydu.

Frumkirkjan var einnig með þessi ákvæði og misnýttu sumir söfnuðir sér þetta í eigin hag. Tíundin er rétt, góð og gild. En einungis ef rétt er farið að innheimtu hennar. Eða ætlar þú að skylda bláfátækt fólk til þess að borga tíund launa sinna sem ganga í þinn söfnuð? Nei, þess vegna á fólk að geta valið og metið sjáft hvað það ræður við að gefa. Það er að minnsta kosti mín skoðun.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2007 kl. 12:21

32 Smámynd: Mofi

Guðsteinn, jú, sé ekki betur en við erum byrjaðir að skilja hvorn annan sem ég er mikill léttir. Mjög leiðinlegt þegar "trú" bróðir misskilur mann og hvað þá ef leiðindi koma upp.  Sé ekki betur en ég er alveg sammála þér varðandi tíundina.

Mofi, 11.10.2007 kl. 13:08

33 Smámynd: Flower

Veistu Mofi að löngunin til að syndga hverfur okkur aldrei. Það sem við getum gert er að láta undan eða brynja okkur og læra að láta ekki undan. Það er hægt að læra það, veit það af eigin reynslu, en það tekur tíma, veit það líka af eigin reynslu.

Ef við erum meðvituð um það sem freistar er auðveldra að forðast það og þá er maður vakandi. Og við verðum líka að vera meðvituð um að freistingar eru hluti af okkar mannlega eðli og fara aldrei. Það verður bara að halda vöku sinni. Það er ekki það sama að langa að syndga en hafa stjórn á því og syndga. Þetta erum við greinilega sammála um í grófum dráttum. 

Flower, 11.10.2007 kl. 13:18

34 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegt Halldór! Ég á bara ekki orð! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2007 kl. 13:27

35 Smámynd: Mofi

Mofi, 11.10.2007 kl. 14:39

36 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er hissa á að þú talir um fordæmingu mína á Guði.  Sé þess hvergi stað í orðum mínum.  Ég tel að til sé afl okkur æðra, sem er í öllu og öllum.  Hins vegar hugnast mér ekki þessi persónugerving og dogma, sem og duttlungafullan yfirgang sjálfskipaðra umboðsmanna, sem hafa í gegnum tíðina haldið fólki í ótta og bælingu og vakið aðskilnað og óeind með mönnum.

Ef mönnum væri ekki boðuð þessi óeind og aðskilnaður, þá þyrfti enginn að óttast né stela né níðast á náunganum. Allir þessir brestir eru til komnir fyrir ótta, sem við fáum inn með móðurmjólkinni og ritningunni. Ég reikna með að þú hafir gluggað í þessa bók og spyr þig hvort það sé virkilega trú þín að þetta séu orð eða rit einhvers Almættis?  Sá er þá aldeilis í þversögn við sjálfan sig. Allt er þetta ritað með mannanna höndum og mótað í mannsins huga.  Ef svo væri ekki, væri ritið fullkomið og svo væri almáttgum varla skotaskuld úr því að innrétta okkur samkvæmt ósk sinni.

Biblían hefur alið á aðskilnaði í formi mismununnar ættflokka, fyrir svokölluðum Guði, muni á rétti kynja og þjóða. Það er þessi aðskilnaðarárátta, sem er að gera okkur galin. Við erum eitt og sama afl með einfaldar þarfir. Afl sem óhjákvæmilega er hluti stærra samhengis.  Syndaeðlið, sem .þú nefnir er áunnið fyrir þessi ósköp.  Ég trúi því að maðurinn sé góður og ef við tryðum því öll, þá væri allt gott.  Hugsun okkar er bæn, hvort sem er til vonar er eða böls. Það sem við hugsum, það fáum við.  Mér finnst það liggja í hlutarins eðli.  Það er ekkert sem heldur registur yfir hræringar okkar og dæmir og metur. Mér finnst þessi hlutgerfing arfavitlaus og það að gera eitthvað afl utan okkar að blóraböggli eða duttlungafullum lénsherra er jafn vitlaust.  Enn vitlausara er að einhverjir dauðlegir menn þykist geta aktað sem milliliðir í slíku sambandi við hið óræða.

Sé Guð jafn fullkominn og við viljum vera láta, þá þyrftum við ekki að leiða hugann að honum.  Hann myndi sjá vel fyrir öllu í fyllstu auðmýkt og nafnleysi.  Við gætum slakað á og treyst í fullkomnu óttaleysi og elsku.  Þannig held ég að það hafi verið fyrir daga trúkenninganna.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2007 kl. 19:28

37 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar, það er alltaf gaman að lesa athugasemdir eftir þig, þú ert vel máli farinn og segir skemmtilega frá. En ég virði við þig að hafa þá skoðun sem þú hefur. Mér dettur ekki að segja við þig: "þú hefur rangt fyrir þér" eða e-ð slíkt. Ég þakka gott innlegg af þinni hálfu og hefur þú komið skemmtilegan vinkil í þessa umræðu. Guð blessi þig Jón Steinar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 588287

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband