Hverju trúa Vottar Jehóva að Jesús sé?

Þetta er það sem þeir t.d. trúa um Guð:

The true God is not a nameless God. His name is Jehovah. He is God by reason of his creatorship. The true God is real, a person, and not lifeless natural law operating without a living lawgiver, not blind force working through a series of accidents to develop one thing or another. Though scripturally designated by such descriptive titles as “God,” “Sovereign Lord,” “Creator,” “Father,” “the Almighty,” and “the Most High,” his personality and attributes—who and what he is—are fully summed up and expressed only in this personal name. Jehovah is living from time indefinite to time indefinite, forever, he is the King of eternity, incorruptible, invisible, the only true God. A distinct individual being.
Smella hér fyrir heimild

Gott og vel, þeir leggja þetta upp eins og rétt-trúnaðargyðingar – sem er gott og gilt. Ef ekki væri fyrir önnur vafasöm atriði, eins og hver Jesús í raun og veru er. Tökum t.d. Jóh.1:1 sem er afar mikilvægt fyrir kristna menn:

1 In [the] beginning the Word was, and the Word was with God, and the Word was a god.

Þarna er Guð skrifað með litlu g. Sem breytir því alfarið, einnig breyta þeir orðalaginu í "was a god". Sem er venjulega: "was God". Þessi breyting þeirra skiptir talsverðu máli. En þrátt fyrir að Vottarnir á Íslandi hafa ekki enn gefið út þessa útgáfu af biblíunni, þá er þetta samt það sem þeir trúa. Það hef ég eftir margar heimsóknir frá þessu ágæta fólki persónulega.


Heimildin sem ég notaði er hér

Samanber, New International Version á Jóh. 1:1

1 In the beginning was the Word, and the Word was with God, and the Word was God.


Þarna er bara talsverður munur. Þess vegna tel ég að þeir hafi breytt þessu til þess að undirstrika sínar eigin áherslur.  Þessi breyting þeirra gera Jesú að smáguði og taka frá stoðir sem staðfesta Guðdómleika hans.
NIV -textinn er tekinn af BibleGateWay.com

Var Jesús staurfestur?

Einnig telja þeir Jesús EKKI hafa verið krossfestann, heldur staurfestann. Þeir bera fyrir sér að gríska orðið "stauros" sé í eintölu í ritningunni og segja að það þýði einfaldlega staur í lóðréttri stellingu. Og segir grísku sérfræðingurinn Robert Bowman að þessi lýsing hafi verið notuð um fjöldann allan af aflífunartólum á þessum tíma. (Robert Bowman, Understanding Jehovah's Witnesses, p. 143).

Auk þess er getið um það í Matt. 27:37 að skilti var sett fyrir ofan HÖFUÐ Jesú, EKKI hendur Jesú.

Fornleifafræðingurinn Michael Green kemst að þessari niðurstöðu:

Some experts doubt whether the cross became a Christian symbol so early, but the recent discoveries of the cross, the fish, the star, and the plough, all well known from the second century, on ossuaries of the Judaeo-Christian community in Judae put the possibility beyond all reasonable cavil." (Michael Green, Evangelism in the Early Church, pp. 214-215).


Var Jesús Míkael erkiengill?

Vottarnir segja að Jesús hafi verið Míkael erkiengill og bera fyrir sér meðal annars þetta vers sér til stuðnings:

Fyrra bréf Páls til Þessaloníkumanna 4:16

Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa.


Þá er Jesús orðinn Míkael erkiengill samkvæmt þeim. Þetta er nátúrlega alrangt og er úr laus lofti gripið. Það er eru til mun fleiri sannarnir fyrir þrenningunni en að Jesús sé Mikki engill. Sjá nánar grein mína um þrenninguna.

Því ritað er:

Bréf Páls til Galatamanna 1:8
En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það, sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður.


Einfalt er þetta, ef hann væri þá engill afhverju tekur Páll svona til orða og gerir mun á orðum engla og Jesú? Jesús er og var Drottinn Guð okkar, hann var krossfestur, dáinn, grafinn og reis upp frá dauðum í holdi! Sem Vottar trúa ekki að hafi gerst, þeir segja að hann hafi risið uppí "anda" og aldrei í líkamlega. Þrátt fyrir að Jesús borðaði með lærisveinum sínum eftir upprisuna.

Guð blessi ykkur og ég þakka lesturinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skiptir það nokkru máli hvað þeir vona eða aðrir vona.
Þeirra skilgreining er ekkert óvitlausari/órökrænni en annarra.
Ættu trúarbrögð ekki að kallast vonarbrögð.

Ég blessa þig félagi.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guð blessi þig Dokksi minn. Ég bið alltaf fyrir þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.8.2007 kl. 12:55

3 Smámynd: Linda

Þakka þér fyrir Haukur, merkileg grein og góð samantekt. Hvað eru margir í dag sekir um að boða annað enn Jesú boðaði?  Hvað eru margir bölvaðir?  Þetta er skelfileg hugsun sem ég fæ ekki afborið að hugsa til enda.

Linda, 16.8.2007 kl. 14:52

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Linda!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.8.2007 kl. 15:11

5 Smámynd: Mofi

Enginn vafi á því að Vottarnir trúa ekki að Jesú hafi verið Guð og þar hafa þeir alvarlega farið af réttum vegi.  Einu sinni héldu þeir hvíldardaginn en þar hafa þeir einnig farið út af veginum.  Aftur á móti eru góð rök fyrir því að Mikael er einnig Jesú enda þýðir orðið "engill" aðeins sendiboði og ekkert að því. Hann er ekkert minna en Guð fyrir því, aðeins eitt af Hans hlutverkum.  Ekki að það skipti neinu máli, ekkert til að stofna nýjann söfnuð út af.

Mofi, 16.8.2007 kl. 15:27

6 identicon

Þetta er alveg rétt hjá Arngrími og Dawkins, það eru allir sekir, missekir en sekir samt.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 22:14

7 Smámynd: Linda

Arngrímur, ég þarf að biðja þig vinsamlegast að yrða ekki á mig.  Hvað þér finnst eða þitt álít skiptir mig nákvælega engu máli.  

Linda, 16.8.2007 kl. 22:53

8 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Nú Arngrímur ef ég man rétt stendur nú undir bloggi þínu loks búinn að segja mig úr þjóðkirkjunni.Og ég skrifa ef ég man rétt enda fer ég ekkert lengur inná þitt blogg,mig kanntu ekki að meta eftir okkar samskipti forðum.Svo er annað Ég eins og Linda er nákvæmlega sama um hvað þér finnst um nokkurn skapaðan hlut hvort heldur skapaður af guði eða manni.Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.8.2007 kl. 06:20

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Alveg finnst mér merkilegt að í hvert sinn sem kristið fólk stingur niður penna til að ræða trú sína og sannfæringu, þá koma trúleysingarnir fljúgandi úr öllum áttum eins og svangir þrestir sem gefið er út á hjarnið í jarðleysi. Getur það verið svengd þeirra í andlega næringu og dulin öfund í garð þeirra sem eiga þann fjársjóð sem Guð er trúuðum? Þetta var bara svona "vangavelta" í morgunsárið.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.8.2007 kl. 07:49

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Helga, þeir sækja í okkur eins og flugur á skít, og er skýring þí ekkert ósennileg - þeir sækja til okkar í afneituninni, geta ekki af því gert greyin. 

Góður punktur Úlfar, við Arngrímur höfum of tekist harkalega og ruddalega á og erum reyndar nýbúnir að sættast, og satt að segja verð ég að taka undir með ykkur báðum. Álit annara á ekki að skipta svona miklu máli, en höfum samt í huga - aðgát skal gætt í nærveru sálar.

Við erum viss í okkar sök, og vitum hvar trú okkar liggur, þegar trúleysingjar eins og Dokksi og Arngrímur vitna í mann eins og Richard Dawkins, þá dæma orð þeirra sig sjálfa og á ekki að skipta okkur neinu máli.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.8.2007 kl. 10:09

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arna- takk fyrir innlitið, þú hefur alltaf verið trú mínum skrifum og mér þykir vænt um heimsóknir þínar.

Hvíldardagurinn er aukaatriði, og eigum við ekki að hengja okkur á mannasetningum, allir dagar eru jafnir fyrir Guði og hver sem heldur einn dag heilagann gjörir vel, svo lengi sem það er Drottni okkar til dýrðar. En það er ekki umræðuefnið, ég minni þig á sögu vottanna og aðventista, þar liggja leiðir sko heldur betur saman. Ég tek á því síðar.

En ég er ekki sammála að Jesús sé með e-ð hlutverk í formi engils, ritningin er skýr. Hann er Guð og englunum æðri.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.8.2007 kl. 10:14

12 identicon

ehhrrm samliking með að sækja eins og flugur á skít hljómar weird :)

Annars er í mínum huga ekki spurning hver er í afneitun og hver ekki.
Auðvitað talar fólk á öndverðum meiði hér á opinberum vettvangi.
Við skulum líka minnast þess að það er ekki svo langt síðan að mönnum var hreinlega bannað og voru handteknir fyrir að segja eitthvað á móti bókinni, í dag er aukið frelsi og aukin menntun sem getur ekki annað en verið til góðs, okkur öllum ber skylda til þess að skoða mál ofan í grunninn, okkur ber skylda til þess að þroskast og það er ekkert nema augljóst að ritningin er ekki skýr, einmitt þess vegna er kristni splittuð upp í marga mismunandi söfnuði og einnig vegna þess að menn velja og hafna hverju þeir vilja trúa úr bókinni, menn velja of hafna hvað eru mannasetningar og hvað ekki.
Hvað er að því að trúa á okkur sjálf og mannsandann
Trúleysingi er ekki gott nafn, kannski trúfrjáls sé réttara

DoctorE (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 11:16

13 Smámynd: Mofi

Guðsteinn: Hvíldardagurinn er aukaatriði, og eigum við ekki að hengja okkur á mannasetningum,

Á nú að kalla boðorðin tíu mannasetningar af því þú vilt ekki hlíða þeim Guðsteinn?

Guðstein:  allir dagar eru jafnir fyrir Guði og hver sem heldur einn dag heilagann gjörir vel, svo lengi sem það er Drottni okkar til dýrðar.

Esekíel 22:26. Prestar hennar hafa brjálað lögmáli mínu og vanhelgað helgidóma mína. Þeir hafa engan mun gjört á því, sem heilagt er og óheilagt, og eigi frætt menn um muninn á óhreinu og hreinu, og þeir hafa lokað augum sínum fyrir hvíldardögum mínum, svo að ég vanhelgaðist meðal þeirra

Guð gerir sannarlega mun á dögum, á því sem Hann hefur gert heilagt og hvað er ekki heilagt. 

Guðsteinn: En ég er ekki sammála að Jesús sé með e-ð hlutverk í formi engils, ritningin er skýr. Hann er Guð og englunum æðri


Alveg sammála að Hann er Guð og öllum englum æðri. Samt lestu eftirfarandi vers:

Exo 3:2 And the *angel of the LORD* appeared unto him in a flame of fire out of the midst of a bush: and he looked, and, behold, the bush burned with fire, and the bush was not consumed.

Exo 3:4 And when the LORD saw that he turned aside to see, God called unto him out of the midst of the bush, and said, Moses, Moses. And he said, Here am I

Exo 3:6 Moreover he said, *I am* the God of thy father, the God of Abraham, the God of Isaac, and the God of Jacob. And Moses hid his face; for he was afraid to look upon God

Acts 7:30 And when forty years were expired, there appeared to him in the wilderness of mount Sina an *angel of the Lord* in a flame of fire in a bush.
Acts 7:31 When Moses saw it, he wondered at the sight: and as he drew near to behold it, the voice of the Lord came unto him,

Acts 7:32 Saying, *I am* the God of thy fathers, the God of Abraham, and the God of Isaac, and the God of Jacob. Then Moses trembled, and durst not behold.

John 8:57 Then said the Jews unto him, Thou art not yet fifty years old, and hast thou seen Abraham?
John 8:58 Jesus said unto them, Verily, verily, I say unto you, Before Abraham was, *I am*.


Meira um þetta hérna: http://www.aloha.net/~mikesch/michael.htm

Mofi, 17.8.2007 kl. 11:34

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú setur aldeilis af stað umræður, sem er alltaf gott, skerpir hugsunina, en við þurfum jú að muna að við höfum hver okkar sannleika, eftir því hver við erum og hvaðan við komum ! ég hef minn sannleika, en ég reyni eftir fremsta megni að virða annarra sannleika.

K ærleikurinn til alls lífs er stærstur sama hvaða trúarbrögð er um að ræða, það segi ég alltaf !

við sem mannkyn erum ekki meiri eða minni en veikasti hlekkurinn, þannig að mikilvægt er að elska hina sinn eins og sjálfan sig, aðeins þannig komumst við áfram.

en annað sem ég vildi koma inn á er hvort við eigum að opna sýninguna okkar í næstu viku fimmtudagskvöld kl 21,00. ( 20,00 á dönskum tíma er 19,00 á íslenskum)á sama tíma. hver skrifar fréttabréfið

AlheimsLós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 13:36

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Samþykkt Steina! Ég vil benda á að við erum að brjóta blað í bloggheimum á Íslandi, ég skal vera tilbúinn með verk mín n.k. fimmtudag kl.21:00 - ég set þá færzluna í loftið á mín. 21. 

En ég er sammála þér með kærleikann !

Guð blessi þig Steina.

Mofi og Dokksi - ég reyni að svara ykkur á eftir, þið kerfjist sérmeðferðar... eins og venjulega ! hehe ..

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.8.2007 kl. 13:53

16 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Datt í hug að þú hefðir gaman af þessu:

http://visir.is/article/20070817/LIFID01/70817066

Nenni annars ekki að tjá mig um Vottana, hef nægum tíma eytt í umræður um og við þá gegnum tíðina.

Ingvar Valgeirsson, 17.8.2007 kl. 15:32

17 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

bara svo við séum ekkert að misskilja, þegar kl hjá mér er 21 þá er kl hjá þér 19.00. þannig að ef þú vilt opna kl kl21.00 á íslenskum tíma þá opna ég kl 23,00 á dönskum tíma !!!!

við bjóðum upp á hugarveitingar !! og músikin er luftgitar !

já við erum að brjóta blað, og það er gaman !!! 

AlheimsLjós til þín og ég hlakka til.

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 16:14

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

ahh ég snéri þessu við, sorrý Steina. Ég opna þá klukkan 19 eins og þú sagðir upphaflega.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.8.2007 kl. 16:27

19 Smámynd: Mofi

Guðsteinn, endilega taktu þessi sér umræðuefni í sér blogg þar sem þetta blogg er um Vottana og það ætti að vera verðug umræða.

Mofi, 17.8.2007 kl. 17:50

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er afskaplega góð hugmynd Halldór. Ég mun verða að beiðni þinni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.8.2007 kl. 18:21

21 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Haukur takk fyrir samantektina á Vottunum. Þín skrif eru einsog Jóhanns mjög fræðandi og skemmtileg. það er greinilegt að þú snertir eitthvað viðkvæma strengi hjá trúlausum

Ég held að líf Vottana sé afar erfitt. þeir skilja sig svo algjörlega frá öðrum,  og er ekki túlkun þeirra að sálin búi í blóðinu? þessvegna megi þeir ekki þiggja blóðgjöf?

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.8.2007 kl. 18:56

22 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

En bara eitt um trúleysingjana, þetta eru kanski fimm einstaklingar sem eru með guðlast og níð gegn kristnum hér á netinu. En þau eru mjög iðin við bloggið og þau fá alltof mikla athygli og viðbrögð að mínu mati.

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.8.2007 kl. 19:04

23 Smámynd: Jóhann Helgason

frábær grein """hjá þér æi greyin  vottanir eru svo afvegaleiddir  svo er nafn Guðs í gamlatestamentinu  borið fram yud-heh-van-heh  í hebresku  hjá gyðingum ekki Jehovah svo er hann kallaður lika  Adonai , mikið rétt þeir halda því fram að hann Jesú hafi veriðMíkael erkiengill , þvílíkt rugl hjá þeim frábær grein hjá þér 

Jóhann Helgason, 18.8.2007 kl. 00:36

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Guðrún, þess vegna hef ég ákveðið að virða þá ekki viðlits þótt þeir meira að segja semji greinar um mig.

Gunnar, ég var búinn að telja þig af! Gaman að sjá þig aftur á stjá! En þú ert greinilega sömu skoðunnar og ég í þessu.

Takk Jói minn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.8.2007 kl. 00:44

25 identicon

ehhhrmm þetta er ekki samkvæmt kynnum mínum af þér Guðsteinn, að virða einhvern ekki viðlits er ekki gott plan.
Ég er soldið spældur yfir þessari yfirlýsingu þinni svona eftir að hafa verið að spjalla við þig frekar lengi.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 01:42

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi ég hef bara fengið nóg, og það sem ég á við er að þegar þeir skrifa greinar um mig mun ég ekki svara slíkri dellu. En ef þeir yrða á mig auðvitað svara ég þeim, ég tók sennilega full sterkt til orða án útskýringa þarna.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.8.2007 kl. 13:46

27 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

það er óþarfi að sitja undir einhverjum dónaskap og svívirðingum. Mér finnst það bera vott um undirlægjuhátt. Við eigum að geta skiptst á skoðunum án þess að vera ruddaleg. Mér finnst mjög gaman að velta trúarlegum málefnum fyrir mér og taka þátt í vangaveltum við aðra kristna menn, en ég er orðin svo leið á þeim Vantrúarmönnum og konum sem þurfa alltaf að koma með einhvern vibba og skæting í umræðuna

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.8.2007 kl. 17:36

28 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

En í sambandi við Vottana, eru þeir ekki með hina heilögu þrenningu? Er í þeirra augum Jesú ekki Drottinn heldur einn af spámönnunum?

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.8.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 587807

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband