Heimar mætast

Samsýning Steinunnar og Guðsteins Hauks 

Nú hefst samsyning okkar Steinunnar, hér ber að líta mínar myndir en endilega kíkið á Steinunni líka! 

Smellið á myndirnar 2x sinnum til þess  að sjá þær í fullri stærð.

Jesús

jesus

 

 

 

 

 

 

 


Mynd af Jesú, Olía á striga - stærð 150cm x 150cm.

Æfingar 

aefingar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Æfingar í að teikna hrygg - kol á verksmiðjupappír.

Blekmódel 

blekteikning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Blekteikning gerð í módelteikningu með pensli og fjaðurpenna, gerð á ca. 1 min. (er mjög snöggur)

Tígrísdýr 

tígri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vatnslitamynd af tígrísdýri með ungan sinn.

Anatómía 

læri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Auðvitað þarf að læra anatómíu í myndlist, þessi er gerð með kol og krít.

Umhverfið á Akureyri 

umhverfi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er pastelmynd sem ég gerði er ég horfði yfir Vaðlaheiðina á Akureyri.

Anótómía #2 

mjöðm

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki er nóg að þekkja bara vöðvanna, það þarf að þekkja beinin líka. Þetta er kolateikning.

Skopmyndir / teiknimyndir

Optimus Prime MegatronBatmanSkyssa ..

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Photoshop brellur

Leiðarvísirnafnið mitt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég vona að þið hafið notið sýningarinnar ! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

  frábært bara.

Linda, 23.8.2007 kl. 19:04

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gaman að sjá hversu ólíkar þær eru, margur tjáningamáti. það er auðvelt að finna þig í þessum myndum út frá skrifunum þínum ! þær eru einlægar og frá hjartanu það er best.

það er líka skemmtilegt að sjá hversu ólíkt þær eru settar upp sem passar vel við mismunandi túknir.

eigum við ekki að gera þetta aftur, þetta hefur verið frábær samvinna þó svo að við höfum aldrei hisst eða talað saman.

AlheimsLjós til þín og vonandi hefur þú jafn gaman af þessu og ég.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 19:11

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Fjölbreytt verk hjá þér Guðsteinn. Til hamingju með sýninguna. Þetta er frábær hugmynd hjá ykkur Steinu. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.8.2007 kl. 19:13

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá, ég fer bara hjá mér !

En jú Steina, við höfum aldrei hist eða talað saman nema á blogginu, sem gerir þetta ennþá skemmtilegra!

En ég vil þakka Hlyn, Söru og Lindu fyrir falleg komment ! En ég setti inn fremur fjölbreytt safn af myndum. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.8.2007 kl. 19:27

5 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Til hamingju með opnunina. Flottar myndir og fjölbreyttar. Góð hugmynd að samsýningu.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 23.8.2007 kl. 19:30

6 Smámynd: www.zordis.com

Mjög fjölbreytilegar myndir hjá þér og frábært framtak hjá ykkur Steinu! 

Þú ert greinilega mjög laginn og nákvæmur, fallegar teikningarnar þínar. 

Kær kveðja,

Zordis

www.zordis.com, 23.8.2007 kl. 19:41

7 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er snilldarhugmynd hjá ykkur. þetta endar í einni allsherjar listaorgíu hjá bloggurum...

maður á að framkvæma hugmyndir sínar. ekki spörning.

arnar valgeirsson, 23.8.2007 kl. 19:53

8 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hér vantar margar myndir. Þú nefnilega gerist oftast málari þegar gefa þarf einhverjum gjafir.... Hefðir þurft að vera duglegri að taka myndir af þeim verkum.  Ég held auðvitað mest upp á tígrisdýramyndina sem þú gafst mér.

Bryndís Böðvarsdóttir, 23.8.2007 kl. 19:55

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Alveg frábær hugmynd Guðsteinn og óvenjuleg! Takk fyrir þetta framtak! Það er sannarlega hægt að nýta bloggið í fleira en rökræður! Til hamingju með þetta! Kær kveðja, Sunna!

Sunna Dóra Möller, 23.8.2007 kl. 19:57

10 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Glæsilegt hjá ykkur Steinu Til hamingju með þetta og skál frá Kjartani

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.8.2007 kl. 20:16

11 identicon

Þú ert vel hæfur á flestum vígstöðvum myndlistar . Persónulega finnst mér kolamyndirnar bestar . Kveðja : enok

enok (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 20:32

12 identicon

  Mjög flott framtak. Liprar bleikteikningar. Skopteikningarnar eru þér í blóð bornar. Það væri gaman að sjá meira.
Bestu kveðjur, -Þ

Þorfinnur Skúlason (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 21:26

13 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Takk fyrir mig. Ég er frænka Steinu og naut þess að skoða myndirnar ykkar beggja. Ég veit að strákarnir mínir eiga eftir að slefa yfir þessum ofurhetjumyndum þegar ég sýni þeim þær!

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.8.2007 kl. 21:31

14 Smámynd: Þarfagreinir

Mér finnst Akureyrarmyndin best, en þetta er allt saman meira og minna ákaflega flott.

Þarfagreinir, 23.8.2007 kl. 21:35

15 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þér er ýmist til lista lagt Guðsteinn og hefur greinilega fengið margar góðar gjafir frá guði og ég verð að segja þú ert betri en ég átti von á(en ég nátturulega hef aldrei hitt þig nema hér á bloggina svo ég vissi auðvitað ekkert að þú værir líka listamaður)Mjög góð verk Guðsteinn Jesú höfðar sterkt til mín sonur minn mun fíla vel ofurhetjurnar og Tígurinn.Takk fyrir framtakið bæði tvö kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.8.2007 kl. 22:03

16 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Til hamingju með sýninguna Guðsteinn. Þetta eru flottar myndir.

Guðný Svava Strandberg

Myndlistarkona. 

Svava frá Strandbergi , 23.8.2007 kl. 23:13

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Góður

Solla Guðjóns, 24.8.2007 kl. 02:48

18 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Meiriháttar myndir! Þú leynir á þér strákur. Persónulega fannst mér blekmódelið flottast í einfaldleik sínum. Það er líka í því einhver erótískur kraftur sem mér fannst sexy.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.8.2007 kl. 08:28

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég bjóst satt að segja ekki við svona góðum viðbrögðum! Ég vil þakka öllum áhugann og falleg komment!

Guð blessi ykkur öll! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.8.2007 kl. 13:23

20 Smámynd: halkatla

vá takk fyrir þessa sýningu, hún var sannkölluð snilld ég fíla tígrisdýrið best - kemur kannski ekki á óvart.

halkatla, 24.8.2007 kl. 14:48

21 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég er mjög hrifin af Kristsmyndinni. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.8.2007 kl. 15:48

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega þið eru skemmtilega ólík, en samt eitthvað sem tengir ykkur.  Frábært að fá þetta svona beint í æð.  Til hamingju Guðsteinn minn og Steinunn og þið öll.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2007 kl. 22:57

23 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þú ert frábær listamaður Guðsteinn og sniðugt hjá þér og Steinunni að gera þetta. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.9.2007 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588367

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband