Ömurlegt alveg!

Þessu starfi verður að halda áfram, burtséð frá skoðunum þínum um trúmál, þá verður að viðurkennast að þeir hafa lyft Grettistaki í að sinna þeim sem minna mega sín.  Ég virkilega bið fyrir því að mál þetta leysist sem fyrst, svo hægt sé að starfrækja þetta góða starf áfram.

mbl.is Kaffistofu Samhjálpar lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér í þessu

DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 09:31

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

??? ég á ekki orð !  Guð blessi þig Dokksi !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.9.2007 kl. 09:45

3 Smámynd: halkatla

þetta er fáránlegt!

halkatla, 7.9.2007 kl. 09:59

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Þetta er verulega slæmt að þurfa að loka þessu og einnig það hve erfiðlega gengur að fá nýtt húsnæði undir starfssemina. Vona að það takist samt á næstu dögum.

Ég hlustaði á viðtal við forssvarsmann Samhjálpar í gær og þar sagði hann að fólk væri mjög tilbúið til að aðstoða í Pakistan og víðar en minna tilbúið til að aðstoða hér. Í framhaldi af þessu sagði hann til skýringar á orðum sínum að fólk væri tilbúnara til að aðstoða með buddunni en hjartanu. Við ættum að skoða  í hjarta okkar.

Fjóla Æ., 7.9.2007 kl. 10:08

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Frekar ömurlegt. Verð þó að segja að ég skil alveg að fólk vilji ekki fá starfsemina inn í hús til sín, en æði margir virðast halda að þarna sé bara um róna og ógæfufólk að ræða.

Ingvar Valgeirsson, 7.9.2007 kl. 14:00

6 Smámynd: Linda

Gott að sjá þig blogga þetta, ég gerði það sama.  Saman stöndum við gegn óréttlæti með því að blogga þessa frétt, það er mín skoðun. Knús

Linda, 7.9.2007 kl. 15:43

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir þessi skrif. Okkar minnstu bræður og systur þurfa nýja kaffistofu. Þetta var eina kaffistofa landsins þar sem opið var alla daga ársins og enginn viðskiptavinur var krafinn um greiðslu. Ég hvet alla bloggara sem sjá þessa frétt að blogga um hana og mótmæla þessu.

Guðni Már Henningsson, 7.9.2007 kl. 16:43

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

100% sammála þér

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.9.2007 kl. 16:50

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá, ég þakka alveg frábær viðbrögð!

Anna Karen, gefum ekki upp vonina og vonum það besta.

Fjóla, ég þakka frábært innlegg, og viturleg finnst mér þessi setning þín: Við ættum að skoða  í hjarta okkar. Ég er mjög sammála því.

Ingvar, rétt hjá þér, það er þefur af fordómum í þessu, ástandið er ekki alveg svona slæmt.

Linda, já við þurfum að sýna samstöðu í þessu og þá sérstaklega kristnir.

Guðni Már, ég er hjartanlega sammála þér og þínu innleggi, takk fyrir það.

Gunnar, ég þakka stuðnningin. Guð blessi þig. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.9.2007 kl. 18:24

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gott hjá þér Guðsteinn að vekja athygli á þessu. Ég tek alveg undir það, að það væru gríðarleg vonbrigði ef þetta starf miskunnsama Samverjans myndi leggjast af.

Samhjálparmenn og -konur eru þarna að stunda trúboð í verki. Þeir bjóða upp á samkomur og biblíulestra, en eru að því ég best veit ekki að þvinga trúnni upp á skjólstæðinga sína, sem þeir bjóða velkomna án þess að spyrja um trúfélagsskráningu.

Ég styð erlent hjálparstarf, en það er augljóslega þörf á innlendu hjálparstarfi, þar sem æ fleiri hér á landi hafa lent undir í harðri lífsbaráttunni undanfarin ár og áratugi.

Fjóla vitnar í forsvarsmann Samhjálpar, sem segir að fólk sé frekar tilbúið að aðstoða með buddunni en hjartanu.

Ég hef ekki mikla reynslu af hjálparstarfi, einhverja þó og mín reynsla var oft alveg þveröfug við þetta. Margir taka undir að það er þörf á að rétta bágstöddum hjálparhönd, en þegar kemur að því að reiða fram peninga þá verður minna um viðbrögð. Gamall KFUM-maður sagði eitt sinn að veskið frelsaðist síðast!

Ég hvet alla þá sem geta látið eitthvað af hendi rakna til Samhjálpar að gera það. Ég ætla að gera það sjálfur. Sýnum stuðning okkar í verki. 

Theódór Norðkvist, 7.9.2007 kl. 22:16

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það kom fram í fréttum í kvöld að það er verið að ganga frá leigu á nýjum stað, bara gott mál.  Vonandi hefur það leyst í kvöld, svo menn geti farið að koma nyja kaffihúsinu i stand.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 01:34

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Æðislegt Ásthildur, takk fyrir að láta mig vita af þessu. Takk fyrir það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.9.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 587864

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband