Lifandi Vatn

Í tilefni þess að við erum búinn að stofna samfélag sem heitir lifandi vatn, þá er um þetta að segja um efnislegt vatn:

Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun, en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju eða vegna mikils vökvataps.

Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn af vatni, en vatn er nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi. Starfsemi líkamans byggir á efnahvörfum sem fara að mestu fram í vatnslausn. Að meðaltali er mannslíkaminn um 65% vatn, en mikill munur er þó á þessu hlutfalli milli einstakra vefja. Það er þó ljóst að ef líkamann skortir vatn raskast öll líkamsstarfsemi.
Tekið af vísindavef háskólans.


Eins er með sálina og andann, hann þarfnast næringar alveg eins og líkaminn. Allir menn fæðast með ákveðið tómarúm í hjarta sínu, við eyðum stundum megnið af okkar ævi í leit til þess að fylla uppí þetta tómarúm. Ég vitna um og fullyrði, að eina leiðin til þess að verða fyllilega heill og fylla í þetta tómarúm, er að hleypa Jesú inní líf þitt.

Jóhannesarguðspjall 4:11-14
11 Hún segir við hann: ,,Herra, þú hefur enga skjólu að ausa með, og brunnurinn er djúpur. Hvaðan hefur þú þetta lifandi vatn?
12 Ertu meiri en Jakob forfaðir vor, sem gaf oss brunninn og drakk sjálfur úr honum og synir hans og fénaður?``
13 Jesús svaraði: ,,Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta,
14 en hvern sem drekkur af vatninu, er ég gef honum, mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs."


Málið er einfalt, sálinn og andinn þarfnast næringar líka. Þess vegna hvet ég alla menn til þess að gefa sér smá tíma til þess að lesa í ritningunni annars lagið. Guð blessi ykkur öll.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef prófað en það virkar ekki fyrir mig... sorry

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.8.2007 kl. 12:03

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Gunnar reyndu þá að biðja jafnvel að kyrja og gefðu ritningunni síðan sjens og þeim oftar sem þú lest þeim mun meir skilur maður,allavegana er það svo í mínu tilviki veri guð með ykkur kæru félagar kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 28.8.2007 kl. 12:27

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kallast það þá ekki heilaþvottur ?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.8.2007 kl. 12:48

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flestir álíta nú lestur að afla sér þekkingar Gunnar ... en öllu má nú nafni gefa.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.8.2007 kl. 13:12

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gott svar hjá þér kæri bloggvinur. Ég leitaði Guðs lengi og lét skíra mig þegar ég var 21 í hvítasunnukirkju hér í Svíþjóð. Ég hef prófað "allar" tegundir af trúaflokkum og hef reynt að trúa á fólkið bakvið bækurnar þ.e. Biblíuna og Kóraninn en því miður virkar það ekki fyrir mig.
Ég trúi á Guð á minn hátt og læt það næga.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.8.2007 kl. 13:24

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gott hjá þér Gunnar minn, láttu engan segja þér fyrir verkum í þessu - þessi ákvörðun er alveg undir þér kominn. Guð blessi þig Gunnar !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.8.2007 kl. 13:35

7 Smámynd: Linda

Hæ Haukur minn, þetta er yndisleg grein, og lifandi vant er svo sannarlega rétt bæði fyrir líkama og sál.  Megi trú þín ávalt vera öllum sem lýsandi ljós.  Guð blessi þig.

Linda, 28.8.2007 kl. 14:48

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Æðislegt Dagný, svona á að gera þetta !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.8.2007 kl. 14:49

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Linda mín.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.8.2007 kl. 14:50

10 identicon

Sæll Guðsteinn Haukur

Ég þakka þér fyrir góða grein sem varð mér til blessunar. Margir kristnir einstaklingar og samfélög finna oft til þornunar, fjafnvel ofþornunar. Þá er gott að vita að til sé Lifandi vatn. Í mörg ár hef ég tekið þáttí Laufskálhátíðinni í Jerúsalem, sem er að hausti. Á síðasta degi hátíðarinnar koma þúsundir gyðinga og kristinna manna saman við Vesturmúrinn og hrópa til Guðs um vatn, því jörðin er svo tóm eftir hita sumarsins.

Jesús tók þátt í þessari hátíð og síðasta daginn stóð Jesús þar og kallaði: Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki. Sá sem trúir á mig, - frá hjarta hans munu renna lækjir lifandi vatns...Jóh.7:17.

Ég óska ykkur til hamingju með þetta nýja samfélag og bið þess að þangað og þaðan megi ávallt streyma Lifandi vatn.

Shalom kveðja

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 15:21

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega fyrir innlitið Ólafur, oft hef ég séð þig á Omega og ber ég ómælda virðingu fyrir þér. Guð blessi þig og þitt góða starf.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.8.2007 kl. 15:35

12 identicon

Takk fyrir þetta. Við hjónin lesum saman daglega og uppskerum líka ríkulega.Lifandi trú og ró í hjarta.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:35

13 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Einmitt ég hef líka séð mikið til þín á Omega Ólafur sjálfur er ég á leið til Egyptalands öðruhvoru megin við áramót og vissulega ætla ég mér til Jerúsalemar og sjá þessa helgu staði.P.S þú mátt alveg gefa mér góð ráð varðandi för mína ef þú hefur kost á slíku bestu kveðjur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 28.8.2007 kl. 17:01

14 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Lifandi vatn samverustundirnar ganga ekki útá einhvern heilaþvott eða leiðtogadýrkun, það er allir búnir að fá nóg af einhverju svoleiðis bulli. Heldur er þarna opin vettvangur til þess að spjalla saman og njóta lífisins í kristilegum kærleik. maður er manns gaman

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.8.2007 kl. 20:03

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

knús til Bryndísar flott komment hjá henni á öðru bloggi Gunnar Helgi ég vildi óska þess að þú gætir verið með okkur í að móta starfið í Lifandi Vatni. En við erum ákveðin í því að það verði ekki eitthvað einsog þú lentir í útí Svíþjóð og nokkrir hafa lent illa í hér á Íslandi. Við öll sem komum að starfinu erum vel sjóuð

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.8.2007 kl. 21:40

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef ekki lent í neinu í Svíþjóð  
Ég fann bara ekki það sem ég leitaði að... eða kannski réttarasagt, fann ég það sem ég leitaði að

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.8.2007 kl. 22:13

17 Smámynd: www.zordis.com

Lifandi Vatnið, nauðsyn til að viðhalda jafnvæginu.  Til lukku og með von um velgengni!

www.zordis.com, 28.8.2007 kl. 22:16

18 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Gott hjá þér Guðsteinn. Og megi frá þér og ykkar samfélagi renna lækir lifandi vatns í Jesú nafni. Amen!

Kær kveðja, Janus

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 28.8.2007 kl. 23:58

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég þakka öllum innlitið og ítreka orð Guðrúnar, Lifandi Vatn snýst ekki um leiðtogadýrkun eða slá nokkurn í hausinn með biblíunni - við trúsystkyninin komum saman og höfum það gott yfir kaffibolla og fleiru. Ég vona að sem flestir geti mætt næst þegar við erum með þetta!  :) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.8.2007 kl. 10:06

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju, öllsömul! "Sjá, hversu fagurt og yndislegt það er, þegar bræður [og systur] búa saman ..." (Sálm.133.1), og engin þörf er á stefnuskrá né samhæfðri trúfræði, þegar þar er komið saman, heldur er það bræðralagið og bænin, vænti ég, sem nægir til að byggjast upp á samverustundum. - Kær kveðja (og Guðsteinn, hún Bryndís þín reynist vera magnaður guðfræðingur sem jafnframt á létt með leikandi stíl, af löngum og góðum innleggjum hennar á síðu S.D.M. að dæma; svo sá ég á síðu Bryndísar brúðkaupsmyndina -- til hamingju með hvort annað, bæði tvö!).

Jón Valur Jensson, 30.8.2007 kl. 00:07

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega fyrir þessi hlýju orð Jón Valur, þú ert svo sannarlega velkominn að kíkja á okkur hjá Lifandi Vatni ef þú hefur tíma til. Við auglýsum það hér á bloggum okkar ég og Guðrún.

En kona mín er guðfræðinemi og ekki orðinn guðfræðingur. En satt er það hún er svo sannarlega mögnuð (enda er ég stolltur eiginmaður), ef þú bara vissir hversu samviskusöm hún er og gefur sig alla í þetta nám. Við lásum þetta komment þitt saman við hjónin og fannst það mjög uppörvandi og til blessunar. Takk fyrir það bróðir Jón Valur og megi Guð geyma þig og blessa.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.8.2007 kl. 08:15

22 Smámynd: halkatla

halkatla, 31.8.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband