Föstudagur, 28. september 2007
Til trúaðra
Sameinumst í sterkan her, þið hermenn Krists
Alveg er ég búinn að fá mig fullsaddann á að deila og kíta við trúbræður mína, vissulega erum við ósammála um mörg atriði, og er mismunandi útfærsla á mörgu innan kirkjudeildanna, en er ekki komið nóg? Hví þessar innbyrðis deilur endalaust? Er ekki betra að við stöndum við baki á hvor öðru og berjumst gegn trúlausum heimi? Ég skil vel afhverju hlakkar í vantrúarmönnum og þeir brosa útí annað þegar trúaðir láta svona við hvorn annan, enda er full ástæða til.
Sjálfur er ég sekur um að níðast á trúbræðrum mínum og hef gert lítið úr þeirra skoðunum, það er ekki langt síðan að ég tók páfa fyrir og gerði lítið úr honum, bið ég kaþólikka afsökunar á þeim orðum mínum.
Ég mun einbeita mér frekar að því sem sameinar okkur, sem er Drottinn vor Jesús Kristur heldur en að velta mér uppúr kenningum sem ég er kannski ekki sammála. Jón Sigurðsson forseti sagði eitt sinn: "Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér". Það þykir mér í tíma töluð og viðeigandi við erindi mitt.
Einbeitum okkur að því sem skiptir máli, það er fagnaðarboðskap Jesú Krists, virðum bræður okkar og systur í Kristi og komum fram við þau án fyrirdæmingar út af einhverjum mismunandi skoðunum. Sjálfur ætla ég að tileinka mér þetta, en hvað gerir þú kæri trúbróðir og systir?
Alveg er ég búinn að fá mig fullsaddann á að deila og kíta við trúbræður mína, vissulega erum við ósammála um mörg atriði, og er mismunandi útfærsla á mörgu innan kirkjudeildanna, en er ekki komið nóg? Hví þessar innbyrðis deilur endalaust? Er ekki betra að við stöndum við baki á hvor öðru og berjumst gegn trúlausum heimi? Ég skil vel afhverju hlakkar í vantrúarmönnum og þeir brosa útí annað þegar trúaðir láta svona við hvorn annan, enda er full ástæða til.
Sjálfur er ég sekur um að níðast á trúbræðrum mínum og hef gert lítið úr þeirra skoðunum, það er ekki langt síðan að ég tók páfa fyrir og gerði lítið úr honum, bið ég kaþólikka afsökunar á þeim orðum mínum.
Ég mun einbeita mér frekar að því sem sameinar okkur, sem er Drottinn vor Jesús Kristur heldur en að velta mér uppúr kenningum sem ég er kannski ekki sammála. Jón Sigurðsson forseti sagði eitt sinn: "Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér". Það þykir mér í tíma töluð og viðeigandi við erindi mitt.
Einbeitum okkur að því sem skiptir máli, það er fagnaðarboðskap Jesú Krists, virðum bræður okkar og systur í Kristi og komum fram við þau án fyrirdæmingar út af einhverjum mismunandi skoðunum. Sjálfur ætla ég að tileinka mér þetta, en hvað gerir þú kæri trúbróðir og systir?
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 588420
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Á að aðskilja ríki og kirkju?
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.9.2007 kl. 12:21
Þú getur nú varla gert minna úr páfanum en hann sjálfur ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 12:25
Gunnar, segðu mér - hvar nærðu í þetta letur þitt? Ertu með e-ð forrit sem býr þetta til fyrir þig?
Nei, Dokksi - rétt er það, en það á við um páfa eins og alla aðra, við getum sjálfir séð um að gera okkur að fílfum, sumum bara tekst betur upp en aðrir. ;)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2007 kl. 12:34
Leyndarmál!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.9.2007 kl. 12:44
Þetta var góður pistill hjá þér Haukur og tek ég heilshugar undir með þér, það er enginn ágreiningur um Jesú Krist og hans guðdómleika svo það er best að við horfum á hann en ekki einhverja hluti sem að við erum ekki sammála um.
Guðrún Sæmundsdóttir, 28.9.2007 kl. 12:44
Mér líður vel í hjartanu eftir lesturinn.
Heiða Þórðar, 28.9.2007 kl. 12:45
Jæja Gunnar, ég reyndi þó. Eða eins og sagt er: "You can't blame me for trying!" hehe ..
Takk fyrir það Guðrún mín, alltaf gott að eiga þig að. En eins og þú eflaust tekur eftir þá hefur orðið hugarfarsbreyting hjá mér.
Heiða, feginn er ég að heyra það, þú ert algjört yndi og Guð blessi þig margfaldlega!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2007 kl. 12:56
Ég vil samt ítreka að það var grein hennar Lindu minnar sem breytti hugarfari mínu gagnvart þessum atriðum. Lesa má um það hér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2007 kl. 13:02
þetta er fallegt og ég er sammála þessu, reynum okkar besta
halkatla, 28.9.2007 kl. 13:10
Amen Anna Karen!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2007 kl. 14:46
Vá ég er bara nánast orðlaus af gleði, að ég hafi haft einhver áhrif sem þessi er svo miklu stærra enn ég, Guð á dýrðina. Enn þakka þér fyrir að geta míns. Gaman að sjá hversu dásamlegar breytingar geta orðið á samfélagi trúaðra ef við öllum tökum saman höndum og segjum í Jesú nafni, við eru Drottins! Guð blessi þig vinur. Minni á bænargönguna 3 Nóv. Þarf að fá nákvæmari upplýsingar frá yndislega fólkinu í Kærleikshúsinu.
Linda, 28.9.2007 kl. 14:56
Ég lýt á alla þá sem trúa á Krist og setja sitt traust á Hann sem mín trú syskyni. En hvernig er það, á maður að pakka niður Biblíunni og það sem maður telur satt til þess að vera í friði við þá sem eru manni ósammála? Hvort er meira virði, að standa á því sem maður trúir að rétt sé eða einhver ímyndaður friður? Þegar Jesú gékk um, var Hann þá að sætta fólk upp og reyna að stilla til friðar eða talaði Hann sannleikann jafnvel þótt að margir móðguðust?
Þetta er erfitt viðfangsefni og alltaf leiðinlegt þegar einhver særist en það er alls ekki mín áætlun þegar ég gagnrýni það sem ég tel vera rangt hjá þeim sem ég lýt á sem trúsyskyni. Það væri í rauninni ókærleiksríkt að láta einhvern fara villu síns vegar án þess að reyna að tala við hann og útskýra afhverju maður trúir því sem maður trúir.
Mofi, 28.9.2007 kl. 17:25
Skil ég hvað þú meinar Mofi, en athugaðu að við erum að tjá okkur á opinberum vettvangi, okkur er enginn sómi að því að rakka hvort annað niður. Þetta er engan vegin spurning um að pakka niður ritningunni, langt í frá, heldur er það umburðarlyndið sem skortir fyrir mismunandi kenningum kirkjudeildanna.
Við eigum eitt sameiningartákn og er það Drottinn okkar Jesús, auk þess eiga sumar kenningar meira heima innan safnaðanna sjálfra en á opinberum vettvangi, sumt skilur heimurinn ekki og sé ég ekki ástæðu til þess að fara útskýra hvert orð sem ég mæli.
Við eigum líka að áminna hvort annað í kærleika og ekki dæma hvort annað til vítis eins og ég því miður séð hér á blogginu.
Reynum að lifa saman sem bræður og systur í Kristi, sameinuð að einu góðu marki - að boða fagnaðarboðskap hans.
Getum við gert það Halldór? Ég held og veit að það er vel hægt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2007 kl. 18:07
Linda, jú þú ert uppsprettan af þessu og átt þú þökk fyrir. Guð notaði þig til þess að breyta mínu harða hjarta t.d. gagnvart Kaþólikkum. Guð blessi þig systir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2007 kl. 18:10
Við sem lifandi trúuð eigum að hafa umburðarlyndi gagnvart villum annara þó að við eigum ekki að samþykkja villurnar, það er tvennt ólíkt.
Kaþólikkar eiga marga sterka trúmenn sem samþykkja ekki villur kaþólskurnar en þykir vænt um sína kirkju. Mér þykir vænt um Hvítasunnusöfnuðinn þó að það sé margt sem er ekki í takt við minn skilning á orðinu. Guð sjálfur sér um mína uppfræðslu, eins skrítið og það hljómar. Ég hef engan hitt sem er færari um það, þó að auðvitað Guð bendi mér á allt sem kemur mér að gagni.
Flower, 28.9.2007 kl. 21:50
Þetta er fallega skrifað og fallega hugsað hjá þér Guðsteinn. Ég vildi að það væru fleiri eins og þú.
Jeremía, 29.9.2007 kl. 10:58
Rótin af þessu er að það eru kristin trúarbrögð sem eru ekki Kristinn. Það er aðal atriðið.
Biblían gefur okkur leiðbeningar og einkenni Kristinna hreifinga. Það er sá spegil sem allt verður að skoðast í. Á meðan það eru hreifingar sem notast ekki við þennan grundvöll verður ágeingingur, á sama tíma og þessar kristnu hreifingar kalla sig Kristna....
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 29.9.2007 kl. 13:02
Flower, hárrétt hjá þér, það er einmitt það sem ég er að meina.
Takk fyrir það Magnús Ingi, Guð blessi þig.
Eiríkur, það er einmitt málið, sumir söfnuðir kenna sig við krist en hafa samt ekkert með Krist að gera, því ber að að vara við, en það sem ég á við eru okkar stærstu kirkjudeildir hér á Íslandi, við erum jú heppinn að það er til lítið af villutrúarsöfnuðum hér á klakanum, ég mun ekki hika við að tala gegn þeim.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2007 kl. 15:21
Hvaða söfnuðir myndir þú telja vera villutrúarsöfnuði Guðsteinn?
Ertu sammála að páfinn sé óskeikull og prestar kaþólsku kirkjunnar hafa vald til að fyrirgefa syndir og þeir sem tilheyra ekki kaþólsku kirkjunni munu brenna að eilífu í helvíti?
Ég fyrir mitt leiti vil frið við þá sem segjast vilja fylgja Kristi en ég verð sömuleiðis að leiðrétta þá þegar þeir predika annað en það sem Kristur predikaði.
Mofi, 30.9.2007 kl. 18:02
Ég hef það fyrir mig hverja ég tel vera villutrúarsöfnuði, þú leiðir mig ekki í þá gildru að tala um það.
Nei, auðvitað er ég ekki sammála að páfi sé óskeikull, ég trúi heldur ekki boðskap ykkar aðventistanna að mótmælendur og kaþólikkar munu brenna í helvíti. Þannig þið eruð ekki skömminni skárri í fordæmingum.
Ég mun leiðétta ef þess þarf, en til hvers að eltast við duttlunga sem eru öllum kunn og koma engum á óvart? Hver er tilgangurinn með því? Enginn er hann og heitir tilgangslaus þræta. Horfum framhjá þessum hlutum, því þeir munu svara fyrir dómi alveg eins og ég og þú, þú munt svara fyrir þig og ekki fyrir þá. Þeirra blóð á þeirra höfði eins og sagt er.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2007 kl. 19:29
Guðsteinn: Nei, auðvitað er ég ekki sammála að páfi sé óskeikull, ég trúi heldur ekki boðskap ykkar aðventistanna að mótmælendur og kaþólikkar munu brenna í helvíti. Þannig þið eruð ekki skömminni skárri í fordæmingum.
Mér finnst þú hérna grípa til lyga, afhverju segir þú svona? Hef ég sagt þetta eða er þetta eitthvað sem þú telur að sé opinber afstaða kirkjunnar? Ég fullyrði fyrir mitt leiti að ég myndi yfirgefa Aðvent kirkjuna ef hún myndi taka þessa afstöðu.
Ef einhver telur mig vera á villu leið þá ætti hinn sami í einhverjum bróðurkærleika að vara mig við og það er það eina sem ég vil gera. Viðkomandi vonandi tekur mína gagnrýni sem borna fram af góðum hug og íhugar hana og síðan hafnar henni eða meðtekur.
Mofi, 1.10.2007 kl. 01:26
Mér þætti afar gaman ef þið gætuð farið að skrifa um eitthvað sem greinir á milli kristinna og trúlausra. Ég hef nefnilega afar lítinn áhuga á því hvort biblían í heild boði það að maður eigi að halda hvíldardaginn heilagan á laugardegi eða sunnudegi.
Og ef tilgangur ykkar með þessum skrifum er að "boða fagnaðarerindið" þá sannfærið þið engan með því að deila um smáatriði. Þið ættuð þá frekar að einblína á hluti eins og tilvist guðs og sérstaklega upprisu Jesú ef þið ætlið að sannfæra ókristið fólk.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.10.2007 kl. 03:35
Takk fyrir þetta Hjalti, og verð ég viðurkenna að þú hefur rétt fyrir þér að mörgu leyti, nema þetta erindi mitt er ekki skrifað til að sannfæra neinn- nema kannski trúaða. En ég mun verða við bón þinni.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.10.2007 kl. 09:22
Mofi, er þá félagi þinn hann Jón Hjörleifur ekki hluti af aðventistum? Hann hefur fordæmt mótmælendur og kaþólikka til heljar hér
Og hefur þú haft þig allan við að verja sumar af hans kenningum, sérstaklega að páfi sé antikristur, sem er bull. En ef hann er ekki hluti af þinni kirkju þá dreg ég þessa yfirlýsingu tilbaka og bið þig afsökunar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.10.2007 kl. 09:27
Það er mjög leitt Hjalti að trúaðir séu að deila á hvorn annan um einmitt smáatriði eins og hvíldardaginn. Þó að þetta séu mikilvæg smáatriði sum hver reyndar hehe.
Varðandi að uppfræða þá sem ekki eru trúaðir. Það getur verið vandasamt líka. Og eiginlega er það ekki á okkar valdi að sannfæra einn né neinn því að sannfæring af þessu tagi verður að koma innan frá, og það er bara Drottinn sem getur gefið hana. Og sé okkur ætlað að sannfæra einhvern verður Guð einnig að koma þar að.
Flower, 1.10.2007 kl. 12:10
Sammála Hjalta og þetta er einmitt það atriði sem kristnir eiga að sameinast um. Mér finnst margt vera að hjá mörgum kristnum kirkjum en það er alveg rétt að lítill hluti tíma manns ætti að fara í það.
Guðsteinn: Mofi, er þá félagi þinn hann Jón Hjörleifur ekki hluti af aðventistum? Hann hefur fordæmt mótmælendur og kaþólikka til heljar hérHann gerði ekkert slíkt og mér finnst stórfurðulegt af þér að halda þessu fram. Að vara við villu sem dregur fólk frá sannleikanum sem Kristur boðar er nauðsynlegt hverjum sannkristnum einstaklingi.
Guðsteinn: Og hefur þú haft þig allan við að verja sumar af hans kenningum, sérstaklega að páfi sé antikristur, sem er bull. En ef hann er ekki hluti af þinni kirkju þá dreg ég þessa yfirlýsingu tilbaka og bið þig afsökunar.
Auðvitað ver ég ýtarlegasta spádóm Biblíunnar sem fer frá Gamla Testamentinu yfir í hið Nýja til þess að vara okkur við hættulegum blekkingum. Þú hefur ekki getað komið með nein rök á móti augljósri réttri túlkun þessa spádóms, túlkun sem Lúther hafði og Isaac Newton hafði. Ég hef síðan marg oft sagt að ég lít á Jón Val sem góðann kristinn einstakling en sömuleiðis þá segi ég að vildi óska þess hann yfirgefi kirkju sem að mínu mati er í hrópandi ósamræmi við Biblíuna.
Mofi, 1.10.2007 kl. 12:44
Sammála Hjalta og þetta er einmitt það atriði sem kristnir eiga að sameinast um. Mér finnst margt vera að hjá mörgum kristnum kirkjum en það er alveg rétt að lítill hluti tíma manns ætti að fara í það.
Heyrðu mig Halldór, lastu ekki greinina mína? Hjalti er reyndar að taka undir það sem ég skrifaði um í færzlunni!
Hann gerði ekkert slíkt og mér finnst stórfurðulegt af þér að halda þessu fram. Að vara við villu sem dregur fólk frá sannleikanum sem Kristur boðar er nauðsynlegt hverjum sannkristnum einstaklingi.
Gerði hann ekkert slíkt nei? Elsku vinur, lestu nú greinarnar hans, þar stendur orðrétt og tekið af hans síðu:
Af þessu er augljóst að Babýlon táknar ekki aðeins Rómversk-kaþólsku kirkjuna, heldur einnig kirkjur mótmælenda.
Við vitum báðir hvað Babýlón táknar í Opinberunar bókinni, allt sem tilheyrir Babýlón fer beinustu leið til vítis. Þess vegna finnst mér miður að sjá slík skrif af ykkar hálfu, og dragðu þú tilbaka að ég fari með lygar þegar ég marg búinn að vitna í þetta og stendur þetta þarna svart á hvítu!!!
Ég sé engann tilgang í að fara sanna þetta ritningarlega, mörgu er hægt að raða saman og kalla það spádóm. En það er önnur saga, það sem ég gangrýni við þetta hjá ykkur er tvennt:
Þess vegna gagnrýni ég ykkur þegar þið dæmið svona hart, sérstaklega trúsystkyni ykkar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.10.2007 kl. 13:56
Hér er að finna alla greinina hans Jóns Hjörleifs, þar sem berlega kemur fram hverjir fara til vítis og hverjir ekki. og ég spyr þig þá Halldór, fyrst ég er á leiðinni til heljar, er þá eina leiðin til þess að verða hólpinn að tilheyra réttum söfnuði? Aðventistum kannski? Ég skil ykkur ekki og fatta ekki hatur ykkar í garð kaþólikka.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.10.2007 kl. 14:01
Mofi, greinin hans Hauks fjallar um samstöðu í Kristni, ekki deilur, hann er að tala um það sem er kjarni málsins og það er Róm 12:1-12 um kirkjuna sem líkama Krists. Ég hafði skrifað um það sama út frá ritningunni stuttu áður. Ritningin talar líka um að við eigum að ávíta þá sem eru í okkar söfnuði (hina Kristnu)fyrst ber okkur að tala við þá og leiðrétta, einn aðili á að prufa fyrst, síðan ef það gengur ekki þá eiga 2-3 aðilar að koma að þessu, umfram alt eigum við að halda slíku prívat, síðan á að leggja málið fyrir fram söfnuðinn ef ég man rétt og ef ekkert virkar til þess að leiðrétta viðkomandi þá megum við afskrá hann. Ég get ómögulega munað nákvæmlega hvar þessi ritningagrein er í augnablikinu hvort að hún sé í Kor 1 eða 2?
Málið er einfalt. Annað hvort komum við saman í anda Krists og komum fram við hvort annað í Kristi eða við getum bara sleppt því að teljast til Kristinnar trúar. Deilur sem þessar eru óþolandi, óviðeigandi og engan réttlátar, Jesú kemur og dæmir okkur og ég vona svo sannarlega að hann verði okkur miskunnsamur, og kannski er það nákvæmlega sem við eigum að hafa í huga, því miskunn hans sem okkur elskar sem fórnaði sér fyrir okkur, er svo miklu meiri enn það sem við getum gert okkur hugalund um, því slíkt virðist vera okkur ofviða þegar við sitjum í dómi yfir öðrum söfnuðum þ.a.s að sína miskunn.
Mundið að það er engin fullkomlega réttlátur eða góður nema Guð.
Sameinumst í trú og kærleika til hvors annars, látum Drottinn um dóminn, leiðréttum blíðlega og með kærleik, köllum aldrei dóm yfir aðra sem við gætum þurft að sitja undir. Sínum trú í verki og mætum á bænagönguna 3 Nóv.
Linda, 1.10.2007 kl. 15:10
Amen Linda, takk innilega fyrir þetta !! Þetta er nákvæmlega það sem ég er að meina!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.10.2007 kl. 15:13
Þetta er fáránleg útskýring hjá Halldóri að þetta skítkast sé gert af kærleika. Þetta er eins og segja við einhvern "þú ert tíkarsonur en ég segi þér það af því að ég vil vera góður við þig".
Það eru falleg orð hjá þér Linda að allir eigi að sameinast í trú og kærleika, en þegar einhver stundar aðventista "kærleik" gagnvart mér finnst mér best að sýna sama "kærleik" á móti.
Jeremía, 1.10.2007 kl. 16:18
Jón Hjörleyfur: Af þessu er augljóst að Babýlon táknar ekki aðeins Rómversk-kaþólsku kirkjuna, heldur einnig kirkjur mótmælenda.
Guðsteinn, hann útskýrir líka vel hvernig hann skilur þetta og það þýðir ekki að þeir sem tilheyra þessum kirkjudeildum fari til helvítis. Merkilegt hvað þú tekur þetta nærri þér en tekur ekki fullyrðingum kaþólsku kirkjunnar nærri þér að allir þeir sem tilheyra henni ekki fari beinustu leið til helvítis.
Guðsteinn: Ég sé engann tilgang í að fara sanna þetta ritningarlega, mörgu er hægt að raða saman og kalla það spádóm. En það er önnur saga, það sem ég gangrýni við þetta hjá ykkur er tvennt:
Afhverju sérðu ekki tilgang í að skilja spádóm Biblíunnar? Spádóm sem er mjög yfirgrips mikill sem fjallar um að vara fólk við hættulegum blekkingum...
Guðsteinn: Þið dæmið bræður og systur í Kristi til vítis.
Gerum það vægast sagt ekki og ég gékk svo langt að segja að ég myndi yfirgefa Aðvent kirkjuna ef það væri hennar afstaða. Annað en Magnús hérna sem fylgir kaþólsku kirkjunni þótt að hún segir að allir utan hennar fari til vítist.
Guðsteinn: Þið takið það sem ókomið er og fullyrðið það sem sannleik, þú kallar páfa antikrist og segir það vera "ýtarlegasta spádóm Biblíunnar", það kann svo að vera að það sé hárrétt hjá þér og ykkur. En ég myndi samt aldrei ganga eins langt og þið, ég myndi aldrei fullyrða um ókominn hlut sem ég er ekki viss á og finnst varhugavert að sjá slíkar fullyrðingar!Guðsteinn, spádómurinn um litla hornið byrjar þegar Rómarveldi líður undir lok, það er 300 e.kr. Það tímabil síðan sem þetta veldi átti að ríkja var í 1260 ár og því tímabili er löngu lokið. Svo það er ekkert verið að tala um einhverja óorðna hluti þetta er allt búið að rætast fyrir langa löngu.
Linda: Ég get ómögulega munað nákvæmlega hvar þessi ritningagrein er í augnablikinu hvort að hún sé í Kor 1 eða 2?
Ég held ekki að þarna eigi við opinberar trúarskoðanir kirkna heldur frekar þegar einhver einstaklingur í kirkju er að gera eitthvað sem aðrir telja að sé slæmt. Þá á að fara varlega í það mál og alls ekki baktala og fordæma heldur að tala við viðkomandi í einrúmi til að leysa vandamálið. Held að þú ert að hugsa um Matteus 18:15
Linda, því slíkt virðist vera okkur ofviða þegar við sitjum í dómi yfir öðrum söfnuðum þ.a.s að sína miskunn.
Að benda á hvað Biblían segir er einfaldlega nauðsynlegt og að hætta að gera það og láta hvaða villukenningar eða óhlíðni eiga sig á ekkert skilt við neinn kærleika.
Útdráttur úr grein sem fjallar um þetta efni:
http://www.biblebb.com/files/mac/2331.htm
Is there any illustration in the New Testament of this kind of discipline? Yes there is, in Galatians 2:11. After Peter had sinned in cutting himself off from the assembly of God's people to identify with some legalizers, Paul confronted him: "But when Peter was come to Antioch, I withstood him to the face, because he was to be blamed." Did Peter respond? Yes he did, because later on, he wrote in 2 Peter 3:15, "...even as our beloved brother, Paul...." Evidently, one reason they were able to have such a love bond between them was that Paul cared enough to be willing to confront Peter with his sin. Often, when you confront a person on a one-to-one basis, your hearts will be knit together.
Magnús: Þetta er fáránleg útskýring hjá Halldóri að þetta skítkast sé gert af kærleika. Þetta er eins og segja við einhvern "þú ert tíkarsonur en ég segi þér það af því að ég vil vera góður við þig".
Er ég að segja eitthvað slæmt um einhverja manneskju? Ég er að tala um ákveðna stofnun og um ákveðnar kenningar sem ég tel vera rangar. Svona út úr snúningur getur aðeins komið af hinu illa.
Magnús: Það eru falleg orð hjá þér Linda að allir eigi að sameinast í trú og kærleika, en þegar einhver stundar aðventista "kærleik" gagnvart mér finnst mér best að sýna sama "kærleik" á móti
Að vara þig við villukenningum og stofnun sem hefur sýnt það í gegnum aldirnar að hún er vond, finnst þér það virkilega svona slæmt?
Mofi, 1.10.2007 kl. 19:56
það er alltaf leiðinlegt að verða var við sundrungu meðal kristinna .
Hvað er hægt að gera til að laga það, er ekki auðsvöruð spurning .
En eitt veit ég fyrir víst, og það er, að ekki fer ég í slagtog með t.d mormónum, sem kenna að biblían okkar sé ófullkominn, og mormónsbók sé hin fullkomna bók . Hvers vegna hafa þeir þá hina gömlu alltaf meðferðis í hús hér í bæ, ef hún er síðri en mormónsbókin ?
enok (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.