Farið heim og bjargið Íslandi þaðan!

Ef þau vilja virkilega 'bjarga' Íslandi, þá væri nú best að þau færu heim bara. Svona trúðslæti og tilgangslausar aðgerðir við álver sem eru í fullri virkni er bara heimskulegt.

Auk þess eru þau að eyðileggja fyrir öðrum, ef þarf að mótmæla einhverju í framtíðinni, þá hugsa menn ósjálfrátt tilbkaka á þessa trúða, til hvers þá að mótmæla fyrir þá sem þurfa virkilega að mótmæla ! Aldrei er góð vísa of oft kveðinn.


mbl.is Átta handteknir í Straumsvík og hlið opnuð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það á að seta þetta fólk í sama flokk og vítisengla snú þeim við upp á Leifsstöð  og senda það til sinn heima sama með grænfriðunga

gestur (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 15:01

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála öllum hér, og ég þakka innlitinn allir !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.7.2007 kl. 15:13

3 Smámynd: halkatla

jebb, þetta er rétt, því miður fyrir mótmælendur framtíðarinnar fór allt eitthvað svo illa af stað....

halkatla, 24.7.2007 kl. 15:22

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég held nú ekki að þau séu að eyðileggja neitt fyrir neinum nema skapið hjá ergilegustu álvers og virkjannasinnum samnber ýmis þessháttar skrif hér á blogginu.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.7.2007 kl. 15:32

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Helgi Jóhann, ég er engan veginn virkjanarsinni og mun aldrei verða. En mér finnst tilgangslaust að mótmæla einhverju sem þegar er til. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.7.2007 kl. 15:50

6 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ef við hefðum ekki álver og virkjanir hverju myndu þau mótmæla? Íslandi er skemmtilegt land og allir vilja koma hingað í frí. Þetta fólk er að leita af afsökun til að vera hér og verja þessi fjárútlát með því að stöðva hjól atvinnulífsins.

En bara af því að ég er ekki munandi á hluti. Hvað gera hryðjuverkamenn? Er það ekki stefna þeirra að lama atvinnulíf og samgöngur...

annars er ég með stolin pistil hjá mér á http://velur.blog.is/blog/velur/

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 24.7.2007 kl. 17:41

7 Smámynd: Linda

Málið er að þau mótmæla, og vilja ekki frekari virkjanir á landinu. Hvort sem við séum óssammála eða sammála þeim, þá er það alveg á hreinu að Ísland getur ekki óskað eftir því að vera hluti af hinum stóra heimi og ætlast til svo til þess að engin taki eftir því sem við gerum jörðinni, þó um sé að ræða okkar land þá erum við á jörðinni, hluti af hinum stóra heimi og við berum ekki  bara ábyrgð á okkur sjálfum heldur líka á umhverfinu sem hefur áhrif á heiminn, frá norður Pólnum til suður Pólsins þá höfum við áhrif.  Því sem þátttakendur í heimsmálum og business verðum við að átta okkur á því að okkur verðu mótmælt okkar skemmdum á náttúrunni verður mótmælt hvort sem okkur líkar betur eða ver.  Welcome to the world, you are now accountable to the world.  ef svo má að orði komast.

Enn hvað veit ég...skiptir það einhverju máli hvað ég geri..?

Linda, 24.7.2007 kl. 17:49

8 Smámynd: arnar valgeirsson

rétt hjá þér linda. nú er ég hjartanlega ósammála þér haukur. tek ofan fyrir saving iceland liðinu. hefur kjark og dug til þess að láta vita af sér. þýðir ekki alltaf að labba laugaveginn með skilti og syngja. hvenær hafa íslensk stjórnvöld tekið mark á því. svo má líka benda á að það eru áætlanir um að planta álverksmiðjum niður á hverju landshorni, og fleirri en einni og fleirum en tveimur ha.

þetta eru ekki bjánar. þetta eru ekki trúðar. þetta eru snillingar og fleiri ættu að huga að því að taka sér tíma til mótmælaaðgerða ef þeir eru ekki fylgjandi fasískri stefnu peningavaldsins hér á landi sem virðist jú hafa "ráðamenn", jú og konur, í rassvasa.

arnar valgeirsson, 24.7.2007 kl. 19:52

9 identicon

Snillingar... nahhh atvinnumótmælendur... þeim er örugglega skítsama um ísland

DoctorE (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 23:28

10 Smámynd: Haukur Viðar

Rosalega er orðið móðins að slá um sig með orðinu "atvinnumótmælandi".

Þetta slagar orðið upp í ofnotkun orða á borð við "tilfinningaklám", "kjánahrollur" og "snilld" 

Haukur Viðar, 25.7.2007 kl. 04:23

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ósammá Linda og Arnar. Ég skil vel að þau mótmæli og er það nauðsynlegt vegna núverandi þróunar. En þessir mótmæla bara til að mótmæla og hafa enginn rök með því. Til hvers að mótmæla verksmiðjum sem þegar eru reistar? Og þetta eru víst trúðar sem misferst algjörlea í þessu.

Eigum við íslendingar þá ekki að safna okkur saman og mótmæla við danska sendiráðið? Fyrst svona er?!?

Haukur Viðar, mikið er ég sammála þér, enda ertu með fagurt nafn !

Eiríkur, góður punktur hjá þér.

Dokksi, við erum greinilega á sama máli, og svo sem ekki í fyrsta sinn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.7.2007 kl. 09:26

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sko, í fyrsta lagi held ég að enginn hati þetta lið, það eru aðferðir þeirra sem fólk þolir ekki.

Svona trúðslæti og lýðsskrum á eftir að draga dilk á eftir sér. Í framtíðinni þegar þarf í alvöru að mótmæla einhverju, hvernig verður mannorð mótmælenda þá? Verða þeir mótmælendur ekki bornir saman við þennan hóp? Ég held það! Svona hefur landinn ætíð gert, hólfað fólk niður í ákveðinn hólf og frá því verður ekki vikið. Eins og við sjáum í dag, þá er verið nota orð eins og "atvinnumótmælendur" og "atvinnulausir hippar", þetta finnst mér alfarið rangt og er verið að stéttaskipta þessu fólki !

Þess vegna eru þeir að skemma fyrir þegar þarf virkilega að mótmæla einhverju í framtíðinni, mannorðið hefur orðið fyrir skaða og gerir öðrum erfiðara fyrir að mótmæla sökum samanburðarins.

Ég sé bara ekki tilganginn í  því að mótmæla við álver sem þegar eru byggð, eigum við þá bara ekki að safna öllum íslendingum saman og mótmæla við Danska sendiherraráðuneytið? Bara afþví að þeir sendu okkur myglað hveiti hér í denn? Nei, þetta er svona álíka heimskuleg mótmæli eins og Saving iceland gerir nú.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.7.2007 kl. 11:19

13 Smámynd: Haukur Viðar

Haha sömuleiðis, og takk fyrir addið

Haukur Viðar, 25.7.2007 kl. 14:42

14 Smámynd: Linda

Lestu aftur sem ég skrifaði Haukur, og vandlega ég er ekki óssamála þér svo mikið sem ég tala um að þetta er hluti að vera af hinum stóra heimi við getum ekki valið og hafnað af vild, við berum ábyrgð með heiminum.

Linda, 25.7.2007 kl. 19:55

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú meinar ... sorrý Linda mín, fyrirgefðu fljótfærnina!  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.7.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 587880

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband