Blogghórur Íslands

Hér var maður í seinustu viku er kallaði sig Bol Bolsson. Hann gerði tilraun á moggablogginu sem varð mjög umdeilanleg. Hann bloggað við hverja einustu frétt og var með tugi færzlur á dag um nákvæmlega ekki neitt. Á sjö dögum tókst þessum manni að búa sér til 'alter egó' í gerfi Bol Bolssonar, höfundurinn segir sjálfur að hann eigi ekkert skylt við þessa persónu sjálfur, hann var bara front og gerfi í þessari tilraun hans.
Sjá nánar hér

Þessi tilraun fannst mér mjög merkileg, sérstaklega í því ljósi að ég var sjálfur "Bolur Bolsson" eitt sinn. Vinkona mín benti mér á þetta væri réttnefnt "bloggvændi" og ég væri þar af leiðandi blogghóra.

En hvað er blogghóra? Hér er mín eigin skilgreining:

  • Að vera blogghóra er sá sem kommentar hjá öllum og er alltaf sammála, sama hversu vitlaust það er.

  • Blogghóran bloggar nánast allar fréttir sama hversu vitlausar þær eru

  • Blogghóran er heltekinn af eigin vinsældum

  • Blogghóran er gagntekinn af hvað er sagt um hann/hana, og er eilíft að browsa eftir kommentum/athugasemdum við ummæli sín

  • Blogghóran er haldinn fíkn sem eyðir mörgum klst. á dag jafnvel í ekki neitt nema röfla í öðrum bloggurum, þótt maður hefi ekkert vitrænt fram að færa


Ég var blogghóra og ef útí það er farið, var ég blogghórumamma, með mínar 20 færzlur á dag. Ég veit hvað ég er að tala um í þessu og þess vegna leyfi ég mér að grípa til svona orða. Þetta er ein af ástæðum þess að ég ætlaði að hætta að blogga um daginn. Ég hafði ekkert vitrænt fram að færa nema 2 setningafærzlur sem fæðingarhálfviti gæti hafa skrifað. GetLost

Þess vegna er ég ánægður með þennan Bol Bolsson, hann gerði tilraun sem mig grunaði að gæti tekist. Hann kallar sig 'konung bloggsins', en er í raun mesti hórkarlinn sem moggabloggið hefur alið. Gott hjá þér Bolli, vonandi hefur þetta vakið aðrar blogghórur til umhugsunar. Cool

Dæmi góð blogg eru til dæmis þeir sem skrifa fáar en góðar greinar, en haldast alltaf í vinsældarlistanum á blog.is. Þetta fólk hefur metnað og er verðlaunað vegna góðra skrifa fremur en fjölda færzlna, bestu dæmin sem ég veit um eru Anna Karen og Jón Valur - þau blogga ekki oft, en þegar þau gera það, þá fá þau góða umferð. Þau tvö eru ekki þjóðþekkt og lifa ekki á fornri frægð og er verðlaunað fyrir góð skrif, þau tvö eru bara dæmi - auðvitað eru aðrir góðir bloggarar eins og þau.

En ég sé núna að moggamenn hafa breytt kerfinu þannig að það er bara hægt að merkja við 3 aukaflokka við hverja færzlu, sennilega er það útaf þessu tilviki, sem mér finnst bara flott. Smile

Nú vona ég bara að moggamenn loki ekki blogginu hjá mér, vegna þessarar færzlu -  eins og gerðist í tilfelli Bols. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þetta er snilldar grein hjá þér.  Enda þörf á slíkri áminningu.  Ég hef sjálf dregið úr því að vera mikið á mbl, ég kíki jú af og til, enn ég held mig við fólk sem er afar skemmtilegir og merkilegir pennar. Samanber þér, Önnu Karen, Guðrúnu, Pétri, o.s.f.v. 

Linda, 15.8.2007 kl. 14:23

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála Lindu í þessu máli, ég hef reyndar aðallega haldið mig við bloggvini mína, nenni ekki boli eða E semhafa ekkert til mála að leggja! Líst vel á nýju Zeriaph bloggáherslurnar

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.8.2007 kl. 14:41

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég persónulega er orðin þreytt á svona Silvíu Nótt framkomu.  Fólk sem fer í dulargervi bara til þess eins að rakka niður og gera lítið úr öðrum og segjast svo gera það í nafni húmorsins.  Mér finnst þetta virðingarleysi.  Og hver er tilgangurinn?

Hvað með það þó einhver sé "blogghóra" eða sækist eftir stigum hér, hafi ekkert málefnalegt að segja?  Gerir það, þann sama verri mann?
Hvað er pointið?

Fólk má hafa sín áhugamál eins og þau vilja svo lengi sem það skaðar ekki aðra.  Mér persónulega finnst sorglegra að stíga upp á pall og eyða tíma í að fara í búning til þess eins að reyna sanna að aðrir séu eitthvað minna. Græðir einhver eitthvað á því?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.8.2007 kl. 14:47

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

He hehe góður já ég kannast við þetta af eigin raun,minnir mig svolítið á bernskudaga mína á irkinu sem eitt sinn tröll reið öllu í tölvuheimi,þar var ég að mestu orðinn Höslari og höslaði konur.Ok ok ég veit ég var auðvitað bara karlhóra og drullusokkur sennilega er það rétt en ég vil benda á eitt batnandi manni er best að lifa,og þessvegna hef ég lítið bloggað undanfarið ég hætti að bulla þetta þegar ég var kominn í 40 sæti í vinsældum og enn á uppleið og mér leið samt bara skítt með allt í klessu og enginn skildi hvað ég var að fara með eitt eða neitt í færslum mínum.

Núna bara blogga ég þegar ég hef eitthvað fram að færa og ef ég hef áhuga á einhverju málefni og líður alveg ljómandi enda hef ég komist að því að hamingjusama fólkið í heimi hér er ekki endilega á forsíðum slorblaðanna heldur fólk sem veit hvað skiptir máli og hvað ekki.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.8.2007 kl. 16:46

5 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta er spurning um meðalhóf ... mér finnst ekkert eðlilegt að blogga tugi færslna um ekki neitt á dag, en mér finnst líka asnalegt að fólk láti slíkt pirra sig. Betra er að hundsa það sem er manni ekki að skapi en að agnúast út í það í sífellu. Bolurinn var ágætis karakter sem sannaði að það er lítið mál að verða gríðarvinsæll hér á Moggablogginu án þess að segja nokkuð, en ég veit ekki hvort það segir nokkuð um gæði bloggsins til eða frá. Hér eru margir mætir og góðir bloggarar, og kerfið sem slíkt er mjög gott.

En má vera að þetta hafi verið fleirum en þér tilefni til að stunda smá naflaskoðun, Guðsteinn ... og slíkt er nú bara öllum hollt. 

Þarfagreinir, 15.8.2007 kl. 16:49

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta gefur laglínuni "ég er fegurðardrottning og græt af gleði" nýjar víddir. Maður hefur verið að pæla í þessu bloggi og ég eins og svo margir aðrir rausa bara um neikvæðni, hvað veldur því ? 

Sævar Einarsson, 15.8.2007 kl. 17:52

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jamm......nú ætla ég að vera "ekki" sammála.....kominn tími á það, en ég er ekki alveg sammála þessu! Ég tel það ekki rétt af okkur sem bloggum að fara að flokka bloggara og draga svona aðgreinandi línur á milli þeirra sem að bara blogga fréttir og svo þeirra sem að eru með dýpri málefni. Ég hef reyndar þá skoðun að flokkun á fólki sé almennt og yfirleitt slæm. Mér finnst líka orðið blogghóra og bloggvændi neikvætt vegna þess að þessi orð eiga sér svo ofsalega sársaukafullar skírskotanir þar sem að verið er að líkja þessu við raunveruleika sem er til og margar konur búa við í aðstæðum líkum ánauð. Ég tel að ekki vera líkt ánauð að fréttablogga og vilja vinsældir.

Við erum misjöfn og mörg, á einhverra færi er að blogga um fræðilega og djúpa hlutir og aðrir kannski ekki með það á sínu færi og blogga því um fréttir til að koma sér og sínum skoðunum þannig á framfæri. Ef einhver sækist eftir vinsældum í gegnum blogg þá er það hans/hennar mál.....það er ekki okkar að dæma og fara að fjalla um að slíkir boggarar séu að selja sig......

Netfíkn er til......hún er slæm og að sjálfsögu verður slíkur einstaklingur sem að á við slíkt að eiga það við sig hvort að netnotkun hans/hennar sé eðlilegt......

En ég held að ef við förum að búa til þessi heiti eins og bloggvændi og blogghórur að þá er stutt í dómhörkuna og jafnvel einelti!

Hver bloggar eftir sínu viti og sannfæringu og einhver ástæða er fyrir þessu öllu saman en við skulum ekki draga í dilka....betri og verri bloggara.....þá skoðun getum við geymt með okkur sjálfum!

Þetta er nú bara mitt "ósammála" innlegg í umræðuna !

Ég er að hugsa um að blogga bara eftir mínu nefi...fréttir og ekki fréttir.....um allt og ekkert vegna þess að mér finnst það gaman og ég ætla ekki að fara að hafa áhyggjur af einhverri sölumennsku á meðan ég er trú mínu! Bestu kveðjur! Sunna!

Sunna Dóra Möller, 15.8.2007 kl. 18:51

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég ætla að gerast svo djörf í þetta eina sinn að auglýsa eigin vefsíðu, og bið fólk vinsamlegast að heimsækja bloggið mitt í dag. Þar set ég fram 10 spurningar til yfirstjórnar mbl.is sem enn hefur ekki verið svarað. Hvaða skoðanir sem menn hafa, þá held ég að það sé okkur öllum í hag að ganga ekki að því gruflandi hvað má og hvað ekki. Kveðjur til ykkar allra.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.8.2007 kl. 21:59

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá þvílík viðbrögð! Linda og Guðrún, takk fyrir stuðningin.
Nanna, ég skil vel hvað þú ert að fara, en ég setti þessa grein fram sem ádeilu.
Úlfar, gott að sjá þessa breytingu á þér með þessa miðla, playboyinn þinn ! ;)
Halldór/Þarfagreinir - jú það er einmitt málið, þetta er meira naflaskopun en nokkuð annað.
Henry, takk fyrir góð orð.
Sævar, einmitt er sammála þér.
Helga, þér er frjálst að auglýsa eins og þú vilt.
Sunna, ég þakka góða punkta og málefnanlegt innlegg, ég er sammála þér að mestu leyti, en ég ítreka að ég set þetta fram sem ádeilu, það var ekki ætlanin að stéttaskipta fólk eins og þú bendir réttilega á. Annars bjóst ég ekki við að allir væru sammála mér, enda er þetta ádeila og sett fram sem slík. Guð blessi þig Sunna mín.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.8.2007 kl. 08:57

10 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það er annar flötur á þessu. Hann er sá að kristið fólk þarf að spegla MBL.IS fréttir út frá kristnum gildum. Mér vinst vöntun á því.

Ég hef td ekki enn séð vitræna grein um gay pride á kristnu bloggi...

Þetta er ein af ástæðunum að ég blogga. Ég vil að kristin gildi komi fram sem mótvægi við guðleysið.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 16.8.2007 kl. 13:50

11 Smámynd: Jóhann Helgason

Geggjuð & mögnuð  snilldar grein hjá þér þú fær  fimm broskalla stjörnur voru ekki boði

Jóhann Helgason, 16.8.2007 kl. 23:48

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég hlýt þá að vera antíblogghóra - kommentera helst ekki nema ég sé algerlega ósammála því sem sagt er.

Segi því ekki meira að sinni, en bið bara að heilsa þér og þínum.

Ingvar Valgeirsson, 17.8.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband