Alvarlegt, en annað skiptir meira máli

Í veikindum mínum undanfarið hef ég horft mikið á sjónvarp, það hefur ekki farið fram hjá neinum að það eru sýnd tónlistarmyndbönd á Skjá Einum að degi til. Ég er nú ekki sá sem bendir á allt og kalla það klám, ég er frekar talinn frjálslyndur í mínum skoðunum til nektar og því Guðs skapaða dýrðarverki, þ.e.a.s. mannslíkamann.

En þessi myndbönd gengu alveg fram af mér, ég gerði mér engan veginn grein fyrir hversu alvarlegt þetta er orðið. Svona ófögnuður er sýndur á frá dagskrálokum á Skjá einum og þar til dagskrá hefst. Ég átti ekki til orð yfir þeim konum sem voru klæddar í tannþráð einum fata, og voru þær flestar að nudda sér upp við karlkynið og stundum kvenkynið líka. Það datt af mér andlitið nokkrum sinnum yfir þvó orðbragði, myndum og boðskap sem þarna var um að ræða.

Ég er ekki að mæla með ritskoðun  né neinu slíku, en við höfum aðgang að stöðvum eins MTV, VH1 og fleiri sem senda svona út, yfirleitt þarf að kaupa áskrift af þeim og finnst mér það sama eigi við um þetta sem og PoppTV, sem er reyndar hægt að setja lás á.

Slæmt finnst mér að McDonalds sé að heilaþvo börnin okkar rétt fyrir barnaefni, en hafið þið kynnt ykkur það sem er áður en barnaefnið hefst??

Íslendingar þurfa að læra að forgangsraða.


mbl.is Auglýsa skyndibita á undan barnatíma RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Af skiljanlegri ástæðu hef ég ekki horft á sjónvarpið á Íslandi. Ég er samt 100% sammála þér.

Það er peningagræðgin sem er að "drepa" okkur! Besta dæmið um græðgina er jóla-auglýsingarnar sem vaða yfir okkur 100 daga fyrir jól. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.9.2007 kl. 12:05

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Skítt með klæðnaðinn (eða skort þar á) á þessum hálfhungurmorða erlendu glyðrum, sem skaka sig hátt og lágt eins og þær ódýru portkonur sem þær eflaust eru - mér finns aðalmálið vera að "tónlistin" sem þetta lið færir okkur er að mínu mati (fagmaður, sko ) jafn tær viðbjóður og sinnepsgas.

Hvað varðar Makkaauglýsingarnar er ég nú ekkert að missa mig. Stöku subbubúrger drepur engan, svo lengi sem matseldin heima við er í lagi - eins og mér skilst að sé hjá þér, Haukur minn.

Ingvar Valgeirsson, 26.9.2007 kl. 18:05

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Tannþráð!!!! Hahahahahaha ég fæ krampa af hlátri!!!! Frábær lýsing!

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.9.2007 kl. 18:25

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skýringin á þessum soramyndböndum er að miklum hluta sú að sjónvarpsstöðvarnar lifa fyrst og fremst á auglýsingatekjum. Eftir því sem fleiri horfa á sjónvarpsstöðina því hærri verða auglýsingatekjurnar.

Með því að senda svona myndbönd í loftið sem höfða til lægstu hvata mannsins, er hægt að fá sem flesta til að sitja límdir við skjáinn. Tónlistarlega séð eru þessi myndbönd oftast fagrar umbúðir utan um ekki neitt.

Ómerkilegast af öllu er þó að dengja heilaþvottarauglýsingum yfir ómótuð börnin. Það ætti hreinlega ekki að leyfa slíkt andlegt ofbeldi og þeir sem leggjast það lágt hljóta að vera siðblindir.

Theódór Norðkvist, 26.9.2007 kl. 19:42

5 Smámynd: Linda

Flest sjónvörp hafa barnalæsingu, með því að fara í Menu..kemst maður að mörgu eins og t.d. barnalæsingu.  So, skelltu á barnalæsingu á þær stöðvar sem sýna þetta klám.  ´

Nú svo er það barnalæsing tíhí..eru að dáleiða þig með orðinu, taka 4 á því ætti að duga til.  knús dúlli.

Linda, 26.9.2007 kl. 22:55

6 Smámynd: Fjóla Æ.

Því miður er það þannig að nekt, kynþokki, klám, kynlíf og allt sem því fylgir selur. Á meðan við kaupum þá minnkar þetta ekki. Það er bara staðreynd að flotta sexy granna stúlkan sem klæðir sig þannig að ímyndunaraflið fær ekki mikið að gera fær meiri athygli en aðeins of þunga stúlkan í rúllukragapeysunni og síða pilsinu. Þetta er það sem fólk vill sjá og þess vegna er þetta svona. Markaðslögmálið framboð og eftirspurn ræður í þessum bransa eins og öðrum.

Fjóla Æ., 27.9.2007 kl. 09:45

7 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Sammála. En þetta er ástand heimsins og hugafarsins.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 27.9.2007 kl. 19:46

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tek undir hvert orð hjá þér Haukur. Það sem er verst að börn og unglingar eru að taka sér þetta til fyrirmyndar, það verður að halda heilbrigðari fyrirmyndum að krökkunum. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.9.2007 kl. 20:38

9 Smámynd: halkatla

jiminn eini ég er sammála Eiríki ingvar eina ferðina enn! hvað er að gerast? og þér reyndar líka afþví að þetta er alveg ferlegt. Það eru nokkur ár síðan ég sá síðast þessi myndbönd en ég man alveg hvað öllum sem ég þekkti fannst þetta mikill sori og viðbjóður, allt frá tónlistinni og yfir í efnivið myndbandanna. Það sést alveg hvað selur á því að Britney Spears var næstum nakin á verðlaunahátíðinni, svo hlær fólk að henni og talar um fitu, ég meina þetta sem er veik manneskja og ætti alls ekki að vera hleypt uppá svið! Svona er kærleikurinn almennt að fara kólnandi.

halkatla, 28.9.2007 kl. 11:23

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég þakka öllum fyrir innlitið og góð komment, ég held að ég sé sammála öllum sem hafa kommentað hér. Guð blessi ykkur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588462

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband