Orð Guðs til þín

 Guðleysisvarnarmaðurinn Hjalti Rúnar

bacio

 

Bréf Páls til Rómverja 1:16-19

16 Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir, Gyðingum fyrst, en einnig Grikkjum. 17 Því að réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar, eins og ritað er: ,,Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.`` 18 Reiði Guðs opinberast af himni yfir öllu guðleysi og rangsleitni þeirra manna, er kefja sannleikann með rangsleitni, 19 með því að það, er vitað verður um Guð, er augljóst á meðal þeirra. Guð hefur birt þeim það.

Guðleysinginn og vantrúarfrömuðurinn, Hjalti Rúnar var svo 'góður' að birta texta úr ritningunni á blogginu sínu, þar sleit hann burt allt samhengið og gerði Jesú að manndrápara. Ég var ekki parhrifinn af vinnubrögðum hans þar þau snérust um að koma höggi á trúnna og ekkert annað.

Hann verður að eiga það við sjálfan sig svo sem, en ég ákvað að sýna ykkur hvernig er best að gera þetta. Ég læt samhengið fylgja með svo úr verður boðskapur með samhengi! Hann var hvort eð er að gera grín og gerði lítið úr góðum sönnum bloggvini, honum Gunnlaugi. Slíkt óréttlæti get ég ekki liðið.

Guð blessi ykkur og Hjalti Rúnar er ávalt í bænum mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já TAKK. Guðsteinn. já maður veru bara að beðjar

og taka ÆÐRULEYSI  KV: Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 5.10.2007 kl. 06:45

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sendi þér litla kveðju á fallegum fösudegi, kæri guðsteinn !

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 07:13

3 identicon

Við skulum nú ekki gleyma því að samkvæmt sögunni drap guð alla á jarðríki, menn,konur,börn,dýr allt heila klappið
Dauðahótanir all over

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 07:33

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekkert mál Gunnlaugur minn. Guð blessi þig bróðir.

Takk fyrir það Steina mín og sömuleiðis.

Dokksi ég var alvarlega að spá í að eyða þessari athugasemd þinni, en hætti við til þess að geta svarað þessari vitleysu þinni, ég skil ekki hvað þetta atriði þitt snertir grein mína, ég get bloggað um meint 'grimmd' Guðs seinna, en ég bið þig um að hafa þig hægan. Ef þú ætlar að vera með svona bull haltu þig hjá vinum þínum vantrúarmönnum, þeim hóp sem þú tilheyrir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2007 kl. 10:14

5 identicon

Ég segi enn og aftur, ég tilheyri ekki neinum hópum og mun aldrei gera, engum trúleysis og eða trúarhópum, ég tala eingöngu fyrir sjálfan mig
Þetta svar mitt var í rökréttu samhengi við að Jesú væri kallaður manndrápari, ef á að eyða athugasemd sem segir að guð hafi drepið alla á jarðríki sem nota bena stendur lika í bókinni.... þá veit ég ekki hvaða pól menn eru að taka...
Ég er heldur ekki vantrúarmaður ég er trúfrjáls og sem slíkur mun ég verða fyrstur til þess að segja að ég hafi rangt fyrir mér þegar eitthvað haldbært kemur um tilvist guða, eins og er þá er ekkert sem styður við tilvist guða 

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:40

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ok, þá skil ég þig betur, það var samhengið sem ég var engan veginn að skilja. En þú veist vel hvaða skoðun ég hef á ritstýringu Dokksi, mér fannst þetta samt eins og þruma úr heiðskýru lofti, þetta komment þitt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2007 kl. 10:47

7 Smámynd: Flower

Þú Dokksi minn ert á sömu skoðun og farísearnir forðum, þeir sáu Krist í verki en trúðu ekki. Ef þú ætlar að leita að sönnuninni um tilvist Guðs og heimta eitthvað súper kraftaverk þarftu lengi að bíða, Guð veit að það er erfitt að sannfæra þá sem eru á þinni skoðun ;) En vonandi færðu ósk þína um að sannfærast um tilvist Guðs uppfyllta einhverntíman ;)

Flower, 5.10.2007 kl. 11:48

8 identicon

Ég hef aldrei séð hann að verki og á ekki von á því að sjá það á minni lífsleið mín kæra flower

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 13:38

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi:


Jóhannesarguðspjall 20:29
Jesús segir við hann: ,,Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.``

Svo einfalt er það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2007 kl. 14:04

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Guð blessi ykkur og Hjalti Rúnar er ávalt í bænum mínum.

Í hvaða bæ býrðu? Nei, smá grín, gott hjá þér að biðja fyrir honum og til eftirbreytni.

Theódór Norðkvist, 5.10.2007 kl. 14:56

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehehe ... góður Teddi !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2007 kl. 15:21

12 identicon

Þetta er of einfalt fyrir mig augljóslega ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 16:43

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... nei það ehld ég ekki Dokksi minn. Ég af öllum veit það vel að þú ert með gott hjarta, þótt við séum að kíta þetta okkar á milli þá máttu alltaf hafa það í huga að ég þekki þig orðið ágætlega. Mér dettur ekki í hug að fara fýlu og dæma þig, ég vil frakar ræða málin til enda. 

Þú átt fyllilega rétt á þinni skoðun, en stundum ertu bara ekki nógu orðheppinn og stuðar fólk eins og mig og Lindu.  ;) Þú veist alveg hvað ég meina. hehe ...

En við megum ekki gleyma að það eru til tvær hliðar á öllum málum, og hefur þú einungis einblínt á neikvæðu hliðarnar og hunsað algjörlega  því jákvæða. Þar liggur hnífurinn í kúnni. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2007 kl. 17:12

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

....og gerði Jesú að manndrápara.

Auðvitað er Jesús "manndrápari". Ef við tökum sem dæmi dæmisöguna sem ég vitnaði í, þá er hann (konungurinn) þar að skipa undirmönnum sínum að drepa fólk.

Fyrir utan það að Jesús er samkvæmt þínum skilningi guð, og guð er ekki ófeiminn við að drepa í Gamla testamentinu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2007 kl. 17:19

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Elsku Hjalti, maður sem jafn vel lesinn í ritningunni eins og þú ættir að gera greinarmun á DÆMIsögu og alvöru atburð. Það hefur greinilega farið framhjá þér við lesturinn. En textinn sem þú tekur fyrir sýnir alvöruna á bak við orð Jesú, dómurinn mun koma og getur enginn lifandi vera sloppið frá því. Þess vegna tók Jesús svona gróft dæmi.

En það sem ég gagnrýni helst hjá þér Hjalti eru vinnubrögðin, þú í fyrsta lagi gerir grín af öðrum einstaklingi, og í öðru lagi tekur þú texta og klippir allt samhengi í burtu til þess að þjóna eigin boðskap og duttlungum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2007 kl. 17:39

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég geri alveg greinarmun á dæmisögu og alvöru atburð.  Málið er samt það að í þessari dæmisögu er Jesús konungurinn. Hann er með öðrum orðum að segja að við endurkomuna mun hann refsa grimmilega þeim sem eru ekki með honum "í liði".

... þú í fyrsta lagi gerir grín af öðrum einstaklingi,...

Ertu að tala um Jesú?

...og í öðru lagi tekur þú texta og klippir allt samhengi í burtu til þess að þjóna eigin boðskap og duttlungum.

Ég varð að "klippa allt samhengi í burtu" til þess að þetta væri alvöru skopstæling.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2007 kl. 17:50

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég geri alveg greinarmun á dæmisögu og alvöru atburð.  Málið er samt það að í þessari dæmisögu er Jesús konungurinn. Hann er með öðrum orðum að segja að við endurkomuna mun hann refsa grimmilega þeim sem eru ekki með honum "í liði".

Það er bara alvara málsins og  við bíðum bara og sjáum til hvað gerist, ekkin er ég spámaður og treysti mér ekki að fullyrða um það sem koma skal.

Ertu að tala um Jesú?

Ég er að tala um Gunnlaug, og ættir þú að skammast þín fyrir það! 

Ég varð að "klippa allt samhengi í burtu" til þess að þetta væri alvöru skopstæling.

Já, en það bitnar á öðrum einstaklingi sem hefur gert þér neitt, þ.e.a.s. Gunnlaug. Auk þess notar þú 'cölt' taktík við þetta eins og ég benti þér á. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2007 kl. 17:57

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er bara alvara málsins og við bíðum bara og sjáum til hvað gerist, ekkin er ég spámaður og treysti mér ekki að fullyrða um það sem koma skal.

Ef við lesum versið í samhengi þá segist Jesú ætla að refsa grimmilega þeim sem eru ekki með honum "í liði". Boðskapurinn batnar ekkert við það að hafa samhengið með.

Ég er að tala um Gunnlaug, og ættir þú að skammast þín fyrir það! 

Já, en það bitnar á öðrum einstaklingi sem hefur gert þér neitt, þ.e.a.s. Gunnlaug.

Nú skil ég ekki alveg að hvaða leyti ég var að gera grína að honum.

Auk þess notar þú 'cölt' taktík við þetta eins og ég benti þér á.

Þú fullyrtir að ég notaði "cölt taktík". Það er ekki rétt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2007 kl. 18:02

19 Smámynd: Linda

Þetta er fínt hjá þér Haukur.  Best að láta ritninguna tala fyrir vantrúar mönnum og þeirra dómi. 

Linda, 5.10.2007 kl. 18:29

20 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er Guðsblessun af síðunni hans Gunnlaugs og ég held mikið uppá hann sem bloggvin. það er merkilegt með hann Hjalta Rúnar að einsog hann er til í að lesa í biblíunni til þess að finna einhverja setningu og snúa útúr henni skuli hann ekki meðtaka náðarboðskap ritningarinnar. En allavega vona ég að Gunnlaugur haldi áfram að birta ritningarversin og myndirnar á síðunni sinni. hvað Hjalta varðar er ég helst á því að hann hafi verið beittur andlegu ofbeldi af einhverjum níðingi sem faldi sig á bak við biblíuna.  Ég hef lent í því og það er viðbjóður. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.10.2007 kl. 19:46

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

það er merkilegt með hann Hjalta Rúnar að einsog hann er til í að lesa í biblíunni til þess að finna einhverja setningu og snúa útúr henni skuli hann ekki meðtaka náðarboðskap ritningarinnar.

Guðrún, í staðinn fyrir að fullyrða bara að ég sé að snúa út úr setningum
ættirðu kannski að reyna að benda á dæmi.

hvað Hjalta varðar er ég helst á því að hann hafi verið beittur andlegu ofbeldi af einhverjum níðingi sem faldi sig á bak við biblíuna. Ég hef lent í því og það er viðbjóður.

Þetta eru afar dæmigerð viðbrögð. Í staðinn fyrir að pæla í að kannski
gagnrýni ég kristni af því að ég tel hana vera ranga og viðbjóðslega reynirðu að finna einhverja sálfræðilega ástæðu fyrir gagnrýninni 
minni. 

En nei, ég hef ekki orðið fyrir "andlegu ofbeldi af einhverjum níðingi sem faldi sig á bak við biblíuna".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2007 kl. 19:53

22 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hvernig stendur þá á því Hjalti að þú hafnar náðinni fyrir lífið þitt og hafnar kærleikanum og friðinum sem gefst fyrir bænalífið? þetta minnir á nýfætt barn sem hafnar móðurbrjóstinu

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.10.2007 kl. 20:11

23 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég verð nú bara að segja eitt eftir að hafa lesið yfir skrifin hérna við Guðrúnu vegna hennar síðasta innleggs og því fyrra. Er ekki í lagi með þig mín kæra? fyrirgefðu þótt ég segi svona, hvernig þú talar niður til Hjalta á ekkert heima hjá kærleiksríkri og friðsamri manneskju eins og þú telur þig sjálfsagt vera. Svo ferðu að koma með einhverjar lágkúrulegar athugasemdir um að hann hafi trúlega verið beittur ofbeldi af einhverju níðingi vegna þess að hann hugsar ekki eins og þú.

Það er fullt til af fólk sem er hinar bestu manneskjur trúlausar og miklu betri en margir trúarofstækismennirnir sem kúga og beita blekkingum. Þú ættir að skammast þín fyrir að tala svona.

Innleggin þín eiga ekkert heima með rökræðunum sem hérna eru í gangi.

Hvað veist þú svo sem um Hjalta? Heldurðu kannski að hann myndi ekki hjálpa þér ef hann sæi þig detta í götuna og meiða þig af því hann er trúlaus?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.10.2007 kl. 20:52

24 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Margrét mín ég hef aldrei gefið það til kynna að Hjalti Rúnar eða aðrir íslenskir trúleysingjar séu slæmt fólk, ég tel þá ekkert verri innrætta heldur en marga kristna, og dettur ekki í hug að halda því fram að hann sé ekki betri en þeir sem kúga fólk og ofsækja í nafni trúar, en í mínum  innleggjum erum við að tala um Biblíuna og ég skammast mín ekkert fyrir það að ræða andans mál

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.10.2007 kl. 21:03

25 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Orð guðs er ekkert að tvínóna við að kenna það að enginn leið sé til guðsríkisins nema fyrir jesú Krist, svo að þó að Hjalti Rúnar sturmi yfir mér þar sem ég ligg í götunni, dugar það ekki til vilji hann vera hólpinn, það er semsagt fyrir náðina sem við eigum von en ekki fyrir verkin.

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.10.2007 kl. 21:08

26 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvernig stendur þá á því Hjalti að þú hafnar náðinni fyrir lífið þitt og hafnar kærleikanum og friðinum sem gefst fyrir bænalífið? þetta minnir á nýfætt barn sem hafnar móðurbrjóstinu

Ástæðan er sú að ég tel kristni ekki vera sanna, auk þess finnst mér
hún vera mjög ógeðsleg.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2007 kl. 22:31

27 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hver er sannleikurinn að  þínu áliti? Á hvað trúir þú?

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.10.2007 kl. 22:40

28 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jæja best að koma sér í háttinn, ég hlakka mikið til að hitta ykkur Guðsteinn og Bryndís, Guð er svo sannarlega frábær, sigrandi og kærleiksríkur andans faðir sem blessar okkur með Lifandi vatni starfinu Góða nótt

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.10.2007 kl. 23:10

29 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég er ekki með nægan þroska til að byðja fyrir öllum,ég vil bara að fólk fái það sem það og verðskuldar og muni uppskera eins og sáð er,og þar með vil ég henda helling af liði beint í hyldýpið og þar má þetta fólk visna fyrir mér.

Kannski ég er svona djöfullegur guðsmaður og miskuna engum,ég get samt alveg fyrirgefið ég vil bara enga vægð þegar kemur að skuldadögum og ef ég er ekki verðugur að fá að vera í návist Krists Jesú verð ég víst að dúsa með draslinu, góða helgi og megi guð ykkur fylgja kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 6.10.2007 kl. 00:01

30 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég ætla að hlamma mér niður við hliðina á Jesú á efsta degi, þar sem ég er systir hans. Guð vildi senda bæði kynin, þ.e. bæði son og dóttur. Þannig að allir ættu að hlusta á mig  

Annars góða helgi

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.10.2007 kl. 02:29

31 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held að það sé ekki rangt að vera reiður við þá sem hafa misgert við mann, en það er rangt að fóstra beiskju í brjósti sér til langs tíma. Hún étur um sig.

Þeim sem tekst að biðja fyrir misgjörðarmanninum hefur sigrað sjálfan sig og komið í veg fyrir að þetta mein, beiskjan, breiði úr sér.

Að fyrirgefa táknar ekki endilega að horfa framhjá misgjörðinni, eða samþykkja hana. Eins getur það verið langt ferli að fyrirgefa, ef misgjörðin er alvarleg, t.d. nauðgun, morð, þjófnaður eða svik.

Það hefur reynst mér betur að geta fyrirgefið, heldur en hitt. Stundum sé ég að ég hef getað lagað mína framkomu við einhverja sem mér finnst koma illa fram og þá lagast oft samskiptin.

Theódór Norðkvist, 6.10.2007 kl. 02:44

32 Smámynd: halkatla

þetta er æðislega flott Guðsteinn!

halkatla, 6.10.2007 kl. 08:16

33 Smámynd: halkatla

það væri reyndar mjög gaman að vita afhverju Hjalti fer um bloggheima bara til þess að kommenta við færslur sem snúast um trúmál og segja það sem hann segir, er það virkilega bara vegna þess að honum finnst kristni ógeðsleg? ég trúi hans skýringu samt alveg, en þetta hefur orðið mér umhugsunarefni. Mér finnst frjálshyggjan og ýmislegt fleira í pólitík mjög ógeðslegt en ég læt það afarsjaldan í ljós á bloggum hægrimanna og þeirra sem ég er ósátt við, reyni frekar að forðast það það er kannski miklu verra, hver veit? en ég held að það sé of tímafrekt til að verða annað en orkusóun. En í þessu tilfelli fær Hjalti dágóðan fyrirbænakvóta hjá Guðsteini fyrir vikið, ég held að það sé nú ekki amalegt

halkatla, 6.10.2007 kl. 08:30

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, biðjum fyrir honum, það er mikið í þann pilt spunnið, þótt öfugsnúinn sé gagnvart skapara sínum, hann gæti orðið hér íslenzkur mini-Páll.

Jón Valur Jensson, 7.10.2007 kl. 02:00

35 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hver er sannleikurinn að þínu áliti? Á hvað trúir þú?

Um hvað ertu sérstaklega að spyrja? Þetta eru frekar víðtækar spurningar. En ég er ekki trúaðir og trúi ekki á neitt yfirnáttúrulegt.

það væri reyndar mjög gaman að vita afhverju Hjalti fer um bloggheima bara til þess að kommenta við færslur sem snúast um trúmál og segja það sem hann segir, er það virkilega bara vegna þess að honum finnst kristni ógeðsleg?

1. Ég hef gaman af því að ræða um trúmál.
2. Ég myndi gjarnan vilja hjálpa fólki úr (sjálfs-)blekkingarvefnum sem það er fast í.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.10.2007 kl. 19:39

36 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

2. Ég myndi gjarnan vilja hjálpa fólki úr (sjálfs-)blekkingarvefnum sem það er fast í.

Hvað áttu við? hvaða prógram ert þú með sem að býður uppá sambærilegan innri frið og tilgang sem að bænalíf til Jesú gefur?

Hvaða prógram er það sem þú hyggst vinna eftir við "hjálp" þína til trúaðra? 

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband