Föstudagur, 17. ágúst 2007
Hvíldardagurinn - er hún synd á sunnudögum?
Halldór/Mofi bað mig um að fjalla um Sabbathin, og hvers vegna ég trúi því að það er ekki synd að halda hann á sunnudögum, hér kemur það:
Ritað er:
Bréf Páls til Rómverja 14:5
"Einn gjörir mun á dögum annar metur alla dag jafnt. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum."
Og einnig:
1 Takið að yður hina óstyrku í trúnni, án þess að leggja dóm á skoðanir þeirra.
2 Einn er þeirrar trúar, að alls megi neyta en hinn óstyrki neytir einungis jurtafæðu.
3 Sá, sem neytir kjöts, fyrirlíti ekki hinn, sem lætur þess óneytt, og sá, sem lætur þess óneytt, dæmi ekki þann, sem neytir þess, því að Guð hefur tekið hann að sér.
4 Hver ert þú, sem dæmir annars þjón? Hann stendur og fellur herra sínum. Og hann mun standa, því að megnugur er Drottinn þess að láta hann standa.
5 Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum.
6 Sá, sem tekur tillit til daga, gjörir það vegna Drottins. Og sá, sem neytir kjöts, gerir það vegna Drottins, því að hann gjörir Guði þakkir. Sá, sem lætur óneytt, hann lætur óneytt vegna Drottins og gjörir Guði þakkir.
7 Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér.
Við heiðingjarnir erum ekki háð lögmáli gyðinga, þess vegna er talað um að Jesús hafi uppfyllt lögmálið.
Ritað er:
Og hann sagði við þá: ,,Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins."
Ég er ekki að gera lítið úr boðorðunum 10, langt í frá - þau standa óhögguð og þeim ber að hlýða. Deilumálið er á hvaða degi hvíldardagurinn er, en ekki um hvort eigi að fylgja því boðorði. Þess vegna ítreka ég orð Páls:
Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum.
Það fer eftir sannfæringu hvers og eins hvaða dag hann telur hvíldardag, alveg eins og sá sem kýs ekki að borða vissar kjöttegundir Guði til dýrðar, geri svo Guði til dýrðar. Páll ítrekar að trúbræður eigi EKKI að leggja dóm á slíka hluti. Ef ég til dæmis kýs að fasta Guði til dýrðar, þá getur enginn trúbróðir eða nokkur annar fordæmt föstu mína.
Þannig jú, vissulega var Sabbathinn á laugardegi, ég viðurkenni það fúslega, því er ekki að neita sökum hefðarinnar og annarra gagna. En annað lögmál gildir um okkur sem eru ekki gyðingar (Gentiles), við erum ekki bundinn undir sama sáttmála og þeir. En við höldum hvíldardaginn heilagann á sunnudegi og gerum það Guði til dýrðar. Enginn er að tala um að breyta lögmálinu, þetta stendur skýrt í orðum Páls hvað gera skal, svo lengi sem við gerum það með réttu hugarfari og gerum þetta Guði til dýrðar.
Jesús afnam heldur ekki lögmálið heldur uppfyllti það, hann gjörði það eins og það átti upphaflega að vera áður mennirnir afskræmdu það með eigin reglum og lögum. Slík er ást Krists.
Ég efast um að á dómsdegi að Guð fordæmi okkur fyrir þetta atriði, því ást Guðs er takmarkalaus og enginn skal efast um það.
Ritað er:
26 Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.
27 Allt er mér falið af föður mínum, og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.
28 Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.
29 Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.
30 Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.
Jesús létti af okkur byrðar lögmálsins og gaf okkur nýtt og endurbætt lögmál, en sama lögmálið. Ég þarf heldur ekki að telja upp þá staði sem Jesús sjálfur storkaði faríseunum og "vann" á hvíldardögum, hann kallaði þá hræsnara og gerði lítið úr mannasetningum þeirra. Þess vegna eru orð Páls og Jesú mikilvæg í þessu samhengi.
Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.
Það var ekki að ástæðulausu sem hann sagði þessi orð. Og eftir þeim fer ég, ég held hvíldardaginn heilagann og geri það á sunnudegi og er stoltur af því. Ég er ekki að "syndga uppá náðina" eins og sumir halda fram. Það er alrangt, nema að fylgja orðum Páls sé ég þá að "syndga uppá náðina"?? Og er ég ekki að brjóta neitt boðorð við þetta eins og aðventistar halda fram. Ég tel svo ekki vera, en þetta er bara mín skoðun.
Kaþólska kirkjan og aðventistar:
Rangfærsla hefur verið við lýði lengi hjá aðventistum, þeir saka Páfagarð um að hafa breytt hvíldardeginum. Ellen G. White - hjá aðventistum hafði þetta að segja á sínum tíma í gegnum svokallaðar "sýnir" sínar:
"The holy Sabbath looked glorious- a halo of glory was all around it. I saw that the Sabbath commandment was not nailed to the cross. If it was, the other nine commandments were; and we are at liberty to break them all as well as to break the fourth. I saw that God had not changed the Sabbath, for he never changes. But the pope had changed it from the seventh day to the first day of the week; for he was to change times and laws."
(Early Writings of Ellen G. White, page 33, official Adventist publication)
Þessar yfirýsingar hennar eru alrangar.
Engar heimildir eru til fyrir að kaþólikkar hafi gerst svo djarfir að breyta þessu. Ekki sem ég veit um að minnsta kosti. Einfaldlega vegna þess að frumkirkjan sjálf (1. öld eftir Krist) var farinn að halda hvíldardaginn á sunnudögum, til eru margar heimildir fyrir því. Fyrsti raunverulegi páfinn var ekki til fyrr en löngu seinna. Þannig að hvernig gat hann breytt einhverju sem var þegar orðið? Kaþólikkar eru saklausir af þessum ásökunum aðventista.
Í dag neita flestir aðventistar að trúa á orð Ellen G. White, því ekkert af því sem hún sagði og spáði, reyndist rétt. Skiljanlega vilja þeir ekki kenna sig við falsspákonu sem spáði alls kyns atburðum sem aldrei stóðust. Sjá nánar hér.
En því er ekki að leyna að áhrif hennar gæta enn hjá aðventistum. Með hræðslu áróðri sínum tókst henni að sannfæra söfnuð sinn að það væri brot á boðorðunum að vanhelga hvíldardaginn með því að halda hann á sunnudegi, og sagði vítisvist bíða þeirra sem stunduðu slíkt. Hér er til dæmis gyðingur sem segir sína skoðun á þessu. Hann telur að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 20.8.2007 kl. 14:43 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Takk fyrir það henry, ég vona að ég eigi þinn stuðning í þessu - ég býst við að aðventistar ráðist núna á mig með kjafti og klóm !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.8.2007 kl. 00:30
Minn skilningur á Jesú er sá að hann myndi storka öllum trúuðum, hann myndi segja: you guys got it all wrong & now I must kick your ass.
Þið mynduð sjá trúfrjálsa sem hans nánustu og þeir mest trúuðu munu vera fjarlægðastir og bókin mun verða dæmd dauð og ómerk.
Hugsið dæmið kæru vinir, engin vera á svona háu plani myndi láta svona frá sér.
Málið er ekki hverju þú trúir og hversu heitur þú ert í því, málið er hvað þú gerir í þínu lífi, tilbeiðsla,hallarbyggingar,fordómar og peningaplokk er eitthvað sem frumstæð vera myndi vilja, er guð og eða Jesú það frumstæðir.
Í minni bók er hið ultimate guðlast að gera guð sinn að svona frumstæðri veru sem er með sama egóflipp og menn, aðeins menn myndu koma með þannig formúlu.
Peace.
DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 00:54
Sorrý Dokksi, ég hef bara ekki þessa sýn eins og þú, ég hvet þig eindregið til þess að lesa ALLA ritninguna áður en lengra er haldið, þá átt þú eftir að skilja betur munin sem er bent á í vissum trúarbrögðum. Boðskapur ritningarinnar er einfaldur og skýr, það eru mennirnir sem flækja hana, þess vegna er ég að þessum endalausu skrifum mínum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.8.2007 kl. 00:59
Þú segir suma menn hafa ritninguna í hjartanu, ef guð skapaði allt og alla þá myndi hann ekki gefa út reglugerðarbók sem er svo auðvelt að breyta eftir behag og eða hún einfaldlega tapaðist að eilífu í einhverjum hörmungum.
Do the math, hugsaðu málið djúpt og lengi, ekki láta uppeldi eða neinar formúlu innprentanir hafa áhrif á þann þankagang, það ætti ekki að vera mjög erfit að sjá að öll trúarbrögð eru mjög svo smituð af mönnum og eini staðurinn sem þú getur leitað að sannleikanum er í sjálfum þér
DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 01:06
Guð gaf út sem þú kallar "reglugerðarbók", sú bók á að standa óhögguð frá mannanna höndum, annars liggur bölvun við. Það sorglega er að gerast í dag, að menn sjá sér fært í að taka út "óþægilegann" boðskap til þess að verða við vilja minnihlutahópa.
Sönn leit af sjálfum sér fullkomnast og klárast þegar þú kynnist Guði, hann er sá eini sem er fær um að fylla það tómarúm sem allir menn hafa í hjarta sínu. Þess vegna er ég og mun alltaf verða Guðs.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.8.2007 kl. 01:18
Rétt eins og DNA hefur allt í sér eiga allir að hafa í sér.... allt annað er og óöruggt og easily exploited.
Sofðu á þessu og veltu þessu fyrir þér í einhvern tíma og lestu aftur það sem ég sagði í byrjun.
Ef þú værir guð fengir þú fróun úr tilbeiðslu eða ... hverju myndir þú fá fróun yfir með að horfa á sköpunarverk þitt
DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 01:23
Ég ætlaði nú bara að skjótast hingað inn til að kyssa Zhjónin fyrir fallegt komment, en datt svo í lestur á öllu saman eins og alltaf.
Verð að segja að mér finnst DrE vera málefnasti gagnrýnandinn sem ég hef séð lengi og einn af fáum sem kemur með nýja fleti á teningnum. Þegar hann/hún er kurteis, þá er virkilega gaman að lesa. "..öll trúarbrögð eru mjög svo smituð af mönnum og eini staðurinn sem þú getur leitað að sannleikanum er í sjálfum þér.."-setningin finnur helling hjá mér, því þó ég eigi heita og fallega trú, þá er svo margt sem ég set spurningamerki við í túlkun fólks á biblíunni. Sú túlkun er líka næstum því jafn flókin og margvísleg og mennirnir sem lesa hana. Ég held að það sé svolítill Guð í okkur öllum og við þurfum að leita innávið og hlusta á eigin samvisku og gefa því gaum í næði og friði hvað býr innra með okkur.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.8.2007 kl. 03:59
Jæja gott fólk best að sprengja dæmið upp með lausnina,guð er og verður enginn vafi með það,en lausnin á bættum mannlegum samskiptum er ekki lengur að finna í neinni Kirkju heldur í öðrum samtökum þar sem talað er um æðri mátt samkvæmt skilningi þínum á honum,og þar eru jú allir jafnir.
Þessi samtök heita AA og treysta vissulega á algóðan guð enda hvaða ljós sá Bill eiginlega ef ekki frá Guði,það verður aldrei hægt að leysa neinn vanda í heimi hér ef ég segi alla fara með rangt mál nema mig sjálfan og þar með er ég ekki að þjóna guði heldur sjálfi mínu og egói og mitt egó hefur aldrei gert neitt fyrir mig annað en koma mér í tómt klúður og vitleysu endalaust.
Við erum reyndar alltaf að setja lög um þetta og hitt málið er auðvitað að geta gert slíkt í guðsvilja ekki af græðgi og frekju okkar mannskepnunar ég berst fyrir jöfnum rétti allra manna og sem maður er ég engum öðrum manni fremri né síðri heldur jafn honum og þannig held ég að Drottinn sjái okkur málið er og verður spurning um afl og hvoru aflinu ætla ég að þjóna góðu afli eða slæmu mér eða vilja guðs.Og auðvitað er guð í okkur öllum hann er allt og ekkert en munum eitt sem Jesú sagði og þar var ég er ekki af þessum heimi hér ríkir annar og átti hann við satan sjálfan.Minn djöfull heitir víst bakkus og dóp og ég var svo fullur af lyfjum árum saman að ég náði engri tengingu við guð sama hvað ég reyndi.
Enda er talað um að vera allsgáður og vakandi í Biblíunni og vil ég merkja það við slíkt að ná að hemja lesti sína ekki færa eina fíkn yfir á annað stig eða form megi guð yfir ykkur öllum vaka kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 18.8.2007 kl. 07:07
Það er rétt hugsað að allir dagar eru og geta verið hvíld fyrir okkur, enn það er bara einn dagur sem er heillagur fyrir Guði og Það er Laugardagurinn. Þetta vitum við sem lesum Biblíuna. Ég hef sjálf skrifað þráð um þetta því læt ég hann duga sem svar um mitt álit á þessu efni:
http://vonin.blog.is/blog/vonin/entry/270657/
Linda, 18.8.2007 kl. 12:58
Guðsteinn: Halldór/Mofi bað mig um að fjalla um Sabbathin, og hvers vegna ég trúi því að það er ekki synd að halda hann á sunnudögum, hér kemur það:
Takk fyrir það, ég vona að ég valdi þér ekki vonbrigðum :)
Bréf Páls til Rómverja 14:1-7
Í þessum textum Páls þá er hann ekki að tala um boðorðin tíu eða hvíldardags boðorðið. Ef maður les öll þau vers sem fjalla um heilagleika hvíldardagsins og hve mikils virði hann er Guði þá verur það alveg út í hött að halda að Páll væri að afnema hvíldardaginn án þess einu sinni að nefna hvíldardags boðorðið eða þegar hann er ekki einu sinni að tala um boðorðin tíu.
Maður þarf líka að hafa í huga varðandi þetta er að gyðingar fylgdu fórnarlögmálinu og í því voru hátíðisdagar og þeir voru einnig kallaðir hvíldardagar og voru heilagir en þeir voru það ekki lengur eftir krossinn því að þá var búið að afnema fórnarlögmálið.
Guðsteinn: Ég efast um að á dómsdegi að Guð fordæmi okkur fyrir þetta atriði, því ást Guðs er takmarkalaus og enginn skal efast um það.
Ég efast ekki um að Guð hafni þeim sem hafna Hans lögum af því að Hans lög hentar þeim ekki.
Ég er ekki að gera lítið úr boðorðunum 10, langt í frá - þau standa óhögguð og þeim ber að hlýða. Deilumálið er á hvaða degi hvíldardagurinn er, en ekki um hvort eigi að fylgja því boðorði.
Hvíldardags boðorðið er að halda sjöundadaginn heilagann af því að Guð skapaði himinn og jörð á sex dögum og gerði hinn sjöunda heilagann. Það er ekkert boðorð sem segir að við eigum að gera einhvern dag sem okkur hentar heilagann. Við höfum ekki vald til að gera neitt heilagt, aðeins Guð getur gert það.
Guðsteinn: Rangfærsla hefur verið við lýði lengi hjá aðventistum, þeir saka Páfagarð um að hafa breytt hvíldardeginum.
Á mörgum stöðum þá segir kaþólska kirkjan að hún gerði þetta og sýndi þannig vald sitt yfir ritningunum.
Question: Which is the Sabbath day?
Answer: Saturday is the Sabbath day.
Question: Why do we observe Sunday instead of Saturday?
Answer: We observe Sunday instead of Saturday because the Catholic Church transferred the solemnity from Saturday to Sunday.” Rev. Peter Geiermann C.S.S.R., The Convert’s Catechism of Catholic Doctrine, p. 50 (1946).
Meira um þetta: http://www.whitehorsemedia.com/articles/details.cfm?art=91
Endilega lestu hinar greinarnar þarna neðst sem þér finnst áhugaverðar.
Stutt grein um hvaða þátt hvíldardagurinn spilaði í baráttu Lúthers við kaþólsku kirkjuna: http://www.yashanet.com/library/reformf.htm
Guðsteinn: Ég þarf heldur ekki að telja upp þá staði sem Jesús sjálfur storkaði faríseunum og "vann" á hvíldardögum, hann kallaði þá hræsnara og gerði lítið úr mannasetningum þeirra.
Nei, þú þarft þess ekki. Ef Jesú hafði unnið á hvíldardegi þá hefði Hann dáið syndari. Jesú aftur á móti sýndi faríseunum og okkur öllum hvernig á að halda hvíldardaginn heilagann. Hvernig þetta boðorð er okkur til blessunar en faríseyarnir voru búnir að breyta því í bölvun með mannasetningum. Hvíldardagurinn sjálfur er ekki mannasetning.
Guðsteinn: En annað lögmál gildir um okkur sem eru ekki gyðingar (Gentiles), við erum ekki bundinn undir sama sáttmála og þeir
Hvíldardags boðorðið varð til við sköpun heimsins og Móse hlýddi því áður en hann fékk boðorðin tíu. Svo hvíldardagurinn er Guðs en ekki gyðinga.
Guðsteinn: Í dag neita flestir aðventistar að trúa á orð Ellen G. White, því ekkert af því sem hún sagði og spáði, reyndist rétt.
Hvaðan hefurðu þessar upplýsingar? Ég veit ekki um neitt sem hún sagði sem er rangt og ég veit ekki betur en hún sagði fyrir um margt sem er mjög merkilegt eins og skaðsemi tóbaks þegar læknar voru að mæla með því sem meðali. Margt í kringum ráðleggingar varðandi heilsu sem hefur reynst rétt og sitthvað fleira. Mjög merkileg og góð kristin kona en ég aðeins ekki að einhver verði að trúa að hún sé spámaður til að tilheyra Aðvent kirkjunni.
Mofi, 18.8.2007 kl. 14:18
VÁ !!!
AlheimsLjós til AlheimsKærleikans !!!
Það er það sem er að mínu mati aðalatriði....
ef við notuðum svona mikinn tíma í RIGHT HYMAN RELATIONS
Væri heimurinn betri en hann er í dag !
mér finnst betra þegar ég er í hjartanu en höfðinu !
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.8.2007 kl. 15:13
Ég kýs að hafa Sabbath á hverjum degi! það er að gefa Guði tíma þar sem ég les orðið og bið. Það er manninum til góðs að verja tíma með Guði. Á dögum Gamla Testamenntisins voru engin verkalýðsfélög sem fyrirskipuðu hvíldartíma. Manninum er nauðsynlegt að hvílast andlega og líkamlega, Aðalmálið er að hvílast annarslagið í Guði og leyfa Orði hans að fylla hugann, því það sigrar allt hugarvíl og streitu. Svo er athugandi að ekki var Heilagur andi gefinn fólki í þá daga, heldur voru miklar serimóníur við að nálægast Guði og einungis á mjög fárra færi. Við upprisu Jesú breyttist þetta og Heilagur andi ( Hjálparinn) stendur öllum til boða hvenær sem er, sem tilbiðja Guð fyrir blóð Jesú Krists.
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.8.2007 kl. 17:58
Guðrún: Ég kýs að hafa Sabbath á hverjum degi! það er að gefa Guði tíma þar sem ég les orðið og bið.
Þetta segir mér að þú veist ekki hvernig Sabbath er. Það er ekki aðeins að taka hvíldardag að lesa í Biblíunni eða mæta í kirkju. Gyðingar kölluðu föstudarginn "undirbúnings dag" því þeir notuðu hann til að undirbúa hvíldardaginn þannig að þeir þyrftu að gera sem minnst á sjálfan hvíldardaginn. Þeir sem heiðra hvíldardaginn þeir hætta öllu á föstudagskvöldið þótt að það sé mikil pressa að mæta í vinnuna eða læra fyrir próf. Reyna sitt besta að hugsa ekki einu sinni um þessa hluti heldur leggja þá til hliðar og setja þá í hendurnar á Guði. Það sem kemur út úr því er ómetanleg hvíld því að maður gerir þetta án nokkurs samviskubits því að maður er að hlíða Guði.
Guðrún: Aðalmálið er að hvílast annarslagið í Guði og leyfa Orði hans að fylla hugann, því það sigrar allt hugarvíl og streitu.
Er ekki aðal atriðið að hlíða Guði og setja Hann í fyrsta sæti?
Guðrún: Við upprisu Jesú breyttist þetta og Heilagur andi ( Hjálparinn) stendur öllum til boða hvenær sem er, sem tilbiðja Guð fyrir blóð Jesú Krists.
Ekki þeim sem óhlíðnast Guði viljandi.
Mofi, 18.8.2007 kl. 21:37
Hvíldardagurinn er fyrir manninn, og Jesús er herra hvíldardagsins. Fyrir mér er bænagjörð til Jesú og hvíldin í hans Heilaga Anda sama og að heiðra hvíldardagsboðorðið. Samt tel ég mikilvægt að ef að fólk upplifir sig í synd í sambandi við Laugardaga þá ætti það að halda hann sem Sabbath, eða Sunnudag, skiptir þetta einhverju máli nú þegar Jesús Kristur er herra hvíldardagsins?
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.8.2007 kl. 21:49
Guðrún, þegar Jesú segir að Hann sé herra hvíldardagsins þá er Hann að tengja sjálfan sig við þetta boðorð enda sagði Hann "ef þér elskið mig, haldið boðorð mín". Hvíldardagurinn er fyrir okkur en við eigum mjög erfitt með að láta það sem er að stressa okkur falla niður og taka sér hvíld nema maður er að hlíða Guði og hreinlega má ekki láta veraldlega hluti trufla sig því nú er kominn hvíldardagur.
Mofi, 18.8.2007 kl. 22:08
Helga, takk fyrir þitt innlegg, og jú - hann Dokksi minn er oftast nær málefnanlegur, en hann er mannlegur eins og hver annar.
Úlfar, hver verður að finna sér sinn stað og tilgang, ég er feginn að sjá þér hefur tekist það. Það mig sjálfann mörg ár.
Linda, ég þekki þessa grein og þína afstöðu, þú gerir þetta líka á réttum forsendum án fordóma. Guð bless þig systir.
Mofi/Halldór - eins og vejulega krefst þú sérmeðferðar.
Steina, falleg lýsing - að vera í hjartanu en höfðinu, og er ég þér sammála, ljós og kærleikur til þín.
Guðrún, þú lýsir nákvæmlega afstöðu minni, ef við gerum þetta Guði til dýrðar þá er þetta ekki vandamál.
Gunnar Friðrik, nei ég hef ekki lesið þá bók, en skal verða mér úti um hana. Takk fyrir þá ábendingu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2007 kl. 12:20
Það eru engin lög sem bann það að hafa rangt fyrir sér. Ef menn vilja verja þá þúfu þá er það í lagi. "En hún snýst nú samt".
Það er nú þannig af þeim fjölmörgu SDAistum sem ég þekki veit ég ekki um sem neitar gjöfum EGW. En ég þekki þá nú samt ekki alla og langt frá því. Þarna held ég að þú hafir kveðið full dýrt að orði.
Mér hlakkar til að sjá þessa umræðu þegar ég kem til baka síðar í vikunni Guðsteinn. Er að fara á Hreindýra slóðir að hitta gamlan tarf. Hann hefur það markmið eitt að veita mér og minni fjölskildu magafylli og hlýu á vetri komandi.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 19.8.2007 kl. 14:25
Þið eruð að misskilja þetta, það sem ég sagði að SDA trúðu eki lengur mikið af hennar spádómum og mörg hennar orð, enda spáði konan heimsendi nokkrum sinnum, það er það sem ég á við.
En gangi þér vel í veiðinni Eiki !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2007 kl. 15:30
EGW spáði ekki fyrir heimsendi nokkrum sinnum. Það er ekki rétt. Ef þú hefur frumheimildir um annað upplýstu mig endilega.
Hinsvegar var hún hluti af þessum svo kölluðu endurkomuhreyfingum sem spruttu upp um 1830 í usa. Voru þessar kirkjudeildir margar og sumar enn til í dag. Snérist þessi spádómur um endurkomu Krists og dóm hans árið 1844. Hún hafði rangt fyrir sér eins og miljónir annarra mann á þessum tíma. Gefur þetta ekki tilefni til að gera minna úr hennar gjöfum.
Mér finnst alveg magnað þegar ég sé skrif um EGW hversvegna menn geta ekki viðurkennt hennar gjafir. Ég held að þetta sé dálítið táknrænt. Hvernig lítum við á gjafir annarra í kirkjunni. Getum við allmennt viðurkennt þær....Nei, menn eru alltaf að togast á um getu eða gjafir leiðtoganna eða öldungana.
Ég hef ekki lesið mikið eftir EGW. Sennilega innan við 20% af því sem hún hefur skrifað. En það er magnað að þeir sem ekkert hafa lesið geta grafið upp ótrúlegan ósóma um þessa konu. Hún er mest lesni kveinrithöfundur heims þar til fyrir nokkurm árum. Þá tók önnur við...Höfundur Harry Potter Skildi nokkurn mann undra árásirnar í þessu ljósi.
Já veiðin verður Góð heiðskíra og 15°hiti. Ef sá fúli tarfur finnst ekki þá verður alla vegana fagur fjallasalur.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 19.8.2007 kl. 16:01
Guðsteinn seg mér eitt var það ekki EGW sem skrifaði bókina Deilan mikla,synd að segja það ég lánaði hana fyrir nokkru eftir að hún hafði legið í dvala árum saman í hillu hjá Móður minni ég las nú samt þessa bók þegar ég var ungur og óharnaður í leit minni að sannleikanum,hún skrifaði nú samt helling af fínu efni þó hún kannski hafi ekki reynst réttspá um margt,enda veit enginn um engurkomuna nema Faðirinn ekki einusinni sonurinn fékk það að vita meðan hann gekk um jörðina annars frábært að lesa allar þessar kommentir ég virði hvert og eitt ykkar og þakka kærlega fyrir mig Guðsteinn Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.8.2007 kl. 19:28
Eiríkur, hér er heimild fyrir því að Ellen notaði mann sinn (sem var látinn) sem miðil, þaðan fékk hún nokkrar sýnir og veist þú vel hvað er sagt um slíkan gjörning í ritningunni.
Og varðandi endatímanna er það að finna meðal annars hér. Ég set inn fleiri heimildir síðar.
En þarna er sagt:
(George Rice (1983). Luke, A Plagiarist?, Pacific Press Publishing Association.)
Þess vegna benti ég á að sumum af kenningum/spádómum hennar hefði verið hafnað. Og bendi á sögu vottanna í þessu samhengi, bók eftir penton M. James; Apocalyplse Delayed. The Story of Jehovah's Witnesses, það er óhjákvæmlegt að vísa í þær bókmenntir sérstaklega í ljósi þess að SDA og vottarnir eru komnir af sama grunni kenningarlega séð, þót margt hafi breyst í dag, þá er ekki hægt að neita af sér fortíðina.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2007 kl. 23:31
Einnig er hægt að lesa um þetta hér, varðandi dómsdaginn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2007 kl. 23:32
En Guð blessi Úlfar, það er rétt hjá þér að ég held, Ellen skrifaði þá bók.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2007 kl. 23:33
Guð blessi þig Úlfar vildi ég sagt hafa.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2007 kl. 23:34
Guðsteinn: Eiríkur, hér er heimild fyrir því að Ellen notaði mann sinn (sem var látinn) sem miðil, þaðan fékk hún nokkrar sýnir og veist þú vel hvað er sagt um slíkan gjörning í ritningunni.
Eina sem gerðist var að kona sem missti mann sinn dreymdi hann. Hún eins og allir aðventistar trúa því að hinir dánu vita ekki neitt og við eigum ekki að reyna að tala við þá. Miklu frekar að þeir sem trúa á eilífar þjáningar og að sálin sé eilíf myndu koma með svona en Ellen White var alveg með þetta á hreinu.
Guðsteinn: Og varðandi endatímanna er það að finna meðal annars hér. Ég set inn fleiri heimildir síðar.
En þarna er sagt
Hvað stendur þarna sem sýnir fram á að hún hafi spáð einhverju sem síðan rættist ekki? Ég er ekki að sjá það. Ekki segja mér að þú grípur svona á lofti án þess að lesa og meta hvort þetta hafi eitthvað gildi eða hvort einhver er aðeins með skítkast af annarlegum ástæðum.
Guðsteinn: Þess vegna benti ég á að sumum af kenningum/spádómum hennar hefði verið hafnað.
Hvaða spádómar og hvaða kenningar kom hún með sem var síðan hafnað? Það sem þarf að hafa í huga er að hún var aðeins mannleg, syndari sem gerði sín misstök en það þýðir ekki að Guð hafi ekki starfað í gegnum hana. Það eru meira að segja þó nokkur dæmi þar sem hún hélt eitthvað en fékk síðan sýn þar sem henni var sagt að hún hafði rangt fyrir sér.
Guðsteinn: Einnig er hægt að lesa um þetta hér, varðandi dómsdaginn
Þarna er fjallað um Miller hreyfinguna þar sem maður að nafni William Miller skildi ákveðinn spádóm í Biblíunni þannig að hann þýddi að Guð myndi koma aftur. Ellen White var 17 ára árið 1844 og hafði þá aldrei fengið sýn eða neitt slíkt svo hún spáði þessu ekki.
Mofi, 20.8.2007 kl. 00:19
Ég vildi að svo væri Mofi, ég ven mig ekki á að vera með skítkast nema gild ástæða sé til, Miller þessi spáði heimsendi rétt er það, en samsek er hún því hún hélt upp kenningum hans eftir hans tíma, sem heitir að vera samsekur:
THE SHUT DOOR, 1844
She says: "After the passing of the time of expectation, in 1844, Adventists still believed the Saviour's coming to be very near; they held that...the work of Christ as man's intercessor before God had ceased. Having given the warning of the judgment near, they felt that their work for the world was done, and they lost their burden of soul for the salvation of sinners.... All this confirmed them in the belief that probation had ended, or, as they then expressed it, 'the door of mercy was shut.'" Great Controversy, page 268.
From: Seventh-day Adventism Renounced, Chapter VIII - "Mrs. White and her Revelations," by D.M. Canright, 1914
John Megquier, Saco, Me., a man noted for his integrity, writes: "We well know the course of Ellen G. White, the visionist, while in the state of Maine. About the first visions she had were at my house in Poland. She said that God had told her in vision that the door of mercy had closed, and there was no more chance for the world." The True Sabbath, by Miles Grant, page 70.
From: Seventh-day Adventism Renounced, Chapter VIII - "Mrs. White and her Revelations," by D.M. Canright, 1914
O.R.L. Crosier kept the Sabbath with them in 1848. He writes: "Ann Arbor, Mich., Dec. 1, 1887. Yes, I KNOW that Ellen G. Harmon, now Mrs. White, held the shut door theory at that date." Then he gives the proof. These persons knew the facts and have put their testimony on record.
From: Seventh-day Adventism Renounced, Chapter VIII - "Mrs. White and her Revelations," by D.M. Canright, 1914
The Present Truth. James White, editor, Oswego, N.Y., May, 1850, has an article by the editor on the "Sanctuary, 2300 Days, and the Shut Door." Elder White says: "At that point of time [1844] the midnight cry was given, the work for the world was closed up, and Jesus passed into the Most Holy place.... When we came up to that point of time, all our sympathy, burden and prayers for sinners ceased, and the unanimous feeling and testimony was that our work for the world was finished forever.... He [Jesus] is still merciful to his saints, and ever will be; and Jesus is still THEIR advocate and priest; but the sinner, to whom Jesus had stretched out his arms all the day long, and who had rejected the offers of salvation, was LEFT WITHOUT AN ADVOCATE when Jesus passed from the holy place and shut that door in 1844." Any honest man can see that the shut door meant no salvation for sinners, and this is what Elder White taught in 1850.
From: Seventh-day Adventism Renounced, Chapter VIII - "Mrs. White and her Revelations," by D.M. Canright, 1914
In a report of labor in the Advent Review, May 15, 1850, Elder White, in noticing the death of a sister Hastings, says: "She embraced the Sabbath in 1846, and has ever believed that the work of warning the world closed in 1844." Again: "Many will point us to one who is said to be converted, for positive proof that the door is not shut, thus yielding the word of God for the feelings of an individual." Present Truth, Dec. 1849. This shows that they held to the shut door idea for years after 1844. What a fanatical and abominable doctrine that was for Christians to teach! Mrs. White was right with them and in full harmony with them on this all these years. She had revelations almost daily. If they were of God, why did she not correct them in this fearful error? Even if she had said nothing confirming this delusion, yet the simple fact that she had no revelation contradicting it all during these years, is enough to destroy her claim to inspiration. But the fact is, she taught this error as strongly in her visions as the brethren did in their arguments.
From: Seventh-day Adventism Renounced, Chapter VIII - "Mrs. White and her Revelations," by D.M. Canright, 1914
"March 24, 1849.... I was shown that the commandments of God and the testimony of Jesus Christ, relating to the shut door, could not be separated.... I saw that the mysterious signs and wonders, and false reformations would increase and spread. The reformations that were shown me were not reformations from error to truth but from bad to worse, for those who professed a change of heart had only wrapped about them a religious garb, which covered up the iniquity of a wicked heart. Some appeared to have been really converted, so as to deceive God's people, but if their hearts could be seen they would appear as black as ever. My accompanying angel bade me to look for the travail of soul for sinners as used to be. I looked, but could not see it, for the time for their salvation is past." Present Truth, pages 21-22, published August, 1849.
From: Seventh-day Adventism Renounced, Chapter VIII - "Mrs. White and her Revelations," by D.M. Canright, 1914
Er þetta nóg fyrir þig Mofi? Ég viðurkenni að ég get verið fljótfær og tekið fullsterkt til orða, enda bara mannlegur. En blessun sína lagði hún yfir þetta margsinnis og gerir hana samseka. Hún gat vel leiðrétt þessa villu, en lét það eiga sig. Í mínum huga er jafngildi þess að fara með spádóminn sjálfann, en það er bara ég.
Að lokum vil ég segja að aðventistar eru yndislegt fólk og ert þú lifandi sönnun þess Mofi, það eina sem ég er að benda á er að allt er ekki slétt og heilagt og sér í lagi ekki hjá mér sjálfum, þær staðreyndir sem ég hef bent á eru aðventistar löngu hættir að trúa sem betur fer - það var margt gott í kennslu frú White enda væru aðventistar ekki þar sem þeir eru í dag án hennar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.8.2007 kl. 08:32
Mín eigin orð, komment hér ofar:
Þið eruð að misskilja þetta, það sem ég sagði að SDA trúðu eki lengur mikið af hennar spádómum og mörg hennar orð, enda spáði konan heimsendi nokkrum sinnum, það er það sem ég á við.
Þetta er of mikil fullyrðing og hljóp ég á mig, hún var samsek og spáði þessu ekki, dreg ég þetta til baka og bið Mofi afsökunar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.8.2007 kl. 09:20
Guðsteinn: Ég vildi að svo væri Mofi, ég ven mig ekki á að vera með skítkast nema gild ástæða sé til, Miller þessi spáði heimsendi rétt er það, en samsek er hún því hún hélt upp kenningum hans eftir hans tíma, sem heitir að vera samsekur:
Miller las spádóm í Biblíunni vitlaust, hann trúði því að setningin "þá mun helgidómurinn komast í samt lag" þýddi að Jesú kæmi aftur en það var augljóslega röng túlkun á spádómi Daníels. Hvernig gat Ellen White haldið hans kenningum áfram eftir 1844 þegar hún var 17 ára? Jesú greinilega kom ekki og túlkunin var greinilega röng. Niðurstaða hennar og fleiri var að túlkunin var röng en spádómurinn sannur. Það var út frá þessu sem Aðvent hreyfingin varð til.
Guðsteinn: All this confirmed them in the belief that probation had ended, or, as they then expressed it, 'the door of mercy was shut.'" Great Controversy, page 268.
Ég sá ekkert sem studdi þetta í Deilunni miklu á blaðsíðu 268 enda kannski ekki nema von þar sem hún var skrifuð löngu eftir að allir höfðu hafnað hugmyndinni um lokuðu dyrnar. Ég veit ekki um neinar heimildir um að hún hafi haldið þessari kenningu fram þótt að einhverjir gerðu það eftir vonbrigðin miklu 1844. Til að eitt komi fram þá voru spámenn Guðs aðeins menn og t.d. höfðu þeir rangt fyrir sér eins og Páll sem þurfti sýn frá Guði til að skilja að fagnaðarerindið átti að fara til heiðingjanna.
Ef þú vilt lesa um sögu þessara kenningar um lokuðu dyrnar þá geturðu kíkt á þetta hérna: http://www.whiteestate.org/books/mol/Chapt44.html#The%20Shut%20Door—A%20Case%20Study
Guðsteinn: Mrs. White was right with them and in full harmony with them on this all these years. She had revelations almost daily. If they were of God, why did she not correct them in this fearful error? Even if she had said nothing confirming this delusion, yet the simple fact that she had no revelation contradicting it all during these years, is enough to destroy her claim to inspiration. But the fact is, she taught this error as strongly in her visions as the brethren did in their arguments.
Til að varpa ljósi á þetta:
http://www.whiteestate.org/books/mol/Chapt44.html#The%20Shut%20Door—A%20Case%20Study: As far as we know, this was the first time Ellen White used the term, “shut door,” in print. How did she use it? In the context of the sanctuary doctrine and specifically connected to the commencement of Christ’s work in the Most Holy Place. She would elaborate on this connection in vision-messages to come. In other words, she and Eli Curtis disagreed fundamentally as to what happened on October 22, 1844
Þarna kemur fram að fyrstu skiptin sem EGW nefndi þessa kenningu þá hafðu hún allt annan skilning þessari hugmynd um lokuðu dyrnar en þá að dyrunum til Krists væri lokað. Þetta síðan skýrðist innan nokkura ára þegar Aðvent hreyfingin var að myndast og aðal takmarkið var að bera út boðskap englanna þriggja í Opinberunarbókinni og enn þann dag í dag er það aðal markmið kirkjunnar.
Guðsteinn: My accompanying angel bade me to look for the travail of soul for sinners as used to be. I looked, but could not see it, for the time for their salvation is past
Þarna er hún aðeins að tala um ákveðinn hóp manna en annars staðar þá sýnir hún að hún telur engann veginn að menn geti ekki komist lengur til Krists.
http://www.whiteestate.org/books/mol/Chapt44.html#note48: Ellen White’s cheery letter to the Hastings family, January 11, 1850, emphasized that “souls are coming into the truth, and soon the work will be all done. . . . I saw yesterday our work was not to the shepherds who have rejected the former messages, but to the honest deceived who are led astray. I saw the false shepherds would soon be fed with judgment. Let the truth come out everywhere we go. . . . Cheer up. There are better days coming
Guðsteinn: Hún gat vel leiðrétt þessa villu, en lét það eiga sig.
Staðreyndin er að þessi villa var leiðrétt og hún lagði ekki blessun sína yfir þessa kenningu. Jafnvel þótt hún hefði gert það þá var hún aðeins mannleg, var ekki Páll að drepa Kristna þegar Kristur kom og leiðrétti hann?
Guðsteinn: mínum huga er jafngildi þess að fara með spádóminn sjálfann, en það er bara ég.Bara svo það fari ekki fram hjá neinum. Þessi spádómur er frá Daníelsbók og ég trúi að hann hafi ræst en að túlkunin að Jesú kæmi aftur var röng. Að náðardyrnar hefðu lokast var aðeins hugmynd sem kom upp meðal sumra eftir 1844 og dó mjög fljótlega út.
Guðsteinn: þær staðreyndir sem ég hef bent á eru aðventistar löngu hættir að trúa sem betur fer
Og kenningin með lokuðu dyrnar var sama sem dáin út áður en Aðvent hreyfingin var stofnuð.
Guðsteinn: Að lokum vil ég segja að aðventistar eru yndislegt fólk og ert þú lifandi sönnun þess Mofi, það eina sem ég er að benda á er að allt er ekki slétt og heilagt og sér í lagi ekki hjá mér sjálfum, þær staðreyndir sem ég hef bent á eru aðventistar löngu hættir að trúa sem betur fer
Takk fyrir það Guðsteinn og ég engann veginn lýt á þig sem ekki góðann kristinn einstakling þótt að við séum ósammála um nokkra hluti. Ég hef ekkert á móti því að hafna Ellen White sem einhverjum spámanni, ég byggi mína trú ekki á henni. En aftur á móti þá eru öll mín kynni af henni þess eðlis að þarna var á ferðinni mjög góð trúuð manneskja sem hafði margt gott fram að færa og ég hef ekki enn séð neina alvöru ásökun á hendur henni sem hefur staðist einhverja sköðun. Það sem mér finnst uggvænlegt er hve mikið fólk er til í að leggja á sig til að rakka hana niður og það finnst mér mjög miður.
Mofi, 20.8.2007 kl. 13:50
Takk fyrir þetta Halldór/Mofi, ég held að það sé best að við látum hér við staðar numið, ég vænti þess að Jói vinur minn geri grein um Ellen G. White, hann er hafsjór þekkingar um hana og tekur á þessu máli, ég veit sjálfur ekki nægilega mikið til þess að geta gagnrýnt hana á réttlátann hátt.
Hann Enoch / Jóhann hefur þekkingu langt umfram mig í þessu, og má segja að ég hafi skellt mér í djúpu laugina með umfjöllun um hana. En ég ítreka að mér finnst aðventista söfnuðurinn vera til fyrirmyndar í alla staði, við erum ekki sammála en þið eruð systkyni mín í Kristi og eigið ekkert nema gott skilið.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.8.2007 kl. 14:26
Ég er alveg sammála þér Haukur, Aðventistar eru upp til hópa fyrirmyndarfólk, og þó við séum ekki 100% sammála um túlkun hvíldardagsboðorðsins þá eigum við miklu meira sameiginlegt heldur en hitt. Það eru smámunir sem aðskilja kristnu samfélögin, og kannski betra að horfa á það sem að sameinar þau
Guðrún Sæmundsdóttir, 20.8.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.